Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fjölmiðlar eru að velja forseta fyrir kjósendur

Skoðanakannanir eru ágætar eins langt og þær ná. Þær mæla fylgi frambjóðenda en geta verið skakkar á sama tíma. Það er einn þáttur sem menn taka ekki með í myndina, nema þeir sem nýta sér þær, en það er að þær eru notaðar til að móta afstöðu kjósenda.

Stöðugur fréttaflutningur af gengi einstakra frambjóðenda, fréttir og skoðanakannanir, hífur upp fylgi þeirra og býr til sigurvegara í hugum lesenda og áhorfenda. Þar með er búið að afgreiða alla hina sem eiga kannski brýnt erindi til kjósenda og eru e.t.v. "rétta" fólkið í embættið. 

Nú eru fjölmiðlar búnir að velja þrjá frambjóðendur sem líklega sigurvegara. Þetta hlýtur að draga kjarkinn úr þeim sem verða undir í kastljósi fjölmiðlanna. Og kosningabaráttan er ekki einu sinni byrjuð. Engar kappræður eða alvöru viðtöl hafa farið fram við frambjóðendur.

Bloggritari ætlar ekki að láta skoðanakannanir stjórna vali sínu, frekar en hinn daginn. Hann kýs sinn frambjóðanda sem hann telur vera réttan í embættið.  Skiptir engu máli hversu fá prósent hann fær. Þjóðin velur ekki alltaf "rétt" og það er fegurðin við lýðræðið. Til valda velst fólk, sem reynslan sýnir okkur að reyndist vera rétta fólkið eða rangt. Ef rangt, þá er einfaldlega hægt að kjósa það úr starfi.

Að öðru

Að lokum. Það er til mikils að verða forseti. Hann er nánast eins og aðalsmaður. Þetta er eitt mesta forréttindastarf landsins. Hlunindin eru með ólíkindum. Forsetinn fær húsnæði, bifreið, fæði og klæði, staðahaldari/umsjónarmaður, einkaritara, kokk, bílstjóra, hreingerningamanneskju og lífvörð (lögreglumaður á vakt). Svo var ráðinn aðstoðarmaður forsetans sem er kallaður "sérfræðingur". Hann á að hjálpa til við ræðuskrif, hélt að forsetaritari og starfsfólk á forsetaskrifstofunni hjálpaði til við það. Forsetinn hefur mannaforráð yfir níu manns samtals, tíu ef lögreglumaðurinn er talinn með  - sjá slóð: Skrifstofa forseta Íslands

Besta af öllu er að hann ræður vinnutíma sínum að miklu leyti. Hann getur verið virkur eða óvirkur, allt eftir eigin vilja.

Og nú eru sauðsvartur almúgi illa séður við Bessastaði. Aðgengi er heft og ef einhver vogar sér út á Bessastaðanes, má alveg eins búast við afskipti lögreglumanns staðarins, fer eftir í hvaða skapi hann er í.


Undirskriftarlistinn: "Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra"

Í síðasta pistli var talað um spillingu í íslenskum stjórnmálum sem er landlæg. En langlundargeð Íslendinga hefur verið með ólíkindum og menn sætt sig við frændhyglina í áratugi. En það varð samt eðlisbreyting með bankahruninu 2008. Hinn þolgóði, möglunarlausi og þolinmóði Íslendingur fékk alveg nóg af íslensku stjórnmálastéttinni og gerði uppreisn.

Traustið hvarf á stjórnmálamönnum, á bankakerfinu og stjórnkerfinu almennt á nokkrum dögum. Þetta traust hefur greinilega ekki komið aftur og því má segja að bankahrunið hafi verið tímamóta viðburður. Íslendingar ætla sér greinilega ekki að láta elítuna leiða sig aftur í myrkrið.

Nú er í gangi undirskriftalisti á island.is gegn setu Bjarna Benediktssonar í stóli forsætisráðherra.  Hátt í 30 þúsund manns hafa skrifað sig á þennan lista í dag.  Þar segir á forsíðu undirskriftarlistans: Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: "Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun." Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra.

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-12-12-bjarni-faer-thridju-verstu-utkomu-i-maelingum-maskinu-fra-upphafi-399447

En málið er stærra en Bjarni sjálfur sem er ímynd spillingarinnar í augum íslensks almennings. Vantraustið snýr eiginlega að öllum ráðherrum ríkistjórnarinnar, Svandís, Sigurður Ingi, Katrín eru öll rúin trausti, þótt þau hafi ekki fengið undirskriftalista gegn sér.

Það þarf ekki miklar gáfur til að sjá að núverandi stjórn situr bara til að sitja. Engum í stjórnarflokkunum langar í kosningar, þar sem öllum flokkunum bíður afhroð. Betra að þreyja þorrann og fá eitt ár í viðbót við völd. 

Katrín var fyrst til að stökkva frá borði og innsigla örlög VG, en flokkurinn er í dag lifandi afturganga. Litla traustið sem flokkurinn naut, var einmitt vegna hennar persónu "töfra". Sigurður Ingi mun líklega vera áfram formaður en yfir örflokki.  Bjarni Benediktsson er greinilega á útleið, persónulegar óvinsældir hans eru það miklar. Bæði meðal stuðningsmanna flokksins, meðal flokksmanna en spurning er með stjórnarforustuna en hún er samsett af fylgjurum hans.

Það er auðvelt að sópa undirskriftarlistann gegn Bjarna sem rýtingsstunga í bakið af hálfu andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. Enn og aftur, málið er dýpra og snýst að trausti á stjórnmálamönnum. Það ætti líka að vera undirskriftarlisti gegn Svandís og í raun ríkisstjórninni allri.

