Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Maðurinn gerði allt rangt frá A - Ö. Hann batt stúss sitt við flokk sem var á fallandi fæti, Samfylkinguna og tryggði hana tveggja ára åframhaldandi stjórnarsetu.
Svo tók hann við GJALDÞROTA Reykjavíkurborg eftir að hann hafði tryggt rúnum traust borgararstjóra, Dag B. auka tvö ár sem borgarstjóri og reynir að reka þrotabúið áfram en hinir borgarfulltrúarnir hlæja að honum því að Dagur er kominn í landsmálin þar sem hann er ekki einu sinni velkominn af eigin samflokksmönnum.
Hver vill eiga í samskiptum við misheppnaðan borgarstjóra og þrotabússtjóra? Hér er bæði átt við Dag og Einar.
Flokkur Framsókn í borgarstjórn er kominn niður í 3% fylgi enda sveik hann kosningarloforð sín. Kannski er Einar að reyna að bjarga sig fyrir horn með stjórnarslitum.
Stjórnmál og samfélag | 7.2.2025 | 22:57 (breytt 8.2.2025 kl. 10:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta varð bloggritara ljóst er hann sá viðtal við Trump í vikunni. Það er nefnilega þannig að Kaninn hefur eina herstöð á Grænlandi. Hún er ekki einu sinni hefðbundin herstöð, heldur hefur geimher Bandaríkjanna hana undir sinni stjórn. Það hefur enginn sagt nei við að Kaninn fái fleiri herstöðvar á Grænlandi, enda nóg pláss, 2 milljónir ferkílómetrar og aðeins 57 þúsund íbúar. Varla að það skapist ástand í landinu við komu fleiri hermanna.
Nú ætlar Trump að koma upp járnhjúp (e. Iron dome) að hætti Ísraela yfir Bandaríkin. Íslenskur blaðamaður sagði með fyrirlitlingu að varnarkerfið væri bara gegn skammdrægar eldflaugar sem er rangt. Ísraelar hafa nefnilega annað kerfi sem er beint gegn langdrægum eldflaugum og heitir kerfið "David sling". Það er hannað til að stöðva óvinaflugvélar, dróna, taktísk flugskeyti, meðal- til langdrægar eldflaugar og stýriflaugar, skotið á sviði frá 40 til 300 km (25 til 190 mílur). En það er önnur saga.
Þá eru eftir tvær aðrar ástæður fyrir ásælni Kanans. Siglinga öryggi þegar pólarsvæðið opnast fyrir skipa umferð. En til þess þarf Kaninn ekki að leggja undir sig Grænland heldur flotadeild eins og eru í Asíu og samninga við lönd sem liggja að heimskautssvæðinu, s.s. Rússland.
Þriðja ástæðan er líklegust. Að komast yfir góðmálma Grænlands og orkulindir sem kunna að leynast þar. Eyðimerkur eins og eru í Sádi Arabíu eða Sahara hafa nefnilega gríðarleg auðævi neðanjarðar og hafa reynst gríðarlegar auðlindir.
Svo á við um Alaska. Edouard de Stoeckl, ráðherra Rússlands í Bandaríkjunum, samdi fyrir hönd Rússa afleiddlega. Þann 30. mars 1867 samþykktu aðilarnir tveir að Bandaríkin myndu greiða Rússum 7,2 milljónir dollara fyrir yfirráðasvæði Alaska. Þetta eru bestu kaup Bandaríkjanna hingað til fyrir utan Louisiana sem Kaninn keypti af Frökkum 1803 og með samningum Flórída af Spáni 1819. Bandaríkin keyptu frá Dönum Jómfrúareyjar (e. Virgin Islands). Árið 1917 keyptu Bandaríkin danska hlutann fyrir 25 milljónir dollara, aðallega af stefnumótandi ástæðum til að tryggja ró í Karíbahafinu.
En dagar landakaupa eru liðnir. Alþjóðakerfið og alþjóðalög voru ekki öflug á þessum tímum og heimurinn ekki enn skipt upp. Nú er búið að skipta öllu upp, öll hafsvæði skilgreind og undir lögsögu ríkja eða eru skilgreind sem alþjóða siglingaleiðir og meira segja Suðurskautsland er uppskipt. Kapphlaupið er komið upp í geiminn og á tunglið.
