Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hér er frétt sem áhorfendur RÚV og Stöðvar 2 sjá ekki en í boði bloggritara. Hér er forseti Suður-Afríku að afneita þjóðarmorði á Búum í landinu í opinberri heimsókn til Bandaríkjanna. Þá dró Trump fram myndband sem sýnir þetta svart á hvítu og gott ef forseti S-A hafi ekki misst andlitið. Hann reyndi ámátlega að mótmæla en myndirnar segja sína sögu.Í myndbandinu er hvatt til að Búar (hvítir afkomendur Hollendinga í landinu og búið þarna í 400 ár) og bændur (hvítir) séu drepnir. Bandaríkin tóku við fyrstu opinberu flóttamönnum frá Suður-Afríku um daginn en óopinber landflótti hvítra til aðallega enskumælenda ríkja hefur átt sér stað síðan svartir tóku við völdum undir lok 20.aldar.
Aðspurður sagðist Trump ekki viss um að hann mæti á ráðstefnu G-20 ríkja sem halda á í Suður-Afríku. Þvílík niðurlæging en réttlát því að hvítur íbúar regnboga landsins verða einir fyrir kerfisbundnum ofsóknum. Það getur verið hættulegt að fara í heimsókn til Hvíta hússins! Þorir Þorgerður Katrín að standa við efnahagsþvinganir á hendur Ísraels og mæta Trump í Hvíta húsinu?
Stjórnmál og samfélag | 21.5.2025 | 19:04 (breytt kl. 19:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svarið er auðljóslega nei. Markmið aðildaþjóða NATÓ var sett á 2% árið 2014 fyrir 2024. Flestar þjóðir hafa náð því markmiði en nú er jafnvel markið sett á 3,5%, jafnvel 5%. Ísland eyðir hins vegar brotabroti úr prósenti til varnamála.
Þó að Ísland sé ekki bundið af 2% markmiðinu, hafa verið ræddar hugmyndir um að auka framlög til öryggis- og varnarmála, sérstaklega í ljósi breyttra alþjóðlegra aðstæðna. Til dæmis hefur varnarmálasérfræðingur lagt til að Ísland ætti að verja um 2,5% af VLF til varnarmála, sem myndi nema um 115 milljörðum króna miðað við VLF ársins 2024 sem var 4.616 milljarðar króna.
Þetta þýðir að útgjöld til varnarmála árið 2025 nema um 0,15% af vergri landsframleiðslu Íslands, sem var um 4.616 milljarðar króna árið 2024. Þetta hlutfall er mjög lágt í samanburði við önnur NATO-ríki, sem stefna að því að verja að lágmarki 2% af VLF til varnarmála.
Stjórnmál og samfélag | 19.5.2025 | 09:43 (breytt 20.5.2025 kl. 19:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Trump er sögulegur forseti, þetta sér bloggritari sem er sagnfræðingur að mennt. Bloggritari hefur enga skoðun á persónunni Trump per se, hann er með sína galla og kosti. En það skiptir máli fyrir heiminn hvað hann gerir sem forseti.
Trump er kaupsýslumaður og það skín í gegn í öllum hans forseta gjörðum. Hann kýs frið í stað stríðs, viðskipti í stað ágreinings. En þetta sjá haturmenn hans ekki (skil ekki af hverju fólk þarf að hafa einhverjar tilfinningar fyrir einhvern mann út í heimi) og sjá rautt með allt sem hann gerir, líka góðu hlutina. Ein af góðu gjörðum hans var Abraham friðargjörðin - friður í Miðausturlöndum - á fyrri forsetatíð hans. Þessi sögulegi friður milli Ísraela og Araba er einstæður í sögunni. Áður höfðu Ísraelar aðeins samið frið við einstaka Arabaþjóðir, eina í einu.
En nei, ekki fékk Trump friðarverðlaun Nóbels fyrir verk sitt. Það fékk hins vegar Obama forseti fyrir það eitt að mæta í vinnuna og vera svartur maður! Ekki ríkti friður er hann var á forsetastóli. Þegar Trump lét af embætti 2021 tóku við óróatímar og ringulreið er Biden var við "stjórnvölinn". Bandaríkjamenn hrökkluðust frá Afganistan með skömm, stríð braust út í Gaza og Úkraínu og nú er Trump að vinna í að slökkva elda.
Nú á að halda áfram með Abraham friðarsamninganna og Trump sagði í ræðu í Sádi Arabíu að hann vonast eftir að Sádar semji um frið við Ísraela. Hálfgert vopnahlé er milli ríkjanna, ísraelskar flugvélar fá að fljúga yfir Sádi Arabíu og öfugt. Hann meiri segja réttir Sýrlendinga sáttarhönd við mikinn fögnuð þeirra síðarnefndu.
Íran er "vonda" ríkið en Trump er að gefa þeim möguleika á að sleppa við stríð. En ef þeir þverskallast, verður stríð og það vita þeir. Það að Íranir hafi kjarnorkuvopn, breytir öllu um valdajafnvægið í Miðausturlöndum. Öll Arabaríkin munu þá keppast við að fá sín eigin kjarnavopn og ekki væri langt í næstu kjarnorkustyrjöld ef miðað er við kútúrinn og söguna á svæðinu. Þetta snýst því ekki bara um að Ísraelar og Bandaríkjamenn séu á móti, heldur líka aðrar Arabaþjóðir.
Íslenskir ráðherrar hafa verið duglegir að sletta skít á Bandaríkjaforseta, halda að verndarinn sé kúgari, og taka ekki í útrétta hönd. Við ættum að bjóða Trump í heimssókn og yrði það söguleg stund í sögu Íslands. Við þurfum bara að finna tilefni...einhverjar hugmyndir? Ekki er friðarsamningur í Höfða í dæminu vegna fjandskapar við Rússland og de facto stjórnmálaslits við landið. Bjánalegri utanríkisstefnu hefur maður ekki séð hjá Íslendingum frá upphafi lýðveldisins 1944 (sem tók upp stjórnmálasamband við sjálfan Stalín).
Stjórnmál og samfélag | 15.5.2025 | 10:42 (breytt kl. 16:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vísir og DV reka áróður fyrir inngöngu í ESB. Nokkrir potindátar fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið skrifa reglulega um hversu mikil paradís sambandið er. Einn þeirra er Thomas Möller.
Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Í grein Thomasar dregur hann upp dökka mynd af Bandaríkjunum í samaburði við Evrópu. Bandaríkjamenn/-forseti eru vondir í varnar- og tollamálum við Evrópumenn. Vísindamenn flýja hátækni þjóðfélag Bandaríkjanna í evrópska paradís (hlátur).
En í raun gengur ESB frekar illa. Þeim gengur illa að ráða við ólöglegan innflutning fólks sem hefur verið svo mikill að evrópsk menning er á undanhaldi. Mikil hætta er á borgarastyrjöldum í frekar náinni framtíð.
Í varnarmálum er ESB með allt niður um sig, 500 milljóna bandalag ræður ekki við Rússland sem er með 140+ milljónir íbúa og er þurfalingur á aðstoð Bandaríkjanna.Flest ESB-ríki eru einnig í NATO, og raunveruleg öryggisvernd kemur aðallega þaðan sérstaklega frá Bandaríkjunum. ESB hefur ekki eigin her heldur treystir á samvinnu milli aðildarríkja. Ósamstaða er í öryggismálum. Ríki hafa mismunandi áherslur og pólitíska vilja til að veita fé eða mannafla. Evrópa hefur lifað snýkjulífi á BNA í NATÓ en hingað og ekki lengra segir Trump. Menn verða auðvitað fúlir þegar þeir þurfa að taka upp veskið.
Hvernig gengur með hagvöxtinn? Hægur hagvöxtur er í sambandinu. Mörg ESB-ríki (sérstaklega í suðurhluta Evrópu) glíma við hægan vöxt, háa skuldastöðu og atvinnuleysi. Ójöfn þróun milli landa er mikil. Norðurlönd og Mið-Evrópa (t.d. Þýskaland, Holland) standa sig betur en suðurríki eins og Ítalía, Grikkland og Spánn. Lítil nýsköpun miðað við Bandaríkin og Kína og er Evrópa komin langt á eftir hvað varðar gervigreind. Evrópa á í erfiðleikum með að keppa við bandarísk og kínversk stórfyrirtæki í gervigreind, örflögum, netöryggi og stafrænni þróun. Þeim vantar alþjóðleg stórfyrirtæki. Engin evrópsk tæknifyrirtæki eru sambærileg við Google, Apple, Microsoft eða Tencent. Vegna miðstýringar er hæg ákvarðanataka og regluverkið hamlar hraða nýsköpun (Ísland er eins og það sé snýtt úr nös ESB í þessum málum og fremst meðal sósíalistaríkja). Orkan er dýr í Evrópu. Orkuverð í Evrópu er hærra en í Bandaríkjunum og Asíu, sem dregur úr samkeppnishæfni. Allt vegna "grænna orkukosta" sem eru rándýrir. Evrópa er of háð Rússlandi um orku og þarf að skríða fyrir Rússum á sama tíma og þau eru að herja á þá í Úkraínu! Þvílík mótsögn.
