Á loka sprettinum, er byrjað í örvæntingu að sletta drullu á andstæðinginn. Það sem gerðist fyrir langa löngu er rifjað upp. Þetta er áberandi varðandi Miðflokkinn sem fær á sig mestu sletturnar en aðrir líka. Nú er Klaustursmálið rifjað upp og meintur yfirgangur formanns flokksins í Verkmenntaskóla Akureyrar velt upp eins og BBQ á kjöt.
Gott og vel, þetta er hluti af pólitíkinni og hefur alltaf verið. En kjósendur verða að hafa auga á boltanum, ekki manninum.
Hvað eru flokkarnir virkilega að bjóða þeim upp á varðandi landsmálin? Sandkassaleikur stjórnmálamanna rétt fyrir kosningar skiptir okkur litlu máli. Við viljum fá ábyrga landsstjórn og mannsæmandi líf. Kannski er ekki vitlaust að kíkja á stefnuskrá flokkanna og sjá hvað þeir boða? Kíkjum á grunnstefnu þeirra.
Stefnumál Sjálfstæðisflokksins
Forgangsmál - Flokkur fólksins
Grundvallarstefnumál - Framsókn
Svo mega kjósendur ekki gleyma að það getur verið langt bil á milli raunveruleika og orða á pappír. Þá verða þeir að hafa í huga, hvað hafa stjórnmálaflokkarnir efnt? Kjósendur eru ekki svo vitlausir að þeir hafi gleymt hvað stjórnarflokkarnir hafa gert og ekki gert á kjörtímabilinu. Samanlagt samkvæmt síðustu könnun fá þeir 19% fylgi!!! Það er þá kannski einhver von að kjósendur láti stjórnmálamennina sæta ábyrgð. Vonandi eru þeir ekki að fara úr öskunni í eldinn...það stefnir í ESB ríkisstjórn með Viðreisn og Samfylkinguna og einhverju varahjóli.
Bloggar | 23.11.2024 | 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjósendur eru alveg andvaralausir gagnvart úlfum í sauðargærum. Það eru tveir slíkir á ferðinni sem hafa á stefnuskrá sinni að færa Ísland undir erlend yfirráð, hið yfirþjóðlega vald í Brussel. Það eru Viðreisn og Samfylkingin. Útópían hjá þessum flokkum er að ganga í Evrópusambandið og það eitt sér á að leysa allan vanda Íslands. Inngangan í ESB er á stefnuskrá flokkanna en er ekki yfirlýst stefna fyrir komandi kosningar.
En hvað gera þessir tveir flokkar ef þeir lenda saman í ríkisstjórn? Með kannski 40-45% fylgi? Þurfa ekki annað en hjálpardekk eins og Sósíalistaflokk Íslands eða Pírata til að hrynda stefnumál sín fram? Auðvitað verður þessu stefnumáli hrynt fram eins og þegar Jóhanna Sigurðardóttir hratt af stað aðildar umsóknarferli árið 2010. Þá myndaði Samfylkingin ríkisstjórn með VG sem þóttust ekki vilja í sambandið.
Það er ekki nóg að við séum múlbundin eins og asnar við ESB í gegnum EES, heldur vilja flokkarnir að við föllum undir klafa sambandsins að fullu. Nú þegar erum við undir oki þess í gegnum reglugerðar flóðið sem Alþingi stimplar á hverju þingi. Og bókun 35 vofir yfir eins og svipa yfir EES þrælum.
En heimurinn er stærri en Evrópa. Meira segja ESB er ekki öll Evrópa. Stór hluti Austur-Evrópu er ekki í ESB, t.d. Hvíta-Rússland og Rússland eða Úkraína.
EFTA-ríkin sem eru ekki í ESB, eru Lictenstein, Sviss, Noregur og Ísland. Og Sviss er það skynsamt að vera ekki í EES.
EFTA er eins og ESB var í upphafi, fríverslunarsamband. Sem slíkt, hefur EFTA gert marga fríverslunarsamninga sem Ísland nýtur góðs af, sem það gerði ekki ef það væri í ESB.
Íslendingar gera sig ekki almennt hversu umfangsmikið þetta fríverslunarkerfi er. Lítum á ríki sem eru með fríverslunarsamninga við EFTA og byrjum á Afríku: Egyptaland; Flóasamstarfsráð (Gulf cooperation Councel); Ísrael, Jórdanía, Líbanon; Marokkó; Palestínu yfirvöld (e. Palestinian Autority); Tollabandalag Suður-Afríku ríkja (SACU); Túnis.
Í Ameríku er það Kanada; Kólumbía; Ekvador; Mexíkó og Perú. Mið-Ameríkuríki (Kosta Ríka, Gvatemala, Hondúras og Panama)
Í Asíu er það Hong Kong/Kína; Indónesía; Filipseyjar; Suður-Kórea; Singapor og Indland.
Í Evrópu er það Albanía; Bosnía og Hersegóvía; Georgía, Svartfjallaland; Norður-Makadónía; Serbía; Tyrkland; Úkraína og Moldóvía.
