Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Það kemur sífellt betur í ljós hve stefna Vestur-Evrópuríkja í innflytjendamálum hefur misheppnast. Upp eru komin jaðarsamfélög í stórríkjunum, svo sem Frakklandi og Svíþjóð, og þessi samfélög eru í úthverfum stórborganna.
Vegna þess hversu fjölmennir þessir jaðarhópar eru, sjá þeir enga eða litla ástæðu til að samsinna sig við ríkjandi menningu og þeir halda fast í siði sína og tungu enda hvattir til þess í nafni fjölmenningar. Reiði þessara íbúa vegna jaðarsetningar brýst fram við og við eins og sjá má nú í Frakklandi.
Evrópubúar hafa reynt síðan þjóðernisstefnan varð til að búa til þjóðríki, þar sem íbúarnir eru sameinaðir undir hatt eins ríkis í nafni tungumálsins og stundum trúarbrögð og menningu.
Núverandi Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Bretland og fleiri ríki eru ung ríki í raun og urði til í núverandi formi á 19. öld. Þessi tilraun til myndunnar þjóðríkis heppnaðist og heppnaðist ekki. Út brutust tvær heimsstyrjaldir á grunni þjóðríkisins en einnig friður í formi Evrópusamvinnu og -sambands.
Stundum er reynt að þvinga íbúanna saman, samanber Júgóslavíu, Sovétríkin, Tékkóslavíu en um leið og límið fer, brýst út borgarastyrjöld eða íbúarnir kjósa í kosningum að aðskila sig frá hinum þjóðernishópnum. Dæmi um ríki sem hangir saman, rétt svo, er Belgía. Þar mun ástandið haldast óbreytt eða þar til næsta krísa steðjar að og þá verður fjandinn kannski laus.
Grundvöllur þjóðríkisins er brostinn í ríkjum eins og Frakklandi og Svíþjóð, sérstaklega ef menn ætla að halda fjölmenningar hugmyndinni uppi áfram.
Hvað er þá til ráða? Horfa má á ríki eins og Bandaríkin og Kanada en bæði ríkin láta alla nýja borgara sama sig við ríkjandi menningu og lýsa yfir hollustueið við nýja landið. Þetta hefur tekist stórkostlega vel, til dæmis eru engir minnihluta hópar Þjóðverja (afkomendur þeirra eru um 50 milljónir í Bandaríkjunum), Japana eða Rússa til í Bandaríkjunum, allir eru þessir nýju borgarar Bandaríkjamenn. Það er reyndar komnir brestir í þetta, sérstaklega í Kaliforníu en þar eru stórir hópar spænskumælandi vegna þess að hóparnir sem setjast þar að eru svo fjölmennir að ríkisstjórn Kaliforníu hefur ekki undan að samlaga þá að bandarískri menningu.
Sama hugsunarleysið er í gangi á Íslandi, ekki er rýnt í söguna og reynt að læra af reynslu annarra þjóða. Hér eru opin landamæri og streymi útlendinga hingað stjórnlaust. Til er að verða tvær þjóðir á Íslandi, Íslendingar og svo hinir sem eru ekki mæltir á íslensku og búa í iðnaðarhverfunum, jaðarsettir. Hinn venjulegi Íslendingur þarf að vera tvítyngdur, kunna íslensku og ensku til að komast í gegnum daginn. Og við erum kvött til að aðlaga okkur að fjölmenningunni en útlendingarnir ekki að íslenskri menningu.
Væri ekki skynsamlega að halla aðeins landamærahliðinu, hafa stjórn á innflutninginum og gera vel við þá sem hingað vilja búa og lifa? Velja þá úr sem líklegir eru til að vilja samlagast en vísa hina á braut. Kenna þeim íslensku og gera þá að Íslendingum en ekki gera þá að annarri þjóð sem deilir sama land og Íslendingar.
Ef útlendingunum er leyft að halda í sína menningu og tungu í nafni fjölmenningar (hvað er annars fjölmenning? Íslensk menning og hvaða aðrar menningar?), verða þeir alltaf utangarðsmenn og ekki hluti af íslenskri menningu. Þá gætum við kannski átt von á ástandi eins og er í Frakklandi, óeirðir og ósamstöðu sem gæti jafnvel brotist út í borgarastyrjöld.
Lærum til dæmis af Rússum, sem er sambandsríki, þar búa íbúar af ýmsum þjóðernisuppruna en allir eru þeir samt Rússar með rússnesku sem megið tungumálið og rússnesk menningu er grundvöllur ríkisins.
Hætt er við að út brjótist borgarastyrjaldir víðsvegar um Evrópu ef ekkert er að gert. Landamæri Evrópu eru tilbúin og eins og púsluspil sem er sífellt að breytast. Friðartímabilið er á enda, 78 ár frá lokum seinni heimsstyrjaldar og stríð geisar í Úkraníu.
Stjórnmál og samfélag | 3.7.2023 | 10:57 (breytt kl. 15:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Allt í einu hefur flokkurinn fengið áhuga á þessum málaflokki. Bjarni Benediktsson kennir þinginu um slæma stöðu útlendinga mála. Þetta er hins alfarið á ábyrgð Sjálfstæðismanna. Flokkurinn hefur passa sig á að halda lykilráðuneyti, Fjármálaráðuneytið og innanríkisráðuneytið og þau sjá um fjárveitingu og umsjón svo kallaðan hælisleitisiðnað. Hann hefur gert það meira eða minna síðastliðna áratugi.
Málaflokkurinn er svo umfangsmikill að hann veltir 20 milljarða á ári eða sem svarar tvenn meðal jarðgöng. Málaflokkurinn er í svo miklum ólestri, að allt kerfið er komið á hliðina, velferðarkerfið, menntakerfið, heilbrigðiskerfið, húsnæðismál og í raun allir innviðir í landinu.
Rétttrúnaðurinn er mikill og wokismi að lítill minnihluti aðgerðasinna á vinstri vængi stjórnmála, VG, Píratar og Samfylkingin hafa hertekið umræðuna. Vinstri sinnaðir fjölmiðlar, RÚV, Vísir, Stundin (Heimildin) hafa verið gjallarhorn vinstri sinnaðra viðhorfa og öfgahyggju opinna landamæra og hjálpað til við að þagga niður andstæð sjónarmið. Enginn vill vera í liði vonda fólksins sem sér að þetta er komið í algjöra vitleysu. Fáeinir hugrakkir einstaklingar þora að andmæla.