Vegna þess að ESB er marghöfða þurs er stjórnsýsluákvarðanir flóknar og hæg ákvarðanahraði. Vaxandi efasemd meðal almennings í sumum ríkjum (t.d. Ungverjalandi, Póllandi, jafnvel Frakklandi) um ágæti sambandsins nema hjá Valkyrjustjórn (Skessustjórn) Íslands. Erfiðleikar eru við stækkun ESB og samþættingu nýrra ríkja (t.d. Vestur-Balkans). Í þetta stjórnarhíti vilja íslenskir ráðamenn fara í sem fyrst og afsala sér fullveldi íslenska ríkisins.
Ef Evrópa er á fleygiferð, þá er hún á fleygiferð til helvítis. Vilja Íslendingar fara í þá vegferð með evrópsku bræðrum sínum?
Stjórnmál og samfélag | 14.5.2025 | 12:02 (breytt kl. 14:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bandaríkin hafa leitt hinn vestræna heim í 80 ár, eftir seinni heimsstyrjöld. Þau hafa sagst varið vestræna menningu og heim með vopnavaldi. Talað hefur verið um Pax Americana. En er það satt og hver er árangur þeirra? Er forræði Bandaríkjamanna á enda?
Í ákveðnum skilningi hafa Bandaríkin verið forysturíki. Bandaríkin stigu fram sem leiðandi herveldi eftir 1945, sérstaklega eftir fall Sovétríkjanna 1991 á ýmsan hátt. Þau hafa leitt NATO og tryggt hervernd yfir Evrópu gegn Sovétríkjunum (t.d. Berlínarkreppan, Kóreustríðið, og staðsetning herafla í Vestur-Evrópu). Ef þau hefðu ekki verið til staðar, hefðu Sovétríkin tekið Vestur-Evrópu og stöðvast á Frakklands strendur Atlantshafsins. Þau hafa haft yfirráð yfir hafsvæðum og tryggt alþjóðleg viðskiptakerfi sem studdist við bandarískt flotaveldi og þar voru Bandaríkjamenn arftakar breska heimsveldisins.
Þar sem hernaðarátök hafa sprottið upp hafa þau gripið til hernaðar til að fella einræðisherra eða verja bandamenn (t.d. í Kóreu, Kúveit, Júgóslavíu, Afganistan). Það hafa notað "mjúkt vald" (soft power) til að breiða út vestræn gildi lýðræði, frelsi einstaklingsins, mannréttindi þó oft í tengslum við eigin hagsmuni, hvort sem viðkomandi ríki hafa viljað vestræn gild og menningu, sjá til dæmis Afganistan.
Þetta hefur verið kallað Pax Americana svipað og Pax Romana eða Pax Britannica, þar sem stórveldi heldur heimsfrið með yfirburðum sínum. Friður hefur ríkt milli stórra ríkja (sérstaklega í Evrópu) frá 1945, en þó með blóðugum stríðum á "jaðarsvæðum" (proxy wars).
En hver er árangurinn? Árangurinn er bæði jákvæður og umdeilanlegur. Það sem er jákvætt er að það er friður og uppgangur í Evrópu og Japan. Aukin hnattvæðing og milliríkjaviðskipti sem hafa dregið úr fátækt víða. Tækniframfarir, upplýsingafrelsi og miðlun vestrænnar menningar um heiminn. En það sem er neikvætt eða umdeilt er Misheppnuð stríð (t.d. Víetnam, Írak, Afganistan) sem hafa kostað ógrynni lífa og spillt trúverðugleika Bandaríkjanna. Stuðingur við einræðisherra ef það hentaði hagsmunum þeirra. Tvískinnungur gagnvart mannréttindum þegar hagsmunir eru undir.
En þá er það spurningin hvort forræði Bandaríkjamanna sé á enda? Um það vitum við ekkert. En ef horf er á söguna má sennilega sjá hnignun eða umbreytingu á forystuhlutverki þeirra. Kína eflist bæði efnahagslega og hernaðarlega og hefur eigið kerfi bandamanna og stofnana (BRI, SCO) en kannski er Kína bara pappírtígur.
Bandaríkin eru klofin innanlands pólitískt og missa trúverðugleika utanlands (t.d. brotthvarf frá Afganistan, óstöðug stefna milli forseta). Helmingur Bandaríkjamanna deila ekki sömu gildi og hinn helmingurinn. Helmingur er Repúblikanar sem styðja hefðbundin gildi og menningu en stór hluti hins hlutans styður í raun ný-marxískar hugmyndir sem í raun leiðir til tortímingar hefðbundinnar bandarískrar menningar án þess að nokkuð ákveðið komi í staðinn. Um þessar mundir fer mikil valdabarátta fram og ef hinn íhaldssami helmingur verður undir, er hætt á borgarastyrjöld eða klofningu Bandaríkjanna. Íhaldshlutinn er ofan á um þessar mundir. Annar vandi er að Bandaríkin eru skuldug og standa frammi fyrir demógrafískum og efnahagslegum áskorunum. Bandaríkin hafa misst áhrif á mörgum sviðum, t.d. í Mið-Austurlöndum og Afríku þar sem Kína og Rússland eru að skora þá á hólm.
Hins vegar ráða þau enn mestu hernaðarlegu og tæknilegu getu heims, hafa sterk bandalög og áhrif á alþjóðakerfið sérstaklega með dollarann og alþjóðleg viðskipti. Þannig að við erum líklega að sjá fjölskautað valdakerfi (multipolar world), ekki endilega hrun Bandaríkjanna, heldur nýjan veruleika þar sem þau verða ekki lengur óumdeilanlegt yfirvald. Ef það er eitthvað sem fellir Bandaríkin, er það innanlandsófriður.
En hvað veit bloggritari?
Stjórnmál og samfélag | 9.5.2025 | 08:59 (breytt kl. 09:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- Kapitalismi virðir einstaklingsfrelsi og eignarrétt, sem margir telja grundvallarmannréttindi. Hvetur til nýsköpunar og umbóta með samkeppni.Hefur leitt til mikillar hagsældar í mörgum ríkjum. Gagnrýnt hefur verið að hann geti ýtt undir ójöfnuð og félagslega útilokun. Efnahagslegt gildi einstaklinga fær oft meira vægi en manngildi þeirra. Margir lenda utanveltu ef þeir geta ekki keppt á markaðstorginu.
- Sósíalismi mannúðlegur? Hann leggur áherslu á jöfnuð og samhjálp samkvæmt kenningunni en verður alltaf í framkvæmd ofbeldi stjórnvalda og alræði einræðisherra eða flokks. Oft meira skipulögð velferðarkerfi en raunin hefur verið að allir eru jafn fátækir en með aðgengi að menntun og heilbrigiskerfi (illa reknu). Í ríkisreknu formi getur það dregið úr frelsi einstaklinga og frumkvæði. Söguleg dæmi sýna að valdboð og kúgun hafa oft fylgt í kjölfar sósíalískra tilrauna. Efnahagslegur hvati getur minnkað og þar með hagsæld. Í þetta fer Milton í myndbandinu og kemst að þeirri niðurstöðu að kapitalismi er í raun mannúðlegri í framkvæmd. Ekkert ríki í dag er gegnumheilt hreint kapitalíst, flestöll ríki í heiminum hafa lágmark velferðarkerfi, menntunarkerfi og heilbrigðiskerfi.
Hér snýr Milton listilega á sósíalistann Ólaf Ragnar Grímsson í rökræðum og reyndar fleiri.
Stjórnmál og samfélag | 8.5.2025 | 12:52 (breytt kl. 12:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar Trump kom með þá að því virðist fjarstæðukenndu hugmynd að innlima Kanada inn í Bandaríkin sem 51 ríkið, hlóu margir eða hristu höfuðið í vantrú. En hugmyndin er ekki eins fjarstæðukennd og ætla mætti.
Byrjum á staðreyndum til að fá mynd af landinu. Kanada er sambandsríki, sem tíu fylki og þrjú sjálfstjórnarsvæði mynda. Ottawa er höfuðborg Kanada, en stærstu þéttbýli landsins eru í kringum Toronto, Montreal og Vancouver. Íbúar eru um 40 milljónir. Með öðrum orðum er Kanada svipað uppbyggt og Bandaríkin. Eins og allir vita eru ríkin 50 í Bandaríkjunum og hvert með eigin ríkisstjóra, þing og löggjöf og dómstóla upp í hæstaréttarstig. Yfir öllum ríkjunum er alríkisstjórn með æðstu lög og hæstarétt og alríkisstjórn.
Það er því næsta auðvelt að innlima enn eitt ríkið/fylkið úr Kanada eins og Trump lagði til. En íbúarnir verða að vilja innlimum, því ekki verður Kanada eða einstaka fylki þess tekið með hervaldi. Það vill svo til að Kanadamenn eru ekki á einu máli að vilja vera í ríkinu Kanada.
Flestir þekkja sjálfstæðisbaráttu Quebec en íbúar þar eru flestir frönskumælandi en færri þekkja til sjálfstæðisbaráttu Alberta fylkis. Byrjum á Alberta, byggt á Wikipedia.
Aðskilnaðarstefna Alberta samanstendur af röð hreyfinga frá 20. og 21. öld (bæði sögulegra og nútíma) sem berjast fyrir aðskilnaði Alberta-héraðs frá Kanada, annað hvort með stofnun sjálfstæðs ríkis, nýrrar sambandsríkis við önnur héruð í Vestur-Kanada eða með því að sameinast Bandaríkjunum sem yfirráðasvæði eða fylki.
Helstu vandamálin sem knýja áfram aðskilnaðarstefnu hafa verið valdamisræmið gagnvart Ottawa og öðrum vesturhéruðum, söguleg og núverandi ágreiningur við alríkisstjórnina sem nær meira en öld aftur í tímann, allt frá óuppfylltu Buffalo-héraði, sérstaða Alberta gagnvart einstakri menningarlegri og stjórnmálalegri sjálfsmynd, og fjárhagsstefna Kanada, sérstaklega hvað varðar orkuiðnaðinn. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Fjármagnið streymir úr þessu litla fylki með 5 milljónum íbúa í velferðahítið sem vinstri menn hafa skapað í Ottawa en lítið kemur inn. Sum sé, peningar skipta hér öllu máli. Auðvelt er að sameina fylkið við Bandaríkin, enda liggja landamærin saman við fylkið.
Hins vegar hafa Quebec búar gengið lengst og haldið atkvæðagreiðslu um aðskilnað. Í síðustu kosningum munaði bara prósentustigi á milli og fylkið rétt hélst innan fylkjasamband Kanada.
Skoðum sjálfstæðisbaráttu sögu Quebec. Fullveldishreyfing Quebec er stjórnmálahreyfing sem hefur það að markmiði að ná sjálfstæði Quebec frá Kanada. Fullveldissinnar leggja til að íbúar Quebec nýti sér sjálfsákvörðunarrétt sinn meginreglu sem felur í sér möguleikann á að velja á milli sameiningar við þriðja ríki, stjórnmálalegrar tengingar við annað ríki eða sjálfstæðis þannig að íbúar Quebec, sameiginlega og með lýðræðislegum hætti, gefi sér fullvalda ríki með eigin sjálfstæðri stjórnarskrá.
Fullveldissinnar Quebec telja að slíkt fullvalda ríki, Quebec-þjóðin, væri betur í stakk búið til að efla eigin efnahagslega, félagslega, vistfræðilega og menningarlega þróun. Fullveldishreyfing Quebec byggir á þjóðernishyggju Quebec. En hér er aðalpúðrið og hefur valdið því að íbúar ákveðins svæðis ákveða að sameinast í eina þjóð: Tungumál og menning.
Í Quebec er franska móðurmál um 7,3 milljóna manna. Þetta þýðir að næstum 80 prósent íbúanna eru kanadískir frönskumælandi! (Önnur 8 prósent eru enskumælandi og hin 12 prósentin eru "allofónar" sem tala önnur tungumál en frönsku eða ensku.)
Quebec búar eru því nærri að segja skilið við Kanada en Alberta búar. Þess vegna er Trump að sá sundrungu meðal Kanadamanna og fá eitthvert fylkjanna til að segja skilið við Kanada. Hingað til hefur árangurinn verið að Íhaldsflokkur Kanda beið ósigur (naumlega) fyrir Frjálslindisflokk Kanada sem Trudeau stýrði frá 2015 við sífellt minna fylgi. Hann sagði af sér og nýr formaður tók við og það dugði til sigurs. En fjögur ár er langur tími og fólk er orðið hundleitt á woke stefnu Frjálslindaflokksins þótt það hafi kosið flokkinn til að verjast ásælnis Trumps. Kanada gæti liðast í sundur á næstu 4 árum með Frjálslindaflokkinn við stjórnvöl. Eina sem sjálfstæðissinnar vantar, er öflugur leiðtogi.
Stjórnmál og samfélag | 4.5.2025 | 10:23 (breytt kl. 10:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú eru ríkisstjórnarflokkarnir að hreykja sig af því að nú sé að vera breyta meingölluðum útlendingalögum (í þriðja sinn!).
Á Facebook síðu Flokk fólksins segir:


Til að útlendingur fái íslenskan ríkisborgararétt þarf hann að uppfylla ákveðin skilyrði sem sett eru í íslenskum lögum um ríkisborgararétt, nr. 100/1952. Hér eru helstu almennu skilyrðin. Hann þarf að hafa dvalarleyfi og lögheimili á Íslandi. Yfirleitt þarf viðkomandi að hafa búið hér samfellt í 7 ár sem er ekki langur tími t.d. til að ná hæfni í íslensku. Íslensk grunnskólabörn þurfa að læra íslensku í 10 ár í grunnskóla til að teljast slakkfær í móðurmálinu. Fyrir ríkisborgara Norðurlandanna (Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland) dugar 4 ár. Fólk sem er í hjónabandi eða sambúð með íslenskum ríkisborgara getur sótt eftir 3 árum (ef sambandið hefur staðið yfir í a.m.k. 2 ár). Flóttamenn þurfa oft aðeins 5 ár. Af þessu má ráða að ekki eru miklar kröfur gerðar til útlendinga varðandi búsetur eða þekkingu á tungumálinu.
Viðkomandi þarf að hafa hreinan sakavottorð sem ekki virðist vera farið eftir þegar menn þurfa að breyta lögum. Þarf að sýna fram á að hann geti séð fyrir sér (með vinnu, tekjum eða stuðningi). Hvað ef svo er ekki? Fá menn samt ríkisborgararétt? Þarf að vera fullnægjandi sjálfbjarga í íslensku samfélagi segir einnig.
Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á íslensku. Þarf að geta sýnt fram á ákveðna þekkingu á íslenskri tungu. Algengt er að fólk þurfi að hafa lokið ákveðnu íslenskuprófi fyrir ríkisborgararétt. Ekki virðast kröfurnar vera miklar, því margir sem eru með íslenskan ríkisborgararétt tala aðeins ensku eftir 10+ ára dvöl á Íslandi. Einnig er oft krafist að umsækjandi hafi grunnþekkingu á íslenskum samfélagsháttum og stjórnkerfi. Þetta getur verið metið með sérstökum prófum eða námskeiðum.
Svo er það tvöfaldi ríkisborgararétturinn. Íslendingar mega halda sínum ríkisborgararétti jafnvel þótt þeir verði ríkisborgarar í öðru landi. Útlendingar sem fá íslenskan ríkisborgararétt þurfa ekki lengur að afsala sér fyrri ríkisborgararétti sínum Þetta er kannski gott ákvæði og opnar leið fyrir að afturkalla íslenska ríkisborgararéttinn ef viðkomandi reynist vera glæpamaður. Hann getur þá haldið sínum gamla og farið til síns heimaland og framið afbrot þar.
Bloggritari finnst að menn þurfi að lágmarki að dvelja hér í 10 ár áður þeir verði gjaldgengir til að taka próf og sækja um íslenskan ríkisborgararétt. Það á að vera ákveðin forréttindi að fá hér ríkisborgararétt en er ekki sjálfkrafa réttur bara vegna þess að viðkomandi hefur dvalið hér x mörg ár. Það er að hafa sýnt fram á að þeir séu verðugir ríkisborgarar. Svo mætti kannski setja kvóta á hversu margir geta fengið ríkisborgararétt á ári, því íslenskt þjóðfélag verður að vera í stakk búið að innbirða nýju borgara landsins og aðlaga þá að íslensku samfélagi.
Stjórnmál og samfélag | 29.4.2025 | 08:28 (breytt kl. 10:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggritari hlustaði á morgunútvarpið á Bylgjunni þar sem Heimir var að ræða við fyrrverandi dómsmálaráðherra (hljómaði eins og Guðrún) um útlendingamál. Komið var inn í miðjum klíðum en Heimi var greinilega heitt í hamsi.
Hann spurði hvers vegna í ósköpunum væri búið að taka öryggið af okkur í þjóðfélaginu? Erlendir glæpamenn væðu uppi og stunduðu glæpi óáreittir (ekki settir í gæsluvarðhald). Hvers vegna í ósköpunum væri ekki hægt að vísa erlenda brotamenn (líka með alþjóðlega vernd = lesist: hælisleitendur) úr landi?
Nú er Guðrún fyrrverandi dómsmálaráðherra og hún getur lítið gert í málinu í dag. En hún stóð vaktina þegar nýju útlendingalögin voru sett fyrir tveimur árum. Þá var gagnrýnt harðlega að ekki væri hægt að svipta hælisleitendum "alþjóðlega vernd" ef þeir gerðust sekir um lögbrot. Þetta vantaði í útlendingalögin. Þetta er svo auðljós brotalöm á lögunum. Fátt var um svör, Heimir fékk "búrótakískt" svar um að svona er réttarkerfið. Það er eins og "alþjóðleg vernd" sé jafngilt ríkisborgararétti, það er tiplað á tánnum í kring og ekki má segja neitt. Útlendingar sem koma hingað inn og sækja um hælisvist eru erlendir ríkisborgarar en íslensk stjórnvöld bera alfarið ábyrgð á öryggi íslenskra borgara og ber að vernda þá fyrir afbrotum útlendinga, líka þá sem koma hingað á hæpnum forsendum.
Heimir gagnrýndi líka lögregluna sem leynir uppruna útlensku glæpamanna og segir sem minnst um glæpi þeirra. Almenningur á rétt að vita hið sanna, svo að hann geti varið sig eða gert ráðstafanir til þess að lenda ekki í að vera nauðgað bara fyrir það að taka leigubíl eða vera rændur af leigubílstjóranum svo dæmi sé tekið. Hópnauðganir, morð, dópsala, ræningjagengi, mansal og allir mögulegir glæpir eru nú fyrir hendi á "hinu saklausa Íslandi."
Hér í þessu örríki er erlend glæpastarfsemi á háu stigi sem er ótrúlegt og ætti ekki að vera fyrir hendi. Glæpagengi eru á annan tug. Það sem er verst við þetta er að það er búið að taka öryggistilfinningu borgaranna í landinu í burtu. Friðsama og saklausa Ísland er ekki lengur til. Hverjum er um að kenna?
Stjórnmál og samfélag | 25.4.2025 | 13:22 (breytt 28.5.2025 kl. 19:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mannskepna er merkilegt fyrirbrigði. Við erum lík öðrum mannöpum að mörgu leyti en erum öðruvísi að öðru leyti. Eitt af því sem aðgreinir okkur frá öðrum mannöpum er valdastiginn. Hvernig alfa og beta persónur eiga í samskiptum. Bloggritari mun yfirfæra þetta yfir á nútíma pólitík. Byrjum á skilgreiningu hvað alfa er.
Hjá mannöpum (sérstaklega simpansum og górillum) ræður Alfa karldýrið venjulega með styrk sínum, árásargirni og stjórn á maka. Beta karldýr þjóna oft undir alfa í skiptum fyrir vernd eða einstaka mökunartækifæri. Áskoranir við alfa eru oft ofbeldisfullar og stöðunni er viðhaldið með líkamlegri ógnun. Samvinna er til staðar en er yfirleitt stigveldis- og tækifærissinnuð.
Hjá frummönnum fór þetta að breytast. Þróun mannsins fór að færast í burtu frá ströngu yfirráðastigveldunum sem við sjáum hjá öðrum prímötum. Ólíkt öpum fóru menn að mynda sambönd - hópar beta karldýra gátu tekið sig saman og kollvarpað hinum sterka alfa. Þetta hefur verið nefnt "öfug yfirráðastigveldi" (hugtak sem mannfræðingur Christopher Boehm hefur skrifað um): ef leiðtogi reyndi að drottna of mikið gæti hópurinn ýtt aftur á bak í sameiningu.
Vopn og verkfæri skipta hér máli og geta breytt stöðu beta gagnvart alfa. Ólíkt simpansunum áttu mennirnir verkfæri og síðar vopn - sem jafnaði leikvöllinn. Líkamlegur styrkur einn og sér tryggði ekki forystu eða lifun.
Vegna þess að maðurinn varð stöðugt gáfari, varð forystan flóknari. Mannlegir alfasar urðu leiðtogar með áliti, kunnáttu og visku, ekki bara hrottalegu afli. Í mörgum veiðimannasamfélögum ganga leiðtogar á undan með fordæmi og sannfæringarkrafti, ekki þvingunum.
Hver er niðurstaðan? Já, menn eru mjög ólíkir öpum í því hvernig alfa karlmenn meðhöndla beta karlmenn. Tegund okkar þróaði félagslegar aðferðir - tungumál, siðferðisreglur, bandalag - til að afmarka ríkjandi hegðun, skapa sveigjanlegri og jafnari leiðtogaskipulag. Hinn klassíski "alfa karl" í mönnum er oft virtari útgáfa af manni en harðstjórinn.
Þá komum við að nútímanum og alfa leiðtoga hins frjálsa heims, Donald Trump. Hann sýnir öll helstu einkenni alfa leiðtogans.
Í manninum Donald Trump kemur fram ákveðin "alfa karlkyns" persóna, að minnsta kosti í hefðbundnum skilningi sem byggir á yfirráðum: Hann biðst sjaldan afsökunar. Hann talar hreinskilningsa og algjörlega. Hann metur styrk, samkeppni, sigur. Hann notar sjálfstraust (sumir myndu segja hugrekki) sem aðaleinkenni.
Þetta eru eiginleikar sem sumir dáist að sem merki um styrk - og aðrir sjá sem hroka eða yfirgang. Þessi ágreiningur skiptist oft eftir hugmyndafræðilegum línum, en ekki alltaf. Ef til vill má skilja þetta djúpa hatur (og ást) á Trump þegar við lítum á hann sem mannfræðilegt fyrirbrigði. Beta liðið þolir ekki að alfa karlinn verði of sterkur.
Andstæðingar Trumps eru fulltrúar hins gagnstæða. Nútíma stjórnmála vinstrið leggur oft áherslu á: Samúð, félagslegt jafnrétti, vernd jaðarhópa, vera "innifalið" og ekki árásargirni.
Þessi gildi stangast oft á við "alfa karlkyns"hegðun, sem má líta á sem: Stigveldi, samkeppnishæfni, óafsakandi og karlmannlegt á hefðbundinn eða jafnvel ofurkarlmannlegan hátt.
Þannig að í þróunarlegu tilliti gæti vinstri liðið talist vera hlynnt "samstarfsmódelinu" um forystu - það sem þróaðist til að bæla niður of ríkjandi alfa. Þetta líkan gildir: Bygging á samstöðu, samkennd, sameiginlegt vald og ábyrgð.
Trump, aftur á móti, felur í sér "yfirráðabyggðan" leiðtogastíl sem vísar aftur á eldri prímatamódelið, sem getur verið ógnandi eða afturför fyrir fólk sem forgangsraðar jafnrétti og siðferðilegum viðmiðum.
Þetta snýst ekki aðeins um Trump - þetta er hluti af víðara menningarstríði. Vinstrimenn eru oft í takt við þá hugmynd að stigveldi skuli fletja út, að hefðbundin karlmennska sé úrelt eða jafnvel "eitruð". Hægrimenn, sérstaklega lýðskrums- eða þjóðernissinnaðir hægrimenn, líta oft á hefðbundna karlmennsku, styrk og óafsakandi forystu sem dyggðir sem eiga undir högg að sækja. Þess vegna eru Trump, Bolsonaro, Pútín, o.s.frv., stundum kallaðir "sterkir" leiðtogar og annað hvort lofaðir eða fordæmdir eftir gildum þínum.
Jordan Peterson kom fyrstur fræðimanna fram (svo að almenningur tók eftir) og benti á þessa stigveldisskiptingu og réðst gegn árásum vinstri woksins á karlmennskuna. Hún væri ekki eitruð heldur ákveðin fyrirmynd. Karlmennska væri eitthvað sem samfélagið þyrfti á að halda. Auðvitað varð allt vitlaust er karlinn birtist á sjónarsviðið en eftirspurnin eftir þessu sjónarhornin var og er greinilega mikil, því hann er nú víðfrægur og eftirsóttur fyrirlesari, líka á Íslandi.
Stjórnmál og samfélag | 19.4.2025 | 10:51 (breytt kl. 18:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020