Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Af hverju vill ég ekki búa í Reykjavík?

Mörg vandamál blasa við þeim sem skoða vanda Reykjavíkur. Af hverju er allt í kalda koli í borginni? 

Lítum á manngerða vandann. Hinn almenni borgari á höfuðborgarsvæðinu sem leggur í þá svaðiför að fara til Reykjavíkur í vinnu eða annarra erinda, má búast við mörgum hindrunum á leiðinni. Hann þarf að margfalda áætlaðan ferðatíma með þremur og finna þannig út komu tíma. Hann má búast við að eyða 1-2 klst að fara 10 km leið fram og til baka. Ástæðan er einföld, stjórn vinstri manna í borginni hefur ákveðið með fullri vitund að leggja stein í götu borgarans - í bókstaflegri merkingu. Þrengingar gatna, hraðahindranir sem eru yfir 2 þúsund talsins, aflagðar akreinar og forgangur tómra strætisvagna fram yfir einkabílinn en einnig fyrirtækjabílsins en fyrirtæki verða daglega fyrir mikilu fjárhagstjóni vegna tafa í umferð. Af hverju er aldrei talað um það? Ekki minnast á flugsamgöngur til borgarinnar ógrátandi. Og mislæg gatnamót? Nei, borgarlínan verður fyrst að koma! Eina sem er vel gert eru hraðbrautir reiðhjóla sem standa auðar við hliðina á akbrautum, yfirfullar af bifreiðum.

Þétting byggðar í borginni er komin í tóma vitleysu eins og sjá má af nýlegu dæmi.  Skeytingarleysi um þarfir borgaranna er algjört. Vöruhúsi er plantað nokkra metra fyrir framan fjölbýlishús, skítt með vilja íbúanna. Og nýja íbúðir eru byggðar án bílastæða og afleiðingin er (hef heyrt dæmi um slíkt) stríð um þau fáu stæði sem íbúarnir fá. Svo eru skipulags snillingarnir hissa á að þessar íbúðir seljist ekki!

Talað er reglulega um ríkisbálknið. En hvað með borgarbálknið?  Borgin er svo illa rekin að hún er undantekningalaust rekin með halla í A hluta árum saman. Ekki er skorið niður í borgar stjórnsýslunni, ef eitthvað er, er bætt við starfsfólk ef marka má nýlegar starfa auglýsingar. 11 þúsund manns vinna fyrir Reykjavíkurborg sem er ríki í ríkinu. Bragginn var bara birtingamynd sóunar fjármuna útsvarsgreiðenda í Reykjavík.

Miðborgin er algjört umhverfisslys, lundabúðir og hótel tugum saman á litum reit. 

Þarf að minnast á stefnu borgarinnar gagnvart fyrirtækjum og stofnunum? Er enginn sem veltir fyrir sér af hverju það rísa íbúar byggðir í grónum iðnaðarhverfum? Fjandsamleg stefna gagnvart atvinnurekstri (aðall vinstri manna) hefur hrakið fyrirtækin  til nágranna sveitafélaga. Hafnarfjörður er að verða mesti iðnaðarbær Íslands með upprisu iðnaðarhverfa á Völlunum.

Stofnanir eins og Hafrannsóknarstofnun hefur fundið athvarf í Hafnarfjarðarhöfn og nú eru áform um að Tækniskólinn, stærsti skóli landsins, flyti einnig til Hafnarfjarðar. Margar aðrar stofnanir eru komnar til Hafnarfjarðar, þar sem þær fá að vera í friði fyrir reglugerðafargan og afskipti Reykjavíkurborgar. Það er engin tilviljun að fyrirtæki og stofnanir leiti annað. Sama þróun á sér stað t.d. í Bandaríkjunum, þar sem er atgervi - og fjármagnsflótti úr woke borgum Demókrata.