Og vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er kominn svo langt frá rætur sínar, þá hefur hann látið vaða yfir sig í þessum málum. Bjarni Benediktsson er enda bara búrikrat og hugsjónarlaus að auki. Hann verður seint Churchill norðursins. Núna vaknar flokkurinn upp við vondan draum, fylgið kvartnast af honum og hann veit að hann verður að gera eitthvað svo Samfylkingin verði ekki stærsti flokkurinn. Kannski er þetta merki um ríkisstjórnar samstarfið sé á lokametrunum úr því að hann "veður" í VG með þessum hætti.
Stjórnmál og samfélag | 20.6.2023 | 09:49 (breytt kl. 10:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir eru ekki einir um það, heldur heyrast raddir víðsvegar um samfélagið um vanhugsaða aðgerð Þórdísar. Taka skal fram að enginn er þar með að réttlæta innrásarstríð Rússa, síður en svo, heldur að lokað sé á tal milli þjóða.
Var það rétt af Þórdísi að loka á Rússa? Ónefndir dipómatar með efasemdir
Rétt er að geta að Íslendingar áttu í samskiptum við einræðisherranna og fjöldamorðingjanna Stalín og Maó, án þess að fara á límingunum. Ekki loka Íslendingar á samskipti við Kínverja vegna meintra mannréttindabrota þar í landi í dag. Þetta er einkastríð Þórdísar gegn Rússum með lófaklappi kaldastríðs hauka.
Svo er það annað mál og handleggur að ræða um stríðið sjálft sem er hörmungar saga og efni í aðra grein.
Stjórnmál og samfélag | 13.6.2023 | 14:50 (breytt kl. 15:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nútímamaðurinn heldur að allt gamalt sé þar með úrelt. Það töldu frönsku byltingarmennirnir og tóku upp nýtt tímatal og árið núll. En fortíðin verður ekki umflúin og það sem gerðist í gær, hefur áhrif á daginn í dag.
Lítum á frönsku byltinguna og áhrifa hennar sem gætir mjög svo enn í dag. En taka skal fram, áður en ég fer í afleiðingarnar, þá ber þess að geta að í Frakklandi 1789 bjuggu 29 milljónir manna, landið var ríkt, miklar framfarir í vísindum, hugsun, framkvæmdum og o.s.frv. höfðu átt sér stað og landið var á réttri leið.
Ríkið var stórveldi en nokkrir veikleikar leiddu til byltingarinnar. Svo sem misskipting auðæva og félagslegur mismunur og ríkið var stórskuldugt vegna 7 ára stríðið sem var fyrsta heimsstríðið í sögunni. Það þurfti ekki annað en vindblástur frá Íslandi, með móðurharðindunum, til að feykja gamla samfélaginu um koll með uppskerubrestri. Landið var í breytingaferli en örlögin gripu í taumanna....
Franska byltingin, sem átti sér stað frá 1789 til 1799, var flókið og umbreytandi tímabil í frönsku sögunni. Hún hafði mikil áhrif ekki aðeins á Frakkland heldur einnig á þróun nútíma stjórnmála-, félags- og heimspekilegra hugmynda. Nokkra lærdóma má draga af frönsku byltingunni:
Krafa um jafnrétti og réttindi: Byltingin lagði áherslu á alhliða þrá eftir jafnrétti og grundvallarmannréttindum. Franska þjóðin, innblásin af hugsjónum upplýsingatímans, reyndi að kollvarpa lénskerfinu og koma á jafnréttissamara samfélagi. Þessi áhersla á jafnrétti og einstaklingsréttindi hafði áhrif á síðari stjórnmálahreyfingar um allan heim.
Hætturnar af félagslegum ójöfnuði: Mikill félagslegur og efnahagslegur ójöfnuður í Frakklandi fyrir byltinguna átti stóran þátt í að kveikja byltinguna. Hið mikla bil á milli forréttinda aðalsins og fátæks fjöldans leiddi til víðtækrar óánægju og stuðlaði að lokum til þess að byltingin braust út. Þetta er áminning um hugsanlegar afleiðingar þess að vanrækja félagslegt réttlæti og efnahagslegt misræmi.
Kraftur sameiginlegra aðgerða: Franska byltingin sýndi fram á kraft sameiginlegra aðgerða og getu almennra borgara til að framkalla verulegar félagslegar og pólitískar breytingar. Byltingin var knúin áfram af almennum uppreisnum, fjöldamótmælum og skipulagningu ýmissa byltingarhópa. Það undirstrikar mikilvægi þess að virkja og virkja borgara í mótun þjóðar.
Mikilvægi pólitísks stöðugleika: Franska byltingin var stormasöm og ofbeldisfullt tímabil sem einkenndist af tíðum stjórnarskiptum og pólitískum óstöðugleika. Byltingin gekk í gegnum mismunandi stig, allt frá því að konungsveldinu var steypt af stóli til ógnarstjórnar og að lokum uppgangs Napóleons Bonaparte sem einvald. Þessi óstöðugleiki undirstrikar nauðsyn þess að jafnvægi sé á milli byltingarkenndra breytinga og stofnunar stöðugra stjórnmálastofnana til að tryggja langtímaframfarir og forðast glundroða.
Lærdómur í hófsemi og öfgum: Frönsku byltingin varð vitni að bæði hófsamum og róttækum fylkingum, sem hvor um sig talsmenn fyrir mismunandi sýn á nýja þjóðfélagið. Byltingin hófst með hóflegum kröfum um stjórnarskrárumbætur en komst að lokum yfir í tímabil róttækni, sem dæmi um ógnarstjórnina. Þessi breyting þjónar sem varúðarsaga um hættuna af óheftri öfga og mikilvægi hófsemi til að ná varanlegum breytingum.
Áhrif á þjóðernishyggju og lýðveldisstefnu: Franska byltingin hafði mikil áhrif á útbreiðslu þjóðernishyggju og lýðveldishugsjóna um Evrópu. Byltingarkenndar hugmyndir um frelsi, jafnrétti og bræðralag urðu þjóðernishreyfingar innblástur og leiddu til myndun þjóðríkja. Arfleifð frönsku byltingarinnar við að kynna hugtökin þjóðerni og lýðveldisstefnu má sjá í síðari pólitísku þróun á 19. og 20. öld.
Það er mikilvægt að hafa í huga að lærdómurinn af frönsku byltingunni er margþættur og háður túlkun. Mismunandi sjónarhorn eru á orsökum, afleiðingum og almennri þýðingu byltingarinnar. Engu að síður getur rannsókn á þessum sögulega atburði veitt dýrmæta innsýn í gangverki samfélagsbreytinga, pólitískra umbreytinga og leit að grundvallarréttindum og frelsi. Svo á einnig við um Ísland og Íslendinga. Það þarf ekki annað en á líta á sögu Jörundar Hundadagakonungs 1809 til marks um það en það er önnur saga að segja frá.
Stjórnmál og samfélag | 13.6.2023 | 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef margoft komið inn á málfrelsið hér á blogginu og held því áfram. Ég kenndi í valáfanga í framhaldsskóla heimspekisögu. Ég veit að almenningur, ég sá það hjá nemendum mínum, að hann veit ansi lítið um lýðræðið, gagnrýna hugsun, gangverk þjóðfélagsins og grundvöll þess, málfrelsið. Krakkarnir fara í gegnum menntakerfið með litla (ég segi ekki enga) þekkingu á grundvöllinn fyrir íslenska lýðveldið. Sagan sem er kennt, rétt krafsar í yfirborðið. Ef einhver kennari sem les þetta, hefur farið í gegnum stjórnarskrá Íslands með nemendum sínum, þætti mér vænt um að sjá það í athugasemda reitnum hér fyrir neðan. Ég held að það sé almennt ekki kennt í grunnskólum landsins.
Það var minnst á frumvarp forsætisráðherra í eldhúsdagsumræðum Alþingis í gær um að skylda opinbera starfsmenn til að sækja námskeið um hatursorðræðu. Hugmynd sem kemur frá ríkisvaldinu um hvað megi segja og ekki, er alltaf röng.
Það er rétt að hatursfull ummæli um einstaklinga og hópa eiga sér stað dagleg. En hvernig á að tækla vandamálið?
Í þessum pistli mun ég fyrst koma inn á gildi frjálsra umræða og tjáningarfrelsisins í heild. Síðan hvað Sókrates sagði um vandann við að viðhalda frjálsar umræður og hætturnar sem steðja að þeim og enda á hvað Bandaríkjamenn segja um málfrelsið en það er betur varið í Bandaríkjunum en á Íslandi.
Almenn rök fyrir frjálsa tjáningu einstaklingsins og hópa
Rökin fyrir tjáningarfrelsi eiga rætur að rekja til þeirrar trúar að einstaklingar eigi meðfæddan rétt til að tjá hugsanir sínar, skoðanir og hugmyndir án ritskoðunar eða aðhalds.
Hér eru nokkur lykilatriði til stuðnings málfrelsi:
Einstaklingsfrelsi: Litið er á málfrelsi sem grundvallarþátt í einstaklingsfrelsi og sjálfræði. Það viðurkennir að hver einstaklingur hefur rétt til að hugsa, tala og tjá sig frjálslega, sem gerir honum kleift að þroskast, tjá sig og leita sannleikans.
Markaðstorg hugmynda: Hugmyndin um "markaðstorg hugmynda" bendir til þess að í frjálsu og opnu samfélagi muni bestu hugmyndirnar koma fram með opinni og öflugri umræðu. Með því að leyfa fjölbreyttum sjónarmiðum að koma fram getur samfélagið metið og betrumbætt hugmyndir með rökstuddri umræðu sem leiðir til félagslegra framfara og nýsköpunar.
Lýðræðisleg stjórnarhættir: Málfrelsi gegnir mikilvægu hlutverki í lýðræðisþjóðfélögum með því að gera borgurum kleift að taka fullan þátt í stjórnmálaferlinu. Það gerir einstaklingum kleift að gagnrýna stjórnvöld, tjá andóf og taka þátt í opinberri umræðu og tryggja þannig gagnsæi, ábyrgð og getu til að framkvæma breytingar.
Þekking og sannleikur: Málfrelsi er nátengt leit að þekkingu og sannleika. Þegar einstaklingum er frjálst að tjá hugsanir sínar og hugmyndir ýtir það undir vitsmunalega forvitni, hvetur til uppgötvunar nýrra sjónarhorna og stuðlar að þróun vel upplýstrar skoðana. Þetta sést best í vísindastarfinu.
Félagslegar framfarir og umburðarlyndi: Að standa vörð um tjáningarfrelsið stuðlar að umburðarlyndari og samfélagi án aðgreiningar. Með því að leyfa einstaklingum með ólíkar skoðanir að tjá sig hvetur það til samræðu, samkenndar og skilnings, auðveldar félagslegar framfarir og dregur úr samfélagslegri sundrungu.
Vörn gegn harðstjórn: Málfrelsi þjónar sem vörn gegn forræðishyggju og harðstjórn. Þegar borgarar geta frjálslega gagnrýnt og skorað á þá sem eru við völd, virkar það sem ávísun á hugsanlega misbeitingu valds og stuðlar að heilbrigðu valdajafnvægi milli stjórnvalda og almennings. Forsætisráðherra ætti að lesa þessi rök sérstaklega.
Persónuleg þróun: Málfrelsi gerir einstaklingum kleift að tjá sjálfsmynd sína, kanna eigin skoðanir og gildi og eiga samskipti við aðra á uppbyggilegan hátt. Það stuðlar að persónulegum vexti, sjálfstrausti og hæfni til að skilja og virða fjölbreytt sjónarmið.
Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt rökin fyrir tjáningarfrelsi séu sterk, þá eru líka takmarkanir og sjónarmið. Til dæmis getur tal sem hvetur til ofbeldis, stafar bein ógn af eða leiðir til skaða verið háð lagalegum takmörkunum. Að ná jafnvægi á milli tjáningarfrelsis og annarra samfélagslegra hagsmuna, eins og að vernda einstaklinga gegn hatursorðræðu eða viðhalda allsherjarreglu, er viðvarandi áskorun fyrir samfélög. En hvað sagði Sókrates um þetta atriði?
Sókrates um málfrelsi
Sókrates, forngríski heimspekingurinn, hafði flókna skoðun á málfrelsi. Þó hann kunni að meta opinskáar umræður og fyrirspurnir, viðurkenndi hann einnig hugsanlegar hættur sem óheft tal gæti haft í för með sér fyrir samfélagið.
Sókrates trúði á kraft skynsamlegrar orðræðu og leit að sannleika með gagnrýnum spurningum. Frægt var að hann tók þátt í samræðum við samborgara sína og ögraði viðhorfum þeirra og forsendum í viðleitni til að stuðla að sjálfsskoðun og vitsmunalegum vexti. Sókrates leit á heimspekirannsókn sem leið til að bæta sjálfan sig og samfélagið.
Hins vegar var Sókrates gagnrýninn á sofistana á sínum tíma, sem voru fagmenn í orðræðu og ræðumenn. Hann taldi að áhersla þeirra á sannfærandi tal, frekar en sannleiksleit, leiddi til hagræðingar og brenglunar sannleikans. Sókrates hélt því fram að hægt væri að nota orðræðu sem væri aðskilin frá visku og siðfræði til að blekkja og sveifla fjöldann.
Í réttarhöldunum yfir Sókrates stóð hann frammi fyrir ákæru um guðleysi og spillingu ungmenna, sem stafaði af gagnrýnum fyrirspurnum hans og efasemdir um viðurkenndar skoðanir. Þrátt fyrir vörn sína fyrir opnum samræðum og trú sína á að sannleikurinn komi fram með spurningum, var Sókrates að lokum dæmdur til dauða.
Skoðanir Sókratesar á málfrelsi má draga saman þannig að hann metur leit að sannleika og gagnrýnni rannsókn en gerir sér einnig grein fyrir hugsanlegri hættu á óheftri orðræðu og meðferð. Hann lagði áherslu á mikilvægi rökstuddra samræðna, vitsmunalegrar heiðarleika og þekkingarleitar fram yfir sannfærandi tal.
Sókrates kaus dauðann þegar vitnaleiðslur leiddi sannleikann ekki fram í málsvörn hans. En hann hefði aldrei kvatt til að hefta málfrelsið, hann vildi berjast gegn "illri" meðferð á málfrelsinu, en ekki með banni, heldur mótrökum.
Málfrelsi í Bandaríkjunum
Í Bandaríkjunum eru rökin fyrir tjáningarfrelsi byggð á fyrstu viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar, sem verndar málfrelsi sem grundvallarrétt. Hér eru nokkur lykilatriði til stuðnings málfrelsi í Bandaríkjunum:
Vernd einstaklingsfrelsis: Málfrelsi er talið nauðsynlegt til að varðveita einstaklingsfrelsi og sjálfræði. Það er viðurkennt að einstaklingar eiga rétt á að tjá hugsanir sínar, hugmyndir og skoðanir án þess að óttast ritskoðun stjórnvalda eða hefndaraðgerðir.
Lýðræði og borgaraleg þátttaka: Málfrelsi gegnir mikilvægu hlutverki í lýðræðissamfélagi með því að gera borgurum kleift að taka fullan þátt í stjórnmálaferlinu. Það gerir ráð fyrir opnum skoðanaskiptum, auðveldar opinbera umræðu og tryggir að hægt sé að heyra og skoða fjölbreytt sjónarmið. Þetta stuðlar aftur að upplýstum og virkum borgurum.
Markaðstorg hugmynda: Hugmyndin um "markaðstorg hugmynda" er lykilatriði í röksemdafærslunni fyrir tjáningarfrelsi í Bandaríkjunum. Það bendir til þess að í frjálsu og opnu samfélagi muni bestu hugmyndirnar rísa á toppinn með öflugri og óheftri umræðu. Að leyfa margvíslegum sjónarhornum og skoðunum að koma fram hvetur til vitsmunalegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppgötvunar sannleikans.
Ábyrgð og gagnsæi: Málfrelsi þjónar sem kerfi til að draga þá sem eru við völd ábyrgir. Það gerir borgurum kleift að gagnrýna stjórnvöld, opinbera embættismenn og aðrar stofnanir, stuðla að gagnsæi og letja spillingu. Málfrelsi virkar einnig sem ávísun á hugsanlega misbeitingu valds og tryggir að borgarar geti tjáð andóf og mótmælt ríkjandi viðmiðum.
Sjálfsuppfylling og persónulegur þroski: Frelsið til að tjá sig og taka þátt í opnum samræðum er talið nauðsynlegt fyrir persónulegan vöxt og sjálfsuppfyllingu. Það gerir einstaklingum kleift að kanna eigin skoðanir, ögra forsendum sínum og læra af öðrum. Málfrelsi stuðlar að vitsmunalegum þroska, samkennd og hæfni til að skilja og meta fjölbreytt sjónarmið.
Vísinda- og tækniframfarir: Málfrelsi skiptir sköpum fyrir framfarir í vísindum og tækni. Það hvetur vísindamenn, frumkvöðla og frumkvöðla til að deila hugmyndum sínum og niðurstöðum frjálslega, sem leiðir til þróunar nýrrar þekkingar, uppgötvana og uppfinninga. Hæfni til að ræða og rökræða opinskátt um vísindalegar hugmyndir er mikilvægur fyrir framgang samfélagsins í heild.
Menningarleg og listræn tjáning: Málfrelsi verndar réttinn til að stunda menningarlega og listræna tjáningu. Það gerir einstaklingum kleift að búa til og deila verkum úr bókmenntum, listum, tónlist og öðrum skapandi tjáningu án ótilhlýðilegrar ritskoðunar eða takmarkana. Þetta frelsi stuðlar að menningarlegri fjölbreytni, sköpunargáfu og könnun á nýjum hugmyndum.
Rétt er að taka fram að málfrelsisrétturinn er ekki algjör í Bandaríkjunum. Ákveðnir flokkar orðræðu, svo sem ærumeiðingar, hvatningu til ofbeldis og svívirðingar, kunna að vera háðir takmörkuðum, takmörkunum sem byggjast á sérstökum lagaviðmiðum sem dómstólar setja. Engu að síður eru vernd og kynning á öflugu málfrelsi enn grundvallarreglur í bandarísku réttarkerfi og samfélagsumræðu.
