Slokknar á vita Evrópu? - Hvað gerir Evrópu svona sérstaka?

Menningarlegur og hugmyndasögulegur arfinn

Evrópa er vagga rökhyggju, lýðræðis og vísinda. Þaðan kemur Forn-Grikkland (lýðræði, heimspeki, leiklist, stærðfræði). Rómaveldi (lög, verkfræði, ríkisvaldsform). Kristin siðmenning og siðbreytingar. Endurreisn, upplýsing og nútímavísindi. Þessi hugmyndafræði mótaði vestræn gildi svo sem mannréttindi, einstaklingsfrelsi, frelsi fjölmiðla, trúfrelsi, jafnrétti o.fl.

Annað sem er einstakt eru evrópskar stofnanir og kerfi. Stjórnskipulag og réttarríki sem eru fyrirmynd annarra landa (t.d. Norðurlönd, Þýskaland, Holland). Velferðarkerfi sem mörg lönd reyna að herma eftir. Menntunarkerfi og rannsóknastofnanir í heimsklassa (Oxford, Sorbonne, Humboldt...). Evrópa er líka leiðandi í listum, bókmenntum og hugmyndum. Evrópa hefur verið leiðandi í tónlist (Bach, Beethoven), myndlist (da Vinci, van Gogh), arkitektúr (gotneskur, endurreisn), bókmenntum (Shakespeare, Goethe, Dostojevskíj). Hugmyndir eins og tjáningarfrelsi, veraldarhyggja, rökhyggja og vísindaleg gagnrýni urðu til í Evrópu.

Aðlögunarhæfni og endurnýjun

Evrópa hefur endurtekið enduruppgötvað sjálfa sig eftir stríð, plágur og kúgun. Álfan hefur samþætt eldri hefðir og nýjar strauma frá kristni til upplýsingar, frá heimsstyrjöldum til Evrópusambands.

Af hverju lítur heimurinn til Evrópu?

Fyrirmynd í stjórnarháttum og réttindum: Lönd í þróun reyna oft að taka Evrópu sem lýðræðislega og félagslega fyrirmynd. Evrópa hefur í mörgum tilfellum náð að sameina hagvöxt, félagslegt öryggi og umhverfisvernd. Menningarleg áhrif og mjúk völd (soft power). Evrópa hefur dreift menningu sinni, tungumálum og hugmyndum um allan heim – oft með nýlendustefnu, en líka í gegnum menningu, kvikmyndir, heimspeki, tíska og matarmenningu. Virðing fyrir fjölbreytni og réttindum. Evrópa hefur (þó ekki án mótsagna) meiri umburðarleika gagnvart minnihlutahópum, trúfrelsi og frelsi einstaklinga en margar aðrar heimsálfur.

En af hverju leitar fólk sem hatar vestræna menningu samt inn í Evrópu?

Evrópa Hagkerfi og öryggi. Evrópa býður betra líf, velferðarkerfi, atvinnu, menntun, öryggi og stöðugleika – jafnvel fyrir fólk sem andmælir gildum hennar. Tvíhyggja í viðhorfum er ríkjandi. Margir gagnrýna Evrópu sem "siðspillta", "trúlausa" eða "nýlenduvædda" á meðan þeir njóta ávaxta frelsisins sem vestræn menning býður. Það er tvíræðni og togstreita milli gildanna sem menn hafna og gæðanna sem þeir sækjast eftir. Hatrið getur verið blandað af öfund og fyrirlitningu. Sumir sjá Evrópu sem yfirráðaaðila eða siðferðilegan "áróðursvettvang", en samt sem löglegt og traust skjól. Öfund, vanmáttarkennd og niðurlæging (eða arfleifð nýlendukúgunar) getur vakið hatur sem beinist gegn vestrænum gildum – jafnvel meðan fólk sækir í þau.

Niðurstaða

Evrópa er sérstök vegna sögulegrar samþættingar hugmynda, menningar, kerfa og manngildissjónarmiða. Hún hefur gefið heiminum bæði vopnin til kúgunar og verkfærin til frelsis. Það er því ekkert einfalt svar við því hvers vegna fólk bæði dregst að Evrópu og afneitar henni í senn – því Evrópa er bæði spegill og mótvægi við eigin fortíð, og framtíð heimsins.

Nú er hætta á að Evrópa glati sérkenningum sínum með frjálslindi sitt, sem hleypur aðra menningaheima inn í álfuna sem eru ekki eins umburðarlindir og sú evrópska. Velgengi evrópskrar menningar er fallvaldur hennar um leið.

 


Hvers vegna stríðin á Gaza og Úkraínu halda áfram

Bæði stríðin eru orðin löng, 2-3 ár. Stríð hafa sinn líftíma, meðal lengin er 3,3 ár en þau geta verið upp í 8 ár (Bandaríkin - Írak) eða sex daga stríð Íraela við nágrannaríki. Í nútímanum enda stríð með að framleiðslugetan annast ekki notkun stríðsvopna, fjármagn er á enda eða ekki fleiri hermenn til að fórna. 

Ekkert af þessu er í gangi hjá bæði Ísraelum og Rússum og andstæðingum þeirra. Þau halda áfram vegna þess að það er engin niðurstaða á vígvellinum. Hjá Rússum er það að þeir hafa ekki náð að taka meira land og það sem þeir taka kostar óhemju mannfórnir og missir hergagna. Úkraína væri löngu fallin ef þetta væri ekki staðgengilsstríð milli Vesturvelda og Rússlands.  Það er niðurlægjandi að stoppa núna og með hvaða árangur? Eina sem myndi stöðva Rússanna væri efnahagshrun, sem er ekki í kortunum í augnablikinu þótt Trump sé að reyna að stöðva olíusölu Rússa til Kína og Indland.

Í Gaza eru Ísraelar að berjast við draug sem er hugmyndafræðin á bakvið Hamas. Eftir áratuga innrætingu íbúa, er erfitt að fá fólk til að hætta að fylgja hryðjuverkasamtökunum, jafnvel þótt allt sé í rúst. Gott dæmi um þetta er gjöreyðing Þýskalands 1945, nasistarnir börðust fram í rauðan dauðann (og næstu árin með skærum) og nasisisminn lifði stríðið af og er enn lifandi) en fólk hlýddi.

Í stöðu Rússlands myndi maður ætla að þetta stríð endi með friðarviðræðum og landamissir af hálfu Úkraínumanna. Það er auðljós niðurstaða. Þetta myndir á Kóreustríðið, þar sem barist var síðasta árið þrátt fyrir að niðurstaðan var komin í stríðið. Pattstaða einmitt leiðir til slíkrar niðurstöðu. Svo er það mannlegi þátturinn, tekst Trump að tala Pútín til?

Í stöðu Ísraela, þá er líklegt að Ísraelar hernemi Gaza, eins og þeir eru að hóta þessa daganna. Hvers vegna? Jú, þeir höfðu einu sinni afhent Gaza til Palestínu-Araba, 2005 og við sjáum hvað varð um það ríki. Þeir munu reyna, eins og bandamenn gerðu við Japan og Þýskaland, að hernema til lengri tíma og friða innan frá og breyta menningunni, það er eina leiðin til að eyða draugi-hugmyndafræði.

Það eru mistök af hálfu Vesturvelda að viðurkenna tveggja ríkja lausn akkurat á þessu augnabliki.  Þetta hvetur Hamas áfram (sigur af þeirra hálfu, fá viðurkenningu á Palestínuríki) og þvingun á friði með þvingunum (án sigurs á vígvelli) leiðir til ills blóðs. Nú er harðlínustjórnin í Ísrael að fá vopn upp í hendurnar, hún fær þarna óbeint umboð til að hernema Gaza og það sem er meira, landakröfur til Vesturbakkann sem Ísraelar kalla Júdeu og Samaríu sbr. þingsályktun sem var samþykkt Knesset í síðustu viku. 

Það er mjög skrítið að Vesturlönd vilja tveggja ríkja lausn þegar Arababandalagið krefst þess að Hamas leggji niður vopn. Betra væri að meiri ró verði áður en áframhaldandi viðræður um tveggja ríkja lausn halda áfram. Þetta er hægt eins og sjá má af fortíðinni. Næst því að samningur hefði náðst er í Taba 2001, Camp David 2000 og Oslo 1993–1995. Helstu hindranir voru  deilur um Jerúsalem, landnemabyggðir, öryggismál, og flóttamenn. Innri átök í báðum hópum (Hamas vs. Fatah, hægrisinnar vs. friðarsinnar í Ísrael) og truflun frá öfgahópum, hryðjuverkum, og pólitískum umskiptum

Að lokum um Vesturlönd og hnignun þeirra sem er auðljós öllum sem horfa.  Þau er algjörlega áhrifalaus í nútímanum. Enginn hlustar á hvað ESB hefur að segja. Hvorki í Úkraínu eða Gaza eða annars staðar. Völdin liggja í Rússlandi, Bandaríkjunum og Kína og í Asíu. Þau ættu að hafa meiri áhyggjur af innra hruni, borgarastyrjaldir, glæpi, málfrelsi, hryðjuverkaárásir, fækkun íbúa, efnahagskreppur og umskipti á evrópskri menningu. Evrópa hefur verið viti heimssins, með fyrirmyndir um frjáls samfélög og kapitalisma en hvað gerðist? Frjálslindið gekk of langt? Það getur ekki snúið við kúrsinn? Mannréttindi trompa öryggishagsmuni? Fjölmenning að búa til margklofin ríki?

 

 


Hvers vegna eru ekki til hús eða byggingar frá miðöldum á Íslandi?

Þegar ritari hóf sagnfræði nám sitt vaknaði þessi spurning en prófesorarnir voru ekkert að reyna að svara þessari spurningu, svo ritari muni eftir. 

Hvers vegna eru þá ekki til byggingar frá miðöldum á Íslandi? Hvers vegna notuðu Íslendingar ekki steinlím til að búa til hús byggð úr steini? Grænlendingar sem fluttust yfir um 1000 byggðu kirkjur og hús úr steinum (þurrveggir = hlaðnir veggir). Færeyingar byggðu eins og Grænlendingar en líka eins og Íslendingar.  Skýringin er ef til vill einföld, náttúrulegar aðstæður.

Byggingarefni og náttúrulegar aðstæður á Íslandi - Skortur á timbri og kalki: Á miðöldum vantaði á Íslandi tvö lykilefni til steinbygginga, kalk og byggingatimbur.

Til að búa til varanleg húsakynni er nauðsynlegt til að búa til steinlím eða kalkmúr. Kalkstein finnst nánast ekki á Íslandi og ekki var farið að framleiða kalk úr skeljum (sem þó var hugsanlega mögulegt) fyrr en löngu síðar. Gott byggingatimbur skorti og voru bara stór skrauthýsi eins og dómkirkjurnar á Hólum og Skálholti byggðar úr timbri.  Það var flutt inn í litlu magni og nýtt mjög sparlega, því því þurfti að verja gegn veðri. Þetta takmarkaði líka burðarvirki fyrir þyngri byggingar.

Veðurfar og jarðskjálftar

Ísland er mjög vindasamt og rakt – þurrir steinveggir (þ.e. hlaðnir án múrs) veita lítinn einangrun og eru illa fallnir til vetrarveðra. Ísland er líka á eldvirku og skjálftasömu svæði. Það þýðir að steinbyggingar með stífri samsetningu (t.d. múrhúðaðar) hefðu haft tilhneigingu til að springa eða hrynja í jarðskjálftum.

Menningarleg og félagsleg hefð

Torfbæir voru aðlagaðir  að náttúrunni. Íslendingar þróuðu snemma hagkvæma byggingaraðferð sem hentaði vel,  Grunnur úr steini og tré, en veggir og þök úr torfi, mold og grjóti.  Þetta gaf einangrun sem hentaði íslenskum vetri betur en berir steinveggir. Slík hús voru líka ódýr, miðað við að flytja inn byggingarefni eða finna kalk. Val á efni = val byggt á reynslu. Torfhúsin voru meira að segja endurnýjuð eða byggð upp að nýju á nokkurra áratuga fresti. Þau voru hluti af hringrás, ekki varanleg "steinsteypt" menning eins og í Róm.

Á Vestfjörðum og sums staðar við norðurströndina (t.d. í Árneshreppi) var mikið af rekaviði. Rekaviður frá Síberíu (með hafstraumum) safnaðist fyrir á ströndum og nýtist vel í bátasmíði og húsgrindur. En samt voru húsin yfirleitt torfbæir með rekavið í burðarvirkjum. Veggir og þök voru úr torfi og grjóti – viðurinn var of verðmætur til að nota í heilbyggð hús.

Samanburður við Grænland

Grænlendingar voru norrænir að uppruna, en byggðu hús úr steini í Eiríksfirði og Brattahlíð – þar var steinn í yfirflæði, torf og viður var aftur á móti af skornum skammti. Í Grænlandi voru líka minni jarðskjálftar, þurrara loftslag, og því hentuðu þurrhlaðnir steinveggir betur. Ekki er víst að byggingarnar hafi verið hlýjar eða þægilegar, en þær voru oft notaðar sem kirkjur og virðingarsæti (eign prests, höfðingja).

Færeysk byggingalist - brú á milli tveggja bakka

Færeyingar byggðu eins og Grænlendingar en líka eins og Íslendingar. Líkindi eru með Íslendingum, s.s. torfbærir og timbur  Torf og grjót voru lengi vel meginefni í sveitahúsum Færeyja, rétt eins og á Íslandi. Gamlir torfbæir og hús með grjóthleðslum og timburþökum voru algeng fram á 19. öld.

Það sem líklega gerði þetta mögulegt var góð aðgengi að grjóti og torfi, En takmarkað timbur, sem varð til þess að fólk blandaði saman efni eftir þörf, rétt eins og á Ísland. Líkindi með Grænlendingum, steinhús og þurrhlaðnir veggir. Í sumum færeyskum þorpum má finna eldri hlaðin steinhús (einkum sem geymslur, smiðjur og fiskihjallar. Þetta minnir um margt á byggingaraðferðir í Grænlandi, þar sem ekki var torf í boði en nóg af steini.

Samantekt - Af hverju engin hús frá miðöldum?

Meginástæðan: Torf og timbur hús grotna niður og þau voru endurbyggð á ~30–60 ára fresti. Enginn sá tilgang í að varðveita hús sérstaklega — þau voru nýtt og rifin eftir þörf. Við höfum mörg fornleifagögn, en fáar byggingar lifa svo lengi nema þær séu úr steini eða vel varðveittar timburhús.  Elstu varðveittu hús á Íslandi eru af dönsku áhrifasvæði, og flest frá 1750–1800. Almenningur byggði áfram torfbæi, sem grotna niður og skilja lítið eftir sig ef ekki eru grafnar fornleifar. Á Vestfjörðum var mikið byggt með rekaviði, en ekki í þeim mæli að heil hús lifðu af öldum saman. Ísland varð ekki með stein- eða timburhúsamenningu fyrr en iðnvæðing og verslun Dana tóku við handritin af torfbænum.

Svo er það önnur saga hversu Íslendingar eru lélegir að viðhalda húsum frá 19. og 20. öld þegar þekkingin er meiri? Önnur raunarsaga er saga báta og skipa síðastliðna alda, allt rifið niður í brotajárn eða hent á bálköst. Síðasta dæmið um skip sem hefði átt halda á landinu er rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson. Mikil saga á bakvið þetta skip og hefði verið gaman að hafa það til sýnis fyrir skólakrakka á skipasafninu í Reykjavík.


Að flýja lýðræðið

Sá undarlegi atburður á sér stað í Texas, að þingmenn flýja ríkið til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu.

Forsagan er þessi: Þingmenn Demókrataflokksins í Texas hafa yfirgefið fylkið í mótmælaskyni gegn umdeildri tillögu þingsins um endurskipulagningu kjördæma sem Donald Trump styður. Þingmennirnir fóru um borð í leiguflugvél á sunnudagskvöld í þeim tilgangi að svipta fulltrúadeild Texas nauðsynlegum fjölda þingmanna til að halda áfram atkvæðagreiðslu um tillögurnar um breytingar á kjördæmum.

Áætlunin um endurskipulagningu kjördæma gæti hugsanlega komið á fót fimm viðbótar þingkjördæmum sem eru í hag Repúblikanaflokksins. Repúblikanar í Texas ráða nú yfir 25 af 38 sætum fylkisins í fulltrúadeild Bandaríkjanna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þingmenn Demókrata hafa flúið eigið ríki og yfir í annað.  En hvers konar lýðræði er þetta? Ef þetta er ólöglegt, er alltaf hægt að leyta til dómsstóla, því þótt Repúblikanar halda í flesta valdaþræði, í alríkisstjórn og á Bandaríkjaþingi, þá er þriðja valdið til staðar og það er dómsvaldið.  Svo er það bara staðreynd að fylgi Demókrata hefur aldrei verið eins lítið og þessi misseri eða um 30%. Enginn sjáanlegur leiðtogi er í sjónmáli, engin stjórnarstefna sem fellur kjósendum í geð, aðeins woke stefna og vera á móti öllu sem Repúblikanar koma með, líka þjóðþrifarmál sem Demókratar voru áður fylgjandi. 

Sama taktík er reynd í Öldungardeildinni af hálfu Demókrata, reynt er að koma í veg fyrir útnefningar embættismanna fyrir stjórn Trump með því að þrýsta á að fara í sumarfrí og tefja á allan hátt málameðferð.

Hér á Íslandi er ástandið ekki betra, það er farið til útlanda í sumarfrí, þegar tollaálögur eru lagðar á Ísland af hálfu Bandaríkjamann og ESB.  Fjarvera er ekki lýðræðisleg vinnubrögð. Þátttaka er það.


Stríð og hungur árið 2025 utan Gaza stríðið og Úkraínu

Vestrænir fjölmiðlar eru ótrúlega sjálfhverfir og kjósa bara að fjalla um stríð eða hungursneyðir sem þeim finnst skipta máli. Eitthvað sem hreyfir við almenning á Vesturlöndum.  Það eru auðvitað stríðin í Úkraínu og á Gaza.

En það eru mörg önnur stríð í gangi í dag. Kíkjum á þau. Stríð sem eru í gangi nú um mánaðamót er stríð í Sýrlandi – borgarastyrjöldin sem hófst 2011 er enn á fullu, með samt flóknum átökum milli stjórnvalda, uppreisnarmanna og erlendra afla.

Borgarastríð milli Houthi og ríkisstjórnarinnar í Jemen (stuðningur frá Saudi-Arabíu og Íran), síðustu árin mjög mannskæð.

Á Sahel svæðinu eru átök (Mali, Níger, Burkina Faso o.fl.) er ástandið mjög óstöðugt.

Í Myamar er borgarastyrjöld síðan um 2021; ýmsir þjóðarbrotahópar og lýðræðishreyfingar berjast gegn hernum. Í Eþíópíu – þó að formleg stríð í Tigray séu lítils áhuga, er áfram átök í Amhara og Oromia svæðum sem hluti af aðskilnaðar- og þjóðernishvöt. Súdan – innbyrðis átök milli Sudan Armed Forces (SAF) og Rapid Support Forces (RSF) frá apríl 2023 og eru þetta  gríðarleg átök. Stríð á  milli Kóngó og Rwanda – að mestu tengt M23 uppreisnarmönnum í Austur Kongó með stuðningi Rúanda. 

Enn eru átök í Sómalíu áfram í átökum við al-Shabaab í Mið- og Suður - Sómalíu. Nýverið voru átök á milli Kambódíu og Taíland. – landamærastríð sem blossaði upp í júlí 2025, árekstar leiddu til dauðsfalla Svo voru það átökin milli Ísrael–Íran – beinar árásir milli landanna sem hluti af víðtækari hildarleik í Mið-Austurlöndum. Bardagar á Vesturbakka og gegn Hezbollah í Líbanon – hluti af Mið-Austurlanda spenna. 

Að sjálfsögðu rata þessi átök inn á almenna fjölmiðla en umfjöllunin er lítil. 

Svo er það þögla stríðið við hungrið.  Hér er vitnað í ChatGPT: 

Samkvæmt SOFI 2025–skýrslunni birti UN fjölda sem nefnir að 8,2% mannkynsins eða um 673 milljónir manna voru undirnærðar árið 2024. Þetta er samfallið á milli 638 and 720 milljóna manna. Þrátt fyrir smá batnandi þróun er þetta enn mjög hátt hlutfall World Food Programme+1UNICEF USA+1.

Þessir tölfræðilegir bendlar endurspegla að margir fara að sofa svangir á hverju kvöldi og standa frammi fyrir vægum eða alvarlegum skorti.

 

 


GB news er stærsta sjónvarpsstöðin í Bretlandi og Fox news í Bandaríkjunum

GB News er opinberlega vinsælasta fréttastöð Bretlands - sem markar sögulegan áfanga í breskri útsendingu.

Fréttastöðin "Peoples Channel" sigraði á lykiltíma í júlí, vann áhorfskeppnina á morgunverðatíma, hádegi, virkum dögum, besta tíma á virkum dögum og eftirsótta sunnudagsmorgni í stjórnmálum.

Þetta er í fyrsta skipti sem GB News hefur tekið fram úr BBC News í heilan mánuð, sem er tímamótaárangur aðeins mánuði eftir að GB News fagnaði fjögurra ára afmæli sínu.

Og til Bandaríkjanna. Fox News hrósaði velgengni sinni á sjónvarpsstöðvum í vikunni og sagði að frá 20. júní hefði hún verið efst í besta tíma með 2,6 milljónir áhorfenda, samanborið við 2,3 milljónir áhorfenda hjá ABC, 2,1 milljón áhorfenda hjá NBC og 2 milljónir áhorfenda hjá CBS.

Hvað er svona merkilegt við það?  Jú, GB News (Bretland) og Fox News (Bandaríkin) eru báðar sjónvarpsstöðvar sem eru þekktar fyrir hægrisinnað, popúlískt og oft andstætt kerfisbundið sjónarhorn, sérstaklega í umfjöllun eða skoðanaþáttum. Þó að munur sé á innlendum samhengi og áhrifum þeirra, eiga þær nokkra sameiginlega eiginleika í tón, nálgun og stjórnmálastefnu, sérstaklega í umfjöllun um fréttir (öfugt við beinskeytta fréttaflutning).

Það sem báðar stöðvarnar eiga sameiginlegt er hægrisinnaður popúlismi (þarf hvorki að vera jákvætt eða neikvætt). Sean Hannity og Laura Ingraham hafa einbeitt sér mikið að innflytjendum, menningarlegri sjálfsmynd, "vakningu" eða "woke" og andstöðu við frjálslynda yfirstéttina. Þáttastjórnendur eins og Nigel Farage, Dan Wootton og Mark Dolan hafa á sama hátt kynnt þjóðernishyggju frá Brexit-tímanum, andstöðu gegn innflytjendum og gagnrýni á framsækin gildi.

Orðræða gegn "almennum fjölmiðlum". Báðir fjölmiðlar saka oft eldri fjölmiðla (BBC, CNN, The Guardian, The New York Times) um hlutdrægni, yfirstéttar sýn eða ritskoðun.

Áhersla á menningarstríð er mikil hjá báðum fjölmiðlum. Mikil umfjöllun um kynvitund, málefni um tjáningarfrelsi, "aflýsismenningu" og stefnur sem tengjast fjölbreytileika.

Stuðningur við íhaldssamar stjórnmálamenn/stefnur. Fox hefur átt náið samband við Donald Trump og Repúblikanaflokkinn. GB News hefur fjallað um og kynnt persónur eins og Boris Johnson, Nigel Farage og umbótastjórnmálamenn í Bretlandi.

Persónur fram yfir blaðamenn. Báðir forgangsraða karismatískum þáttastjórnendum og "talandi hausum" fram yfir hefðbundna fréttamennsku. Þættir eru oft umræðumiðaðir frekar en skýrslumiðaðir.

Efahyggja gagnvart loftslagsstefnu og COVID-aðgerðum. Báðir hafa hýst loftslagsskeptikista eða gagnrýnendur loftslagsaðgerða (t.d. Net Zero).

Er þetta jákvætt? Veit það ekki, held ekki. Fréttamennskan hjá öllum fjölmiðlum í dag er hræðilega léleg. En áhorfendur virðast treysta málflutningi hægri fjölmiðlanna meira en megin fjölmiðla. Þurfum ekki annað en að horfa á fréttatíma RÚV sem leggur ekkert sjálfstætt mat á erlendar fréttir sem og Sýn fréttastofan til örvænta yfir íslenskri fréttamennsku. 

En kannski þurfum við ekki að örvænta. Internetið, hlaðvörpin o.s.frv. fylla inn í þar sem megin fjölmiðlar sleppa. Og þeir hafa alla tíð sleppt fréttum eða túlkað fréttir eftir eigin hagsmunum. Það er enginn hlutlaus í frásögn. 

Ritari fer þá leið að horfa á erlenda fjölmiðla til að fá raunsannar fréttir. Horft er á bandaríska fjölmiðla, indverska, breska, ísraelska og jafnvel færeyska! Svo er horft á löng hlaðvörp með viðtölum við fólk sem er í hringiðju viðburðanna. Að lokum, ritari fer svo sjálfur á stúfana að afla frétta, setur saman efni í blogg til að skilja samhengi hlutanna eins og hér er gert. 


Aðgerðarleysi ráðherra kostar þjóðarbú Íslands stórfé

Eftir misheppnað þing sem varð að sumarþingi, sem ríkisstjórnin og -flokkarnir gátu ekki lokið nema með kjarnorkuvopnaákvæði (vottur um uppgjöf), ákváðu ráðherrarnir að fara í frí, sama hvað.  Frostrún og Þorgerður vilja ekki láta trufla sig í fríinu og alls ekki hafa frumkvæði að því að bjarga landinu frá atlögur bæði Bandaríkjamanna og ESB að efnahagsstoðum Íslands. 

Trump og co. ætla að hækka tolla á íslenskar vörur úr 10% í 15% sem hann var búinn að lofa ef ekki yrði haft samband við hann. Hvað er sendiherra Íslands að gera í Washington fyrir utan kokteil partý? ESB ætlar að beita Íslandi þvingunum með tolla á kísilmálm framleiddan á Íslandi, sem er eins og skot í eigin fót, því annars þarf ESB að fá hann frá Kína með tilheyrandi mengun. 

Alvöru ráðherrar væru í símanum kvartandi við Marco Rubio (eða Howard Lutnick) eða Von der Leyden.  Það er aðeins tautað við íslenskan almenning að þetta sé ekki gott en hvað er gert?

Í dag, 1. ágúst, fellur 15% tollarnir á Ísland frá Bandaríkjunum, við land sem BNA er í viðskipta plús við. Það er stutt í tollanna frá ESB sem er ótvírætt leikflétta ESB til að ná meira valdi á íslensku ESB ráðherrunum og til áhrifa á Norður-Atlantshafi.  Ráðherrarnir hafa meiri áhyggjur af ástandinu í Úkraínu og Gaza (sem eru alvarleg mál en ekki á valdi Íslendinga að leysa).

Þríhöfða þursastjórnin sem menn vildu kalla valkyrjustjórn, hefur ekki staðið í lappnir og formennirnir ekki verið þær stýrur eða valkyrjur sem þora. 

Ritari hefur kallað þessa stjórn skessustjórn.  Þetta hljómar eins og barnalegt uppnefni en er nærri sannleika. Skessur eru kvenkyns tröll. Þó skessur séu stórar og sterkar, eru þær oft heimskar eða auðtrúa. Hetjur geta oft platað þær með klókindum eða orðagjálfri.  Þýska valkyrjan Von Leyten hefur greinilega platað skessurnar Kristrúnu og Þorgerði. Þriðja skessan er heima í helli og lætur ekki í sér heyra, er upptekin við að telja auranna sem hún fær sem ráðherra. Í ævintýrum eru skessur oft hindrun sem hetjan þarf að yfirstíga. Hetjan þarf þá að nota hugvitssemi til að sleppa undan þeim eða sigra þær. Hvernig getum við yfirstigið þær áður en þær valda meiri skaða?


Er of auðvelt að fá íslenskan ríkisborgararétt?

Svarið er já. Það er í raun auðvelt að fá íslenskan ríkisborgararétt miðað við margar aðrar þjóðir. 

Hér kemur rökstuðningur fyrir því mati. Engin krafan er gerð um þekkingu á íslenskri stjórnskipan, sögu eða menningu, sem margir myndu telja vera sjálfsagðan hluta af ríkisborgararétti.

Tungumálaprófið er aðeins á A2–B1-stigi, sem er lægra en það sem íslensk börn hafa lokið í 7. bekk. Það þýðir að manneskja getur orðið ríkisborgari með grunnskilning, sem jafnvel myndi ekki duga í grunnskólastarfi.

Svo er gerð skilyrði um búsetu tíma  (7 ár) sem er stuttur miðað við að fá full þátttökuréttindi í þjóðríki með eigin menningu, sögu og tungu. Og undanþáguleiðin um Alþingi gerir mögulegt að sniðganga venjulegt umsóknarferli með stuðningi þingmanna.

Afleiðingar veikra krafna er að samfélagsleg þátttaka verður takmörkuð þegar ríkisborgarar hafa takmarkaðan skilning á samfélaginu sem þeir fá að kjósa í.

Tungumálakunnátta nægir ekki til að taka virkan þátt í umræðu, fjölmiðlum eða menntun barna.

Skortur á menningarlægri aðlögun – fólk getur orðið ríkisborgari án þess að hafa neina hugmynd um sögu þjóðarinnar eða hlutverk Alþingis.

Ójöfnuður gagnvart íslenskum börnum – t.d. þurfa þau að læra íslensku í 10 ár en útlendingur getur tekið einfalt próf og fengið ríkisborgararétt.

Lengja lágmarksbúsetu í 15 ár, nema umsækjandi hafi sýnt fram á djúpa samfélagsþátttöku, vinnu, og íslenskukunnáttu (C1-stig eða hærra).

Skylda próf í íslenskri sögu, stjórnskipun og menningu, svipað og í Bandaríkjunum eða Kanada.

Strangari staðlar um tungumálakunnáttu, sem miða við raunverulegan lesskilning, röklega tjáningu og þátttöku í samfélagslegri umræðu.

Hvað má betur fara?

Endurskoðun á þingleiðinni, þar sem ríkisborgararéttur veittur af Alþingi ætti að krefjast sömu lágmarksskilyrða? Já! Og í raun ætti Alþingi ekki að koma nálægt ríkisborgara veitingu. Mat og veiting ætti að vera í höndum sérfróðra manna, nefndar eða stofnunar sem fer eftir lögum! Sem Alþingi sjálft sniðgengur oft á tíðum við veitingu ríkisborgararéttinda.

Afturköllun ríkisborgararéttar á Íslandi

Á Íslandi er það nánast ómögulegt að afturkalla ríkisborgararétt, jafnvel þótt einstaklingur gerist sekur um alvarlega glæpi, hryðjuverk, eða sýni fullkomna óvirðingu gagnvart samfélaginu.

Þegar ríkisborgararéttur hefur verið veittur, er hann talinn óafturkræfur, nema hann hafi verið fenginn með fölsuðum upplýsingum eða svikum.

Það er engin heimild í íslenskum lögum til að afturkalla ríkisborgararétt á grundvelli hegðunar eftir að rétturinn er veittur – sama hversu alvarleg brotin eru. Það átti að gera bragðabót á þessu en vegna afburðalélega þingstjórnun, þingi dróst fram í júlí og flest frumvörp döluðu uppi og urðu ekki að lögum, þá varð hið veiklulega frumvarp um afturköllun „alþjóðlegrar verndar“ vegna glæpa ekki að lögum. 

Lokaorð

Góður ríkisborgari er ekki aðeins lagaleg staða heldur siðferðileg og samfélagsleg ábyrgð. Það ætti að vera réttur ríkisins að endurskoða ríkisborgararétt ef hann reynist veittur einstaklingi sem reynist ófær eða óviljugur til að uppfylla lágmarks skyldur við samfélagið. Það vantar úrræði gegn afbrotamönnum og þjóðaröryggishættu sem hafa fengið ríkisborgararétt.

 


Hugsana lögregla Keir Starmers - frjáls umræða er hættuleg

Málfrelsi er grundvallaratriði - já, jafnvel þegar það er móðgandi

Tjáningarfrelsi er undirstaða hvers opins samfélags. Það verndar ekki aðeins viðunandi eða "öruggar" skoðanir, heldur einnig óvinsælar, móðgandi eða óþægilegar skoðanir. Það felur í sér gagnrýni á stjórnvöld, trúarbrögð, innflytjendastefnu o.s.frv. Ef við getum ekki talað frjálslega - jafnvel sagt eitthvað heimskulega, dónalega eða umdeilda hluti - þá höfum við ekki tjáningarfrelsi.

Í Bretlandi er ákveðin tjáning þegar refsiverð ef hún er talin "gróflega móðgandi", "ógnandi", "hvöt til ofbeldis eða haturs" eða "áreitni". Þessi lína er ekki ný - hún er hluti af samskiptalögunum frá 2003, lögum um "illgjörn samskipti" frá 1988 og nýlega lögum um öryggi á netinu. En hver er virkilega fær um að dæma orð annarra? Túlka þau? Sá yður er syndlaus er, kasti fyrsta steininum var sagt.

Nú er það skoðanaeftirlit lögreglu, jafnvel fyrir glæpi (eins og með hatursorðatilvik sem ekki eru glæpir), þar sem margir sjá að ríkið nær að taka of mikið  til sín. Af hverju er kráareigandinn er þrýstur til að láta uppi slúður til yfirvalda eins og lagt er til að verði sett í lög? "Ef ég þarf að horfa á hvert einasta orð sem ég segi á krá, á netinu eða við vin ... er ég þá virkilega frjáls?"

Vísindi, saga, heimspeki og lög gætu verið endurskrifuð í rauntíma með hjálp gervigreindar til að passa við það sem stjórnin telur ásættanlegt.

Það er það sem gerist þegar stjórnvöld eða tæknifyrirtæki krefjast réttarins til að ákveða hvað er "hættulegt tal" án skýrleika eða ábyrgðar. Það elur af sér ótta, sjálfsritskoðun og að lokum innantómt lýðræði.

Það er raunveruleg áhætta. Rétt eins og bækur geta verið bannaðar og bókasöfn brennd.  Og við verðum að vera varkár ekki bara með það sem við segjum - heldur líka með því hver fær að þagga niður í hverjum.

Keir Starmer var eins og kjáni á blaðamannafundi þeirra Donalds Trumps um daginn. Þar kom fram sterk gagnrýni á málfrelsishöft breskra stjórnvalda (er það ekki merkilegt að það eru alltaf vinstri menn sem vilja banna frjálsa umræðu. Það voru Vinstri grænir sem vildu haturorðalögreglu og -lög, við hvað eru vinstri menn hræddir? Sannleikann?). 

 


Könnun Útvarps sögu um fylgi flokka

Það virðist vera að lítið sé að marka íslenskar skoðana kannanir. Þær eru keyptar eða gerðar þannig úr garði, að niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Kannski var nýleg könnun Maskínu um fylgið við ríkisstjórnina ein slíkra en þar kemur fram ótrúlegt fylgi Viðreisnar og Samfylkingar.

Maður fer því að bera meiri virðingu fyrir óvísindalega könnun fjölmiðla eins og Útvarps sögu, sem leyfir lesendum að taka þátt í netkönnun og niðurstaðan eins óvísindaleg og hægt er. T.d. vitum við að hlustendur US eru flestir á ákveðnum aldri og það skekkir kannski myndina. En ef svo er, þá vitum við a.m.k. hvert fylgi stjórnarflokkanna er hjá hlustendum Útvarps sögu! Það er ekki mikið!  Svo vitum við að megin fjölmiðlar eru flestir vinstri sinnaðir og eru með síams tvíburunum í liði. Lítið að marka þá.  

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Stjórnarandstöðuflokkunum (Sjálfstæðisflokki, Framsókn, Miðflokki): 75,9%


Stjórnarflokkunum ( Samfylkingu, Flokki fólksins og Viðreisn) 24%.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband