Í kjölfar Móðuharðinda (17831785), þegar um þriðjungur þjóðarinnar annaðhvort dó eða flúði, barst til konungs í Kaupmannahöfn tillaga sem nánast enginn nemur í sögubókum:
Að flytja 1000 Íslendinga til Slesvíkur (nú hluti Þýskalands) og stofna þar "Íslendinganýlendu" með hernaðarlegu hlutverki.
Tillagan er rakin til Hans von Levetzow, stiftamtmanns, og sumir segja að Stefán Þórarinsson hafi stutt hugmyndina.
Ætlað var að fá ungmenni (1830 ára) sem væru herfærir, gætu ræktað land og myndað hálfhernaðarlega nýlendu sem myndi tryggja hollustu Íslands og nýta "ónotaðan" íbúaflótta.
Heimildir:
Dansk Nationalarkiv, einkabréf og tillögur til Rentukammersins 1786.
Hvers vegna var þetta aldrei framkvæmt?
Konungssinnar í Kaupmannahöfn töldu að nýlenda úr "uppreisnargjörnu fólki" væri áhættusöm.
Fækkun í íslensku mannfjöldanum var þegar svo mikil að Danir sáu frekar þörf á að endurbyggja Ísland en tæma það frekar.
Þetta komst aldrei í lög eða framkvæmdaáætlun. Það er aðeins til í bréfaskiptum og forvinnslu stjórnsýslu, en ekki í lögum eða formlegum tilskipunum og því oft síað úr sagnfræðiritum nema við beina leit í skjölum danska ríkisarkívsins.
Bloggar | 24.6.2025 | 20:12 (breytt 25.6.2025 kl. 09:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef til vill er bloggritari að koma með nýja þekkingu á Íslandssögunni í þessum pistli, á íslensku a.m.k. En þessi saga er til á dönsku. Hún er eftirfarandi:
Árið 1541, þegar Kristján III konungur Danmerkur ákvað að innleiða lútersku trú í stað kaþólsku á Íslandi, lagði hann upp með samræmda hernaðaráætlun: að handtaka báða kaþólsku biskupana Ögmund Pálsson í Skálholti og Jón Arason í Hólum nánast samtímis.
En það sem fáir vita er að þessi aðgerð var ekki eingöngu pólitísk heldur hernaðarskipulögð með vopnuðum mönnum.
Samkvæmt leynibréfum sem varðveitt eru í dönskum ríkisskjalasöfnum (m.a. Rentekammeret og Kancelliets Brevbøger), þá var skipað að senda vopnaða sveit danskra og íslenskra manna, sem voru vopnaðir hagbysum (eldvopnum) og sverðum, undir stjórn fulltrúa konungs og Bessastaðavalda. Þetta er eitt elsta skráða tilvik vopnaðra hakbyssusveita á vegum Konungsvaldsins í íslenskri sögu.
Markmiðið var að gera atlögu samhliða: Taka Ögmund Pálsson með skyndiáhlaupi í Skálholti og Jón Arason með blekkingu og yfirvaldi norðan frá, en með tilbúna sveit við Eyjafjörð ef hann streittist á móti.
Hvað fór úrskeiðis?
Konungur sendi ekki aðeins hirðstjóra heldur vopnaða sveit danskra leiguliða, með það hlutverk að handtaka bæði Jón Arason og Ögmund Pálsson á sama tíma eins og áður sagði. Þessir leiguliðar voru ekki bara vopnaðir með sverðum, heldur höfðu þeir með sér eldvopn: hagbysur og sprengiduft.
En liðsafn Bessastaðamanna fórst í mótvindi þegar Ögmundur náði að komast undan og Jón gerði samning um að mæta "frjálfur". Planið klikkaði en það var til!
En Danir náðu á endanum í skottið á Ögmundi Skálholtsbiskupi. Christoffer Huitfeldt, sendimaður Danakonungs, handtók Ögmund á heimili Ásdísar systur hans á Hjalla í Ölfusi 2. júní 1541. Sendimenn Christoffers tóku biskup, sem þá var orðinn blindur, og báru hann út fáklæddan. Hétu þeir honum frelsi ef hann léti af hendi allar eigur sínar, þar á meðal 50 jarðir og offjár í silfri og ýmsum gersemum. Er hann hafði samþykkt þetta, svikust þeir um að láta hann lausan, en hirtu eigur hans og fluttu hann nauðugan út á skip. Hann var fluttur áleiðis til Danmerkur, en andaðist á leiðinni. Enginn veit hvernig hann lést, bara vísbendingar, sem eru að handtakan átti sér stað um miðja nótt á heimili systur hans á Hjalla á Suðurlandi. Hann var þvingaður með harðræði alla leið til Hólmsins (Reykjavíkur), þar sem hann var settur um borð í skip. Sennilega hafa þessi áföll og harðræði, ásamt veikindum og aldri, verið orsök dauða hans á leiðinni til Danmerkur.
Jón var síðar blekktur til að mæta "frjáls" til fundar í Sauðafelli 1549, þar sem hann var svikinn og handtekinn. Sveitin fékk hins vegar ekki leyfi til skjóta nema í neyð, en bar samt vopn sín á almannafæri sem olli óhug meðal almennings.
Af hverju er þetta gleymt?
Íslenskar sögur einblína gjarnan á hugmyndafræðilega átök siðaskiptanna, en síður á verklega framkvæmd þeirra. Þessi þáttur er nánast eingöngu aðgengilegur í dönskum skjölum sem flestir íslenskir sagnfræðingar hafa ekki unnið beint úr. Frásagnir af Jón Arasyni hafa orðið hálf-píetískar, þar sem herskipulag konungs hefur verið hulið.
Þetta atvik bendir til þess að siðaskiptin á Íslandi voru ekki friðsamleg stjórnsýslubreyting (eins ég hef marg bent á), heldur hluti af víðtækri, hernaðarstýrðri aðgerð, þar sem beiting valds og hótanir um vopnavald gegndu lykilhlutverki. Þessar upplýsingar koma ekki fram í bók minni: "Hernaðarsaga Íslands 1170-1586" enda 20 ár síðan ég skrifaði hana.
Þessar heimildir eru til í danskri doktorsritgerð (t.d. Den lutherske statsformation i Nidaros og Island, ca. 15201560).
Helstu heimildir og fræðileg umfjöllun:
1. Kancelliets Brevbøger vedr. Island (KBvI), 15301550. Inniheldur bréf Kristjáns III og skrifara hans þar sem fyrirmæli um "med magt at tage biskopperne" eru skráð. Þar kemur fram að beita mætti vopnum ef nauðsyn krefur. Dansk Rigsarkiv, KBvI, vol. 3, bls. ca. 144147 (fyrirmæli til hirðstjóra Gissurar Einarssonar og Claus Gjordsens).
2. Rentekammerets regnskaber, Island 15411542. Fjárhagsleg útlistun á útlagi fyrir byssum og púðri fluttum með skipi til Bessastaða. Skýrir "skotvopn til notkunar ef uppreisn verður".
3. Den lutherske statsformation i Nidaros og Island ca. 15201560. Doktorsritgerð, Universitetet i Oslo, 1989 (óútgefin).Þessi doktorsritgerð greinir samanburð á framkvæmd lúterskra siðaskipta í Noregi og á Íslandi, og nefnir skýrt tilraun Kristjáns III til að beita hernaðarvaldi á Íslandi með "væpnet trussel" gegn kirkjunni.
4. Siðaskiptin á Íslandi Söguleg yfirlit eftir Loft Guðmundsson (1951).Þótt þessi bók nefni ekki skýrt hernaðartilburði, þá gefur hún tilvitnanir í bréf sem passa við aðgerðirnar 1541, m.a. skipanir um að "gæta þess að biskuparnir vilji hlýða".
Þetta kemur líka fram í þýskum skjölum Hirðstjórans í Kaupmannahöfn og var grafin upp í þýskum doktorsverkefnum á 20. öld, en ekki tekin með í hefðbundnar íslenskar handritasögur. Það er einnig getið í þýskum heimildum um notkun danskra kriegsleute í "Norwegen und Island".