Eru Íslendingar ekki betur settir utan ESB með alla þessa fríverslunarsamninga sem við hefðu ekki getað gert ef við værum í ESB? Kíkið bara á risamarkaðanna sem eru Íslendingum opnir. Indland og Kína.
Það er Noregur sem bindur okkur við ESB með EES samningnum. Vonandi gefast þeir upp á honum og þá er honum sjálfskrafa hætt. Forsendur Norðmanna eru aðrar en Íslendinga og núverandi forsendur ólíkar þeim er við gengumst undir þegar við gengumst undir skuldbindingar EES samningsins.
Bloggar | 22.11.2024 | 11:52 (breytt kl. 11:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það gera fáir sér grein fyrir í dag, þeir sem eru ekki vel að sér í Íslands sögunni, að núverandi Sósíalistaflokkur Íslands á sér forvera. Kíkjum á þá sögu áður en við lítum á núverandi flokk. Helsta heimild er Wikipedia.
Sósíalistaflokkur Íslands , sem stofnaður var árið 1938, var í grundvallaratriðum marxískur-flokkur og átti rætur í kommúnisma. Einar Olgeirsson var forvígismaður flokksins. Flokkurinn varð til með samruna Kommúnistaflokks Íslands og vinstri arms Alþýðuflokksins, sem voru ósáttir við stefnu Alþýðuflokksins gagnvart Sovétríkjunum og alþjóðlegum sósíalisma.
Flokkurinn var því nær kommúnisma en jafnaðarstefnu (sósíaldemókratíu). Hann fylgdi stefnu sem studdi verkalýðsbaráttu, alþjóðlegan sósíalisma og var andsnúin bandarískum og vestrænum áhrifum, sérstaklega á tímum kalda stríðsins.
Sósíalistaflokkurinn átti náin tengsl við Alþjóðasamband kommúnista (Komintern) og Sovétríkin. Flokkurinn studdi til dæmis náið stefnu Sovétríkjanna í alþjóðamálum, þ.m.t. í deilum um lýðveldisstofnun Íslands árið 1944 og hernaðarbandalög eins og NATO, sem flokkurinn var alfarið mótfallinn.
Flokkurinn hætti starfsemi sinni sem sjálfstæður flokkur árið 1968 þegar hann sameinaðist Alþýðubandalaginu, sem varð breiðara vinstribandalag, þótt sumir eldri flokksmenn héldu í fastheldna kommúníska hugmyndafræði. Segja má að hann hafi lifað óbeint í gegnum Alþýðubandalagið sáluga. En svo var komið að tilraun númer tvö. Forsprakkinn er uppgjafar kapitalisti (var hluti af auðvaldinu eins og hann myndi lýsa því) og fyrrum blaðamaður, Gunnar Smári Egilsson. Hann stofnaði flokkinn árið 2017.
Flokkurinn með róttæka sósíalíska stefnu sem leggur áherslu á stéttabaráttu og endurreisn verkalýðshreyfingarinnar. Flokkurinn beitir sér fyrir, að eigin sögn, að færa völd frá auðstéttinni til almennings með áherslu á jafnrétti, félagslega réttlæti og mannsæmandi kjör. Hann hafnar málamiðlunum við auðvaldið og segist vinna að því að efla almenning í stjórnmálum, bæði í gegnum hefðbundnar kosningar og mótmælaaðgerðir. Hvað þetta auðvald er, það er ráðgáta. Er átt við atvinnulífið sem skapar skatta og störf fyrir almenning?
Áherslur flokksins felast meðal annars í að tryggja gjaldfrjálst heilbrigðis- og velferðarkerfi og er þá væntanlega á móti einkarekstri í heilbrigðisþjónustu, aðgengi að öruggu húsnæði og styttingu vinnuvikunnar. Flokkurinn hefur einnig tekið virkan þátt í félagslegum og pólitískum mótmælum, svo sem gegn kvótakerfinu og einkavæðingu Íslandsbanka.
Sósíalistaflokkurinn má teljast nær kommúnistískum rætum en jafnaðarmannaflokkum þar sem hann einblínir á kerfisbreytingar í þágu almennings fremur en á málamiðlanir innan kapítalísks þjóðskipulags. Flokkurinn hefur vaxið í vinsældum og fékk 4,1% atkvæða í alþingiskosningunum 2021, þó hann hafi ekki komist á þing vegna kosningalaga vegna reglunnar um 5% fylgi til að komast inn á þing.
Það er eiginlega óskiljanlegt að menn séu enn að burðast með svona stefnu sem hefur margoft beðið skipbrot. Kommúnismi, sósíalismi (eiginlega sama súpa) og sósíaldemókratismi eru stefnur sem allar eiga rætur að rekja til auðnuleysingjans Karl Marx. Alls konar útgáfur hafa orðið til, trotskyismi, marxismi, maóismi, stalínismi, jafnvel nasismi (National Socialist German Workers' Party); eru allt misheppnaðar stefnur sem tíminn hefur sannað að hefur bara leitt af sér volæði, örbirgð, kúgun og dráp einstaklinga, hópa og þjóða.
P.S. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Maskínu, mælist Miðflokkurinn með 12,6% fylgi og Flokkur fólksins með 8,8% fylgi. Framsókn er í fallbaráttu en hann mælist með 5,9% fylgi.
Sósíalistar rétt mælast inn á þing með 5% fylgi og mega því ekki við því að fara neðar. Píratar mælast út af þingi með aðeins 4,3% fylgi og þá eru Vinstri græn að mælast með 3,1% fylgi. Sósíalistar, Píratar og VG eru allir vinstri flokkar og eru að sækja á sömu mið. Það væri frábært að Píratar myndu detta af þingi sem og VG. Báðir flokkarnir hafa ekki gert neitt þurfaverk í sinni tilveru.
Bloggar | 21.11.2024 | 12:47 (breytt kl. 13:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 20.11.2024 | 09:17 (breytt kl. 09:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðasta meistaraverk Joe Biden, sem telst vera "lame duck" forseti síðustu mánuðina er að stigmagna átökin við Rússland. Hann hefur ekkert umboð til að koma stríðinu yfir á viðsjárverða hættustig. Ákvörðun hans er óskiljanleg, nema að fólkið í kringum hann (Biden er ekki andlega með okkur) vilji skilja eftir sviðna jörð handa Trump sem hefur heitið því að ljúka stríðinu sem fyrst. Svo er það spurning hvort að Pútín bíti á agnið eða bíði eftir Trump.
En Evrópuþjóðirnar eru áhyggjufullar, allar nema Ísland. Stjórnvöld eru að undirbúa borgaranna undir hugsanlegt stríð. Í ljós kom í pallborðsumræðu Varðbergs - samtaka um vestræna samvinnu sem ber heitið "Utanríkisstefna á umbrotatímum. Öryggi, varnir og alþjóðasamskipti í viðsjárverðum heimi" að lítill áhugi er á varnarmálum. Enginn þátttakenda hafði raunverulega þekkingu, ekki einu sinni sem leikmenn á viðfangsefninu, nema kannski Sjálfstæðismaðurinn Kolbrún eins og kemur fram í blogg greininni: "Spekingar spjalla: Pallborðsumræða Varðbergs um öryggis- og varnarmál Íslands
Í frétt Morgunblaðsins í vikunni segir: "Sænsk yfirvöld hófu að senda fimm milljón bæklinga til landsmanna þar sem þeir voru hvattir til að búa sig undir möguleg stríðsátök. Þá hafa Finnar opnað sérstaka vefsíðu þar sem farið er yfir mikilvæg atriði komi til átaka."
Bæklingurinn er 32 blaðsíður og þar má finna einfaldar teikningar sem sýna þær ógnir sem steðja að Svíþjóð, m.a. hernaðarátök, náttúruhamfarir, hryðjuverk og tölvuárásir. Þar er að finna ráðleggingar varðandi allan viðbúnað, m.a. að eiga matarbirgðir, eins og dósamat, og vatn. Að sögn MSB er meiri áhersla á undirbúning fyrir stríð í hinni uppfærðu útgáfu. Næstu tvær vikurnar mun bæklingurinn rata inn á 5,2 milljón sænsk heimili.
Svíar og Finnar búa sig undir stríð
En hvað eru íslensk stjórnvöld að gera? Ekkert. Allt í lagi, Íslendingar vilja ekki taka þátt í eigin vörnum og helst að stinga höfuðið í sandinn. Gott og vel. En það er lágmark að búa almenning undir hugsanleg átök, annað er ábyrgðaleysi. Það þarf ekki einu sinni stríðsátök, til að skerða matvæla aðdrætti eins og kom í ljós í efnahagskreppunni 2008. Þar voru Íslendingar hársbreidd frá því að greiðslukerfi landsins yrði lamað og þar með peningaviðskipti = ekki hægt að kaupa matvörur.
Hið sama gert í Finnlandi, Noregi og Danmörku
Í Finnlandi voru sambærilegar leiðbeiningar settar fram á heimasíðu stjórnvalda. Finnsk stjórnvöld taka fram í sínum leiðbeiningum að landið sé vel undirbúið ef til átaka komi.
Í Noregi og Danmörku hafa íbúar fengið bæklinga senda heim með upplýsingum um hvernig best sé að búa sig undir viku af óveðri, stríði eða öðrum ógnum. Sjá slóð: Stjórnvöld á Norðurlöndum kenna íbúum að búa sig undir stríðsátök
Úr því að íslensk stjórnvöld vilja ekki gera neitt, koma hér leiðbeiningar til handa Íslendingum en sænski bæklingurinn heitir: Om krisen eller kriget kommer
Hér er hann í PDF formi á ensku: In case of crisis or war
Sú var tíðin að á höfuðborgarsvæðinu voru loftvarnarflautur (sem þeyttar voru í æfingaskyni reglulega) og leiðbeiningar í símaskrá um hvað beri að gera vá ber að höndum. Ekki lengur. Engar leiðbeiningar. En sem betur fer erum við með almannavarnir - sjá slóð: Almannavarnir en hver veit af tilvist þessara stofnunar?
Bloggar | 19.11.2024 | 09:14 (breytt kl. 09:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fólk kýs eftir því hvort viðkomandi flokkur sem það fylgir passar við lífskoðanir þess. Nú fara skoðanir einstaklinga ekki 100% saman við stefnu flokks. Því er margt fyrirgefið og fólk skilur að í ríkisstjórnarsamstarfi þarf að gefa eftir sum stefnumál.
Það er annað mál þegar flokkur yfirgefur stefnu sín að mestu leyti ótilneyddur. Flokkurinn segist fylgja ákveðinni stefnu, en þegar hann fær völdin, er ekkert gert. Aðgerðaleysi er líka stefna.
Óþol kjósenda er meira í dag en nokkrum sinn fyrr í sögunni. Liðin er sú tíð, að fólk fylgi flokkum umhugsunarlaust og alltaf. Kynslóð eftir kynslóð kaus fólk kannski kommúnistaflokk, sósíaldemókrataflokk eða hægri flokk. Á þetta treystu til dæmis sósíaldemókratar í Svíþjóð. Fólk kaus flokkinn til valda í næstum heila öld. Sá tími er liðinn.
Þeir flokkar sem stóðu ekki við stefnu sína síðastliðinn áratug eru að fá reisupassann. Íhaldsflokkurinn í Bretlandi sagðist vilja harða innflytjenda stefnu en settu met í ólöglegum innflutningi hælisleitenda. Verkamannaflokkurinn hefur gert meira í að loka landamærunum á fjórum mánuðum en Íhaldið.
Demókrataflokkurinn komst til valda í Bandaríkjunum fyrir 4 árum með Joe Biden í fararbroddi og sagði að hann væri saklaus miðjumaður, sem væri mannasættir. En raunin var önnur. Önnur eins öfga vinstristefna hafa Bandaríkjamenn aldrei séð áður. Bernie Sanders, sem telst vera róttækasti öldungardeildaþingmaður Bandaríkjanna er til hægri við Joe Biden (eða fólkið sem stjórnar honum). Svo ætluðu Demókratar að halda leiknum áfram, eftir sviðna jörð, með Kamala Harris, sem reyndi að leyna vinstri öfga stefnu sinni en nú létu kjósendur ekki plata sig. Trump vann forsetakosningarnar með yfirburðum. Af hverju? Af því að það veit að hann stendur við orð sín.
Nú stefnir í mikinn kosninga ósigur Sjálfstæðisflokksins og VG. Ástæðan er einföld, báðir flokkar svikum grundvallarstefnu sína og þar með kjósendur sína. VG er líklega að þurrkast út (engin eftirsjá að þeim en við fáum í staðinn Sósíalistaflokk Íslands sem gæti verið snýtt úr nös VG). Það er eins og formaður Sjálfstæðisflokksins trúi ekki að flokkurinn muni bíða afhroð í komandi kosningum. Hann situr sem fastast eins og fyrrum formaður Íhaldsflokksins, Rishi Sunak. Dagar hans eru taldir eftir kosningarnar. Flokkurinn mun gera uppreisn og á næsta landsþingi sem verður fámennt, verður honum velt úr sessi.
Bloggar | 18.11.2024 | 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér er um að ræða Viðreisn og Samfylkinguna. Báðir flokkar hafa á stefnuskrá sinni að koma Ísland inn í ESB. Báðir flokkar eru ekki að ota þessari stefnu að kjósendum en munu þeir "lauma" aðildar umsókn inn ef báðir flokkar fara í ríkisstjórn saman? Samanlagt eru þeir með rúmlega 40% fylgi og þurfa ekki annað en varaskeifu, til að komast yfir 50%, svo sem Sósíalistaflokkinn ef hann kemst inn eða Pírata.
Wikipedia segir þetta: "Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands afhenti Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, umsóknina með formlegum hætti þann 23. júlí 2009. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, hafði þó afhent umsóknina í Stokkhólmi 17. júlí."
Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi í kosningunum 2013 og stjórnarandstöðuflokkarnir Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur tóku við stjórnartaumunum. Báðir flokkarnir höfðu ályktað um það í aðdraganda kosninga að stöðva aðildarviðræður. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar segir:
Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Síðan hefur málið eiginlega legið í salti. Mun Samfylking læðast afan að þjóðinni eins og Össur gerði á sínum tíma og taka upp þráðinn? Kjósendur þessara flokka, sem vilja kannski ekki endilega aðild að ESB, fá þá kannski köttinn í sekkinn. En þeir fá alveg örugglega skattahækkanir í jólagjöf nú eftir kosningarar.
Bloggar | 17.11.2024 | 13:09 (breytt kl. 14:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú er ekki móðins að kalla óþekkt loftför "fljúgandi furðuhluti" eða gamla heitinu UFO (e.unidentified flying object), heldur er nýja hugtakið UAP (e.unidentified aerial phenomen) eða óþekkt loftför í minni þýðingu. Bein þýðing væri: "óþekkt fyrirbæri í lofti".
Eins og um margt annað, eru Íslendingar áhugalitlir um hluti sem eru utan veruleikasvið þeirra. Tómlætið er mikið en kannski ekki algjört.
Bloggritari fékk áhuga á þessu sviði geimfræða sem unglingur. Þegar farið var á bókasafnið var lítið úrval lesefnis, bækur um efnið fyllti hálfa hillu á Bókasafni Hafnarfjarðar eða bókasöfn í Reykjavík. En svo kom internetið til sögunnar. Allt breyttist á svip stundu. Heimurinn opnaðist, sérstaklega til vesturheims en bloggritari fylgist t.d. náið með bandarískri pólitík í gegnum netið.
En líka jaðarfræði eins og geimverufræðin sem flestir Íslendinga líta á sem samsæriskenningar sem aðeins geggjaðir samsæriskennismiðir aðhyllast.
Þar sem mínir nánustu vita um áhuga minn, fékk ég loksins íslenska bók um fyrirbrigðið sem heitir "Geimverur" eftir . Þvílíkt sölutrikk eða vörusvik, hef ég ekki lent í bókakaupum. Bókin fjallar ekkert um geimverur, heldur kappkostast við að afneita þeim og er aðeins blablabla um leitina að lífi í geimum sem er allt annað en þau geimverufræði sem ég hef lesið. Dæmigerð afstaða Íslendings, tekur viðfangsefnið ekki alvarlega. Bókin fór í ruslið (eina bókin sem ég hef hent í ruslið á ævi minni).
En Bandaríkjamenn taka viðfangsefnið alvarlegra, en færri vita að það gera einnig aðrar þjóðir, eins og t.d. Bretar, Frakkar og Rússar. Fremstu sérfræðingar á þessu sviði koma frá þessum þjóðum en Kínverjar kunn vera líka áhugasamir. Það er ýmislegt sem sést á himni og það þarf ekki endilega að vera geimverur í feluleik, það geta verið ýmis loftfyrirbrigði, mörg náttúruleg. Það þarf því að skilja hismið frá kjarnanum. Þar eru Bandaríkjamenn kannski fremstir í flokki, a.m.k. er áberandi fréttaflutningur þaðan um fyrirbrigðið.
Kaninn hefur smá saman verið að lyfta leyndarhjúpinn af þessum málaflokki og viðurkennt að það er ekki allt sem sýnist. Fyrst var það flugher Bandaríkjanna sem sýndi myndbönd af svo kölluðum Tik Tok loftförum sem brjóta öll náttúrulögmál, eru ýmis ofansjávar eða í hafdjúpi á augnabliki. Svo eldingarleikur orrustuþota við disklaga (oftast þannig í laginu, en stundum eins og vindlingur eða þríhyrningslaga) og tapa oftast hann á svipstundu. Sumir segja að þríhyrningslaga förin séu í raun á vegum bandaríska flughersins og séu manngerð.
Nú er málið komið inn á borð Bandaríkjaþings en þingyfirheyrslur hafa verið í gangi í vikunni og fjölmiðlar uppfullir af frásögnum. Í meðfylgjandi Youtube myndbandi (eitt af ótal mörgum) má sjá vitnisburð fjögurra sérfræðinga um málið.
Þess má geta að lokum að barátta hefur verið innan bandarísku stjórnsýslunnar síðastliðina áratugi um hvort eigi að birta svona vitnisburð eða ekki. En það er ljóst að Bandaríkjamenn hafa rannsakað fyrirbrigðið vísindalega, sjá t.d. "Project Blue Book" en "Project Blue Book" var kóðaheiti fyrir kerfisbundna rannsókn bandaríska flughersins á óþekktum fljúgandi hlutum frá mars 1952 þar til henni lauk 17. desember 1969. Verkefninu, með höfuðstöðvar í Wright-Patterson flugherstöðinni, Ohio, var upphaflega stýrt af Edward J. Ruppelt kaptein og fylgdi eftir verkefnum af svipuðum toga eins og "Project Sign" stofnað árið 1947 og "Project Grudge" árið 1949. Project Blue Book hafði tvö markmið, nefnilega að ákvarða hvort UFO væru ógn við þjóðaröryggi og að greina vísindalega gögn sem tengjast UFO.
Til að einfalda málið má segja að geimverufræðin skiptist í þrjá hluta. 1) Óþekkt loftför. 2) Geimverur. 3) Meint brottnám fólks af hendi geimvera. Fyrir þá sem eru áhugasamir er hér besta lesefnið um viðfangsefnið UFO/UAP, geimverur og brottnám.
Byrjum á UAP fyrirbrigðinu: "The UFO Experience: A Scientific Inquiry" eftir J. Allen Hynek. Þessi bók er skrifuð af lykilpersónu í UFO-rannsóknum og kynnir flokkunarkerfi Hyneks fyrir "UFO-sýnir" eða UFO vitnisburð, þar á meðal hinn fræga "Close Encounters" kvarða.
"UFOs: Hershöfðingjar, flugmenn og embættismenn fara á skrá" eftir Leslie Kean. Er með trúverðugar frásagnir og greiningar frá embættismönnum hersins og stjórnvalda um UFO-sýnir.
"Dagurinn eftir Roswell" eftir Philip J. Corso. Umdeild bók þar sem fullyrt er að geimverutækni sem hafi náðst eftir Roswell-slysið hafi áhrif á nútímatækni.
Rán geimvera á mannfólki: "Missing Time" eftir Budd Hopkins. Ein af elstu bókunum til að kanna fyrirbærið brottnám geimvera, nota dáleiðslu til að afhjúpa glataðar minningar.
"Communion" eftir Whitley Strieber. Djúp persónuleg frásögn af meintri mannránsupplifun Striebers sjálfs. Ég sá myndina í bíó, ef ég man rétt í Regnboganum. Christofer Walken lét Striebers snilldarlega.Var til á einni videoleigu á Íslandi.
"Abduction: Human Encounters with Aliens" eftir John E. Mack. Þessi bók er skrifuð af Harvard geðlækni og skoðar sálfræðilegar og andlegar hliðar á reynslu af brottnámi.
Samsæriskenningar og yfirhylmingar stjórnvalda: "The Flying Saucer Conspiracy" eftir Donald Keyhoe. Keyhoe var meðal þeirra fyrstu til að halda því fram að stjórnvöld væru að fela sannleikann um UFO.
"Area 51: An Uncensored History of America's Top Secret Military Base" eftir Annie Jacobsen. Rannsakar hlutverk svæðis 51 í fróðleik um UFO, þó einblínt sé á jarðbundnar skýringar.
Hér koma tvö frægustu brottnámsmálin: Brottnám Betty and Barney Hill (1961). Hills hjónin fullyrtu að þeim hafi verið rænt af geimverum í dreifbýli í New Hampshire þegar þau keyrðu heim um nótt. Í dáleiðslu lýstu þau því að þeir voru teknir um borð í geimfar og látnin fara í læknisskoðun. Þetta var fyrsta rænt geimverumálið sem hefur verið almennt auglýst, með stjörnukortinu sem Betty sagðist hafa séð um borð í farinu.
Brottnám Travis Walton
(1975).Þegar Walton vann í Apache-Sitgreaves þjóðskóginum í Arizona hvarf Walton í fimm daga. Hann hélt því fram að honum hafi verið rænt af geimverum og gert tilraunir um borð í UFO. Mál Waltons var sýnt í kvikmyndinni Fire in the Sky og er enn ein vel skjalfesta og umdeildasta mannránssagan. Þessi mynd var aldrei sýnt í íslensku kvikmyndahúsi en var til á videoleigum.
Hér koma fyrri skrif mín um viðfangsefnið:
Drifkerfi geimskips versus Space-X
Bob Lazar og frumefni 115 sem hann nefndi fyrir meira en áratug er bætt við lotukerfið
Geimskip og aðrir óútskýrðir hlutir
Fréttir af geimverum og geimskipum í Bandaríkjunum
Bandaríkjaþing rannsakar "fljúgandi furðuhluti (FFH) og geimverur"
Bloggar | 16.11.2024 | 12:34 (breytt kl. 19:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Það er þannig að þegar stjórnkerfi eru orðin gömul og þroskuð, þá vilja hlutir verða rútínukenndir og staðnaðir. Stjórnsýslan er orðin þannig í flestum ef ekki öllum vestrænum ríkjum.
En svo urðu kosningar í Bandaríkjunum. Viðskiptajöfur, afar óvenjulegur í háttum og framkomu, er að verða næsti forseti Bandaríkjanna og í annað sinn. Þegar Trump tók við völdum 2017 mætti hann mikilli mótspyrnu frá nánast öllum, frá samherjum í Repúblikanaflokknum, Demókrataflokknum, stjórnkerfinu og svo kallaða djúpríki.
Trump hefur ákveðið að læra af reynslunni og sjá má það af skipan nýrrar ríkisstjórnar sem nú er í mótun. Skipan ráðherra í hinni nýju ríkisstjórn hefur komið miklu umróti innan Wasington DC.
Menn hafa misst andlitið vegna sumra skipananna. T.d. skipan Matt Gaetz í stöðu dómsmálaráðherra. Mjög óvenjulegt val og samkvæmt kokkabókunum er hann alshendis óhæfur. En það er hann ekki samkvæmt mati Trumps, því að hann á fyrst og fremst að láta hausa fjúkja. Eins og dómsmálaráðuneytið er í dag, ríkir þar algjör spilling, pólitískar ofsóknir er á hendur pólitískra andstæðinga (ekki bara Trump, heldur einnig stuðningsmanna hans) og núverandi dómsmálaráðherra framfylgir ekki lögum, t.d. er varða landamæri ríkisins.
Óvenjulegasta aðgerð Trumps er myndun nýs ráðuneytis, sem mætti kalla á íslensku sparnaðar- og hagræðingarráðuneyti. Til starfa er valdir tveir róttækir einstaklingar, Vivek Ramaswamy og Elon Musk. Báðir eru milljónamæringar og þrautreyndir í fyrirtækjarekstri. Fræg var þegar Musk keypti Twitter og rak 80% af starfsfólkinu. Það hafði engin áhrif á reksturinn, ef eitthvað er, hlaust af mikill sparnaður. Nú á að skera niður við trog alla óþarfi eyðslu ríkisins og á sama tíma sem skattalækkanir eiga að eiga sér stað. Skattalækkanir geta ekki átt sér stað nema ríkisútgjöld verði skorin niður.
Árið 2024 námu heildarútgjöld ríkisins 6.75 trilljónir dala og heildartekjur 4.92 trilljónir dala, sem leiddi til halla upp á 1.83 trilljónir dala, sem er aukning um 138 milljarða frá fyrra fjárhagsári. Musk sagðist geta skorið niður ríkisútgjöld um 2 trilljarða dollara. Það væri ótrúlegt og um leið frábært ef það er raunverulega hægt.
En hvað með Ísland? Hvað er ríkisendurskoðun að gera? Jú, hún kemur með athugasemdir við hallarekstur stofnana og ráðuneyta. En hún hefur ekki það hlutverk að hagræða og skera niður útgjöld.
Það væri ekki svo vitlaust að Íslendingar komi sér upp ráðuneyti eða stofnun sem einbeitir sér bara að því að halda ríkisútgjöld innan fjárlaga. T.d. mætti setja í lög að Alþingi megi ekki skila inn hallafjárlögum. Þess má geta ríkissjóður Íslands var hallalaus og skilaði afgangi á tímabilinu 1874-1904. Á þessu tímabili var íslenska fjármálakerfið einfalt og útgjöld ríkisins lág, að mestu leyti bundin við rekstur embætta og grunnþjónustu. Tekjur ríkissjóðs komu aðallega frá tollum, sköttum og öðrum álögum. Annað var að ræða á tímabilinu 1904-1918. Á einstaka árum, sérstaklega í kringum heimsstyrjöldina, var halli á fjárlögum vegna aukinna kostnaðar við að tryggja innflutning og stuðla að verðstöðugleika innanlands. Hins vegar reyndi stjórnvöld að halda hallanum í lágmarki. Á lýðveldistímabilinu frá 1944 til 2019 tókst stjórnvöldum stundum að halda ríkissjóði réttum megin við strikið.
Íslendingar virðast ekki kunna að spara. Aldrei má skera niður óþarfa útgjöld eða leggja niður óþarfi ríkisapparat eins og RÚV sem kosta skattgreiðendur um 10 milljarða á ári. En svo er skorið niður þar sem síst skyldi. Skera á niður fjárlög til nýja Landsspítalans um 2,5 milljarða króna en á sama tíma að senda 1,5 milljarða í tapað stríð í Úkraínu. Eru stjórnmálamenn galnir? Hvaða hagsmuni eru þeir að gæta? Ekki Íslendinga í þessu tilfelli. Stundum heldur maður að Íslendingar séu upp til hópa heims...eins og forstjóri Íslensku erfðagreiningarinnar sagði eitt sinn.
Bloggar | 15.11.2024 | 11:53 (breytt kl. 15:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Verst eyddi tími minn í vikunni var að horfa á pallborðsumræðu Varðbergs - samtaka um vestræna samvinnu sem ber heitið "Utanríkisstefna á umbrotatímum. Öryggi, varnir og alþjóðasamskipti í viðsjárverðum heimi." Enginn þátttakenda hafði raunverulega þekkingu, ekki einu sinni sem leikmenn á viðfangsefninu, nema kannski Sjálfstæðismaðurinn Kolbrún.
Fundurinn byrjaði á upphlaup stuðningsmanna Palestínu araba og tók nokkrar mínútur að koma fólkinu út. Svo byrjaði umræðan.
Fyrst var spurt hver afstaða stjórnmálaflokkanna níu eru til varnarmála almennt. Menn óðu úr einu í annan en í blálok svaranna gátu flestir stunið upp (eftir að fundarstjórinn Bogi Ágústsson þrýsti á) að þeir væru fylgjandi NATÓ, nema VG að sjálfsögðu en fulltrúi Pírata sagði sem er að skoðun þeirra eru jafnmargar og flokksmenn eru! Sumir með, sumir á móti. Dæmigert stjónleysingja svar.
Best var svar Sjálfstæðismannsins Kolbrúnar sem er núverandi utanríkisráðherra enda Sjálfstæðismenn á heimavelli á þessu sviði. Hún ásamt einum öðrum viðmælanda tókst að minnast á mikilvægi varnarsamninginn við Bandaríkin sem er einmitt ástæðan fyrir því að Ísland er herlaus þjóð og getur verið það. Án varnarsamningsins frá 1951, væru Íslendingar í vondum málum og hefðu verið það í kalda stríðinu og stefnir í aftur.
Svo var spurt um hvaða ógnanir steðji að Íslandi. Nú misstu þátttakendur algjörlega raunveruleikaskyn og um hvað þessi fundur fjallar um. Menn fóru að tala um loftslagsvá og margt annað heimskulegt en sumir minntust á stríðið í Gaza og Úkraínu sem er ágætt að hafa í huga, en óbeint geta þessi stríð haft áhrif á öryggi Íslands ef þau leiða til þess að þriðja heimsstyjöldin brýst út. Algjör steypa kom frá fulltrúa Samfylkingunnar sem er ekki vert að hafa eftir. Kristrún hlýtur að vera hugsi um afstöðu vinstri arms Samfylkingarinnar.
Svo var spurt um framlag Íslands til varnarmála í ljósi kosningu Trumps en hann hefur krafist (samkvæmt samþykkt NATÓ- ríkja frá 2014, áður en hann tók við völdum) að aðildarríki greiði 2% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Nánast öll ríki hafa náð þessu markmiði en að sjálfsögðu ekki hið herlausa Íslands sem hefur þótt bætt við 1,5 milljarða króna í varnarmál, úr 5,5 milljörðum í 7 milljarða króna sem fer reyndar beint í stríðsreksturinn í Úkraínu. Stríð sem kemur okkur ekki beint við. Raunframlag hefur lækkað með tilliti til verðbólgu og staðið í stað. 0,1% fer í varnarmál Íslands áræddi fundarstjóri viðmælendur sína.
Enn óðu viðmælendur úr einu í annað, talað um Sameinuðu þjóðirnar, um vopnaframleiðendur sem tengist ekki vörnum Íslands á neinn hátt við o.m.fl. óskynsamlegt. Umræðustjóri varð að endurtaka spurninguna, því viðmælendur skildu hana ekki. Spurning var Trump og krafan um 2% framlag til varnarmála. Fulltrúar Lýðræðisflokksins og Flokk fólksins (ruglaðist á Monroe kenningunni) vildu halda áfram að treysta Bandaríkin í varnarmálum. Fulltrúi Pírata talaði um aðild að ESB! Fulltrúi Sósíalistaflokksins þurfti að láta endurtaka spurninguna í þriðja sinn! En svo kom svarið: Við eigum ekki að elta Bandaríkin! Ísland úr NATÓ og herinn burt vantaði bara í lokin. Fulltrúi Framsóknar talaði um ágæti NATÓ og var búinn að gleyma spurningunni um varnarframlag Íslands eins og hinir viðmælendurnir. Fulltrúi Viðreisnar svaraði beint spurningunni beint og vildi auka framlög til varnarmála. VG datt úr sambandi og þurfti að fá spurninguna í fjórða sinn. Óbeint svar var: Ísland úr NATÓ (herinn reyndar farinn burt í bili). Fulltrúi Miðflokksins, sem mætti seint á fundinn, talaði um mikilvægi varnarsamningsins og viðveru í NATÓ; efla eigi samstarf Norðurlanda þjóða. Óljóst var svar fulltrúans um hversu mikið eigi að eyða í varnarmál. Fulltrúi Sjálfstæðismanna var málefnaleg í svörum og greinilega með þekkingu á málaflokknum, spurði hvort það sé eðlilegt að við séum að eyða 0,1% í varnarmál á meðan aðrar þjóðir eru að eyða 2-3% í varnarmál. Hún spurði, erum við verðugir bandamenn? Endurskoða eigi varnarstefnu Íslands í ljósi heimsmála. Fulltrúi Samfylkinginnar var búin að gleyma spurningunni og svarið í samræmi við það.
Svo var það spurningin hvor Norðurlöndin eigi að eiga aukin þátt í vörnum Íslands. Kolbrún var fylgjandi því sem og aðrir þátttakendur.
Svo misstu fundarstjórendur sjálfir raunveruleikaskynið og fóru að tala um stríðið á Gasa! Hvað kemur það vörnum Íslands við? Þarna lét bloggritari staða numið enda umræðan komin út í móa!
Niðurstaðan af fundinum er algjört þekkingaleysi þátttakenda (utan Kolbrúnu) og þeir í engu sambandi við fundarefnið. Kannski er niðurstaðan að eini flokkurinn sem virkilega hefur áhuga á málaflokknum og þekkingu er Sjálfstæðisflokkurinn.
Ef einhver virkilega nennir að horfa á þessa leiðinlegu umræðu (mæli eindregið á móti því, þótt ég sé áhugamaður um málaflokkinn), þá er fundurinn á Facebook: https://fb.me/e/i7oHZKCIG
Bloggar | 14.11.2024 | 19:05 (breytt 15.11.2024 kl. 07:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Erlent
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi