Því miður er þróunin á þá leið, þótt hún, ef af verður, er ekki á næstunni. Óeirðir og mótmæli hafa einkennt Bretland síðastliðin misseri og ekkert lát virðist á. Fólk trúir ekki að núverandi ástand muni breytast, þar til að gerist í raun. Stríð og átök virðast alltaf koma fólki á óvart nema sérfræðingunum. Þeir vita hvað klukkan slær.
Rauðu aðvörunarljósin blikka alls staðar og birtast í formi grasrótarhreyfinga víðsvegar um Evrópu, líka á Íslandi, sem mótmæla núverandi ástandi. Fólk finnst misskipting og misrétti vera í gangi og það að stjórnmálaelítan hlusti ekki á áhyggjuraddir almennnings. Það sem mun leiða til þess að það sjóði upp úr, eru efnahagsmál. Þegar efnahagurinn versna, eins og hann gerir undir vinstri stjórn Keirs Starmers, og það velferðakerfið getur ekki sinnt þeim sem verða undir í þjóðfélaginu, brýst út reiði. Og það er reiði í gangi. Sú reiði brýst oft út í ofbeldi, úr ofbeldi í óeirðir og úr óeirðum í borgarastyrjöld.
Til þess að það verði borgarastyrjöld þarf að vera algjör samfélagsbrot. Innan samfélagsins, eru hópar sem geta ekki búið saman vegna ýmsa þátta, s.s. trúar, menningar, tungu og fleiri þátta. Jaðarsamfélögin í Bretlandi eru ekki lengur jaðar, heldur megin samfélög í vissum borgum. Fólkið býr saman í sama landi en á ekkert samleið að öðru leyti. Þegar minnihlutinn er búinn að ná ákveðnum fjölda, finnst á sig hallað, verður gripið til vopna.
Bretland, með England, (Norður)-Írland og Skotland innanborðs, hafa upplifað borgarastyrjaldir og það er ekkert sem segir að það gerist ekki aftur, síður en svo.
Í þessu viðtali fer fyrrum ofursti yfir stöðuna. Hann er bara einn af mörgum sem sér bara svarta stöðu í Bretlandi.
Bloggar | 16.8.2025 | 12:32 (breytt kl. 12:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ísland, þvert á flokka virðist vera sér íslensk grasrótarhreyfing en hún er það ekki. Hægt er að setja þessa grasrótarhreyfingu í samhengi við aðrar sambærilegar grasrótarhreyfingar í Evrópu og hér er sérstaklega átt við um Írland, Bretland o.fl. ríki.
Hvers vegna koma svona hreyfingar fram víðsvegar um Evrópu á sama tíma? Já, almenningur er orðinn þreyttur á aðgerðarleysi stjórnvalda og valdaelítunnar í innflytjendamálum. Almenningur vill ekki opin landamæri, því ef þau eru opin, er ekkert velferðaríki né lög og regla. Það sem bindur hendur þjóðríkja og ástæðan fyrir ráðaleysinu í málaflokknum á sér tvær megin orsakir.
Megin orsökin er ESB, sem er ríkjabandlag án lýðræðislegt aðhald. Þegar búríkratar (ókosnir) eiga að taka ákvarðanir fyrir einstaka ríki, verða hagsmunir ríkisins eða ríkja að lúta í lægri haldi fyrir meginhagsmuni alls ríkjasambandsins.
Hin orsökin, sem er í beinum tengslum við ESB, eru dómstólar Evrópu, svo sem mannréttinda dómstóll Evrópu. Þessir dómstólar setja hagsmuni mannréttinda einstaklinga sem eru ekki hluti af Evrópu ofar hagsmunum ríkja, þar með öryggishagsmuni. Dómstólarnir eru bundir af þröngu sjónarhorni, taka ekki tillit til menningu, tungu, efnahag einstakra ríkja, heldur er réttvísin blind. Ofan á þetta eru þessi dómsstólar bundnir af mannréttinda sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fer oftast á skjön við hagsmuni evrópskra þjóðríkja. Ekkert mál fyrir t.d. Afríkuríki að samþykkja slíkan sáttmála, því enginn vill sækja hæli í vanþróuðu ríki, en ásóknin er yfirgengilegt til Evrópu.
En nú er ritari kominn út fyrir efnið. Uppreisn almennings gegn ráðaleysi stjórnmálamanna. Lítum á stutta sögu Ísland - þvert á flokka.
Þessi grasrótahreyfing birtist í mótmælum á Austurvelli 17. júní 2025, þar sem hundruð Íslendinga úr öllum aldurshópum komu saman til að mótmæla stjórnmálaóvilja, sérstaklega í landamæramálum og varðveislu íslenskrar menningar og tungumáls. Í skoðanakönnun sögðust 60% landsmanna styðja þessa hreyfingu. Það sem einkennir þessa hreyfingu er að hún er þverpólitísk, þátttakendur með ólíkar stjórnmálaskoðanir. Gamalt, ungt fólk og fjölskyldur mæta á mótmælafundi og næsti fundur er á morgun.
Ísland - þvert á flokka er aðeins ein af mörgum sambærilegum grasrótarhreyfingum í Evrópu. Kíkjum á frændur okkar Íra og sambærileg samtök. 32 County Sovereignty Movement er mótmælahreyfing með rót í írskri repúblíkufrjálshyggju, án stjórnmálaflokkastöðu, en með pólitískar kröfur um fullveldi.
Báðar hreyfingarnar eru þverpólitískar. Nú yfir Írlandshaf til Bretlands og lítum á Great British National Protest (GBNP), myndað snemma á árinu 2025 sem grasrótarhreyfing fyrir "samfélagsöryggi, réttláta innflytjendamál og bresk fullveldi". Þessi hreyfing notar samfélagsmiðla (svo sem Facebook, Telegram og TikTok) til að skipuleggja mótmæli í nokkrum borgum eins og Bournemouth, Norwich og Leeds. Þótt þeir afneiti tengslum við öfgahópa, hafa sumir meðlimir verið tengdir fyrri stuðningi við öfgasinnuð eða anti-ísamísk samtök.
Það er bara þannig að alls konar fólk sækist í slíkar hreyfingar eins og ofangreindar eru. En það eru til ótal margar aðrar grasrótarhreyfingar víðsvegar um Evrópu, sem eru búnar að fá nóg af skrifræðinu, ráðaleysinu (áhugaleysinu?) og að aðkomufólk er forgangs flokkað fram yfir heimamenn. Þetta hefur ekkert með rasisma að gera, heldur þjóðlega samheldni, menningu og tungu og síðan en ekki síst efnahagslegar ástæður sem fær venjulega sófa kartöflu til að standa á fætur og á mótmæli. Jú, þegar gæði velferðasamfélagsins eru af skornum skammti, þá þarf að skammta og deila. Af hverju að vinna alla æfi, borga skatta þegar aðrir sem koma inn og fá allt upp í hendurnar? Eitthvað vitlaust gefið segir fólk og mótmælir.
Bloggar | 15.8.2025 | 17:16 (breytt kl. 17:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sá spurning vaknar hvort íslenska lögreglan sé að missa tökin á "innanlandsfriðinum", það er röð og reglu í þjóðfélaginu. Íslenska elítan hefur verið dugleg að skipta um þjóð í landinu og þótt mikill meirihluti fólks sem kemur hingað inn til vinnu eða náms, er harðduglegt og heiðarlegt, fylgir þessum mikla innflutningi - sem má alveg flokka sem þjóðflutninga - margur glæpamaðurinn.
Ef við tökum hlutfall útlendinga meðal fanga sem mælikvarða, þá hefur það aldrei verið hærra á Íslandi en nú.
Í september 2024 var það komið upp í um 28% samkvæmt opinberum tölum, sem er gríðarlega hátt miðað við að útlendingar eru aðeins um 18% íbúanna. Þetta bendir sterkt til þess að þeir séu stóraðilar í alvarlegum brotum.
Einnig er rétt að útköll sérsveitarinnar hafa rokið upp á undanförnum árum, sérstaklega eftir innflutning á skipulagðri glæpastarfsemi frá Skandinavíu og Eystrasaltsríkjum.
Samkvæmt frétt RÚV átti sérsveitin um 2014 um 38 vopnuð útköll, en árið 2023 voru þau um 461, sem er tólfföld aukning. Sem þýðir að meira en eitt útkalla á sér stað daglega allt árið um kring.
Ritari leitar hér á náðir Völvu (því upplýsingar skortir) og spurði um stöðu sérsveitarinnar og hún fann lítið. Hún segir að samkvæmt Wikipedia "var sérsveitin árið 2018 samsett af 46 sérsveitarmönnum, en hún átti að vera fullmönnuð með allt að 55 starfsmönnum. Reglulega eiga sérsveitarmenn að sinna bæði almennum lögreglustörfum og sérverkefnum, en um 75% af vinnutíma fer í lögregluverkefni og um 25% í þjálfun.
Fjöldi morða, rána og innbrota er hærri en áður hefur sést í íslenskri glæpasögu. Lögreglan metur að 1520 virkir glæpahópar/gengi starfi hér á landi, flest tengd erlendum glæpagengjum. Fjárfesting í lögreglu og mannafla hefur aukist bæði í almennu lögreglunni og sérsveitinni sem endurspeglar að alvarleiki mála hefur aukist. En því miður eru íslensk stjórnvöld löt við að greina glæpi og deila þeim með þjóðinni.
Ef til vill þarf sérsveitin að draga sig alfarið úr daglegum lögreglustörfum (með hátt í 450 útköll) og vera til staðar allt árið um kring bara sem sérsveit. Það þyrfti líka að fjölga í henni sem og almennri löggæslu (það er víst gangskör í gangi með það). Sú tilfinning er fyrir hendi að vegna fámennis innan lögrelgunnar eru forvirkar rannsóknir fátíðar og lögreglan veigrar sér við að beita sér af fullu afli gagnvart ýmsum hópum.
Bloggar | 14.8.2025 | 16:58 (breytt kl. 17:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á ráðstefnu Íhaldsflokksins í október 2024 kallaði Starkey eftir því að snúa aftur til velferðarreglna frá Viktoríutímanum og fullyrti að velferðarmál ættu að vera undantekningin, ekki reglan.
Hann hrósaði Viktoríutímanum hvað varðar "minni réttindi", sem þýddi að þeir sem njóta velferðar ættu ekki að fá meira en lágmarkslaun sem vinnandi einstaklingur getur framfært.
Starkey lagði til að bæði hvata og fælingar ("gulrót og prik") yrðu kynntar til sögunnar til að umbreyta velferðarmálum og lýsti yfir fyrirlitningu á nútíma hugmyndum um "samúð" þegar þær eru paraðar við réttindi.
Þó erfitt að geta sér til um ítarlegar skoðanir Starkey á innflytjendamálum, er hann þekktur fyrir að vera andstæðingur Evrópusambandsins og berjast fyrir bresku fullveldi. Hann talar fyrir þjóðmenningu, og er alfarið á móti fjölmenningu sem hann telur að leiði til falls Bretlands.
Starkey berst fyrir strangari og skilyrtari velferðarstefnu, sem endurspeglar gildi Viktoríutímans, og opinberar athugasemdir hans benda til stuðnings við strangari innflytjenda- og fullveldisstefnu.
Hér er kynning á Starkley:
Og hérna kemur hann inn á velferða- og innflytjendamál við breskan múslima:
Bloggar | 13.8.2025 | 18:45 (breytt kl. 22:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta óþarfa stríð er hátt í þriggja ára gamalt. Erfitt er að skilja taktíkina, barist er samkvæmt nýjustu tækni með skotgrafa hernaði í bland. Líkja má því við hægfara malarkvörn af hálfu rússneska hersins. Land er tekið smá saman af Úkraínu mönnum og nú virðist vera kominn skriður á sókn Rússa, sem skýrir áhugaleysið á friðarviðræðum.
En hvert er markmiðið? Landtaka hluta Úkraínu? Koma í veg fyrir inngöngu Úkraínu í NATÓ? Hernám alls landsins? Hver sem ástæðan er, er fórnarkostnaðurinn gríðarlegur í mannslífum talið. Sovétmenn unnu kannski Þýskaland í seinni heimsstyrjöldinni en hver var kostnaðurinn? 26 milljóna mannslífa í súginn. Og Þýskaland var orðið aftur að risavelda 1955, a.m.k. sem iðnaðarveldi en Rússland og hin Sovétríkin í bullandi vanda. Var þetta þess virði? 26 milljónir samkvæmt útreikningi Völvu: raunhæf tala líklega á bilinu 150250 milljónir afkomenda í dag sem hefðu getað verið til ef þessir einstaklingar hefðu lifað.
Er ein milljón manna látina í þessu stríði þess virði? Nei.
Hvað um það, það er ljóst að Rússar eru að taka Donbass svæðið (sem er að mestu byggt rússnesku mælandi fólki) en 80% af svæðinu er undir þeirra stjórn nú þegar og svo landsvæði meðfram strönd Úkraínu. Þeir eru líka að taka Krímskagann (sem er réttlát, því Úkraínu eiga engan sögulegan rétt til skagann). Ef þetta er markmiðið, er það þegar náð. Verra er ef markmiðið er að taka alla Úkraínu. Segjum svo að Rússar nái því, sem er auðveldasti hlutinn, annað er að hersitja fjandsamlega íbúa sem hata innrásaliðið. Það gengur ekki upp til langframa. Þriðja markmiðið að koma í veg fyrir inngöngu Úkraínu í NATÓ. Það er alveg ljóst að það markmið er þegar náð, Bandaríkjamenn og sumar NATÓ-þjóðir eru mótfallnar því. Skilaboð Pútíns, hingað og ekki lengra er öllum ljóst.
Það er því í raun engin ástæða fyrir að halda stríðinu áfram...nema um tilfinningar er að ræða. Að Rússar haldi andliti, að þeir verði álitnir sem stórveldi og síðast en ekki síst halda öllum sjálfstjórnarsvæðum Rússland undir styrkri stjórn Kremlar. Það er mesti óttinn, að Rússland liðist í sundur.
Endum þetta á manninum sem allir hafa skoðun á, Trump. Það má segja ýmislegt um karlinn, en það er þegar ljóst (fyrir sagnfræðinga a.m.k.) að forsetatíð hans er söguleg. Hann mun fara í sögubækur og er þegar í þeim, sem áhrifamesti forseti Bandaríkjanna. Hann fer á top 5 lista áhrifamestu Bandaríkjaforseta. Margt sem hann gerir er umdeilt en margt sem hann gerir ætti ekki að vera umdeilt (en er það samt!). Svo sem friðarstefna hans. Abraham samkomulagið í Miðausturlöndum (sem Íran, Hezbollah og Hamas reyndu að eyðileggja með árásina 7. október) er sögulegur friðarsáttmáli gerður 2020. Allir aðrir en Trump hefðu fengið friðarverðlaun Nóbels.
Nóbels friðarverðlaunin 2020 voru veitt í staðinn til World Food Programme (WFP), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, "fyrir baráttu gegn hungri, framlag til friðar í átakasvæðum og viðleitni til að koma í veg fyrir notkun hungurs sem vopn í stríði". Veit ekki af hverju samtökin fengu verðlaun þetta ár, en ekki önnur þegar svona tímamót varðandi frið í Miðausturlönd (lykillinn að heimsfriði) áttu sér stað. Svar er auðvitað fordómar gagnvart Trump.
Trump virðist vera að koma á friði um allan heim, milli Azerbaijan og Armeníu, Taíland og Kambótíu og nú milli Rússlands og Úkraínu. Ef það verður friður í Úkraínu, er nokkuð öruggt að Trump fær ekki Nóbelinn, sem hann kannski dreymir um, hann er vondi karlinn. Obama fekk Nóbelinn, fyrir hvað veit enginn nema Nóbel nefndin.
Bloggar | 12.8.2025 | 13:05 (breytt kl. 13:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fréttastofur Sýnar og RÚV leituðu til álitsgjafar (sem hefur lítið álit á Trump og það skein í gegn), varðandi þá ákvörðun Trump að senda þjóðvarðliða inn í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC.
Álitsgjafinn fann þetta allt til foráttu og það fékk ritara til staðreyndakanna hann; er í raun glæpa alda í höfuðborginni? Hann segir að glæpum fari fækkandi en ef þeir eru í hæstu hæðum, er þá að marka lækkandi prósentu tölu? Völva var spurð: Er í raun mikið um glæpi í borginni (spurði bara um morð og rán) og bað ég hana um að bera saman við aðrar borgir. Þetta er svarið.
1. Washington, D.C.
Íbúar: 678.972
Morð: 274 → 40,36 morð / 100.000 íbúa
Rán: 3.470 → 510,96 rán / 100.000 íbúa
2. Los Angeles, CA
Íbúar: 3.820.963
Morð: 327 → 8,56 morð / 100.000 íbúa
Rán: 8.696 → 227,63 rán / 100.000 íbúa
3. Houston, TX
Íbúar: 2.333.346
Morð: 339 → 14,53 morð / 100.000 íbúa
Rán: 6.814 → 291,99 rán / 100.000 íbúa
4. Tallahassee, FL
Íbúar: 199.696
Morð: 27 → 13,52 morð / 100.000 íbúa
Rán: (nákvæm tala vantar, aðeins til % breyting)
Niðurstaðan er ótvíræð, Washington, D.C. sker sig úr með mjög háa morðtíðni og langhæstu ránatíðni af þessum fjórum. Álitsgjafinn hefur ef til vill búið (sagðist hafa búið í borginni) í góðu hverfi með lítill glæpatíðni en borgin í heild sinni er höfuðborg glæpa. Þegar mest var um morð í borginni 1993 var hlutfallið 80 morð per 100 þúsund íbúa en er í dag 40, hlutfallið hefur kannski lækkað en er óviðunandi og ekki höfuðborg Bandaríkjanna til sóma. Það eru ekki bara morð og rán, heldur almennir glæpir og eiturlyfjaneyðsla sem er til skammar.
Það vekur furðu að báðar fréttastofurnar leiti til sama mannsins, sem er greinilega ekki hrifinn af Donald Trump.
Spurningin er, þarf að hreinsa til í borginni eða ekki (og sleppum Trump alfarið úr dæminu)? Ritari hefur hingað til ekki vilja fara til borgarinnar, einmitt vegna glæpa. Hann veigra sig líka að fara til New York, fór seinast fyrir valdatíð Biden.
Bloggar | 11.8.2025 | 19:49 (breytt kl. 19:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslendingar afkristnast hratt. Ástæðan er einföld. Fjölmenninga- eða woke stefna stjórnvalda banna kristni fræði kennslu í skólum. Óttast er mismunn eða gefið er í skyn jafnræðisreglan eigi að gilda sem er svo lítið skrýtin afstaða, því a.m.k. 70% Íslendinga eru skráðir í kristna söfnuðu.
Í raun er verið að fremja misrétti gagnvart þessum stóra hópi með því að vera ekki með kristni fræði kennslu. Heilu kynslóðirnar vita ekki lengur út á hvað kristni gengur. Það er ekki nóg að fermast, það ferli tekur of stuttan tíma til að fá dýpri skilningu. Allt samfélagið er byggt á kristnum gildum og hvernig er hægt að lifa í slíku samfélagi ef menn vita ekki grundvöllinn?
Hvernig er hægt að leysa vandann? Mjög auðveldlega, taka frá tíma í kristni fræði fyrir þá sem eru kristnir í grunnskólum landsins. Hinir, trúlausir og af öðrum trúarbrögðum geta fengið sullið sem nú er verið að kenna í grunnskólum landsins sem kallast "trúarbragða kennsla" sem í dag er n.k. kynning á helstu trúabrögðum heims. Allir hafa gott af því að læra um trú, líka þá sem eru trúlausir. Þeir geta þá a.m.k. rökrætt af viti við hina kristnu!
Bloggar | 11.8.2025 | 10:53 (breytt kl. 11:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margir líta á ChatGPT sem óskeikula heimild en hún er það ekki. Það þarf alltaf að spyrja réttar spurningar og ekki taka svör hennar sem heilagan sannleik. Það þarf stundum að spyrja mörgum sinnum og koma með gagnrök. Síðasta "deiluefni" var rökræða um hvort Hitler hefði getað unnið Sovétríkin. Svarið hennar hefur alltaf verið nei en nei er ekki nógu gott svar fyrir ritara. Athuga verður að hún styður við almennar heimildir og heimildamenn. Það þarf mikið til að breyta skoðun hennar en það er gert með því að benda á galla á rökfærslu hennar. Hér byrjar rökræðan:
Varðandi innrás Þýskalands í Sovétríkin og um sigurmöguleika Hiters að vinna, þá fullyrðir þú (Völva) að Hitler hefði aldrei getað unnið. Málið er að nútíma stríð vinnast í verksmiðjunum, í framleiðslugetu hergagna. Stalín hafði flutt iðnað sinn (hvernig það var hægt er óskiljanlegt á svona skömmum tíma en hann byrjaði 1941).
Það voru mistök Hitlers að skipta hernum við Smolensk og sækja suður og taka Leningrad í norðri. Hitler var aðeins 40 mílur frá Moskvu er hann ákvað að halda áfram. Ef hann hefði einbeitt sér að taka Moskvu og fara yfir Úral fjöllin hefði málið breyst.
Einnig ef Japanir hefðu herjað á eina borg við austurströnd Sovétríkjanna, t.d. Kamchatka skaganum, hefðu Síberíu sveitir Sovétmanna verið fastar þar eða herjað á þá frá Mansúríu sem Japanir höfðu hertekið af Kínverjum. Síberíu sveitirnar breyttu öllu um vörn Moskvu. Hvað finnst þér?
Ef við lítum til baka á borgarastyrjöldina í Rússlandi 19171922, þá sést hvernig bolsévikar, undir stjórn Leníns og Trotskí, sigruðu þrátt fyrir:
Mjög afmarkað yfirráðasvæði í upphafi (aðallega stórborgirnar Pétursborg og Moskvu).
Fjölmarga óvini: Hvítliða, útlenda heri (Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn, Japanir) og innlendar þjóðernishreyfingar.
Mikla skortstöðu á hráefnum, mat og búnaði.
Hvernig tókst þeim þetta?
Hugmyndafræðilegur styrkur og grimmd
Bolsévikar höfðu mjög skýra, óbilandi hugmyndafræði og voru tilbúnir að beita ótrúlegri hörku. Þeir beittu stríðskommúnisma: þjóðnýting allra auðlinda, nauðungarherferðum og aftökum á andstæðingum. Þessi grimmd var ekki vinsæl, en hún tryggði að miðstýringin hélt.
Samgöngu- og miðlínustyrkur
Þeir héldu miðjunni í landinu, með járnbrautakerfi sem tengdi aðalborgirnar. Þetta gerði þeim kleift að flytja herlið á milli vígstöðva hraðar en óvinirnir gátu samhæft sínar árásir.
Skipulagður áróður
Bolsévikar nýttu sér áróður sem vopn, bæði til að tryggja hollustu almennings og til að grafa undan andstæðingunum.
Ef við setjum þetta í samhengi við þína kenningu um 194142:
Ef Sovét hefði misst allt svæðið vestan Úral og jafnvel Moskvu, þá væri miðlínan og kóngulóarvefurinn rofinn.
Þeir hefðu ekki getað endurtekið borgarastyrjöldarmódel sitt að sama marki, því iðnaðurinn, matvælin og samgöngur væru í höndum óvinarins.
Hugmyndafræðin og grimmdin hefðu haldið einhverjum kjarna við völd austan Úral, en án aðstoðar Bandaríkjanna og án olíu og korns hefði lítið verið hægt að gera til að endurheimta landið.
Þannig er mjög sterk söguleg líking hér: Bolsévikar unnu borgarastyrjöldina því þeir héldu hjarta landsins og samgöngunum. Þýskaland í þinni sviðsmynd hefði tekið hjartað og þá hefði Sovétríkin staðið eftir sem "höfuð án líkama".
Ritari lítur á þessar rökræður sem n.k. þátt í "war game" sem stundaðar eru af áhugamönnum en líka herstjórendum til að sjá fyrir sér framvindu stríðs, hvort sem það hefur verið háð eða háð í framtíðinni. Vinsælasta "War game" samtímast er stríð um Taívan.
Hver hafði hér betur, Völva eða ritari? Hvað finnst þér?
Bloggar | 9.8.2025 | 19:57 (breytt kl. 20:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrst kemur kenning mín en hún er að Hitler hefði ekki lifað lengi eftir styrjöldina ef honum hefði tekist að flýja. Hann var með Parkinson veikina og þá var engin lækning (ekki enn) til né meðferð.
Ef Hitler hefði í raun verið með langt genginn Parkinsonsveiki fyrir árið 1945 eins og margir sagnfræðingar og taugalæknar sem hafa rannsakað göngulag hans, skjálfta og líkamsstöðu í myndefni frá síðari hluta stríðsins telja að svo hafi verið þá hefðu lífslíkur hans styst verulega jafnvel án þess að stríðinu lyki.
Ástæðan er framvinduhraði sjúkdómsins. Parkinsonsveiki er hrörnunarsjúkdómur og á fimmta áratugnum voru engar árangursríkar meðferðir eins og L-DOPA meðferðin í dag.
Í byrjun árs 1945 lýstu sjónarvottar miklum skjálfta, bogna líkamsstöðu, óstöðugu göngulagi, mjúkri röddu og minnkandi svipbrigðum allt merki sem bentu til sjúkdómsins á síðari stigum.
Tengdir fylgikvillar Langvinn Parkinsonsveiki leiðir oft til lungnabólgu, vannæringar (hann grenntist mjög undir lokin, borðaði lítið), til falla og annarra sjúkdóma sem geta verið banvænir innan fárra ára. Mikil streita, vannæring og þörfin fyrir að vera í felum hefði hraðað versnun sjúkdómsins eins og í tilfelli Hitlers.
Miðað við sögulegar læknisfræðilegar upplýsingar frá þeim tíma, ef hann hefði sloppið, væri raunhæf von að hann hefði aðeins lifað af í 25 ár í viðbót, hugsanlega minna. Það myndi setja líkur á dauða einhvers staðar á milli 1947 og 1950.
Þá komum við að kenningu Gerrard Williams sem tengist þessum læknisfræðilega veruleika - því hún skapar áhugaverða spennu milli fullyrðinga hans um að Hitler hafi lifað fram á sjöunda eða áttunda áratuginn og klínískra líkinda miðað við ástand hans sem hann sá með árið 1945.
Kenning Gerrards er þessi: Hitler hafi notað svokallað "Ratnet" eða flóttakerfi nasista í Evrópu, farið úr Berlín 28-30 apríl, á flugvöllinn og flogið til Danmerkur eða Noregs og í kafbát sem sigldi með hann til Argentínu. Þar áttu vitni hafa séð hann á afskekktu herrasetri, umkringdum lífvörum og lifað allt til ársins 1962.
Já kenning Dr. Mark Felton er nokkuð frábrugðin bæði frásögn Sovétríkjanna og flóttakenningu Gerrard Williams.
Felton heldur því fram að (eins og ég hef rakið áður í annarri grein hér á blogginu) að Hitler og Eva Braun létust í Führerbunkerinum 30. apríl 1945.
Lík þeirra voru aðeins að hluta til brennd og Sovétmenn fundu þau nánast samstundis. Í stað þess að vera flutt leynilega til Moskvu í áratugi (eins og sovéska sagan fullyrðir), leggur Felton til að leifar þeirra hafi verið grafnar mjög nálægt ríkiskanslaranum - hugsanlega í garði, innri garði eða jafnvel undir nálægri götu Kanslarinu.
Hann setur fram kenningu um að sumar leifar gætu enn verið þar í dag, grafnar undir nútíma byggingum eða gangstéttum, vegna þess að var byggt var yfir svæðið frekar en grafið upp að fullu eftir stríðið.
Þessi kenning stangast á við opinberu sovésku útgáfuna, sem segir að leifarnar hafi verið færðar margoft áður en þær voru eyðilagðar árið 1970 og hent í Elbu-ána. Málflutningur Feltons byggir að hluta til á ósamræmi í sovéskum skýrslum og takmörkuðum, óstaðfestum réttarmeinafræðilegum sönnunargögnum sem þær lögðu fram. Auk þess voru Sovétmenn mjög missaga allan tímann.
Ef kenning mín um langt gengna Parkinsonsveiki Hitlers er rétt, þá passar kenning Feltons betur við þann læknisfræðilega veruleika en kenning Williams - því það þýddi að Hitler þyrfti aldrei að lifa af í felum í mörg ár, hann dó einfaldlega á staðnum. Þegar mikilmenni (til góðs eða ills) deyja, vilja menn að þau lifi lengur. Hitler lifir...Elvis lifir....
Að lokum, hvernig Felton og Williams unnu og hvers konar sönnunargögn þeir notuðu. Felton notaði vitni sem voru á staðnum síðstu klst. Hitlers og skjalagögn. Williams notaði CIA og FBI gögn sem voru uppfull af orðrómi (enda vissu Bandamenn ekkert um örlög Hitlers vegna missagna Sovétmanna, munnlegan vitnisburð vitna sem umgengu ekki Hitler í Þýskalandi og íhugandi hlekkjarannsóknir! Hvorn mynduð þið trúa?
Blaðamaðurinn Gerrard Williams.
Dr. Mark Felton
Bloggar | 7.8.2025 | 22:55 (breytt kl. 23:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stundum erum við fljót að gleyma. Eitt af því eru siglingar Færeyjinga til Íslands fyrr á tíð. Einn af þeim sem hefur haldið þessari sögu uppi er færeyski sagnfræðingurinn Hans Andrias Sölvará (Hans Andrias Sølvará, søgufrøðingur og professari á Søgu- og samfelagsdeildini á Fróðskaparsetri Føroya). Hér er grein hans þýdd en ritari mun bæta við aukafróðleik í upphafi en fyrsta spurningin sem vaknar, hvenær hófu Færeyingar að sigla til Íslands í einhverju mæli?
Fyrsta þekkta skipulagða ferð færeyskra sjómanna til Íslands hófst seint á 19. öld. Það má minnast þess að árið 1872 var mikilvægt, þegar færeyskt fiskiskip (smack), "Fox", var keypt frá Englandi til djúpsjávarveiða, langt frá því að vera í lagi og frá þessum tíma hófu Færeyingar að veiða ólöglega á íslenskum hafsvæðum. Í sögulegum frásögnum og greinum er vísað til þessa tímabils sem upphafs skipulagðra færeysk-íslenskra siglinga í fiskveiðiiðnaðinum.
Áður voru siglingar frá Færeyjum til Íslands aðallega óreglulegar, í tengslum við slys, skipbrot eða leiguflutninga. En frá um 1872 hófust verulegar, skipulagðar útflutnings-/fiskileiðir frá Færeyjum til Íslands.
Það er þó mögulegt að meiri samræmi við sögulegar heimildir á færeysku, eða frá færeyskum sagnfræðingum, gæti bent til eldri ferða, en sem stöðluð vísindaleg heimild bendir árið 1872 á sjálft sig. En förum nú í frásögn Hans.
Frá árinu 1882 hafa 70 færeysk skipsslys á Íslandi kostað meira en 400 færeyska sjómenn lífið segir Hans. En hann tekur eitt dæmi sérstaklega fyrir. Ernestina var eitt af þessum skipum, þar sem eitt bragð sjómannsins Ziska Jacobsen bjargaði 17 mönnum. Hann hafði lært að synda í sundlauginni í Grøv frá 1906.
Árið 1930 var Ziska á Íslandi með skipinu Ernestinu þegar stormur skall á. Ernestina var eitt stærsta færeyska fiskiskipið, sem bræðurnir Jógvan Fríðrikk Kjølbro og Dávur í Gerðum keyptu árið 1927. Þann 3. mars 1930 lagði Ernestina af stað frá Klaksvík til Íslands með 26 menn. Dávur í Gerðum var sjálfur skipstjóri.
Um níuleytið að kvöldi 26. mars lenti Ernestina í slæmu veðri, stormi og bitandi kulda á rifi undir Bjarnavík nálægt Selvogi á Íslandi. Þegar risavaxnar öldur skullu á skipið reyndi áhöfnin að bjarga lífi sínu.
Sumir fóru fram í stefni eða út á sprunguna, á meðan aðrir klifruðu upp í mastrið í rigninguna til að halda sér. Stuttu eftir að Ernestina ýtti við, muldi brotnandi sjór allt fyrir ofan káetuna.
Nokkrir menn voru teknir um borð, á meðan hinir börðust í tíu klukkustundir í gegnum stormasama nóttina. Klukkan sjö að morgni spurði Dávur, sem sat fastur í rigningunni, hvort einhver vildi reyna að synda í land. Ziska, sem sat fastur, hljóp í sjóinn.
Þótt enn væri stormasamt tókst Ziska að synda 100 metrana frá Ernestinu og að klettunum undir Bjarnavíkarbergi, þar sem brimið sópaði honum upp hellinn.
Áhöfninni tókst að fá línu í land, sem Ziska batt utan um klett. Þannig komst stór hluti áhafnarinnar í land. Þeir urðu þess varir að átta menn höfðu skolað á land þessa stormasama nótt.
Ziska tókst einnig að klifra upp lóðrétta klettinn, þaðan sem hann sveipaði línu niður til hinna 17, sem gátu þá lesið sig upp.
Þeir gengu í gegnum þykkan snjó til að leita sér hjálpar. Tveir menn voru svo veikir að þeir þurftu að bera. Annar lést áður en þeir komust á bæ, þar sem þeir fengu hjálp og gistingu.
Daginn eftir fóru Íslendingarnir og hluti áhafnarinnar á vettvang slyssins. Þeir sáu ekkert til Ernest, en brak lá á hlíðinni.
Þrjú lík skoluðu á land. Fjórða líkið fannst nokkru síðar. Slysið kostaði níu menn lífið. Fjórir menn komu aldrei aftur.
Eftir að hafa verið á Íslandi í viku kom áhöfnin til Klaksvíkur með "Queen Alexandrine", sem einnig hafði fjórar kistur. Lík fjögurra manna fundust aldrei. Stór mannfjöldi stóð fyrir framan þá við Stangabrúnina, sorgin var mikil.
400 Færeyingar drukknuðu á Íslandi
Ernestina er eitt af um 70 færeyskum skipsbrotum á Íslandi, sem síðan 1882 hafa kostað meira en 400 færeyska sjómenn lífið.
Á þriðja og fjórða áratugnum einum áttu sér stað 30 færeysk skipsbrot á Íslandi og 258 færeyskir menn fórust á besta aldri. Ekkjur og mörg föðurlaus börn voru eftir.
Áhafnir fiskiskipa komu oft úr nokkrum þorpum og slysin settu djúp spor í færeyska samfélagið, menninguna og trúarlífið, sem breyttist mikið á þessum tíma.
Brjóstmynd af Ziska Jacobsen stendur enn sem tákn þessa dapurlega og erfiða tímabils í sögu færeyska fiskveiða og sem tákn um afrek Ziska á Íslandi árið 1930. Ziska Jacobsen var mjög auðmjúkur maður og hann talaði ekki oft um afrekið sem hann framkvæmdi.
Það er lítill vafi á því að slysið, sem kostaði níu menn á hátindi sínum lífið fyrir augum hans, hefur skyggt á þá staðreynd að Ziska bjargaði 17 mannslífum.
Eftir að Útvarp Færeyja var stofnað árið 1957 voru gerðar nokkrar tilraunir til að fá Ziska Jacbosen til að segja frá afrekinu sem hann framkvæmdi þegar Ernestina lenti suður á landi árið 1930. Ziska slapp undan þar til 10. nóvember 1971, þegar útvarpsmaðurinn Árni Absalonsen tókst að ná Ziska Jacobsen á segulband.
Upptökubúnaðurinn var ekki eins góður þá og hann er nú, og upptakan mótast einnig af því að heyrist að Árni Absalonsen sé fullkomlega meðvitaður um að þetta sé eina tækifærið sem hann fær til að fá Ziska á segulband. Hann ýtir bara á "upptaka" og vonar að allt komi upp.
Hér endar grein Hans en heyra má viðtalið hér í meðfylgjandi hlekk. Lesa má greina hér í Bragdið hjá Ziska bjargaði 17 av manningini á Ernestinu Ritari biðst afsökunar á lélegri þýðingu.
Bloggar | 7.8.2025 | 11:35 (breytt kl. 11:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020