Friðar ríkið svokallaða Ísland, hefur gert þau reginmistök sem örríki á aldrei að gera; það er að skipta sér með beinum hætti af stríðsátökum stórvelda.
Það gerði fyrrverandi ríkisstjórn er hún ein vestrænna ríkisstjórna ákvað að slíta de facto stjórnmálasamskipti við Rússland. Og það þrátt fyrir að þau hafa aldrei verið slitin í kalda stríðinu og var komið á, í lok heimsstyrjaldar og það við harðstjórann og fjöldamorðingjann Stalín. Þetta hafa Rússar tekið eftir og ekki gleymt.
Nú hafa leiðtogar stríðandi aðila ákveðið að tala saman og fara í friðarviðræður. Hið einstæða tækifæri fyrir Ísland að komast í sögubækurnar á ný, með því að bjóða Ísland og þar með Höfða á ný, sem fundarstað, er ómögulegt að bjóða. Ástæðan er einföld, það eru engin stjórnmálasamskipti milli Rússlands og Íslands þessi misseri. Ekkert sendiráð starfrækt í Reykjavík eða Moskvu og engir diplómatar sem geta gengið á milli. Slík var "stjórnviskan" á ríkisstjórnarheimili fyrrum ríkisstjórnar.
Í stað þess að mótmæla innrás Rússlands og láta þar við sitja, ekki slíta "talþræðinum" í gegnum diplómatískum leiðum, ákvað Ísland að taka beinan þátt í stríðinu í Úkraínu með vopnasendingum þangað. Þannig að það var ekki nóg að slíta samskiptunum, það varð líka að vopna annan stríðsaðilann. Nú er hér ekki verið að bera blak af innrásastríði Rússa gegn Úkraínu, þetta er skítastríð sem hefði mátt koma í veg fyrir ef diplómatarnir hefðu sinn vinnu sinni sem og stjórnmálamennirnir.
Það verður fróðlegt að sjá hvar þjóðarleiðtogarnir mætast, það verður örugglega ekki á Íslandi!
Bloggar | 11.1.2025 | 09:14 (breytt 12.1.2025 kl. 00:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allir leiðtogar, sem skipta máli hvað varðar friðarferli í Úkraínu stríðinu eru farnir að undirbúa sig undir friðarviðræður. Evrópuleiðtogarnir skipta engu máli, enda engir alvöru stjórnmálaskörungar til í Vestur-Evrópu.
Zelenskí er tilhneyddur enda blankur, Pútín vegna þess að hann er líka blankur en líka vegna þess að hann kemst varla mikið lengra með stríðsbrölti sínu og er úrvinda og Trump vegna þess að hann ætlar að láta minna sig sem maðurinn sem stillti til friðar í stærsta stríði Evrópu síðan seinni heimsstyrjöldin var og hét. Friðarviðræður eru í þessum töluðum orðum í undirbúningi.
Annað hvort ná menn saman við samningsborðið fljótt og örugglega eða engin niðurstaða færst en þá mun nátttúran taka við og koma á friði með vorleysingjum sínum. Efast um að menn nenni að taka upp þráðinn eftir það og láti þá víglínurnar vera eins og þær voru fyrir vorkomuna.
Að lokum varðandi hitt stríðið sem heimsbyggðin er að horfa á, stríð Ísraela við nágranna sína, þá er athyglisvert að Ísraelar eru ekki farnir af stað með árásir á Íran. Eru þeir að bíða eftir Trump?
Bloggar | 10.1.2025 | 13:04 (breytt kl. 13:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úr því að Kaninn er kominn með fáránlega landakröfur til Grænlands og Kanada, ættum við Íslendingar kannski að gera kröfu til Norður-Ameríku eins og hún leggur sig, þar á meðal til Grænlands (sem var óbyggt er íslenskir landnemar frá Vesturlandi lögðu það undir sig). Við eigum í raun sögulegar kröfur sem Bandaríkjamenn hafa ekki.
Kíkjum á grein sem bloggritaði ritaði fyrir ekki löngu, "Gleymda landnámið í Vesturheimi". Þar segir:
"Árið 1003 hélt Þorfinnur karlsefni með áhöfn sinni í vesturátt á fjórum skipum með um hundrað og sextíu manns, karla og konur. Hlutirnir hafa gerst hratt, því að Leifur snéri frá Noregi um árið 1000 e.Kr. og þremur árum síðar, eftir misheppnaðan leiðangur Þorsteins, tókst Þorfinni að finna Vínland.
Atburðarrásin var í raun mjög hröð þegar könnun vesturheims er skoðuð. Grænland náttúrulega tilheyrir Ameríku en landnám landsins hófst 982 e.Kr. þegar Eiríkur rauði fór í útlegð til Grænlands og valdi að setjast að í Brattahlíð og nefndi hann landið Grænland. Árið 985 eða 986 sigldu 25 skip frá Íslandi með 500 - 700 manns um borð, en einungis 14 af þeim náðu landi í Eystribyggð. Ef við deilum 700 manns á 25 skip, hafa að meðaltalið verið 28 manns um borð. 11 skip fórust í hafi og því líklega 308 manns látist.
Landnámshópur Grænlands hefur því líklega verið um 400 manns. Auðvitað hafa fleiri komið síðar og aðrir yfirgefið landið. En þetta var ekki stór hópur. Menn segja að Grænlendingar hafi aldrei farið yfir 3000 manns í mannfjölda í 400 ára sögu norræna manna á Grænlandi.
Það að 160 manna hópur hafi farið úr svona lítilli landnámsbyggð er stóratburður og sýnir að menn hafi trú á nýja landinu.
En því miður stóð landnámið stutt yfir, líklega aðeins þrjú ár, frá 1003 til 1006 e.Kr." Gleymda landnámið í Vesturheimi
Ástæðan fyrir að landnámið misheppnaðist, er einmitt vegna þess að fyrir voru innbyggjarar, réttara sagt frumbyggjar sem bjuggu þarna fyrir. Ef þannig er litið á málið, eiga Íslendingar enga kröfu á Bandaríkin eða Kanada (voru líklega einhvers staðar við Nýfundnaland og Boston, jafnvel við New York). En Íslendingar eiga miklar kröfur til Grænlands. Þarna bjuggu afkomendur Íslendinga (Ísland var orðið ríki árið 930 e.Kr. með eigin lög). Á Grænlandi bjó þetta fólk í hartnær 400 - 450 ár.
En nú ætla Bandaríkjamenn að fara í indíána stríð við innbyggara Grænlands. Inúítar bjuggu ekki ekki í Eystri né Vestribyggð á miðöldum og því ekki frumbyggjar. Það er önnur saga að segja frá og ekki farið út í hér.
En annað liggur þarna á bakvið en hótun um innrás eða innkaup á landi. Eðalmálmar og eðalsteinar er það sem Kaninn vill komast yfir og eldflaugavarnir gegn Rússum auk siglingaleiðir. Þarna eru Bandaríkin að keppa við Rússa og Kínverja um áhrifasvæði.
Þarna hefur Trump tekist að skelka Grænlendinga og því er orðið nokkuð ljóst að þeir reyna ekki frekari sjálfstæðis tilraunir á næstunni frá Danmörku (og í raun frá Evrópu). Þeir gætu jafnvel samþykkt að ganga í ESB með Dönum.
Brambolt Trumps er afar athyglisvert í ljósi þess að hann er ekki einu sinni orðinn forseti. Samkvæmt "Logan act" má forsetaefni ekki skipta sér af stjórn landsins á meðan biðtími er í gangi. En vegna þess að Biden er ekki andlega með okkur hin (einu mestu skógareldar í sögu Kaliforníu eru í gangi og blaðamannafundi svaraði hann um neyð íbúanna á þá leið að hann hefði eignast nýverið barnabarn!) þá hefur Trump stigið inn í stjórn landsins. Bill O´Reilly fréttahaukurinn sagðist hafa komið inn á miðjan ríksstjórnarfund verðandi Trump stjórnar í Mar-o-Lago í seinustu viku. Þangað streyma þjóðarleiðtogar, ekki til Washington DC.
En af hverju fer Trump af stað með svona látum? Jú, maðurinn er með 4ra ára reynslu af því að vera forseti. Hann kann núna á stjórnkerfið í Washington og leikendur. Árið 2017 kom hann til Wasington sem utangarðsmaður og mætti mikilli andstöðu, líka frá samherjum. En nú er Repúblikana flokkurinn orðinn að Trump flokki. Demókratar eru leiðtogalausir og sundraðir. Trump þarf ekki að keppa um endurkjör og því getur hann leyft sér að koma með villtustu drauma, sem er Norður-Ameríka öll undir valdi Bandaríkjanna. Nú með að slengja þessum kröfum fram, er hann að kanna viðbrögð. Þau verða að vera hörð frá Evrópu og Danmörku, þannig að hann snúi sér að öðru raunhæfara markmiði.
Þetta sýnir að Ísland þarf að hugsa áratugi fram í tímann, líkt og Kínverjar (markmiðið er að taka Taívan fyrir 2049). Getum við verið örugg um að harðstjórnaröfl innan Bandaríkjanna komist aldrei til valda? Getur Bandaríkjaher alltaf varið Ísland? Líka í miðri þriðju heimsstyrjöld? Viljum við aftur bandaríska hersetu? Virkilega? Þurfum við ekki að taka málin í okkar eigin hendur, þ.e.a.s. varnir Íslands? Ekki vera eins og strúturinn með höfuðið í sandinum, sé ekkert og heyri ekkert og heldur að málin leysast af sjálfu sér.
Áþreifanlegar hættur eru öllum stundum fyrir Ísland sem setulið erlends ríki getur ekki tekið á. Þær eru:
1) Hryðjuverkaárásir (og netárásir).
2) Glæpagengi taki yfir íslenskt þjóðfélag. Ólíklegt? Lítum á Svíþjóð og Mexíkó sem dæmi.
3) Skemmdaverkastarfsemi sérsveita erlends ríkis. Hér eru sæsstrengir í hættu og mannvirki eins og stíflur.
Hvenær ætla Íslendingar að læra af sögunni? Lítum á lögmál Murphys sem er orðtak eða epigram sem er venjulega sett fram svona: "Allt sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis."
Íslenskar varnir eru sjálfstæðismál!
Bloggar | 9.1.2025 | 11:55 (breytt kl. 16:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú eftir kosningar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins byrjaðir að afsaka slæmt gengi. Það hefur hins vegar verið að reitast af því síðan Bjarni Benediktsson tók við flokknum en ekki er minnst á það.
Það er grein hérna á blogginu sem heitir "Helreið Bjarna Benediktssonar" eftir Friðrik H. Guðmundsson sem lýsir ágætlega forystuleysi og hugmyndaleysi flokksformannsins. Helsta "afrek" Bjarna var að geta ekki komið í veg fyrir klofning flokksins og myndun Viðreisnar. Bloggritari hefur alltaf fundist BB vera búríkrati, væri frábær ráðuneytisstjóri eða sendiherra (sem hann endar líklega sem nú á vormánðuðum). Formaður þarf líka að vera leiðtogi. Það geta allir orðið formenn (þó ekki nema í húsfélagi) en fáir hafa leiðtoga hæfileika og geta leitt stjórnmálaflokk.
Af hverju þetta stöðuga fylgistap? Jú á Útvarpi sögu sagði Sjálfstæðismaður að flokkurinn hafi ekki verið í nógu góðu talsambandi við kjósendur! Og flokkurinn hafi unnið sigra í slæmu ástandi. Hann sagði að flokkurinn væri í eðli sínu "frjálslindur íhaldsflokkur"! Hvað er eiginlega það? Trúi á frelsi einstaklingsins en undir leiðarljósi kristilegra gilda. Og hann sagði flokkurinn hafi tapað fylgi til þriggja flokka, Miðflokkinn, Flokk fólksins og Viðreisnar.
Til Miðflokksins hafi flokkurinn tapað fólki sem er lengra til hægri og íhaldsamara í menningarmálum. Til Flokks fólksins hafi hann tapað öryrkja og aldraða og til Viðreisnar hægri sinnað viðskiptafólk og Evrópusinna.
Þetta segir manni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki staðið í fæturnar í neinum málaflokki sem skiptir máli! Þetta er nefnilega vandamál flokksins, hann hefur svikið öll kosningaloforð í verki.
Það er ekki nóg að tala, það verður að sýna stefnuna í verki. Það gerði Miðflokkurinn svo sannarlega síðan hann var stofnaður og ein ástæðan þess að ekki einu sinni var reynt að fá hann í stjórnarmyndunar viðræður. Viðreisn og Samfylkingin vissu sem er, að ekki væri vikið af sterkri stefnu í útlendingamálum, svo eitthvað sé tekið.
Þessir flokkar vissu líka að formaður FF vildi fara í ríkisstjórnarsamstarf og það væri nauðsyn. Þarna talaði formaðurinn af sér, því að samkvæmt stjórnarsáttmálanum er gefið ansi mikið eftir af hálfu flokksins og formaðurinn sagði að kosningaloforð væru markmið, en ekki eitthvað væri staðið við þegar komið er í ríkisstjórn, því að margflokka ríkistjórnar kerfi er við lýði á Íslandi. En þá hefði flokkurinn getað sagt nei, við förum ekki í ríkisstjórn nema við náum 450K kr. markinu.
Þetta snýst ekki um að komast í ríkisstjórn, heldur að standa vörð um þau gildi sem flokkurinn heldur fram og kjósendur hans halda að hann standi fyrir. Flokkur fólksins voru andstæðingar bókunar 35 fyrir kosningar en nú á að gleyma stóru orðin fyrir kosningar. En netið gleymir ekki.
Hvernig verður flokkurinn í útlendingamálunum? Hælisleitenda málaflokkurinn er svo umfangsmikill vegna opinna landamæra, að kostnaðurinn hleypur á tugi milljarða á ári og kemur úr tómum ríkiskassa. FF hefur verið nokkuð harður í orði (eins og Sjálfstæðisflokkurinn) gagnvart opnum landamærum, vegna þess að hann veit að velferðakerfið veikist þegar þúsundir manna koma inn í landið árlega sem þarf að þjónusta. Sú þjónusta verður tekin af skjólstæðingum FF ef það er ekki bætt í kerfið. Það hefur hins vegar ekki lagast, ef eitt hvað er, versnað, því engir peningar eru til. Reynið bara að fá tíma hjá heimilislæknir eða fara inn á bráðamóttöku Landsspítalans eða fara á 2 ára biðlista eftir aðgerð. Eða fá inn á hjúkrunarheimili eða fá mannsæmandi framfærslueyri frá hinu opinbera. Allt í skötulíki á Íslandi og það í einu dýrasta ríki Evrópu með háa verðbólgu, hátt matvælaverð, húsnæðisverð og hátt verðlag yfir höfuð. Svisslendingar eru meiri segja ódýrari en þar er kaupmátturinn meiri.
Sjálfstæðismenn og menningarmál er annar kapituli fyrir sig. Hægri menn, Sjálfstæðisflokkurinn einn áður en Miðflokkurinn kom til sögunnar, hefur ekki tekið slaginn við vinstri menn. Ekki frekar en hægri menn í Bretlandi og í Bandaríkjunum, áður en Trump kom til sögunnar. Hægri menn eru hins vegar vakandi í Evrópu og eru byrjaðir að taka þátt í menningarstríðinu. Þarna verður Sjálfstæðisflokkurinn fara inn í slaginn af hörku, eins og Miðflokkurinn gerir sannarlega, ef hann ætlar að auka við fylgið.
Ekkert er ómögulegt og ef flokkurinn ætlar að lifna við áður en hann verður hundrað ára 2027, verður hann að hætta að vera "frjálslindur íhaldsflokkur" og fara lengra til hægri við miðjuna og fara upp við hlið Miðflokkins. Þá mun fylgið tínast til baka og Viðreisn hefur þá sýnt í verki (væntanlega) að þangað er ekkert að leita. Að sá flokkur er í eðli sínu vinstri flokkur enda flokksmenn fleiri en fyrrum Sjálfstæðismenn.
Bloggar | 8.1.2025 | 11:44 (breytt kl. 13:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggritari líður eins og Cato gamla í öldungaráði Rómar, sem endaði allar sínar ræður á "Ceterum (autem) censeo Carthaginem esse delendam" eða í lauslegri þýðingu: "Ennfremur tel ég að Karþagó þurfi að eyða". Það þurfti í sífellu að vara við hættum.
Á þessu bloggi hefur bloggritari sífellt haft þau viðvörunnarorð að Íslendingar eigi að gæta sín í stórvelda pólitíkinni. Ekki að vera peðið sem þvælist á milli drottninga og verður fórnað þegar leikmanni hentar.
Eins og staðan er í dag, eru við undir verndarvæng vinsamlegt heimsveldi. Bandaríkin hafa hingað til látið sig nægja að drottna í krafti herstyrks, herstöðvum hjá vinveittum ríkjum og flota sínum sem er sá öflugusti í heimi. Engin ástæða hefur verið til að leggja undir annað ríki, til verja hagsmuni sína, nema kannski tímabundið. Innrásarher Bandaríkjanna hefur alltaf farið til baka.
En bloggritari sagði einnig að það er eðli stórveldis að vilja að stækka og það er hægt á tvennan hátt, friðsamlega eða með landvinningum. Landvinningar Bandaríkjanna hófust með útþennslu í vesturátt, til stranda Kyrrahafs. Þegar þangað var komið, fóru þau út á Kyrrahaf og hafa tekið ótal smáeyjar og eyjar þar og er Guam og Havaí mikilvægustu eyjarnar. En meira vill meira.
Það er athyglisvert að Bandaríkjamenn vilja ekki gera Púrtó Rica að ríki innan Bandaríkjanna. Bara vandamál og ekkert að sækja þangað hernaðar- né efnahagslega. En þeir voru tilbúnir að kaupa Alaska sem voru góð kaup. Nú vill Kaninn kaupa Grænland og virðist vera alvara og taka yfir Panama. Trump virðist halda að hann sé Andrew Jackson Bandaríkjaforseti endurborinn sem tók undir sig Flórída og hóf vestursóknina sem endaði á Vesturströnd Bandaríkjanna.
Þetta er útþennsla stórveldis, friðsamleg á yfirborðinu en í raun fjandsamleg þegar haft er í huga að íbúar Panama og Grænlands hafa engan áhuga á að verða að ríkjum innan Bandaríkjanna. Grænlendingar gætu þá kvatt menningu sína endanlega ef þeir komast undir yfirráð Bandaríkjanna.
Hvar standa Íslendingar í þessu öllu? Staða okkar er enn brothætt. Getum ekki einu sinni varið landið fyrir hryðjuverkahóp eða glæpahóp sem kynnu að ákveða að herja á landið. Öll eggin eru í körfu Bandaríkjanna. Þau hafa sýnt það í verki að þau láta sína eigin hagsmuni ganga fyrir, t.d. þegar þeir fóru einhliða frá Íslandi 2006. Þeir hreinlega gátu ekki rekið herstöðina á fullum dampi.
Þetta er ein af ástæðum þess að bloggritari hefur kvatt til sjálfstæðis Íslendinga í varnarmálum. Ekki láta erlent ríki (vinsamlegt í dag, en kannski fjandsamlegt á morgun) sjá um varnir landsins.
Danir eru áhyggjufullir vegna Grænlands. Ættu ekki að vera það ef allt væri með felldu. Grænlendingar eru hins vegar með draumóra um sjálfstæði. Ekki möguleiki. Eyjan er of stór til að fela sig fyrir umheiminum. Það þarf að vera undir verndarvæng stórveldis. Íbúar aðeins 57 þúsund og helmingur fjárlaga er fjárstyrkur frá Danmörku. Færeyingar gætu hins vegar látið sig hverfa og orðið sjálfstæðir.
Sagt er að ríki eigi sér enga vini, bara hagsmuni. Hér á það sannarlega við.
Sjálfstæði Íslands er í húfi ef Íslendingar tryggja ekki eigin varnir!
Bloggar | 7.1.2025 | 09:59 (breytt kl. 13:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ekkert lát er á tveimur styrjöldum sem heimsbyggðin er með augun á. Það er stríðið í Gaza, sem er orðið að svæðisstríði, því Ísraelar berjast í Sýrlandi, Íran, Jemen, Líbanon, Gaza og Vesturbakkanum. Hitt stríðið er stríðið í Úkraínu sem er umfangsmeira og meira í átt að stríði milli tveggja ríkja - í fullum skala. 21. aldar stríð.
En það eru átök annars staðar, svo sem átök milli Afganistan og Pakistan. Frá árinu 2024 hafa verið viðvarandi átök milli afganskra hersveita talibana og pakistanska hersins meðfram landamærasvæðum. Þessi átök hafa falið í sér árásir yfir landamæri og svæðisdeilur, sem stuðlað að óstöðugleika á svæðinu.
Houtínar (e. Houthi) í Jemen hafa bætt Ísrael á verkefnalista sinn en menn gleyma að borgarastyrjöldin í Jemen er viðvarandi, milli uppreisnarmanna Hountínar og alþjóðlega viðurkennda ríkisstjórn, ásamt bandamönnum þeirra, halda áfram að taka þátt í hernaði. Mannúðarkreppan á svæðinu er enn alvarleg.
Svo er mikil spenna á Kóreuskaga. Þrátt fyrir að ekki sé um allsherjar stríð að ræða, þá er aukin spenna og hernaðarleg staða milli Norður- og Suður-Kóreu, ásamt alþjóðlegum áhyggjum vegna kjarnorkustarfsemi Norður-Kóreu, áframhaldandi veruleg hætta fyrir svæðisbundinn stöðugleika.
Óstöðugleiki á Sahel svæðinu heldur áfram. Lönd á Sahel-svæðinu í Afríku, þar á meðal Malí, Níger og Búrkína Fasó, búa við yfirstandandi átök þar sem herskáir hópar, stjórnarher og staðbundnir vígamenn taka þátt. Þessi átök hafa leitt til mannúðarkreppu og landflótta. Í raun hefur ríkt ófriður á svæðinu síðan ríkin fengu frelsi frá nýlendustjórn.
Pólitísk ólga er í Moldóvu. Hún stendur frammi fyrir innri pólitískri ólgu, með spennu sem gæti mögulega magnast yfir í víðtækari átök, undir áhrifum frá ytri þrýstingi og innri sundrungu.
En eftir sem áður eru augu heimsbyggðarinnar á fyrst greindu stríðin tvö. Eins og staðan er í dag, virðist fjara undan stríðinu í Úkraínu, þótt átökin í dag séu mikil og hafi magnast. Ætla má að menn séu að styrkja samningstöðu sína áður en Trump tekur við. Þegar hann er kominn til valda, eru í raun allir þrír aðilar stríðsins tilbúnir í friðarviðræður. Pútín hefur lýst yfir vilja til friðargerðar, Zelenskí líka (líklega nauðugur því hann veit að Trump ætlar að skrúfa fyrir peningakrananum). Eindreginn friðarvilji hans getur skemmt aðeins fyrir friðarviðræðum, því að Pútín kann að ganga á lagið. Trump verður því að nota ásana á hann. Það er því líklegt að stríðið haldi eitthvað áfram fram á vor, en þá hefjast leysingar og þá ómögulegt að berjast á vígvellinum.
Annað með stríð Ísraela við nágranna sína, fjær og nær. Það er nær því að starta þriðju heimsstyrjöldina en stríðið í Úkraínu. Skil ekki hvaða stefnu utanríkisráðherra hefur gagnvart stríðunum tveimur. Ef litið er á mannfall, er Úkraínu stríðið tífalt umfangsmeira og nær okkur enda háð í Evrópu. Það ætti því að vera forgangsatriði hans (hennar) að stöðva það stríð.
Sjálfsagt að mótmæla dráp borgara, í báðum stríðum en það er ekki stefna. En hvernig getur sú stefna verið? Jú, nota diplómatískar leiðir eða senda beint skilaboð frá Utanríkisráðuneytinu um að Ísland hvetji að stríðandi aðilar slíðri sverðin strax í dag. Auðvitað verður slíkum skilaboðum hent beint í ruslið, en ekki áður en viðkomandi aðili verður að lesa skilaboðin! Vatnið holar steininn. Þegar ríki telur sig vera að verja tilveru sína, er ekki hlustað á kvak einhvers staðar norður í ballarhafi. Ískaldur raunveruleiki vígvallarins fær menn til að taka "réttu ákvarðanir".
Að lokum, Ísraelar munu nota þetta einstaka tækifæri sem þeir hafa nú, þegar loftvarnir Írans eru í lamasessi eftir loftárásir þeirra, að ráðast annað hvort á kjarnorku stöðvar þeirra og/eða olíumannvirki. Ef ráðist er einungis á kjarnorku stöðvar, er það til að tryggja öryggi Ísraels en ef ráðist er á olíumannvirki er það til að gera ríkið gjaldþrota og efna til innanlandsátaka. Íran er illa statt efnahagslega og klerkastjórnin óvinsæl. Það að Ísraelar séu ekki farnir af stað núna, bendir til að þeir séu að bíða eftir Trump. Þótt þeir hafi fengið $8 milljarða í hernaðaraðstoð frá Biden, hefur hann samt verið á brensunni.
Megi friður ríkja sem mest á árinu 2025.
Bloggar | 6.1.2025 | 09:33 (breytt kl. 14:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það má kalla allt kosningasvik sem stjórnmálaflokkur gerir andstætt þeirri stefnu sem hann kynnir í kosningabaráttu. Skilin eru ekki skýr. T.d. það að VG skuli hafa starfað með NATÓ, leiðtogi þeirra var virkur í starfi þess og ekki var sett sem skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi að Ísland gengi úr NATÓ. Nema þeir hafi ekkert meint með þessari stefnu en það eru svik við kjósendur flokksins sem bjuggust við öðru. Hvar er flokkurinn í dag? Kosningasvikin voru bara of mörg og augljós fyrir kjósendurna að kyngja.
En hvernig á að taka á 360 gráðu stefnu Viðreisnar og Samfylkingunnar í ESB málinu? Var ekki á dagskrá en núna á dagskrá. Að koma með skoðanakönnun (þjóðaratkvæði er þetta kallað) um hvort Íslendingar eigi að sækja um. Það er jú á stefnuskrá flokkanna að fara inn í ESB. Eru þetta svik?
Það er erfitt að finna rétta hugtakið til að skilgreina þetta, kannski "hálf svik"? Man ekki betur en að leiðtogarnir hafi sagt að það sé ekki á stefnuskránni að sækja um en nú er það undirbúið. Heimsýn kallar þetta ESB suð sem mun aldrei stoppa.
Athyglisvert að í skoðanakönnun er meirihluti Íslendinga á móti inngöngu. Og margir vilja þjóðaratkvæði bara til að losna við málið og suðið, enda ESB - liðið eins og lítið barn sem suðar í foreldri þar til það fær það sem það vill fá.
Bloggar | 5.1.2025 | 17:27 (breytt kl. 18:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú ætla ráðherrarnir að vera sniðugir og koma með sparnaðartillögur í anda DOGE. Forsætisráðherra segir að nú eigi að spara. Það væri frábært ef það á að draga saman í ríkisbálkninu. En hver verður sparnaðurinn þegar upp er staðið? Það á nefnilega spýta inn í velferðakerfið. Er ekki að segja að það sé slæmt en kostar sitt. Kannski að nú fari skattfé í réttar hendur. Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum
Hvar má spara? Alls staðar og það má leggja niður stofnanir sem ætlunin er að setja á fót eða eru komnar á fót. Má þar nefna Mannréttindastofnun Íslands.
Samkvæmt upplýsingum frá Stjórnarráði Íslands eru ríkisstofnanir á Íslandi yfir 160 talsins. Þessi tala inniheldur ekki opinber hlutafélög, sjálfseignarstofnanir eða lögaðila sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu ríkisins. Ef tekið er mið af öllum þeim stofnunum sem teljast á einn eða annan hátt til ríkisins, gæti talan verið enn hærri. Starfsmenn eru um 23 þúsund talsins sem er ansi mikið. Stofnanir
Og hvar á að spara í þessum stofnunum? Allar vilja þær verja sig og starfsfólks sitt og helst ekki draga saman, heldur að auka í. Það er hægt að spara innandyra eða leggja niður.
Fjármála- og efnahagsráðuneyti segir að "það er stefna stjórnvalda að fækka stofnunum, m.a. með sameiningum. Helstu rök fyrir sameiningum eru þau að stærri einingar séu betur til þess fallnar að sinna kjarnaþjónustu og veita góða þjónustu. Slíkar einingar séu einnig betri rekstrareiningar. Mikill munur er á stærð ríkisstofnana allt frá þeirri stærstu, Landspítalanum með um 5.000 stöðugildi í þá minnstu með 2 starfsmenn. Rúmur helmingur stofnana er með færri en 50 stöðugildi." Skipulag og stjórnun ríkisstofnana Og staða stofnanakerfisins eftir hugsanlegar breytingar væru 118 stofnanir og jafnvel niður í 90 stofnanir.
Forsætisráðherra þarf því ekki að auglýsa opininberlega eftir sparnaðartillögum, heldur að fara eftir aðgerðatillögum ráðuneytisins. Fækka stofnanir með sameiningu og þannig minnka yfirstjórnar kostnað. Stofnanir eru flokkaðar í A-,B- og C-hluta.
Áfram segir:
"Til B-hluta teljast önnur fyrirtæki og lánastofnanir sem eru undir beinni stjórn ríkisins og rekin eru á ábyrgð ríkissjóðs og ekki teljast til A-hluta. Þessir aðilar starfa á markaði og standa að stærstum hluta undir kostnaði við starfsemi sína með tekjum af sölu á vöru eða þjónustu til almennings og fyrirtækja.
C-hluti
Til C-hluta teljast sameignar- eða hlutafélög í meirihlutaeigu ríkisins sem starfa á markaði. Til C-hlutans telst einnig Seðlabanki Íslands."
Kannski væri best að einbeita sér að stofnunum sem eru á samkeppnismarkaðinum og selja þær? Hér er átt við B- og C-hluta.
Það er eitt ríkisapparat sem tekur freklega í buddu skattborgarans og það er RÚV. Útvarpsgjaldið hækkaði nú um áramótin upp í rúm 21 þúsund krónur og er dregið af alla Íslendinga eldri en 18 ára og öll fyrirtæki landsins á skrá. Starfsmenn 2022 voru 262 og tekjurnar skiptast í tvennt.
Framlög úr ríkissjóði: Þetta eru tekjur fyrir almannaþjónustu. Árið 2022 fékk RÚV um 5,1 milljarð króna úr ríkissjóði, sem var 430 milljónum krónum meira en árið 2021. Áætlað var að þessi framlög myndu aukast í 5,7 milljarða króna árið 2023 (Heimildin).
Tekjur af samkeppnisrekstri: Þetta eru tekjur af auglýsingasölu og kostun. Árið 2022 voru þessar tekjur rúmlega 2,8 milljarðar króna, sem var aukning um 454 milljónir króna frá fyrra ári. Tekjur af auglýsingum og kostun voru 2,4 milljarðar króna árið 2022 og höfðu aukist um 774 milljónir króna á tveimur árum, eða um 48% (sama heimild: Heimildin).
Með öðrum orðum hefur RÚV yfir 8 milljörðum að ráða 2022-23 (veit ekki um 2024) og samt illa rekið. Ekki er dagskráin mikið betri en hjá einkastöðvunum. Ef þessi stofnun er aflögð og nefskatturinn aflagður, sparar 4 manna fjölskylda 80 þúsund krónur á ári. Það munar um minna.
Og svo má spyrja í lokin: Af hverju í ósköpunum eru starfsmenn Seðlabanka Íslands um 311 talsins??? Seðalbankinn - vinnustaðurinn Hvað er allt þetta fólk að gera allan daginn? Það gerir um 1 Seðlabanka starfsmann á hvert þúsund Íslendinga.
Þrátt fyrir að þessar sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga, þá mun sækja aftur í fyrr horf. Af hverju? Nú, hér er um annarra manna fé að ræða og þeir sem koma höndum yfir slíkt fé til eyðslu hika ekki við að bruðla þeim. Það kemur aldrei niður á þá hvort sem er.
Svo má setja mörk á álögur sem önnur ríki setja á Ísland. Til dæmis loftlagsskatta sem lagðir eru á flugfélög og skipafélög og kosta almenning og atvinnulífið stórfé árlega. Og það í hreinasta landi Evrópu og þótt víða væri leitað.
Bloggar | 4.1.2025 | 10:39 (breytt kl. 15:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggritari horfði á tvær kvikmyndir um jólin sem fengu hann til að hugsa.
Annars vegar kvikmyndin Margarete den förste, og hins vegar Numer 24. Fyrri myndin fjallar um fyrsta kvennleiðtoga Norðurlanda, Margréti fyrstu og sameiningu Norðurlanda í eitt ríkjasamband, Kalmarsambandið (1397-1523).
Það var mjög óvenjulegt að svona stórt svæði skuli hafa sameinaðst undir eina stjórn en nauðsynin var mikil. Ægivald Þjóðverja í formi Hansasambandsins var mikið og stöðugt, innrásar hætta var fyrir hendi ef Norðurlandabúar sameinuðust ekki í eina heild. Meiri segja var leitað til Englands með giftingu til að styrkja stöðuna enn frekar. Svo hvarf máttur Hansasambandsins og Kalmarsambandið enda einstaka ríki, eins og Svíþjóð orðin öflug herríki.
Síðari myndin, á einnig að vera sannsöguleg, fjallar um norskan andspyrnumann í seinni heimsstyrjöldinni sem var svo ákveðinn að verja frelsi Noregs og Norðmanna, að hann hikaði ekki við að láta taka vin sinn af lífi fyrir uppljóstrun. Það var margt sem aðalsöguhetjan sagði sem er umhugsunarvert. Hann neitaði sér um alkóhól, konur, skemmtanir og sagði það væri enginn tími fyrir slíkt fyrr en eftir stríð og frelsið komið í höfn. Á meðan væri hann ófrjáls maður með innrásarlið yfir sér og landið hersetið. Enn voru það Þjóðverjar sem ógnuðu frelsi og öryggi Norðmanna.
Það er nefnilega ekki lengra en svo að til er margt fólk sem upplifði seinni heimsstyrjöldina og ragnarökin sem áttu sér stað þar. Norðmenn, Danir og í raun öll smáríkin í Evrópu lærðu þá lexíu sem situr enn í Evrópumönnum. Þeir vita að friðurinn er brothættur og alltaf er hætta á að stórveldið komi með innrásarherinn og fari yfir landamærin og hertaki.
Rússagrýlan sem okkur Íslendingum finnst stundum vera orðum aukin er raunveruleg í huga fólks, þótt líkurnar séu ekki miklar á allsherjarstríði. Rússar sem sjálfir eru helteknir af ótta um innrás í gegnum Pólland eða Úkraínu, hafa farið mörgum sinnum sjálfir inn í Vestur-Evrópu og hertekið eitt og annað. Það er nefnilega engin einstefna í gegnum hliðin tvö. Svo má sjá þetta í viðbrögðum Pólverja í dag sem eru ansi ýkt en skiljanleg í ljósi sögunnar. Eftir kalda stríðið gleymdu Evrópumenn sér í fögnuði og vanræktu varnir sínar en eru núna komnir niður á jörðina aftur. Voru einfaldlega þvingaðir til þess.
Þetta skilja Íslendingar ekki, enda aldrei hersetið af erlendri og fjandsamlegri þjóð. Ef nasistarnir hefðu hertekið Ísland, hefði margur Íslendingurinn verið sendur í fangabúðir, á vígstöðvarnar, píntaður eða drepinn. Þjóðarminnið getur varið í hundruð ára og landafræðin breytist ekki, þótt landamæri færist til eða frá. Íslendingar hafa hingað til aðeins fengið smjörþefinn af valdabröltinu í Evrópu. En næst verðum við með, hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Bloggar | 3.1.2025 | 08:33 (breytt kl. 08:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú er verið að klyfja á því að allt verði frábært framundan og nú séu konur við völdin. Kona er lögreglustjóri í Reykjavík, kona er ríkissaksókari, konur eru formenn stjórnarflokka landsins, kona er forseti Íslands, kona er biskup Íslands og kona var Landlæknir Íslands og eflaust má lengi telja.
Ætla mætti að fullt jafnrétti sé komið á en það er ekki að heyra á forseta vorrum. Þar er gamla mandran um baráttuna fyrir kvennfrelsi og fjölmiðlum finnst það merkilegt að tvær konur haldi áramótaávörp og það séu einhver tímamót.
Sumir segja það að sé landinu til góðs að konur taki við, karlarnir kunni ekki að stjórna eða misbeiti valdinu. Besta dæmið um slíkt viðhorf er þegar fyrsti kvennbiskup Íslands var kosinn eftir kynferðishneyslismál forverara hennar. Var það til góðs að kona tæki við? Nei, ekki er að sjá að þjóðkirkjan sé á góðri vegferð. Upp hafa komið hneykslismál, eftir sem áður, deilur og áfram heldur að fækka í þjóðkirkjunni.
Ekki þarf að minnast á ríkissaksóknarann og deilur hans (hennar) við vararíkissaksóknara og í raun barnalegar deilur þeirra opinberlega. Traustið er farið á þetta embætti.
Ekki var ferill kvennforsætisráðherra glæsilegur í endanum, hún reyndi við forsetaembættið án árangur og flokkur hennar þurrkaðist út í kjölfarið. Óþarfi að fara í fleiri dæmi.
Við eru í raun ennþá föst í "Identity politic" eða sjálfsmyndarpólitík nýmarxistanna, þar sem skiptir öllu máli að vera af réttu kyni, kynþætti, aldri o.s.frv. Verðleiki einstaklings skiptir engu máli, bara hvort viðkomandi sé af réttu kyni og kynþætti. Þessa pólitík hafa Bandaríkjamenn reynt og hafnað afgerandi árið 2024. Forsetaframbjóðandinn Kamala Harris tikkaði í öll réttu hólfin, hún var svört (meira indversk og hvít, komin af hvítum þrælahaldara) og kona. Demókratar héldu að það eitt myndi duga til að hún yrði forseti Bandaríkjanna. En bandarískir kjósendur sáu hana eins og hún er í raun; ekki svört, forréttinda kona og gjörsamlega hæfileikalaus og óhæfur forsetaframbjóðandi. Of mikið í húfi að kjósa hana til æðsta embættis bara vegna þess að hún er kona.
Martin Luther King sagði eitt sinn: I have a dream that my four little children will one day live in a nation where they will not be judged by the color of their skin but by the content of their character.
Þetta hafa jafnréttissinnar gleymt og halda að árið sé ennþá 1968. Það á að dæma fólk eftir hæfileikum og persónuleika, ekki útliti. Mannkynssagan er full af dæmum um þegar fólk velst til valda eftir því hvort það hafi flokksskírteini eða ekki, hvort að það sé karl eða kona eða af réttum ættbálki eða ætt (konungar/drottningar) og hörmulegum afleiðingar þess. Fólk þetta hefur iðulega stjórnað illa. Og þjóð sem velur að hunsa og kúga annað kynið, tapar gríðarlegan mannauð eins og sjá má í Miðausturlöndum. Konur eru eins og karlmenn mannlegar, gera mistök og vinna sigra, rétt eins og karlarnir.
Sagan er ein hörmungarsaga kúgunnar, jafnt karla og kvenna. Því er ekki neitað og það verður að verja frelsið og þau mannréttindi sem barist hefur verið fyrir og unnið, þar á meðal málfrelsið. En það má koma upp úr skotgröfunum einstaka sinnum og fagna frelsinu sem við njótum hér á Íslandi.
Bloggar | 2.1.2025 | 12:07 (breytt kl. 16:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020