Hér hefur áður verið minnnst á David Starkey.
Fyrir þá sem ekki þekkja er Starkey breskur sagnfræðingur sem er þekktur fyrir sérfræðiþekkingu sína á sögu Tudor og fyrir hreinskilnar, oft umdeildar skoðanir sínar. Skoðanir hans ná yfir margvísleg söguleg, pólitísk og félagsleg efni. Starkey er þekktastur fyrir verk sín um Henry VIII, Elizabeth I og Tudor tímabilinu, þar sem oft er lögð áhersla á pólitíska hegðun konunga og dómstóla.
Hann hefur varið hlutverk konungsríkis í breskri sögu og heldur því fram að það hafi verið stöðugleikaafl. Samanburður á milli einvelda - Hann ber oft sögulega valdhafa saman við nútíma stjórnmálamenn, stundum umdeildur (t.d. að bera saman Elísabetu I og Margaret Thatcher).
En hér er ætlunin að skoða skoðun hans á og gagnrýni á frjálslyndu lýðræði, sérstaklega hvernig það hefur þróast í nútímanum. Þó að hann hafi varið hliðar hefðbundins frjálslyndis lýðræðis hefur hann einnig haldið því fram að það hafi breyst í kerfi þar sem elítur og minnihlutahópar fara með óhófleg völd yfir meirihlutanum.
Starkey kallar þetta stjórn minnihlutahópa yfir meirihluta. Hann hefur haldið því fram að nútíma frjálslynt lýðræði hafi færst frá upprunalegum tilgangi sínum og virki nú þannig að minnihlutahópar ráði stefnu og menningarlegum viðmiðum, oft á kostnað meirihlutans.
Hann lítur svo á að lög og pólitísk rétthugsun séu ekki notuð til að vernda grundvallarfrelsi, heldur til að bæla niður skoðanir meirihluta í þágu minnihlutahagsmuna.
Starkey hefur haldið því fram að stjórnvöld og réttarkerfi framfylgi nú stefnu sem hygla minnihlutahópum, sérstaklega með lögum um hatursorðræðu, fjölbreytileikakvóta og félagslega stefnu.
Hann lítur á þetta sem andlýðræðislegt og heldur því fram að meirihluta sé neitað um réttinn til að tjá skoðanir sínar opinberlega.
Þó að hann hafi gagnrýnt suma þætti almenns lýðræðis (svo sem tilfinningalega ákvarðanatöku), hefur hann einnig gefið til kynna að það geti þjónað sem leiðrétting á elítu stjórnað frjálslyndu lýðræði.
Hann hefur lofað Brexit sem dæmi um "vinsælt lýðræði" (popular democratcy) sem ögrar viðkomandi yfirstétt.
Sjónarmið Starkey er flókið að skilja - hann virðir hefðbundið frjálslynt lýðræði (réttarríki, stofnanir) en telur að það sé spillt af yfirráðum elítu og minnihlutahópa. Á sama tíma, á meðan hann óttast óstöðugleika alþýðulýðræðisins eða réttara sagt meirihluta lýðræðis; viðurkennir hann hlutverk þess við að endurheimta meirihlutaáhrif almennings í þjóðfélaginu.
Bloggar | 4.3.2025 | 18:59 (breytt kl. 19:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðgerðir Trumps hafa neytt leiðtoga Evrópu til að koma með friðartillögur. Í þrjú ár gerðu þeir ekkert til að koma á frið, fylgdu bara "forystu" Bidens en fólkið í kringum hann, sem í raun stjórnaði, vildi stríð. Knýja á Pútín til samningsborða með stríði. En Bandaríkjamenn og Evrópumenn hafa gleymt eða ekki lesið söguna, en hún er að Rússar eiga stærsta land í heimi og það ekki að ástæðulausu.
Í hartnær 500 ár hafa Rússar þanið út ríki sitt með ofbeldi, skeytingarlausir um eigin landsmenn. Allir leiðtogar Rússlands hafa verið grimmir leiðtogar, grimmastir við eigin þegna/borgara. Pútín er engin undantekning, heldur eðlileg framlenging.
Hvað hefur stríðið leitt í ljós? Stríðshagkerfi Rússa virkar betur en það evrópska og ekkert er í sjónmáli um að efnahagsþvinganir virki eða rússneska hagkerfið sé á vonarvöl. Rússar geta haldið áfram stríðinu næstu árin, kjötkvörn sem malar áfram endalaust.
Þetta ættu Evrópumenn og Bandaríkjamenn að vita, að barist verður til síðasta manns í Úkraínu, fremur en að bíða ósigur. Sá möguleiki er ekki í boði fyrir Pútín að tapa, því að hann verður að halda saman sambandsríkinu Rússland, sem hefur ótal sjálfstjórnarsvæði, þjóðir, tungumál og trúarbrögð. Hann getur ekki hætt á borgarastyrjöld. Það er eitt verra en að Úkraína tapi stríðinu, en það er ef Rússland leysist upp með sín 5000-7000 kjarnorkuvopn. Það vita Evrópu leiðtogar eða eiga að vita það.
En halda Evrópu leiðtogarnir virkilega, að Pútín gangi til samningsborða með þeim? Eftir allt skítkastið, hatrið, vopnasendingarnar, efnahagsstuðninginn við Úkraínu og vilja að senda inn evrópska friðargæsluliða?
Eða hann kjósi fremur að semja við Trump sem hefur heldur betur friðmælst við Rússa, sett ofan í við Zelenskí og Evrópu, lofað að Úkraína fari ekki í NATÓ? Er leið Trumps, sem er ansi óvenjuleg, ekki eina leiðin til að fá Pútín til samningsborða? Er leið hans að tengja efnahags Bandaríkjanna við Úkraínu ekki snjöll leið til að tryggja að Rússar fari ekki inn í Úkraínu aftur? Af hverju varð þetta riflildi í beinni útsendingu milli Trump/Vance og Zelenskí? Af því að demókratar höfðu fyrr um daginn beðinn hann um að standa ekki við samninginn við Trump? Ef Zelenskí er enn að hlusta á valdalausa Demókrata, er hann heldur betur veruleikafirrtur.
Evrópumenn vita ekki að þeir eru úr leik. Þeim munu ekki koma á frið. Trump hefur mörg spil á hendi og öll sem eru í boði. Evrópuleiðtogarnir eru margir og enginn einn skýr leiðtogi.
Hótunin að draga bandaríska hermenn frá Evrópu, tollastríð, úrsögn úr NATÓ o.s.frv virkar. Trump er greinilega búinn að ákveða að skilja Evrópumenn eftir í rykskýi og snúa sér að Kína sem næsta andstæðing. Evrópu leiðtogar geta haldið eins marga skátafundi eins og þeir vilja, þeir breyta ekki valdapólitíkinni næstu misserin. Eina sem þeir geta gert, er að kynja ósigri, gera Evrópu sjálfbæra efnahagslega og hernaðarlega og hætta að treysta á Bandaríkjamenn. Það mun taka nokkur ár fyrir þá. Þeir geta það alveg. En þegar Evrópuherinn er kominn, hvar ætla Íslendingar að vera með í liði?
Bloggar | 3.3.2025 | 11:43 (breytt kl. 13:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um þetta geta flestir verið sammála en meira nær bloggritari ekki að saman sama sig við málflutning Tjörva Tchiöth sem er doktorsnemi í sagnfræði.
Tjörvi: Enginn ávinningur fyrir Ísland að taka þátt í hernaði
"Tjörvi sagði að hugmyndir um að Ísland stofnaði eigin her væru langt frá raunveruleikanum. Hann benti á að Ísland væri lítið land með takmarkaða efnahagslega burði og að rekstur herafla væri gríðarlega kostnaðarsamur. Hann sagði að jafnvel þótt herdeild yrði stofnuð væri ólíklegt að hún gæti gegnt raunverulegu hlutverki í varnarstefnu Vesturlanda og að í staðinn yrði hún háð utanaðkomandi stuðningi bæði fjárhagslega og hernaðarlega."
Og hver er lausn Tjörva? "Í máli Tjörva kom fram að frekar en að ræða um stofnun hers eða herskyldu ætti að beina athyglinni að því hvernig Ísland gæti tryggt öryggi sitt á raunhæfan hátt. Hann sagði að ef áhyggjur væru af varnarstöðunni væri skynsamlegra að efla borgaralega viðbúnaðargetu og landhelgisgæslu frekar en að reyna að skapa hernaðarlegt afl sem hefði enga raunverulega getu til að hafa áhrif í alþjóðlegum átökum. Hann sagði að varnarmál ættu að byggjast á skynsemi og raunhæfum aðgerðum frekar en táknrænum yfirlýsingum um aukinn hernaðarstuðning."
Í raun er Tjörvi ekki að segja neitt nýtt, það þrátt fyrir breytta heimsmynd, og við eigum áfram að efla borgaralega viðbúnaðargetu og landhelgisgæslu. Hvað á hann við með því? Stækka lögregluna og bæta varðskipi við? Efla löggæslustofnanir? Þarna er auðveldlega skautað fram hjá veruleikanum. Við erum að ræða hermál, ekki löggæslumál.
Bjarni Már Magnússon, deildarforseti og prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst er á annarri skoðun en vinstri sinnaðir sagnfræðingar. "Í fyrsta lagi veit ég hreinlega ekki um neinn sérfræðing á sviði varnar- og öryggismála sem lítur á herleysi sem styrk," segir Bjarni í viðtali við Morgunblaðið, en Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, samstarfskona hans á Bifröst, gagnrýndi málflutning hans og sagði að styrkur Íslands fælist í hyggjuviti og pólitískum lausnum, frekar en hervaldi. Og hann heldur áfram: "Fyrir utan það að Ísland er ekki herlaust. Önnur ríki eru með herafla hérlendis og hafa séð um varnir landsins," segir Bjarni.
Raunsæið og tilfinningasemi takast á í varnarmálum
Þetta er kjarni málsins og hér eru staðreyndir:
- Ísland er ekki hlutlaust land og er í hernaðarbandalagi - NATÓ.
- Ísland er með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin og ef þau síðarnefndu fara að berjast í kringum Ísland, er landið þar með þátttakandi!
- Það er NATÓ herstöð á Íslandi og hún er á Keflavíkurflugvelli.
- NATÓ-hersveitir eru öllum stundum á Íslandi, 24/7/365. Þær eru ekki hér til skrauts, heldur til varnar Ísland.
- Fjárlög til varnarmála eru í ár um 6,5 milljarðar króna og um 100 Íslendingar starfa beint við varnartengd verkefni og þar er LHG ekki meðtalin.
- Landhelgisgæsla Íslands - löggæslustofnun, hefur tekið að sér varnarmál landsins. Hún sinnir loftrýmisgæslu (sem her gerir að jafnaði) og rekur loftvarnarkerfið. Hún sinnir öðrum varnartengdum verkefnum, svo sem umsjón varnaræfinga o.s.frv. Hún er þar með löggilt skotmark í næsta stríði.
Helsti vandi Íslendinga í varnarmálum er stjórnsýslulegur. Það að utanríkisráðuneytið sinnir varnarmálum í hjáverkum með varnarmálaskrifstofu er vandamál. Það að Ríkislögreglustjóri hefur hluta af varnarverkefnum á sinni er líka vandamál. Og það að Landhelgisgæslan sinnir vörnum Íslands er vandamál.
Það að hafa sett öll varnarmál undir einn hatt, Varnarmálastofnun Íslands var skynsamlegt skref en vanhugsað að leggja niður. Bjarni talar um varnarmálaráðuneyti, það er líka leið ef það væri íslenskur her hér en Varnarmálastofnun dugar fyrir núverandi ástand. Þetta geta Íslendingar gert nú þegar í dag.
Og svo eru það rök Tjörva um að Ísland geti ekki tekið þátt í eigin vörnum, er rökleysa. Af hverju ekki?
Tökum líklega sviðsmynd. Undan öllum innrásarherjum koma hermdarverkasveitir sem eiga að eyðileggja innviði. Undirfylki íslensks hers myndi ráða við slíkar sveitir á meðan beðið er eftir hjálp. Líklegra er þó að hér verði gerð hryðjuverkaárás því að hryðjuverkamenn ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og hann er það á Ísland ef ætlunin er að ráðast á NATÓ. Glæpahópar geta gert hér mikinn ursla.
Íslendingar geta að lágmarki hjálpað til við að vakta GIUK hliðið sem LHG gerir nú þegar með ratsjárstöðvarnar fjóru. LHG er nú að huga að setja upp litlar færanlegar ratsjárstöðvar til að vakta landhelgina og fiskimiðin. Annað sem Íslendingar gætu gert er að taka að sér kafbátaeftirlit og það getur LHG auðveldlega tekið að sér í núverandi mynd og rekið P 8a Poseidon kafbátaeftirlitsvél með stuðningi NATÓ (og slá þar með tvær flugur í einu höggi, hægt er að vakta landhelgina um leið).
En hverjar eru raunverulegar varnarþarfir Íslendinga (annað en að verja NATÓ-herstöðina á Keflavíkurflugvelli)?
Jú, loftvarnarkerfi fyrir Suður-Ísland. Er það óraunhæft? Tökum tvö loftvarnarkerfi fyrir. Annars vegar NASAMS (Bandaríkin/Noregur). Það er hannað sem loftvarnir gegn flugvélum, stýriflaugum og drónum. Drægnin er ~25-50 km (fer eftir eldflaugum, t.d. AMRAAM eða ESSM). En nú komum við að kostnaði. Batteríð kostar um ~20-50 milljónir USD. Eldflaugar kosta um 1-2 milljónir USD stykkið. Kostir kerfisins er að það hefur þegar verið notað í NATO-löndum, m.a. við vernd Washington D.C. Hægt að nota mismunandi eldflaugategundir eftir þörfum. Minni drægni en Patriot og Iron Dome í Ísrael.
Patriot eldflaugakerfið (Bandaríkin). Það er hannað sem varnir gegn stýriflaugum, eldflaugum með langdræga sprengihleðslu og flugvélum. Drægnin er ~70-160 km (fer eftir eldflaugum) Kostnaðurinn á batterí er ~1 milljarður USD. Eldflaug kostar 3-4 milljónir USD stykkið. Kostirnir eru að kerfið veitir fullkomnustu vörnina gegn langdrægum eldflaugum. Hefur verið notað í fjölmörgum stríðum með góðum árangri. Gallarnir eru að það er mrjög dýrt. Krefst umtalsverðs viðhalds og mannafla.
Ísland myndi líklega þurfa 2 batterí (eitt á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Suðurnesjum).
Hver væri fjöldi hermanna á batterí? Áætlað 15-25 manns á hvert batterí í vaktavinnu (miðað við NATO-staðla). 2 batterí = 30-50 hermenn í samtals rekstri. Þar að auki þyrfti auka mannskap fyrir viðhald, birgðastjórnun og varalið → heildartala um 50-70 manns. NASAMS loftvarnir fyrir Suðvestur-Ísland myndu krefjast um 50-70 manna fast herlið í vaktakerfi.
Ef Ísland hefði varaliðssveitir(Reserve Force), gæti hluti þeirra verið í hlutaðstarfi (t.d. æfingar nokkrum sinnum á ári). Bandaríkin/NATO gætu aðstoðað við rekstur og þjálfun í byrjun, eins og gert hefur verið fyrir Úkraínu.
Hvaða kerfi hentar Íslandi best?
Ef markmiðið er að verja borgarsvæði gegn eldflaugum, drónum og stýriflaugum; væri NASAMS hagkvæmasti kosturinn. Ef hættan er helst frá skammdrægum eldflaugum (eins og Iron Dome var hannað fyrir), þá er Iron Dome besti kosturinn. Ef Ísland þyrfti vernd gegn langdrægum eldflaugum væri Patriot eina raunhæfa lausnin, en kostnaðurinn er mjög mikill. En Bandaríkjamenn gætu gefið okkur þetta og þeir myndu líta á þetta kerfi sem varnarkerfi fyrir Ameríku sem það er.
Engin af þessum hugmyndum er óraunhæf. Eina sem til þarf er pólitískur vilji og hugsa út fyrir boxið. Íslendingar hafa haft höfuðið í sandi síðan 1949, sjá ekkert og heyra ekkert, og vonast eftir að bandamenn (við sáum þá að verki í efnahagshruninu 2008 eða þegar Kaninn yfirgaf Ísland einhliða 2006) komi Ísland til varnar. Það gæti verið vilji bandamönnum til þess en geta þeir komið þegar á reynir? Íslendingar gætu neyðst til að taka af skarið nauðugir. Líklegt er að Repúblikanar verði við völdin næstu 8 ár ef J.D. Vance tekur við af Trump. Hann er ekki síður herskár en Trump. Hvað verður þá um Evrópu og Ísland þar með?
Bloggar | 2.3.2025 | 13:23 (breytt 3.3.2025 kl. 10:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er mikil saga á milli Rússland og Úkraínu. Þessi átök eru svæðisátök og snúast ekkert um að Pútín vilji halda áfram og ráðast á restina af Evrópu.
Þegar Evrópuleiðtogar segja að Pútín muni snúa sér næst að Austur-Evrópu, er það hræðsluáróður. Rússar eru smáveldi en með stórt kjarnorkuvopnabúr (sem er trygging gegn innrás en ekki árás á önnur ríki). Að ætla sér að ráðast á NATÓ ríki, með eða án Bandaríkjanna væri pólitískt sjálfsmorð en ríkin eru um 30 talsins.
Það að Rússar hafa aðeins tekið 20% af Úkraínu á þremur árum sýnir og sannar það. Tökum dæmi því til stuðnings. Innrás Þjóðverja í Sovét-Úkraínu árið 1941. Þetta var hluti af Barbarossa-aðgerðinni sem hófst 22. júní 1941. Þjóðverjar fóru hratt fram og náðu mikilvægum úkraínskum borgum á nokkra mánuði:
Lviv féll 30. júní 1941 (Vestur-Úkraína). Kænugarður, höfuðborgin, féll 19. september 1941 eftir mikla umsáturbardaga þar sem yfir 600.000 sovéskir hermenn voru teknir til fanga. Kharkov var tekin 24. október 1941. Odessa, lykilhöfn í Svartahafi, hélt út til 16. október 1941, eftir tveggja mánaða umsátur. Sevastopol á Krím bar viðnám til 4. júlí 1942, eftir átta mánaða umsátur.
Í lok október 1941 var megnið af Úkraínu undir stjórn Þjóðverja, nema Krímskaga sem var ekki að fullu sigraður fyrr en um mitt ár 1942.
Þannig að það tók um það bil 4 til 5 mánuði fyrir Þjóðverja að ná meirihluta Úkraínu á sitt vald, með fullri stjórn eftir um það bil ár. Pútín er enn fastur í Austur-Úkraínu eftir þrjú ár.
Bloggar | 2.3.2025 | 11:15 (breytt kl. 12:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í hjarta Rómar voru hin alræmdu hlið Janusar sem voru tvö á örsmáu hofi, en helgisiðaopnun þeirra boðaði stríðsátök og lokun þeirra endurkomu friðar. Goðsögnin segir að á ótrúlegu valda uppgangi Rómar hafi dyrnar verið opnir í næstum 400 ár frá Núma konungi til Ágústusar keisara með einni undantekningu.
Á valdatíma Núma var hlið Janusar lokað þar sem friður var í Róm. Næsti konungur, Tullus Hostilius, opnaði hlið Janusar þegar hann fór í stríð við Alba Longa. Hlið Janusar voru opin næstu 400 árin þar til eftir fyrsta púnverska stríðið þegar A. Manlius Torquatus lokaði hliðum Janusar árið 241 f.Kr. Stríðið við Galla á Norður-Ítalíu neyddi Rómverja til opna aftur hlið Janusar, Þau lokuðust ekki aftur fyrr en 29 f.Kr., eftir dauða Antony og Kleópötru.
Frá 1 e.Kr. og til loka vesturhluta Rómaveldis 476 e.Kr. voru hliðin stundum lokuð en oftar opin. Við vitum lítið um "myrku miðaldir" en eflaust hefur ekki verið friðsamt í álfunni.
Milli 1000 e.Kr. og 2000 e.Kr., voru fjölmörg átök í Evrópu, allt frá litlum átökum til stórfelldra stríðsátaka, með stuttum friðartímabilum á milli stórra átaka.Í stuttu máli sagt, ríkti stríðsástand í Evrópu nánast allar miðaldir.
Á hámiðöldum (10001300) voru fjölmörg stríð, þar á meðal krossferðirnar (10951291), stríð milli léns konunga og Hundrað ára stríðið (13371453) eftir þetta tímabil. Þetta tímabil felur einnig í sér átök eins og landvinninga Normanna og ýmis ættar- og trúarátök.
Á síðmiðöldum (13001500) voru tíð stríð, þar á meðal Hundrað ára stríðið, Rósastríðið (14551485) og fjölmörg smærri svæðisbundin átök.
Á árnýöld (15001700) geysaði stórstyrjöld eins og þrjátíu ára stríðið (16181648) sem var í raun álfustríð, siðbótarstríð og gagnsiðbót og stækkun heimsvelda.
Á nýöld (17001900) geysaði annað álfustríð, Napóleonsstríðin (18031815), Krímstríðið (18531856) og fjölmörg önnur átök.
20. öld toppaði öll önnur tímabil enda getan til manndrápa komin á iðnaðarstig eða sláturhúsa stig. Heimsstyrjaldirnar tvær (19141918, 19391945) eru allsráðandi, samhliða tímum kalda stríðsins (19471991), og fjölmörgum smærri átökum seint á 20. öld, svo sem Júgóslavíustríðin (19912001).
En var einhvern tímann friður í Evrópu? Jú, á ármiðöldum var þrátt fyrir allt að oft hafi komið upp átök og staðbundin átök voru tiltölulega lengri friðartímabil á valdatíma ýmissa konungsvelda og heimsvelda.
Síðmiðaldir: Friður var algengari en stærri styrjaldir (stórstríð), en staðbundin átök voru algeng, sérstaklega þar sem Evrópuríki treystu völd sín sem þjóðríki.
Árnýöld var hlutfallslegur friður milli stórstyrjalda, en smærri átök héldu áfram. Til dæmis var tímabilið milli Napóleonsstríðanna og fyrri heimsstyrjaldarinnar að mestu friðsælt í samanburði. Kalla má tímabilið milli Napóleon styrjaldanna og fyrri heimstyrjaldar 100 ára friðinn.
Og þá erum við komin á 20. öld. Eftir seinni heimsstyrjöldina var friðsamlegt. Eftir seinni heimstyrjöldina kom áður óþekkt tímabil friðar í Evrópu, sérstaklega í Vestur-Evrópu, þar sem Evrópusambandið var stofnað og stuðlaði að friði með efnahagslegri samvinnu, þó að spennan í kalda stríðinu héldi áfram.
Spuringin er hvort nýtt tímabil ófriðar sé hafið í Evrópu með átökum í Júgóslavíu og svo Úkraínu (Georgíu, ef við teljum hana með í Evrópu)? Íslendingar blessunarlega sluppu við bræðravígin í 1000 ár í Evrópu, enda jarðaríki sem erfitt var að fara til og herja á.
En svo er ekki lengur, íslenskir stjórnmálamenn eru farnir að skipta sér af vígaferlum Evrópumanna og það sjá þeir síðarnefndu. Rússar eru t.d. búnir að nótera hjá sér að íslensk stjórnvöld séu fjandsamleg Kreml. Ísland er orðið skotmark í næsta álfustríði eða heimsstyrjöld. Væri ekki betra að þeigja og gera minna og ekki taka þátt í vitleysunni í Evrópu?
Það sem við sáum í gær í Hvíta húsinu var farsi. Enginn á að biðjast afsökunar, heldur halda áfram að ræða frið. Pútín, Trump eða Zenenskí verða ekki endalaust við völd en þjóðir þeirra verða áfram til (oftast nær).
Þjóðverjar þurftu að upplifa ósigur á eigin skinni og landamissir en Hitler ekki eftir lok heimsstyrjaldarinnar. En hver vann eiginlega heimsstyrjöldina? 26 milljónir Sovétmanna sem fengu ekki að lifa áfram? Var þetta sigur fyrir þetta fólk? Eða 60-70 milljónir sem létust í styrjöldinni í heild? Raganrök fyrir mannkyn er eina sem kemur upp í hugann.
Og af hverju í ósköpunum má sjá Kristrúnu Frostadóttir á "neyðarfundi" Evrópuríkja með Zelenskí rétt áður en hann fór vestur yfir haf? Hvaða hagsmuni er hún að verja? Íslendinga? Er viturlegt að rífast við Bandaríkin, þótt forseti þeirra sé "fífl" eða "hrekkjusvín" sem hrellir vini sína?
En höldum Bandaríkjunum fyrir utan þetta og horfum bara á Evrópu per se. Misstu Íslendingar af miklu er 1000 ára stríðið í Evrópu geysaði með stuttum hléum? Friðelskandi Ísland náði bara að vera það af því að enginn náði að stefna innrásarflota yfir hafið til Íslands eða þar til 1940. Ef Ísland væri staðsett þar sem Bretland er núna, væri annað hljóð í skrokknum hjá íslenskum ráðamönnum. Við fengjum ekki að vera í friði og með nútíma tækni fáum við ekki að vera í friði...framvegis.
Og nú hafa "vitir" íslenskir stjórnmálamenn ætt inn á evrópska vígvelli og spyrja, megum við vera memm? Fara inn í sviðsljósið. Íslenskir stjórnmálamenn eiga bara að hugsa um íslenska hagsmuni, period! Ekki evróska, bandaríska, úkraínska, rússneska eða hvaða hagsmunir það eru sem bandamenn eða óvinir okkar hafa.
Vitur maður byggir ekki á sandi, kaupir lás á útidyrnar, læsir á kvöldin og passar sig á að rífast ekki við nágrannanna.
Íslendingar mættu spyrja Svisslendinga, hvað þeir eru að gera í dag? Hlutlausir en vopnaðir upp í rjáfur og steinhalda kjafti og telja peninga. Þeir fá að vera í friði.
Enda þennan pistill á málsgrein úr Macbeth:
"Life is but a walking shadow, a poor player that struts and frets his hour upon the stage, and then is heard no more. It is a tale told by an idiot, full of sound and fury, signifying nothing."
Bloggar | 1.3.2025 | 11:42 (breytt kl. 12:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggar | 28.2.2025 | 19:18 (breytt kl. 20:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr leikmaður kom inn á leiksviðið í varnarmálum í vikunni, Bjarni Már Magnússon, deildarforseti og prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Tillögur hans falla undir hugmyndir raunsæis í ljósi heimsmála. Í raun hafa Íslendingar glímt við þessa spurningu í aldir, hvort það eigi að stofna her á Íslandi eða síðan 1785. Allir forvígismenn íslensku þjóðarinnar síðastliðnar aldir hafa sagt álit sitt og tekið afstöðu og allir verið á því að hér eigi að vera landvarnir, þar til Bjarni Benediktsson skar út um það við inngöngu í NATÓ að hér ætti ekki að vera íslenskur her með þeim rökum að Íslendingar væru of fámennir og fátækir til að reka slíka stofnun en þessi rök eiga ekki við í dag.
Bjarni Már Magnússon segir eftirfarandi: Við getum ekki verið herlaust ríki lengur. Skoða ætti að taka upp herskyldu, stofna varnarmálaráðuneyti og leyniþjónustu.
Ekkert af þessu eru nýjar hugmyndir bara það að prófessor við Bifröst er að koma með þessar hugmyndir. Baldur Þórhallsson hefur dansað í kringum þessa hugmynd en ekki ótvírætt tekið skýra afstöðu. Bloggritari hefur tekið skýra afstöðu og lagt til að hér verði a.m.k. stofnað þjóðvarðlið/heimavarnarlið/varnarlið eða hvað menn vilja kalla slíkan liðssöfnuð.
En Bjarni kemur með athyglisverðan punkt sem fór framhjá þátttastjórnanda Kastljós, en Bjarni mætti Stefáni Pálssyni, talsmann herstöðvaandstæðinga í umræðu í vikunni.
Hann er sá að framlög til varnarmála Íslands fari stigvaxandi, ári til árs, og stöðugt sé að hlaða hernaðar hlutverkefnum á borgaralegar stofnanir eins og Landhelgisgæslu Íslands sem er í raun löggæslustofnun eða ríkislögreglustjóra og á ráðuneyti - utanríkisráðuneyti sem er ekki varnarmálaráðuneyti.
Þetta hefur bloggritari margsinnis bent á að verksvið varnamálaflokksins er dreift á þrjá aðila sem enginn á í raun sinna sem stofnanir og ráðuneyti. Þetta er bagalegt því að lögin um varnarmál - varnarmálalög, eru í óreiðu og óvissu. Ekki gengur að hlaða hernaðar verkefni á borgaralegar stofnanir eins og Bjarni segir líka. Það getur valdið lagalega óvissu á ófriðartímum. Til dæmis hvað eru lögleg skotmörk?
Því miður var Kastljós þátturinn endaslepptur og ómálefnalegur enda andstæðingur Bjarna, Stefán Pálsson sem kom ekki með nein rök, önnur en af því bara. Eða kom með fullyrðingar út í bláinn. Stefán er á móti íslenskum her, á móti Bandaríkjaher til varnar Íslands, á móti NATÓ en segir aldrei hvað eigi að koma í staðinn.
Ef rök hans eru eins og hjá Ólínu Kjerúlfs Þorvarðardóttur að "...vopn Íslendinga liggja ekki í hervaldi", þá er hann ansi veruleikafirrtur. Svona fólk, sem segir að við eigum að treysta á guð og lukku, allir séu góðir í þessum heimi, ekkert gerist á Íslandi og stórþjóðir virði hlutleysi smáþjóð, er ekki í jarðsambandi. Hvernig er hægt að rökræða við svona fólk eða hreinlega taka það með inn í umræðuna?
"Í fyrsta lagi veit ég hreinlega ekki um neinn sérfræðing á sviði varnar- og öryggismála sem lítur á herleysi sem styrk," segir Bjarni í viðtali við Morgunblaðið, en Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, samstarfskona hans á Bifröst, gagnrýndi málflutning hans og sagði að styrkur Íslands fælist í hyggjuviti og pólitískum lausnum, frekar en hervaldi. Og hann heldur áfram: "Fyrir utan það að Ísland er ekki herlaust. Önnur ríki eru með herafla hérlendis og hafa séð um varnir landsins," segir Bjarni.
Segir Ísland verða að taka meiri ábyrgð á eigin öryggi
Bjarni bendir á, ef við viljum ekki vera í hernaðarbandalagi og viljum taka upp hlutleysisstefnuna á ný, þá þýði hlutleysi ekki endilega vopnleysi eða varnarleysi. Þær þjóðir sem kosið hafa að stunda hlutleysisstefnu, hafa einmitt verið vígvæddar upp í rjáfur og haft afar öfluga heri. Nærtækustu dæmin eru Svíþjóð, Sviss og Finnland, þótt tvær af þeim eru núna komnar í NATÓ.
Thomas Sowell sagði eitt sinn: "Þú getur hunsað raunveruleikann, en þú getur ekki hunsað afleiðingar þess að hunsa þann veruleika."
Hlekkir:
Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu
Vopn Íslendinga liggi ekki í hervaldi
Bloggar | 27.2.2025 | 14:24 (breytt 28.2.2025 kl. 10:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekki annað að sjá en að með að taka skýra afstöðu með Evrópuþjóðum í Úkraínu stríðinu, sé Ísland að taka skrefið með Evrópu gegn Bandaríkjunum. Er ekki að segja að það sé rangt, enda Ísland Evrópuríki. Spurningin er hins vegar, hvar liggja hagsmunirnir? Með Bandaríkjunum eða Evrópu (ESB)?
Hernaðarlegir/öryggishagsmunir liggja með Bandaríkjunum, en með Evrópu efnahagslega. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands, stunda Íslendingar meiri viðskipti við Evrópu en Bandaríkin. Hagstofa Íslands segir að fyrir árið 2020 námu útflutningstekjur til ríkja Evrópusambandsins um 162,5 milljörðum króna, en til Bandaríkjanna um 76,7 milljörðum króna. Þetta þýðir að útflutningur til ESB-ríkja var rúmlega tvöfalt meiri en til Bandaríkjanna.
En öryggishagsmunir Íslands liggja með Bandaríkjunum. Án verndar Bandaríkjanna eru Íslendingar illa staddir, öruggislega séð. Hvaða Evrópuþjóð væri tilbúin að senda hingað herlið til lands til að verja landið? Við erum ekki með tvíhliða varnarsamning við annað ríki en Bandaríkin.
En skiptir efnahagslegs samskipti hér meginmáli? Viðskipti Íslands við Evrópu eru yfirgnæfandi í umfangi vegna nálægðar, samgönguleiða og EES-samningsins, sem einfaldar viðskipti. Hins vegar hafa viðskipti við aðrar heimsálfur vaxið, sérstaklega við Bandaríkin og Kína. Ísland stendur frammi fyrir áskorunum í viðskiptum utan Evrópu, þar sem samgöngur eru flóknari og tollar geta verið hærri. Þrátt fyrir það hefur alþjóðavæðing og aukinn áhugi á íslenskum afurðum stuðlað að fjölbreyttari markaðsaðgangi.
Hér er því jafnvægis leikur að ræða. Vegna þess að hagsmunir Íslands liggja bæði vestan hafs og austan, ættu Íslendingar ekki að taka skýra afstöðu með öðrum hvorum aðila. Sem örríki sem þarf það að eiga góð samskipti við öll ríki, er stundum best að segja sem minnst og gera enn minna. Þarna getur Ísland tekið sér Sviss til fyrirmyndar. Þeim hefur tekist að verja sjálfstæði sitt og viðskiptahagsmuni sem og hernaðarhagsmuni í gegnum aldir. Allar ákvarðanir í utanríkismálum verða að vera byggðar á hagsmunum Íslands.
Bloggar | 27.2.2025 | 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einu sinni var gamall köttur sem bjó í hlöðu bónda nokkurs. Þar voru líka margar mýs. Hafði kötturinn verið settur þangað einmitt til að útrýma músunum.
Og kötturinn var duglegur og drap eins margar mýs og hann gat. Brátt leit út fyrir að hann myndi ná að drepa allar mýsnar í hlöðunni.
Þá ákváðu mýsnar sem eftir voru að halda fund til að ræða hvað þær gætu gert til að bæta ástandið.
"Mér dettur ráð í hug, sagði gömul grá mús sem álitin var vitrust allra. Þið skuluð hengja bjöllu um hálsinn á kettinum. Þannig munuð þið alltaf heyra í honum þegar hann nálgast."
"Gott! Gott! sögðu allar mýsnar í kór. Þetta er þjóðráð." Og ein þeirra hljóp undir eins af stað að sækja bjöllu.
"Jæja," sagði gamla gráa músin þá, "hver ykkar ætlar að hengja bjölluna um háls kattarins?"
"Ekki ég! Ekki ég!" sögðu þær allar í kór. Og þar með var málið dautt.
Segir sagan að stuttu eftir þetta hafi kettinum tekist að hreinsa
hlöðuna af músum. (heimild: Skólavefurinn með endursögn á dæmisögu Esóps)
Þessi dæmisaga er í dag kynnt fyrir börn sem dæmi um ábyrgð en á sínum tíma fyrir alla þá sem þurfa að sýna ábyrgð og hugrekki í verki.
Þetta á sérstaklega um stjórnmálamenn okkar í vestrænum ríkjum. Ætla mætti að þetta fólk, sem hefur hæfileika til að komast til valda, og það er ekki létt í harðri samkeppni, hafi leiðtogahæfileika og hugrekki til að fást við hættur og vera tilbúin(n) að fórna sér (pólitíska feril) í þágu málstaðs eða hugsjónar.
Það er bara ekki svo með meirihluta stjórnmálamanna, þeir hafa ekki leiðtogahæfileika eða hugrekki til að segja: "Þið hafið rangt fyrir ykkur, það verður að breyta um kúrs".
Kannski eru eiginleikarnir sem koma þessu fólki til valda, það sem veldur því að það getur ekki tekið af skarið. Bakherbergja makk, myndun bandalaga, svik og hnífasett í bakið, er kannski ekki gott veganesti. Sjá má þetta í þáttaröðunni "Survival", þar sem fólk er sett í hóp út í nátttúruna og látið bjarga sér í einn mánuð. Í stað þess að fólk er látið reyna að bjarga sér í náttúrunni, fjalla þættirnir einmitt um ofangreinda þætti, neikvæða hliðar mannsins og hvernig megi komast af á kostnað annarra.
Slíkur hópur er í Evrópu. Heil stétt stjórnmálamanna sem er með svipaðan bakgrunn, eru sósíaldemókratar, mjög frjálslyndir og "fullir af ást" til allra þeirra sem minna mega sín. En þeir gleyma að frelsið fylgir ábyrgð. Ótakmarkað frelsi einstaklingsins getur verið helsi fyrir aðra. Réttindi fylgja skyldur.
Þessi stjórnmálamenn í Evrópu sem eru "fullir af ást til mannréttinda" og bjarga eigi heiminum, hvort sem það er örbyrgð, pólitískar ofsóknir eða sjálft loftslagið, og fylgja mannréttinda sátttmálum S.þ. út í hörgar, hafa gleymt því að þeir eru fulltrúar fólksins, í þorpunum, bæjunum, borgunum og sveitum. Það er aldrei spurt hvort að samfélagsbreytingarnar miklu, ofur frjálslyndið og breyting á gildum, menningu og trú sé fólki þóknanlegt.
Menning Evrópu, og einmitt frelsið og mannréttindin, er í hættu vegna þess stjórnmálamenn hugsa aldrei lengra en tvö þrjú ár fram í tímann. Frelsið og mannréttindi eru nefnilega fágæt fyrirbrigði, jafnvel í nútímanum og Evrópa hefur verið vitinn fyrir allt frelsisþenkandi fólk um allan heim.
Fólk frá svo kallaða þriðja heimi hefur því sótt hart í að komast í frelsið, velferðina en ekki endilega að beygja sig undir mannréttindin sem eru í vestrænum ríkjum. Það lætur ekki af menningu sinni og flytur með sér helsið. Úr þessu verða menninga árekstrar og sjá má í kosningum víða um Evrópu, nú síðast í Þýskalandi. Fulltrúar hverja eru þessir stjórnmálamenn?
Þessi stórkostlega samfélagsbreyting í Evrópu hefur aðeins verið möguleg vegna ESB. Marghöfða þursinn í Brussel, beitir þeim sem ekki hlýða útskúfun og refsingum í anda ný-marxíska hugmyndafræði sósíaldemókrata sem öllu stjórna.
Og hver er utanríkisstefna þursans? Hún er jafn ruglingsleg og höfuðin eru mörg á þursinum. Enginn getur tekið af skarið, því að þetta er apparat sem gengur af sjálfu sér undir umsjón ókjörna búrókrata sem eru harðir verndarar kerfisins.
Sjá má þetta í hópæsingi evróskra stjórnmálamanna sem nú flykkjast til Kænugarðs, til hvers? Jú, til að hvetja til áframhaldandi stríðs, drápa og eyðileggingu! Hvað með friðinn og verndun mannslífa sem stjórnmálaelítan japplar á í fínu ræðum sínum? Í þessum múgsefjun og -æsingi, taka íslenskir ráðamenn þátt í og heita milljörðum í áframhaldandi stríð. Þetta eru fulltrúar herlausar þjóðar (og friðelskandi Íslendinga)!
Og af því að þetta er múgur, hópur hræddra músa, þorir enginn að taka af skarið og setja bjölluna á köttinn. Hann hefur því farið sínu fram í 3 ár án mótspyrnu. En nú er breyting, annar köttur er kominn í hlöðuna og ætlar að stöðva fjöldadrápin því þetta er yfirráða svæði hans. Þá verða mýsnar reiðar og hópast út í horn til að sýna samstöðu með spilltu músinni. En ein mýslan, frönsk að uppruna, þorir að gera eitthvað og ætlar að koma bjöllu á nýju kisuna og ferðast vestur um haf. Gangi henni vel!
Glöggt er gestauga eins og sjá má af ummælum J.D Vance: J.D. Vance skammar Evrópuríki fyrir skort á lýðræði og málfrelsi
Bloggar | 26.2.2025 | 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Verðandi kanslari Þýskalands er stóryrtur í yfirlýsingum gegn Bandaríkjamönnum (sjá blaðagreinina "Líkti Bandaríkjum Trumps við Rússland"). En því miður stendur orðræðan ekki undir gelti kjölturakkans. Þýskaland er brauðrisi á sviði varnarmála. Núna getur Þýskaland ekki varið sig að fullu eitt og sér gegn stórri hernaðarógn. Nokkrir þættir stuðla að þessu en helstur er skortur á viðbúnaði og mannafla. Í Bundeswehr eru um 179.000 virkir hermenn langt undir því sem þyrfti til stórfelldra landvarna.
Annar veikleiti er að bardagaviðbúnaður hersins er aðeins um 50%, sem þýðir að helmingur búnaðar hans og eininga er ekki nothæfur. Nýlegar tilraunir til að auka herskyldu og stækka sveitir miða að því að bæta úr þessu, en það mun taka mörg ár.
Þriðji veikleikinn er búnaðar- og birgðamál. Mörg vopn og farartæki voru send til Úkraínu og dró það úr birgðum þýska hersins Fregnir herma að það myndi taka marga mánuði fyrir Þýskaland að endurnýja skotfæri sem þarf til að herja á háu hernaðarstigi. Lykilbúnaður, eins og þungir skriðdrekar og loftvarnarkerfi, er takmarkaður í fjölda.
Af því að Þjóðverjar hafa, líkt og Íslendingar, úthýst vörnum sínum í hendur Bandaríkjamanna og NATÓ, er staða þeirra slæm. Þeir eru mjög háðir NATO og bandamanna sinna þar. Varnarstefna Þýskalands byggir að miklu leyti á NATO, sem þýðir að það ætlast til þess að bandarískar, breskar og aðrar evrópskar hersveitir hjálpi til ef til árásar kemur.
Þrátt fyrir loforð um að bæta við tvær bardagadeildir NATO fyrir 2025 og 2027 virðast þessi markmið sífellt óraunhæfari vegna tafa á nútímavæðingu.
En nú ælta Þjóðverjar að endurreisa herstyrk sinn (hafa sagt það í mörg ár) en vegna arfavitlausa stefnu í efnhagsmálum, hafa þeir ekki haft efni á því hingað til. Þýskaland hefur heitið því að auka útgjöld til varnarmála í 3% af landsframleiðslu til að bæta her sinn. Erfitt er að sjá að það takist.
Miklar skipulagsbreytingar voru kynntar árið 2024, en full framkvæmd mun taka tíma. Áætlanir um að taka upp herskyldu að nýju gætu hjálpað til við að stækka herinn, en slík breyting er pólitískt viðkvæm.
Niðurstaðan er einföld. Ef stórveldi ráðist á Þýskaland í dag myndi það berjast við það eitt að verjast án stuðnings NATO og tapa. Hins vegar, ef núverandi umbætur og útgjaldaaukningar halda áfram, gæti Bundeswehr bætt getu sína verulega á næstu árum.
Bloggar | 25.2.2025 | 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020