Ofan á allt annað eru gildi borgarinnar sem leggur áherslu á forgang jaðarhópa en ekki almennra borgara. Stanslausar árásir á kristni og kristin gildi (kristin fræði er ekki kennd í grunnskólum borgarinnar). Barnafjölskyldur fá ekki inn í leikskóla og einka aðilar boða innkomu inn á "leikskólamarkaðinn" til að leysa málið. "Woke makes you broke" segir Kaninn og borgir, fyrirtæki og alríkið ætlar að láta af þessari stefnu í landi hinu frjálsu. Ekki hér á Íslandi.

Vei þeim er heimsækja borgina, það er gerð atlaga að einkabílnum er hann ekur um götur en einnig líka ef honum er lagt. 1200 kr. kostaði það bloggritara að leggja í bílastæðishús í miðborginni í eina klst (var tilhneyddur að koma í borgina). Borga þarf fyrir að leggja bíla allt vestur í Vesturbæ borgarinnar. Og HÍ sem hefur sömu gildi og stefnu og Reykjavíkurborg (woke menning), ætlar að seilast í vasa blankra háskólastúdenta og rukka þá fyrir að voga sér á einkabílnum inn á háskólalóð. 

Barnafjölskyldur, nemar, aldrað fólk (sem verður að nota einkabílinn vegna heilsubrest) og fátæklingar eru allt hópar sem borgaryfirvöld gefa "skít í", afsakið orðbragðið. Hagsmunir Jóns og Gunnu eru aldrei hafðir í fyrirrúmi, þau eru bara útsvarsgreiðendur, ekki borgarbúar sem ber að hlú að (nýjasta nýtt er 7 milljóna sekt á eldri hjón sem girtu meðfram göngustíg til að koma í veg fyrir slys).

"Stadt luft macht frei" sögðu miðaldarmennirnir, þegar borgir voru vinjar frjálsræðis, einstaklingsfrelsi og -framtaks. Ekki lengur, einstaklingurinn fær ekki að vera í friði fyrir álögur og afskipti borgaryfirvalda.  


Sun Tzu og listin að kenna - 10 reglur fyrir kennarann

1. Fyrsti og mikilvægasti eiginleiki farsæls kennara er að hafa tao (veginn). Tao er það sem færir hugsun nemenda í takt við kennarann. Tao er gæði yfirvalds og heiðarleika sem fær nemendur (og foreldra þeirra) til að trúa á kennarann. Tao er karakter.

2. Góð kennsla snýst aldrei bara um kennarann. Þetta er alltaf tvístefnu gata. Þetta snýst um samskipti kennara og nemanda.

3. Rétt eins og njósnir hersins skipta sköpum í stríði, þá er skilningur nemenda lykillinn að farsælli kennslu. Taka ber mið af Zeitgeist og menningu. Reynda verður að skilja ástríðu nemenda til að auðvelda þeim að tileinka sér kennslustundina.

4. Í þágu þess að lágmarka fyrirhöfn kennarans og hámarka árangur hans (shih): Aldrei að lesa texta upphátt fyrir nemendur. Láttu nemanda alltaf lesa fyrir hann.

5. Öll kennsla er röð æfinga þar sem kennarinnn staðsetur nemandann markvisst (hsing) þannig að hann læri af henni.

6. Spyrðu aldrei "Einhverjar spurningar?" og búast við að fá svari. Kennarinn verður alltaf að vera skrefi á undan nemendum og staðsetja spurningar sínar á stefnumótandi hátt. Reyna verður að hugsa eins og nemandi og komdu með spurningar sem nemendur gætu viljað svara.

7. Kennarinn á að reyna að vera formlaus: að renna í gegnum bekkinn eins og hann værir ekki þar, á meðan hann vísar honum alltaf lúmskur í þá átt sem kennarinn vilt að hann fari.

8. Rétt eins og hernaður er list svika, þannig er kennsla list óbeina leiðslu. Aldrei á að reyna að þvinga nemendurna; fá verður þá alltaf til að koma til kennarans eftir leiðsögn og vilja til að læra.

9. Kennarinn á aldrei að fara "kaldur" inn í skólastofuna; æfa alltaf fyrirfram. Svo vitnað sé í Sun Tzu: "Það er með því að skora mörg stig sem maður vinnur stríðið fyrirfram með musterisæfingu bardagans."