Lokaorð
Ég myndi, ef ég væri ráðgjafi forsætisráðherra, ráðleggja honum/henni að setjast sjálf(ur) á skólabekk, áður en hann/hún skyldar aðra, helst námskeið um gagnrýna hugsun og heimspeki áfanga um málfrelsi og rifja upp hvað spekingar fyrri tíma hafa sagt um tjáningarfrelsið.
Forsætisráðherrann sjálfur hefur fullt málfrelsi enda starfar hann á grundvelli þess, byggt á lýðræðislegu stjórnkerfi. Hann/hún verður bara að þola að aðrir hafa aðrar skoðanir en hann/hún og leiti til dómstóla ef orðræðan verður þannig að hún er ærumeiðandi eða hvetji til ofbeldis. Það eru grunn viðmiðin sem siðmenntað samfélag á að miða við.
Á meðan; á rapparinn að geta sungið "Fuck you all"; listmálarinn að mála nektarmyndir; uppistandarinn að gera grín að minnihlutahópum; foreldrið að mótmæla námskrá skólans; borgarinn að gagnrýna samgönguáætlun stjórnvalda og mótmælandinn að brenna fánann ef hann kýs svo.
Stjórnmál og samfélag | 8.6.2023 | 12:49 (breytt kl. 13:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ljóst að Pírataflokkurinn er eins fjarri því að vera þjóðhollur flokkur og mögulegt er. Erfitt er að flokka skepnuna, sem sumir segja marghöfða þurs, en vegna þess að engin heildarstefna er hjá flokknum, hver Pírati syngur með sínu nefi, þá verður bara setja flokkinn í ruslflokk sem kallast anarkismi eða stjórnleysi.
Uppbygging flokksins
Lýsandi dæmi um stjórnleysið er að flokkurinn hefur ekki formann. Þeir segja sjálfir að "...Píratar byggja á flötum strúktur og velja sér því ekki formann. Við upphaf hvers löggjafarþings er nýr formaður og þingflokksformaður valinn innan þingflokksins með hlutkesti." Hljómar lýðræðislegt?
Nei, það er það ekki. Allt frá dögum Forn-Grikkja hafa lýðræðisríki valið sér forystumenn. Í nútíma lýðræðisríki höfum við stjórnendur, t.d. í skólum, stofnunum o.s.frv., því að það verður að vera odda atkvæði, oddamaður (oddviti) sem ákveður meirihluta eða stefnu. Oftast eru valdir hæfustu einstaklingarnir, leiðtogar, en þó fara í gegn sumir sem eru beinlínis hættulegir lýðræðinu og vanhæfir. En þá eiga öryggisvendlar lýðræðisins að virka.
Það að Píratar skuli velja sér formann með hlutkesti segir bara þeir velja sér ekki hæfasta einstaklinginn til foryrstu flokksins. Ef til vill er þetta akkelishæll flokksins og gerir hann ekki stjórntækann.
Stefna flokksins í raunveruleika stjórnmálanna
Flokkurinn er á móti lögum og reglu, virðist hafa horn í síðu lögreglunnar með rugl fyrirspurnir um vopnaeign hennar, eins og hún megi ekki vopna sig gegn glæpaklíkum, í landi án hers. Fjölmiðlar henda sig á málið eins og gammar, enda gaman að ati í löggunni. Hann vill opin landamæri og fylla landið af efnahagsflóttamönnum sem hvergi er pláss fyrir né fjármagn til að halda uppi, borgararéttindi til þeirra sem eru ekki ríkisborgarar á Íslandi.
Stefna flokksins á blaði
Grunnstefna flokksins er ágæt en hún er afar stutt og óljós. Sjá slóðina: Grunnstefna Pírata en einmitt hversu óljós hún er geta þingmenn flokksins farið út um alla koppa og grundir og haft einkaskoðanir. Til dæmis lögleiðing fíkniefna er aðaláhugamál eins þingmannsins en það sem bendir til að flokkurinn er vinstri til vinstri er andúðin á NATÓ, andstaða við rannsóknarheimildir lögreglu (sem eru til verndar gegn hryðjuverka- og glæpastarfsemi), meinilla við aðgerðir sérsveitarinnar, vilja leyfa eiturlyfjanotkun ( https://piratar.is/greinar/og-ologum-eyda/ ) o.s.frv.
Ef Pírataflokkurinn er ekki anarkistaflokkur, þá er hann að minnsta kosti "fjarvinstrisinnaður" eins og það myndi vera orðað í orðabók Vísis. Hann er vinstri til vinstri við VG sem hafa þó reynst raunsæir (t.d. með NATÓ) þegar á hólminn kom.
Tek fram að margt gott er í grunnstefnu flokksins sbr. lýðræðið og borgarréttindi. En stefnuleysið er alls ráðandi og það væri eins og smala saman kettum í hjörð ef hann færi í ríkisstjórn.
Eitt stefnumál - borgararéttindi
Ég ætla að taka fyrir eina stefnu sem Pírataflokkurinn stendur fyrir, sem er góð í sjálfu sér, en hefur farið út í öngstræti í meðförum þingmanna flokksins; að yfirfæra borgararéttindi til allra borgara heimsins sem koma til Íslands og krefjast full borgarréttindi (þeir komast á velferðakerfið, ókeypis húsnæði o.s.frv án þess að hafa unnið til þess eða haft réttindi til). Þau eru ekki meðfædd annarra en þeirra sem er fæddir á Íslandi, heldur áunnin og það fylgja ekki bara réttindi ríkisborgararéttindinum, heldur einnig skyldur. Þær eru að fylgja samfélagsreglum, lögum og siðvenjum og leggja sitt til samfélagsins í formi starfa eða annarra verka.
Besti fræðimaðurinn á sviði borgararéttinda er hinn virti sagnfræðingur Victor David Hanson sem skrifað hinu frægu bók, The Dying Citizen.
Hann segir að mannkynssagan er full af sögum bænda, þegna og ættbálka. Samt er hugtakið borgari sögulega sjaldgæft - og var meðal metnustu hugsjóna Bandaríkjanna í meira en tvær aldir. En án gagnaðgerða, varar sagnfræðingurinn Victor Davis Hanson við að brátt gæti bandarískur ríkisborgararéttur eins og við þekktum hann horfið.
Í The Dying Citizen útlistar Hanson þau sögulegu öfl sem leiddu til þessarar kreppu sem nú ríkir í Bandaríkjunum (og annars staðar á Vesturlöndum). Útrýming millistéttarinnar á síðustu 50 árum hefur gert marga Bandaríkjamenn háða alríkisstjórninni.
Opin landamæri hafa grafið undan hugmyndinni um hollustu við ákveðinn stað. Sjálfsmyndapólitík hefur útrýmt sameiginlegri borgaralegri sjálfsvitund okkar. Og yfirþungt stjórnsýsluríki hefur stofnað persónulegu frelsi í hættu, ásamt formlegri viðleitni til að veikja stjórnarskrána (kannast einhver við þetta varðandi EES umræðuna?).
Mér sýnist þetta vera allt stefnumál sem vinstri sinnaðir flokkar eins og Samfylkingin, VG, Viðreisn (snýtt úr nös Samfylkingar) og Pírataflokkur gætu tekið undir en Victor D. Hanson varar við.
Þessir flokkar athuga ekki að millistéttin er burðarás samfélagsins; skýrt afmörkuð landamæri þurfa að vera; að gæði íslenskt samfélags eru ekki óendaleg og ekki nægjanleg handa öllum í heiminum og borgararéttindi geti bara verið tengd ákveðnum hópi (þeirra sem eru fæddir ríkisborgarar og þeirra sem hafa öðlast þau réttindi á löglegan hátt og unnið til þeirra). En það er eins og flestir þingmenn séu ekki jarðtengdir í þessum málum og láta hugmyndafræði en ekki heilbrigða skynsemi ráða huga sinna.
Lokaorð
Hér hefur verið bent á stefnu- og strútúrleysi flokksins. En þrátt fyrir það má ef til vill greina ákveðið þema hjá flokknum. Og það er and-eitthvað stefna. Andstaða gegn ríkjandi gildum og niðurrif þeirra, allt í nafni opið þjóðfélags og upplýsingafrelsis.
Svo ég endi þennan pistil á jákvæðum nótum, þá má segja að margir þingmenn Pírataflokksins hafa reynst vera hæfileikaríkir, verið duglegir í stjórnarandstöðunni en hugmyndafræðin sem þeir fylgja, mætti vera önnur satt best að segja. En svona er lýðræðið og það er jarðvegur fyrir boðskap þeirra, annars væru þeir ekki á þingi.
Ég á eitt sameiginlegt með Pírötum, við viljum málfrelsi!
Stjórnmál og samfélag | 5.6.2023 | 09:41 (breytt kl. 12:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég rakst á þetta myndband, sjá hlekk að neðan, þar sem ungur breskur maður heldur eldræðu gegn afstöðu wokista gagnvart umhverfsvá jarðar. Það vita allir að mengun á sér stað, offjölgun jarðabúa og breytingar eru á loftslagi. En menn greinir á hvað veldur og hvað er til ráða.
Hann gagnrýnir unga fólkið í dag sem bara kvartar en kemur ekki með raunsæar lausnir. Hann segir að Bretland valdi 2% af útblástri koltvísýrings jarðar og ef landið myndi sökkva í sæ, myndi ekki það ekki breyta neinu. Því mengunin og loftslagsbreytingarnar komi frá vanþróuðu ríkjum Suður-Ameríku, Afríku og Asíuríkjum, þar sem fátækt ríkir og fólk sveltur.
Hann segir að fátækt fólk gefi skítt í loftslagsvanda, það vill bara fá mat í tóman maga. Hann sagði að um leið það verði foreldrar (áhorfendur hans), fari allt annað en velferð barnsins beint í ruslið.
Eina lausnin á loftslagsvanda jarðar er að koma með vísindalegar og tæknilegar framfarir á orkuvanda jarðar, komi með hreina orku sem mengar ekki en er um leið ódýr. Ekki dugi að kvarta og kveina og kasta málingu á listaverk í mótmælaskyni, beita verði rökhugsun við lausn vandans.
Það sem hann segir er kannski ekkert nýtt en ræðan er mögnuð.
The problem with "woke" culture
Stjórnmál og samfélag | 3.6.2023 | 12:18 (breytt kl. 13:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ólafur Arnarsson skrifar nú í dag á Eyjunni grein sem ber heitið: Upphlaupið vegna bókunar 35 er innihaldslaust lýðskrum. Þar sakar hann andstæðinga bókunar 35 um að vera lýðskurmara. Hann gleymir því að við búum í lýðræðisríki og þar mega menn hafa mismunandi skoðanir og þetta er einmitt álitamál.
Það væri galið að afgreiða svona mál að óaðathuguðu máli eins og er einmitt gert við EES-reglugerðirnar sem koma hingað á færibandi, fara í gegnum þingið óbreyttar og stimpaðar með stimplum og vottaðar af 63 skriffinnum.
Hann segir í greininni eftirfarandi:
"Bókun 35 við EES samninginn er svo hljóðandi:
Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.
Þetta er nokkurn veginn eins skýrt og það getur verið. Hér er kveðið á um að EFTA ríkin skuldbinda sig til að tryggja í lögum að EES-reglur sem komnar eru til framkvæmda gildi ef ákvæði þeirra og annarra gildandi lagi stangast á.
Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa hugfast að einu EES-reglurnar sem komnar eru til framkvæmda á Íslandi eru EES-reglur sem Alþingi Íslendinga hefur samþykkt sem íslensk lög. Hér er því ekki um framsal löggjafarvalds að ræða."
Þetta er svo sem gott og blessað en svo segir hann:
"Alþingi hefur vald til að gera tiltekna tegund laga rétthærri en önnur lög. Til dæmis gildir sú meginregla í íslensku réttarfari að sérlög standa framar almennum lögum.
Með því að samþykkja frumvarp utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 er Alþingi Íslendinga því að ákveða að íslensk lög um innleiðingu EES-reglna skuli standa framar öðrum íslenskum lögum þegar ákvæði þeirra stangast á, rétt eins og sérlög standa framar almennum. Hér er því ekki um brot á stjórnarskrá Íslands að ræða."
Þarna stendur hnífurinn í kúnni....lesið þessa setningu aftur: íslensk lög um innleiðingu EES-reglna skuli standa framar öðrum íslenskum lögum þegar ákvæði þeirra stangast á, rétt eins og sérlög standa framar almennum.
Ég efast um að eftirfarandi þungavigtamenn í íslenskum stjórnmálum og lögfræði, þeir Bjarni Jónsson, Arnar Þór Jónsson, Sigmundur Davíð Guðlaugsson og Davíð Þór Björgvinsson séu haldnir lesblindu og misskilji málið.
Hvað er þá vandamálið? Jú, það sama og þegar við stóðum fyrir því að innleiða EES-samninginn 1992 en þá, og ég man vel eftir þeirri deilu, hvort hann stæðist stjórnarskránna. Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands heyktist á að taka samninginn fyrir dóm íslensku þjóðarinnar í þjóðaratkvæðisgreiðslu og eftir stendur að samningurinn (sem er góður að mörgu leyti) hefur aldrei verið samþykktur lýðræðislega af íslensku þjóðinni! Aldrei var látið reyna á hvort hann stæðis stjórnarskránna sem ég tel hann ekki gera.
Fyrir Ólaf og fleiri já-ara, þá er forsendan fyrir inngöngu í EES og innleiðingu EES-reglna þannig brostin bara vegna þess að vafi lék og leikur á lögmæti skv. stjórnarskrá. Hvað ef Hæstiréttur Íslands kemst að þeirri niðurstöðu í dómsmáli að við höfum verið að taka inn EES-reglur í 30 ár sem standast ekki yfirlög Íslands - sjálfa stjórnarskránna?
Og svo er það annað, punkturinn yfir i-ið, en það er að EES-reglur eru teknar inn og breytt í íslensk lög án þess að Alþingi geti breytt þessum reglum í meðförum sínum (að ég best veit).
Ef ég hef rétt fyrir mér í þessu, þá er ekki um eiginlega lagasetningu Alþingis að ræða (bara tækni búróismi; stimplun og vottun, engin eiginleg lagagerð) og því getur upptaka erlendra reglna samkvæmt hörðustu skilgreiningu ekki staðist stjórnarskránna en í henni er kveðið skýrt á um í fyrsta hluta, annarri grein eftirfarandi:
I.
....
2. gr.
Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.
Hvergi er sagt að Alþingi eigi að undirrita erlendar reglur athugasemdalaust og koma hvergi að með eigin lagasetningu.
Það er eins með þennan og aðra samninga, þeir geta aldrei staðist tímans tönn og þeim ber að endurskoða reglulega. Það er gott að efast og er lýðræðislegt.
Takið eftir þessu (5.gr. b-liður):
5. gr.
Meðferð ESB-gerða sem háðar eru samþykki Alþingis....
b. Íslensk stjórnvöld hyggjast óska eftir efnislegri aðlögun við gerðina, svo sem undanþágum, sérlausnum eða frestun á gildistöku, sjá slóðina: Reglur um þinglega meðferð EES-mála
Þetta segir mér bara að við erum múlbundin af þessum samningi.
----
Að lokum og ég set málið fram á barnamáli þannig að allir skilji:
1) EES - samningurinn var aldrei samþykktur af íslensku þjóðinni á sínum tíma og Aþingi hafði aldrei neitt formlegt umboð til að skuldbinda íslensku þjóðina (ekki frekar en það hefur með inngöngu í ESB).
2) EES - Samningurinn stendst ekki aðra grein fyrsta ákvæðis stjórnarskránna um hver fari með lagasetningavald. Það gerir Alþingi, ekki yfirþjóðlegt vald ríkja.
3) Ekki dugar að ljósrita og þýða erlendar reglugerðir heldur þarf Alþingi að meðhöndla þær samkvæmt starfsreglum þingsins (þinglegar meðferðir heitir það), eigi að hafa rétt á að breyta og hafna (sem enginn hefur þorað að gera í 30 ár).
Ef Alþingi getur ekki breytt reglugerðunum sem koma hingað til lands (sbr. mengunarskattinn sem ESB ætlar að þvinga upp á okkur og Katrín var rosa ánægð með að fresta) eða hafnað, þá hefur Alþingi de facto ekkert lagasetningavald.
Svo ætla þeir að kóróna vitleysuna með því að láta sérlögin (sem Ólafur kallar EES-reglurnar og íslensk lög eru byggð á) gilda umfram almenning íslensk lög sett af Alþingi. Til hvers eru menn þá að semja íslensk lög á annað borð? Ég spyr!
Stjórnmál og samfélag | 2.6.2023 | 19:27 (breytt 3.6.2023 kl. 10:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugmyndafræði vinstri brjálæðisins er svona: Það er svo sætt að allir fari gangandi, hjólandi með strætó í vinnuna. Bíllinn er vondur! Gerðum vonda fólkinu sem keyrir bíla eins erfitt fyrir að keyra um borgina og mögulegt.
Leggjum 4 hraðahindranir á hundraða metra kafla, þrengjum götur, þannig að umferðin stíflast, frystum framkvæmdir við mislæg gatnamót í það óendalega og stillum umferðaljósin þannig að bílar þurfi stöðugt að stöðva eða taka af stað. Mengun þess vegna? Nei, við erum að koma í veg fyrir mengun! Þreytum bílafólkið í uppgjöf, þannig að það taki strætó. Leggjum mengunarskatta á bíla, en hvert fara peningarnir? Í ríkishítið?
Já, fólk getur étið það sem úti frýs á leiðinni í vinnuna gangandi í norðan garra 10 km vegalengd.
Ég hef fengið marga erlenda gesti í heimsókn. Iðulega fer ég með þá í bíltúr og allir verða þeir hissa að sjá umferðastíflur á hraðbrautum og þeir spyrja: "Why in such a small city"?
Hraðbrautirnar hafa umferðaljós fyrir gangandi vegfarendur, þannig að ein manneskja, sem gengur yfir, getur tafið bílaumferð með hundruð manna innanborð í 1-2 mínútur. Galið? Sjáið bara gangbrautarljósin við Klambratún. Reykjavík er örugglega eina borgin með gangbrautarljós á stofnbraut. Ný gerður vegur er þarna en ekki datt neinum í hug að hafa undirgöng þarna né við gamla Sigtún ofar í götunni. Ég hef oft reynt að kasta tölu á fólkið sem bíður í bílunum Þegar ein manneskja gengur yfir brautina. Stundum áætla ég yfir 100 manns á háanna tíma.
Hvað með umferðaöryggi? Koma mislæg gatnamót ekki í veg fyrir umferðaslys? Bið við gangbrautaljós veldur ekki hættu á aftanákeyrslu?
Hreinsun gatna einu sinni á ári í stað a.m.k. þrisvar sinnum veldur ekki mengun? Snjómokstur í skötulíki, með færri snjóruðningstæki en næsta sveitarfélag, Kópavogur, sem er fjórum sinni minna sveitarfélag. Kemur sami farsinn upp næsta vetur og ráðamenn í borginni segja, þetta kemur okkur á óvart, setjum þetta í nefnd!
Setjum upp borgarlínu fyrir 4% vegfarenda sem taka strætó, og vonumst með krosslagða fingur að fáeinir bætast við í strætisvagnanna. Ha, kostar þetta hundruð milljarða? Það er allt í lagi, látum skattgreiðendur borga brúsann, hann er vanur að láta troða á sér, er með skammtíma minni og kýs okkur aftur í næstu kosningum (sem er því miður staðreynd).
Og hvað er borgarlína? Vegur fyrir strætisvagna. Jú, þetta eru strætó akreinar eins og við sjáum þegar í dag en núna ætlum við að þrengja enn meira að bílaumferðinni og taka akreinar frá vondu bílunum og vonda fólkinu sem situr í bílunum. Í vegferð sem ætti að taka mesta lagi 15 mínútur en tekur 40 mínútur á háanna tíma morgna og síðdegis.
Þéttum byggðina svo að fleiri bílar fari á yfirfylltar göturanar (þeir halda að strætó kosturinn verði betri þannig) og stíflum brautirnar meira. Ha, er miðborg Reykjavíkur og Vesturbærinn byggð á annesi? Og bara tvær leiðir inn á nesið og báðar úr austri? Þetta kemur okkur á óvart segir hugmyndafræði bundni meirihlutinn í Reykjavík.
Já, þetta er hugmyndafræði ruglsins en sumir trúa þessu í raun. Þeir gleyma að við eigum heima rétt neðan við heimsskautsbaug, í mesta veðravíti norðursins og höfuðborgarsvæðið er hæðótt land sem gerir gangandi og hjólandi vegfarendur erfitt fyrir. Þeir gleyma að höfuðborgarsvæðið er rúmir 1000 ferkílómetrar að stærð, litlu minna en Færeyjar að stærð sem eru 1400 km2.
Samkvæmt upplýsingum úr Árbók sveitarfélaga sem sambandið gefur út er flatarmál sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eftirfarandi:
- Reykjavík 273 km2
- Kópavogur 80 km2
- Seltjarnarnes 2 km2
- Garðabær 76 km2
- Hafnarfjörður 143 km2
- Mosfellsbær 185 km2
- Kjósarhreppur 284 km2
Samanlagt er flatarmál sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu því rúmir 1.007 km2. Manhattan er 59,1 km² og með 1,5 milljónir íbúa en er með öflugt neðanjarðarlestakerfi. Höfuðborgarsvæðið er bílaborg að amerískum hætti. Því verður ekki neitað. Ef það á að breyta því þarf metro kerfi eins og er í Kaupmannahöfn, neðanjarðarlestakerfi sem kostar sitt. Kannski of dýrt fyrir smáborgarsvæði.
Ég enda þennan pistil á hreppapólitík höfuðborgarsvæðisins. Kannski liggur vandinn (sem er að vísu að mestu hjá vinstri borginni Reykjavík) í fjölda sveitarfélaga á svæðinu. Samtals 7 sveitarfélög. Væri ekki nær að sameina sveitarfélögin þannig að úr verði tvær samkeppnishæfar borgir sem keppa um íbúa og atvinnustarfsemi (sem öll er komin á Vellina, Hafnarfirði)?
P.S. Eigum við nokkuð að ræða flugvélahatrið og Reykjavíkurflugvöll?
Stjórnmál og samfélag | 29.5.2023 | 13:25 (breytt kl. 19:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mér var boðið á umræðufund málfundarfélagsins í Kópavogi í gærkvöld. Fundarefni var sjálft frelsið og fullveldið (þ.e. Íslands).
Frummælendur voru Sigríður Á. Andersen fv. alþingismaður (sem hefði orðið frábær formaður Sjálfstæðisflokksins ef örlögin hefðu fengið að ráða), og Jón Þór Þorvaldsson, formaður félag íslenskra flugmanna. Fundarstjóri var Jón Magnússon fv. alþingsmaður.
Fundurinn stóð hátt í 3 klst og leiddist mér ekki sekúndu. Frummælendur voru málefnalegir og skemmtilegir áheyrnar. Ég lærði margt af Jóni um flug þetta kvöldið og hætturnar sem steðja að því með afskiptasemi ESB af flugmálum Íslendinga, í lögsögu sem kemur EES-samningum ekkert við.
Sigríður kom inn á bókun 35 (sem ég vissi "allt" um fyrir) en það kom mér á óvart að hún átti þátt í gerð frumvarpsins umdeilda sem nú liggur fyrir á Alþingi og vonandi dagar uppi í lok þings. En hún kom að gerð frumvarpsins sem lögfræðingur, ekki endilega fylgjari (að ég held) sem er allt annar handleggur.
Í lok fundar fengu fundargestir að koma með eigið innlegg. Margt fólk steig í pontu og það var ekki síður áheyrilegt en frummælendurnir.
Ég fór því heim nokkur ánægður með að hafa "eytt" kvöldinu á þessum málfundi en varð hugsi um hvað var áorkað? Jú, auðvitað er fyrsta skrefið að ræða hlutina, koma saman sem grasrótarhreyfing og hafa þannig áhrif.
Á fundinum var í salnum sem var fullur, líklega 50+ manns. Allt fólk sem lætur sig varða "...að efla réttlát og frjálst samfélag í fullvalda þjóðríki með almannahag að ljósi". Hvernig fólk talaði á fundinum var algjör andstæða við tal stjórnmálamannanna á Alþingi.
En...kem ég aftur að spurningunni hverju var áorkað? Fulltrúi Heimsýnar steig í pontu og kom með tilkynningu. Hvaða félag er það myndi almennur borgari spyrja? Ég veit það, en það bara vegna þess að ég er í samfélagsrýni alla daga. Hér kemur lýsing samkvæmt bloggi félagsins:
Stjórnmál og samfélag | 26.5.2023 | 11:27 (breytt kl. 11:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020