Færsluflokkur: Bloggar
Byrjum á að skilgreina hvað er forsetaþingræði, sem er tilbrigði við forsetaræði og til að spara ásláttur, er tekið beint úr Wikipedia:
"Forsetaþingræði er fyrirkomulag stjórnarfars í lýðveldum þar sem forseti er kosinn með beinni kosningu og hefur umtalsverð völd, en er ekki jafnframt stjórnarleiðtogi eins og þar sem forsetaræði er við lýði. Í löndum sem búa við forsetaþingræði eru þannig bæði forseti og forsætisráðherra, en ólíkt lýðveldum þar sem ríkir þingræði, fer forsetinn með raunveruleg völd en ekki táknrænt hlutverk. Hugmyndin á bak við þetta kerfi er að forsetinn myndi mótvægi við vald stjórnmálaflokka sem ríkja á þinginu og sitja í ríkisstjórn.
Völd forseta í forsetaþingræðisríkjum geta verið af tvennum toga: forsetinn getur ráðið og rekið forsætisráðherra og ríkisstjórn að vild, að því gefnu að hann njóti stuðnings þingsins, annars vegar; og hins vegar að forsetinn getur leyst upp þing, en þingið eitt getur ráðið og rekið forsætisráðherra og ríkisstjórn. Dæmi um hið fyrrnefnda eru Aserbaísjan, Rússland og Perú; en dæmi um hið síðarnefnda eru Frakkland, Úkraína og Alsír." Forsetaþingræði
Hljómar þetta ekki eins og stjórnskipunarákvæði stjórnarskrá Íslands? Sú mýta hefur myndast að forsetinn eigi að vera sameiningartákn, sitjandi á friðarstóli á Bessastöðum. Ólafur Ragnar telur að það sé miðskilningur.
Það vill gleymast að Ísland varð fullvalda konungsríki 1918 og til 1944 er það varð lýðveldi. Afskaplega litlar breytingar voru gerðar á stjórnarskránni enda óvenjulegir tímar, ekki hægt að skilja við konung beint og hreinlega skorðið á öll tengsl við hann. Auðvitað varð hann fúll. Lítill tími gafst til að vinna í nýrri stjórnarskrá en sú gamla tók mið af því að hér var konungur með völd. Kíkjum á stjórnarskránna 1920:
STJÓRNARSKRÁ konungsríkisins Íslands.
I.
1. gr. Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn.
2. gr. Löggjafarvaldið er hjá konungi og Alþingi, báðum saman, framkvæmdavaldið hjá konungi og dómsvaldið hjá dómendum.
En kíkjum á 10. grein:
10. gr. Konungur er ábyrgðarlaus og friðhelgur. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært þá fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. Stjórnarskráin 1920
Þetta er í raun sama fyrirkomulag og varð 1944. En völd konungs/forseta voru og eru nokkuð mikil en þeir eigi ekki að stjórna landinu dags daglega.
Hér koma greinar sem lýsa völd forsetans:
II.
5. gr.
Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
16. gr.
Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
Svo koma margar greinar sem lýsa völdum forsetans og ekki ætlunin að fara í þær allar hér. En segja má að allar greinar í kafla II, lýsi miklum völdum forsetans en þær eru 30 talsins. Hann getur rofið þing, skipað embættismenn og svo framvegis. Svo má ekki gleyma málsskotsréttinum.
Með öðrum orðum, forsetinn gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku stjórnkerfi og ákvarðanir hans geta verið pólitískt umdeildar. Atkvæðamikill forseti, getur réttilega orðið valdamikill ef hann kýs það.
En lýsir stjórnarskráin ekki nokkurn veginn forsetaþingræði? Þarf nokkuð að breyta henni að ráði? Þ.e.a.s. ef við viljum meira forsetaræði? Eins og við vitum er stjórnkerfið gallað. Þrískipting valdsins ekki algjör. Alþingi og ríkisstjórn sitja saman á Alþingi sem er óhæfa og skapar of mikil völd stjórnarflokka á störf Alþingis. Er ekki betra að ríkisstjórnin stjórni landinu dags daglega og láti Alþingi um lagagerð? Nógu valdalítið er Alþingi sem er nokkuð konar stimpilstofnun EES. Eða sameina embætti forsætisráðherra og forsetans í eitt? Það er mjög dýrt að vera með forseta. Sjá má fyrir sér að Bessastaðir yrðu áfram stjórnsetur nýs valdhafa.
Bloggar | 2.4.2024 | 11:46 (breytt kl. 12:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margir lukkuriddara eru að íhuga framboð og erfitt að sjá hvaða erindi þeir eiga í starf forseta. Vigdís Bjarnadóttir starfaði á skrifstofu forsetans í 39 ár og ætti því að hafa vit á hvað forsetinn þarf til að bera til að vera góður forseti. Hún hefur tjáð sig um ágæti forseta.
Hún útlistar marga hæfileika og segir: "Að mínu mati þarf hann fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur, sem kemur vel fyrir, sem við getum verið stolt af sem okkar þjóðhöfðingja. Hann er okkar fulltrúi og kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar bæði á innlendum og erlendum vettvangi." Svo segir hún að forsetann einnig þurfa gott og sterkt bakland og "kjark til að taka mikilvægar og vel ígrundaðar ákvarðanir, jafnvel þó þær séu ekki vinsælar."
Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið
Þetta er allt rétt en það má bæta við að forsetinn þarf að hafa leiðtogahæfileika og sjarma leiðtogans. Hann þarf að vera popúlisti í merkingu þess að hann hafi fylgi meginþorra þjóðarinnar. Hann þarf að vera hugrakkur og þora að taka ákvarðanir en varkár í ákvarðanatöku sinni.
Bloggari skilur vel að núverandi forseti nýtur vinsælda sem persóna og sem forseti. Fáir bera á móti því. En bloggari er samt á því að núverandi forseti hafi ekki valdið embættinu og hans lukka að lítið reyndi á hann sem forseti. Hann hefur lítið þurft að taka stórar ákvarðanir. Og hann sleppur líklega við að taka ákvörðun um bókun 35 er ósjálfstæðismenn leggja fram hana sem lög. Þess vegna er lykilatriði hver verður næsti forseti. Sjálfstæði Íslands liggur að veði.
Það er ekki nóg að vera þekkt andlit úr listamanna geiranum, það þarf miklu meira til að gegna embættinu. Nú hafa tveir menn sem hafa sagnfræðimenntun og fornleifafræðimenntun gegnt embættinu. Báðir voru hlédrægir menn, sá fyrri bar mikinn virðuleika, en hvorgur átti ef til vill ekki mikið erindi í embættið þótt þeir hafi spjarað sig ágætlega.
Nú eru breyttir tímar og Ísland mun samtvinnað umheiminum. Við þurfum því forseta með leiðtogahæfileika og -sjarma, líkt og Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson höfðu. Miklir tungumálagarpar bæði tvö, þau vöfðu erlenda leiðtoga um fingur sér og geisluðu frá sér sjálftstraust. Og Ólafur þorði að taka af skarið og vera fulltrúi þjóðarinnar gagnvart Alþingi.
Það er nefnilega þannig að það er mikið af óvitum á voru þingi, sumt fólk beinlínis stórhættulegt hagsmunum Íslands og vinna mark visst í að grafa undir hefðir, gildi og sjálfstæði landsins. Slíkir eru ókostir fulltrúa lýðræðisins, að í raun fáum við borgaranir lítið um ráðið hver næsta ríkistjórn verður, við kjósum e.t.v. vinstri flokk en fáum í staðið samsuðu eða kokteil sem ekkert gagn gerir og allir kjósendur þessa stjórnaflokka hundóánægðir með útkomuna. Nema forseti Íslands. Hann er raunverulega fulltrúi íslensku þjóðarinnar gagnvart ríkisvaldinu sem virðist vera sjálfstætt fyrirbrigði, oft í litlum tengslum við hinn almenna borgara.
Ef við viljum í raun fá ríkisstjórn eins og við kjósum, þá er forsetaræðið besta leiðin. Dæmi um forsetaræði eru Bandaríkin, Mexíkó og flest ríki Rómönsku Ameríku, Indónesía, Filippseyjar og mörg lönd í Afríku. Forsetaþingræði er afbrigði af þessu kerfi þar sem forseti deilir ábyrgð á stjórnarathöfnum með forsætisráðherra. Dæmi um forsetaþingræði eru Rússland og Frakkland.
Með því að kjósa forsetann beint, er verið að velja hvort um vinstri, miðju eða hægri stjórn er að ræða. Forsetinn velur svo ráðherra sem framfylgja stefnu hans. Málskotsrétturinn þar með ónauðsynlegur.
Í raun er þetta mun betra en núverandi fyrirkomulag en þar er ríkisstjórnin í sömu sæng og Alþingi og koma ráðherrar nánast alltaf úr röðum þingmanna. Þetta gerir þingið veikt gagnvart framkvæmdarvaldinu. Stjórnkerfi Íslands er meingallað. Menn eru að bisast við að bæta ákvæðum við í stjórnarskránna en stjórnskipunarkaflinn er sá kafli sem þarf í raun að breytast. Svo þarf að bæta við meiri rétt þjóðarinnar um stjórn landsins í formi beins lýðræðis.
Bloggar | 1.4.2024 | 10:29 (breytt kl. 11:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kristni á undir höggi að sækja þessi misserin. Hún fékk óvæntan stuðning frá Trump um daginn er hann kynnti sérútgáfu af Biblíunni undir slagorðunum "Make America pray again". Auðvitað urðu trúlausir vinstrisinnaðir "brjálaðir" út af því.
Auðvitað notar hann þetta í pólitískum tilgangi en Trump er samt kristinn en hann var Prestbíari en er nú utan safnaða eftir hann varð forseti. Segist vera evengalíani í dag. Stuðningsfólk hans er enda trúrækið og hart vinnandi fólk. Á sama tíma leitar Biden í marxista og trúlaust menntafólk í stórborgunum.
Það vakti mikla athygli er hann mætti í jarðarför lögreglu manns um helgina sem var drepinn við skyldustörf í New York. Hann hefur líka almennan stuðning fólks í einkennisbúningum en Biden ekki. Enginn styður í raun Biden, fólk kýs hann vegna þess að hann er demókrati, ekki vegna persónu töfra. Demókratar hafa verið flokkur minnihluta hópa en þeir eru að snúa baki við honum
https://www.facebook.com/share/v/nLhmx9k4BdB26WGJ/
Fjölskylda drepins lögreglumanns neitar að hitta vinstri stjórnmálamenn
Bloggar | 30.3.2024 | 19:07 (breytt kl. 19:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við getum ekki alveg hunsað öryggismál Íslands og verðum gera eitthvað í þeim málum. Það þarf ekki að vera her, getur verið heimavarnarlið, á stærð við undirfylki, sem er 200-250 manna lið. Hægt að kalla út ef til dæmis hryðjuverk, náttúru vá eða önnur hætta steðjar að.
Lögreglan hefur t.d. aldrei verið eins fámenn á höfuðborgarsvæðinu en í dag. 270 manns sem skiptast á vaktir. Á annan tug manna þarf til að manna einn lögreglubíl. Fyrir áratug voru þeir yfir 300. Á stríðsárunum voru aðeins færri menn á vakt en er í dag.
Ríkið er ekki að tryggja öryggi okkar, ekki einu sinni á sviði löggæslu. Fjöldi lögreglumanna hefur í áratugi verið um 700 manns, mest 800. Þetta getur ekki verið færri mannskapur fyrir 100 þúsund ferkílómetra stórt land og 400 þúsund íbúa, sérstaklega þegar enginn her til að bakka upp. Hvar værum við ef Kaninn sæi ekki um varnir landsins og tilbúinn að fórna bandarískum mannslífum?
Íslensk stjórnvöld eru því og þar með ekki að tryggja öryggi Íslendinga. Þarf annað "Tyrkjarán" til að þau vakni upp af þyrnirósa svefninum?
Bloggari bý hérna og íslenska ríkið ber því að tryggja öryggi hans og annarra búsetta á Íslandi.
Bloggar | 29.3.2024 | 16:38 (breytt kl. 17:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Erlingur Erlingsson hernaðar sagnfræðingur segir í viðtali um enga stefnubreytingu að ræða. Íslendingar hafi áður gert slíkt og vísar í stríðið í Afganistan. En það stríð var háð á forsendum NATÓ og aðildaþjóða þess og ekki hægt að bera saman. Hann er greinilega hlutdrægur og talar um ólöglegt stríð af hálfu Rússa. Sagnfræðingur á ekki að taka afstöðu. Ef hann gerir það, þá á hann að segja þetta sé hans persónulega skoðun. Og hvað á hann við með ólöglegt stríð?
Veruleikinn er hins vegar mun flóknari en hann lætur í veðri vaka og nær aðrangandinn hundruð ár aftur í tímann. Núverandi stríð hófst fyrir 10 árum, ekki 2 árum. Vegna mistaka og hroka Biden stjórnarinnar breyttist staðgengilsstríð Rússa í Donbass í staðgengilsstríð BNA og NATÓ með tilheyrandi hættu fyrir heimsfriðinn.
Diplómatarnir gátu ekki afstýrt stríði enda varla hægt þegar höfuðið er illa haldið af elliglöpum.
Bloggari telur að Íslendingar eigi að líta sig nær og huga að eigin vörnum, ekki erlendra ríkja. Ísland er veikasti hlekkurinn í vörnum NATÓ. Þetta er eitt af þeim stríðum sem hægt hefði verið að afstýra.
Bloggar | 28.3.2024 | 12:11 (breytt kl. 13:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hin edrú umræða um innflytjendamál hefur líka verið svikin af þeirri einkennandi vinstri sinnuðu forsendu að sá sem segir að samfélag þurfi ákveðinn menningarlega einsleitni sé chauvinisti. Á sama hátt er skeytingarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart glæpabylgjunni fylgifiskur heimspeki sem heldur því fram að andfélagsleg hegðun sé alltaf afleiðing slæmra félagslegra aðstæðna og aldrei sé hægt að fæla - koma í veg fyrir hana eingöngu með refsingu.
Skeytingaleysi stjórnvalda um öryggi Íslands er mikið áhyggjuefni. Allt í einu, á fáeinum árum eru við komin með svo kallaða fjölmenningu en henni fylgir ýmsir kvillar, jafnvel vandræði. Þau eru glæpir útlendinga, skeytingaleysi um að aðlagast og í versta tilfelli hryðjuverk. Ekki segja að slíkt gerist ekki á Íslandi. Við eltum Evrópu þjóðirnar í öllum þeirra mistökum. Framtíðin virðist ekki björt með sama áframhaldi.
Bloggar | 27.3.2024 | 18:08 (breytt kl. 18:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aþeningar vildu öryggi frekar en þeir vildu frelsi. Samt misstu þeir allt öryggi, þægindi og frelsi. Þetta var vegna þess að þeir vildu ekki gefa samfélaginu, heldur að samfélagið myndi gefa þeim. Frelsið sem þeir sóttust eftir var frelsi frá ábyrgð. Það er því engin furða að þeir hættu að vera frjálsir.
Bloggar | 27.3.2024 | 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það gerist ýmislegt á hverjum degi. Líka á Íslandi. Eftir að Guðni Th. ákvað að hætta eftir átta ár í embætti forseta, sem kom ekki á óvart, því hann sagðist ekki ætla að vera lengi, er hafin spennandi samkeppni um forseta stólinn.
Lengi vel fannst bloggritara þetta embætti vera tildur og forsetinn gerði lítið. Það er að einhverju leyti rétt en samt gengir forsetinn veigamiklu hlutverki á ákveðnum tímapunktum.
Forsetinn á að vera sameiningartákn og vera sá sem hvetur þjóðina áfram á ögurstundum. Núverandi forseti fékk eitt slíkt tækifæri, þegar Covíd faraldur gekk hér yfir. Hann olli bloggritara vonbrigðum, því forsetinn hvarf af sjónarsviðinu, kom fram í einum sjónvarpsþætti (hvatningaþáttur) en annars var hann að gera hvað? Ekki í opinberum erindagjörðum, það er nokkuð ljóst. Bloggritari studdi Guðmund Franklín gegn honum á sínum tíma, en fannst á sama tíma Guðmundur fara fram úr sér, ætlaði að gjörbreyta embættinu og það voru hans mistök.
En ástæðan fyrir stuðninginn við mótframboð á móti núverandi forseta, er sú trú bloggritara að forsetinn verður að vera leiðtogi, ekki bara oddviti eða stjórnandi/embættismaður.
Forsetinn þarf að hafa leiðtogahæfileika og leiðtogasjarma. Það er mikill misskilningur hjá fólki að segja að forsetinn eigi að vera skrautgripur á Bessastöðum sem dreginn er fram á hátíðardögum. Hann gegnir veigamiklu hlutverki í stjórnkerfinu eins og við vitum núna og Ólafur Ragnar Grímsson sannaði með ICESAVE málinu. Ólafur reyndist vera leiðtogi og með leiðtogasjarma. Vígdís Finnbogadóttir var með leiðtogasjarma og gat leitt en gerði sín mistök (EES).
Við þekkjum leiðtoga þegar við sjáum þá. John F. Kennedy, Abraham Lincoln, Winston Churchill, Adolf Hitler, Theodor Roosvelt, Donald Trump, Richard Nixon o.s.frv. Góðir eða slæmir leiðtogar en leiðtogar samt.
Nú er verið að draga fram bæði jákvætt og neikvætt um forseta frambjóðendurna. Þrír einstaklingar eru efstir á blaði, Arnar Þór Jónsson, Baldur Þorhallsson (þaulskipulagt framboð frá fyrsta degi og jafnvel fyrr) og Halla Tómasdóttir. Allir hinir frambjóðendur, komnir fram, eru aukaleikarar og spurning hvort þeir eigi erindi upp á svið? Sýnist að allir þrír frambjóðendur séu frambærilegir, veit enn ekki um leiðtogahæfileikanna. En allir eiga þeir sér fortíð sem getur skipt máli í kosningunum. Tveir frambjóðendur hafa verið sakaðir um að vera ESB sinnar og styðja glópalismann og sá þriðji n.k. utangarðsmaður í eigin flokki.
En það sem skiptir mestu máli, er hvað þeir gera í embætti. Munu þessir einstaklingar standa vörð um fullveldi Íslands? Íslenska menningu og tungu? Fyrsta þolraunin kemur strax í ár ef bókun 35 verður sett í lög. Hvað gera bændur/forseti þá?
Það verður því miður að spyrja forsetaframbjóðendurna út í pólitík þeirra. Forseta pólitík nóta bene, því að forsetinn stendur fyrir ákveðna stefnu og gildum.
Bloggar | 24.3.2024 | 09:33 (breytt kl. 22:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
"Ég held að við höfum gengið í gegnum tímabil þar sem of mörg börn og fólk skilur það svo: "Ég á við vandamál að stríða að það er hlutverk ríkisstjórnarinnar að takast á við það!" eða "Ég á í vandræðum, ég mun fara og fá styrk ríkisins til að takast á við það!" Ég er heimilislaus, ríkisstjórnin verður að hýsa mig! og svo eru þeir að varpa vandamálum sínum á samfélagið og hvert er samfélagið?
Það er ekkert svoleiðis í raunveruleikanum! Það eru einstakir karlar og konur og það eru fjölskyldur og engin stjórnvöld geta gert neitt nema í gegnum fólkið og fólk lítur fyrst til sín.
Það er skylda okkar að passa upp á okkur sjálf og þá líka að hjálpa til við að passa upp á náungann og lífið er gagnkvæm viðskipti og fólk hefur fengið réttindin of mikið í huga án skuldbindinganna, því það er ekkert til sem heitir réttur nema einhver hafi fyrst staðið við skyldu."
Laddi kallaði þetta fólkið sem ríkið þarf að ala í laginu Austurstræti. Það er ekki lengra en svo að kynslóðin á undan bloggritarans þurfti að berjast hart fyrir kjörum sínum og oft var þröngt í búi. Og ekki var kvartað, heldur glaðst yfir litlum hlutum. Fólkið sem sækist hingað í að láta íslenska ríkið ala sig, hefði aldrei komið fyrir 50 árum enda ekkert ríki til að ala það þá en núna er buddann opin öllum flækingum....Ríkið borgar aldrei brúsann, það erum við skattgreiðendurnir. Þetta á líka við um latté lepjandi 101 Reykjavík lið.
____
Miðvikudaginn 23. september 1987, Margaret Thatcher.
Viðtal fyrir Womans Own ("ekkert slíkt [sem samfélag]").
https://www.margaretthatcher.org/document/106689
Bloggar | 22.3.2024 | 17:32 (breytt kl. 19:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
"Nú á dögum er sósíalismi oftar en ekki klæddur í klæðum umhverfishyggju, femínisma eða alþjóðlega umhyggju fyrir mannréttindum.
Allt hljómar þetta vel óhlutstætt. En prófaðu að klóra í yfirborðið og þú munt eins líklega og ekki uppgötva andkapítalisma, niðrandi og afskræmandi kvóta og afskipti af fullveldi og lýðræði þjóða.
Ný slagorð: gamlar villur."
____
Miðvikudagurinn 14. maí,2003 Margaret Thatcher.
Ræða til Atlantshafsbrúarinnar.
https://www.margaretthatcher.org/document/111266
Bloggar | 21.3.2024 | 18:14 (breytt kl. 19:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020