10. Kennarinn á að þekkja nemendur sína og þekkja sjálfan sig. Hann að vera hreinskilinn um styrkleika sína og veikleika. Nýta sér styrkleika sína sem mest og lágmarkaðu það sem hann er veikur fyrir. Sömuleiðis, þekkja styrkleika og veikleika nemenda sinna. Hjálpa þeim að byggja á styrkleikum sínum. Trúa á þá en ekki biðja þá um að gera hluti sem þeir geta ekki.


Liggja valkyrjurnar í valnum strax í upphafi?

Menn vilja kalla stjórnina sem nú er verið að reyna að mynda valkyrjustjórn.  Hljómar sem skemmtilegt heiti á ríkisstjórn en er kannski fyrirboði um hvernig stjórnin verður.

Til gaman má geta að valkyrjur, í norrænni goðafræði, eru hópur meyja sem þjónaði guðinum Óðni og voru sendar af honum á vígvellina til að velja hina vegnu sem áttu sæti í Valhöll.

Þessir forboðarar riðu til vígvallarins á hestum, með hjálma og skjöldu; í sumum tilfellum flugu þær um loft og sjó. Sumar Valkyrjur höfðu vald til að valda dauða þeirra kappa, sem þær vildu ekki; aðrar, einkum hetju valkyrjur, vörðu líf og skip þeirra sem þeim voru kærar. Fornnorrænar bókmenntir vísuðu í hreinar yfirnáttúrulegar valkyrjur og einnig í valkyrjur manna með ákveðna yfirnáttúrulega krafta.

Efa má að formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins séu gættar yfirnátttúrlega krafta en þær hafa vald yfir flokkum sínum. Valkyrjur eru vígreifar og því má búast við þær snúist hver á móti annarri áður en langt um líður. Kannski er betri viðlíking að líkja þeim við prímadonnur. Allir vita hvernig er að umgangast slíkar konur.

Slúður berst af því að nú fái Flokkur fólksins aðeins tvo ráðherra en réttast væri að hann fengi þrjá ef miðað er við kosningarfylgi. Aðeins formaður Viðreisnar hefur reynslu af ráðherrastörfum og því má búast við að þegar rennur af þeim víman af því að komast til valda og dagleg störf taka við, þá súrni í Ásgarði og þær snúist hver gegn annarri.

Ætli það verði eins og í þessu myndbandi, þær koma askvaðandi inn en skilja allt eftir í rúst!


Útbrunnir stjórnmálamenn vilja gerast sendiherrar

Þegar engin eftirspurn er eftir stjórnmálamönnum, þeir detta af þing, hafnað af eigin flokki eða kjósendum, reyna þeir að róa á ný mið. Miðið er sett á þægilegt inni starf og virðingarstöðu innan stjórnkerfisins.

Eitt af virðinga embættum sem menn sækja stíft eftir, er sendiherra staða.  Meira segja uppgjafar stjórnmálamenn í Bandaríkjunum finnst þetta vera upphefð. Sem sendiherrar eru menn eins og hefðarmenn.  Þeir fá einkabílstjóra, þjónustulið og glæsihýsi til umráða og fá að hitta erlenda þjóðhöfðingja. Þeir verða á framfærslu ríkisins það sem eftir er.

Nú berast fréttum um að þingmenn sem nú var hafnað í kosningum langar að gerast sendiherrar. Það er fáranlegt að verðleikar - hæfni er ekki látin ráða hér ferð. Það á að auglýsa þessi störf og megi sá hæfasti fá starfið. Það er til dæmis fjöldi manns innan utanríkisráðuneytisins sem hefur gert utanríkisþjónustu að lífsstarfi en þessir sendifulltrúar ná sumir hverjir aldrei stöðu sendiherra því að afdankaðir stjórnmálamenn eru teknir fram yfir. Þetta lyktar af pólitískri spillingu en það er nóg af henni ef litið er á stöðuveitingar innan stjórnkerfi Íslands. Er það kannski ástæðan þess að landið er svo illa rekið?


Trump hefur myndað skuggastjórn og er farinn að stjórna "heiminum"

Allir vegir liggja til Mar-o-lago þessa daganna.  Þar situr Trump og vinnur hörðum höndum að stjórnarstefnu sinni.  Allar aðgerðir sem á að gera á degi eitt, 20. janúar eru undirbúnar og fyrstu 100 dagarnir skipulagðir. Sendinefndir Trumps eru sendar út um allt, til að leysa erfiða alþjóðahnúta.

Í stað þess að þjóðarleiðtogar streymi til Washington DC að hitta "lame duck" forsetann, Joe Biden, fljúga menn beint til Flórída.  Biden náði því afreki að náða son sinn af glæpaverkum 10 árum aftur í tímann, stökk upp í flugvél strax á eftir og flaug til Afríku. Þar sást seinast til hans sofandi á ráðstefnu Afríkuleiðtoga!

Allur heimurinn er bókstaflega að búa sig undir komu Trumps. Allir vita á hverju er von, fjögurra ára forsetatíð Trump varðar veginn. Mexíkó er farið að leysa upp hælisleitendalestirnar, olíufurstarnir farnir að skipuleggja olíulindir og -pípur, lokun landamæra undirbúin, skattalækkanapakki undirbúinn og niðurskurðarhnífurinn er skerptur, Repúblikanaflokkurinn ætlar að hittast allur, úr báðum deildum, og línur lagðar, sem er einstakt. Hér er einstakt tækifæri, glugginn sem er opinn aðeins í tvö ár og allir andstæðingar Trumps úr flokknir horfnir. Meira segja Demókratar sumir hverjir ætla að vinna með karlinum. 

Áhrif endurkomu Trumps er mikil.  Íran ætlar greinilega ekki að ráðast á Ísrael eins og hótað var, líklegra er að Ísraelmenn hafi fengið grænt ljós frá Trump að herja á Íran rétt áður en hann tekur við embættið. Trump hótar út og suður, til að vera viss um að taka við friðarbúi.  Pútín veit að hann á von á samningi, hagstæðum eða óhagstæðum og hugsanlegan frið.  Friðarpakkinn er örugglega tilbúinn, bara að fara eftir honum.

Trump-liðar tala um að senda sérsveitir Bandaríkjahers á mexíkönsku eiturlyfja- og mansalhringina, ýja jafnvel að innrás ef Mexíkóar taki ekki stjórn á landamærum sínum. Það sem er næsta líklegt er að eiturlyfjahringirnir verða lýstir hryðjuverkasamtök og þannig verður réttlætur hernaður gegn þeim. Bandaríkjamenn er efst í huga að rúmlega 100 þúsund manns deyja árlega af Fentanyl sem streymir yfir landamærin.

Trump hótar BRIC þjóðum hörðum tollum og bitcoin sem hann styður náði sögulegu hámarki í vikunni. Milton Friedman gæti ekki verið stoltari ef hann væri meðal okkar. Hann væri sérstaklega hrifinn af DOGE. Nýjasta nýtt er að þúsundir ríkisstarsmanna eru að breyta ráðingasamninga sína, þannig að þeir geti unnið heima næstu fimm árin! Stór hluti þeirra vinnur nú heima.

Menningarstríð er framundan eða hvað?   Woke menningin virðist vera að líða undir lok. Tæknirisarnir Microsoft og Facebook hafa friðmælst við Trump. Stórfyrirtækin eru hætt að ota fram woke stefnu og Bandaríkjaher verður tekinn í gegn. Sumir segja að transfólkið verði bókstaflega rekið úr hernum, en það er um 15 þúsund manns. Hugsanlega lætur hann nægja að stoppa ráðningu þess eins og hann gerði síðast.

Forgangsverkefni Trumps stjórnarinnar eru hælisleitendamál, lokun landamæranna og herinn. Nú var að koma í ljós í skýrslu að hælisleitendur kosti þjóðarbúið $150 milljarða árið 2023! Þá er ótalin óbeinn kostnaður. Þar fór þau rök þeirra sem segja að hælisleitendur séu svo nauðsynlegir atvinnulífinu og allir græða. Hver einasti Bandaríkjamaður (allir meðtaldir) borgar að meðaltali $957 dollara í hælisleitendakerfið á ári sem gerir um 120 þúsund krónur en hér á Íslandi er kostnaðurinn 60 þúsund krónur á hvern Íslending og er þó hár.

Sama er að segja um Pentagon, sem hefur ekki getað skilað inn árskýrslu síðastliðna sjö ára og hundruð, ef ekki milljarða dollara horfnar og enginn veit hvað varð um. Gagngerð siðbót fer þar fram. Fróðlegt verður að sjá viðureign Trump-liða við FBI og CIA en þar á Trump marga óvini sem hafa hvað þeir hafa getað gert reynt að bregða fæti fyrir honum, allar götur síðan 2015.  CIA er sérstaklega hættulegt í röngum höndum. Þar verður hafa í huga örlög John F. Kennedy and Richard Nixon sem CIA er sagt hafa átt þátt í falli hans.

Trump verður að vera varkár næstu misseri. Morðingjar og morðsveitir eru enn á eftir honum. Þótt bandaríska þjóðin styðji stefnumál hans, meira en hann sjálfan, eru margir á móti breytingunum sem hann boðar. Þar er djúpríkið fremst, milljónir ríkisstarfsmanna og embættismanna. Hugsanlega verða ráðuneyti færð úr Washington DC til einstakra ríkja.

Mótspyrna Demókrata er engin þessa dagana. Demókratar eru sundraðir, enginn leiðtogi í augnsýn og sérfræðingar segja að það geti tekið nokkur ár fyrir flokkinn að ná vopnum sínum aftur. Seinast sást til Kamala Harris í sjónvarpsávarpi, að því virðist drukkin en Biden sofandi á alþjóðaráðstefnu eins og komið var inn á. Ætlun fylgismanna Biden er á enda metrunum að valda sem mestum skaða og má sjá það meðal fárra aðgerða sem koma frá Wasington DC.


Er Ísland á leið í ESB?

Það eru ekki bara Miðflokksmenn sem halda að nú sé verið að mynda ESB ríkisstjórn, heldur einnig útlendingar. Sagt var fyrir kosningarnar að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningar, þegar það var í raun Flokkur flokksins.

Blokkritari mat það rétt á sunnudaginn, að Framsókn væri ekki í myndinni og vildi vera í stjórnarandstöðu. Þá geta ESB flokkarnir Samfylkingin og Viðreisn aðeins myndað ESB stjórn með Flokk fólksins (FF). FF getur nefnilega myndað borgaralega stjórn með Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum eða vinstri stjórn með Samfylkingunni og Viðreisn.

Sá síðarnefndi flokkur telst seint vera hægri flokkur því að flokksmenn komu ekki bara úr vinstri arm Sjálfstæðisflokksins, heldur einnig úr Samfylkingunni. ESB flokkarnir eru tvíburaflokkar.  Það verður því komið aftan að kjósendum og þeir stungnir í bakið með væntanlega aðildarviðræðum við ESB. Og þá þurfa ESB-sinnar enn á ný að læra sömu lexíu og áður, að ESB gefur ekkert eftir í sjávarútvegismálum og orkumálum. Hvað er þá eftir að semja um?

Vilja ESB flokkarnir virkilega gefa eftir tugi fríverslunarsamninga sem gerðir hafa verið undir hatt EFTA? Nú síðast í vikunni við Taíland?  Ef Ísland gengur í ESB er EFTA úr sögunni og þar með EES. Verður bókun 35 sett í forgangi undir forsæti Katrínar eða Kristrúnar? Fullveldisstaða Íslands lítur ekki vel út þessa daganna.

 


Hvaða kosningakerfi er sanngjarnt?

Nú kvarta vinstri jaðarflokkarnir (vill ekki nota öfga stimpilinn eins og vinstri nota á jaðar hægri menn, er of hlutdrægt hugtak) yfir lélegu gengi. Þeir skutu sig í fótinn með því að vera með of marga flokka á jaðrinum, þ.e.a.s. Sósíalistaflokkurinn, VG og Píratar. Þannig að þar er alveg stuðningur við vinstri jaðar stefnu ef fylgi þeirra er lagt saman.

En spurningin er hvort skattgreiðendur eigi að vera halda uppi flokkum sem ekki eiga erindi inn á þing? Miðað er við 2-4% fylgi almennt í Evrópu til þess að flokkurinn komist á ríkisjötuna. Af hverju í ósköpunum eigum við kjósendur að halda uppi slíkum flokkum? Náðu ekki einu sinni lágmarki sem er 5%. Þetta sama gildir um flokkanna sem komust á þing. Af hverju að hafa þingflokka ríkisrekna?

Kosningakerfið hérna er alveg nógu sanngjarnt. Það þarf ekki annað en að líta á kosningakerfin i enskumælandi löndum og sérstaklega á Bretland til að sjá hvers mörg dauð atkvæði falla dauð niður. Sigurvegarinn tekur allt í raun.

Sjá slóðina: Úrslit bresku þingkosinganna endurspeglar lýðræðishalla Bretlands

"Verkamannaflokkurinn fær 9,6 milljónir atkvæða en 412 sæti, Íhaldsflokkurinn fær 6,8 milljónir atkvæða en 121 sæti og UK Reform í Bretlandi fær 4 milljónir atkvæða en aðeins 4 sæti og Frjálslyndi demókrata flokkurinn fær 3,6 milljónir atkvæða og 71 sæti. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn fær 5 sæti með aðeins 172 þúsund atkvæði. Er eitthvað að þessari mynd?" segir í greininni.

Það er kannski frekar spurning hvort lágmarkið sé ekki of lágt sett? 5% eða 10%? og fá kannski sterkari ríkisstjórn eins eða tveggja stjórnarflokka.  Það er kannski hægt að vinsa úr örflokkanna með því að hafa þak meðmælenda mjög hátt. Það kemur því strax í ljós hvort viðkomandi flokkur á erindi í kosningabaráttu eða á þing.

Það er margt hér sem er kostnaðarsamt. Við eru hér með fokdýrt forsetaembætti, sem kostar milljarða að reka í örríki. Stofnanaríkið íslenska er yfirþyrmandi og kosnaðurinn að auki. 

Það er athyglisvert að Sameinuðu þjóðirnar eru að íhuga að koma upp "hagræðingadeild" í anda ríkisstjórnar Trump sem er ekki einu sinni byrjuð að starfa en farin að hafa áhrif um allan heim. En þetta er efni í aðra grein.

 


Miðjan vann kosningarnar

Bloggritari spáði að hægri bylgjan næði ekki til Íslands.  Það rættist ekki nema að hluta til. Segja má að miðjan hafi unnið þessar kosningar.  Flokkarnir sem komust á þing teljast allir vera nokkuð hófsamir en öfgaflokkarnir, sem reyndust allir til vinstri, féllu af þingi.  Sósíalistaflokkur Íslands, VG og Píratar teljast allir róttækir vinstri flokkar.

Þeir flokkar sem völdust inn á þing, Viðreisn, Samfylkingin, Framsókn, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn teljast allir vera nokkuð hefðbundnir flokkar. Líklega er Flokkur fólksins róttækastur í dag en erfitt er að flokka flokkinn eftir vinstri - hægri ásinn. Til dæmis í landamæra stefnu flokksins sem er líklega til hægri. Sagt er að Viðreisn sé klofningur úr Sjálfstæðisflokknum en erfitt er að sjá það af stefnumálunum sem eru líkari stefnumálum Samfylkingar.

Hófsömu vinstri stefna vann kannski ef Viðreisn, Samfylkingin og Flokkur flokksins eru flokkuð saman. Hvers konar ríkisstjórn verður veit enginn. Dettur í hug Viðreisn, Samfylkingin og Miðflokkurinn saman í ríkisstjórn. Kröfur FF eru óraunhæfar ef formaðurinn heldur fast í þær um lágmarks laun um 450 þúsund krónur. Það þorir líklega enginn að spyrna sig saman við Sjálfstæðisflokkinn eftir útreið hans. En ef það væri einhverjir flokkar sem vildu það, væri það FF og Miðflokkurinn sem báðir vilja ólmir komast í ríkisstjórn.

Formaður Framsókn virðist gefa skít í allt, ef marka má vonbrigði hans er honum var ljóst að hann væri á leið inn á þing í miðju sjónvarps umræðum formannanna. Hann virðist ákveðinn að fara ekki í ríkisstjórn enda bara með fimm manna þingflokk. Þannig að það eru fimm flokkar sem eru um hituna.


Varnarmálastofnun eða varnarmálaráðuneyti?

Ég renndi yfir bók Arnórs Sigurjónssonar, "Íslenskur her" í fyrsta sinn í vikunni.  Því miður var ekki mikill efniviður í henni, bókin um 56 bls. á íslensku og annað eins á ensku. Hún snýst um hugrenningar hans um stofnun íslensks hers og stofnun varnarmálaráðuneytisins.

Ég starfaði hjá utanríkisráðuneytinu um árabil og var þar starfandi er fagnað var 50 ára afmæli varnarsamningsins 2001. Ég tók þátt í að búa til afmælisrit - smárit í tilefninu sem og ljósmyndasýningu.  Ég kynntist því starfi varnarmálaskrifstofunnar af eigin hendi, varð þeim innan handa enda menntaður "hernaðarsagnfræðingur". Ég kynntist líka Varnarliðinu og fulltrúa þess.

Mér fannst störfin sem unnin voru á skrifstofunni fagleg og meira segja var þá liðsforingi starfandi á skrifstofunni. En vægi skrifstofunnar var þá ekki mikið. Menn prískuðu um að það væri kannski 10 ár í að menn láti verða af því að stofna íslenskan her en ekkert bólar á honum ennþá.   

Ég reyndist sannspár í skýrslu árið 2000 að Bandaríkjaher væri að huga að því að týgja sig í burt, sem raungerðist 2006. Ég mat það svo að varnir Íslands væru á forsendum Pentagons, ekki Íslands sem reyndist rétt. Bandaríkjaher réði ekki við að standa í tveimur stríðum samtímis og dró sig í burt einhliða.  Ekkert hefur breyst síðan, herstöðin á Keflavíkurflugvelli er rekin á hálfu dampi eins og gert var milli 1945 og 1951, nokkuð hundruð manns starfandi og fljótandi á milli Bandaríkjanna og Íslands.

Árið 2005 lagði ég til í blaðagrein í Morgunblaðinu að varnarmálastofnun yrði stofnuð sem og gerðist síðar en fljótleg niðurlögð. Mikil mistök. Síðan þá hafa þrír aðilar deilt með sér varnamálaflokkinn, Landhelgisgæslan, Ríkislögreglustjóri og varnarmálaskrifstofan og verkaskiptingin óljós og gert til bráðabirgða en hefur staðið óbreytt allar götur síðan.   Njáll T. Friðbergsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins reyndi á síðasta þingi að koma í gegn stofnun Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála en án árangurs að ég best veit.

Ég tel að bæði Njáll og Arnór nálgist málið á röngum forsendum. Ekki er þörf á varnarmálaráðuneyti á meðan það er enginn íslenskur her. Ekki er þörf á rannsóknarsetri (á vegum HÍ) þegar varnarmálastofnun getur sinnt þessu hlutverki.  Varnarmálastofnun er það sem við þurfum á að halda og endurreisa.  Hlutverk þess væri þríþætt:

1) Samþætting varnarmála og málaflokkurinn tekinn úr höndum ofangreindra þriggja aðila. Varnarmál eru bæði innanríkis- og utanríkismál.  Stjórnsýslulega óreiðan sem nú ríkir úr sögunni.

2) Fræðilegar rannsóknir á öryggis- og varnarmálum sem sífellt væru í gangi.

3) Forvirkar ,,njósnir" eða leyniþjónusta (verst að það er ekki til annað hugtak).  Allir herir í heiminum hafa leyniþjónustu. Það er enginn James Bond glamur yfir þessari starfsemi ef menn halda það, heldur hrein og bein upplýsinga leit, mat og ráðgjöf til stjórnvalda. 

Nú er að sjá hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn. Kemst málið á skrið eða áfram hunsað?  Það fer eftir því hvort að Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda eða ekki. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún og Njáll, hafa skilning á málaflokknum og vilja til að gera eitthvað í málinu. Aðrir flokkar þeigja þunnu hljóði.

Á meðan er engin fagleg vinna unnin af sérfræðingum og mat á öryggis- og varnarmálum í skötulíki.


Kappræður leiðtoga stjórnmálaflokka landsins

Bloggritari nennti ekki að horfa og hlusta á leiðtoga flokkanna í kappræðum gærkvöldsins. Svona kappræður minna á ræðukeppnir framhaldsskólanna, þar sem einstaklingar keppast um að vera sem sniðugastir og snjallir í máli. Undirritaður fékk að heyra að þessi og þessi formaður hafi bara verið skörungslegur í málflutningi.

Þá vill fólk gleyma að leiðtogarnir, jafnvel þeir sem stofnuðu flokkanna sem þeir stýra, eru ekki einir á ferð og ekki eyland. Það er nefnilega stór hópur manna, stundum kallaður innsti kjarni, sem er í kringum formanninn og hafa áhrif á á skoðanir og ákvarðanir formannsins.

Formaðurinn skiptir máli, ekki má misskilja það. Tökum dæmi. Er ein ástæðan þess að VG greinist í ruslflokki og fellur hugsanlega af þingi vegna þess að skipt var um formann? Viðkunnugleg kona hættti í miðjum klíðum og fór í forseta framboð og eftir sátu flokksmenn með eintóma jókera og formann sem er ekki út á setjandi.

Svo er það formaður Samfylkingarinnar sem kom eins og stormsveipur inn í stjórnmálin. Allt í einu var flokkurinn kominn aðeins til hægri við miðjuna sem vakti mikla hrifningu margra. Þá gleyma menn að hugum djarfi leiðtoginn er ekki einn. Þarna leynast margir jókerar úr fortíðinni sem hafa ollið miklum skaða fyrir flokkinn. Má þar nefna ritstjórann með vafasama fortíð og hrökklaðist úr framboði en annar situr sem fastast og það er borgarstjóri sem skyldi höfuðborg landsins í rjúkandi rúst og ætlar að læðast inn á Alþingi, lofaði að vera góður strákur og ekki fara í ráðherrastól. Sumir ætla að kjósa Samfylkinguna bara út af formanninum, ekki málefnum eða skuggalega fortíðar flokksins og flokksmanna.

Svo eru það formenn Flokk fólksins og Miðflokksins. Báðir sköruglegir leiðtogar sem bera uppi flokkanna. En þeir eru ekki einir. Málefnaskrá þeirra virðist vera nokkuð góð ef miðað er við borgararalega stefnu þeirra og það á líka við um Lýðræðisflokkinn sem byggist upp í kringum lýðfylgi formannsins.

Þá er komið að Sjálfstæðisflokknum sem formaðurinn einn og óstuddur virðist vilja draga niður flokkinn í svaðið með sér. Hann segir ekki af sér þótt flokkurinn nálgast eins stafs fylgi.

Píratar...hvar eru þeir eiginlega? Enginn leiðtogi né stefna og fólk sem er ægilega hrifið af internet stefnu flokksins er orðið loks þreytt á stefnuleysinu. Flokkurinn gæti dottið af þingi, fáum harmdauði.

Formaður Framsóknar hefur falið sig allt kjörtímabilið, skýst fram þegar þarf að klippa borða á brúm eða öðrum mannvirkjum, hefur ákveðið að fela sig í öðru sæti kjördæmi sins. Er hann á leið úr pólitík, gefur skítt í þetta...látið mig bara í annað sæti?

Já, formennirnir skipta máli en einnig fólkið í kringum þá og stefna flokkanna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband