Össur Skarphéðinsson sagði að Kristrún hafi tekið þáttastjórnanda í nefið. Hann er að misskilja hlutverk þáttastjórnanda og spurningin er ekki hvort hún vinni spurningakeppni, heldur hvort hún svari skilmerkilega spurningum sem lagðar eru fyrir hana.
Fyrst var spurt um innri mál flokksins og þá einstaklinga sem eru að valda flokknum erfiðleika. Gott og vel, engin landsmálapólitík þar. En svo var farið í orkumál. Kristrún var spurð út í orkumál. Flokkurinn segist vilja virkja fyrir 5 terravatt stundir en þegar hún var spurð út í framkvæmd, var fátt um svör. Hvammsvirkjun sagði hún en þá bent Stefán á að það væri dropi í hafi.
Flokkar og forystumenn slengja einhverja fullyrðu fram sem kosningaloforð en geta ekki bakkað hana með raunverulega áætlun um framkvæmd. Kristrún gat ekki svarað þessu almennilega.
Kristrún vill hækka veiðigjöld um helming á útgerðina. Sem sagt, auknir skattar á útgerðina. Hvað þýðir það í raun? Fjárfestinga möguleikar atvinnugreinarinnar minnkar þar með.
Kristrún vill skattleggja ferðaþjónustuna meira. Gjaldtaka á ferðmenn og ferðamannastaði.
Hækka tekjuskattinn. Kristrún neitar því en fékk þá að sjá myndband af sjálfri sér tala um hún útilokar ekki hærri tekjuskatt. En í viðtalinu neitaði hún því alveg. Segir að álögur á almenning séu nógu háar.
ehf gatið....hækkun fjármagnstekju skattsins. Hún vill meina að þetta lendi á þau 10% þjóðarinnar sem er mestu tekjurnar.
En Kristrún kom eftir sem áður með góða punkta um ýmsa hluti, t.d. ekki að hækka virðisauka skatt á ferðþjónustuna.
Spursmál: Kristrún svarar fyrir áform um skattahækkanir
Bloggar | 14.11.2024 | 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmálamenn sem tala gegn bókun 35 virðast sumir ekki hafa áttað sig á að grunneðli EES-samningsins er að hann veitir einstaklingum og aðilum í atvinnurekstri aðild að sameiginlegum markaði ESB og þar með fyrst og fremst réttindi á þessum kjölfestumarkaði Íslendinga þar sem búa um 450 milljónir manna. Þetta sagði lagaprófessor í viðtali við DV, sjá slóð:
Þeir sem tala gegn bókun 35 skilja ekki EES og tala gegn réttindum og hagsmunum Íslendinga
Þetta er athyglisverð athugasemd prófessorsins. Samkvæmt hans mati er Evrópa og Evrópu markaðurinn nafli heimsins. En hann minnist ekki á fórnarkostnaðinn af aðildinni að EES. Hér erum við að tala um sjálfstæði Íslands, hvorki meira eða minna. Bókun 35 þýðir skert sjálfræði íslensku þjóðarinnar á eigin löggjöf. Að útlendar reglugerðir ráði íslenska löggjöf er fáranlegt og víst er að Jón Sigurðsson myndi velta sig við á núverandi stað ef hann gæti. Hann hvikaði aldrei, aldrei nokkurn tímann, frá stefnunni um fullt frelsi frá eldri stjórn.
Hér kemur auðljóst svar við fullyrðingu lagaprófessorsins: Ef erlendur viðskiptasamningur vinnur í raun gegn íslenskum hagsmunum, sjálfstæði Íslands, eigum við hið snarasta að segja okkur úr þessu samstarfi. Heimurinn inniheldur 8 milljarða manna og Evrópa hefur aðeins 500 milljónir innan ESB. Betra væri að vera séðari og hreinlega að ganga úr ESS, vera áfram í EFTA og gera tvíhliða fríverslunarsamninga eins og við erum að gera í dag. Við getum gert tvíhliða samning við ESB, eins og Kanada gerði og fengið betri samninga fyrir fiskafurðir, rétt eins og Kanadamenn fengu, en við ekki sem EES þjóð.
