Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Alls kyns "villu"hugmyndir vaða nú uppi í þjóðkirkjunni og hefur gert lengi. Síðan Karl Sigurbjörnsson biskup var og hét, hefur vegur íslensku þjóðkirkjunnar legið niður á veg, á allan hátt.
Þróunin hefur verið áþreifanleg í fjölda þeirra sem eru meðlimir í kirkjunni en þeim hefur fækkað árlega í marga áratugi. Af hverju? Jú, kenningin er ekki rétt, villu hugmyndir myndu margir segja einkenna kirkjukenninguna í dag. Mótmælenda kirkjan íslenska telst vera lúterstrú og hefur verið síðan 1550. Boðskapurinn hefur haldist stöðugur um margar aldir, allt þar til á seinni helmingi 20. aldar. Þá fór að halla undan fæti.
En síðan tók að trosna úr siðferði Íslendinga, trú, menningu og tungu. Sama þróun hefur einkennt þjóðkirkjuna, en í stað þess að vera bjargið, líkt og kaþólska kirkjan hefur verið, þrátt fyrir allar samfélagsbreytingar, hefur íslenska þjóðkirkjan verið eins og vindhaninn á turni Bessastaðakirkju og breytt um átt eftir vindi hverju sinni.
Það hefur líka verið óskráð regla, síðan kirkjan og ríkið aðskildust, að hvor aðili skipti sér ekki af störfum annars. Biskuparnir síðan Karl var og hét, hafa ekki getað haldið uppi agavaldi innan klerkastéttarinnar né að halda í fagnaðarerindið sem er einfaldur boðskapur. Nei, kirkjan hefur ákveðið að taka upp stefnu nýmarxista í samfélagsmálum og wokisma. Hugmyndir minnihlutahópa, sama hversu fáránlegar þær eru, eru teknar upp og viðurkenndar. Meira segja lífið sjálft, í formi ófæddra barna, er fórnað á altari woke hugmyndafræðarinnar.
Hér er nýi biskupinn, sem byrjar ekki vel, að skipta sér af stjórnvalds ákvörðun. Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar
Er nokkur von fyrir þjóðkirkjuna, þegar sjálfur biskup veit ekki hver rétta kenning er? Getur ekki aðlagað kirkjuna að nútímanum með nýju messuformi eða komið með dýpri útskýringar á kristnidómi? Er þetta fólk nokkuð kristið?
Íslenska þjóðkirkjan er eins og íslenskt þjóðfélag, á krossgötum, veit ekki hvert á að halda og hleypur í allar áttir. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
Trúmál og siðferði | 18.9.2024 | 14:24 (breytt kl. 18:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mikil ógæfa hefur verið fyrir þjóðkirkjuna er að til forystu hefur valist einstaklingar sem hafa ekki reynst vera leiðtogar, með undantekningum þó. Kirkjan reyndi að skipta um gír með að skipta um kyn á biskupi en kynferði skiptir ekki sköpum ef sá einstaklingur sem velst í biskupsstólinn er ekki leiðtogi.
Fráfarandi biskup sem er kona, kom ekki ró á starfsemi kirkjunnar og deilur héldu áfram og hún flæktist í vandasöm mál. Hún því hreinlega hrökklaðist úr starfi og við er tekin önnur kona. Engin reynsla er komin á hana en miðað við hverngi hún tók á nýjasta vandamálinu sem er í raun stórmál, en það er kirkjugarðsmálið, byrjaði hún ekki vel í starfi. Ámátleg mótmæli heyrðist frá henni en hún virðist ekki ætla að taka hart á málinu.
Það er nú þannig að klerkar sinna ekki bara lifendur, heldur líka látna, eru sálusorgarar og sáluhirðar. Þeim ber því að vernda allar sálir. Það er því vont mál að enginn skuli verja látna sem í góðri trú, létu jarða sig í vígri jörð sem kirkjugarður er. Núna á að láta þá liggja í minningarreiti, rétt eins og minningarskildir eru settir fyrir minningu um einhver atburð.
Getur stjórn Kirkjugarða upp á sitt eins dæmi, skipt út krossinn og nafn og sett inn laufblað og nýtt heiti? Hvað með kirkjuna? Hefur hún ekkert að segja? Er þetta gert með blessun borgarstjórnar Reykjavíkur? Án umræðu í þjóðfélaginu?
Á vef Kirkjugarða Reykjavíkur segir: "Kirkjugarðar Reykjavíkur eru sjálfseignarstofnun sem þjónustar sveitarfélögin Reykjavík, Kópavog og Seltjarnarnes." En geta þeir í krafti þess, að skjólstæðingar þeirra geta ekki mótmælt, bara ákveðið sí svona að breyta þessu? Hvað næst? Breyta kirkjugörðunum í skemmtigarða? Ingvar Stefánsson, framkvæmdarstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur "...tekur fram að kirkjugarðar séu almenningsgarðar þar sem allir séu velkomnir;".
Hugmyndir um að hætta að nota orðið kirkjugarður og krossinn fjarlægður
Ef stjórn kirkjugarða vill skipta um einkennismerki, og hefur þegar gert það, og hugtakinu "kirkjugarðar" síðar, er þá ekki alveg eins gott að skipta um heiti á sjálfseignarstofnunni og hætta að kalla hana "Kirkjugarðar Reykjarvíkur"? "Minningarfélag Reykjavíkur" kemur fyrst upp í huga í staðinn.
Margir Íslendingar kjósa að liggja í kirkjugarði og e.t.v. verða kristnir menn að leggja drög að því að stofna til sérstaka kirkjugarða, þar sem þeir fá að liggja í friði fyrir Reykjavíkurborg eða undirstofnunum hennar.
En vandi kirkjunnar er stærri en bara kirkjugarðsmál. Það er hin almenna stefna sem hún hefur tekið í þjóðfélaginu. Hún virðist vera tilbúin að hoppa á næsta vagn í tískusveifum samfélagsins í stað þess að vera stoð í síbreytilegum heimi. Taka breytingum hægt. Kaþólska kirkjan er algjör andstæða mótmælendakirkjunni að þessu leiti, kannski of íhaldssöm? En a.m.k. er hægt að treysta að skoðanir hennar sveiflast ekki með vindinum hverju sinni.
En það má gera breytingar á þjóðkirkjunni. Messuformið er t.d. ævagamalt og hentar e.t.v. ekki nútímafólki. Þótt það hafi fækkað mikið í þjóðkirkjunni, hefur kristnu fólki kannski ekki fækkað í takt við það. Margt kýs að vera utan trúfélag en margir skipta í aðra kristna söfnuði. Það sækir þangað, t.d. fríkirkjur, í Veginn, Íslenska Kristkirkjan, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi o.s.frv. Þar er kirkjustarfið öðruvísi, meira fjör og gaman. Sumir hafa frábæra predikara. Umgjörðin má breytast en boðskapurinn ekki.
Sjálfum finnst bloggritara gaman að hlusta á Frank Turek sem svarar spurningum sem hvíla á fólki og rökræðir við fólk af öðrum trúarbrögðum. Kristnin er nefnilega líka háspeki og getur svarað heimspekileg álitaefni. Frank Turek
Með þessu áframhaldi heldur sú þróun áfram að það kvartnast úr þjóðkirkjunni og fólk leiti að svörum við lífsgátunni í smærri söfnuðum. Það er nánast öruggt að svo verði á meðan þjóðkirkjan er leiðtoga laus.
Trúmál og siðferði | 16.8.2024 | 10:45 (breytt kl. 16:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Áhrifin eru geysimikil og ná langt út fyrir kristin ríki og í raun á allt mannkynið og í margvíslegu formi, sjá til dæmis starfsemi S.Þ. og fleiri alþjóðasamtaka, svo sem Rauða krossinn.
Boðskapur Jesú Krists, eins og hann er fluttur í kenningum kristninnar, er margþættur og hefur mismunandi túlkanir innan ýmissa trúfélaga. Hins vegar er hægt að greina nokkur algeng þemu en vegna afkristni Vesturlanda, bann á kennslu kristinfræði í grunnskólum margra ríkja, vita börn ansi lítið út á hvað kristni gengur. Samt er grundvöllur nútíma ríkja byggður á gyðinglegum rótum.
Jú, allir vita hver Jesú Kristur er, hann er góður maður í augum barnanna og hann er sonur guðs segja þau. En boðskapurinn er hreinn og tær. Kristin fræði er samblanda af boðskap gyðingsdóms og grískrar háspeki.
Gyðinga rætur. Kristni spratt upp úr trúarhefð gyðinga. Jesús og fyrstu fylgjendur hans voru gyðingar og frumkristni hreyfingin er oft talin gyðingleg.
Messíasar væntingar. Á þeim tíma voru ýmsir gyðingahópar sem bjuggust við Messías sem myndi frelsa þá frá rómverskri stjórn og endurreisa ríki Ísraels og margir trúðu að Jesú væri Messías endurborinn.
Kristnin mótaðist næstu aldir og inn í bættist grísk háspeki Aristótelesar, Plató og fleiri.
Boðskapurinn - fagnaðarerindið
Kærleikur og samúð er helsta einkenni kristinsdóms. Jesús lagði áherslu á mikilvægi kærleika, bæði fyrir Guð og samferðafólk sitt. Boðorðið um að "elska náunga þinn eins og sjálfan þig" er kjarninn í kenningum hans.
Fyrirgefning. Jesús boðaði fyrirgefningu og hvatti fylgjendur sína til að fyrirgefa öðrum, eins og þeir sjálfir eru fyrirgefnir af Guði. Hugtakið fyrirgefning er lykilatriði í kristinni guðfræði.
Frelsun og endurlausn. Samkvæmt kristinni trú kom Jesús til að frelsa mannkynið frá synd og bjóða upp á möguleika á eilífu lífi með trú á hann. Litið er á fórnardauða hans á krossinum sem endurlausn.
Auðmýkt og þjónusta. Jesús kenndi gildi auðmýktar og þjónustu við aðra. Dæmi hans um að þvo fætur lærisveina sinna er oft nefnt sem öflug lýsing á þessari meginreglu.
Ríki Guðs. Jesús talaði um Guðs ríki, ekki endilega líkamlegt ríki, heldur ríki þar sem vilji Guðs er gerður. Það er litið á það sem ákall um að samræma líf sitt við tilgang Guðs.
Áhrif boðskapar Jesú Krists á mannkynið hafa verið djúpstæð og víðtæk. Hér eru nokkur athyglisverð áhrif:
Menningarleg áhrif eru djúpstæð. Kristin trú hefur gegnt mikilvægu hlutverki í mótun vestrænnar menningar og siðmenningar. Margar siðferðilegar meginreglur úr kenningum Jesú hafa haft áhrif á lög, félagsleg viðmið og menningarhætti.
Siðferðiskenningar Jesú hafa stuðlað að þróun siðferðilegra ramma sem leiðbeina einstaklingum og samfélögum við að taka ákvarðanir um rétt og rangt.
Meginreglur um kærleika, samúð og réttlæti sem Jesús kynnti hafa verið innblástur fyrir ýmsar félagslegar réttlætishreyfingar í gegnum tíðina, þar á meðal þær sem tala fyrir afnámi þrælahalds, borgaralegra réttinda og mannúðarstarfs.
Góðgerðarstarf. Áherslan á samúð og að hjálpa öðrum hefur hvatt ótal einstaklinga og samtök til að taka þátt í góðgerðarstarfi og mannúðarstarfi, taka á málum eins og fátækt, heilsugæslu og menntun.
Listir, bókmenntir og heimspeki. Líf Jesú og kenningar hafa verið ríkur uppspretta innblásturs fyrir listamenn, rithöfunda og heimspekinga, og stuðlað að því að skapa mikið magn bókmennta, lista og heimspekilegrar hugsunar.
Það er mikilvægt að hafa í huga að áhrif boðskapar Jesú eru ekki einsleit og túlkun er mismunandi eftir mismunandi kristnum trúfélögum og einstaklingum. Að auki hafa aðrar trúarlegar og heimspekilegar hefðir einnig haft áhrif á siðferðilega og siðferðilega þróun mannkyns.
Hvers vegna ný-marxistarnir vilja útrýma svona fallegan boðskap úr grunnskólanum er óskiljanlegt. Það er reyndar svo að Karl Marx, upphafsmaður kommúnismans/sósíalismans, vildi útrýma trúarbrögðum og kannski eru sósíalistarnir Dagur B. Eggert, Katrín Jakobsdóttir sem afnam kristni fræði kennslu í grunnskóla, og þeirra kumpánar að fylgja þessari stefnu eftir á borði sem og orði. Alræðis- og forsjáhyggja sósíalista hefur aldrei þolað samkeppni.
Byggt að hluta til á ChatGPT og svo gamla góða minnið!
Trúmál og siðferði | 29.5.2024 | 13:52 (breytt 30.5.2024 kl. 18:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Oft vill gleymast raunverulega ástæða fyrir jólahald. Jólin er trúarhátíð, líkt og páskarnir en það vill oft gleymast í umbúðunum. Við eru svo upptekin af umbúðum og táknum að við gleymum tilgangi jólanna.
Jólin eru haldin til að fagna fæðingu frelsara kristinna manna og haldin þegar myrkrið umliggur daganna um vetrarsólhvarf. Við höfum tíma til að ígrunda tilveru okkar og tilgang.
Hverjar eru umbúðirnar? Jólatréð, jólasveinninn, pakkarnir, jólalögin og svo framvegis. Kannski of mikil áhersla á þetta. Innhaldið er boðskapurinn um kærleik sem er æðsta form ástar og umfram allt friður. Betri boðskap er ekki hægt að boða og hefur þroskað mannkynið mjög, líka þá sem ekki eru kristnir.
En jólin er líka hátíð fjölskyldunnar. Hún kemur saman um jólin, oft um langar vegalengdir, og ættingjar og vinir hittast kannski bara þetta eina sinn um árið. Þetta er dýrmætur tími.
Kristin hefur dafnað og lifað allan þennan tíma, vegna þess að kristin trú er byggð á háspeki eða heimspeki. Skólaspeki svonefnda er byggð á kristinni trú og grískri heimspeki er afurð þessarar hugsunar. Það er því mikil viska í kristinni trú.
Hér kemur boðskapur kristinnar sem er:
Kærleikur og samúð. Jesús lagði áherslu á mikilvægi kærleika, bæði fyrir Guð og samferðafólk sitt. Boðorðið um að elska náunga þinn eins og sjálfan þig er kjarninn í kenningum hans.
Fyrirgefning var annað lykilatriði í kenningu Jesús, og var merkileg kenning í ljósi samfélaga fornaldar, þar sem grimmdin og hefndin réði ferðinni. Jesús boðaði fyrirgefningu og hvatti fylgjendur sína til að fyrirgefa öðrum, eins og þeir sjálfir eru fyrirgefnir af Guði. Hugtakið fyrirgefning er lykilatriði í kristinni guðfræði.
Frelsun og endurlausn er þriðja lykilkenningin. Samkvæmt kristinni trú kom Jesús til að frelsa mannkynið frá synd og bjóða upp á möguleika á eilífu lífi með trú á hann. Litið er á fórnardauða hans á krossinum sem endurlausn.
Auðmýkt og þjónusta er fjórða lykilkenningin. Jesús kenndi gildi auðmýktar og þjónustu við aðra. Dæmi hans um að þvo fætur lærisveina sinna er oft nefnt sem öflug lýsing á þessari meginreglu.
Og að lokum boðaði hann ríki Guðs. Jesús talaði um Guðs ríki, ekki endilega líkamlegt ríki, heldur ríki þar sem vilji Guðs er gerður. Það er litið á það sem ákall til að samræma líf sitt við tilgang Guðs.
Allur þessi boðskapur hefur haft óendanleg áhrif á kristna menn en líka á allt mannkynið, því allir þekkja eitthvað til kristinnnar.
Áhrif boðskapar Jesú Krists á mannkynið hafa verið djúpstæð og víðtæk. Kenningin eru svo innbyggð í vestræna hugsun og menningu að ómögulegt er að aðskilja hana frá daglegri hugsun. Margar siðferðilegar og siðferðilegar meginreglur úr kenningum Jesú hafa haft áhrif á lög, félagsleg viðmið og menningarhætti.
Siðferðiskenningar Jesú hafa stuðlað að þróun siðferðilegra ramma sem leiðbeina einstaklingum og samfélögum við að taka ákvarðanir um rétt og rangt. Þær hafa gert ótrúlegasta fólk, sem það sjálft eða annað, hefur dæmt vonlaust í mannlegu samfélagi, að gildu og gegnu fólki að nýju.
Jólin eru friðarhátíð. Án kristinnar trúar myndi villimennskan vaða uppi í samfélagi vestrænna manna en í stað þess er vestræn menning ljósið sem lýsir veginn fyrir mannkynið.
Gleðileg jól.
Trúmál og siðferði | 25.12.2023 | 13:17 (breytt kl. 13:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vegna þess að menn nenna aldrei að grafa lengra en eina öld aftur í tímann í samfélagsumræðunni, skilja þeir ekki forsöguna að stofnun Ísraels og hverjir bjuggu í landinu helga. Sú mynd að gyðingar hafi streymt til landsins helga á 20. öld og tekið það yfir með stofnun Ísraelsríkis 1948 er röng. Ennþá daginn í dag, er Ísrael og Palestína áður (nær yfir mun stærra svæði en Ísraelsríki nútímans), margskipt land eftir menningu og trúarbrögðum. Sannkallað fjölþjóðaríki. Allir voru Palestínumenn. Prófum að bakka um eina öld í viðbót og fara til 19. aldar.
Á 19. öld var íbúasamsetning svæðisins sem nær yfir nútíma Ísrael og Palestínu fjölbreytt og samanstóð af ýmsum trúarhópum.
Meirihluti íbúa í Palestínu á 19. öld var múslimar (Vesturbakkinn meðtalinn og jafnvel svæði sem nú tilheyrir Jórdaníu og Sýrland). Þar á meðal eru bæði arabískir múslimar og ekki arabískir múslimar sem höfðu búið á svæðinu um aldir. Engin skýr landamörk voru enda eyðimörk á þrenna vegu og allt undir stjórn Ottómana.
Það var verulegur kristinn íbúafjöldi á svæðinu og er enn, þar á meðal ýmis kristnir trúflokkar eins og austrétttrúnaðar menn, kaþólikkar og ýmsir mótmælendahópar. Margir kristnir helgir staðir eru staðsettir á þessu svæði.
Og Gyðingar. Þó að gyðingabúar á 19. öld hafi verið tiltölulega fáir, voru enn gyðingua búsettir í Palestínu, sérstaklega í borgum eins og Jerúsalem (voru í meirihluta), Safed og Hebron.
Samfélag Drúsa hefur verið til í árhundruð. Drúsneska samfélagið hefur verið til staðar á svæðinu um aldir og er aðallega á svæðum eins og í kringum Karmelfjalli og Galíleu.
Aðrir minnihlutahópar: Á svæðinu voru einnig smærri samfélög Samverja og annarra trúarhópa minnihlutahópa.
Nákvæm trúarleg sundurliðun og íbúafjölda er erfitt að ákvarða með nákvæmni vegna takmarkaðra sögulegra heimilda. Íbúasamsetning svæðisins tók miklum breytingum á 19. öld vegna ýmissa þátta, þar á meðal fólksflutninga frá Egyptaland og öðrum múslima svæðum og trúarlegra áhrifa. Auk þess voru mörk og stjórnsýslusvið ekki þau sömu og þau eru í dag.
Ekki má gleyma að Palestínuarabar eru ekki bara múslimar, sumir þeirra eru kristnir. Gyðingar á 19. öld töldust líka vera Palestínumenn!
En kíkjum á stærsta trúarhópinn í Palestínu á 19. öld - múslimanna.
Íbúar múslima í Palestínu á 19. öld voru samsettir úr blöndu af frumbyggjum og fólki sem hafði sest að á svæðinu í margar aldir. Uppruna þessara múslima má rekja til ýmissa leiða, kíkjum á þær.
Frumbyggjarir hafa alltaf verið í landinu. Margir af múslimum í Palestínu voru afkomendur frumbyggja svæðisins, sem innihélt bæði arabísk og ekki arabísk samfélög. Þetta fólk hafði búið á svæðinu í kynslóðir og nærvera þeirra var fyrir 19. öld um aldir.
Arabískir múslimar hafa verið lengi í landinu. Meirihluti múslima í Palestínu voru arabar og nærvera þeirra á svæðinu nær aftur til útþenslu araba á 7. öld. Þessir arabísku múslimar voru oft afkomendur þeirra sem höfðu búið á svæðinu um aldir.
Fólksflutningar og landnám. Í gegnum aldirnar voru ýmsir fólksflutningar og byggðir á svæðinu vegna þátta eins og verslunar, landvinninga og trúarlegra pílagrímaferða. Til dæmis, hin heilaga borg Jerúsalem laðaði að sér múslima víðsvegar um íslamska heiminn sem staður sem hefur trúarlega þýðingu.
Og svo voru þeir sem flökkuðu um svæðið á úlföldum sínum og hafa gert um aldir með ekkert fast aðsetur. Hér er átt við Bedúínasamfélögin. Hirðingjabedúínasamfélögin á svæðinu voru einnig hluti af múslimabúum. Þeir fóru um eyðimerkursvæði Levant, þar á meðal hluta af nútíma Ísrael og Palestínu og á Arabíuskaga sem Sínískaga. Gyðingar í fornöld komu einmitt fyrst til svæðissins þann veginn.
Kannski eru gyðingar og múslimar á svæðinu skyldari en þeir vilja viðurkenna. Ef grannt er skoðað eru frumbyggjarnir ýmis gyðingar eða múslimar og eiga sömu forfeður.
Íbúar svæðisins hafa verið á mörkunum að semja um frið og eins með Ísraelmenn og nágrannaþjóðir þeirra, sbr. Abraham samkomulaginu, Óslóar samkomulagið og friðarsamninga Egypta, Jórdana við Ísrael. Eigum við ekki að vera bjartsýn og spá friði, frekar en ófriði fyrir framtíðina? Möguleikinn er fyrir hendi.
Lærdómurinn er að þekkja alla söguna og allar hliðar áður en við komum með (for)dóma.
Núverandi staða: Ljóst er að mörg mistök voru gerð og ófyrirséðir atburðir sem leiddi til atburðarrásina eins og hún varð. Í fyrsta lagi, fengu Ísraelar í Yom Kippur stríðinu njósnir fyrirfram um yfirvofandi hættu en brugðust seint við. Sama um þetta stríð, líkt og ég bjóst við, fengu Ísraelar njósnir þrjá daga fyrir árásina frá Egyptum en vanmátu andstæðinginn.
Hamas gerðu árás á Ísrael með stærra umfangi en áður, það er eini munurinn frá fyrri árásum þeirra. Það hefur sjálfsagt komið þeim á óvart hversu lélegar varnir Ísraela voru og því varð mannfallið svona gífurlegt. Hverju bjuggust Hamasliðar við af hálfu Ísraela? Að sjálfsögðu hefndaraðgerðir en líklega ekki allsherjar innrás, þar sem ekki verður stoppað fyrr en allir Hamasliðar eru drepnir. Þar vanmátu þeir afleiðingar gerða sinnar. Þeir treystu á að Ísraelar þora ekki í borgarhernað með tilheyrandi mannfalli óbreyttra borgara og allra aðila (og fordæmingar heimsbyggðarinnar). En Ísraelum var stillt upp við vegginn. Þeir verða að klára þetta stríð með sigri, því að þeir "misstu andlitið" - álitið. Annars er hætt á að aðrir fari af stað og geri árás á Ísrael. Sama með Rússa, þeir verða að klára og sigra í Úkraníu stríðið, annars missa þeir "andlitið" sem stórveldi (í þeirra augum heimsveldi).
Sumir segja að ekki sé hægt að afmá slík samtök, aðrir komi þá bara í staðinn og taki upp flaggið. En það er ekki rétt. ISIS samtökin voru gjörsigruð og sagan er full af uppreisnarsamtökum sem voru gjörsigruð og hafa aldrei sést síðan.
Að lokum: Gott er að hafa í huga eftirfarandi þegar við höldum að heimurinn sé að farast nú á síðustu og verstu tímum: Heimurinn skiptist í það sem fellur undir okkar stjórn og það sem er utan við okkar stjórnar. Hamingja felst í að greina þar á milli, láta ekki það sem er utan okkar stjórnar á okkur fá og breyta rétt þegar kemur að því sem er undir okkar stjórn. Epiktets, stóuspekingur.
Trúmál og siðferði | 14.10.2023 | 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ætla hér að fjalla aðeins um hörkutólið Ögmund Pálsson, síðasta kaþólska biskupinn í Skálholtsstifti en hann hefur jafnan fallið í skuggan af Jóni Arasyni Hólabiskupi. Hér væri gaman að vera með ef-sögu en þess þarf ekki. Það þarf ekki annað en að skoða ævisögu hans, ætla mætti að hann hafi staðið í danskinum í siðaskiptabaráttunni ef hann hefði verið heilll heilsu og ekki á áttræðisaldri, nógu hræddir voru íslenskir siðbreytingarmenn og danska konungsvaldið við gamlan mann sem endaði ævi sína á að vera dreginn úr rúmi sínu í skjóli nætur á Hjalla í Ölfusi, þeyst með hann til Reykjavíkur, hálfklæddan og um borð í herskip.
Þar var hann haldinn í gíslingu, logið upp á hann sakir og loks fluttur í böndum til Danmerkur og líklega látist í hafi eða við komuna til Danmerkur. Gott ef honum hefur ekki verið hent fyrir borð, ef maður er kaldhæðinn í ályktunum. Þannig endaði þessi stórbrotni maður ævi sína.
Þessi samantekt er samtíningur, ýmis frá mér eða öðrum og hirði ég ekki um að geta heimilda, enda ekki verið að segja eitthvað nýtt eða sanna eitthvað tiltekið sagnfræðilegt viðfangsefni.
Ögmundur Pálsson fæddur 1475 (d. 13. júlí (?) 1541) var biskup í Skálholti frá 1521 til 1541 og var síðasti kaþólski biskupinn þar, en áður prestur, skipstjóri og síðan ábóti í Viðeyjarklaustri.
Ögmundur var sonur Páls Guðmundssonar og Margrétar Ögmundsdóttur, sem bjuggu fyrir vestan, eins og segir í heimildum. Móðir hans var dóttir Ögmundar, sonar Eyjólfs mókoll Halldórssonar í Haukadal í Dýrafirði. Hálfbróðir Ögmundar var Eyjólfur mókollur Magnússon, faðír Magnúsar Eyjólfssonar Skálholtsbiskups og Ingibjargar, móður Eyjólfs mókolls Gíslasonar í Haga á Barðaströnd.
Ögmundur stundaði nám í Englandi og á Niðurlöndum. Hann varð prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hann varð kirkjuprestur í Skálholti um Hann var prestur í Skálholti 1499-1503 og á Breiðabólsstað í Fljótshlíð 1503-1515., jafnframt var hann skipherra á skútu Skálholtsstaðar, Þorlákssúðinni og var það enn 1508. Páll var prófastur í Rangárþingi 1504 og hélt þeim embættum til 1515 er hann varð ábóti í Viðey. Þegar Árni Snæbjarnarson ábóti í Viðey dó 1515 varð Ögmundur ábóti þar. Þau fjögur ár sem hann gegndi ábótastarfinu auðgaði hann klaustrið að jörðum; hann keypti jarðir, fékk klaustrinu dæmdar jarðeignir og gerði einnig próventusamninga sem færðu því jarðir og aðrar eignir.
Til er saga af hvernig Ögmundur tók á konungsmenn eða a.m.k. menn hans. Svo virðist vera að konungsmenn hafi ekki getað riðið óhultir um héruð landsins. Átta árum síðar þurftu konungsmenn enn að draga sverð úr slíðrum og verja hendur sínar.
Málið var þannig vaxið að Ólafur Diðriksson Bessastaðafógeti var ásamt sjö manna fylgdarliði á yfirreið austur í sveitum. Er Ólafur var kominn nokkuð ofan við bæinn á Breiðabólstað í Fljótshlíð, en þann stað sat Ögmundur Pálsson, prestur og síðar biskup, urðu á vegi þeirra heimamenn á Breiðabólstað. Einhver frýjunarorð virðast hafa farið á milli og í kjölfarið urðu staðarmenn fyrir höggum og hrakningum. Flúðu þeir þá til bæjar, en Bessastaðamenn eltu þá allt að karldyrum á Breiðabólstað. Þutu heimamenn að vopnum sínum og verjum, hlupu síðan út um aðrar dyr út á hlað og réðust gegn mönnum fógetans. Var háður harður og snarpur bardagi á bæjarhlaðinu og féllu þar tveir komumenn og einn særðist nálega til ólífis, norskur maður að nafni Ólafur Baggi.
Árið 1518 bar það til í Viðey að Erlendur Þorvarðarson frá Strönd í Selvogi, sveinn og systursonur Stefáns Jónssonar biskups, vó mág sinn, Orm Einarsson í Saurbæ á Kjalarnesi, en þeir höfðu átt í deilum um heimanmund Ragnheiðar konu Orms, systur Erlendar. Talið er að þessi atburður hafi átt þátt í að Ögmundur varð biskup; Erlendur var systursonur Stefáns biskups í Skálholti. Hefur því Stefán viljað friðmælast við Ögmund ábóta fyrir hönd Erlends og kosið hann sér til eftirmanns,og var ekki langt að bíða fyrir Ögmund. Stefán andaðist öndverðan vetur sama ár, og stóð Ögmundur yfir moldum hans og var kjörinn biskupsefni og var kominn í Skálholt. Enginn efi er á því, að Ögmundur hefur valið eftirmann sinn í Viðeyjarklaustri og kjörið til Helga Jónsson, prest auðugan í Hvammi í Norðurárdal. Hann veitti klaustrinu forstöðu 1521- 28, var vígður ábóti á Lúkasmessu árið 1522, og hefur því þurft mikinn undirbúning fyrir starfið. Helgi gaf þá stór gjafir Ögmundi biskupi og Skálholtskirkju, Hvamm, Galtarhöfða og Sanddalstungu. Var biskupi í sjálfsvald sett, hvort hann vildi vera láta beneficium eður Skálholtseign. Kaus Ögmundur, að væri beneficium.
Ögmundur fór utan 1520 til að fá biskupvígslu en var ekki vígður fyrr en 1521 í Niðarósi. Kom hann svo aftur heim 1522 en lenti í ævintýrum á heimleið.
Í Grænlandsannál segir frá ferðum Íslendinga til Grænlands á 16. öld. Ögmund Pálsson, biskup í Skálholti, rak þangað 1522 og segir í Grænlandsannál að skipverjar hafi séð þar fólk við stekki og lambfé en samtímaskjöl staðfesta það ekki. Þetta eru með síðustu frásögnum af norrænum Grænlendingum á miðöldum.
Hann var hirðstjóri yfir Skálholtsbiskupsdæmi og rak bú að Krossi um skeið. Ögmundur eldaði löngum grátt silfur við Jón Arason prest og síðar Hólabiskup. Jón varð einn helsti trúnaðarmaður og erindreki Gottskálks Nikulásarsonar Hólabiskups (sem síðar var auknefndur hinn grimmi) og náði hröðum frama. Hann var skipaður ráðsmaður Hólakirkju um 1515 og er Gottskálk lést árið 1520 var Jón kosinn biskup. Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup reið með her manns á Hólastað til að koma í veg fyrir vígsluferðina en Jón komst með naumindum í skip stólsins, sem lá í Kolbeinsárósi með þýskri áhöfn. Sögðust þeir þýsku hvorki myndu spara lóð né krúð eða púður þegar menn Ögmundar hótuðu að sækja Jón út í skipið. Hurfu Skálhyltingar því frá en Jón sigldi út og vígðist.
Í tíð Ögmundar brann kirkja í Skálholti í annað skiptið en það var Árnakirkja (1310-1527) svonefnda og hafði þá staðið í 217 ár. Eldurinn kom upp á miðjum aftni og brann til kaldra kola á fáum klukkustundum. Enginn vissi upptök brunans. Ögmundur stóð fyrir byggingu nýrrar kirkju og nefnist hún Ögmundarkirkja (1527-1567).
Í Danmörku hófst svonefnt greifastríðið (1534-1536) sem voru átök um ríkiserfðir í Danmörku. Því lauk með sigri Kristjáns III sem var boðberi lútherstrúar. Hann lét lögleiða lúterska kirkjuskipan í Danmörku 1536 og boðaði 1538 að sama skipan skyldi vera á Íslandi. Íslensku biskuparnir Jón Arason á Hólum og Ögmundur Pálsson í Skálholti börðust gegn hinni nýju skipan. Orðið siðaskipti er notað um þann atburð þegar Íslendingar lögðu niður kaþólska trú og tóku upp mótmælendatrú sem stundum er kennd við Martein Lúther og kölluð lútherstrú.
Í kirkjuskipan Kristjáns III Danakonungs var landsmönnum sagt frá hinni nýju skipan trúmála sem tekin hafði verið upp í ríki konungs. Þegar kirkjuskipanin barst íslensku biskupunum í Skálholti og á Hólum árið 1538 hafa eflaust margir þegar verið farnir að kynnast mótmælendatrúnni, t.d. þeir sem verið höfðu í Þýskalandi eða þeir sem höfðu samskipti við þýska sjómenn. Í Þýskalandi hafði Marteinn Lúther, upphafsmaður þessarar nýju skipanar, starfað og þaðan hafði hún breiðst út. Ögmundur Pálsson reyndi að hindra framgang mótmælendatrúarinnar á Íslandi fram í dauðann og það var ekki fyrr en eftir dauða hans að Skálholtsbiskupsdæmi, meirihluti landsins, samþykkti hana.
Svo gerðist það í stöðunni að nýr hirðstjóri var sendur til Íslands að nafni Kláus van der Marwitzen til að reyna að koma siðaskiptum á. Hann hafði fengið hirðstjóraembættið að gjöf frá konungi ásamt Viðeyjarklaustri því Bessastaðir þótti lélegur bústaður fyrir hirðstjóra konungs og hins nýja siðar.
Helsti umboðsmaður hirðstjórans hérlendis var Diðrik af Minden og hann var skilin eftir þegar Klaus yfirgaf landið. Íslendingar voru tregir til að lúta valdi hins nýja hirðstjóra því að síðustu 70 árin höfðu völdin mestmegnis verið í höndum alþingis og biskupa.
Klaustrið í Viðey starfaði með blóma til 1539 en á hvítasunnudag það ár kom Diðrik frá Minden umboðsmaður hirðstjóra konungs á Íslandi, og hertók klaustrið með mönnum sínum, sem rændu og rupluðu, misþyrmdu munkunum og ráku þá burt. Fyrir vel unnið verk skipaði Kláus Diðrik hirðstjóra yfir Íslandi.
Ögmundur Pálsson biskup í Skálholti svaraði árásinni með bannfæringu. Þegar hér var komið við sögu var Ögmundur orðinn sjóndapur og ellihrumur, hann sagði því af sér biskupsdómi það sumar var Gissur Einarsson kosinn í hans stað. Gissur sigldi utan strax það sumar til að öðlast biskupsvígslu.
Sennilega hafði Diðrik frétt fljótlega af bannfæringu biskups og brugðist reiður við vegna þess að strax í ágústbyrjun tók hann sig upp frá Bessastöðum við tíunda mann og ætlaði að taka klaustrin austur í Skaftafellssýslu, Kirkjubæ og Þykkvabæ. Gerði hann lykkju á leið sína austur og hélt til Skálholts við áttunda mann, vafalaust til þess að storka biskupi. Að minnsta kosti verður ekki séð að hann hafi átt annað erindi þangað. Hina mennina tvo lét hann fara austur að Odda og skyldu þeir bíða hans þar.
Ekki er annað að sjá en að það hafi verið mikil fífldirfska af Diðriki að fara svo fáliðaður í slíkan leiðangur, sérstaklega í ljósi þess að hirðstjórinn var farinn af landinu.
Í Skálholti var tekið á móti Diðriki og félögum með hefðbundinni íslenskri gestrisni. Daginn eftir hittust Diðrik og Ögmundur biskup og bað biskup hann að ríða burt vegna þess að hann gæti ekki ábyrgst menn sína, enda orðinn sjónlaus. Sennilega hefur Diðrik svarað með skætingi og var hann enn þann dag með félögum sínum í tjaldi í porti Skálholtsstaðar.
Mun ráðsmanninum og officialnum í Skálholti, séra Jóni Héðinssyni í Hruna, ekki hafa líkað við dvöl þeirra¬ Diðriks á staðnum og mannalætin í þeim. Var sagt að hann hefði þá sent boð eftir liðmönnum á næstu bæjum. Brugðust þeir skjótt við og komu til Skálholts. Á séra Jón að hafa farið og haft tal af Ögmundi, áður en til atlögu var lagt, og talað við hann í einrúmi. En þegar séra Jón gekk í burtu hafi menn heyrt biskup segja: Ráða muntú gerðum þínum, síra Jón.
Skömmu eftir tal prests og biskups var búist til bardaga og gengið inn í biskupssetrið. Í göngunum mættu árásarmennirnir íslenskum manni sem var í fylgd Diðriks og bað hann sér griða en var drepinn á staðnum. Áfram hélt árásarliðið för sinni en sennilega hafa þeir Diðrik heyrt atganginn í göngunum og læst að sér í stofu einni, þar sem þeir sátu að öldrykkju.
Stofan var brotin upp með grjóti og unnið á mönnum Diðriks. Þeir höfðu með sér byssur en geymdu þær í tjaldinu og náðu þeim ekki. Í höndum árásarmanna voru ekki nefnd önnur vopn en atgeirar og lensur. Diðrik sjálfan drap Jón nokkur refur, ömmubróðir Jóns Egilssonar og sagði honum frá því sjálfur. Loks var enginn eftir nema sveinn tólf vetra og var honum gefið líf. Menn Diðriks voru sagðir þýskir eins og hann sjálfur.
Eftir vígin var sendur vinnumaður austur að Odda og ginnti hann menn Diðriks þar til að fara til Hruna, en þar gengu þeir í gildru og voru báðir drepnir. Þegar tíðindi þessi bárust til Viðeyjar tóku heimamenn sig til og drápu þar þá menn alla sem hirðstjórinn hafði skilið eftir til gæslu.
Diðrik von Minden var landstjóri konungs á Íslandi þegar hann var veginn. Víg hans varð því ekki skilið nema sem uppreisn gegn konungi og kom því öllum Íslendingum í vanda. Þeir brugðust því skjótt við og hinn 23. ágúst var kveðinn upp sá dómur í Laxárholti að þeir Diðrik og félagar hans væru allir dæmdir réttdræpir óbótamenn fyrir ýmis rán og gripdeildir, auk aðfararinnar að Skálholti og meiðyrða við biskup. Hálfar eignir þeirra voru dæmdar konungi en hálfar kirkju, en banamenn þeirra allir sýknir saka. Einnig voru þeir menn sem voru vegnir í Viðey dæmdir seinna óbótamenn og banamenn þeirra sýknaðir.
Á þessum tíma var það talið mjög alvarlegt mál að drepa hirðstjóra konungs. Í vígsluför sinni reyndi Gissur því að sefa reiði Danakonungs vegna vígs Diðriks því Gissur vildi alls ekki lenda í átökum við Danakonung. Konungur féllst á biskupskjör hans en hann fékk ekki vígslu og snéri við það heim.
Þegar Gissur kemur til Íslands árið 1540 var kirkjuskipan Kristjáns Danakonungs algerlega hafnað af alþingi. Þar að auki voru menn sýknaðir vegna vígs Diðriks fógeta af Minden.
Kristján III var búinn að fá nóg af þvermóðsku Íslendinga og sendi hingað tvö herskip undri stjórn Kristófers Huitfeldt lénsmanns í Þrándheimi. Er Kristófer kom til landsins var eitt af hans fyrstu verkum að taka höndum Ögmund Pálsson þann 2. júní 1541 að Hjalla í Ölfusi.
Ögmundur hafði eins og áður sagði látið af biskupsembætti 1540 nema að nafninu til, þá líklega kominn á áttræðisaldu, eftir að hafa sjálfur valið Gissur Einarsson sem eftirmann sinn. Hann fluttist þá að Haukadal í Biskupstungum og átti þar heima síðan. Páll lenti í deilum við eftirmann sinn, Gizur Einarsson sem hann hafði þó komið í biskupsembættið en Gizuri fannst hann ekki getað komið áformum sínum um siðbreytingu áfram með Pál yfir sér og stóð að samsæri með Christoffer Huitfeldt, sendimanni Danakonungs um að handtaka Ögmund.
En formáli handtökunar var að sumarið 1541 var Christoffer Huitfeldt, flotaforingi í danska flotanum, sendur til Íslands af Kristjáni III. til að taka höndum Ögmund, sem konungur áleit ábyrgan fyrir morðinu á fógetanum Diðriki frá Minden tveimur árum áður. Hinn 2. júní komu Danir að Hjalla í Ölfusi, þar sem Ögmundur var í heimsókn hjá Ásdísi systur sinni, handtóku hann og fluttu í skipið. Í júníbyrjun hneppti Kristófers Hvítfelds Ögmund Pálsson biskup í Skálholti í varðhald á skipi sínu. Honum var heitið frelsi gegn fégjaldi. Til er bréf sem er beiðni Ögmundar til Ásdísar systur sinnar um að láta fjármuni sína í hendur Kristófers. Hann sveik Ögmund þó og flutti hann með sér til Danmerkur. Samkvæmt viðurkenndri sagnfræði lést Ögmundur í hafi og var jarðaður í Sórey á Sjálandi. Skipið lét úr höfn 5. júní en Ögmundur andaðist á leiðinni, líklega 13. júlí.
Þá var Jón Arason Hólabiskup eini kaþólski biskupinn á Íslandi og reyndar Norðurlöndunum öllum. Hann varðist mótmælendatrúnni af alefli og með öllum ráðum en var hálshöggvinn ásamt tveimur sonum sínum árið 1550.
Ögmundur var lýst á þann veg að hann var glæsimenni í sjón, raunar talinn hirðulaus í klæðabúnaði og mjög drottnunargjarn. Annars staðar var sagt að hann væri mikill vexti, hár og þrekinn, gulur á hár, kringluleitur í andliti, fagureygur og smáeygur. Fyrirmannlegur og höfðinglegur og bauð af sér góðan þokka, skörungur mikill og framkvæmdasamur, ráðríkur og ágjarn, afarmenni að burðum og harðfengur, stórorður, reiðigjarn og siðvandur.
Trúmál og siðferði | 20.7.2021 | 22:24 (breytt kl. 22:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Henry P. Stapp sem er eðlisfræðingur við Kaliforníuháskóla í Berkeley sem er þekktur fyrir að hafa unnið með nokkrum af stofnendum skammtafræðinnar. Hann er ekki að reyna að sanna að sálin er til, en hann er að segja að tilvist sálarinnar falli innan lögmál eðlisfræðinnar. Það er ekki satt að segja trú á sálina sé óvísindaleg, er haft eftir vísindamanninn Stapp.
Hér er átt við orðið,,sál" sem vísar til persónuleika sem er óháð heilastarfsemi eða restina af líkamanum og getur lifað handan dauða. Í grein sinni, "Compatibility of Contemporary Physical Theory With Personality Survival," skrifaði hann: ,,Sterkir efasemdir eru um að persónuleiki lifi af byggist eingöngu á þeirri trú að komast af eftir-dauða séu ósamrýmanlegt lögmálum eðlisfræðinnar, þær efasemdir eru hins vegar ástæðulausar."
Strapp vinnur út frá vísindatúlkun Kaupmannahafnamanna svokölluðu um skammtafræði sem er meira eða minna túlkun sem er notuð af sumum af stofnendum skammtafræðinnar, Niels Bohr og Werner Heisenberg. Jafnvel Bohr og Heisenberg voru ósáttir um hvernig aflfræði skammtafræðinnar virkar og skilningurinn á kenningunni allt frá þeim tíma hefur einnig verið fjölbreyttur.
Ritgerð Stapps skv. túlkun Kaupmannahafnarbúana hefur haft mikil áhrif. Hún var skrifuð árið 1970 og Heisenberg skrifaði viðauka hennar. Stapp hélt einnig fram eigin hugmyndir: ,,Það hefur ekki verið vísbending í fyrri lýsingum mínum (eða getnaðar) þessarar rétttrúnaðar skammtafræði um hugmyndina um að persónuleikinn lifi af."
Hvernig skammtakenningin gefur vísbendingu um líf eftir dauðann
Stapp segir að stofnendur skammtafræðikenninginnar krefjist þess af vísindamönnum í raun að aðgreina eða skera heiminn í niður tvo hluta. Efri skurðurinn, sem er hin klassíska stærðfræði, gæti lýsa hinum líkamlegum ferli út frá hagnýtri reynslu. Neðri skurðurinn, sem er skammtafræðistærðfræðin lýsir svið "sem ekki felur í sér fulla líkamlega determinism."
Hvernig gera vísindamenn skoðað hið ósýnilega? Þeir velja tiltekna eiginleika skammtafræðikerfisins og setja upp tæki til að skoða áhrif þeirra á eðlisfræðilegum aðferðum ,,á yfirskurðinn." Lykillinn er val á tilrauninni.
Þegar unnið er með skammtafræðikerfi, er það val athugandinn sem hefur verið sýnt fram á að líkamlegnast áhrif það vott og má skoða sem ofanskurður. Stapp vitnað í líkingar Bohr fyrir þessa víxlverkun milli vísindamaður og tilraunaniðurstöður : "[Það er eins og] blindur maður með staf: þegar reyrinn er haldið lauslega, eru mörkin milli manns og ytri veröld bilið milli hendinni og reyrsins ; en þegar haldið þétt reyrinn verður hann hluti af leitinni sjálfri: að viðkomandi aðili finnist eins og hann framlengist fram á enda reyrstafsins. Hið líkamlega og andlega eru tengd á síbreytilegan hátt.
Hvað varðar sambandsins milli hugans og heila, það virðist athugandinn getur haldið á sínum stað með valið heilastarfsemi sem annars væri hverful. Þetta er valkostur sem svipar til vals er vísindamaður gerir þegar tekin er ákvörðun um eiginleika skammtafræðikerfisins sem á að stúdera. ,,Skammtafræðiskýringin á því hvernig hugur og heili geta verið aðskilin eða öðruvísi, er enn sem komið tengd við lögmál eðlisfræðinnar "er kærkomin opinberun," skrifaði Stapp. "Það leysa vandamál sem hefur verið plága bæði fyrir vísindi og heimspeki um aldir með hinu ímynduðu vísindakröfu þarf annaðhvort að leggja að jöfnu huga við heila, eða gera heilann algjörlegan óháðan huga."
Stapp sagði að það sé ekki andstætt lögmálum eðlisfræðinnar að persónuleiki látinnar manneskju kunni að festa sig við lifandi manneskja, eins og í tilviki svokallaðra andaeignar. Það myndi ekki krefja undirstöðubreytingar á hefðbundnum kenningum, þó það ,,krefðist slökun á þeirri hugmynd að líkamleg og andleg atburðir eiga sér stað aðeins þegar paraðir eru saman." Hin sígilda líkamlegskenningin getur aðeins komast hjá vandamálinu, og eðlisfræðingar geta aðeins ófrægjað innsæið sem sem eins konar afurð mannlegs ruglings, sagði Stapp. Vísindi ætti í staðinn, sagði hann, að viðurkenna "líkamlega áhrif meðvitundar sem líkamlega vandamál sem þarf að svara sem hreifihugtök eða breytileg hugtök."
Hvernig þessi skilningur hefur áhrif á siðferðilegan grundvöll samfélagsins
Enn fremur er mikilvægt hafa í huga og þegar við erum að tala um að viðhalda mannlegu siðferði, að fólk er meira eins konar vélar af holdi og blóði. Í annarri grein, sem heitir ,,Attention, Intention, and Will in Quantum Physics " segir Stapp: ,,Það er orðið nú almennt viðurkennt að ef almenningur er farinn að líta aðeins ,,vísindalegum "augum hvernig mannveran sé í raun, þ.e.a.s að hver mannvera sé í grundvallaratriðum aðeins vélrænnt vélmenni, og muni það líklega hafa veruleg og eyðandi áhrif á siðferðilegan grunnvöll samfélagsins."
Stapp skrifaði um ,,...vaxandi tilhneigingu fólks til að afsaka sjálft sig með þeim rökum að það er ekki ,,mér", sem er að kenna, en það séu sumir vélrænnir eða eðlislegir innan gena minna sem segja mig að gera þetta; eða "...hár blóðsykur minn fær mig til að gera það. Sökinni er varpað á genin eða líffræðilega eiginleika mannsins."
Heimild:
http://www.theepochtimes.com/n3/757910-a-physicists-explanation-of-why-the-soul-may-exist/
Trúmál og siðferði | 29.5.2021 | 01:43 (breytt kl. 01:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020