Blokkritari spáir að ríkisstjórnin lifi kjörtímabilið af. Allt gert til að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. VG munu kyngja ný útlendingalög, Sjálfstæðismenn skrifa undir hvaða vitleysu sem er í loftslagsmálum og Framsóknarmenn halda áfram að vera bara þarna eins og illa gerður hlutur.

 


Spilling íslenskra stjórnmála

Í mörgum löndum er spilling í stjórnmálum landlæg. Líka á Íslandi.  Íslendingar gefa sér þá mynd af sjálfum sér, sjálfa eða sjálfsmynd, að vegna þess að hér er stjórnarkerfi sem byggist á lýðræði og mannréttindum, að hér sé flest í himnalagi.

Þótt stjórnarformið sé rétt, er þar með ekki sagt að raunveruleikinn sé í samræmi við ímyndina.  Hér er nefnilega landlæg spilling, eins og er í mörgum löndum, en vegna mannfæðar, birtist hún í formi frændhygli. Frændhygli er ekki endilega að verið sé að hygla frændur, heldur er verið að hygla vini, kunningja eða bandamanna á kostnað allsherjarskipan samfélagsins.

Sjá má þetta alls staðar. Í stöður embættismanna eða í störf stjórnenda í stórfyrirtækja eða fyrirgreiðslna til handa fyrirtækja eða stofnanna.  Hæfustu einstaklingarnir eru ekki valdir til forystu. Afleiðingarnar eru auðljósar. Til dæmis í stöðu forstöðumanns stofnunar, velst áhangandi ákveðins stjórnmálaflokks, honum er verðlaunað stuðningurinn með stöðuveitu. Skiptir engu máli hvort viðkomandi valdi starfi sínu eða ekki. Meiri líkur en ekki er að stofnunin er illa rekin, engum til góðs.

Vegna þess hversu illa stjórnkerfið er rekið, er sífellt verið að brjóta mannréttindi á borgurum landsins.  Það þótt lög mæli gegn því.  Það er auðvelt að brjóta lög með því hreinlega að framfylgja þeim ekki.

Vegna minnimáttar kenndar stjórnmálastéttarinnar (við erum bara minniháttar stjórnmálamenn í örríki) er sífellt verið að sleikja sig upp við alvöru valdaklíkur erlendis. Það er gert með að reyna í sífellu að toppa vitleysunina sem kemur erlendis frá. Við verðum t.d. að slá wokisma Svíþjóðar við og vera enn meira wokistar. Höfum ýtrustu mannréttinda lög sem tekin hafa verið upp í Evrópu en framfylgjum þeim ekki þegar beita á þeim til handa sauðsvartan almúgann. Og já, látum erlenda flækingja njóta meiri mannréttinda en íslenska borgara, bara til að ímyndin út á við sé hrein. Á meðan er brotið á lítilsmagnanum - borgurum landsins.

Nýja dæmið um það er dvöl ungs fatlaðs fólk á öldrunarheimilum. Í frétt gærdagsins kom fram að hátt í tvö hundruð fatlaðir einstaklingar eru vistaðir á slíkum heimilum, vegna þess að engin úrræði er til fyrir þá. En aldrei er skortur á húsnæði, dagpeningar, fæði og klæði, menntun og heilbrigðisþjónustu  til ókunnugra sem ropa út úr sér að þeir sé hælisleitendur er þeir koma til landsins. Í meirihluta tilvika er um tilhæfilausar umsóknir að ræða og er hér um að ræða fyrirbrigði sem kallast velferða flóttamenn, fólk sem flakkar á milli landa og leitar í þjónustu landa sem hafa lélegt hælisleitakerfi vitandi vís að hér er hægt að dvelja í mörg ár á kostnað okkar skattgreiðenda. Bloggritari hélt að réttindi væru áunnin en ekki útbýtt eins og sælgæti til barna. Að kerfið er byggt á réttindum en líka skyldum.

En aftur að stjórnkerfinu. Eftir höfuðinu dansa limirnir. Þegar höfuðið, ráðherrarnir, eru gjörspilltir, er hætt við að spillingin seytli niður stjórnkerfið.  Ráðherra kemst upp með að vega að atvinnufrelsinu, ekkert er gert, hann skiptir um stól og málið er búið.  Annar ráðherra er uppvís að spillingu í bankamálum, hann skiptir um ráðherrastól og nú var hann að fá stöðuhækkun upp í æðstu stöðu íslenska lýðveldisins. Bananalýðveldi?  Ráðherraábyrgð bara orð í orðabók?

Af hverju hættir þessi þríhöfða þurs ekki leik þegar eitt höfuðið rúllar í burtu? Jú, þursinn veit að leikurinn er tapaður, hans bíður afhroð í næstu Alþingiskosningum. Vonast eftir að veður skipast í lofi og almenningur hafi skammtímaminni. 

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur flokkað flokk sinn niður í ruslflokk upp á einsdæmum, algjörlega rúinn trausti kjósenda flokksins (situr í skjóli valdaklíku flokksins); formaður VG hefur sent flokk sinn í Sorpu í endurvinnslu (en endar í óflokkað rusl og fer í urðun) og formaður Framsóknar afhent fylgi flokkinn í hendur Miðflokksins.

Enginn af þessum formönnum er stætt og munu þeir allir hætta þátttöku í stjórnmálum á næsta ári. Engar áhyggjur, eftir þeim bíður feitir tékkar og hlunnindi sem Alþingi hefur hlaðið undir lið sitt, forréttindastéttina Alþingsmenn. Þeir verða að hafa slík starfslok, því hvaða fyrirtæki myndu vilja hafa svona ótæka stjórnendur í sínu fyrirtæki?