Staðan eins og hún er í dag er þessi. Við höfum bestu kjarasamninga við Bandaríkin. Við höfum gert fríverslunar samning við Kína og erum að ljúka fríverslunarsamning við Indland. Tvo stærstu og öflugustu markaði í heimi og þeir fjölmennustu. Förum í gegnum fríverslunarsamninganna:
EFTA (Evrópska fríverslunarsamtökin) er í raun samningur við Noreg, Sviss og Liechtenstein, sem einnig var grunnur að EES-samningnum.
Svo voru gerðir samningar við Kanada, Mexíkó og Kólumbíu Í gegnum EFTA hefur Ísland gert fríverslunarsamninga við þessi lönd.
Fríverslunarsamningar EFTA við lönd í Asíu Þar á meðal Kína (2014), Suður-Kóreu, Singapúr, og fleiri Asíulönd í gegnum sameiginlegar EFTA-viðræður.
Samningur við Bretland Eftir Brexit samdi Ísland og EFTA löndin við Bretland um fríverslunarsamning, sem tók gildi árið 2021.
Þessir samningar hafa opnað íslenskum fyrirtækjum aðgang að mörgum mörkuðum og auðveldað viðskipti með vörur og þjónustu.
Að lokum. Mikilvægasti samningur Íslands er við EFTA ríkin. Í gegnum þetta samstarf hafa fjölmargir fríverslunarsamningar opnast og fleiri munu fylgja í kjölfarið. Svo getum við gert fríverslunarsamninga sjálfir. Við viljum viðskipti en ekki erlend yfirráð.
Þótt viðkomandi hafi náð þeim árangir að verða prófessor, er hann ekkert authoritet á framtíð Íslands né er víst að hann hafi rétt fyrir sér.
Bloggar | 13.11.2024 | 18:02 (breytt kl. 18:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trump er að velja í ríkisstjórn sína þessa dagana. Val hans virðist vera gott en spurning er með nýja varnarmálaráðherrann, hvernig hann muni reynast. Pete Hegseth, núverandi þáttasjórnandi á Foxnews en fyrrverandi hermaður í Bandaríkjaher, verður nýr varnarmálaráðherra. Kannski er þetta gott val, því minni líkur er á uppreisn ráðherra sem er ekki fyrrverandi hershöfðingi líkt og gerðis með Jim Mattis "maddog".
En ætlunin er í dag að ræða um wokismann, undanhald hans og sérstaklega innan hersins. Ótrúlegt er að hershöfðingjar sem eiga eingöngu að fást við hermál og stríð, skuli sjá sér tíma til að eiga við dægursveifu í menningarmálum og halda ákveðinni hugmyndafræði, sem er vægast sagt umdeild, á lofti. Þessi hershöfðingjar fengu að leika lausan tauma í stjórnartíð Biden, sem æðsti yfirmaður Bandaríkjahers, var frá upphafi ekki andlega með okkur hin.
Nýr sýslumaður (e. sheriff) er kominn í bæinn eins og kaninn kallar þetta og hann ætlar að koma hernum á sama ról og hann var fyrir wokvæðinguna. Reikningsskil verða vegna ósigurs í Afganistan.
Umskiptinga teymi Donalds Trumps forseta er að fara yfir drög að framkvæmdarskipun sem myndi koma á fót "stríðsstjórn" fyrrverandi hershöfðingja og undirforingja með vald til að endurskoða þriggja og fjögurra stjörnu hershöfðingja og mæla með brottvikningu þeirra,
Tilskipunin miðar beint að "woke hershöfðingjum" sem Trump hefur heitið að víkja úr röðum hersins.
Opinberlega myndi skipunin, ef Trump undirritaði hana, flýta fyrir brottrekstri hershöfðingja og aðmírála sem "snauðir eru af nauðsynlegum leiðtogaeiginleikum."
Trump hefur þegar lýst því yfir að sérhver hershöfðingi sem átti þátt í brottflutningi Bandaríkjahers frá Afganistan árið 2021 sem leiddi til dauða 13 bandarískra hermanna í sjálfsmorðssprengjuárás á flugvellinum í Kabúl verði beðinn um að segja af sér fyrir "hádegi á vígsludegi forsetans".
Vangaveltur hafa einnig snúist um stjórnarformann sameiginlega herafla, C.Q. Brown og einnig starfsmannastjóri flughersins, sem hefur verið eindreginn stuðningsmaður fjölbreytileika, jöfnuðar og frumkvæðis án aðgreiningar (DEI).
Slúðrið segir að margir hershöfðingjar séu farnir að skjálfa á beinunum vegna umbreytingana framundan. Trump má eiga það og það er hárrétt, að herinn er ákveðinn fasti í þjóðfélaginu og á ekki af skipta sér af pólitík yfir höfuð. Það á líka við um menningar pólitíkina á mikró sviðinu. Frægt var þegar Truman rak MacArthur úr starfi í miðju Kóreu stríði.
Og þó menn séu komnir á eftirlaun, þá eru þeir ekki sloppnir. Mark Milley, fyrrverandi yfirhershöfðingi Bandaríkjahers, óttast að verða leiddur fyrir herdómstól ef Trump vinnur. Bæði fyrir ósigur í Afganistan og fyrir wokismann. Frægt er þegar ráðist var á Hvíta húsið, Trump þurfti að fara í öruggt herbergi en fór svo að frægri kirkju á eftir með Biblíuna á lofti, þá stóð Milley á bakvið hann. Milley síðar afneitaði Trump (þegar hann sé að Trump var búinn að vera). Fræg er setning Milley er hann sagðist vilja að skilja "white rage" í anda wokismans.
Bloggar | 13.11.2024 | 12:22 (breytt kl. 12:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spursmál ætlar að spyrja nú á eftir eftirfarandi spurninga: "Ætlar Kristrún að hækka skatta og ef svo er hvaða skatta? Hverju eiga auðlindagjöld að skila og hvernig lýsir Kristrún hinu svokallaða ehf.-gati sem Samfylkingunni er tíðrætt um."
Stjórnmálamenn eru hálir sem álir og því má búast við útúrsnúingum, ósannindum eða spurningum ekki svarað í þættinum.
Svarið er einfalt og finnst í stefnuskrá flokksins, stefna Samfylkingarinnar kostar pening og hann er fenginn með skattfé.
Tökum dæmi úr stefnuskrá flokksins: Græn uppbygging heitir þetta í stefnuskránni. Allir vita að "græn orka" er að jafnaði miklu dýrari en jarðeldsneyti og kolefnissporin hræða t.d. við gerð rafmagnsbíla.
En förum beint í nammi skáp Samfylkingarinnar, þar sem skattarnir verða til. Í stefnuskránni heitir þetta "Réttlátara skattkerfi". Maður þarf fyrst að lesa mikið blablabla orðafroðu þar til við sjáum að flokkurinn er fjandsamlegur atvinnulífinu.
"Samfylkingin vill lækka skatta á vinnu almenns launafólks en hækka þess í stað hlutdeild skattlagningar á fjármagn", segir í stefnuskránni. Hver trúir því að flokkurinn (frekar en aðrir íslenskir stjórnmálaflokkar) muni lækka skatta á launþega?
Frekar verður farið í tilfærslu skattfés úr vasa séra Jóns (fyrirtækin) í vasa Jóns en að lækka skatta almennt. Þetta er stikilsetningin "...hækka þess í stað hlutdeild skattlagningar á fjármagn." Víðir var því ekki lagður í gildru um daginn, hann féll sjálfur í hana með því að "uppljóstra" korteri fyrir kosningar að til stendur að skattleggja atvinnulífið. Og ráðist er á garðinn þar sem hann er lægstur, á einyrkja og smáfyrirtæki og miða á við 1,3 milljóna tekjur....en fróðlegt verður að sjá hvernig álinn smýkur í gegnum snöru þáttastjórnanda.