Danir, Frakkar eða Spánverjar eru ekki lengur óupplýstir kjánar sem láta framvegis frá sér landsvæði. Það ætti Trump að vita. Eina leiðin til að komast yfir Grænland er með hervaldi sem verður aldrei gert.
Stjórnmál og samfélag | 1.2.2025 | 11:58 (breytt kl. 18:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Algjört uppgjör á sér stað við djúpríkið í Bandaríkjunum. Líkt og í öðrum vestrænum ríkjum, er ríki innan ríkisins - djúpríkið. Það er her embættismanna og starfsmanna ríkisstofnanna. Aragrúa reglugerða verða til innan ráðuneyta og stofnanna og drög að lögum fyrir kjörna stjórnmálamenn. Ef menn muna eftir bresku þáttaröð "Yes minister", þá má sjá hvernig embættismaður, ráðuneytisstjóri, stjórnar í raun ráðuneytinu en ráðherrann kemur og fer. Það er ekkert lýðræðislegt við það. Minni á að Forn-Grikkir létu kjósa í öll embætti og menn gegndu því tímabundið.
Með því að bjóða 2 milljónir ríkisstarfsmanna í Bandaríkjunum upp á geta sagt upp störfum á biðlaunum, er verið að skera niður í bálkninu og ekki veitir af. Samkvæmt skoðanakönnun mæta aðeins 6% ríkisstarfsmanna á vinnustað en hinir kjósa að "vinna" heiman frá. Heilu stofnanir eru hálf tómar, aðeins öryggisverðir mæta daglega í vinnu. Talið er að 10% þiggi boðið. En hinir sem eftir eru, eru ekki öruggir. Mörgum verður sagt upp eða stöður þeirra leggjast niður, því það á að leggja niður heilu ríkisstofnanirnar. Það er furðulegt hversu margt ríkisstarfsfólk eru (líka á Íslandi) þegar haft er í huga að pappírsvinna er nánast orðin að engu. Allar umsóknir eru rafrænar og jafnvel afgreiðslur þeirra eru það einnig.
Annar angi á að draga niður í ríkisútgjöldum er DOGE (e. The Department of Government Efficiency (DOGE)) sem má þýða sem "hagræðingadeild ríkisins".
Upphaflega yfirlýstur tilgangur DOGE var að draga úr sóun á eyðslu og útrýma óþarfa reglugerðum. Hins vegar, samkvæmt framkvæmdaskipuninni sem setti það á fót, er formlegur tilgangur þess að "nútímavæða alríkistækni og hugbúnað til að hámarka skilvirkni og framleiðni stjórnvalda".
Undir forystu kaupsýslumannsins Elon Musk var deildin tilkynnt af Donald Trump, þáverandi forseta, í nóvember 2024 fyrir annað kjörtímabil sitt. Upphaflega átti Vivek Ramaswamy að leiða með Musk, en hann hætti áður en verkefnið hófst. Stofnunin var stofnuð með framkvæmdaskipun 20. janúar 2025 og á að ljúka störfum 4. júlí 2026. DOGE er með skrifstofu í Eisenhower Executive Office Building og mun hafa um 20 starfsmenn þar með teymi sem eru innbyggð í alríkisstofnanir.
DOGE stefnir að því að draga úr alríkisútgjöldum um allt að 2 billjónir Bandaríkjadala á næsta áratug. Fyrirhugaðar aðferðir fela í sér að útrýma óþarfa stofnunum, fækka alríkisvinnuafli og draga úr sóun á útgjöldum. Til dæmis hefur Musk lagt til að leggja niður fjármálaverndarskrifstofu neytenda og er að íhuga sameiningu eða brotthvarf annarra alríkisstofnana.
Á fjárhagsárinu 2024 voru heildarútgjöld bandarískra alríkisfjárlaga um 6.752 billjónir Bandaríkjadala, sem leiddi til halla upp á um 1.833 billjónir Bandaríkjadala.
Þó að fyrirhuguð 2 trilljón dala lækkun DOGE sé metnaðarfull, myndi það krefjast verulegra breytinga á alríkisáætlunum og stofnunum. Gagnrýnendur halda því fram að svo djúpur niðurskurður gæti haft áhrif á nauðsynlega þjónustu og gæti staðið frammi fyrir verulegum pólitískum og lagalegum áskorunum sem þegar eru byrjaðar er þetta er skrifað.
Bandaríkin eru ekki fyrst með þetta, Argentína reið á vaðið og hefur náð umtalsverðum árangri á einu ári. Öll vestræn ríki eru að fylgjast með þessari tilraun og búast má við að fleiri ríki fari sömu leið. Valkyrjustjórnin reyndi nú í mánuðinu með kjánalegum hætti að stæla þetta með því að biðja almenning um að koma með sparnaðar tillögur. Sem auðvitað verður ekki farið eftir. Það þarf algjöra uppstokkun á stofnannakerfi Íslands, ekki bara að spara aura og krónur hér og þar. Samkvæmt upplýsingum frá Byggðastofnun voru stöðugildi á vegum ríkisins 27.694 þann 31. desember 2022. Hvað er allt þetta fólk að gera? Þess má geta að lokum að Reykjavíkurborg er með 11 þúsund borgarstarfsmenn í 140 þúsund manna borg. Er það ekki dálítið yfirdrifið? Sækja má fyrirmyndir til íslenskra banka hvernig þeim hefur tekist að fækka bankastarfmönnum og útibúum (kannski einum of).
Stjórnmál og samfélag | 30.1.2025 | 08:55 (breytt kl. 16:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram á woke brautinni? Svo er að sjá ef Áslaug verður formaður flokksins. Hún er fulltrúi vinstri arm flokksins, ungra Sjálfstæðismanna sem eru Sjálfstæðismenn bara að nafninu til. Í Bandaríkjunum eru stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum sem framfylgja ekki stefnu flokksins, kallaðir RINO eða "Republican in name only".
Stundum eru stjórnmálamenn úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum kallaðir samflokksmenn, því ekki er hægt að sjá mun á stefnu þeirra. Og það eru slíkir Repúblikanar sem hafa gengið af stefnu sinni, ekki Demókratar.
Sama fyrirbrigði má sjá hjá Sjálfstæðisflokknum og Íhaldsflokknum breska og auðvitað biðu báðir flokkar afhroð í síðustu kosningum.
En af hverju þetta afhroð? Jú, hvorugir flokkarnir tóku slaginn við vinstrið í menningar- og samfélagsmálum. Sama átti við um Repúblikanaflokkinn áður en Trump tók við honum, flokkurinn var bara þarna og það hvarfnaðist hægt og rólegur úr honum. En Trump tók slaginn og vann eftirminnilega og hann talaði gegn wokismann. Woke tímabilið er búið í BNA, a.m.k. næstu 4 árin.
En Sjálfstæðismenn hafa aldrei þorað að vera hreinn hægri flokkur og verja hefðbundin gildi og elt alla vitleysu úr rani vinstri manna, aka ný-marxista, svo mjög að erfitt er að sjá mun á Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingarinnar. Þeir hafa meira segja verið í fararbroddi í innleiðingu wokismans.
Það hafa hins vegar smáflokkarnir Miðflokkurinn og UK Reform í Bretland þorað að gera og uppskorið eins og þeir sáðu.
Ekki er hægt að sjá öflugan leiðtoga meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Arnar Þór, ef hann hefði fengið brautargengi, hefði orðið öflugur leiðtogi. Hann þorir að segja hug sinni. Það er því hætt á að Sjálfstæðisflokkurinn verður orðinn að örflokki á hundrað ára afmæli sínu 2027 og hverfa yfir móðuna miklu ásamt Framsóknarflokknum. Áslaug myndi sóma sér vel í Viðreisn eða Samfylkingunni eftir það.
Stjórnmál og samfélag | 27.1.2025 | 14:03 (breytt kl. 14:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Undanfarin 25 ár hefur almennt verið meiri hagvöxtur í Bandaríkjunum miðað við Evrópusambandið (ESB). Milli 2010 og 2023 var uppsafnaður hagvöxtur 34% í Bandaríkjunum samanborið við 21% í ESB. (Heimild: Polytechnique Insigns).
Þessi mismunur er að miklu leyti rakinn til mismunandi framleiðniaukningar. BNA hefur séð meiri framleiðniaukningu, að hluta til vegna meiri fjárfestingar í nýrri tækni og meiri útgjalda til rannsókna og þróunar. Árið 2022 nam fjárfesting í nýrri tækni 5% af landsframleiðslu í Bandaríkjunum samanborið við 2,8% á evrusvæðinu. Á sama hátt voru útgjöld til rannsókna og þróunar 3,5% af landsframleiðslu í Bandaríkjunum og 2,3% á evrusvæðinu (heimild: Polytechnique Insigns).
Árið 2023 varð munurinn meira áberandi, þar sem hagvöxtur í Bandaríkjunum jókst í 2,5% úr 1,9% árið 2022, en hagvöxtur á evrusvæðinu minnkaði í 0,5% úr 3,4% árið 2022.
Til að brúa þetta bil benda sérfræðingar á að Evrópa þurfi að auka fjárfestingu í tækni og rannsóknum, sem og innleiða skipulagsbreytingar til að auka framleiðni og samkeppnishæfni en það mun sambandið ekki gera. Sjá má það af því að Bandaríkjastjórn er að fá 500 milljarða innspýtingu í gervigreindar greinina og eflaust mun hátt í trilljón dollara fjárfesting Sáda fara í frumkvöðlastarfsemi. Á sama tíma ætlar ESB að setja reglugerðir og stíga á brensurnar gagnvart gervigreindinni.
Gervigreindin líkt og kjarnorkusprengjan verður ekki stöðvuð og allir vita, ef þeir ná ekki tökum á henni, mun óvinurinn gera það og nýta hana í hernaði.
Evran er ekki beisin heldur. Undanfarin 25 ár hefur evran (EUR) upplifað verulegar sveiflur gagnvart Bandaríkjadal (USD), undir áhrifum af ýmsum efnahagslegum, pólitískum og markaðsþáttum.
Evran var tekin upp árið 1999 og byrjaði á genginu um það bil 1,17 USD. Hins vegar lækkaði hún fljótt, fór niður fyrir jöfnuð við USD og náði lágmarki í um 0,82 USD síðla árs 2000. Þessi lækkun var rakin til efasemda um styrk evrunnar og efnahagslega samheldni evrusvæðisins (heimild: FOREX)
Frá og með árinu 2002 hóf evran styrkingartímabil, knúið áfram af bættum efnahagsgögnum á evrusvæðinu og minnkandi trausti á USD vegna geopólitískrar áhættu og eftirmála dot-com bólunnar. Gengi EUR/USD hækkaði í sögulegu hámarki yfir 1,60 USD í júlí 2008.
Eftir fjármálakreppuna 2008 varð evran fyrir sveiflum, undir áhrifum af skuldakreppum evrusvæðisins og stefnubreytingum bandaríska seðlabankans. Gengi EUR/USD sveiflaðist á þessu tímabili sem endurspeglar óvissa efnahagsumhverfið.
Frá og með árinu 2014 lækkaði evran almennt gagnvart USD, með áberandi sveiflum. Seint á árinu 2022 féll EUR/USD um stund undir jöfnuði í fyrsta skipti í tvo áratugi, undir áhrifum af árásargjarnum stýrivaxtahækkunum Seðlabankans og efnahagslegum áhrifum Rússlands og Úkraínudeilunnar á Evrópu.
Árið 2023 sýndi evran nokkurn bata, þar sem gengi EUR/USD fór hæst í 1,12 USD. Hins vegar, í janúar 2025, hafði gengið lækkað í um það bil 1,03 USD. Þættir sem stuðla að þessari nýlegu lækkun eru væntingar markaðarins um frammistöðu í efnahagsmálum Bandaríkjanna og hugsanlegur vaxtamunur á milli Seðlabanka og Seðlabanka Evrópu.
Gengi Evrunnar hefur verið flöktandi þessi tuttugu og fimm ár. En sósíaldemókratíska stefnan sem hefur stýrt Evrópusambandi svo lengi hefur gengið sér til húðar. Óheiftur innflutningur ólöglegra innflytjenda og ráðaleysi ESB til að ráða við vandann er að valda mikilli óeiningu og ótta Evrópubúa. Óeirðirnar í Bretlandi (sem hefur sömu stefnu og sambandið undir forystu Verkamannaflokksins)og mótmælin í Þýskalandi vegna árása flóttamanna á saklaust fólk, hefur leitt til þess að áður taldir hægri jaðarflokkar eru að ná völdum. Og þeir vilja loka landamærunum og í Þýskalandi munu Þjóðverjar segja sig úr Schengen. Þeir eru þegar búnir að loka landamærunum að hluta til.
Með öðrum orðum verður efnahags- og félagslegur órói framundan og ekki bætir úr skák að græna stefnan er að drepa efnahagsvél álfunnar og þegar er mikill orkuskortur. Hann verður áfram ef ekki verður beygt af dýrum orkukostum eins og vind- og sólarorku og snúa aftur að jarðeldsneyti og gas.
Að lokum. Evrópumenn ættu að passa betur upp á eignir sínar, svo sem Grænland. Trump heldur áfram áróðri sínum um að Grænlendingar "þrái" að gerast Bandaríkjamenn og bullar um að Danir séu óvinveittir ef þeir láti eyjuna ekki af hendi. Á köflum er Trump "búllí" eða eins og það hét einu sinni, hrekjusvín. Það er þá fyrir Dani að standa á fætur og rétta úr sér eins hátt og þeir geta og segja, sem þeir hafa gert, þú færð ekki nestið mitt, bless. Grænlendingar vilja ekki vera Bandaríkjamenn, þótt Trump segi það. Trump Jr. hitti fyllibyttur í Nuuk sem þáðu ókeypis máltíð og lýstu yfir í þakklætisskyni yfir ást sína á Kanann.
Það væri algjör hörmung fyrir Grænlendinga að lenda undir stjórn Bandaríkjanna, það þarf ekki annað en að horfa á örlög indíána og inúíta í Alaska til að sjá að þar er engin björt dögun. Ef eitthvað er, mundu þeir missa menningu sína á methraða og vera útkjálka krummaskuð, talandi á bjagaðri ensku, með MacDonalds á hverju horni í Nuuk.
Og ekki taka Trump á orðunum um hertöku. Grænland er í NATÓ og ekki fer Trump í stríð við Evrópu.
Og P.S. á lokaorðin. Ísland er í miðju Atlantshafi með tvo risa sitthvorum megin við sig. Það þarf að passa sig á að vera ekki troðið undir í darraðadansi stórveldanna sem er framundan.
Stjórnmál og samfélag | 26.1.2025 | 11:51 (breytt kl. 12:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leti stjórnmálamannsins eða er það heimska?, er að hækka skatta þegar illa stjórnað stjórnkerfi vantar fé. Nú vilja ungir jafnaðarmenn = Samfylkingarmenn að hækka fyrirtækjaskatta upp í 25% sem virðist vera tala tekin úr lausu lofti. Ekki á að spara eða hagræða. Bara taka úr vösum fólks.
Sumir segja að fyrirtæki eru ekki fólk, en það er ekki rétt. Það er fólk sem á fyrirtækin, sem flest eru smá, og það hefur starfsfólk sem treystir á fyrirtækið sér til viðurværis.
Það munar um hvert prósentustig sem skattar eru hækkaðir, því að fyrir eru fyrirtæki og einstaklingar ofurskattaðir. Vill minna á að tekjuskattar hækkuðu um áramótin 2024/25 eins og þeir gerðu áramótin áður.
Ekki byrjar valkyrjustjórnin vel. Það á að neyða ofan í okkur ESB umsókn og þjóðaratkvæði, þótt engin eftirspurn sé eftir hrunið Evrópusamband. Og Ísland var að gera tvo fríverslunarsamninga, við Kosovo og Taíland, sem það hefði ekki geta gert ef landið væri í sökkvandi Titanic skipi Evrópusambandsins.
Einn stjórnarflokkanna á í erfiðleikum með bókhald sitt og kann ekki að skrá stjórnmálaflokk sem stjórnmálaflokk hjá RSK (sem er mjög auðvelt verk). Svo á hann að sjá um bókhald þjóðarinnar!
Allir stjórnarflokkarnir eru hlyntir skattahækkunum, enda allir vinstri flokkar. Allir vilja gera svo mikið með peninga okkar fyrir sitt fólk. Svo þóttust flokkarnir vilja hagræða í anda DOGE í ársbyrjun og báðu um tillögur borgaranna. Ekki ein einasta stofnun verður aflögð, það verður niðurstaðan. Styrkjakerfi ríkisins á útopnu o.s.frv. Það er því þung tíð framundan fyrir skattborgarann.
Stjórnmál og samfélag | 25.1.2025 | 09:46 (breytt kl. 11:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Danir voru aldrei áhugasamir um hjálendu sína í norðri, Ísland. Ekki er beinlínis hægt að segja að þeir hafi farið illa með Íslendinga, til þess var mörlandinn of langt í burtu og stjórnsýsla þeirra á Íslandi of lítil. Dæma má stjórn þeirra á eyjunni sem vítaverða vanrækslu framan af. Þeir höfðu ekki meiri áhuga en það, þegar tekjur þeirra af fiskveiðum fóru minnandi á 19. öld að vilja að nota landið sem skiptimynt.
Stjórnmál og samfélag | 12.1.2025 | 16:11 (breytt kl. 16:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú eftir kosningar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins byrjaðir að afsaka slæmt gengi. Það hefur hins vegar verið að reitast af því síðan Bjarni Benediktsson tók við flokknum en ekki er minnst á það.
Það er grein hérna á blogginu sem heitir "Helreið Bjarna Benediktssonar" eftir Friðrik H. Guðmundsson sem lýsir ágætlega forystuleysi og hugmyndaleysi flokksformannsins. Helsta "afrek" Bjarna var að geta ekki komið í veg fyrir klofning flokksins og myndun Viðreisnar. Bloggritari hefur alltaf fundist BB vera búríkrati, væri frábær ráðuneytisstjóri eða sendiherra (sem hann endar líklega sem nú á vormánðuðum). Formaður þarf líka að vera leiðtogi. Það geta allir orðið formenn (þó ekki nema í húsfélagi) en fáir hafa leiðtoga hæfileika og geta leitt stjórnmálaflokk.
Af hverju þetta stöðuga fylgistap? Jú á Útvarpi sögu sagði Sjálfstæðismaður að flokkurinn hafi ekki verið í nógu góðu talsambandi við kjósendur! Og flokkurinn hafi unnið sigra í slæmu ástandi. Hann sagði að flokkurinn væri í eðli sínu "frjálslindur íhaldsflokkur"! Hvað er eiginlega það? Trúi á frelsi einstaklingsins en undir leiðarljósi kristilegra gilda. Og hann sagði flokkurinn hafi tapað fylgi til þriggja flokka, Miðflokkinn, Flokk fólksins og Viðreisnar.
Til Miðflokksins hafi flokkurinn tapað fólki sem er lengra til hægri og íhaldsamara í menningarmálum. Til Flokks fólksins hafi hann tapað öryrkja og aldraða og til Viðreisnar hægri sinnað viðskiptafólk og Evrópusinna.
Þetta segir manni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki staðið í fæturnar í neinum málaflokki sem skiptir máli! Þetta er nefnilega vandamál flokksins, hann hefur svikið öll kosningaloforð í verki.
Það er ekki nóg að tala, það verður að sýna stefnuna í verki. Það gerði Miðflokkurinn svo sannarlega síðan hann var stofnaður og ein ástæðan þess að ekki einu sinni var reynt að fá hann í stjórnarmyndunar viðræður. Viðreisn og Samfylkingin vissu sem er, að ekki væri vikið af sterkri stefnu í útlendingamálum, svo eitthvað sé tekið.
Þessir flokkar vissu líka að formaður FF vildi fara í ríkisstjórnarsamstarf og það væri nauðsyn. Þarna talaði formaðurinn af sér, því að samkvæmt stjórnarsáttmálanum er gefið ansi mikið eftir af hálfu flokksins og formaðurinn sagði að kosningaloforð væru markmið, en ekki eitthvað væri staðið við þegar komið er í ríkisstjórn, því að margflokka ríkistjórnar kerfi er við lýði á Íslandi. En þá hefði flokkurinn getað sagt nei, við förum ekki í ríkisstjórn nema við náum 450K kr. markinu.
Þetta snýst ekki um að komast í ríkisstjórn, heldur að standa vörð um þau gildi sem flokkurinn heldur fram og kjósendur hans halda að hann standi fyrir. Flokkur fólksins voru andstæðingar bókunar 35 fyrir kosningar en nú á að gleyma stóru orðin fyrir kosningar. En netið gleymir ekki.
Hvernig verður flokkurinn í útlendingamálunum? Hælisleitenda málaflokkurinn er svo umfangsmikill vegna opinna landamæra, að kostnaðurinn hleypur á tugi milljarða á ári og kemur úr tómum ríkiskassa. FF hefur verið nokkuð harður í orði (eins og Sjálfstæðisflokkurinn) gagnvart opnum landamærum, vegna þess að hann veit að velferðakerfið veikist þegar þúsundir manna koma inn í landið árlega sem þarf að þjónusta. Sú þjónusta verður tekin af skjólstæðingum FF ef það er ekki bætt í kerfið. Það hefur hins vegar ekki lagast, ef eitt hvað er, versnað, því engir peningar eru til. Reynið bara að fá tíma hjá heimilislæknir eða fara inn á bráðamóttöku Landsspítalans eða fara á 2 ára biðlista eftir aðgerð. Eða fá inn á hjúkrunarheimili eða fá mannsæmandi framfærslueyri frá hinu opinbera. Allt í skötulíki á Íslandi og það í einu dýrasta ríki Evrópu með háa verðbólgu, hátt matvælaverð, húsnæðisverð og hátt verðlag yfir höfuð. Svisslendingar eru meiri segja ódýrari en þar er kaupmátturinn meiri.
Sjálfstæðismenn og menningarmál er annar kapituli fyrir sig. Hægri menn, Sjálfstæðisflokkurinn einn áður en Miðflokkurinn kom til sögunnar, hefur ekki tekið slaginn við vinstri menn. Ekki frekar en hægri menn í Bretlandi og í Bandaríkjunum, áður en Trump kom til sögunnar. Hægri menn eru hins vegar vakandi í Evrópu og eru byrjaðir að taka þátt í menningarstríðinu. Þarna verður Sjálfstæðisflokkurinn fara inn í slaginn af hörku, eins og Miðflokkurinn gerir sannarlega, ef hann ætlar að auka við fylgið.
Ekkert er ómögulegt og ef flokkurinn ætlar að lifna við áður en hann verður hundrað ára 2027, verður hann að hætta að vera "frjálslindur íhaldsflokkur" og fara lengra til hægri við miðjuna og fara upp við hlið Miðflokkins. Þá mun fylgið tínast til baka og Viðreisn hefur þá sýnt í verki (væntanlega) að þangað er ekkert að leita. Að sá flokkur er í eðli sínu vinstri flokkur enda flokksmenn fleiri en fyrrum Sjálfstæðismenn.
Stjórnmál og samfélag | 8.1.2025 | 11:44 (breytt kl. 13:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Pólitískt landslag hefur sannarlega breyst á síðastliðnum áratugum. Hinn pólitíski ás, vinstri-hægri er varla lengur marktækur. Hvers vegna? Jú, flokkarnir eru með sparðatíning í sínum stefnuskrám, pínkulítið af vinstri, miðju og hægri stefnumálum. Erfitt er því að flokka flokkanna eftir hægri-vinstri línum.
Tökum dæmi. Flokkur fólksins. Hann er með dæmigerðar sósíaldemókratískar áherslur í velferðamálum en virðist vera harðlínuflokkur í hælisleitendamálum.
Sama gildir um Viðreisn. Stefnuskráin eru ekki nógu skýr. Bloggritari fylgist náið með íslenskri pólitík en á enn í fullt í fangi með að átta sig á stefnu flokksins. Jú, innganga í ESB er á stefnuskránni, en hvað annað? Það vantar að kynna stefnuna skýrara. En svo eru það flokkar sem eru afar skýrir í sínum stefnumálum, Samfylkingin, Miðflokkurinn og VG eru allt flokkar þar sem fólk gekk að vísu hvert stefndu. Mjög auðvelt að kjósa þessa flokka eftir vinstri-hægri ás.
Þessi óvissa endurspeglast í niðurstöðum kosninganna 2024. Fylgið dreifist mjög jafnt yfir þessa sex flokka sem urðu eftir á þingi. Bara ein skýr niðurstaða kom fram frá kjósendum; þeir höfnuðu harðlínu vinstri stefnu VG, Pírata og Sósíalistaflokk Íslands.
Hvort vildu kjósendur stefna til vinstri eða hægri ef litið er á fylgi Samfylkingarinnar (20,8%) og Sjálfstæðisflokksins(19,4%)? Munar aðeins rúmu einni prósentu á milli í fylgi. En ef við flokkum Flokk fólksins (13,8%) og Viðreisn (15,8%) sem demókratíska flokka, þá er niðurstaðan að við erum að fá vinstri stjórn í vinstri landi. Ef litið er á Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn (12,1%) sem einu hreinu hægri flokkarnir, eru hægri menn með 32% sem er ansi slappt frá sjónarhorni hægri afla í landinu. Kannski má túlka niðurstöðuna að fólk hafi ekki verið að kjósa til vinstri eða hægri, bara að fá miðju moð (Framsókn fékk á baukinn og er í skammarkróknum fyrir aðgerðaleysi og stefnuleysi á öllum sviðum) og leiðtoga sem það líkar við.
En svo er það aukaafurð þessara kosninga. Við erum farin að eltast við ESB og bókun 35 verður að líkindum lögum. ESB málið á dagskrá, þjóðinni að forspurðri. Ekki var þetta kosningamál og ESB flokkarnir lofuðu að málið (aðildarumsókn) færi ekki á dagskrá. Korteri eftir kosningar er sagt að málið fari í þjóðarkvæði.
Að lokum. Kjósendur í Bandaríkjunum og Evrópu eru að óska eftir skýra stefnu í öllum málum. Í efnahagsmálum, utanríkismálum og menningarmálum. Valkosturinn er skýr þar. Wokeismi eða íhaldsemi. Bandaríkjamenn kusu hefðbundin gildi og íhaldssemi. Kjósendur í Evrópu eru á sömu skoðun og eru að ýta sósíaldemókratískum flokkur frá völdum eftir áratuga einokun valda. Þeir leita til hægri, en ekki á Íslandi. Hvers vegna?
Stjórnmál og samfélag | 30.12.2024 | 13:23 (breytt kl. 13:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Aðildarsinnar benda á EES samningurinn frá 1994 hafi sagt að skýr regla hafi verið sett í samninginn um framkvæmd EES-reglna.
Einn bloggari deildi með bloggritara eftirfarandi hluta úr samningnum og þar segir:
"Stök grein
Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda
EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum."
Gott og vel, en af hverju hefur þetta ekki bara verið innleitt allan þennan tíma? Alþingi afgreiðir hvort sem er aragrúa EES reglugerðir á hverju ári.
Jú, vísir menn benda á að slík innleiðing sé stjórnarskrábrot. Breytingin er stutt og laggóð. Hún er eftirfarandi:
Stjórnmál og samfélag | 29.12.2024 | 14:18 (breytt kl. 14:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
"Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993 (bókun 35).
Frá utanríkisráðherra.
1. gr.
4. gr. laganna orðast svo:
Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi."
Svo kemur greinagerð með þessu frumvarpi sem verður ekki farið í hér. Til þess að bókun 35 verði lögleg, verður að breyta stjórnarskránni. Það eru engin önnur lög sem toppa íslensk lög á Íslandi og Alþingi eitt (ásamt forseta) hefur rétt á að innleiða lög á Íslandi. Þess vegna þarf það að stimpla allar reglugerðir sem koma frá EES. Einhverjar reglugerðir sem búríkratar í Brussel setja saman, geta því ekki orðið rétthærri en íslensk lög, þangað til að Alþingismenn breyta íslensku lögunum í samræmi við reglugerðina sem á að innleiða.
Nú, ef við erum "skyldug" til að innleiða bókun 35, þá er eins gott að við göngum úr EES samstarfinu. Ekki eru Svisslendingar í EES en þeir eru með okkur í EFTA. Það er alveg nóg fyrir okkur Íslendinga að vera í EFTA sem hefur verið frábært í að gera tugir fríverslunarsamninga við allan heiminn! Eitthvað sem við höfum ekki ef við erum í ESB.
Og svo má spyrja á móti, hversu margar reglugerðir hefur ESB innleitt frá Íslandi? Engar? Er þetta bara einstefna? Valdboð að ofan?