Það eru þegar komin upp tvö umdeild mál innan háskóla Íslands þegar nýr rektor byrjar. Silja Bára, var nýverið kosin sem rektor háskólans, féll á fyrsta prófmál sem lagt var fyrir hana, en það er akademískt frelsi og grundvallar mannréttindi en það er málfrelsi þegar ísraelskur gestafyrirlesari ætlaði að halda fyrirlestur um gervigreind, en var meinað mál vegna uppþota vinstri róttæklinga. Völva var spurð út í hvað akademíst frelsi gengur og hér er svarið:
Réttur fræðimanna, kennara og stúdenta til að stunda rannsóknir, miðla þekkingu og ræða hugmyndir án ótta við ritskoðun, íhlutun eða refsingu af hálfu yfirvalda, stofnana eða annarra valdhafa.
Helstu atriði sem oft eru talin með:
Rannsóknarfrelsi: Að fræðimaður geti valið viðfangsefni, aðferðir og túlkanir án pólitísks, trúarlegs eða fjárhagslegs þrýstings.
Kennslufrelsi: Að kennarar hafi svigrúm til að miðla efni og sjónarmiðum í kennslu sinni eftir bestu þekkingu, þó innan marka námskrár og fræðilegs vanda.
Tjáningarfrelsi innan fræða: Að fræðimenn geti tekið þátt í fræðilegri umræðu, gagnrýnt ríkjandi hugmyndir og lagt til nýjar kenningar.
Stúdentafrelsi: Að nemendur geti aflað sér þekkingar og sett fram eigin hugmyndir án þess að óttast refsingu eða mismunun.
Ritari sýníst tjáningarfrelsi innan fræða hafi hér verið brotið.
Akademískt frelsi er þó ekki algert. Það er jafnan takmarkað af:
Vísindalegri aðferð og faglegum stöðlum (ekki réttlæting fyrir ósannaðar fullyrðingar).
Lögum og siðareglum (t.d. um hatursáróður eða brot á mannréttindum).
Ábyrgð gagnvart nemendum og almenningi (t.d. að misnota ekki stöðu sína).
Ekki verður séð að ísraelski fræðimaðurinn hafi brotið neitt af sér, enda ætlaði hann aðeins að ræða um hrein fræði, um gervigreind sem Íslendingar gætu lært mikið af enda Ísraelsmenn framarlega í þessum fræðum.
Annað mál er réttlætismál, en það er ekki að fara ofan í vasa blanka stúdenta með óþarfa innheimtu bílastæðagjalda. Nú þurfa stúdenta að borga 2100 kr. mánaðarlega að fyrir það eitt að stunda háskólanám. Hljómar lítil upphæð en háskólinn verður fljótur upp á lagið og mun hækka þessi gjald hægt og rólega í kyrrþei.
Bloggar | 26.8.2025 | 09:31 (breytt kl. 09:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ritari sá um daginn athyglisvert myndband, sjá hér að neðan,viðtal við sagnfræðinginn Dominic Sandbrook.
Þar er hann með ákall um raunsæi varðandi mannkynið og mannlega hegðun. Sandbrook leggur áherslu á að mannkynið sé í eðli sínu gallað fært um bæði dyggð og löst. Hann hvetur okkur til að standast einfölduð, siðferðisleg frásagnir sem mála sögulegar persónur eða atburði í svart-hvítu formi. Í staðinn býður hann okkur að tileinka okkur heiðarlegri og blæbrigðaríkari skilning á mannlegu eðli.
Með því að setja umræðuna í kringum "mannlegt eðli" gagnrýnir Sandbrook núverandi tilhneigingu til að dæma fortíðina út frá gildum nútímans. Hann bendir á að þessi siðferðislega sjónarhorn leiði til afbökunar og hunsi aðstæður og sálfræðilega veruleika sem mótuðu sögulega hegðun.
Sandbook kemur með mýmörg dæmi sem sannar að ekkert er nýtt undir sólinni. Einræðisherrar hafa alltaf frammið fjöldamorð, og allir halda þeir að þeir séu að gera rétt, í þágu samfélagsins. Það eigi við um Hitler, Stalín og Maó, þeir sem bera mesta ábyrgð á fjölda dauða í stríði (og friði).
Enginn þeirra lagði af stað með þá hugmynd að vera illmenni, heldur voru þeir hugsjónarmenn (sem reyndar svífuðust einskis) til að skapa "betra samfélag" en sköpuðu þess í stað helvíti á jörðu. Þótt Maó og Stalín hafi verið tvífalt eða þrefalt afkastameiri en Hitler í drápunum, var það einstakt að drepa heilu hópanna kerfisbundið. Þarna kom saman vísindahyggja (allir þrír ætluðu að skapa samfélög á vísindalegum grunni) en aðeins nasistarnir verksmiðju framleiddu drápin, bjuggu til sláturhús manna, ekki dýra.
Sandbook kom inn á stefnu Vladimars Pútíns og gagnrýni á stefnu hans. Hann sagði réttilega að stefna hans væri í eðli sínu ekki ólík fyrirrennarar hans, zaranna eða Rússakeisaranna. Að viðhald heimsveldi þeirra, stækka eða verja það með öllum tiltækum ráðum.
Sandbook kom inn á það að í raun hafi kjarnorkuvopnin komið í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina. Hún hefði komið, ekki síðar en 1961 en einmitt Kúbudeilan sannar að þau komu í veg fyrir heimsstríð. En hann hefur ekki meira álit á mannkyninu en það að það er bara tímaspursmál hvenær kjarnorkusprengja verði notuð aftur. Ef svo verði, verður það vegna misskilnings eða ótta.
Að endingu, hvað ber að gera? Ekkert, ekki verður komið í veg fyrir að sagan gerist, mannlegt eðli er alltaf samt við sig. Það að það hafi ríkt friður í 80 ár, er einstakt og ekki sjálfgefið að standist eins og Úkraínu stríðið sannar.
Nú er Evrópa að vígbúast og ritari telur að Íslendingar verði að vera sjálfir á verði og alls ekki að treysta á aðrar þjóðir fyrir öryggishagsmuni Íslands. Það á jafnt við um Bandaríkin og Evrópu. Enn samt sér ritari ekki fyrir sér að varnir Íslands verði undir gunnfána ESB! Evrópa getur ekki varið Ísland, sagan sannar það. Bretar hertóku landið 1940 með baunabyssur og voru heppnir að Þjóðverjar létu ekki á reyna á landvarnir þeirra. Enda kom Kaninn strax árið eftir til að taka yfir varnir landsins. Hér hefur hann verið allar götur síðar. Ekkert sem segir að hann verði hér að eilífu.
Bloggar | 25.8.2025 | 16:38 (breytt kl. 20:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hér á þessu bloggi hefur verið farið í hugmyndir Milton Friedman og hvernig hans hugmyndir myndu breyta efnahagsstefnu Íslands til hið betra. En förum aðeins lengra aftur í tímann og til föður hagfræðinnar, Adam Smith, 1723-1790, en hann gaf út tímamóta bókina Auðlegð þjóðanna sem kom út 1776. Þótt liðin séu nærri 250 ár, standa kenningar hans föstum fæti í nútímanum.
Ef við hugsum Ísland 2025 út frá sjónarhorni Adam Smith, þá myndi hann nálgast vandann öðruvísi en Milton Friedman, þó báðir hafi trú á frjálsum markaði.
Smith talar um ósýnilega hönd sem stýrir markaðinum en á þar við um frelsi markaðarins. Smith myndi leggja áherslu á að leyfa einstaklingum og fyrirtækjum að sækjast eftir eigin hagsmunum innan skynsamlegs ramma. Hann myndi segja að ef Ísland 2025 leyfði meira frumkvæði, þá myndi það skapa meiri vöxt og velsæld fyrir heildina. Hann myndi t.d. hvetja til aukins frjálsræðis í útflutningi (vatn, orka, hugverk, sjávarútvegur). Hann væri þó tortrygginn gagnvart einokun og sérhagsmunum sem kæfa samkeppni.
Varðandi stjórn ríkisins, þá fer hann milliveginn, ekki of lítil og ekki of stór. Þar greinir hann sig frá Friedman sem allra minnst ríkisafskipti.
Smith taldi ríkið eiga að hafa þrjú lykilhlutverk:
Verja landið (varnir og öryggi). Friedman er sammmála og allir eru sammála þessu, hvort sem menn eru vinstri- eða hægrimenn.
Tryggja réttarkerfi og eignarrétt. Friedman er sammála og sem nánast allir aðrir.
Byggja og viðhalda almenningsverkefnum sem markaðurinn sinnir ekki sjálfur (vegir, brýr, menntun að hluta). Veit ekki hvort Friedman er sammála þessu, veit um dæmi þar sem hann talar um vegaframkvæmdir og þar sem einkaaðilar eru betri og ódýrari. Vegagerð Íslands er greinilega sammála Friedman, því hún býður út allar vegaframkvæmdir. Að láta atvinnulífið "keppa" þar sem nátttúruleg einokunaraðstaða er fyrir hendi, svo sem lestasamgöngur í t.d. Bretlandi, gengur ekki upp.
Á Íslandi 2025 gæti það þýtt að ríkið ætti að leggja áherslu á innviði (samgöngur, raforkukerfi, fjarskipti) sem grunn til atvinnusköpunar. Það ætti ekki að hafa of mikla hlutdeild í atvinnurekstri, nema þegar markaðurinn myndi ekki sjá sér hag í því.
Smith sér fyrir sér skattakerfi þar sem gætir réttlæti og hóf. Smith var ekki á móti sköttum, en hann vildi að þeir væru:
Hóflegir ekki kæfa atvinnulífið.
Fyrirsjáanlegir ekki breytt af handahófi eins og er gert á Íslandi í dag.
Sanngjarnir allir leggi sitt af mörkum miðað við getu.
Á Íslandi 2025 myndi hann líklega segja við Íslendinga, þið eigið að halda sköttum hóflegum á fyrirtæki og einstaklinga. Einfaldið skattkerfið (forðast flækjur sem skapa undanskot og sérhagsmuni). Auka gagnsæi í ráðstöfun skattpeninga.
Smith telur að framleiðni og vinnusemi sé lykillinn að auði þjóðarinnar. Í Auðlegð þjóðanna lagði Smith áherslu á að auður kemur af vinnuafli og framleiðni, ekki gullforða eða gjaldeyrisvarasjóði. Sjá má þetta í löndum eins og Holland og Japan sem eru snauð af nátttúru auðævum. Fyrir Ísland 2025 myndi hann segja að mikilvægast væri að auka framleiðni í menntun, nýsköpun og sjávarútvegi/orku. Hann hefði eflaust áhuga á að sjá einkaframtakið nýta auðlindir á sjálfbæran hátt, án þess að ríkið haldi of fast í stýrið.
Þannig myndi Smith segja: "Leyfið Íslendingum að vinna og skapa ríkið á að ryðja brautina, ekki ganga fyrir með sverði í hönd."
En hvað myndi Adam Smith gera í efnahagstöðu Íslands árið 2025? Fyrst og fremst að styrkja grunnstoðir ríkisins sem eru varnir og öryggismál, eignaréttur og dreifing gæða og sinna innviði sem markaðurinn getur eða vill ekki sinna (koma í veg fyrir einokun fyrirtækja á markaði).
Smith myndi einfalda skattkerfið gera það sanngjarnara. Halda fyrirtækjaskatti hóflegum (20% er í lagi, ekki hækka). Einfalda skattkerfið og draga úr sértækum undanþágum. Tryggja fyrirsjáanleika: engar skyndibreytingar sem fæla fjárfestingu. Skattar eiga að vera sanngjarnir: allir leggja sitt af mörkum miðað við getu.
Varðandi frelsi og samkeppni hefði hann ráðlagt Íslendingum að brjóta niður einokun og sérhagsmunakerfi (t.d. í sjávarútvegi, byggingamarkaði og fjármálum). Leyfa nýjum aðilum að komast að borðinu, auka frumkvöðlastarfsemi.
Auka frjáls viðskipti við önnur lönd - útflutningur ekki aðeins bundinn við fisk og ál, heldur líka vatn, hugverk og orkutengd verkefni.
Menntun var Smith hugleikin sem og framleiðni sem lykill að auði. Hann myndi vilja fjárfestingu í menntun sem eykur framleiðni, stærðfræði, vísindi, tækni, tungumál. Menntun á að hvetja til frumkvöðlastarfs, ekki aðeins til starfa í hinu opinbera kerfi. Sjálfbær nýting náttúruauðlinda, vatn, orka, fiskur → langtímahagsmunir fyrir þjóðina.
Ríkið á ekki að reyna að stjórna hagkerfinu með daglegum íhlutunum. Markaðurinn (ósýnilega höndin) fær að leiða verðmyndun, nýsköpun og atvinnusköpun. Hins vegar tryggir ríkið að leikreglur séu skýrar og jafnar fyrir alla.
Smith myndi segja að auður þjóðarinnar byggir á vinnusemi, ekki peningaprentun. Smith taldi að þjóðir auðgast þegar vinnuafl er notað vel. Ísland á að skapa hvata til vinnu og framleiðni, ekki til óvirkni eða skuldaþenslu. Ekki treysta á gjaldeyrisforða eða skuldabréf því raunverulegur auður er í vinnu, hugviti og framleiðslu.
Endum þetta á Milton:
Milton Friedman um 3 hlutverk ríkisins
Bloggar | 24.8.2025 | 12:25 (breytt 25.8.2025 kl. 07:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Svartsýnismenn meðal fræðimanna tala iðulega um fall siðmenningar, stundum rætist viðvörunarorð þeirra og stundum ekki. En þar sem þetta eru fræðimenn, sjá þeir ýmislegt sem almennir borgarar eru ekki að pæla í dags daglega.
Ritari horfði á hið frábæra hlaðvarp Triggernometry um daginn með fornfræðinginn Barry Strauss sem sérhæfir sig í sögu Rómaveldis.
Viðfangsefni þáttarins var: "Af hverju Róm hrundi" (birtist 28. maí 2025) en fjallar Strauss einmitt um þetta efni og bendir á nokkur lykilviðvörunarmerki:
Auðlegð og sjálfsánægja eða sjálfsöryggi sem leiðir til falls. Siðmenningar hrasa oft ekki vegna utanaðkomandi ógna, heldur vegna innri sjálfsánægju - ríki verða auðug og rótgróin og missa getu til sársaukafullrar sjálfsaðlögunar.
Vanhæfni til að aðlagast nýjum samkeppnisaðilum og áskorunum. Strauss leggur áherslu á að það að aðlagast ekki vaxandi samkeppni eða breytilegu félags- og stjórnmálalegu landslagi sé alvarlegur varnarleysi.
Tap á krafti eða "seigju" er mikilvægur þáttur í falli ríkis. Með hliðsjón af arabíska sagnfræðingnum Ibn Khaldun lýsir hann kunnuglegri hringrás: "harðir" hópar leggja undir sig "mjúk" auðug samfélög - aðeins til að verða með tímanum sjálfir mjúkir og viðkvæmir fyrir því að vera yfirteknir.
Mistök í aðlögun og endurnýjun nýrra þegna/borgara. Strauss undirstrikar mikilvægi innflytjenda sem uppsprettu endurnýjunar - en aðeins ef siðmenning samþættir nýliða en varðveitir jafnframt grunngildi. Ef þetta mistekst verða ríki brothætt. Þetta er einmitt mesta hættan sem steðjar að vestrænum samfélögum í dag.
Rof á sameiginlegum hagsmunum í samfélaginu. Svo virðist sem Strauss gefi til að samfélög hrynja þegar fólki finnst það ekki lengur eiga hlut eða sameiginlega ábyrgð innan stjórnmálasamfélags síns. Strauss er ekki einn um svona mat. Kíkjum aðeins á söguna. Aðrir helstu sagnfræðingar og fræðimenn um hrun enduróma svipuð sjónarmið, en með öðrum áherslum.
Arnold Toynbee (18891975). Siðmenningar rísa upp fyrir tilstilli skapandi minnihlutahóps sem leysir kreppur. Hrun kemur þegar yfirstéttin verður sjálfsánægð, missir sköpunargáfu og breytist í ríkjandi minnihlutahóp. Er sammála Strauss um missir ríkissins/borgara á aðlögunarhæfni.
Joseph Tainter (Hrun flókinna samfélaga, 1988). Samfélög hrynja þegar kostnaður við flækjustig vegur þyngra en ávinningurinn. Dæmi: Stjórnsýslu-/hernaðarkostnaður Rómaveldis tæmdi að lokum auðlindir. Nútíma dæmi: skriffinnskuálag, heilbrigðis-/menntunarkostnaður, skuldabyrði.
Ibn Khaldun (13321406) Sá söguna í hringrásum: harðir (hirðingja)hópar leggja undir sig mjúkar byggðir og mjúkna síðan sjálfir. Strauss vitnar beint í þessa hugmynd - siðmenningar bera fræ eigin hnignunar. Nútíma bergmál: "Harðgert" vaxandi vald (Kína, kannski jafnvel óháðir aðilar) sem skora á sjálfsánægðan Vesturlönd.
Oswald Spengler (Hnignun Vesturlanda, 1918). Trúði því að siðmenningar hefðu lífsferla sem er æsku, þroska og óhjákvæmilega hnignun. Sá Vesturlönd á síðari stigum sínum, einkennd af tækni, skrifræði og menningarlegri þreytu. Ákveðnari en Strauss, sem sér möguleika á endurnýjun.
Jared Diamond (Collapse, 2005). Einbeitir sér að óhagstæðri umhverfisstjórnun og vanhæfni til að aðlagast vistfræðilegum veruleika. Dæmi: Páskaeyjan, Maya. Nútíma bergmál: loftslagsbreytingar, auðlindatæmi, tap á líffræðilegum fjölbreytileika.
Algengustu hættumerkin hjá þessum hugsuðum eru: Sjálfsánægja og tap á aðlögunarhæfni. Eignarhagsmunir elítunnar gegn almannaheill Of flókin / óviðráðanleg kerfi. Að vangeta til að samþætta nýtt fólk / hugmyndir. Rof á borgaralegri einingu og trausti.
Ritari er sammála öllum þessum hugsuðum og telur að Vesturlönd séu á fallandi fæti nema Bandaríkin. Opin landamæri, öldrun þjóða, lítil fæðingatíðni, innflutningur fólks með aðra menningu sem aðlagar sig ekki að viðkomandi menningu, skrifræði og stjórnsemi, friðhelgi einkalífsins rofin með tækni til að njósna og fylgjast með einkalífi borgarans(verra en í skáldsögunni 1984) og margir aðrir þættir benda til að stutt sé í fallið. Hálfgert borgarastyrjaldar ástand er í mörgum ríkjum og er Bretland, Svíþjóð og Frakkland þar fremst í flokki. Meira segja á litla Íslandi eru blikur á lofti.
Bloggar | 23.8.2025 | 10:26 (breytt kl. 11:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rómverska hugtakið Civitas (e. Citizenship) er hugtak sem er illa þýtt á íslensku. Á íslensku er þetta þýtt sem ríkisborgararéttur sem er hefðbundin þýðing. Samkvæmt skilgreindur er þung áhersla á réttarstöðu einstaklings gagnvart ríki (vegabréf, kosningaréttur o.s.frv.). Veikleiki við notkun er að hugtakið nær ekki nægilega vel yfir samfélagslegar skyldur eða þátttöku.
Ritari er því með annað hugtak sem ætti kannski betur við en það er borgaraskapur og nær yfir borgaraleg réttindi og skyldur. Orðið borgaraskapur hefur verið notað í fræðilegum textum til að þýða citizenship, sérstaklega þegar áherslan er á þátttöku í samfélaginu, skyldur, ábyrgð og siðferðilegan þátt. Hefur víðari merkingu en ríkisborgararéttur og fangar betur hugmyndina um samfélagslega skyldu. Maður getur verið bæði borgari í borgarsamfélagi og sem borgari ríkis. Þriðja hugtakið lýðborgararéttur er ekki nógu gott en það nær yfir þjóðfélagsþátttöku, notað í ákveðnum fræðilegum verkum.
Að lokum, allir vilja tala um réttindi sín en minna um skyldur sínar. Þetta nefnilega fer í báðar áttir. Borgaraskapur er því betra hugtak.
Bloggar | 22.8.2025 | 09:25 (breytt kl. 09:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og margir vita var Friedman stórtækasti talsmaður frjáls markaðar og lágra skatta (eins og ritari), með áherslu á peningastefnu sem leið til að halda verðbólgu í skefjum. Ef við hugsum um Ísland árið 2025, þar sem vandamál geta verið hár kostnaður, skuldir og verðbólga, þá gæti nálgun hans falið í sér að hafa peningastöðugleika sem forgangsatriði. Ísland gæti sett fram strangari peningastefnu, þar sem Seðlabanki landsins myndi hafa skýra stefnu til að halda verðbólgu stöðugri. Friedman vildi gjarnan að vextir og peningamagn fylgdu náttúrulegum lögmálum markaðarins, frekar en handahófskenndum stjórntökum. Þetta gæti hjálpað til við að sporna gegn verðbólgu og halda krónunni stöðugri.
Friedman eins og ég hefði viljað sjá skattalækkanir og einföldun kerfisins. Friedman trúði á að lægri skattar ýta undir hagvöxt. Ísland gæti skoðað að létta byrði á fyrirtækjum og einstaklingum til að auka fjárfestingar og neyslu, sem eykur hagvöxt og skapar störf.
Aukning á einkarekstri á ákveðnum sviðum. Til dæmis á markaði fyrir orku, flug, eða jafnvel vatnsdreifingu. Meira svigrúm fyrir einkaframtakið gæti leitt til lægri kostnaðar og betri þjónustu, sem Friedman taldi að ríkisrekstur oft hindri. Friedman var mikill talsmaður frjálsra viðskipta. Ísland gæti aukið samkeppni og útflutningsmarkaði með einfaldari reglum og minna tollvernd, sem styrkir krónuna og eykur hagvöxt.
Bloggar | 21.8.2025 | 15:27 (breytt kl. 17:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Verðbólga er 4% í ágúst, stýrisvextir eru 7,5%. Þetta er alveg galið, því að verðbólga og vextir hafa takmörkuð áhrif á gjörðir einstaklinga.
Fólk verður að kaupa sér fasteign (annað sem er í boði er leigjenda okur). Fasteignamarkaðurinn er frosinn með nýjar íbúðir (of dýrar og engin bílastæði) en mikil eftirspurn eftir gamlar íbúðir. Fasteignamarkaðurinn er tengdur vísitölu og þessi fíll í postulín búðinni skekkir allt. Milton Friedman hefði sagt: "Þið eruð að stýra með skammtímaverkfærum í stað þess að setja skýra, stöðuga peningareglu sem markaðurinn getur treyst."
Fasteignaliðurinn í vísitölu neysluverðs er þar með einmitt risastór "fíll í postulínsbúðinni". Þetta er eitthvað sem Friedman sjálfur hefði tekið mjög gagnrýnið til skoðunar, af þrennum ástæðum.
Á Íslandi er húsnæðisliðurinn hluti af verðbólgumælingu (reiknaður sem húsnæðisverð + vextir), ólíkt mörgum öðrum löndum þar sem aðeins húsaleiga er notuð.
Þetta þýðir að stýrivaxtahækkun Seðlabankans hækkar vísitölu beint, því vextirnir sjálfir eru hluti af mælingunni. Þannig getur Seðlabankinn með aðgerðum sínum ýtt undir verðbólgu til skamms tíma, jafnvel þótt ætlunin sé að slá hana niður. Þetta er ákveðin mótsögn í kerfinu.
Fasteignamarkaðurinn er ósveigjanlegur þáttur, því fólk þarf að búa einhvers staðar. Ef kaupin eru dýrari og framboð nýrra íbúða sem ekki henta, snýst eftirspurnin að gömlum eignum = verð heldur áfram að hækka.
Þar sem húsnæðisliðurinn er stór hluti vísitölunnar, ýtir þetta undir mælda verðbólgu þó að annar hluti neyslu (matur, þjónusta, raftæki) sé stöðugri.
Friedman hefði líklega talað um "skekkt mælitæki" og sagt: "Þið eruð að beita rangri mælistiku. Verðbólga er peningalegt fyrirbæri ekki afleiðing þess að fólk þarf þak yfir höfuðið." Hann myndi halda því fram að ef peningamagnið væri stöðugt, myndi fasteignaverð ekki þenjast út umfram raunframleiðslu. Að mæla húsnæðiskostnað sem hluta af verðbólgu í gegnum vexti sem bankinn sjálfur stjórnar væri í hans augum hreinlega kerfisvilla.
Og hér kemur að "Fílnum í postulínsbúðinni". Þegar fasteignaverð og vaxtaliður eru inni í vísitölunni, verður Seðlabankinn í raun að elta eigin skugga. Hann hækkar vexti = mæld verðbólga hækkar = hann þarf að halda vöxtum háum lengur. Þetta leiðir til þess sem við sjáum nú; frosinn fasteignamarkaður, þar sem nýjar íbúðir eru of dýrar, gamlar eftirsóttar, og kaupendur fastir milli steins og sleggju.
Þetta er áhyggjuefni, því að ef ritari (sem er bara áhugamaður um hagfræði og aðdáandi Miltons Friedmans), getur séð þetta, af hverju ekki spekingarnir í Seðlabankanum? Hef grun um að þeir sjái þetta líka, en þeir hunsa þennan þátt, því jú, efnahagur Íslands hlýtur ekki eðlilegum lögmálum hagfræðinnar!
Það er kerfilægur vandi í kerfinu, stjórnmálamenn geta ekki tekið af skarið með verðtrygginguna, búrókratar og stjórnmálamenn geta eða vilja ekki taka fasteignaliðinn úr vísitölunni. Með öðrum orðum, þetta er heimatilbúinn vandi.
Bloggar | 20.8.2025 | 10:31 (breytt kl. 10:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Græðgis væðingin og hugmyndafræðilegt gjaldþrot ræður ferðum stjórnar Háskóla Íslands og borgarstjórnar. Byrjum á H.Í. Það er ljóst að rektor Háskóla Íslands er ekki að rækja skyldur sínar, a.m.k. svarar hún ekki þegar spurt er um akademískt frelsi til máls.
Annað sem er svívirðulegt, en það er gjaldtaka á bílastæðum háskólans, sem var komið á nú í skólabyrjun. Nú á að sækja aura í bókstaflega tóma vasa stúdenta. Eins og allir vita, fjármagna flestir nemendur sig með námslánum eða vinna með námi, hvorutveggja mjög erfitt. Námslán nemenda eiga sem sé að borga í sjóði H.Í. Undirritaður er með happdrættismiða í H.Í. en happdrættið er notað til að fjármagna framkvæmdir á vegum háskólans. Þessi miði verður ekki endurnýjaður.
Bílahatrið birtist líka í gjörðum borgarstjórnar, en þegar byggt er, eru aðeins 0,7 bílastæði á íbúð. Það er sem sé ekki gert ráð fyrir að fólk fái gesti í heimsókn eða íbúarnir eigi að berjast bókstaflega um þau lausu bílastæði við viðkomandi hús.
Báðir aðilar eru með gjörðum sínum að neyða íbúa og nemendur að taka strætó! Þetta er óbein þvingun. En þrátt fyrir þetta munu margir nemendur eftir sem áður, koma á einkabílnum í skólann. Þeir annað hvort búa langt í burtu eða vegna líkamslegt ástand verða að vera á einkabíl. Sama á við um borgaranna, sérstaklega eldri borgara, þeir verða að vera á bíl til að hafa ferðafrelsi.
Háskóli Íslands vegur ekki aðeins að ferðafrelsinu, heldur líka málfrelsinu. Hvað varð um akademíska frelsið?
Segjum upp happdrættismiðum hjá Háskóla Íslands. Það er eina vopn borgarans, að neita að borga.
Viðbót: Hér er vinstri woke bílhatarar Bretlands að ráðast á bíleigendur sem "menga" of mikið með eftirliti myndavéla. Svo er sekt send heim. Andstæðingar fara um og saga niður myndavélastaura og þeir kalla sig "Blade runners".
Þegar borgarar eru farnir að brjóta lög, eða yfirvöld ganga of langt, er greinilegt að trúnaðarbrestur hefur orðið á milli borgara og yfirvalda. Held að traust á Alþingi og önnur yfirvöld sé í lágmarki þessa daganna. Sama á við önnur vestræn stjórnvöld sem ganga ansi nærri réttindi einstaklinga/borgara.
Bloggar | 19.8.2025 | 09:17 (breytt kl. 12:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svo segir þetta fólk í meðfylgjandi myndbandi. Nýjasta nýtt er að lögreglan eignir gildru fyrir fólk sem tjáir sig. Hún er eftirfarandi: Lögreglubíll keyrir eftir götu, ef einhver hrópar ókvæðisorð á eftir bílnum, er annar lögreglubíll, ómerktur sem tekur viðkomandi í karphúsið! Seinni myndbandið sýnir hælisleitenda sem hæðist að opnum landamærum Bretland og montar sig af 4ra stjörnu hóteli sem hann dvelst á. Þriðja myndbandið er frá Bandaríkunum og sýnir ólöglegan innflytjenda sem fékk meira prófskírteini til að aka trukka. Afleiðingin er skelfing.
Skemmst er að minnast nýja hatursorða löggjöf í Bretlandi sem er notuð til að elta uppi fólk sem segir eitthvað miður jákvætt um innflytjendur. Svipaða haturorða löggjöf sem Katrín í VG ætlaði að koma á Íslandi. Í framkvæmd notað til að þagga niður í andstæðingnum af hægri væng stjórnmálanna.
Hér er seinna myndbandið...
Ákvað að bæta þriðja myndbandinu við, sem sýnir ólöglegan innflytjanda í Bandaríkjunum sem olli dauða þriggja manneskja með ólöglegum akstri. Sálfræðingur sem lýsir atvikinu telur hann vera siðblinding.
Þetta minnir svolítið á vilta vestrið á leigubíla ástandinu á Íslandi, þar sem menn kunna ekki stakt orð í íslensku en geta samt verið í atvinnu akstri. Eitthvað vitlaust gefið hér?
viðbót:
Bloggar | 18.8.2025 | 16:44 (breytt kl. 17:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
David Betz, Professor of War in the Modern World við Kings´s College London, hefur fjallað um hugsanlega borgarastyrjöld í Bretlandi. En hann sér ekki endilega fyrir sér átök hópa í einkennisbúningum, það eru nefnilega til margar gerðir af borgarastyrjöldum. Nærtækasta dæmið er Norður-Írland upp úr 1970 en í stærra sniði á megilandi Bretlands. Hann sér fyrir sér eina gerð sem er "dirty war" eins og sjá má í Suður-Ameríku en ekki líklegt dæmi fyrir Bretland. Munurinn er sá að stjórnmálastéttin og -kerfið í Bretlandi hefur verið nægilega öflugt til að koma í fyrir innanlandsátök hátt í þrjú hundruð ár.
En Betz sér fyrir sér, þegar kerfið brestur, verður það vegna þess að elítan klofnar, ekki endilega á toppnum, heldur neðan frá og það sé vegna vantraust almennings. Þ.e.a.s. þeir sem eiga að fylla raðir elítunnar gera það ekki. Hann telur Niel Farage, formann Umbótaflokksins, ekki vera elítu leiðtogann sem mun leiða "byltinguna" heldur einhvern sem við þekkjum ekki í dag.
Betz talar um "elite overreach" og misskilning sem uppsprettu átaka. Betz bendir á undanfarin mótmæli og átök undirstriki að elítan hafi misst pólitíska og samfélagslega trúverðugleika. Hann vísar til menningarlegs klofnings, efnahagslegrar stöðnunar, pólitískrar togstreitu og þess að fólk finni að stjórnmálakerfið hafi brugðist þeim. Slíkar aðstæður séu meðal helstu vísbendinga um hættu á borgarastyrjöld.
Borgirnir verða "villiborgir" feral cities
Í grein sem birtist í Military Strategy Magazine lýsir Betz þróun þar sem stór borgarsvæði verða óstjórnanleg "feral cities" þar sem ríkisvaldið hefur ekki lengur stjórn og samfélagsinnviðir hrörna. Þetta leiðir til ástands þar sem lög og röð kollvarpast. Hann sér líka fyrir sér að átökin þróast með ákveðinni "borg versus sveit"-vídd: Sveitir eða dreifbýli gætu ráðist á borgarinnviði (orku, rafmagn, samgöngur), með því að reyna að lama borgarkerfið og skapa víðtæka óreiðu. Slíkar árásir geta leitt til "latin-amerísks skíta stríðs" ("dirty war"), sem fljótlega springur út í víðtækari átök.
Í viðtali sem Betz gaf, vísar hann til þess að áður ráðandi hópar upplifi "downgrading" að þeim sé sífellt minna eftir veitt eða þeir séu settir í skuggann. Þetta ýti undir uppreisnar eða reiðiviðhorf, ekki síst gagnvart sviknum elítum sem virtist brjóta samkomulagið.
Betz spáir "löngum og blóðugum" átökum, þar sem fjöldi látinna gæti nálgast 23.000 á ári, ef líta á fjölda fórnarlamba á hápunkti Norður-Írlands-deilnanna sem mælistölur. Hann leggur áherslu á að forráðamenn, varnarmálayfirvöld og almenningur verði að brjótast undan "normalcy bias" þeirri ákjósanlausu hugalægjuhneigð að hugsa "ó, þetta gerist ekki hjá okkur".
Til að bregðast við mögulegu hættuástandi leggur Betz til uppbyggingu "secure zones" örugg svæði þar sem mikið menningar- og efnahagslegt verðmæti geti varðveist, með orku, vatn, samskiptasniðagripum og samgöngum. Þetta svæði ætti að vera varanlegt og færni að vernda hæfileika til eðlilegs lífs jafnvel á krepputímum.
Auk þess hvetur hann til að tryggja varðveislu menningarverðmæta með sérstöku verndarþjónustu ("special service for cultural protection") og geymslu vegna hættu á hernaðarlegri hryðjuverkahættu.
Þessi kenning hjá Betz er ágæt út af fyrir sig en hann tekur ekki á raunverulegan klofning í Bretlandi sen er vegna trúar og menningu. Fólk býr raunverulega aðskilið í borgum landsins og deilir ekki neinu nema dvöl í sama landi. Það nægir ekki að benda bara á vantraust borgaranna á elítunni (sem einmitt verður til vegna trúar- og menningar ágreinings). Vantraustið er afleiðing af breyttu samfélagi sem elítan skapaði.
Bent hefur verið á hér á þessu bloggi að kosningafyrirkomulagið í Bretlandi er meingallað. Það byggist á að sigurvegarinn hirðir allt í raun. Meirihlutinn er algjör og einn flokkur ræður ríkjum. Þetta er hættulegt í margklofnu þjóðfélagi eins og í Bretlandi, þar sem minnihlutinn þarf að þeigja í 4 ár, til næstu kosninga. Það er of langur tími, því það getur kveiknað í púðurtununni á meðan. Árangursríkt væri að breyta kosningakerfinu í Bretlandi og leyfa þar með minnihlutanum að hafa rödd, líka í stjórnar andstöðu. Sjá má samlíkingu við óþol ríkisstjórnarinnar á Íslandi í sumar, þegar þaggað var í minnihlutanum með "kjarnorku ákvæðinu".
Bloggar | 17.8.2025 | 11:33 (breytt kl. 11:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020