Annað hvort er það svoleiðis eða viðkomandi fréttamenn eru illa lesandi á erlend tungumál. Í frétt í dag um að Danir ætli að spýta í og auka framlög í varnarmál í 2,4% af vergri landsframleiðslu, segir eftirfarandi: "Í fyrra voru 4.700 manns í danska hernum, fjórðungur þeirra konur. Stefnt er að því að hermennirnir verði 6.000 árið 2028." Herskylda lengd og útgjöld til varnarmála aukin
Hið rétta er að það eru 24,400 manns í danska hernum og 63,000 í varasveitum. Svo hafa Danir heimavarnarlið - Hjemmeværnet með 43 þúsund virka meðlimi og hefur starfað í 75 ár. Danski herinn er með elstu herjum Evrópu og státar af 409 ára samfellda sögu og hefur gengið í gegnum glæsta sögu, tekið þátt í mörgum stríðum og verið stórveldi.
En það er rétt að miklar breytingar eru í gangi varðandi danska herinn. Síðasta áratuginn hefur konunglegi danski herinn gengið í gegnum gríðarlegar umbreytingar á mannvirkjum, búnaði og þjálfunaraðferðum, yfirgefið hefðbundið hlutverk sitt sem varnarher gegn innrásum og einbeitt sér þess í stað að aðgerðum utan svæðis, meðal annars með því að draga úr stærð varaliðs og auka virka hluta sinn (standandi her). Það er að segja að breyta úr 60% stoðkerfi og 40% aðgerðagetu, yfir í 60% bardagaaðgerðagetu og 40% stoðkerfi.
Þegar það er að fullu komið til framkvæmda mun danski herinn geta sent 1.500 hermenn til frambúðar í þremur mismunandi heimsálfum samtímis, eða 5.000 hermenn til skemmri tíma, í alþjóðlegum aðgerðum án þess að þörf sé á óvenjulegum ráðstöfunum eins og þingið samþykki frumvarp um fjármögnun stríðs. Þetta er því orðinn her sem getur háð stríð erlendis.
Líklega á fréttakonan sem skrifaði greinina við að fjölga eigi í danska hernum um 6000 þúsund manns sem hljómar sennilegt.
En hvað eru Íslendingar að gera á sama tíma og aðrar Evrópuþjóðir undirbúa sig undir breyttan veruleika? Ekkert.
Bloggar | 13.3.2024 | 17:18 (breytt 14.3.2024 kl. 11:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nú svo að málfrelsið þarf stöðugt að verja fyrir þá sem aðhyllast harðstjórn en líka gagnvart "góða fólkinu" sem er svo dyggðugt, að aðeins þeirra skoðanir eru réttar. Málfrelsið í augum þess á að iðka, svo lengi sem það rímar við þeirra skoðanir en vei aðrar skoðanir.
RÚV var með grein á vef sínum, sem ber heitið "Óþjóðalýður, frekjur, hyski og afætur" og skammaði kynþáttahataranna á samfélagsmiðlunum fyrir skoðun þeirra undir flokknum jafnrétti. Er ríkismiðillinn, sem er á jötu skattborgaranna, um þess beðið, að geta lexía okkur almúgann um rétt siðferði, orðfæri og framkomu?
Það er rétt að kommentera eða athugasemdakerfi samfélagsmiðla er ansi sóðalegt, margir illa skrifandi og uppfullir af fordómum. Þessi skrif og skoðanir fólks dæma sig sjálf eða á að stofna hatursglæpa rannsóknadeild lögreglunnar sem gerir ekkert annað en að finna "skoðanaglæpi" eða "hugsunarglæpi" í anda útópíunnar 1984? Eru við þá ekki komin ansi nærri siðgæðislögreglu Sádi Arabíu (og Afganistan) sem gengur um götur og sér til þess að kvenfólkið sé almennilega hulið?
Eru ekki til dómsstólar sem hægt er draga fólk fyrir ærumeiðingar? Er það ekki nóg? Þarf ríkisvaldið að hafa sér löggæslufólk sem eltist við "rangar" skoðanir? Ekki var fólkið sem fór á námskeið um hatursglæpi til Pólands, hótinu betra en aðrir borgarar. Sá yður er syndlaus er, kasti fyrsta steininum segir testamentið.
En hér er ætlunin að fara í ummæli Margaret Thatcher um málfrelsið. Líkt og nánast alltaf, hittir hún satt á munn. Látum hana hafa orðið:
"Umræðufrelsi er eitthvað meira en bara málfrelsi. Umræða krefst vilja til að hlusta jafn mikið og getu til að rökræða. Í gegnum umræðu bæði kennum við og lærum - og því víðar sem umræðan nær því meiri líkur eru á því að við fjöllum um og aukum mannlegan skilningi.
Umræðufrelsi getur verið ógnað á ýmsa vegu. Augljóslegast getur það verið vísvitandi bælt, letjað eða refsað af yfirvöldum.
Það gæti líka minnkað þar sem einstaklingar eru hræddir frá trú sinni vegna þessa fíngerða og spillandi þrýstings sem Alexander Solzhenitsyn lýsti svo vel sem "ritskoðun tískunnar".
Eða það getur einfaldlega visnað - svipt ljósi og lífi vegna sameiginlegrar löngunar til að sækjast eftir svokallaða "samstöðu" á hvaða verði sem er, jafnvel prinsippverði. John Stuart Mill skrifaði í frægri ritgerð sinni 'On Liberty':
"...ef allt mannkyn að frádregnum einni manneskju væri á sömu skoðun, og aðeins ein manneskja á gagnstæðri skoðun, væri mannkyninu ekki réttlætanlegra að þagga niður í þeirri manneskju, heldur en það, ef hann hefði vald, væri réttlætanlegt að þagga niður í mannkyninu.
Það er líka efnislegt tap þegar sljó einsleitni, af því tagi sem sósíalismi eins og aðrar alræðishvatir, kemur í stað einstaklingshyggju og fjölbreytileika. Ef litið á sérstaka sögu okkar, sýnir það þetta.
Vesturlönd náðu efnahagslegum yfirburðum sínum og njóta nú hárra lífskjara vegna þess að það hefur verið framtaks- og samkeppnisandi til að leysa tæknileg vandamál og síðan að beita lausnunum að verklegum þörfum manna. Það er vissulega það sem aðgreinir nútíma evrópska siðmenningu okkar frá fyrri tímum. Kínverjar uppgötvuðu seguláttavitann - en það var enginn efnahagslegur hvati fyrir þá til að sigla um heiminn.
Ég tel að Tíbetar hafi uppgötvað hreyfingu hverfla: en þeir létu sér nægja að nota þá til að snúa bænahjólunum sínum.
Býsansmenn uppgötvuðu klukkuverk - og þeir notuðu það til að svífa keisarann um loftið til að heilla sendiherra villimanna Evrópu. En við þurfum ekki að teygja okkur svo langt aftur í fortíðina til að sýna fram á hvernig frjáls umræða og efnahagslegar framfarir eru sterk, ef ekki lúmsk, tengd saman.
Líttu bara í kringum þig á efnahagslegum mistökum kommúnista stjórnarhagkerfisins. Alræðisríki gæti tekist - eins og árangur Rauða her Stalíns á fjórða áratugnum sýndi - að beita valdi og skelfingu til að framleiða gríðarlegt magn af vopnum; en þróun og beiting tækni krefst rökræðna, rökstuddra umræðu og tilrauna - hugarfar sem aldrei sættir sig við takmörk núverandi þekkingar.
Þess vegna gátu Sovétríkin ekki jafnast á við tæknina á bak við SDI áætlun Bandaríkjanna: hún er tengslin milli siðferðislegs og hernaðarlegs bilunar kommúnismans. En umræðufrelsi hefur beinari og jafnhagstæðari notkun á stjórnmálum.
Þegar fólk er fært um að rökræða opinberlega um mistök pólitískrar stjórnar, öðlast það fljótt hugrekki og sjálfstraust til að endurbæta hana."
____
1991 3. október, Margaret Thatcher.
Ræða við Jagiellonian háskólann í Krakow.
https://www.margaretthatcher.org/document/108284
Bloggar | 13.3.2024 | 13:54 (breytt kl. 13:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í frétt DV í gær segir að það hafi ekki munað miklu að kjarnorkuvopnum hafi verið beitt sumarið 2022 að sögn fréttamannsins Jim Sciutto, sem starfar hjá CNN. Bandaríkin voru að sögn undirbúin undir það sem þykir óhugsandi að gerist En sumarið 2022 gekk illa á vígvellinum fyrir rússneska herinn. Illt ef satt er. Í raun erum við alltaf einu handtaki frá kjarnorkustyrjöld, dæmin úr kalda stríðinu, segja frá mörgum mistökum sem hefðu getað leitt til kjarnorkustyrjaldar.
Í frétt mbl.is þann 22.2.2024 "...segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir vinnu í gangi í ráðuneytinu við að skoða sérstaklega þörf fyrir endurskoðun á því sem snýr sérstaklega að varnarmálum. Þá segist Bjarni styðja inngöngu Úkraínu í NATO og að hann hafi verið skýr um það á fundum sem hann hafi sótt." Sjá slóð: Meta þörfina á endurskoðun varnarmála
Þetta er skrýtin niðurstaða utanríkisráðherra en bloggritari veit ekki betur en að Úkraínustríðið hafi einmitt brotist út vegna þess að Úkraína ætlaði að ganga í NATÓ og það hafi verið kornið sem fyllti mælirinn hjá Rússum (og hik og fum hjá Biden stjórninni). Rússar sögðust ekki vera á móti inngöngu Úkraínu í ESB en setti skýr mörk við inngöngu landsins í NATÓ.
Veit ekki í hvaða veruleika Bjarni lifir í en raunveruleikinn mun skera úr þessu en það virðist stefna í að Rússa vinni á vígvellinum, haldi því sem þeir vilja halda og setji skilyrði að Úkraína gangi aldrei í NATÓ. Orðin ein munu ekki breyta neinu um niðurstöðuna.
Í sömu blaðagrein mbl.is "...vísaði Bjarni einnig til þess að nýlega hafi Alþingi tekið til endurskoðunar þjóðaröryggisstefnu Íslands án þess að hún hafi verið mikið rædd. Hann hefði hins vegar sett í gang vinnu við að endurskoðun á varnarmálum í ráðuneytinu. En ég er með í mínu ráðuneyti vinnu við að skoða sérstaklega þörfina fyrir endurskoðun á því sem snýr sérstaklega að varnarmálunum.
Hér fer heldur ekki saman hljóð og mynd. Íslensk stjórnvöld eru heldur ekki með meina alvöru stefnu í eigin varnarmálum. Þau geta ekki einu sinni rekið Landhelgisgæsluna sómasamlega og er hún fyrst og fremst löggæslustofnun en hefur varnarmálin á sinni könnu. Nú rekur hún tvo báta og tvö varðskip, annað byggt sem dráttarskip. Einnig rekur Landhelgisgæslan þrjár þyrlur og eina eftirlitsflugvél sem átti að selja um daginn vegna fjárskorts en hætt við vegna mótmæla almennings. Í áraraðir, jafnvel áratugi, hefur Landhelgisgæslan glímt við fjárskort vegna þess að naumt er skammtað. En alltaf eru til peningar í gæluverkefni stjórnvalda.
En það er gott mál að utanríkisráðherra er að láta utanríkisráðuneytið skoða varnarstefnuna upp á nýtt.
Hér er nýjasta þingsályktun Alþingis frá 28. febrúar 2023 um þjóðaröryggi: Þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland (m.áo.br)
Hún er ekki slæm, jafnvel á köflum góð, en hér kveður ekki við nýjan tón. Sama mandran er kyrjuð, um áframhaldandi veru í NATÓ og viðhald varnarsamningsins við Bandaríkin, bæði góð mál en ekkert nýtt. Ekkert um að Ísland taki sjálft að mestu ábyrgð á eigin vörnum, hafi viðeigandi stofnun (Varnarmálastofnun Íslands) og sérfræðiþekkingu til að taka upplýsta ákvörðun um varnir Íslands. Á meðan svo er, er lítið mark takandi á ákvarðanir Þjóðaröryggisráð Íslands. Hvar fær það t.d. herfræðilegar upplýsingar um varnir Íslands? Frá Bandaríkjum?
Hér er spurning sem hægt er að beina til utanríkisráðherra um hversu mikið af vergri þjóðarframleiðslu Íslendingar verji til varnarmála? Hvað leggja Íslendingar mikið fjármagn fram í sameiginlega sjóði NATÓ og hversu mikið leggur bandalagið til varna Íslands? Árið 2014 ákváðu aðildarþjóðir NATÓ að hvert ríki verji sem svarar 2% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál og markmiðinu yrði náð 2024. Hvenær nær Ísland þessu markmiði eða stefnir ríkisstjórnin að ná þessu markmiði yfirhöfuð?
Til ábendingar má benda á að í fjárlögum hvers ár, er sundurliðun fjármagns sem fer í varnarmál lítil og erfitt er að fá heildarsýn á málaflokkinn. Bloggritari hefur átt í erfiðileikum með að átta sig á debit og kredit hlið málsins.
Bloggar | 12.3.2024 | 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag eru mörg átök í gangi sem ekki fer hátt um. Mestu athyglina fá stríðin í Úkraínu og á Gasa. Það er skiljanlegt í ljósi þess að þessi átök geta breytts út. Mjög erfitt er fyrir leikmann að átta sig á hvernig ástandið er í báðum stríðum. Sannleikurinn verður alltaf fyrstur undir í fréttum. Það er kannski ekki fyrr en stríðsátökum er lokið, að heildarmynd næst og stundum aldrei.
Mannfall í stríðunum
Svo er til dæmis farið með tölur um mannfall í báðum stríðum. Í Úkraínu er mannfallið sagt vera frá 100 þúsund manns til 500 þúsund manns. Það er ansi ónákvæmlega áætlað. Þetta bendir til að menn sé með ágiskanir. Eins er farið með mannfall á Gasa. Prófessor í tölfræði, Abraham Wyner, The Wharton School of the University, segir að mannfallstölur heilbrigðisstofnunar Gasa geti ekki verið réttar. Hann segir: "In fact, the daily reported casualty count over this period averages 270 plus or minus about 15%. This is strikingly little variation. There should be days with twice the average or more and others with half or less."
Bloggar | 11.3.2024 | 13:15 (breytt kl. 18:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og þeim er kunnugt sem fylgjast með bloggfærslum mínum, skrifa ég um allt milli himins og jarða og helst um það sem mér finnst annað hvort vanta í umræðuna eða skrifa mig til skilnings en það síðara á við um hér.
Ég hef þýtt margar frægar ræður sem hafa breytt mannkynssögunni eða verið tengdar henni. Hér kemur ein fræg ræða, ræða Úrbans II sem hvatti til krossferða, sem ég vissi af en hef aldrei lesið sjálfur eða séð íslenskaða. Kannski er hún til einhvers staðar á íslensku, skiptir engu, hér kemur þýðing mín.
En vandinn er að til eru sex útgáfur af ræðu Úrbans II. Hér kemur ein... eða fleiri, eftir því hvort ég nenni að þýðar þær allar. Innihald ræðunnar skiptir hér höfuðmáli, kannski ekki hvaða útgáfa hennar er hér þýdd.
En hér er hún:
Heimildabók miðalda:
Úrban II (1088-1099):
Ræða haldin við Council of Clermont, 1095 - Sjá slóðina: Medieval Sourcebook: Urban II (1088-1099): Speech at Council of Clermont, 1095 Six Versions of the Speech
Árið 1094 eða 1095 sendi Alexios I Komnenos, keisari Býsans, boð til páfans, Urban II, og bað um aðstoð frá vestrinu gegn Selúk-Tyrkjum, sem tóku næstum alla Litlu-Asíu frá honum. Í ráðinu í Clermont ávarpaði Urban mikinn mannfjölda og hvatti alla til að fara til hjálpar Grikkjum og endurheimta Palestínu frá yfirráðum múslima. Gerðir ráðsins hafa ekki varðveist, en vér höfum fimm frásagnir af ræðu Urbans sem skrifaðar voru af mönnum sem voru viðstaddir og heyrðu hann.
Útgáfurnar eru eftir:
- Fulcher of Chartres: Gesta Francorum Jerusalem Expugnantium.
- Munkurinn Róbert: Historia Hierosolymitana.
- Gesta Francorum [Verk Franka].
- Balderic frá Dol.
- Guibert de Nogent: Historia quae citur Gesta Dei per Francos.
- Úrban II: Leiðbeiningarbréf, desember 1095.
1.Fulcher of Chartres
[adapted from Thatcher] Here is the one by the chronicler Fulcher of Chartres. Note how the traditions of the peace and truce of God - aimed at bringing about peace in Christendom - ties in directly with the call for a Crusade. Does this amount to the export of violence?
Kærustu bræður: Ég, Urban, hvattur af neyð, með leyfi Guðs yfirbiskups og preláts yfir allan heiminn, er kominn til þessara svæða sem sendiherra með guðlegri áminningu til yðar, þjóna Guðs. Ég vonaðist til að finna yður eins trúan og eins vandlátan í þjónustu Guðs og ég hafði ætlað þér að vera. En ef það er í þér einhver vansköpun eða skökk sem stangast á við lögmál Guðs, með guðlegri hjálp mun ég gera mitt besta til að fjarlægja það. Því að Guð hefur sett yður sem ráðsmenn yfir fjölskyldu sinni til að þjóna henni. Sælir munt þér vera ef hann finnur yður trúan í ráðsmennsku þinni. Þið eruð kallaðir hirðar; sjáðu að þið komir ekki fram sem leiguliðar. En verið sannir hirðar, með skúrka yðar alltaf í höndum þínum. Far þér ekki að sofa, heldur gæt yðar á öllum hliðum hjörðarinnar, sem þér er falin. Því að ef úlfur flytur einn af sauðum þínum fyrir kæruleysi þitt eða vanrækslu, munu þér örugglega missa launin sem Guð hefur lagt fyrir yður. Og eftir að þér hefur verið beisklega barinn með iðrun vegna galla þinna, þá muntu verða ofboðslega yfirbugaður í helvíti, dvalarstað dauðans. Því að samkvæmt fagnaðarerindinu eruð þér salt jarðarinnar [Matt. 5:13]. En ef þér bregst skyldu þinni, hvernig, má spyrja, er hægt að salta það? Ó, hversu mikil þörfin á að salta! Það er sannarlega nauðsynlegt fyrir yður að leiðrétta með salti viskunnar þetta heimska fólk, sem er svo helgað ánægju þessa heims, til þess að Drottinn, þegar hann vill tala við þá, finni þá rotna af syndum sínum ósöltuð og illa lyktandi. Því að ef hann finnur orma, það er syndir, í þeim, vegna þess að þér hefur vanrækt skyldu yðar, mun hann skipa þeim einskis virði að kasta þeim í hyldýpi óhreinna hluta. Og vegna þess að þér getur ekki endurheimt honum mikla missi hans, mun hann örugglega fordæma yður og reka yður frá kærleiksríkri návist sinni. En sá sem beitir þessu salti ætti að vera skynsamur, forsjáll, hófsamur, lærður, friðsamur, vakandi, guðrækinn, réttlátur, sanngjarn og hreinn. Því hvernig geta fáfróðir kennt öðrum? Hvernig geta hinir lauslátu gert aðra hógværa? Og hvernig geta hinir óhreinu gert aðra hreina? Ef einhver hatar frið, hvernig getur hann þá gert aðra friðsama? Eða ef einhver hefur óhreinkað hendur sínar með ljótleika, hvernig getur hann hreinsað óhreinindi annars? Við lesum líka að ef blindur leiðir blindan munu báðir falla í skurðinn [Matt. 15:14]. En leiðréttið ykkur fyrst, til þess að þér getir, laus við ásakanir, leiðrétt þá sem þér eru undirorpnir. Ef þið viljið vera vinir Guðs, þá gerið með glöðu geði það sem þið vitið að mun þóknast honum. Sérstaklega verður þér að láta öll mál sem snerta kirkjuna stjórnast af kirkjulögum. Og gætið þess að símónía festi ekki rætur meðal yðar, svo að bæði þeir sem kaupa og þeir sem selja [kirkjuembættin] verði barðir með plágum Drottins um þröngar götur og hraktir inn á stað tortímingar og ruglings. Haltu kirkjunni og prestunum í öllum sínum stigum algjörlega lausum við veraldlega valdið. Sjáið til þess að tíund, sem Guði tilheyrir, sé tryggilega greidd af allri afurð landsins; lát þá hvorki selja né halda eftir. Ef einhver grípur biskup skal meðhöndla hann sem útlaga. Ef einhver tekur eða rænir munka, eða klerka eða nunnur, eða þjóna þeirra, eða pílagríma eða kaupmenn, þá sé hann bölvaður. Látið reka ræningja og kveikjumenn og alla vitorðsmenn þeirra úr kirkjunni og sýkna. Ef manni sem gefur ekki hluta af eign sinni sem ölmusu er refsað með helvítis fordæmingu, hvernig á þá að refsa þeim sem rænir öðrum eignum hans? Því svo fór um ríka manninn í fagnaðarerindinu [Lúk 16:19]; honum var ekki refsað af því að hann hafði stolið hlutum annars, heldur af því að hann hafði ekki notað vel það sem hans var.
"Þú hefur lengi séð þá miklu óreglu í heiminum sem þessi glæpir valda. Það er svo slæmt í sumum héruðum þínum, er mér sagt, og þú ert svo veikburða í réttarfarinu, að maður getur varla farið með. veginn dag eða nótt án þess að verða fyrir árás ræningja, og hvort sem er heima eða erlendis er hætta á að maður verði rændur með valdi eða svikum. Þess vegna er nauðsynlegt að endurtaka vopnahléið, eins og það er almennt kallað, sem lýst var yfir. fyrir löngu síðan af vorum heilögu feðrum. Ég áminn og krefst þess að þið, hver og einn, reynið mjög að halda vopnahléinu í ykkar biskupsdæmi. Og ef einhver verður leiddur af yfirlæti sínu eða hroka til að rjúfa þetta vopnahlé, með valdi Guðs og með lögum þessa ráðs skal hann sýknaður."
Eftir að þessum og ýmsum öðrum málum hafði verið sinnt, þökkuðu allir sem viðstaddir voru, klerkar og fólk, Guði og féllust á tillögu páfans. Þeir lofuðu allir dyggilega að halda skipanirnar. Þá sagði páfi, að í öðrum heimshluta væri kristnin að þjást af ástandi, sem væri verra en það, sem nú var nefnt. Hann hélt áfram:
"Þrátt fyrir, Guðs synir, hafið þið lofað ákveðnara en nokkru sinni fyrr að halda friðinn sín á milli og varðveita réttindi kirkjunnar, þá er enn mikilvægt verk fyrir ykkur að vinna. Nýlega kviknað af guðlegri leiðréttingu, verðið þið að beittu styrk réttlætis þíns til annars máls, sem snertir þig jafnt og Guð, því að bræður þínir, sem búa fyrir austan, þurfa á hjálp þinni að halda, og þú verður að flýta þér að veita þeim þá aðstoð, sem þeim hefur oft verið heitið. , eins og flestir hafa heyrt hafa Tyrkir og Arabar ráðist á þá og hafa lagt undir sig yfirráðasvæði Rúmeníu [gríska heimsveldisins] allt vestur að strönd Miðjarðarhafs og Hellespont, sem er kallaður Armur heilags Georgs. Þeir hafa hertekið meira og meira af löndum þessara kristnu og hafa sigrað þá í sjö orrustum. Þeir hafa drepið og hertekið marga, og hafa eyðilagt kirkjurnar og eyðilagt heimsveldið. Ef þér leyfir þeim að halda þannig áfram um stund með óhreinleika, þá verða trúir Guðs mun víðar fyrir árásum þeirra. Af þessum sökum bið ég, eða réttara sagt Drottinn, ykkur sem boðbera Krists að birta þetta alls staðar og sannfæra allt fólk af hvaða stigi sem er, fótgönguliðar og riddarar, fátækir og ríkir, til að bera hjálp til þessara kristnu manna og að eyða þessum viðbjóðslega kynstofni úr löndum vina okkar. Ég segi þetta við þá sem eru viðstaddir, það átti líka við þá sem eru fjarverandi. Þar að auki skipar Kristur það.
"Allir sem deyja á leiðinni, hvort sem er á landi eða sjó, eða í bardaga gegn heiðingjum, munu fá tafarlausa fyrirgefningu synda. Þetta gef ég þeim fyrir kraft Guðs sem mér er falið. Ó, hvílík svívirðing ef svo er. fyrirlitinn og auðmjúkur kynþáttur, sem dýrkar illa anda, ætti að sigra fólk, sem hefur trú á almáttugan Guð og er gert dýrlegt með nafni Krists!Með hvaða svívirðingum mun Drottinn yfirbuga okkur, ef þú hjálpar ekki þeim, sem með okkur, játa kristna trú!Látum þá sem hafa verið óréttlátir vanir að heyja einkastríð gegn hinum trúuðu ganga nú gegn vantrúum og enda með sigri þetta stríð sem hefði átt að hefjast fyrir löngu. Þeir sem lengi hafa verið ræningjar, verða nú riddarar. Þeir sem hafa barist gegn bræðrum sínum og ættingjum berjist nú á almennilegan hátt gegn villimönnum. Þeir sem hafa þjónað sem málaliðar fyrir lítil laun fá nú eilífa launin. Leyfðu þeim sem hafa verið að þreyta sig. bæði á líkama og sál vinna nú að tvöföldum heiður. Sjá! hér til hliðar munu vera sorgmæddir og fátækir, þar á meðal auðmenn; hinum megin, óvinir Drottins, þar á meðal vinir hans. Látið þeir, sem fara, eigi leggja af ferðinni, heldur leigi lönd sín og innheimta fé til útgjalda sinna; Og um leið og veturinn er liðinn og vorið kemur, þá skal hann leggja ákaft á leiðina með Guð að leiðarljósi."
Heimild:
Bongars, Gesta Dei per Francos, 1, pp. 382 f., trans in Oliver J. Thatcher, and Edgar Holmes McNeal, eds., A Source Book for Medieval History, (New York: Scribners, 1905), 513-17
Bloggar | 10.3.2024 | 19:02 (breytt kl. 19:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Ekki gleyma því að ég setti fram meginreglur okkar áður en við komum til valda svo að fólk vissi nákvæmlega fyrir hvað við stóðum. Ég skal aðeins reyna að draga þær saman í stuttu máli.
Það er heilagleiki einstaklingsins og ábyrgð hans á lotningu hæfileika hans og hæfileika: Trúin á að frelsi sé siðferðilegur eiginleiki byggður á Gamla og Nýja testamentinu.
En frelsi getur aðeins verið til í siðmenntuðu samfélagi með réttarríki og með rétt til einkaeignar.
Ef allt tilheyrir ríkinu hefur þú sem einstaklingur ekki frelsi til að standa upp gegn ríkinu."
____
1992 27. apríl mán., Margaret Thatcher.
Grein fyrir Newsweek ("Ekki afturkalla vinnu mína").
https://www.margaretthatcher.org/document/111359
Bloggar | 10.3.2024 | 11:39 (breytt kl. 11:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér er mál málanna í dag, móttaka hælisleitenda, en aðalspurningin ekki spurð, hvað kostar góðmennskan? Það mætti spyrja á Alþingi utanríkisráðherra hvað Gasa ævintýrið kostar skattborgaranna. Það er ég og þú sem borgum þessa reikninga og ekki spurð. Hvað felur í þessum dvalarheimildum? Er þetta tímabundið eða ótímabundið? Verður fólkið á framfærslu ríkisins næstu árin? Fær það ókeypis húsnæði og stoðþjónustu? Góðmennskan kostar nefnilega peninga og einhverjir þurfa í alvörunni að vinna fyrir þess. Við skattgreiðendur eigum rétt á að vita þetta. Bloggritari reiknar svo sem að hvert mannsbarn á Íslandi borgi í kostnað vegna hælisleitendaiðnaðinn um 60-80 þúsund krónur árlega. Það er töluverður peningur.
Sem skattgreiðandi er maður orðinn hundleiður á peningaaustrinu í hin og þessi gæluverkefni og alltaf hægt að fara í dýpra í vasa manns. Við Íslendingar erum mjög skattpíndir, matvælaverð með það hæsta á byggðu bóli, vextir á húsnæði og bíla stjarnfræðilega háir, húsnæðisverð í Reykjavík á við íbúð í miðborg Lundúnar og þjónustan ekki í samræmi við útlagðan kostnað. Velferðakerfið í skötulíki, menntakerfið útskrifar ólesandi unglinga og við höfum handónýtt heilbrigðiskerfi. Það er bara allt dýrt. Enginn kann að leggja sama tvo plús tvo þegar byggja á brú eða þjóðarspítala. Er þetta virkilega gott samfélag sem við búum í?
Hinn almenni þingmaður er nákvæmlega sama um Jón og Gunnu. Íslenska ríkið er svo illa rekið, að það þarf hækka skatta reglulega og hafa þá háa, alltaf. Úps, það vantar 100 milljarða í ríkiskassann, hækkum skatta! Aldrei spurt, þurfum við eyða pening í þetta eða þetta? Getum við lækkað kostnað eða sleppt þessu? Fyrirtækjaeigandinn spyr sig hins vegar daglega, get ég gert þetta ódýrara og hin hagsýna húsmóðir spyr, get ég sparað í innkaupum fyrir heimilið? En þingmaðurinn spyr, getum við ekki bara hækkað skattana meira? Svo er það gert og öllum er slétt saman.
Bloggar | 9.3.2024 | 13:45 (breytt kl. 14:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bæði fjölmiðlar og þingmenn Bandaríkjaþings biðu spenntir eftir ræðu Joe Bidens í gær. Spurningin var hvort hinn aldni forseti gæti staðið uppréttur í klst, seint að kvöldi, og flutt ræðu sína frá textavél án multur eða japl og fuður.
Forseti Bandaríkjanna flytur árlega ræðu sem kallast á ensku "state of the Union" og er nokkuð konar formleg skýrsla Bandaríkjaforseta fyrir þingheim. Við Íslendingar höfum svipað fyrirkomuleg, þegar forseti Íslands ávarpar þingheim.
Bandaríkjaforsetinn á með ræðunni að sameina Bandaríkjamenn með ræðu sinni en hátt í fimmtíu milljónir manna fylgjast með í beinni. Ræður forseta er misjafnar, sumar pólitískar en aðrar hlutlausari og reyna forsetarnir þá að höfða til flestra, líka andstæðinga. Venjulega fær forsetinn standandi lófaklapp frá samflokksmönnum sínum en einstaka sinnum púun frá andstæðingum. Frægt var þegar forseti Fulltrúadeildarinnar (speaker) Nancy Pelosi, reif ávarp Donalds Trumps í beinni er hann hafði lokið ræðu sinni. Annan eins dónaskap höfðu menn aldrei séð áður. Í gær fékk Biden lófaklapp samflokksmanna sinna en púun frá andstæðingum sínum.
Joe Biden tókst að klára ræðu sína án mikilla vandkvæða, smá hnökrar hér og þar en annars var ræða hans í lagi. Ef kíkt er á dagskrá hans um daginn, gerði hann ekki neitt nema að æfa sig undir ræðuna. Hann hefur sjálfsagt fengið örvunarefni til að vera líflegri en hann er annars í ræðuhöldum sínum, sem eru jafn sjaldgæfar og hvítir hrafnar. Ræða hans var mjög pólitísk í gær, var með pólitískt skítkast, og lítið minnti á að hann væri leiðtoginn sem átti að sætta alla Bandaríkjamenn með stjórnunarstíl sínum. Ef eitthvað er, eru Bandaríkjamenn enn meira sundurlyndari en undir stjórn Trumps.
Góðu fréttirnar með ágætri ræðu Bidens, er að nú hefur hann þaggað tímabundið í þeim sem segja að hann sé algjörlega óhæfur forseti og of gamall til að gegna embættinu. Hann verður áfram andstæðingur Trumps í forsetaframboði sem eru góðar fréttir fyrir Trump, því að sá síðarnefndi skorar hærra í öllum skoðanakönnunum en öldungurinn Biden.
En það er ekki nóg að setja standarann eitt við að forsetinn geti flutt eina ræðu í klst skammlaust og án japl og fuður, hann verður að hafa flotta ferilskrá. Hún er ekki glæsileg hjá Biden, verðbólga, orkuskortur, ósigur í Afganistan og flopp almennt í utanríkismálum, fátækt og glæpir og mál málanna í dag eins og á Íslandi, opin landamæri. Líkt og á Íslandi verður hælisleitenda mál kosningamál og sjálf innflytjendaþjóðin Bandaríkin er búin að fá nóg. 10+ milljónir ólöglegra hælisleitenda hafa farið ólöglega yfir landamæri Bandaríkjanna síða Biden tók við fyrir þremur árum. Glæpir, eiturlyfjavandi og það að velferðakerfið er að sligast, er fastur fylgifiskur óhefts innflutnings hælisleitenda.
Landamærin í valdatíð Trumps, voru þau öruggustu í 47 ár og aldrei eins fáir sem sóttu um hælisvist en þegar Trump ríkti, enda skilaboðin skýr, ekki koma. Á fyrsta degi reif Biden allar forsetatilskipanir Trumps varðandi landamærin og hælisleitendur og allar götur síðan reynt að hafa landamærin opin (t.d. að rífa niður landamæragirðingar Texas og flytja inn 300+ þúsund hælisleitendur flugleiðis til Bandaríkjanna).
Eins og staðan er í dag, hefur Trump yfirhnæfandi stuðning repúblikana í embætti Bandaríkjaforseta. Hann vann með afgerandi hætti "Super Tuesday" í vikunni og eini andstæðingur hans í forvali repúblikana, Nikki Haley, sá sæng sína upprétta og viðurkenndi ósigur sinn. Það eru fjögur dómsmál enn í gangi gegn Trump en þrjú þeirra eru að falla um sjálf sig eins og staðan er í dag. Hann vann glæstan sigur hjá Hæstarétt Bandaríkjanna um daginn með einróma úrskurð hans um kjörgengi hans.
Jafnvel þótt Biden myndi sigra forsetakosningar í nóvember, er framtíð hans ekki björt. Elliglöp hans fara vaxandi og mikill munur er á Joe Biden frá 2020 og 2024 andlega. Vegna háan aldurs, er spurning hvort hann nái að lifa af næsta kjörtímabil og munu augu manna því beinast að varaforsetaefni hans, verður hin óhæfa Kamala Harris áfram varaforseti hans?
Sumir segja að Biden hafi sloppið hingað til með spilltan og glæpsamlega ferill sinn og hann ekki ákærður fyrir brot í embætti sé einmitt vegna þess að engum hugnast að fá hana í staðinn. Jafnvel ekki demókratar sem völdu hana í embættið bara vegna húðlitar og kyn.
Hér gefur á að líta skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar í ár. Það er ekki bara þessi sem sýnir að Trump er með yfirhöndina, heldur allar aðrar skoðanakannanir, líka hjá CNN sem er helsti andstæðingur hans í fjölmiðlaheiminum.
2024 Presidential Election Polls
Nú kann einhver að bölva á Íslandi vegna gengis Trumps, en Íslendingar eru ekki Bandaríkjamenn. Þeir velja sér leiðtoga eftir eigin skoðunum og vilja. Ólíkindatólið Trump hefur lifað af, hingað til, allar pólitískar aftökur, og landnemaþjóðin Bandaríkin elskar sigurvegarann, einmana sheriff sem hreinstar til í spilta kúrekabænum eins síns liðs. Ekki er verra að bærinn dafnaði betur undir fyrrverandi sheriffinn en núverandi.
Spilltasti bærinn af öllum er sjálf Washington DC, höfuðborgin, n.k. Tombstone villta vestursins. Þar ríkir spillling og glæpalýðurinn veður uppi (lesist: Lobbýistar og spilltir stjórnmálamenn). "Drain the swamp" er slagorð utangarðsmanna í stjórnmálum sem fara til Washington og líta Bandaríkjamenn á Trump sem slíkan. Kjósendurnir sem allir stjórnmálamennirnir hunsuðu í Miðríkjum Bandaríkjanna voru hunsaðir og hæddir (fórnarlömb hnattvæðingarinnar) en íbúar strandanna beggja, í borgunum, hyglaðir. Í Trump fékk þetta fólk rödd. Og nú er að myndast kór með framboði Trumps, með auknum stuðningi blökkufólks og fólks af latneskum uppruna.
Hver hefði getað ímyndað sér slíkt? Fyrir áratug spáðu menn dauða Repúblikanaflokksins vegna breytta lýðfræði landsins. En Trump breytti því öllu. Flokkurinn er nú orðinn flokkur allra kynþátta (þó síst blökkumanna en fylgi Trumps fer hækkandi meðal þeirra) og ef hann velur blökkumanninn Tim Scott sem varaforseta, er sigur hans vís.
Hér er ræða Joe Bidens í heild:
Hér fer Joe Biden rangt með heiti stúlkunnar sem myrt var af ólöglegum hælisleitenda en hún er andlit aukina glæpa sem fylgir opnum landamærum. Hún heitir Laken Riley, ekki Lincoln Riley sem er þekktur þjálfari í amerískum fótbolta. Biden gat ekki einu sinni sagt nafn hennar rétt.
Bloggar | 8.3.2024 | 08:55 (breytt kl. 13:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ronald Reagan var forseti Bandaríkjanna frá 1981-1989. Valdatíð hans markaði ákveðin tímamót í bandarískri stjórnmálasögu en hann og Margaret Thatcher, sem ríktu samtímis, komu með nýja nálgun á efnahagsmál, utanríkismál og stjórnmál almennt.
Reagan var repúblikani, en stefna hans markaði svo djúp spor í sögunni að valdatíð hans er kennt við ákveðið tímabil; Reagan tímabilið. Venjulega er stjórnastefna leiðtoga skipt í tvennt, innanríkistefna og -pólitík og utanríkisstefna og -pólitík. Byrjum á innanlandsmálum Bandaríkjanna.
"Reaganomics" og hagkerfið
Það kannast flestir, sem fylgjast með bandarískri stjórnmálum, að Biden þykist vera snillingur í efnahagsmálum en hann kallar efnahagsstefnu sína "Bidenomics" sem er í raun engin stefna og ber öll einkenni stefnuleysi. Svo sem óðaverðbólga, heimatilbúinn orkuskortur (driffjöður alls efnahagskerfis), hyglun ákveðina hópa með fjáraustri og ofur hallarekstur á ríkisfjárlögum. Afleiðing er að ríkið skuldar nú 34 trilljónir Bandaríkjadollara og enginn veit hvernig eða hvort hægt sé að minnka áður en ríkið verður gjaldþrota.
Byggt á hugmyndafræði um framboðshliðar efnahags, innleiddi Reagan forseti efnahagsstefnu sína árið 1981. Fjórar stoðir stefnunnar voru að:
- Lækka jaðarskatta á tekjur af vinnu og fjármagni.
- Draga úr reglugerðar fargani.
- Herða á stjórn og minnka peningamagn til að draga úr verðbólgu.
- Draga úr vexti ríkisútgjalda.
Með því að draga úr eða útrýma áratuga löngum félagslegum áætlanum, en á sama tíma lækka skatta og jaðarskattahlutföll, markaði nálgun forsetans til að takast á við efnahagslífið verulega frávik frá mörgum af keynesískum stefnum forvera hans. Milton Friedman, peningamálahagfræðingurinn, sem var vitsmunalegur arkitekt frjálsra markaðastefnunnar, hafði aðaláhrif á Reagan.
Þegar Reagan tók við völdum stóð landið frammi fyrir mestu verðbólgu síðan 1947 (meðalhraði á ári 13,5% árið 1980) og vextir allt að 13% (vextir Fed funds í desember 1980). Þetta voru álitin helstu efnahagsvandamál þjóðarinnar og voru öll talin hluti af stöðnun.
Reagan reyndi að örva hagkerfið með miklum, almennum skattalækkunum. Þensluhvetjandi ríkisfjármálastefna varð fljótlega þekkt sem "Reaganomics" og var af sumum talin alvarlegasta tilraunin til að breyta stefnu bandarískrar efnahagsstefnu nokkurrar ríkisstjórnar síðan New Deal á fjórða áratugnum. Róttækar skattaumbætur hans, ásamt því að draga úr innlendum félagslegum útgjöldum, harkalegum aðhaldsaðgerðum sem seðlabankastjórnin undir stjórn Paul Volcker beitti á peningamagn þjóðarinnar (hætta peninga prentun sem engin innistæða var fyrir) og miklar lántökur ríkisins sem þurfti til að fjármagna fjárlaga- og viðskiptahalla, auknum hernaðarútgjöldum, olli verulegri efnahagsþenslu og dró úr verðbólgu. Verðbólga minnkaði um meira en tíu prósentustig og náði lægst 1,9% árlegri meðalverðbólgu árið 1986.
Ein af aðferðum Reagan-stjórnarinnar til að draga úr ríkisútgjöldum var einkavæðing ríkisstofnana, að borga verktökum fyrir vinnu sem ríkisstofnanir höfðu áður unnið en í ljós kom að einkaaðilar unnið verkin skilvirkari og á ódýrari hátt en ríkisstarfsmenn. Er enginn í Sjálfstæðisflokknum sem man eftir góðæristíð Ronalds Reagans eða Margaret Thatchers?
Afrakstur efnahagsstefnu Ronalds Reagans
Afraksturinn var auðljós, einn mesti efnahagsuppgangur í sögu Bandaríkjanna fór nú í hönd. Allir muna eftir uppnefninu uppar en það vísar í kaupsýslumenn sem nutu velgengni í valdatíð Reagans.
Á átta árum náði Reagan-stjórnin eftirfarandi árangri:
20 milljónir nýrra starfa urðu til.
Samblanda skattalækkana og afnám hafta var hvati fyrir hagvöxt og atvinnuuppbyggingu. Nokkrar atvinnugreinar upplifðu stækkun - þennslu, þar á meðal fjármálageirinn, tæknigeirinn og framleiðslufyrirtæki. Meðan á þessari þenslu stóð höfðu fyrirtæki meira fjármagn og sveigjanleika, sem leiddi til atvinnusköpunar.
Verðbólga lækkaði úr 13,5% árið 1980 í 4,1% árið 1988.
Í stjórnartíð Reagan varð veruleg lækkun á verðbólgu, en verðbólgan lækkaði úr 13,5% árið 1980 í 4,1% árið 1988. Þessi lækkun verðbólgu var mikilvægur árangur fyrir stjórnina og var rakin til ýmissa þátta og stefnumarkandi ákvarðana stjórnar Reagans.
Áhersla stjórnarinnar á aðhaldi í ríkisfjármálum og lækkun ríkisútgjalda, ásamt skattaumbótum, losun hafta og hagvöxtur sem af því fylgdi, virkuðu allt saman til að ná niður verðbólgu. Þessi lækkun verðbólgu skapaði stöðugra efnahagsumhverfi, sem stuðlaði að auknu trausti fyrirtækja og fjárfestingu.
Atvinnuleysi minnkaði úr 7,6% í 5,5%.
Þegar stefna Reagans forseta var hrint í framkvæmd fór hagvöxtur að taka við sér. Þetta hagstæða efnahagsumhverfi gerði fyrirtækjum kleift að dafna og stækka og skapa þannig fleiri störf og minnka atvinnuleysi.
Hrein eign fjölskyldna sem þéna á milli $20.000 og $50.000 árlega jókst um 27%.
Efnahagsþensla, skattalækkanir og atvinnuaukning voru aðal drifkraftar þess að auka eignir fjölskyldna sem þéna á milli $ 20.000 og $ 50.000. Það sem stuðlaði að þessum vexti var aukning eigna og verðbólgu í hófi á þessu tímabili.
Raunveruleg landsframleiðsla hækkaði um 26%.
Þegar efnahagsstefna Reagans byrjaði að taka af skarið leiddi þetta á endanum til verulegrar hækkunar á vergri þjóðarframleiðslu (GNP), sem endurspeglaði aukna framleiðni, útrás fyrirtækja og fjárfestingar.
Aðalvextir voru lækkaðir í 10% í ágúst 1988.
Ríkisstjórn Reagan lækkaði aðalvextina um meira en helming, úr áður óþekktu vaxtastigi 21,5% í janúar 1981 í 10% í ágúst 1988. Þetta afrek stafaði af breyttri peningastefnu stjórnvalda sem miðar að því að halda verðbólgu í skefjum og örva hagvöxt.
Í hnotskurn: þjóðarkakan stækkaði undir stjórn Reagans og miklar efnahagsframfarir áttu sér stað í Bandaríkjunum.
Enginn forseti Bandaríkjanna hefur farið þessa leið síðan, nema Donald Trump en í hans stjórnartíð var líka góðsend tíð. En það er önnur saga. Tvíburasystir Reagans, Margaret Thatcher, beitti sömu aðferðum í Bretlandi og með sama glæsta árangri.
Reaganomics: Economic Policy and the Reagan Revolution
Utanríkisstefna Ronalds Regans
Bandarísk utanríkisstefna í forsetatíð Ronalds Reagans beindist mjög að kalda stríðinu sem var að magnast ört. Bandarísk stjórnvöld fylgdu stefnu um innilokun og afturköllun að því er varðar kommúnistastjórnir. Reagan kenningin virkaði þessi markmið þar sem Bandaríkin buðu upp á fjárhagslegan, skipulagslegan, þjálfunar- og herbúnað til andkommúnista andstæðinga í Afganistan, Angóla og Níkaragva. Hann jók stuðning við and-kommúnistahreyfingar í Mið- og Austur-Evrópu.
Með utanríkisstefna Reagans varð einnig miklar breytingar með tilliti til Miðausturlanda. Íhlutun Bandaríkjamanna af borgarastyrjöldinni í Líbanon var stöðvuð þar sem Reagan fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir á brott í kjölfar árásar á landgönguliðið árið 1983. Gíslakreppan í Íran í Teheran 1979 olli spennu í samskiptum við Íran og í Íran-Írakstríðinu studdi stjórnin Írak opinberlega og seldi Saddam Hussein vopn.
And-kommúnismi var í forgangi í utanríkisstefnu Reagans í Rómönsku Ameríku og Bandaríkin studdu sveitir sem böðust gegn uppreisnarmönnum eða ríkisstjórnum kommúnista. Eftir því sem leið á stjórn hans fór andstaða við áframhaldandi aðstoð Bandaríkjanna við þessa hópa að aukast á Bandaríkjaþingi. Að lokum bannaði þingið hvers kyns fjárhags- eða efnisaðstoð Bandaríkjanna til ákveðinna and-kommúnistahópa, þar á meðal Contras skæruliða í Níkaragva. Til að bregðast við þessu, aðstoðaði Reagan-stjórnin leynilegri vopnasölu til Írans og notaði ágóðann til að fjármagna rómönsku-ameríska andkommúnista. Afleiðingin af Íran-Contra-málinu yfirgnæfði önnur mál á öðru kjörtímabili Reagans í embætti.
Stefna hans er talin hafa hjálpað til við að veikja Sovétríkin og yfirráð þeirra yfir löndum Varsjárbandalagsins. Árið 1989, eftir að Reagan lét af embætti, urðu byltingar 1989 til þess að Austur-Evrópuríki steyptu kommúnistastjórnir sínar. Eftir upplausn Sovétríkjanna árið 1991 komu Bandaríkin fram sem eina stórveldi heimsins og eftirmaður Reagans, George H.W. Bush reyndi að bæta samskiptin við fyrrverandi kommúnistastjórnir í Rússlandi og Austur-Evrópu.
Helsta heimild: Foreign policy of the Ronald Reagan administration
Ronald Reagan og Ísland
Allir muna eftir leiðtogafundi Reagan og Gorbasjov 1986 í Höfða, Reykjavík, sem markaði fyrsta skrefið að endalokum kalda stríðsins. Þannig að Íslendingar voru beinir þáttakendur í lokum kalda stríðsins. Eitthvað sem nútíma íslenskir stjórnmálamenn geta lært af, að vera sáttamiðlarar, ekki þátttakendur í stríðátökum sem nú geisa.
Í neðangreindu myndbandi má sjá Vigdísi Finnbogadóttur í opinberri heimsókn í Hvíta húsið, 8. september 1982.
Hér má sjá hina frægu göngu Ronalds Reagans með Vigdísi Finnbogadóttur, við íslenska "Hvíta húsið" á Bessastöðum. 9-10. október 1986.
og að lokum, frá sjálfum leiðtogafundinum í Höfða, Reykjavík.
Ronald Reagan kom Íslandi á heimskortið.
Bloggar | 7.3.2024 | 10:44 (breytt kl. 11:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um daginn fjallaði bloggritari um örlög örþjóðar Hawaii. Þar beinlínis frömdu Bandaríkjamenn valdarán 1896 (líkt og þeir gerðu í Kúbu og Filipseyjum á svipuðum tíma) en með varanlegum áhrifum en í síðarnefndu ríkjum. Frumbyggjarnir eru orðnir 10% íbúa, hluti af Bandaríkjunum, reyna þeir þó með veikum hætti að viðhalda andstöðu með "andspyrnuhreyfingu".
Allar þessar þjóðir eru eyþjóðir. Eyjaskeggjar hafa meiri sjálfsmynd en meginlands íbúar, þar sem landamæri flakka reglulega um svæði, stundum eru íbúarnir undir þessa ríkis eða stórveldis, en aðra stundina ekki.
Það vakti athygli bloggritara lofgerð í grein á Vísir um örlög annarra íbúa, en það er Lúxemborgara. Greinahöfundur greinir stoltur frá að það sé búið að skipta um þjóð í landinu.
Greinahöfundur segir að "Af okkur 660 þúsund íbúum Lúxemborgar eru heimamenn (það er að segja Lúxembúrgískir ríkisborgarar) einungis um 53% íbúanna. Af þessum 53% eru raunar 21% fæddir annarsstaðar svo orginal Lúxarar eru því einungis um 40% íbúa Stórhertogadæmisins." Sjá slóð: Smáríkið sem skipti um þjóð
En hann bendir ekki á eitt atriði sem kann að valda því að ekki er mikil óánægja meðal "frumbyggja" Lúxemborgar, en það er góðærið sem hefur ríkt stöðugt frá seinni heimsstyrjöld. Á meðan allt leikur í lyndi, eru allir ánægðir.
En Lúxemborg er ekki eiginlegt ríki þar sem menningin og tungumálið sameinar fólkið. Lúxemborg hefur í aldanna rás tilheyrt ýmsum konungs- og keisaradæmum, var upphaflega virki en íbúarnir eru vanir að vera undir stjórn annarra. Í dag er það stórhertogadæmi.
Í landinu er töluð lúxemborgska, franska og þýska. Stærsta þjóðarbrotið er Portúgalar. Hlutfall erlendra ríkisborgara hefur aukist jafnt og þétt í gegnum tíðina, úr 26,3% árið 1981 í 47,4% árið 2023. Á heildina litið hefur þetta hlutfall hins vegar farið örlítið lækkandi frá árinu 2018 (47,9%) vegna áhrifa öflunar lúxemborgarborgara frá 2009 lögum um tvöfalt ríkisfang.
En Lúxemborgarar hafa þó þjóðarvitund. Lúxemborgarar voru, líkt og Austurríkismenn, í sögulegu samhengi taldir vera svæðisbundinn undirhópur þjóðarbrotar Þjóðverja og litu á sig sem slíka fram að hruni þýska sambandsins. Lúxemborg varð sjálfstætt, en var áfram í persónusambandi við Holland, eftir undirritun Lundúnasáttmálans árið 1839. Einkabandalagið reyndist skammlíft þar sem það var tvíhliða og í vinsemd leyst upp árið 1890.
Lagalega eru allir ríkisborgarar Stórhertogadæmisins Lúxemborgar taldir vera Lúxemborgarar samkvæmt lögum í Lúxemborg, þó að sérstakt germönsk þjóðernisleg auðkenning sé viðhöfð og kynnt.
Þótt Lúxemborg sé talið vera "fjölmenningaríki" er það nokkuð einsleit í grunninum. Íbúar Evrópusambandsins, þar með Lúxemborgarar, eru Evrópubúar sem deila sömu gildi og menningu almennt séð. Það breytir litlu þó að Frakki eða Þjóðverji flytji til Lúxemborgar, hann upplifir sömu menningu og heimamenn, nema kannski tungumálið og svæðisbundna menningu.
Hér er vitnað í rannsókn um viðhorf Lúxemborgara gagnvart fjölmenningu, sjá slóð: Attitudes towards multiculturalism in Luxembourg: Measurement invariance and factor structure of the Multicultural Ideology Scale
Fyrri rannsóknir í Lúxemborg benda til þess að stuðningur sé við fjölmenningu að einhverju leyti til (Murdock, 2016). Bæði innfæddir og útlendingar kunna að meta kosti þess að búa í fjölmenningarlegu samfélagi, en þeir eru ósammála um ræktunarvalkosti í opinberu lífi og einkalífi, eins og raunin er í öðrum Evrópulöndum (t.d. Arends-Tóth og Van de Vijver, 2003).
Almennt séð mátu borgarar úr farandfjölskyldum fjölmenningu jákvæðara en innfæddir (Murdock, 2016).
Meginreglan innleiðingarbil (Yogeeswaran & Dasgupta, 2014) hefur einnig komið fram fyrir innfædda í Lúxemborg: Hugmyndin um fjölmenningu er studd, en nokkur ágreiningur er um framkvæmdina í framkvæmd. Innfæddir lýstu tregari viðhorfum til aðlögunar og samfélagsþátttöku innflytjenda (Murdock & Ferring, 2016).
Nánar tiltekið lýstu innfæddir nokkrum ágreiningi við stefnu varðandi kosningarétt og atvinnutækifæri fyrir minnihlutahópa. Þessi skoðun var einnig studd í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 2015. Meirihluti lúxemborgara greiddi atkvæði gegn því að veita erlendum ríkisborgurum atkvæðisrétt.
Hvað segir þetta okkur? Jú, meira segja í veikum þjóðríkjunum, ríki sem er á gatnamótum menningu og tungu, reyna menn að halda í auðkenni sín, líka Lúxemborgarar.
Hver er tilgangurinn með skrifum greinarhöfundar? Að við Íslendingar eigum að vera ánægðir með að verða minnihlutahópur í framtíðinni? Af því að Lúxemborgarar "sætti" við svo kallaða "fjölmenningu"og vera minnihlutahópur í eigin landi?
Bloggar | 6.3.2024 | 12:52 (breytt kl. 21:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020