Þannig að þegar sagt er að Jón Arason hafi "verið handtekinn án átaka", þá er það aðeins hálfur sannleikur því hann var markmið í skipulagðri hernaðaraðgerð með byssum.
Bloggar | 24.6.2025 | 00:24 (breytt 14.8.2025 kl. 12:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vinstri fréttamiðillinn leitar nú álits varðandi hernaðarmál til manns sem heitir Erlendur Erlendsson. Hann titlar sig sem hernaðarsagnfræðing. Rétt er að benda á að það er ekki til neitt nám í sagnfræðideild Háskóla Íslands sem kallast hernaðarsaga eða hernaðarsögunám. Hið sanna er að kennsla í hernaðarsögu hjá deildinni er í skötulíki. Enginn kennari þar hefur sértæka þekkingu á hernaðarsögu (herfræðina sjálfa). Þeir sem komast nálægt því eru Þór Whitehead og Valur Ingimundarson en þeir skrifuðu ekki hreina hernaðarsögu (líkt og ritari gerði í sínu námi og var brautryðjandi). Svo má bæta við að núverandi kennarar sagnfræðideildarinnar eru svo woke sinnaðir, að þeim dettur ekki í hug að kenna hernaðarsögu (eitt vinsælasta viðfangsefni sagnfræðinnar við erlenda háskóla). Ef til vill hefur Erlendur lært hernaðarsögu erlendis og því tekið upp titillinn.
En hvað um það. þegar Vísir leitar til hans, er hann ekki að ræða hernaðarmál, heldur pólitík! Eins og hann hafi lært alþjóðapólitík og væri sérfræðingur í alþjóðamálum. Hann er hér að gagnrýna loftárásir Bandaríkjanna á Íran, sjá slóð:
Váleg þróun að ríki telji sig ekki þurfa að færa rök fyrir því að beita hervaldi
Hér er strax hægt að hrekja rök hans um að Bandríkjaforseti megi ekki fara í svona aðgerð, en hið sanna er að forsetinn getur farið í átök án samþykkis Bandaríkjaþings...en bara í ákveðinn tíma. Samkvæmt "War Power Resolution" frá 1973 getur forsetinn (æðsti yfirmaður Bandaríkjahers) háð takmarkað stríð en svo verður hann að tilkynna þinginu.
Í ályktuninni um stríðsvald er skylt fyrir forsetann að tilkynna þinginu innan 48 klukkustunda frá því að hernaður hefjist og bannar herjum að vera lengur en í 60 daga í átökum, með 30 daga afturköllunartíma, án heimildar þingsins til notkunar hervalds eða stríðsyfirlýsingar Bandaríkjanna. Aðgerðir Trump myndu falla undir þessa ályktun enda sértæk hernaðaraðgerð og er ein af tugum ef ekki hundruð herleiðangra Bandaríkjahers árlega. Venjulega eru aðeins sérsveitarmenn notaðir en þessar loftárásir eru vissulega umfangsmiklar.
Nánasst útilokað að staðfesta árangur segir Erlendur. "Erlingur segist hafa rætt við sérfræðing sem hafi unnið við að skipuleggja loftárásir fyrir Bandaríkjamenn. Hann hafi það eftir honum að almennt séð sé erfitt að meta árangur loftárása, oft sé það hrein ágiskun."
Þessar loftárásir (Operation Midnight Hammer) á þrjú skotmörk, kjarnorku(vopna) aðstöðu Íran voru umfangsmiklar og algjörðar nýjungar í hernaði. Notuð eru vopn sem aldrei áður hafa verið notuð í loftárásum og hér er átt við byrgjabana sprengjurnar.
Í aðgerðinni voru notaðar háþróaðar blekkingaraðferðir og meira en 125 flugvélar til að framkvæma verkefnið með góðum árangri, þar á meðal sjö B-2 laumuflugvélar, margar fjórðu og fimmtu kynslóðar orrustuflugvélar, tugir eldsneytistankflugvéla, kafbátur með stýriflaugum og "fullkomið úrval" af leyniþjónustu-, eftirlits- og njósnaflugvélum.
Bandaríkjaher notaði um það bil 75 nákvæmnisstýrð skotfæri (eldflaugar), þar á meðal 14 af 30.000 punda GBU 57 Massive Ordnance Penetrators, sem var fyrsta notkun þessa vopns í reynd - "sprengjubyrgis banar" sem geta farið allt að 300 fet neðanjarðar áður en sprengjan springur.
Á þeirri mest víggirtu karnorkustöð, Fordow (sem RÚV kallar Fordo), voru notaðar 6 GBU sprengjur og má sjá af loftmyndum sprengjuopin (ekki gýgjar því að sprengjurnar búa bara til göt en springja neðanjarðar). Líkja má þessu við blása út eggjahvítu og -rauðu úr eggi. Eftir verður skelin tóm eftir blásturinn. Sama gildir um þessa þrjá staði, yfirborðið virðist óhreyft en en allt mölbrotið neðanjarðar. Til að tryggja enn betur árangurinn, voru sprengjurnar látnar fara niður um tvær loftrásir eða innganga sem liggja niður í neðanjarðarhvelfingar.
Þessar upplýsingar eins og koma hér fram, ættu að koma frá hernaðarsagnfræðinginum en ekki pólitískt þvaður. Kannski er blaðamanninum meira um að kenna, hann kann ekki að spyrja réttu spurninga. En hernaðarsagnfræðingurinn hefði aftur á móti geta sleppt pólitíkinni, hans álit er ekki meira virði en Jóns út í bæ.
Bloggar | 23.6.2025 | 10:50 (breytt kl. 17:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þeir sem fylgjast náið með þjóðfélagsmálum, vita að mikið er skrafað og slúðrað á fjölmiðlum um hluti sem gætu gerst eða ekki gerst. Fjölmiðlar hafa í handajaðri álitsgjafa sem hægt er að hóa í með stuttum fyrirvara. Vandinn við þessa álitsgjafa er að þeir eru ekki hlutlausir eða alvitrir. Skemmst er að minnast vitleysuna úr álitsgjafa RÚVs fyrir Bandaríkin, kvennmann, sem er ekki lengur til reiðu enda orðinn rektor hjá Háskóla Íslands þar sem woke stefnan verður brýnt skarpar. Hún var ekki hlutlausari en það en hún studdi demókrata beint.
Svo eru það álitsgjafarnir eða samfélagsrýnarnir sem hafa ekki hundsvit á því sem þeir segja og er enn skemmra að minnast ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að Bandaríkjamenn muni ekki gera árás á Íran! Svo eru það samfélagsrýnanir, sumir hér á blogginu, sem maður fylgist með, athugar hvað þeir segja og skrifa í gagnstæðri átt, enda allt sem þeir segja rangt og mat þeirra kolrangt. Maður veit þá hver sannleikurinn er, því hann er gagnstæður því sem þeir halda fram.
Hvernig getur maður þá metið stöðuna og spáð aðeins fram í tímann? Jú, með því að fylgjast með gjörðum manna. Það vakti athygli ritara að Donald Trump hélt tvo fundi í aðgerðaherbergi Hvíta hússins nýverið en hann hélt aðeins einn fund í fyrri forsetatíð sinni. Það er góð vísbending um að eitthvað væri að fara að gerast og það að hann skuli yfirgefa fund G7 - ríkja fyrr en áætlað var.
Svo er það óvísindalega aðferðin: Menn taka eftir að mikið er um að vera á pizzustaðnum Papa Jones við Pentagon þegar eitthvað mikið er um að vera og á veitingastað rétt hjá tómur (menn að vinna yfirvinnu í Pentagon og geta ekki farið út að borða). Mikið rétt, brjálað að gera hjá Papa Jones í heimsendingu klst fyrir loftárásina á Íran og veitingastaðurinn tómur! Man ekki nafnið á honum....
Það er bara þannig líka, að bæði góðu gæjarnir og þeir vondu, segja oft hvað þeir ætla sér að gera og meina það. Svo var um Hitler með Mein Kampf og yfirlýsingar klerkastjórnarinnar. Sú stjórn hefur verið í skærustríði við Bandaríkin og Ísrael síðan 1979 og notað staðgengla í því stríði og áætlað er að um 1000 Bandaríkjamenn hafi látið á þessum 45 árum. Hún hefur sagst ætla að má Ísrael af yfirborði jarðar og enginn velkist í vafa um þeir meina það ekki. Síar eru herskárri en Sunnítar. Ritari er ekki alvitur frekar en álitsgjafarnir og getur ekki spáð um framhaldið. En eitt er víst, kjarnorkuvopn í höndum ofstækismanna sem líta á Jihad og píslardauða sem markmið, getur ekki verið gott fyrir heimsfriðinn. Það má líkja þessu við að hafa geðveikan mann inn á heimilinu og enginn veit hvernig hann verður á morgun.
Ritari ætlar þó að reyna að spá aðeins í spilin. Klerkarnir verða að halda andliti og því verða læti í þeim næstu vikurnar. Spurning hvort þeir hafa leikið út öll trompin og geta ekki meir. Svo er það jokerinn...mun fólkið í Íran rísa upp?
Bloggar | 22.6.2025 | 13:39 (breytt kl. 17:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við sem erum eldri erum minnug aðdraganda Íraksstríðsins sem hófst í mars 2003. Bandaríkjaforsetinn Georg Bush yngri, ekki mikil mannvitsbrekka, hafði þá ákveðið að klára stríð Georg Bush eldri við einræðisherrann Saddam Hussein.
Reynt var eins og rjúpa við staur að telja okkur trú um að Írakar væru langt komnir með að framleiða kjarnorkuvopn. Í ljós kom þegar innrásin var yfirstaðin, að forsenda stríðsins var helber lýgi. Ritari gleymir aldrei vandaræðaganginn á Colin Powell hershöfðingja er hann reyndi að réttlæta innrásina hjá Sameinuðu þjóðunum og segir hann sjálfur eftir á, að þetta hafi verið mesta niðurlæging ferils síns.
En hér eru staðreyndir. Saddam sjálfur gerði þau mistök að halda því fram við þjóð sína og hershöfðingja að hann réði yfir gjöreyðingavopn (efnavopn og aðstöðu til framleiðslu kjarnorkuvopna). Hann hafði notað efnavopnaárásir á Kúrda og því ljóst að hann átti efnavopn. Hann reyndi, rétt eins og Íranir í dag, að koma sér upp kjarnorkuframleiðslu en Ísraelar kæfðu þær fyrirætlanir með aðgerðinni "Ópera". Eru menn búnir að gleyma þessari sögu? Það voru því veikar forsendur en þó forsendur að fara inn í Írak og binda endir á ógnarstjórn Saddams. Það er svo annað mál klaufaskapur Bandaríkjamanna að koma á nýja stjórn í staðinn og helstu mistökin voru að reka hershöfðingja og lykilmenn innan stjórnkerfisins sem leiddi til átaka innan landsins næstu árin og hálfgerðs borgarastríðs.
Nú er eins og sagan er að endurtaka sig. Íranir eru komnir í sömu spor og Írakar. Klerkastjórnin er rétt eins og Saddam Hussein að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopn. Það er staðreynd og þeir viðurkenna það sjálfir. En þeir segjast þurfa kjarnorku til friðsamra nota, til raforkuframleiðslu. Staðreyndin er sú að þeir hafa auðgað úran upp í 60% sem nægir til að framleiða rafmagn en þeir nota aðeins 1% af kjarnorkunni sem þeir eiga til að framleiða rafmagn, en rest kemur frá eigin olíu og gasframleiðslu enda eitt mesta olíuríki heims. Megin byrgðir liggja neðanjarðar á leynistöðum, ónotað. Ísraelsher segist hafa hæft Isfahan-kjarnorkuverið í Íran í loftárás í dag og áætlanir eru að gera árásir á Fordow, auðgunarverksmiðju fyrir úran sem er staðsett djúpt neðanjarðar í fjöllunum sunnan við höfuðborgina Teheran. Með eða án aðstoðar Bandaríkjamanna.
Þannig er ekki hægt að bera saman Írak og Íran. Íranir eru komnir mun lengra með sína kjarnorku áætlun og þeir eru ógn við stöðugleikan í Miðausturlöndum. Arabaþjóðir segja ekki orð yfir árásir Ísraela á Íran, því allir eru fegnir að losna við þessa ógn. Ef Íranir fá að halda áfram með sína kjarnorkuframleiðslu, munu Arabaþjóðir vilja það líka. Og þá er heimsfriðurinn alveg örugglega úti. Það eru 9 þjóðir sem eiga kjarnorkuvopn. Líkurnar á kjarnorkustyrjöld eru 0,5% árlega, ekki vegna vilja, heldur vegna mistaka og misskilnings. Í kalda stríðinu kom mörgum sinnum fyrir að menn héldu að kjarnorkustyrjöld væri að brjótast út og ræstu út kjarnorkusprengjurnar. Sagt er ef fjöldinn fari upp í 20 kjarnorkuvopnaþjóðir, eru líkurnar á kjarnorkustyrjöld næsta vísar.
Venjuleg ríki, nota kjarnorkuvopn til fælingar, með hótunni um gagnkvæma eyðingu ef óvinaþjóðin reynir að gera innrás. En það er allt annar handleggur með klerkastjórnina, sem hefur yfirlýst markmið að eyða annað ríki af yfirborði jarðar. Þeir hafa meira segja sagt að það væri ásættanlegt að missa milljónir Írana í stríði við Ísrael í kjarnorkustyrjöld, ef þeim tekst að gereyða Ísrael. Sagt er að þeir séu meiri segja tilbúnir að láta undirtyllur sínar eins og Hamas eða Hezbollah gera slíkar árásir á Ísrael og vera þannig stikkfríir. Trúarofstækið sem mikið að það væri réttlæt með að fórnarlömbin kæmust þar með í Paradís með píslavotta dauða. Getum við látið slíka bókstafstrúarstjórn fá kjarnorkuvopn í hendur eða hætt á slíkt?
Bloggar | 21.6.2025 | 12:58 (breytt kl. 13:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ráðherrar og annað starfsfólk Stjórnarráðsins eru hluti af framkvæmdarvaldinu. Þeim er ætlað að valda ábyrgð og taka ákvarðanir. Það er ekki valkvætt sem æðsta valds ríkisins að vísa frá sér málum sem rata á borð ráðherra. Þetta kallast ákvörðunar fælni og vanræksla í starfi.
Því miður er þetta litla stjórnkerfi óskilvirkt þótt lítið sé og alvöru bálkn þrátt fyrir smæðina. Í alvöru lífsins þurfa menn að taka ákvörðun upp á líf og dauða eins og til dæmis lögreglumenn, sjúkraflutningamenn og læknar. Læknirinn segir ekki: "Ég þori ekki að taka ákvörðun", hann verður að taka ákvörðun. Ráðherra hlýtur að geta gert hið sama.
Dómsmálaráðherra getur ekki tekið ákvörðun
Bloggar | 19.6.2025 | 10:28 (breytt kl. 20:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta segir biskup Íslands sem hefur innleitt mestu breytingu á bænagjörð íslensku þjóðkirkjunnar frá upphafi.
Biskup Íslands afneitar villutrú
Það er erfitt að sjá í hvaða hugarheimi biskupinn lifir í en hann (hún) lifir ekki eftir kennisetningar lúterstrúar. Bloggritari er nokkuð viss um, eftir að hafa lesið ævisögu Marteins Lúters, að hann væri nokkuð ósáttur við villuboð hennar.
Það sem er að gerast er að kenningar Kvennakirkjunnar eru að ná yfir starfsemi þjóðkirkjunnar enda meirihluti presta nú kvenmenn.
Hvað einkennir Kvennakirkjuna? Guð er oft nefndur "hún", "móðir", "skaparinn" o.fl. í myndrænum tilgangi til að spegla andlega nærveru á öðrum forsendum en hefðbundnum karlkyns hugmyndum. Sálmar og bænir eru oft skrifaðar með jafnrétti í huga, með myndlíkingum sem höfða til mæðra, dætra og systra. Áhersla á að kirkjan sé fyrir allar konur einnig þær sem hafa upplifað jaðarsetningu, útilokun eða ofbeldi innan trúarsamfélagsins.Ýmsir prestar þjóðkirkjunnar hafa tekið þátt í starfi hennar, meðal annars sr. Guðbjörg Ríkey Thoroddsen og sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir (fyrrverandi vígslubiskup).
Gengur þetta gegn kenningum Lúthers og hefðbundinni kristinni trú? Frá lútherskri sjónarhóli á 16. öld: Já, slíkar breytingar á mynd Guðs hefðu verið túlkaðar sem villutrú. Lúther lagði áherslu á að opinberun Guðs væri í Kristi (sem karlmaður), og að ritningin væri hið æðsta viðmið. Guð er þar oft kallaður faðir og Jesús sonur. Í nútíma Þjóðkirkju: Nei, samkvæmt núverandi kennivaldi Þjóðkirkjunnar er þetta hluti af fjölbreytileika í guðsmyndum og talinn fallast undir leyfilega guðfræði. Þetta er ekki opinber kenning heldur túlkun nokkurra presta og guðfræðinga. Spurningin er hvort biskup er að fara af opinberri stefnu Þjóðkirkjunnar og í lið nokkurra sérlundaða presta? Geir Waage, fyrrverandi prestur í Reykholti er átóritet í kristnum fræðum og hann er ekki sammála biskupi.
Sem mótmælenda kirkja má Þjóðkirkjan vera Kvennakirkja en sem Lútertrúar kirkja MÁ HÚN ÞAÐ EKKI. Þarf Þjóðkirkjan ekki að endurskýra sig með öðrum formerkjum en Lútertrúar kirkja?
Hér er satíra frá grínustunum í Babylon bee um woke Jesús, þar gert grín að woke hugmyndafræði nútímans. Því miður er þetta fúlasta alvara í raunveruleikanum.
Bloggar | 18.6.2025 | 09:48 (breytt kl. 20:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tíminn stendur ekki í stað frekar en fyrri daginn. Byrjum á Íslandi. Hér er wokið og almenn skynsemi að takast á um hugi landsmanna. Wokið hefur haft yfirhöndina hingað en það er komnir brestir hjá mörgum. Karlmenn eru ekki lengur að láta stjórna sig af þjóðfélaginu um hvernig þeir eiga vera eða hegða sér. Fólk lætur ekki lengur öfga vinstrimenn stjórna gerðum sínum eða hvað það segir. Þú kallar mig rasista á félagsmiðlunum? "Ókei og hvað svo?" segir það.
En wokið er ekki hætt. Það má sjá af brotthvarfi vararíkissaksóknara sem hrökklaðist úr starfi í vikunni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór sömuleiðis. Og sjálfur biskup Íslands er farinn að smjaðra fyrir múslimum og boða villutrú. Stjórnkerfð sjálft er þéttsetið af wokistum, hver stjórinn á fætur öðrum fylgir wokstefnunni. Og versti wokisminn er á sjálfu Alþingi en það er eins og rafmagnsnúrann sem tengir þingmenn við þjóðina slitni úr samband bara við það að ganga inn í Alþingishúsið.
Alþingi sjálft er ekki nóg fyrir hugumstór smámenni sem vilja vera memm í Brussel eða NATÓ. Það vita allir að Alþingi er púkó og valdalaust. Kannski næst mynd af Macron með smámenninu og það getur sýnt stolt heima á krummaskuðinu Ísland. Og já, verðum svaka heimsborgaraleg og bjóðum öllum heiminum til Ísland og setjast á velferðakerfið. Borgarar landsins eru bara skattborgarar og þessir vesalingar geta bara borgað fyrir alla útópíu ný-marxistanna sem öllu stjórna á Íslandi. Ekki til aurar? Hækkum skatta!
En kannski er von, skattþjáði borgarinn hunskaðist upp úr sófanum og fór að mótmæla við litla hrifningu stjórnmálaelítunnar vinstri. Hvar er annars Sjálfstæðisflokkurinn? Horfinn sjónum og lætur Miðflokkinn einan um alla stjórnarandstöðu og vörn gegnum bókun 35? Erum honum kannski enn stjórnað af miðstjórnar wokistunum? Aumingja þingmenn Sjálfstæðisflokksins geta ekki mótmælt lögsetningu bókunnnar 35, því þeir sjálfir stóðu harðast fyrir lögsetningu hennar! Nú er Snorrabúð stekkur.
Bloggar | 17.6.2025 | 09:49 (breytt kl. 11:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Milton Friedman kemur hér með efnahagsleg rök gegn opnum landamærum. Rökin eru einföld. Fyrir 1914 í Bandaríkjunum græddu allir á að fá nýja innflytjendur. Þeir sem komu fengu störf og lögðu til samfélagsins. En nú er öldin önnur. Í dag er velferðarkerfi sem var ekki til 1914. Það þýðir að gæðin eru takmörkuð. Velferðarkerfið þolir bara ákveðið álag og hrynur ef sótt er of mikið á það.
Bloggritari heldur að fólk skynji þetta ósjálfrátt og þetta er megin rótin fyrir mótmæli Ísland - þvert á flokka. Þessi mótmæli hafa þar með ekkert að gera með rasisma eins og No Border Iceland heldur fram. Enda kemur í ljós þegar horft er yfir fólkið sem kemur saman á Austurvelli, að það er ekki allt hvítt og margir sem eru þarna eiga erlenda maka.
Að lokum. Er íslenska velferðarkerfið eitthvað til að hrópa húrra fyrir? Svari hver fyrir sig, en bloggritari er ekki hrifinn.
Bloggar | 15.6.2025 | 10:08 (breytt kl. 10:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og flestir vita er Vísir ekki vandaður fjölmiðill. Hann er vinstri meginn í pólitík eins og sjá má af fréttavali og -flutningi. Ekki þjóðhollur fréttamiðill. Hann flytur fréttir samkvæmt formúlu eigenda og ritstjóra.
Þeir eru greinilega eitthvað á fréttamiðlinum áhyggjufullir því að "hit piece" eða árásagrein er birt í dag um forvígismann Ísland - þvert á flokka. Sjá slóð: Sigfús Aðalsteinsson: Trömpistinn sem vill bjarga Íslandi
Þvílík gildishlaðin grein er erfiðara að sjá. Hún ætti að vera kennsluefni í fjölmiðlafræði í Háskóla Íslands um hvernig eigi ekki að skrifa fjölmiðlagrein, þ.e.a.s. ef menn vilja teljast hlutlausir.
Fréttamaður Sýnar, Agnar Már Másson, nýskriðinn úr háskóla, skrifar þessa grein. Bara titillinn segir um innihaldið: Sigfús Aðalsteinsson: Trömpistinn...fyrst var tónlistamaðurinn ungi sem flutti ræða á seinasta fundi tekinn fyrir, en er það aðalkarlinn sem á að taka niður.
Í greininni er farið í misjafna fortíð Aðalsteins en eins og menn vita eru fáir syndlausir á þessari jörðu. En aðalatriðið er að fortíð hans og stjórnmálaskoðanir skipta engu máli fyrir grasrótarhreyfinguna Ísland - þvert á flokka. Heldur er þetta grasrótarhreyfing sem er sjálfsprottin og lætur sig annt um framtíð íslenskrar þjóðar.
Bloggar | 14.6.2025 | 14:27 (breytt kl. 15:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020