Skoðanamyndandi skoðanakannanir

Margar skoðanakannanir eru í gangi varðandi forsetakosningarnar þessar mundir.  Niðurstöðu þeirra eru misvísandi. Einn frambjóðandi nýtur mikils fylgis í einni en lítið sem ekkert í annarri.

Að sjálfsögðu eru kannanir eins og DV og Útvarp saga ekki vísindalegar né marktækar. Bara ætlaðar að taka púlsins, ekki mælingu á raunverulegu fylgi. Athygli vekur hversu afgerandi einn frambjóðandinn nýtur mikils stuðnings á Útvarpi sögu en lítinn annars staðar.  Þetta segir að sjálfsögðu mikið um hlustendahóp Útvarps sögu, sem að líkindum eru í eldri kantinum, íhaldssamir og hallast að íhaldssömum frambjóðendum. 

Því miður eru skoðanakannanir skoðanamyndandi og fólk vill oft veðja á efstu hestanna sem er miður. Ekki fylgja þeim sem samsvarar lífskoðunum þeirra best.

En ljóst er að fylgið er á fleygiferð og það þarf ekki neina einn nýjan frambjóðanda og allt breytist. Þeir sem berjast um efsta sætið eru Baldur, Katrín, Jón Gnarr, Höllurnar tvær og Arnar Þór samkvæmt könnunn Maskínu.

Ef mið er tekið af þrjá efstu frambjóðendur, Baldur, Katrínu og Jón Gnarr, þá erum við enn og aftur að fá frambjóðanda af vinstri væng stjórnmálanna. Ásgeir Ásgeirsson var Alþýðuflokksmaður og Ólafur Ragnar Grímsson Alþýðubandalagsmaður, en Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Guðni Th. Jóhannesson koma öll úr menningarheiminum sem eins og við vitum er vinstri sinnaður.

Þjóðin segist ekki vera að kjósa frambjóðanda eftir því hvort hann kemur af vinstri eða hægri væng stjórnmálanna. En þetta skiptir máli er mál koma inn á borð forsetans sem telja má vera "vinstri" mál. Blessunarlega hafa forsetarnir hingað til reynst starfinu vaxnir og tekist að vera hlutlausir en það getur breyst.

Vonandi, ef kjósendur velja Katrínu, að þeir séu ekki að gera mistök að velja sér til forseta einstakling sem kemur eldbakaður úr hringiðju stjórnmálanna. Hætta er á að hún standi ekki í vegi mál eins og bókun 35 sem hún hefur verið að ýta í gegn Alþingi.  Þetta er ansi óheppilegt, betra hefði verið að rykið hefði náð að setjast eins og gerðist með Ólaf Ragnar en hann var vægast sagt umdeildur stjórnmálamaður en reyndist ágætur forseti.

Hér kemur hörð gagnrýni á framboð Katrínar: Þorvaldur sakar Katrínu um að blekkja almenning – „Hún setur stjórn landsins í uppnám í persónulegu eiginhagsmunaskyni“

 


Öryggi Íslands og ástand heimsmála

Þegar blikur eru á lofti um heimsfriðinn, þurfa íslensk stjórnvöld að spyrja sig margar spurningar: Er öryggi Íslands tryggt? Varnir í lagi? Eru nægar olíubirgðir í landinu? Eru nægileg magn af matvælum til? Þurfum við að koma upp korngeymslum fyrir komandi stríð? Eru við með varahluti fyrir nauðsynlegt viðhald á orkumannvirkjum og öðrum nauðsynlegum mannvirkjum? Erum við með nægilegar varnir gagnvart netárásum sem verða reyndar fyrstu árásirnar í komandi stríði, þar sem reynt verður að hakka og eyðileggja orku innviði o.s.frv. Landið er orðið svo háð netinu í dag og tölvum að auðvelt er að loka á nútíma samfélag með markvissri netárás.  

Við erum með þjóðaröryggisráð sem er frábært en er það rétt skipað mannskap? Er einhver á tánum dags daglega? Þessar spurningar vakna þegar bloggari hlustar, les og horfir á alþjóðasérfræðinga sem margir hverjir berja stríðsbumburnar hratt þessa daganna. Hafa gert reyndar um misseri. Meira segja svefnburkurnar í Brussel eru vaknaðar og hafa áhyggjur af heimsfriðinum.

Valda jafnvægið er raskað. Það er alveg ljóst. Heimurinn er að reyna að átta sig á stöðunni, hver er sterkastur og mun einhver láta til skara skríða? Allt vegna þess að einpóla heimsveldið er í höndum örvasa gamalmennis í Washington sem veit ekki hvaða dagur er í dag og það þýðir að litlu karlarnir fara af stað með sín svæðisbundnu markmið.


NATÓ í 75 ár - hefði mátt fara aðra leið?

Erfitt er fyrir okkur nútímafólk að dæma um það. Maður þarf að sökkva sig niður í tímabilið og sjá hvað var að gerast á þessum tíma. Saga NATÓ byrjar nefnilega ekki 1949 heldur löngu fyrr.

Aðdragandinn

Stóra myndin er þessi: Þrjú hugmyndakerfi börðust um völdin í heiminum. Lýðræðið, fasisminn og kommúnisminn. Þegar Hitler fór í sína feigðarför bundust lýðræðisríkin böndum við sjálfan djöfulinn, Stalín, sem var náttúrulegur óvinur þeirra og varð það eftir seinni heimsstyrjöld. Mikið púður hefur verið eytt í útrýminga leiðangur Hitlers en minna í það sem Stalín stóð fyrir. Vart er hægt að sjá hvor var meira skrímsli. En það er annað mál. En endalok seinni heimsstyrjaldarinnar voru að fasisminn sem hugmyndakerfi tapaði, þó leifar af honum lifa ennþá hér og þar.

Brestir voru komnir í bandalag bandamanna fyrir stríðslok en óheppni Bandaríkjamanna var að þeir voru með dauðvona forseta sem svo lést. Franklin D. Roosvelt var ekki góður forseti og sérstaklega ekki á stríðstímum en það er efni í aðra grein.

Raunveruleikinn réði eftirmála styrjaldarinnar. Skipting var ákveðin með samkomulagi leiðtoga Bandamanna en líka með hersetu en Sovétmenn sátu og réðu yfir alla Austur-Evrópu og þeir vildu meira, t.d. Grikkland.

Sum sé í maí 1945, við lok síðari heimsstyrjaldarinnar, var stærð sovéska hersins Jósefs Stalíns sannarlega umtalsverður. Sovétríkin höfðu virkjað gríðarlegt herlið í stríðinu, þar sem milljónir hermanna tóku þátt í bardaga á austurvígstöðvunum gegn Þýskalandi nasista. Í maí 1945 var Rauði herinn stærsti her í heimi og taldi um 11 milljónir hermanna.  George Patton hershöfðingi (og Churchill) lét sig dreyma um að fara í Rauða herinn en það var sussað á þá. Fólk var búið að fá nóg af stríði í Evrópu og lítill hljómgrunnur eða hvatning fyrir hermenn að halda áfram átökum.

Ef vestrænir bandamenn hefðu ákveðið að berjast við Rauða herinn í bardaga sumarið 1945, hefði það líklega verið hrikaleg átök með mikið mannfall á báða bóga. Niðurstaðan hefði verið háð ýmsum þáttum, svo sem skilvirkni hernaðaráætlana, seiglu hermanna, skipulagslegum stuðningi og pólitískum sjónarmiðum.

Þess má geta að sumarið 1945 hafði Þýskaland þegar gefist upp og stríðinu í Evrópu var í raun lokið. Áherslan hafði færst að stríðinu gegn Japan á Kyrrahafs stríðsvettvanginum. Að auki voru diplómatískir samningar og fyrirkomulag milli bandamanna, svo sem ráðstefnurnar í Jalta og Potsdam, sem miðuðu að því að samræma viðleitni og koma á ákveðnu stjórnarfari eftir stríðið.

Stalín var eins og hann var, sveik þá samninga sem hann gat með leppum sínum og tóku kommúnistar völdum í Austur-Evrópu. Járntjaldið var fallið 1946. 

Óttast var að kommúnistar myndu ræna völdum í Vestur-Evrópu, í Frakklandi, Ítalíu og víða og líka á Ísland en íslensk leyniþjónusta starfaði til höfuðs útsendara kommúnista.  Kommúnismi var líka í mikilli sókn í Asíu.  Kommúnistar tóku völd í Kína 1949. Mikil ógn var talin stafa af kommúnistaríkjunum og menn vildu því nýtt hernaðarbandalag lýðræðisþjóða.

Í þessu ástandi var Atlandshafsbandalagið stofnað. Ísland var meðal 12 stofnþjóða NATÓ. Ætli þau séu ekki núna um 32. Miklar deilur og átök voru um inngönguna enda verið að henda formlega hlutleysisstefnu Íslands síðan 1918 fyrir borð. 

Inngangan í NATÓ

Bjarni Benediktsson, sem gegndi embætti forsætisráðherra Íslands frá 14. nóvember 1959 til 10. júlí 1963, en var utanríkisráðherra 1949, átti stóran þátt í ákvörðun Íslands um aðild að NATO (Norður-Atlantshafsbandalagið) árið 1949. Málflutningur hans, líkt og margir talsmenn aðildar að NATÓ á Íslandi á sínum tíma snerist um þjóðaröryggi og álitna þörf fyrir sameiginlegar varnir. Ísland átti að vera herlaust á friðartímum, loforð tók ekki nema 3 ár að svíkja með komu Bandaríkjahers til Íslands 1951.

Í upphafi kalda stríðsins hafði Ísland, eins og margar aðrar þjóðir, áhyggjur af þeirri ógn sem stafaði af Sovétríkjunum og útþenslustefnu þeirra. Í ljósi stefnumótandi staðsetningar Íslands á Norður-Atlantshafi var það sérstaklega viðkvæmt fyrir hugsanlegum árásum eða afskiptum frá Sovétríkjunum.

Bjarni Benediktsson og fleiri (Framsóknarmenn og Kratar) héldu því fram að með því að ganga í NATO gæti Ísland notið góðs af sameiginlegu varnarábyrgðinni sem kveðið er á um í NATO-sáttmálanum. Þetta þýddi að ef Ísland yrði fyrir árás myndu önnur NATO-ríki, einkum Bandaríkin, koma því til varnar. Þetta veitti Íslandi öryggistilfinningu og fullvissu gagnvart hugsanlegum ytri ógnum.

Ennfremur gerði aðild að NATO kleift að taka þátt í hernaðarsamvinnu, sameiginlegum æfingum og miðlun upplýsinga með öðrum aðildarríkjum. Þetta efldi varnarviðbúnað Íslands og styrkti tengsl þess við helstu bandamenn.

Á heildina litið snerust rök Bjarna
fyrir aðild Íslands að NATO um þá þörf sem talin var vera á öryggis- og varnarsamstarfi í ljósi geopólitískrar óvissu og ógn sem stafaði af Sovétríkjunum á tímum kalda stríðsins.

Herlaust Ísland í öflugasta hernaðarbandalagi sögunnar

Það vekur furðu nútímamanna (míns a.m.k.) að Ísland skuli ekki vilja stíga skrefið til fulls og leggja sitt fram til bandalagsins með því að stofna íslenskan her. Eina sem Íslendingar vildu leggja fram var land undir herstöðvar. Furðu rök eins og Ísland væri bláfátæk (með ofsa stríðsgróða á bakinu), gæti ekki haft nokkur hundruð manns undir vopnum (tugir milljónir vopna voru enn til eftir lok stríðsins). NATÓ hefði lagt til fjármagn og vopn og gerir í dag með mannvirkja sjóði sínum. Hægt hefði verið að stofna heimavarnarlið eins og gert var á hinum Norðurlöndum eftir lok heimsstyrjaldarinnar. En lítum á rök Björns Bjarnasonar fyrir herleysi.

Bjarni Benediktsson stofnaði ekki íslenskan her í ráðherratíð sinni af ýmsum ástæðum, fyrst og fremst tengdum sögulegu samhengi Íslands, landfræðilegum sjónarmiðum og varnarstefnu.

Sögulega sjónarmiðið var sú mýtan að Ísland væri friðsöm þjóð sem hefði ekki hefð fyrir staðal her. Það er skiljanleg rök en hafa verður í huga að landið var undir vernd danska hersins í aldir. En þessi rök eiga ekki við þegar landið ákveður að taka þátt í hernaðarbandalagi. Fyrir 1550 voru menn almennt vel vopnaðir, höfðingjar höfðu sveinalið og varnir ágætar, t.d. voru byggð hér yfir 30 varnarmannvirki á miðöldum svo vitað sé. Eftir 1550 sá danski flotinn um landvarnir Íslands. Eftir 1940 voru það Bretar og Bandaríkjamenn. Landið var því aldrei varnarlaust.

Landfræðileg sjónarmið. Staðsetning Íslands á Norður-Atlantshafi gerði það að mikilvægt landfræðilega  á tímum kalda stríðsins, sérstaklega hvað varðar eftirlit og viðbrögð við hugsanlegri sjóhernað Sovétríkjanna á Norður-Atlantshafi. Í ljósi tiltölulega fámenns lands og takmarkaðra auðlinda gæti það hafa verið talið óþarft eða efnahagslega óframkvæmanlegt að koma á fót staðalher í fullri stærð. Þau áttu við þá, ekki í dag.

Aðild að NATO. Ákvörðun Íslands um að ganga í NATO árið 1949 var rammi fyrir sameiginlega varnar- og öryggissamvinnu við önnur aðildarríki, einkum Bandaríkin. Sem NATO-aðildarríki naut Ísland góðs af sameiginlegum varnarábyrgðum bandalagsins og hernaðarsamstarfi, sem gerði það að verkum að það kom í veg fyrir bráða þörf fyrir stóran eigin her.

Varnarstefnan. Varnarstefna Íslands hefur í gegnum tíðina beinst að því að viðhalda litlu en færu varnarliði (LHG) sem er sérsniðið að sérþörfum þess, þar á meðal eftirliti á sjó, leitar- og björgunaraðgerðum og samvinnu við herafla bandamanna. Þessi nálgun gerði Íslandi kleift að forgangsraða varnarauðlindum sínum á skilvirkan hátt á sama tíma og það nýtti stefnumótandi samstarf sitt innan NATO.

Þegar á heildina er litið var ákvörðun  Bjarna Benedikssonar um að stofna ekki íslenskan staðalher í forsætisráðherratíð hans undir áhrifum af ýmsum þáttum, þar á meðal sögulegri stöðu Íslands í varnarmálum, stefnumörkun, aðild að NATO og varnaráætlun sem sniðin var að sérstökum aðstæðum. 

NATÓ þurfti nauðsynlega á Íslandi að halda, því það er hluti af GIUK hliðinu og þá voru gervihnettir ekki komnir til sögunnar. Þannig að hann og flokkur hans komust upp með að fá það besta úr NATÓ með lágmarks framlagi og hernaðarvernd bandalagsins.

En nú eru breyttir tímar með breyttri tækni. Við sáum það 2006 þegar Bandaríkjaher yfirgaf landið án þess að tala við kóng eða prest. Ljóst var að hagsmunir Bandaríkjanna fóru ekki saman við hagsmuni Íslands. Ef til vill hafa þeir sjaldan farið saman. En íslenskir ráðamenn lærðu ekkert af þessu og ákveðu að hafa höfuðið áfram í sandinum.  Þetta hefði átt að vera hvatning til að stofna einhvers konar varnarlið, mannskap tilbúinn þegar næsta stríð kemur, sem kemur örugglega, en ekkert var gert. Ef eitthvað, var skorið niður hjá Landhelgisgæslunni sem sér um framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin af hálfu Íslands.

Það er afneitun veruleikans að gera Ísland "hlutlaust" þegar það er í hernaðarbandalagi. VG vöknuðu við vondan draum og þurftu að henda fantasíu sína út um NATÓ þegar flokkurinn þurfti að starfa í veruleikanum. Við munu falla eða standa með þessu bandalagi á meðan við eru í því.

Það eru bæði kostur og ókostur að vera í hernaðarbandalagi. Kosturinn eru að við höfum 31 vinaþjóðir sem koma okkur til hjálpar en ókosturinn er að ef ráðist er á eina þeirra, eru við komin í stríð.

Lokaorð

Íslendingar hefðu getað valið að vera áfram hlutlaus þjóð 1949 og tekið mikla áhættu með Stalín sem var til alls líklegur. Líklega hefði "flugmóðuskipið" Ísland aldrei sloppið frá þriðju heimsstyrjöldinni, ráðist hefði verið á það og það hernumið. En Ísland hefði getað ákveðið að vera hlutlaust, komið sér upp her, og treyst á að Bandaríkjamenn/Bretar komi sjálfkrafa ef til stríðs kemur. Það hefði e.t.v. ekki verið slæm leið.

Hvað framtíðina varðar, þurfa Íslendingar að girða sig í brók, og a.m.k. koma sér upp sérfræðiþekkingu og formlega stofnun sem sér um varnarmál Íslands. Það skref var stigið með stofnun Varnarmálastofnunar Íslands en illa heillin, stigið til baka, þökk sé nútíma íslenskum vinstri mönnum. Hins vegar má allta leiðrétta mistök og endurreisa stofnunina.


Sirkusinn sem hefur sett upp tjöldin við Bessastaði

Það er greinilegt að eitthvað þarf að gera til að breyta forseta lögum á Íslandi. Hvers vegna í ósköpunum er ekki enn búið að breyta meðmælendafjölda frambjóðenda í forsetakosningar?  Enn er miðað við 1500 meðmælendur sem þýðir að hátt í sextíu menn eru í framboði eða eru að reyna að ná þröskuldinum. Fimm eru búnir að ná lögbundnu lágmarki.

Segjum svo að 10 manns nái tilteknum lágmarksfjölda, þá tekur við stutt tímabil þar sem kosningabaráttan er háð. Niðurstaðan getur verið að við fáum til forseta manneskju með 20% fylgi á bakvið sig. Er hann fulltrúi þjóðarinnar? Það þyrfti að vera aðrar kosninga milli tveggja efstu frambjóðenda, rétt eins og gert er í Frakklandi. Valið sé skýrt.

Bloggritari veltir fyrir sig hvort til svo margt fólk með ranghugmyndir um eigið ágæti, þannig að það telji sig vera frambærilegt í forsetaembættið.  Fram hefur komið fólk, sem hefur ekki einu sinni lokið grunnskólamenntun, hefur engin pólitísk tengsl og telur sig samt vera boðlegt. 

Það er víst í tísku að frambjóðandinn sé öðru vísi, ekki að hann endurspegli þjóðina í víðari skilningi og geti valdið embættinu. Hér er ekki ætlað að fara í manninn og því engin nöfn nefnd. En sjáið fyrir ykkur suma af frambjóðendunum í virðulegri forsetaheimsókn erlendis.  Er þetta myndin sem við viljum sýna umheiminum?

Það skiptir máli hver er andlit þjóðar út á við. Lítum til Bandaríkjanna og hver er forseti núna.  Skelfilegt fyrir álit Bandaríkjanna að hafa forseta sem er illa haldinn af elliglöpum og getur ekki tjáð sig í heilum setningum og þarf minnismiða í tveggja manna tali þjóðarleiðtoga.  Þetta er ekki bara álitshnekkir heldur hefur þetta leitt til stríðs og hernaðarósigurs í Afganistan og nú stefnir í tap í staðgengilsstríðinu í Úkraínu.

Fyrir okkur Íslendinga, sem betur fer, leiðir þetta ekki til hernaðarósigurs, en getur leitt til álitshnekkis. Eins og staðan er í dag, virðast bara vera þrír frambjóðendur sem hafa það sem til þarf í starfið. Það eru Baldur, Arnar Þór og Halla. Þekkt fólk, með mikla þekkingu á íslenskri stjórnskipan (held að Halla hafi það líka en virðist vera meira tengd inn í atvinnulífið), virðast hafa leiðtogahæfileika en maður þarf að sjá meira til þeirra til að sjá hvert þeirra er með leiðtogasjarmann sem einnig þarf til.  Bloggritari bíður því spenntur eftir kappræðum frambjóðenda.


Stjórnarskrá Íslands virðist byggjast á forsetaþingræði en er það ekki í framkvæmd

Byrjum á að skilgreina hvað er forsetaþingræði, sem er tilbrigði við forsetaræði og til að spara ásláttur, er tekið beint úr Wikipedia:

"Forsetaþingræði er fyrirkomulag stjórnarfars í lýðveldum þar sem forseti er kosinn með beinni kosningu og hefur umtalsverð völd, en er ekki jafnframt stjórnarleiðtogi eins og þar sem forsetaræði er við lýði. Í löndum sem búa við forsetaþingræði eru þannig bæði forseti og forsætisráðherra, en ólíkt lýðveldum þar sem ríkir þingræði, fer forsetinn með raunveruleg völd en ekki táknrænt hlutverk. Hugmyndin á bak við þetta kerfi er að forsetinn myndi mótvægi við vald stjórnmálaflokka sem ríkja á þinginu og sitja í ríkisstjórn.

Völd forseta í forsetaþingræðisríkjum geta verið af tvennum toga: forsetinn getur ráðið og rekið forsætisráðherra og ríkisstjórn að vild, að því gefnu að hann njóti stuðnings þingsins, annars vegar; og hins vegar að forsetinn getur leyst upp þing, en þingið eitt getur ráðið og rekið forsætisráðherra og ríkisstjórn. Dæmi um hið fyrrnefnda eru Aserbaísjan, Rússland og Perú; en dæmi um hið síðarnefnda eru Frakkland, Úkraína og Alsír." Forsetaþingræði

Hljómar þetta ekki eins og stjórnskipunarákvæði stjórnarskrá Íslands? Sú mýta hefur myndast að forsetinn eigi að vera sameiningartákn, sitjandi á friðarstóli á Bessastöðum. Ólafur Ragnar telur að það sé miðskilningur.

Það vill gleymast að Ísland varð fullvalda konungsríki 1918 og til 1944 er það varð lýðveldi. Afskaplega litlar breytingar voru gerðar á stjórnarskránni enda óvenjulegir tímar, ekki hægt að skilja við konung beint og hreinlega skorðið á öll tengsl við hann. Auðvitað varð hann fúll. Lítill tími gafst til að vinna í nýrri stjórnarskrá en sú gamla tók mið af því að hér var konungur með völd. Kíkjum á stjórnarskránna 1920:

STJÓRNARSKRÁ konungsríkisins Íslands.

I.

1. gr. Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn.

2. gr. Löggjafarvaldið er hjá konungi og Alþingi, báðum saman, framkvæmdavaldið hjá konungi og dómsvaldið hjá dómendum.

En kíkjum á 10. grein:

10. gr. Konungur er ábyrgðarlaus og friðhelgur. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært þá fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. Stjórnarskráin 1920

Þetta er í raun sama fyrirkomulag og varð 1944.  En völd konungs/forseta voru og eru nokkuð mikil en þeir eigi ekki að stjórna landinu dags daglega.

Hér koma greinar sem lýsa völd forsetans:

II.

5. gr.
Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
16. gr.
Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.


Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.

Svo koma margar greinar sem lýsa völdum forsetans og ekki ætlunin að fara í þær allar hér. En segja má að allar greinar í kafla II, lýsi miklum völdum forsetans en þær eru 30 talsins. Hann getur rofið þing, skipað embættismenn og svo framvegis. Svo má ekki gleyma málsskotsréttinum.

Með öðrum orðum, forsetinn gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku stjórnkerfi og ákvarðanir hans geta verið pólitískt umdeildar. Atkvæðamikill forseti, getur réttilega orðið valdamikill ef hann kýs það.

En lýsir stjórnarskráin ekki nokkurn veginn forsetaþingræði? Þarf nokkuð að breyta henni að ráði? Þ.e.a.s. ef við viljum meira forsetaræði?  Eins og við vitum er stjórnkerfið gallað. Þrískipting valdsins ekki algjör. Alþingi og ríkisstjórn sitja saman á Alþingi sem er óhæfa og skapar of mikil völd stjórnarflokka á störf Alþingis. Er ekki betra að ríkisstjórnin  stjórni landinu dags daglega og láti Alþingi um lagagerð? Nógu valdalítið er Alþingi sem er nokkuð konar stimpilstofnun EES. Eða sameina embætti forsætisráðherra og forsetans í eitt? Það er mjög dýrt að vera með forseta. Sjá má fyrir sér að Bessastaðir yrðu áfram stjórnsetur nýs valdhafa.

 


Hæfni forseta samkvæmt mati fyrrverandi starfsmanns skrifstofu forsetans

Margir lukkuriddara eru að íhuga framboð og erfitt að sjá hvaða erindi þeir eiga í starf forseta. Vigdís Bjarnadóttir starfaði á skrifstofu forsetans í 39 ár og ætti því að hafa vit á hvað forsetinn þarf til að bera til að vera góður forseti. Hún hefur tjáð sig um ágæti forseta.

Hún útlistar marga hæfileika og segir: "Að mínu mati þarf hann fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur, sem kemur vel fyrir, sem við getum verið stolt af sem okkar þjóðhöfðingja. Hann er okkar fulltrúi og kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar bæði á innlendum og erlendum vettvangi." Svo segir hún að forsetann einnig þurfa gott og sterkt bakland og "kjark til að taka mikilvægar og vel ígrundaðar ákvarðanir, jafnvel þó þær séu ekki vinsælar."

Starfaði í 39 ár á skrif­stofu for­seta og segist vita hvað þarf í em­bættið

Þetta er allt rétt en það má bæta við að forsetinn þarf að hafa leiðtogahæfileika og sjarma leiðtogans. Hann þarf að vera popúlisti í merkingu þess að hann hafi fylgi meginþorra þjóðarinnar. Hann þarf að vera hugrakkur og þora að taka ákvarðanir en varkár í ákvarðanatöku sinni.

Bloggari skilur vel að núverandi forseti nýtur vinsælda sem persóna og sem forseti. Fáir bera á móti því. En bloggari er samt á því að núverandi forseti hafi ekki valdið embættinu og hans lukka að lítið reyndi á hann sem forseti. Hann hefur lítið þurft að taka stórar ákvarðanir. Og hann sleppur líklega við að taka ákvörðun um bókun 35 er ósjálfstæðismenn leggja fram hana sem lög. Þess vegna er lykilatriði hver verður næsti forseti. Sjálfstæði Íslands liggur að veði.

Það er ekki nóg að vera þekkt andlit úr listamanna geiranum, það þarf miklu meira til að gegna embættinu. Nú hafa tveir menn sem hafa sagnfræðimenntun og fornleifafræðimenntun gegnt embættinu. Báðir voru hlédrægir menn, sá fyrri bar mikinn virðuleika, en hvorgur átti ef til vill ekki mikið erindi í embættið þótt þeir hafi spjarað sig ágætlega.

Nú eru breyttir tímar og Ísland mun samtvinnað umheiminum. Við þurfum því forseta með leiðtogahæfileika og -sjarma, líkt og Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson höfðu.  Miklir tungumálagarpar bæði tvö, þau vöfðu erlenda leiðtoga um fingur sér og geisluðu frá sér sjálftstraust. Og Ólafur þorði að taka af skarið og vera fulltrúi þjóðarinnar gagnvart Alþingi.

Það er nefnilega þannig að það er mikið af óvitum á voru þingi, sumt fólk beinlínis stórhættulegt hagsmunum Íslands og vinna mark visst í að grafa undir hefðir, gildi og sjálfstæði landsins.  Slíkir eru ókostir fulltrúa lýðræðisins, að í raun fáum við borgaranir lítið um ráðið hver næsta ríkistjórn verður, við kjósum e.t.v. vinstri flokk en fáum í staðið samsuðu eða kokteil sem ekkert gagn gerir og allir kjósendur þessa stjórnaflokka hundóánægðir með útkomuna. Nema forseti Íslands. Hann er raunverulega fulltrúi íslensku þjóðarinnar gagnvart ríkisvaldinu sem virðist vera sjálfstætt fyrirbrigði, oft í litlum tengslum við hinn almenna borgara.

Ef við viljum í raun fá ríkisstjórn eins og við kjósum, þá er forsetaræðið besta leiðin. Dæmi um forsetaræði eru Bandaríkin, Mexíkó og flest ríki Rómönsku Ameríku, Indónesía, Filippseyjar og mörg lönd í Afríku. Forsetaþingræði er afbrigði af þessu kerfi þar sem forseti deilir ábyrgð á stjórnarathöfnum með forsætisráðherra. Dæmi um forsetaþingræði eru Rússland og Frakkland.

Með því að kjósa forsetann beint, er verið að velja hvort um vinstri, miðju eða hægri stjórn er að ræða. Forsetinn velur svo ráðherra sem framfylgja stefnu hans. Málskotsrétturinn þar með ónauðsynlegur.

Í raun er þetta mun betra en núverandi fyrirkomulag en þar er ríkisstjórnin í sömu sæng og Alþingi og koma ráðherrar nánast alltaf úr röðum þingmanna. Þetta gerir þingið veikt gagnvart framkvæmdarvaldinu. Stjórnkerfi Íslands er meingallað. Menn eru að bisast við að bæta ákvæðum við í stjórnarskránna en stjórnskipunarkaflinn er sá kafli sem þarf í raun að breytast. Svo þarf að bæta við meiri rétt þjóðarinnar um stjórn landsins í formi beins lýðræðis. 

 


Nokkrar hugrenningar með morgunkaffinu um forseta kosningar

Það gerist ýmislegt á hverjum degi. Líka á Íslandi. Eftir að Guðni Th. ákvað að hætta eftir átta ár í embætti forseta, sem kom ekki á óvart, því hann sagðist ekki ætla að vera lengi, er hafin spennandi samkeppni um forseta stólinn.

Lengi vel fannst bloggritara þetta embætti vera tildur og forsetinn gerði lítið. Það er að einhverju leyti rétt en samt gengir forsetinn veigamiklu hlutverki á ákveðnum tímapunktum. 

Forsetinn á að vera sameiningartákn og vera sá sem hvetur þjóðina áfram á ögurstundum.  Núverandi forseti fékk eitt slíkt tækifæri, þegar Covíd faraldur gekk hér yfir. Hann olli bloggritara vonbrigðum, því forsetinn hvarf af sjónarsviðinu, kom fram í einum sjónvarpsþætti (hvatningaþáttur) en annars var hann að gera hvað? Ekki í opinberum erindagjörðum, það er nokkuð ljóst. Bloggritari studdi Guðmund Franklín gegn honum á sínum tíma, en fannst á sama tíma Guðmundur fara fram úr sér, ætlaði að gjörbreyta embættinu og það voru hans mistök.

En ástæðan fyrir stuðninginn við mótframboð á móti núverandi forseta, er sú trú bloggritara að forsetinn verður að vera leiðtogi, ekki bara oddviti eða stjórnandi/embættismaður.

Forsetinn þarf að hafa leiðtogahæfileika og leiðtogasjarma. Það er mikill misskilningur hjá fólki að segja að forsetinn eigi að vera skrautgripur á Bessastöðum sem dreginn er fram á hátíðardögum.  Hann gegnir veigamiklu hlutverki í stjórnkerfinu eins og við vitum núna og Ólafur Ragnar Grímsson sannaði með ICESAVE málinu.  Ólafur reyndist vera leiðtogi og með leiðtogasjarma. Vígdís Finnbogadóttir var með leiðtogasjarma og gat leitt en gerði sín mistök (EES). 

Við þekkjum leiðtoga þegar við sjáum þá.  John F. Kennedy, Abraham Lincoln, Winston Churchill, Adolf Hitler, Theodor Roosvelt, Donald Trump, Richard Nixon o.s.frv. Góðir eða slæmir leiðtogar en leiðtogar samt.

Nú er verið að draga fram bæði jákvætt og neikvætt um forseta frambjóðendurna. Þrír einstaklingar eru efstir á blaði, Arnar Þór Jónsson, Baldur Þorhallsson (þaulskipulagt framboð frá fyrsta degi og jafnvel fyrr) og Halla Tómasdóttir.  Allir hinir frambjóðendur, komnir fram, eru aukaleikarar og spurning hvort þeir eigi erindi upp á svið? Sýnist að allir þrír frambjóðendur séu frambærilegir, veit enn ekki um leiðtogahæfileikanna.  En allir eiga þeir sér fortíð sem getur skipt máli í kosningunum. Tveir frambjóðendur hafa verið sakaðir um að vera ESB sinnar og styðja glópalismann og sá þriðji n.k. utangarðsmaður í eigin flokki.

En það sem skiptir mestu máli, er hvað þeir gera í embætti.  Munu þessir einstaklingar standa vörð um fullveldi Íslands? Íslenska menningu og tungu? Fyrsta þolraunin kemur strax í ár ef bókun 35 verður sett í lög. Hvað gera bændur/forseti þá?

Það verður því miður að spyrja forsetaframbjóðendurna út í pólitík þeirra.  Forseta pólitík nóta bene, því að forsetinn stendur fyrir ákveðna stefnu og gildum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband