Miðjan vann kosningarnar

Bloggritari spáði að hægri bylgjan næði ekki til Íslands.  Það rættist ekki nema að hluta til. Segja má að miðjan hafi unnið þessar kosningar.  Flokkarnir sem komust á þing teljast allir vera nokkuð hófsamir en öfgaflokkarnir, sem reyndust allir til vinstri, féllu af þingi.  Sósíalistaflokkur Íslands, VG og Píratar teljast allir róttækir vinstri flokkar.

Þeir flokkar sem völdust inn á þing, Viðreisn, Samfylkingin, Framsókn, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn teljast allir vera nokkuð hefðbundnir flokkar. Líklega er Flokkur fólksins róttækastur í dag en erfitt er að flokka flokkinn eftir vinstri - hægri ásinn. Til dæmis í landamæra stefnu flokksins sem er líklega til hægri. Sagt er að Viðreisn sé klofningur úr Sjálfstæðisflokknum en erfitt er að sjá það af stefnumálunum sem eru líkari stefnumálum Samfylkingar.

Hófsömu vinstri stefna vann kannski ef Viðreisn, Samfylkingin og Flokkur flokksins eru flokkuð saman. Hvers konar ríkisstjórn verður veit enginn. Dettur í hug Viðreisn, Samfylkingin og Miðflokkurinn saman í ríkisstjórn. Kröfur FF eru óraunhæfar ef formaðurinn heldur fast í þær um lágmarks laun um 450 þúsund krónur. Það þorir líklega enginn að spyrna sig saman við Sjálfstæðisflokkinn eftir útreið hans. En ef það væri einhverjir flokkar sem vildu það, væri það FF og Miðflokkurinn sem báðir vilja ólmir komast í ríkisstjórn.

Formaður Framsókn virðist gefa skít í allt, ef marka má vonbrigði hans er honum var ljóst að hann væri á leið inn á þing í miðju sjónvarps umræðum formannanna. Hann virðist ákveðinn að fara ekki í ríkisstjórn enda bara með fimm manna þingflokk. Þannig að það eru fimm flokkar sem eru um hituna.


Varnarmálastofnun eða varnarmálaráðuneyti?

Ég renndi yfir bók Arnórs Sigurjónssonar, "Íslenskur her" í fyrsta sinn í vikunni.  Því miður var ekki mikill efniviður í henni, bókin um 56 bls. á íslensku og annað eins á ensku. Hún snýst um hugrenningar hans um stofnun íslensks hers og stofnun varnarmálaráðuneytisins.

Ég starfaði hjá utanríkisráðuneytinu um árabil og var þar starfandi er fagnað var 50 ára afmæli varnarsamningsins 2001. Ég tók þátt í að búa til afmælisrit - smárit í tilefninu sem og ljósmyndasýningu.  Ég kynntist því starfi varnarmálaskrifstofunnar af eigin hendi, varð þeim innan handa enda menntaður "hernaðarsagnfræðingur". Ég kynntist líka Varnarliðinu og fulltrúa þess.

Mér fannst störfin sem unnin voru á skrifstofunni fagleg og meira segja var þá liðsforingi starfandi á skrifstofunni. En vægi skrifstofunnar var þá ekki mikið. Menn prískuðu um að það væri kannski 10 ár í að menn láti verða af því að stofna íslenskan her en ekkert bólar á honum ennþá.   

Ég reyndist sannspár í skýrslu árið 2000 að Bandaríkjaher væri að huga að því að týgja sig í burt, sem raungerðist 2006. Ég mat það svo að varnir Íslands væru á forsendum Pentagons, ekki Íslands sem reyndist rétt. Bandaríkjaher réði ekki við að standa í tveimur stríðum samtímis og dró sig í burt einhliða.  Ekkert hefur breyst síðan, herstöðin á Keflavíkurflugvelli er rekin á hálfu dampi eins og gert var milli 1945 og 1951, nokkuð hundruð manns starfandi og fljótandi á milli Bandaríkjanna og Íslands.

Árið 2005 lagði ég til í blaðagrein í Morgunblaðinu að varnarmálastofnun yrði stofnuð sem og gerðist síðar en fljótleg niðurlögð. Mikil mistök. Síðan þá hafa þrír aðilar deilt með sér varnamálaflokkinn, Landhelgisgæslan, Ríkislögreglustjóri og varnarmálaskrifstofan og verkaskiptingin óljós og gert til bráðabirgða en hefur staðið óbreytt allar götur síðan.   Njáll T. Friðbergsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins reyndi á síðasta þingi að koma í gegn stofnun Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála en án árangurs að ég best veit.

Ég tel að bæði Njáll og Arnór nálgist málið á röngum forsendum. Ekki er þörf á varnarmálaráðuneyti á meðan það er enginn íslenskur her. Ekki er þörf á rannsóknarsetri (á vegum HÍ) þegar varnarmálastofnun getur sinnt þessu hlutverki.  Varnarmálastofnun er það sem við þurfum á að halda og endurreisa.  Hlutverk þess væri þríþætt:

1) Samþætting varnarmála og málaflokkurinn tekinn úr höndum ofangreindra þriggja aðila. Varnarmál eru bæði innanríkis- og utanríkismál.  Stjórnsýslulega óreiðan sem nú ríkir úr sögunni.

2) Fræðilegar rannsóknir á öryggis- og varnarmálum sem sífellt væru í gangi.

3) Forvirkar ,,njósnir" eða leyniþjónusta (verst að það er ekki til annað hugtak).  Allir herir í heiminum hafa leyniþjónustu. Það er enginn James Bond glamur yfir þessari starfsemi ef menn halda það, heldur hrein og bein upplýsinga leit, mat og ráðgjöf til stjórnvalda. 

Nú er að sjá hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn. Kemst málið á skrið eða áfram hunsað?  Það fer eftir því hvort að Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda eða ekki. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún og Njáll, hafa skilning á málaflokknum og vilja til að gera eitthvað í málinu. Aðrir flokkar þeigja þunnu hljóði.

Á meðan er engin fagleg vinna unnin af sérfræðingum og mat á öryggis- og varnarmálum í skötulíki.


Kappræður leiðtoga stjórnmálaflokka landsins

Bloggritari nennti ekki að horfa og hlusta á leiðtoga flokkanna í kappræðum gærkvöldsins. Svona kappræður minna á ræðukeppnir framhaldsskólanna, þar sem einstaklingar keppast um að vera sem sniðugastir og snjallir í máli. Undirritaður fékk að heyra að þessi og þessi formaður hafi bara verið skörungslegur í málflutningi.

Þá vill fólk gleyma að leiðtogarnir, jafnvel þeir sem stofnuðu flokkanna sem þeir stýra, eru ekki einir á ferð og ekki eyland. Það er nefnilega stór hópur manna, stundum kallaður innsti kjarni, sem er í kringum formanninn og hafa áhrif á á skoðanir og ákvarðanir formannsins.

Formaðurinn skiptir máli, ekki má misskilja það. Tökum dæmi. Er ein ástæðan þess að VG greinist í ruslflokki og fellur hugsanlega af þingi vegna þess að skipt var um formann? Viðkunnugleg kona hættti í miðjum klíðum og fór í forseta framboð og eftir sátu flokksmenn með eintóma jókera og formann sem er ekki út á setjandi.

Svo er það formaður Samfylkingarinnar sem kom eins og stormsveipur inn í stjórnmálin. Allt í einu var flokkurinn kominn aðeins til hægri við miðjuna sem vakti mikla hrifningu margra. Þá gleyma menn að hugum djarfi leiðtoginn er ekki einn. Þarna leynast margir jókerar úr fortíðinni sem hafa ollið miklum skaða fyrir flokkinn. Má þar nefna ritstjórann með vafasama fortíð og hrökklaðist úr framboði en annar situr sem fastast og það er borgarstjóri sem skyldi höfuðborg landsins í rjúkandi rúst og ætlar að læðast inn á Alþingi, lofaði að vera góður strákur og ekki fara í ráðherrastól. Sumir ætla að kjósa Samfylkinguna bara út af formanninum, ekki málefnum eða skuggalega fortíðar flokksins og flokksmanna.