En annars er lítið að marka "skattastefnu" flokksins, eintómt froðusnakk og engin raunveruleg dæmi tekin. Til dæmis að skerða ekki lífeyri eldri borgara ef þeir vinna svo og svo.
Heimild: Jafnaðarstefna í efnahags- og atvinnumálum
Bloggar | 12.11.2024 | 14:07 (breytt kl. 14:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er sífellt betur að koma í ljós hversu mikill forsjár flokkur Viðreisn er og í raun að flokkurinn er vinstri flokkur. Líkt og aðrir vinstri flokkar er dagskipunin bönn og skattar. Það þarf að hafa vitið fyrir okkur skattgreiðendur og borgara. Nú í nafni loftslagsvá sem eru umdeild vísindi.
Við Íslendingar eigum að vera svo smart og flott og á undan öllum hinum að banna eldsneytisknúna bifreið.
"Viðreisn vill að Ísland verði kolefnishlutlaust og laust við jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. Því ætti að banna leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu. Nýskráningu á bensín- og díselbílum verði hætt árið 2025, nema með sérstakri undanþágu til ársins 2030, segir í málefnaskrá flokksins sem samþykkt var á lansdþingi í febrúar 2023."
Ætla Íslendingar virkilega að samþykkja svona valdboð og nauðung? Og ætla kjósendur virkilega að kjósa svona boð og bönn flokk sem er í dulargervi miðju borgaraflokks? Þegar litið er á stefnuskrá Viðreisnar má sjá að þarna eru á ferðinni hægri kratar og báðir flokkar vilja bensín bílinn burt. Stefnuskráin gæti hafa verið snýtt úr nös Samfylkingar. Sbr. Inngöngu í ESB.
Kíkjum á dæmi sem sannar þetta:
- Full aðild að Evrópusambandinu stuðlar að aukinni hagsæld á Íslandi.
- Samvinna þjóða tryggir og ver mannréttindi, stuðlar að friði, er nauðsynleg til að taka á umhverfismálum, bætir vernd neytenda og tryggir betur réttindi launafólks.
- Mikilvægt er að Ísland taki loftslagsmál föstum tökum og sé virkt í alþjóðlegu samstarfi um lausnir á þeim vanda.
- Ísland á að sýna metnað í alþjóðlegu hjálparstarfi, þróunarhjálp og móttöku flóttamanna.
Það er skelfilegt til þess að hugsa að Viðreisn og Samfylkingin mælast með mesta fylgi í skoðanakönnunum. Annar hvor eða báðir munu sitja í næstu ríkisstjórn. Það "fyndna" er að Samfylkingin er til hægri við Viðreisn ef miðað er við núverandi stefnuskrá flokkanna. Viðreisn er sannkallaður úlfur í sauðagæru!
Viðreisn vill hætta nýskráningu bensín- og dísilbíla á næsta ári
Bloggar | 11.11.2024 | 20:18 (breytt kl. 20:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn rökksami þáttastjórnandi Spursmála, Stefán Einars, afhjúpaði Víðir og flokk hans sem skattaflokk. Ætlunin er að leggja skatta á tekjur yfir 1,3 milljónir króna (sem telst í dag ekki vera ofurlaun).
Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum Svarar nú áróðrinum fullum hálsi
Víðir segist hafa lent í gildru, en sú gildra var reyndar hans eigin orð. Sama hvernig hann snýr sér út úr þessu, vill hann hærri skatta.
Um hvað snýst málið? DV segir frá: "Meðal stefnumála Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar er að loka svokölluðu ehf-gati. Þar með sé betur hægt að tryggja að launatekjur séu skattlagðar með sambærilegum hætti hvort sem þær eru teknar út sem arður eða laun."
Víðir reynir að útskýra mál á þennan veg: "Ástæðan er sú að af launum umfram 1,3 milljónir á mánuði þarf að greiða tekjuskatt í efsta þrepi og auðvitað tryggingagjald, sem er samanlagt yfir 52%. Skattur á arð er hins vegar 37,6% þegar búið er að taka tillit til tekjuskatts fyrirtækja og fjármagnstekjuskatts. Þar munar nokkuð miklu."
Ergo sum: Víðir vill hækka skatta! Honum finnst 37,6% ekki nógu háir skattar! Hann lætur sig dreyma um 52% sem sé "sanngjarnt". Báðir skattaliðir eru of háir, í raun ofurskattar. Sanngjarnir skattar ættu aldrei að vera meira en 20%, á einstaklinga eða fyrirtæki. Virðisaukinn ætti líka að vera í þessu þrepi.
Af hverju að miða við 1,3 milljónir, sem í verðbólgubálinu verða að litlu sem engu innan fárra missera, er óskiljanlegt. Leyfið fólkinu og fyrirtækinunum að að skapa sér arð sem verður svo að sköttum. Ríkið hagar sér oft á tíðum eins og handrukkari, "hvað get ég kreist mikið út þessum lögaðila án þess að blóðmjólka hann" er viðhorfið.
Bloggar | 11.11.2024 | 07:41 (breytt kl. 08:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Byrjum á utanríkis- og varnarmál. Það er sjaldgæft að hægt sé að taka undir orð Björns Bjarnasonar en hann bendir réttilega á að Miðflokkurinn hafi ekki birt utanríkis- og varnarmálastefnu sína nú í kosningabaráttunni. En það þýðir ekki að flokkurinn hafi ekki slíka stefnu.
Miðflokkurinn er borgaraflokkur og sem slíkur er hann líklega fylgjandi NATÓ og varnarsamstarfi við Bandaríkin. Meira er það ekki sem hægt er að sjá. A.m.k. hefur flokkurinn ekki sýnt frumkvæði á sviði varnarmála.
Njáll Trausti Friðbergsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sýnt mikið frumkvæði á sviði varnarmála. Hann var flutningsmaður frumvarps um Rannsóknarsetur öruggis- og varnarmála á síðastliðnu þingi sem bloggritari var á móti. Það hefði verið skynsamara að endurvekja Varnarmálastofnun, því stjórnsýslulega er málaflokkurinn í limbói. Þrjár stofnanir deila verkefnum hennar í dag og átti sú ráðstöfun aðeins að vera tímabundin en hefur verið föst síðan 2015.
En svo má sjá skýra stefnu Miðflokksins að öðru leyti. Landamærastefna er auðvitað utanríkisstefna að vissu leyti og helst vill flokkurinn fara úr Schengen samkomulaginu sem hefur leitt til opinna landamæra.
Miðað við orðræðu formanns flokksins er hann ekki hrifinn af ESB, líkt og þorri landsmanna. Gott ef hann hefur ekki horn í síðu EES og reglugerða farganið sem kemur þaðan árlega.
Réttilega má benda á sjálfstæði löggjafarvaldsins er skert, þegar evrópskar reglugerðir stjórna löggjöf Íslendinga. Það vekur furðu að utanríkisráðherra sem er að fara úr ríkisstjórn skuli enn halda á lofti frumvarp um bókun 35. Það er enginn hljómgrunnur fyrir slíkum málflutningi í dag. Íslendingar hafa ekki vit á að segja upp EES samningnum og því verðum við að stóla á Norðmenn, að þeir gefist upp á honum.
Björn hefur því bæði rétt og rangt fyrir sér. Utanríkisstefna flokksins birtist á mörgum sviðum, en ekki öllum. Varnarmálastefna flokksins er óljós.
Bloggar | 10.11.2024 | 12:05 (breytt kl. 12:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Talandi um forgangsmál sem íslenska stjórnmálaelítan setur sér, þá vekur hugmyndir hennar oft á tíðum furðu. Stjórnmálamennirnir vilja gleyma að þeir eru fulltrúar fólksins í landinu en ekki fólks erlendis. Þeim er treyst fyrir fjármunum þjóðarinnar, sem við öll höfum lagt í sjóð með sköttum okkar. Þetta eru mínir peningar og þínir.
Traustið er jafnan misfarið og stjórnmálamennir halda við valdatöku að þeir hafi komist í fjársjóð sem hægt er að eyða eins og þeim dettur í hug. En þessi fjársjóður er nánast alltaf of lítill og það verður að skipta gullpeningunum sem koma upp úr kistunni réttlátlega og í nauðsynjarverk.
Nú hafa stjórnmálamenn eyrnarmerk skattfé fyrir árið 2025, án umboðs í raun, í erlent stríð. Ber ekki að endurskoða þá ákvörðun?
Eins og kemur fram í titli greinarinnar vantar u.þ.b. 1 milljarð í lögboðin rekstur LHG. En svo kann einhver að spyrja, eru ekki til peningar handa LHG? Jú en peningarnir fara í stríð sem okkur kemur ekkert við og meira en það.
Kíkjum á fjárlagafrumvarpið 2025 og liðinn "04.30 Samstarf um öryggis- og varnarmál" sem er mandran fyrir öryggis- og varnarmál Íslands. Þar segir:
"Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 6.820,9 m.kr. og hækkar um 1.487 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 272,3 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
a. Framlög til málaflokksins hækka um 1.500 m.kr. vegna aukins varnartengds stuðning við Úkraínu, á grundvelli þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, sem samþykkt var á Alþingi í apríl 2024. Horft verður sérstaklega til þess að öll framlög til Úkraínu mæti óskum og þörfum Úkraínu hverju sinni..."
Í raun þýðir þetta fjármagn sem fer í varnarmál stendur í stað eða raunlækkun því verðbólga spilar hér inn í en aukafjármagnið fer í stríðið í Úkraínu!!! Hvernig þessir snillingar fundið út að þetta er "...varnartengdur stuðningur við Úkraínu..." og tengist vörnum Íslands á einhvern hátt, er óskiljanlegt. Ritari væri ánægður ef þetta fé sem rennur til Úkraínu færi í færanlegt bráðasjúkrahús eins og við höfum þegar sent en slíkt kostar um 1,1 milljarð kr.
Á meðan er Landhelgisgæslan án eftirlitsflugvélar en hreyflar hennar eru tærðir og í raun ónýtir.
Tímarnir eru breyttir og fyrirséð er um endalok stríðsins í Úkraínu. Trump sem ætlar sér meiriháttar niðurskurð í ríkisútgjöldum ásamt Repúblikana stýrðu Bandaríkjaþingi munu ekki eyða dollar meir í tapað stríð.
Pútín og Trump eru þegar byrjaðir bera víurnar í hvorn annan opinberlega. Tók eftir að Trump sagði í kosningabaráttunni að hann muni senda sendinefnd þegar til Rússlands að afloknum kosningum til að ræða friðarskilmála. Leiðtogar eru þegar byrjaðir að streyma til Flórída á fund Trumps.
Svona sér ritari fyrir sér friðarskilmálanna: Úkraínu verður meinað að ganga í NATÓ en fær inngöngu í ESB. Donbass héruðin verða sjálfstjórnar héruð eða ríki. Krímskaginn halda Rússar með réttu en sögulega séð hafa þeir átt skagann í 300 ár.
Þessi niðurstaða hefði mátt ná í samningaviðræðum í stað hundruð þúsunda fallina manna á vígvellinum. Íslendingar hafa tekið virkan þátt í stríði í rúm tvö ár. Hvað varð um friðelskandi Ísland?
Bloggar | 9.11.2024 | 10:05 (breytt kl. 11:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það eru ekki bara efnahagslegar afleiðingar af komandi valdatöku Trumps heldur líka pólitískar. Óvinaríki eins og Venesúela og Rússland hafa þegar óskað Trump til hamingju með sigurinn.
Snúum okkur að hræðsluáróðrinum sem óvinir Trumps eru þegar byrjaðir að predika. Þeir segja að með því að reka tugir milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi, muni það skaða efnahag ríkisins. Þessi postular taka þá ekki með í myndina kosnaðinn af ólöglegum innflytjendum.
Nú er leitað á náðir ChatGPT:
"Áætlaður heildarkostnaður á ári vegna ólöglegra hælisleitenda: 58-60 milljarðar dollara
Þessi heildarkostnaður inniheldur bæði beinan kostnað (heilsugæslu, menntun, löggæslu) og nokkurn óbeinan kostnað (t.d. samfélagsþjónustu, réttarmeðferð). Hins vegar er rétt að taka fram að þetta er gróft mat, þar sem ekki eru allir óskráðir innflytjendur hælisleitendur og ekki er allur kostnaður beint að rekja til mála sem tengjast hæli.
Hagnaður í tekjum
Á hinni hliðinni leggja innflytjendur án skráningar, þar á meðal hælisleitendur, til milljarða með sköttum, sérstaklega sölu- og eignarsköttum. Fjárlagaskrifstofa þingsins (CBO) áætlaði að að meðaltali greiði óskráðir innflytjendur um 10-15 milljarða dollara árlega í skatta.
Nettókostnaðaráætlun
Ef maður dregur frá áætluð skattframlög gæti nettókostnaður innflytjenda án skráningar, þar með talið hælisleitenda, verið á bilinu 45-50 milljarðar dollara á ári. Þetta er áætluð tala, mjög háð þeirri stefnu sem er til staðar og hvernig kostnaði er stjórnað á ríkis- og sambandsstigi." Tilvísun í ChatGPT endar.
Nú eru vinstrilingarnir farnir að predika að tolla- og efnahagstefna Trumps muni leiða til efnahagshruns. Þessir "snillingar" eru fljótir að gleyma seinustu valdatíð Trumps, þar sem efnahagurinn blómstraði og hörð tollastefna hans leiddi til gífurlegs hagvöxt í Bandaríkjunum, sögulega lága verðbólgu, orkuverð í lágmarki og dagvöruverð í lægstu hæðum.
Efnahagur Bandaríkjanna eftir skattalækkanir og verndatolla
Trump boðar skattalækkanir, það þýðir minni tekjur. Það eru nokkrar leiðir til að mæta tekjutapi fyrir ríkissjóð (sama lögmál gildir fyrir Ísland). Stækka þjóðarkökuna sem Trump ætlar að gera með því að gera Bandaríkin að mesta olíu- og gasríki heims. Það geta Bandaríkjamenn auðveldlega, því að þeir eiga mestu orkulindir heims og hvetur til innlenda framleiðslu aukningu á öllum sviðum. Svo er það verndartolla stefna Trump sem vinstri menn hafa gagnrýnt harðlega en minnast ekki á að Biden tók ekki þessa tolla af þegar hann tók við völdum. Hann hélt þeim gagnvart Kína! Eru viðskiptin á milli ríkjanna eitthvað verri?
Keðjuverkun mun eiga sér stað. Fólk vill gleyma að orkan (sama hvaðan hún kemur) knýr efnahagslíf þjóðfélagsins. Íslendingar eru mjög heppnir að vera að mestu orku óháðir og geta treyst á innlenda orku. Ef Íslendingar þyrftu að nota erlenda olíu myndi það kosta þjóðfélagið tugir ef ekki hundruð milljarða króna árlega. Ef orkuverð er lágt, er allur fyrirtækjakostnaður lágur, það þýðir lægra vöruverð og hærri laun. Verðbólga helst lág og fjárfestingar í hámarki = þjóðarkakan stækkar. Er ekki hagsældartímabil framundan ef friður kemst á og efnahagur blómstrar?
Meira segja Íslendinga græða á þessari efnahagsuppsveifu Bandaríkjanna. Kíkjum á tollakjör Íslands gagnvart Bandaríkjunum. Ísland hefur "Normal Trade Relations (NTR) duty rate" eða "Most Favoured Nation (MFN) duty rate" stöðu gagnvart Bandaríkjunum. Þetta þýðir að íslenskar vörur njóta lægri toll- eða tollfríðinda, til dæmis á drykkjarvörum, sem eru undanþegnar tolla samkvæmt þessum kjörum. Hins vegar þarf engu að síður að greiða sérstakan vörugjald eða áfengisgjald eins og innlendir framleiðendur í Bandaríkjunum, ef varan fellur undir slíka gjaldtöku.
Þetta stöðugildi tryggir Íslandi ákveðin efnahagsleg kjör í viðskiptum við Bandaríkin, sem er mikilvægt fyrir útflutningsaðila á ákveðnum vörumarkaði.
Áður en við látum tilfinningar okkar gagnvart persónunni Trump leggja þoku yfir skynsemi okkar, ættum við að hafa í huga að samskipti ríkjanna hefur verið gífurleg sterk og ná til seinni heimsstyrjaldar. BNA voru fyrst til að viðurkenna íslenska lýðveldið og hafa lagt sitt til íslensku þjóðarkökuna (Varnarlið var stór hluti af íslensku efnahagslífi um áratugaskeið). Bandaríkin hafa líka verndað okkur og sparað okkur herkostnað en án Bandaríkjanna hefðu Íslendingar neyðst til að stofna íslenskan her. Það væri því heimskulegt að móðgast og vinna gegn stjórn Trumps næstu fjögur árin; það er gegn íslenskum hagsmunum!
Bloggar | 8.11.2024 | 19:01 (breytt kl. 22:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Úrslit kosninganna í Bandaríkjunum og í Evrópu undanfarið er skýr skilaboð almennra borgara til ráðamanna að fólk almennt er búið að fá nóg af öfga vinstri stefnu. Almennt hafa vinstri flokkar farið langt til vinstri, líka Demókrataflokkurinn sem hafði haldið sig á miðjunni.
Fólk vill almennt ekki opin landamæri, skattaáþján, afskipti ríkisvaldsins af einkalífi fólks og skert tjáningarfrelsi. Það vill eiga fyrir nauðþurfum, viðhalda fjölskylduna, vinna sín störf og fá að tjá sig sem borgarar í lýðræðisríki.
Fjölmiðlar reyndu að mála Donald Trump sem Hitler endurborinn en fólk vissi sem var, að Trump hafði sannað sig sem forseti og forsetatíð hans var farsæl. Engin stríð, efnahagurinn blómstraði, lítið atvinnuleysi og kaupmáttur almennt var góður. Allir hópar, líka minnihlutahópar, gekk vel.
Held að flestum Íslendingum sé illa við Trump, enda búið að mála hann sem mann sem er ekki húsum hæfur. Engin getur þó bent með rökum af hverju hann var svona vondur forseti (utan orðbragð hans). Íslenskir fjölmiðlar hafa copy/paste fréttaumfjöllun bandaríska megin fjölmiðla sem hefur hingað til verið mjög neikvæð gagnvart Trump og Repúblikana almennt. Eina sem Íslendingar ættu að hafa áhyggjur af, er hvernig samskiptin verða við Bandaríkin í kjölfar valdaskiptanna vestan hafs.
Meginfjölmiðlar eru búnir að missa allan trúverðleika gagnvart almenning og traustið er farið. Hvort þeir misstu trúverðleikan við að taka niður Trump eða nýja fjölmiðlabyltingin, með samfélagsmiðlana hafi þarna spilað megin rullu, er erfitt að segja.
Megin mistök almennings og fjölmiðla er að rugla saman persónu og pólitíska stefnu. Það heldur að maður sem er tungulipur og kurteis í tali sé góður leiðtogi. Raunveruleikinn er annar. Enginn verður leiðtogi nema að hafa bein í nefinu og vera valdafíkill. Persónan skiptir minna máli en pólitísk stefna hennar. Þori að fullyrða að allir stjórnmálaleiðtogar hafa einhver leyndarmál að fela.
Bloggar | 8.11.2024 | 10:49 (breytt kl. 10:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020