Svo eru það formenn Flokk fólksins og Miðflokksins. Báðir sköruglegir leiðtogar sem bera uppi flokkanna. En þeir eru ekki einir. Málefnaskrá þeirra virðist vera nokkuð góð ef miðað er við borgararalega stefnu þeirra og það á líka við um Lýðræðisflokkinn sem byggist upp í kringum lýðfylgi formannsins.

Þá er komið að Sjálfstæðisflokknum sem formaðurinn einn og óstuddur virðist vilja draga niður flokkinn í svaðið með sér. Hann segir ekki af sér þótt flokkurinn nálgast eins stafs fylgi.

Píratar...hvar eru þeir eiginlega? Enginn leiðtogi né stefna og fólk sem er ægilega hrifið af internet stefnu flokksins er orðið loks þreytt á stefnuleysinu. Flokkurinn gæti dottið af þingi, fáum harmdauði.

Formaður Framsóknar hefur falið sig allt kjörtímabilið, skýst fram þegar þarf að klippa borða á brúm eða öðrum mannvirkjum, hefur ákveðið að fela sig í öðru sæti kjördæmi sins. Er hann á leið úr pólitík, gefur skítt í þetta...látið mig bara í annað sæti?

Já, formennirnir skipta máli en einnig fólkið í kringum þá og stefna flokkanna.


DOGE er stefna Milton Friedman á sterum! Af hverju ekki á Íslandi?

Nýja niðurskurðar- og hagræðingar "ráðuneyti" Bandaríkjanna "DOGE" með Elon Musk og Vivek Ramaswamy í forsvari ætlar að skera upp ríkisbálkið og ekki bara það, heldur leggja stóran hluta þess niður. Argentína reið á vaðið um árið og er að uppskera í þessum skrifuðum orðum uppskeruna.

Engar slíkar fyrirætlarnir eru í gangi á Íslandi og ef eitthvað er boða allir flokkar, utan Lýðræðisflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Ábyrgðar framtíðar og Miðflokkurinn, óbreytta skattastefnu og jafnvel hærri skatta = Samfylkingin. Ekki á einu sinni að skera niður eitt stöðugildi hjá hinu opinbera - ríkinu. Nýjasta nýtt í stækkun bálknsins er mannréttindastofnun Íslands sem á að sóa peningum í tilgangslaust hjal árið um kring.

Já, bálknið stækkar, reglugerðabunkanir verða að pappírsfjöllum, og Íslendingar hæstánægðir með að kjósa yfir sig skattaflokka og aukin ríkisafskipti. Gott ef þeir láta ekki plata sig í ESB í þessum kosningum.  Verði þeim að góðu á morgun. Þetta kusuð þið og ekki kvarta næstu 4 árin yfir verðbólgu, háu matvælaverði, skattaáþján, háu orkuverð, skort á húsnæði, lélegu velferðakerfi sem og heilbrigðiskerfi og opnum landamærum. Ykkar er og var valið.

 

 

 


Kamelljónið Trump sigrar alla andstæðinga

Umdeildasti forseti Bandaríkjanna síðari tíma, jafnvel frá upphafi, er Donald Trump. Það er fáir forsetar sem ná að vera eins hataðir eða elskaðir eins og hann. Andrew Jackson kemst næst honum og svo má minna á Abraham Lincoln sem nú er í dýrlingatölu en var hataðar af andstæðingum sínum, svo mikið að hann var drepinn.

Meiri segja tap í síðustu forseta kosningum 2020 hefur reynst honum heilladrjúpt. Í stað 8 ára valdtíðar, nær valdatíð hans 12 ár, beint og óbeint, og hann getur bent á 4 ára valdatíð Joe Biden sem víti til varnaðar. Eflaust munu áhrif hans eftir næsta valdskeið ná langt fram í tímann.

Aðrar eins árásir pólitískra andstæðinga hans hefur ekki sést síðan...?  Á meðan hann gengdi embætti sætti hann stanslausum rannsóknum, sem hann var sýknaður af og hann var ákærður fyrir embættisafglöp tvisvar sinnum og í bæði skiptin sýknaður. Eftir að hann lét af embætti, var hann látinn í friði en um leið og hann sagðist ætla að bjóða sig fram aftur, rigndi yfir hann ákærður, bæði opinberar ákærur og einkamála ákærur.  Nú þegar hann er að verða forseti á ný, hafa allar ákærurnar fallið um sjálfa sig enda af pólitískum rótum. 

En það er ekki nóg að taka hann af lífi pólitískt, heldur á að taka hann bókstaflega af lífi. Reynt hefur verið að drepa hann í tvö skipti, sem auðljóslega mistókst, en morðsveitir Írana eru enn á eftir honum og leynast í mannhafinu í Bandríkjunum.

Trump er kjaftfor, sjálfhverfur og valdafíkill.  En hann á líka sínar góðu hliðar, en það er trygglindi og fyrirgefning (síðasta dæmi er Mark Zuckenberg, eigandi Facebook). Þannig að hann er eins og hann er.  En fyrir okkur hin, sem látum ekki persónunina trufla okkur, skiptir máli hvað hann gerir sem forseti.  Hingað til hefur það verið jákvætt sem hann hefur gert.

 

 

 

 

 

 


Hægri bylgjan í Evrópu og Bandaríkjunum nær líklega ekki til Íslands

Mikil uppreisn er nú meðal almennings í Bandaríkjunum gegn öfga vinstri stefnu vinstri manna síðastliðina áratugi. 

Svo kallað frjálslindi hófst eins og margt annað í Bandaríkjunum með hippamenningunni og andstöðu við stríðið í Víetnam. Af því að háskólanemar voru aðal uppreisnarmennirnir, og þeir urðu svo háskólakennarar, mallaði og kraumaði þessi ný-marxista stefna í háskólum landsins sem og á Vesturlöndum. Og hefur gert allar götur síðan.

Ný-marxista kennarar hafa alið upp nokkrar kynslóðir og því er kynslóðin sem nú er að alast upp veikgeðja, duglítil og áttavillt. Hún veit ekki einu sinni hvað það eru mörg kyn (tvö sem eru ungir og lesa þetta). Öll hefðbundin norm hafa verið hent út í hafsauga og einnig gildi.  Þetta gildir um Bandaríkin, Evrópu og Ísland.

Eins og áður sagði er ákveðin uppreisn, fólk vill hefðbundin gildi, byggja hús, kaupa bíl og eignast börn. Ekki daður við jarðar stefnur.  En nú stefnir að það verði engin uppreisn á Íslandi. Menn kjósa áfram stefnur vinstri manna og meira segja öfga vinstri manna, Sósíalistaflokk Íslands. Líkurnar á vinstri stjórn eftir kosningar eru miklar. Önnur stjórnarmyndun er miðju - vinstri stjórn.  Þessi hægri bylgja er því ekki að koma til Íslands að þessu sinni. Menn eru búnir að gleyma síðustu vinstri stjórn.  Minni kjósenda nær greinilega bara eitt kjörtímabil. 


Er þetta maðurinn sem myrti John F. Kennedy?

Það má búast við að það komi fljótlega endir á þetta frægasta morð 20. aldar (sögunnar?)  Hér er viðtal við meintan morðingja John F. Kennedy. Hvort James E. Files er raunverulegur morðingi J.F.K. er formlega ósannað.  Viðtalið sjálft er athyglisvert og ótrúlegt hversu nákvæm svör hans voru.  Annað hvort er hann vel lesinn um morðið á JFK eða hann var raunverulegur þátttakandi í aftökunni/laummorðinu.  Frásögn hans ber saman við helstu "samsæriskenningar" um að CIA hafi staðið að morðinu með hjálp mafíunnar.

Það er tvennt sem ýtir undir að málið leysist fljótlega. Hið fyrra er að Robert F. Kennedy jr. er að fara inn í ríkisstjórn Trumps. Sá síðarnefndi sér eftir að hafa látið dómsmálaráðherra sinn tala sig af að birta öll óbirt skjöl um málið.  Sjálfur hefur Trump orðið fyrir tveimur morðtilræðum og er ólíklegur til að hylma yfir CIA.

Hitt er að Trump hugsar CIA og FBI þeigandi þörfina. Báðar stofnanir, yfirmenn hennar a.m.k., unnu markvisst að grafa undir völdum ríkisstjórnar hans 2017-21 og honum persónulega.  Ný tilskipaður dómsmálaráðherra sem talinn er vera mikill trumpsinni, verður bolabítur hans.  Svo á einnig við um skipanir yfirmanna leyniþjónustunnar. Menn verða reknir út og suður.

Meiriháttar uppgjör verður við djúpríkið sem FBI og CIA eru hlutar af, varðhundar þess. Allar skipanir í ríkisstjórn Trumps snúa að gera árás á djúpríkið og bálknið. Trump hefur fullt umboð til verka, en vinsældir hans hafa aukist eftir kosningarnar og 57% Bandaríkjamanna lýst vel á fyrirætlanir hans sem er mun meira en úrslit kosninganna sögðu til. Hann fékk 312 atkvæði kjördæmisráðs og um 77 milljónir atkvæða sem eru 2 milljónir fleiri en hann fékk 2016. Repúblikanar fengu líka meirihlutann í Fulltrúardeildinni og Öldungadeildinni. Þjóðin stendur á bakvið Trump, a.m.k. í byrjun.  

Hér er viðtalið við Files, bloggritari ætlaði að horfa aðeins í fáeinar mínútur en klára myndbandið að fullu.

 

 

 

 

 

 


Ísöld versus hnattræn hlýnun

Nútímamaðurinn heldur að hann sé almáttugur og hann geti stjórnað nátttúrunni.  Hann getur það að vissu leyti en ekki öllu. Mesta vá sem hann er ábyrgur fyrir er mengun og eyðing vistkerfa; plantna og dýra. Hann er hins vegar nokkuð vanmáttugur gagnvart hitastigi jarðar. 

Maðurinn heldur að útblástur loftegundina CO2 (sem hann ber lítið ábyrgð á, náttúran blæs mest af henni í andrúmsloftið), breyti hitastigi jarðar.  Sannleikurinn er að jörðin gengur í gegnum tímabil sem við upplifum sem ísaldir eða hlýindaskeið.  Síðast ísöld var fyrir rúmum 10 þúsund árum.  

Af hverju eru hlýindaskeið eða kuldaskeið? Það síðarnefnda verður þegar minni af sólargeislum skín á norðurhvel jarðar. Jöklar skríða fram. Menn eru áhyggjufullir að jöklar hverfi á Íslandi og annars staðar, en gleyma að jöklar lúta sömu lögmálum og flóð og fjara, ganga fram og aftur.

Lögmálin sem hér liggja að baki er fjarlægð jarðar (braut jarðar gagnvart sólu) frá sólu og styrkur geisla sólar sem og halli jarðar. Í dag hallast ás jarðar 23,5 gráður frá brautarplani hennar um sólina. En þessi halla breytist. Á hringrás sem er að meðaltali um 40.000 ár er halli ássins breytilegur á milli 22,1 og 24,5 gráður. Vegna þess að þessi halla breytist geta árstíðirnar eins og við þekkjum þær orðið ýktar en líka tímabil hlýindaskeiða og kuldaskeiða.

Það er því alveg öruggt að kuldaskeið kemur aftur. Sumir segja að við séum að fresta næstu ísöld en það er lítið, því eins og áður sagði, er það nátttúran sem blæs mest af gróðurhúsa lofttegundum, ekki maðurinn.

 

Hér er sagt frá því þegar grunnvatn er uppdælt í miklu mæli hefur það áhrif á halla jarðar. Hver hefði trúað því að uppdæling grunnvatns myndi hafa þau áhrif að trufla snúning eða halla jarðar?

Why is earth tilting?


DV gengið í lið með ESB aðildar sinnum - hræðsluáróður korteri fyrir kosningar

Nú er DV farið á flug eins og fuglinn Íkarus. Nú láta Evrópusambandsinnar sig dreyma um að Norðmenn séu á leiðinni í ESB með breyttri alþjóðlegri stöðu og tekur DV undir þetta. Forsendurnar eru langsóttar.

Ímyndað er að Bandaríkjamenn yfirgefi einu bandamenn sína í heiminum, Evrópuþjóðirnar, sem hafa alltaf staðið með Bandaríkjunum og yfirgefi NATÓ einhliða.

Trump getur ekki yfirgefið NATÓ, því að Evrópa er fyrsta vörn Bandaríkjanna gegn árásum úr austri og suðaustri. Frá Rússland og alla leið niður í rauða hálfmánann.  Án Evrópu væru Bandaríkjamenn í vondum málum. Austurströndin berskjölduð og það væri enginn Noregur til að loka fyrir kafbátaferðir Rússa fyrir Kólanskagann, (og ekkert Ísland né GIUK hliðið) væri austurströndin galopin. Helstu birgðastöðvar Bandaríkjanna fyrir næsta stríð eru einmitt í Noregi. Keflavíkurflugvöllurinn er framlínu herstöð sem brjálæði væri að yfirgefa að fullu eða herstöðvarnar í Noregi eða Bretlandi. 

Annað mál er með vesturströnd Bandaríkjanna, þar er hið gríðarlega stóra haf, Kyrrahafið, nokkuð góð vörn. Þannig að reyna að tengja NATÓ - aðild Evrópuþjóða við EES- saminginn eða inngöngu í ESB er fjarstæðukennt.

Noregur er í sömu stöðu og Sviss, forríkt land, fjallaland með góðar varnir og eru bæði ríkin í góðri stöðu gagnvart Evrópusambandinu.

Í grein DV segir að Norðmenn telji sig þurfa að sækja um inngöngu í ESB ef Ísland færi í ESB. Þarna er blaðamaðurinn að hlusta á norska ESB-aðildarsinna, ekki raunverulegan vilja almennings. Ef eitthvað er, þá eru Íslendingar og Norðmenn í verri stöðu ef Trump ætlar sér að fara í tollastríð við ESB. Hann er búinn að hóta því að leggja 10% tolla á sambandið sem hann gerir örugglega. Þessi tollar munu ekki falla á Ísland eða Noreg eða aðrar EFTA þjóðir, því við erum ekki í sambandinu. Noregur og Ísland eru of mikilvæg lönd fyrir varnir austurstrandar BNA að þeir geri eitthvað svo heimskulegt.

ESB hefur 5% af mannkyninu innanborðs og það kemur ekki í stað ótal fríverslunarsamninga sem Ísland/EFTA hafa gert. Íslendingar hafa gert fríverslunarsamninga við ótal ríki, sjá fyrri grein mína.

ESB, EES og fríverslunarsamningar

Og staða Íslands gagnvart efnahagsveldið Bandaríkin er nokkuð góð. Ísland hefur sérstaka stöðu samkvæmt svokölluðum Normal Trade Relations (NTR) tollakjörum (áður nefnt Most Favoured Nation, MFN). Þessi staða tryggir Íslandi betri viðskiptakjör en mörgum öðrum ríkjum utan WTO eða ríkjum sem ekki njóta NTR-tollkjara. En hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Engir tollar eru á mörgum vörum. Bandaríkin leggja almennt enga tolla á margar íslenskar útflutningsvörur, sérstaklega iðnaðarvörur og sjávarafurðir, vegna NTR-tollkjara. Þetta gerir íslenskum fyrirtækjum kleift að flytja vörur til Bandaríkjanna á hagkvæmari hátt en mörg önnur lönd.

NTR-staðan er byggð á reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), þar sem Ísland og Bandaríkin eru bæði aðilar. Þetta þýðir að Ísland nýtur sama tollakosts og önnur ríki sem hafa NTR-stöðu, nema sérstaklega samið hafi verið um annað.

Engin undanþága frá sérsköttum. Þó að tollar séu ekki lagðir á margar íslenskar vörur, þarf Ísland að greiða innlenda skatta (að sjálfsögðu!), líkt og bandarískir framleiðendur. Þetta eru gjöld sem Bandaríkin leggja almennt á allar vörur, hvort sem þær eru innfluttar eða framleiddar innanlands. Til dæmis fellur excise tax (sérskattur) undir þetta, sem allir framleiðendur og innflytjendur þurfa að greiða.

Ísland nýtur þess að vera í hópi ríkja sem fá bestu kjörin í tollum, njóta því ákveðin samkeppnisforskot gagnvart mörgum öðrum þjóðum, nema þau ríki sem hafa undirritað tvíhliða fríverslunarsamninga við Bandaríkin.

Er ekki kominn tími á að Evrópusinnar hætti að beygja sannleikann í áróðri sínum? Það er mjög erfitt fyrir venjulegan borgara að átta sig hver fullur sannleikur er, oft er otað að honum hluta af heildarmyndinni, en kostir og ókostir aldrei bornir saman.

Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun


Einka utanríkisstefna núverandi utanríkisráðherra

Bloggritari verður ávallt áhyggjufullur er hann sér að núverandi utanríkisráðherra er að tjá sig í fjölmiðlum.  Það er næsta öryggt að nýmæli eru á ferðinni þegar hann opnar muninn um alþjóðamál.

Allir þekkja einkastríð ráðherrans gegn Pútín, diplómatastríðið sem hann háði án þess að spyrja kóng eða prest. Svo eru það frægu vopnasendingarnar til Úkraínu sem nema meira en fjármagnsgatið sem Landhelgisgæslan er að biðja stjórnvöld um að fylla. Fáir vita af því að það á að senda 1,5 milljarða króna á næsta fjárlagaári til stríðs sem er tapað og samið verður um friður á útmánuðum næsta árs. Á meðan er eina eftirlitsvél LHG kyrrsett, vegna þess að það eru ekki til peningar til að gera við tærða hreyfla vélarinnar.

Svo eru það kosningaafskiptin í Georgíu, smá ríki í Kákasus sem fæstir Íslendingar vita af að er til eða finna á landabréfakorti. Allar aðgerðir utanríkisráðherrans snúa að Rússlandi.

En utanríkisráðherra á í útistöðum við fleiri óvini. Annað ríki, efst á fjandmannalistanum er Ísrael. "Ísland virðir handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins á hendur Netanjahú." segir RÚV.

Ætla mætti að mikil samstaða sé um þessa handtökuskipan meðal ríkja. En er það svo? Margir líta svo á að handtökuskipanin sé af pólitískum rótum og einkum persónulegum forsendum viðkomandi saksóknara.

Að sjálfsögðu eru Bandaríkin ekki sammála þessu, né Ísrael en fleiri ríki eru ekki sammála. Má þar nefna Argentínu, Austurríki, (Ástralía svaraði í véfréttastíl), Búlgaría, Kína kom með véfrétta svar en önnur eru sammála þessari handtökuskipan, þá einna helst ríki sem teljast vera vinstri sinnuð.

En lítum okkur nær og hvað segja Norðurlöndin? Danmörk styður alþjóðadómstólinn, Finnland líka, Noregur einnig, Svíþjóð er með óljóst svar.  Utanríkisráðherra er þar með að "herma" eftir ályktanir annarra Norðurlandaþjóða.  Þýskaland er á báðum áttum en Ungverjaland hefur boðið Netanjahú í heimsókn! 

Nokkur önnur ríki hafa tekið afstöðu með eða á móti.  En skráðar þjóðir í Sameinuðu þjóðunum eru rúmlega 200 talsins og mikill meirihluti segir ekki neitt.

Mapping State Reactions to the ICC Arrest Warrants for Netanyahu and Gallant

Hvers vegna utanríkisráðherra er að taka afstöðu í pólitísku álitamáli, starfandi í starfsstjórn, er óskiljanlegt. Hvað með þá gullnu reglu að þeigja þegar ekki er þörf á að tala? Það er enginn að þrýsta á svör frá Íslandi, meiri hluti þjóða hefur ekki myndað neina afstöðu, og öllum er sama hvað Ísland segir.

Þegar utanríkisráðherra örríkis heldur að hann sé drottning, en ekki peð á alþjóða skákborðinu, er illt í efni. Eina sem þetta brölt leiðir af sér er að vekja athygli á Ísland á röngum forsendum og búa til öfluga óvini. Minni hér á blendnar móttökur Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til Íslands. Þar var bitið í höndina sem fæðir og verndar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband