Landnámsöld stóð frá 874 - 930 eða 56 ár. Líklega stóð tímabilið í lengri tíma en hvað um það, segjum 60 ár. Þarna nam fólk land án laga og réttar. Engin sameiginleg lög né hefðir. Þessi byggð gekk nokkurn veginn upp, því að fólkið tók með sér germönsk lög og hefðir úr heimabyggðum. Íslendingasögur segja frá að menn hafi tekið sér hnefaréttinn, skorað mann á hólm eða annan um kvennfólk eða bæ. Það hefur því verið róstursamara en menn vita á þessu tímabili.
En fólkinu til lukku voru það ríkir menn, höfðingjar, sem voru í fararbroddi og skikkuðu mál og voru snemma kallaðir goðar. Svo tók við þjóðveldið og það gekk upp í u.þ.b. 300 ár án framkvæmdarvalds eða ríkisvalds. En svo fór allt í bál og brand þegar mönnum var ljóst að valddreifingin gekk ekki upp. Ísland yrði að vera miðstýrt...eða fjarstýrt. Niðurstaðan var fjarstýring fursta/konungs. Allt í lagi að hafa kóng ef hann var einhver staðar erlendis og kom aldrei til Íslands. Menn gátu ráðið sínum málum í friði.
En til langframa gengur þetta ekki upp því að samfélög Evrópu þróuðust og valdaþjöppun átti sér stað. Miðstýringin/framkvæmdarvaldið efldist. Með því allar framfarir, nema á Íslandi. Hér stóð tíminn í stað í 1000 ár. Loks náði tíminn til Íslands á 19. og 20. öld og menn vildu gera eitthvað fyrir íslenskt samfélag. Menn börðust fyrir sjálfræði og innlent framkvæmdarvald. Það hófst með heimastjórninni 1904 og ferlinum lauk með fullu sjálfstæði Íslendinga 1944.
En hvernig hafa Íslendingar farið með fjöreggið síðan þeir einir réðu yfir því? Getum við virkilega staðið ein og óstudd? Ekki alveg, því við látum erlendar yfirþjóðlegar stofnanir ráða för fyrir hönd Íslands. Síðan 1944 hefur ríkinu verið afskaplega illa stjórnað, hátt verðlag, verðbólga, hallafjárlög, sérhagsmunapot smákónga o.s.frv.
En þrátt fyrir allt, eru við hér enn, sama menning sem hefur varið í 1150 ár, en hversu lengi mun það vara? Það er undir okkur komið og næstu tvær kynslóðir. Miðað við hvernig nútíma Íslendingurinn hagar sér, þá er framtíðin ekki björt. Hann hefur misst öll tengsl við sjálfan sig, samfélag sitt og meira segja íslenska nátttúru. Hann mun glaður tala ensku í náinni framtíð eins og Skotar og Írar gera í dag. Hann verður sáttur að vera í einhvers konar ríkjasambandi, með smá sérstöðu, en ekki mikla. Eina sem hann mun eiga sameiginlegt með forfeður sínum er búseta í þessu hrjóstuga landi...annað ekki. Svo er það spurning hvort það sé ekki bara í lagi...eða ekki?
Bloggar | 16.10.2024 | 17:17 (breytt kl. 17:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkvæmt fréttum hafa Ísraelmenn lofað stjórn Joe Biden að ráðast ekki á olíu skotmörk eða kjarnorku skotmörk. Er einhver sem trúir þessu? Hvernig Ísraelher hefur starfað síðan þetta stríð hófst, hefur vakið undrun og ótta andstæðingana. Bloggritari er nokkuð fróður um hernaðarsögu en hann man ekki eftir að nánast öll yfirstjórn óvina hafi verið tekin út, áður en herafli þeirra er útrýmt.
Ísraelmenn græða ekkert á því að eyða herstöðvar í Íran, það espir bara Írana upp. Ef hlustað er grannt á ísraelska fjölmiðla segja þeir að þetta sé sögulegt tækifæri til að taka út kjarnorku vopna framleiðslu Írana. Þeir síðarnefndu er líklega komnir með kjarnorkusprengjur en þeir þurfa að festa þær á eldflaugar sem þeir eiga reyndar nóg af. Óstaðfestar heimildir eru um kjarnorkuvopna sprengu tilraun fyrir nokkrum misserum. Það er nú eða aldrei fyrir Ísraelmenn en hvað það þýðir fyrir okkur hin og heimsfriðinn, það er annað mál að pæla í.
Bloggar | 15.10.2024 | 19:22 (breytt kl. 19:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Landsyfirréttur Íslands var æðsti dómstóll sem settur var á laggirnar árið 1800 á Íslandi í kjölfar þess að Alþingi var lagt niður sem löggjafar- og dómstóll árið 1798. Hann markaði merka þróun í íslenskum lögum og rétti og varð æðsti áfrýjunardómstóll landsins. Dómstóllinn var hluti af stærri umbótum sem dansk yfirvöld höfðu frumkvæði að til að nútímavæða réttarkerfi Íslands og hafði lögsögu yfir bæði einkamálum og sakamálum.
Sögulegur bakgrunnur og stofnun
Fyrir stofnun Landsyfirréttar hafði Ísland langa hefð fyrir því að leysa ágreiningsmál fyrir milligöngu Alþingis, sem hafði löggjafar- og dómsvald. En undir lok 18. aldar reyndu danskir ​​ráðamenn að miðstýra og endurbæta íslenskar stofnanir. Árið 1798 var dómarastarf Alþingis lagt niður og í staðinn varð Landsyfirréttur til í Reykjavík árið 1800.
Í dómstólnum voru þrír dómarar, þar af einn forseti. Dómarar þessir voru skipaðir af Danakonungi og hafði rétturinn vald til að taka áfrýjun frá lægri dómstólum, svo sem sýslumönnum og héraðsdómum.
Virkni og mikilvægi
Landsyfirréttur starfaði undir danskri stjórn og sá um meðferð lögfræðimála víðsvegar um Ísland. Með því var innleitt staðlaðara réttarferli þar sem íslensk lög voru samræmd dönskum réttarvenjum samtímans.
Dómstóllinn gegndi mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi, ekki aðeins sem dómstóll heldur einnig sem miðstöð laga- og stjórnmálavalds. Margir af áhrifamestu mönnum landsins, eins og Jón Sigurðsson og aðrir talsmenn sjálfstæðismanna, komu að réttarmálum tengdum dómstólnum meðan hann starfaði.
Afnám og arfleifð
Landsyfirréttur starfaði í tæpa öld áður en nútímalegra dómskerfi tók við. Árið 1919 var settur Hæstiréttur Íslands sem tók við hlutverki æðsta dómstóls landsins.
Afnám Landsyfirréttar og stofnun Hæstirétta markaði skref í átt að auknu sjálfræði og að lokum sjálfstæði Íslands frá Danmörku árið 1944. Í dag er Landsyfirréttar minnst sem mikilvægs áfanga í þróun íslenskra laga, sem brúar miðalda Alþingi og nútíma dómskerfi.
Bloggar | 14.10.2024 | 10:19 (breytt kl. 10:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikill farsi er í gangi á Alþingi þessa dagana. Stjórnmálamennirnir sem ætluðu að sitja rólegir fram á næsta vor, í góðri innivinnu ásamt öllum fríðindunum sem fylgir þingmennskunni, vöknuðu upp við vondan draum nú í haust er þeir loksins mættu til vinnu eftir margra mánaða sumarfrí. Þjóðin er búin að segja þeim til syndana í skoðanakönnunum og segja að kúrsinn sé rangur.
Þriggja flokka hjónaband gengur ekki upp líkt og í raunveruleikanum hjá fólki. Arfa vitlaus stefna stjórnmálaelítunar í mörgum málaflokkum gengur ekki upp, svo sem í útlendingamálum, orkumálum, samgöngumálum og fleiri málum. Ætlunin var að aðlaga raunveruleikanum að hugmyndafræðinni en hann lifir sínu lífi og tekur ekki mark á ranghugmyndir stjórnmála vitringanna.
Nú hefur það ótrúlega gerst en fimmti hver kjósandi segist ætla að kjósa Miðflokkinn. Sá flokkur segist stunda raunsæis pólitík frekar en einhver flokkur sem eltir einhverja hugmyndafræði sem gengur ekki upp. Það var Helmut Smith sem fann upp hugtakið "Real politik" í Vestur-Þýskalandi er hann sagði að Vestur-Þjóðverjar verði að lífa í raunveruleikanum og stunda sína pólitík eftir því. Raunsæisstefna var tekin upp gangvart Sovétríkin og viðskiptin blómstruðu fyrir vikið og landið varð efnahagsveldi.
Annar flokkur virðist líka vera jarðtengdur en það er Flokkur fólksins. En aðrir flokkar geta bara ekki séð raunveruleikann eða fylgt eftir sína eigin sannfæringu. Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn t.d. að ná fyrra fylgi ef hann stendur ekki í fæturnar eins og sjá mátti í málinu með drenginn sem fékk hæli í skjóli nætur, þrátt fyrir að kerfið hafi úrskurðað annað? Það dugar ekki að tuldra bænina, ef engin er trúin.
Og þegar málstaðurinn er vondur, er ekki farið í boltann, heldur manninn. Friðjón skýtur hart á Sigmund Sú grímulausa útlendingaandúð sem hann sýnir okkur nú er ógeðfelld, en kannski bara hans rétta eðli Góða fólkið er greinilega í öllum flokkum og er alltaf tilbúið að fara í vasa skattborgaranna eftir meira fé. Raunsæisfólkið segir sem er, vasarnir eru tómir og við getum ekki alið allt flökkufólk sem hingað kemur og vill komast á ríkisspenann.
Minni spámenn eru sendir af örkinni til að herja á andstæðinginn. Nú er Sigmundur Davið sakaður um útlendingahatur. En þá verður Friðjón að saka einnig 19% kjósenda um útlendingahatur sem styður flokkinn. Ekkert er rætt um að opin landamæri eru að sliga alla innviði landsins. Skólar landsins ráða ekki við að aðlaga útlenska nemendur að skólakerfinu og kenna þeim íslensku. Heilsugæslan er sprungin og getur ekki tekið við alla útlendingana sem streyma inn í landið þúsunda talið árlega. Sjá má þetta á læknavaktinni, þegar aumingja fólkið leitar þangað sem hefur ekki önnur hús að venda, en hún er ávallt yfirfull. Bráðamóttakan stendur ekki undir nafni og fólk þarf að bíða í hálfan sólarhring eftir þjónustu sem á reyndar að vera bráðaþjónusta og varðar líf og dauða. Og fólk þarf að aka á holóttum vegum á leið á sjúkrahús enda ekki til peningar til að laga vegina. Allt er þetta einkenni þriðja heims ríkis, ekki velmegunarríkis.
Gamla fólkið má éta það sem úti frýs í bókstaflegri merkingu. Samkvæmt fréttum bíða örvasa gamalmenni á Landsspítalanum eftir vist á elliheimili og talan er alltaf sú sama, ár eftir ár, um hundrað manns eru fastir á sjúkrahúsinu og taka dýrmæta starfskrafta frá sjúklingum. Ekki er byggt nóg af húsnæði fyrir gamla fólkið. En það er ekkert mál að koma 400 hælisleitendur fyrir í JL húsinu. Málið er reddað fljótar en hendi er veifað. Unga fólkið fast heima, því ekki er til húsnæði fyrir það. Þetta sér venjulegt fólk, Jón og Gunna, sem er búið að fá nóg. Það lætur ekki forréttindastéttar fólk sem fæðist með silfurskeið í munni, ekki hræða sig lengur og kýs þann flokk sem það heldur að lagi ástandið.
Ekki mun VG laga ástandið, eða Sjálfstæðisflokkurinn eða hinn ósýnilegi flokkur, Framsókn, sem er bara þarna og gerir ekki neitt. Ösku VG verður dreift á öskuhauga sögunnar fljótlega, spurningin er bara hvenær. Sjálfstæðisflokkurinn fær sitt kærkomna frí og finnur vonandi ræturnar fyrir hundrað ára afmælið 2027. Framsókn verður kippt í ríkisstjórn í algjöri neyð, ef stjórnarkapallinn spilast þannig. Íslendingar eru í tilvistakreppu.
Bloggar | 13.10.2024 | 10:56 (breytt kl. 13:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú eru kennarar að fara í skæru verkföll. Athyglisverð taktík sem er í gangi sem tíminn verður að leiða í ljós hvort beri árangur.
En spurningin er hverjum er að kenna hvernig íslenskum börnum gengur í lærdómi sínum? Í raun er ekki hægt að hengja einn aðila og segja hann vera sekan. Margt sem spilar inn í. Fyrst og fremst er um að ræða breytt þjóðfélag. Tæknibreytingar hafa leitt til þess að börn lesi síður heima og eru frekar föst í snjalltækjum þar sem allt umhverfið er á ensku. Engin æfing í íslensku þar og það heyrist á máli barnanna. Þar með er bókalestur lúxus og sjaldgæft fyrirbrigði. Líklega lesa börnin meira í skólanum svo í kallaðan yndislestur en heima við.
Foreldrarnir hafa afhent uppeldið að miklu leyti til skólanna og ætlast til að þeir séu uppalendur enda þeir fastir í vinnu og heimilisstörfum megnin hluta dagsins. Lítill tími fyrir gæða stundir og eða lestur.
Svo er það að stór hluti nemenda er af erlendum uppruna, sem annað hvort eiga foreldra sem eru erlendir eða af erlendum uppruna. Íslensku kunnáttan verður fyrir vikið lítil og oft kunna börnin betri íslensku en foreldrarnir. Er ekki sagt að íslensku nám hefjist á fyrsta aldurs ári? Þegar svona stór hópur sem hefur engan bakgrunn í íslensku, birtist þetta óhjákvæmilega í almennum námsárangri í íslensku og í raun öllum öðrum kennslugreinum, því þær byggja allar á íslenskunni. Líka stærðfræðin. Enginn sem ræðir þessa ástæðu opinberlega.
Svo er það spurningin um kerfið eða kennarann....hver ber meiri ábyrgð á ástandinu? Svarið er einfalt, kerfið. Af hverju? Jú, síðan opnum skóla var komið á og grunnskólinn færður í hendur sveitafélaga, hefur skort fjármagn og mannskap.
Aldrei, og þá meinar bloggritari aldrei hefur fjármagn verið tryggt til þess að stoðþjónustan (sérkennarar og þroskaþjálfarar og aðrir sérfræðingar eins og atferlisfræðingar) sé næg í skólakerfinu. Í bekkinum er allt litróf mannlífs sett undir sama hatt, þótt allir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Kennarinn, án aðstoðar, er látinn sinna 20+ nemendum og það sjá allir sem kunna að leggja saman, að hann nær ekki að sinna öllum í 40 mínútna kennslustund. Ekki möguleiki. Þarna sitja eftir nemendur sem þurfa mikla athygli og stuðning. Bæði þeir nemendur sem teljast slakir námslega séð en einnig þeir sem eru afburðar námsmenn (þeir fá aldrei athygli né námsefni við hæfi).
Úr þessu kemur miðjumoð þar sem engum er þjónað er kennsludegi er lokið. Þeir foreldrar sem fylgjast grant með námi barna sinna ná að fylla í skarðið þar sem kerfið bregst. Allir eru af vilja gerðir, kennarinn og foreldarnir en ekki kerfið sem segir, við eigum ekki til fjármagn....
Talandi um kennarann, þá er hann ekki betur settur en úttaugaður hjúkrunarfræðingurinn sem hleypur stöðugt hraðar til að uppfylla allar skyldur. Kennarinn er ekki bara kennari, hann er uppalandi, hann er ráðgjafi (fyrir foreldra), hann þarf stöðugt að vinna í teymisvinnu, með öðrum kennurum, skólastjórnendum og foreldrum. Hann þarf stöðugt að upplýsa alla í kringum sig hvernig gengur með nemandann eða bekkinn.
Kennarinn er allt í senn, verkefnastjóri en gríðarleg skipulagning er krafist af honum og hver mínúta skipulögð. Hann er líka mannauðsstjóri en hann er leiðtogi bekkjarins og tengir saman nemendur innbyrðis, bekkinn í heild sinni og er milliliður skólans við foreldra. Hann er líka sérfræðingur í kennsluefninu sem hann kennir, vei honum ef hann veit ekki hvað hann er að kenna. Kennarinn tekur með sér starfið heim enda eltir tölvupósturinn hann heim.
Nú standa kennarar í kjarabaráttu og vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þeir vilja styttingu vinnutímans en fá eins og hundurinn sem snýkir mat af kapitalistanum, skottið af sjálfum sér sem sá síðarnefndi sker af honum. Ekkert bitstætt og engin raunveruleg stytting skólaárs eða skyldu. Aðeins er skorið af undirbúningstíma, sem er bráðnauðsynlegur fyrir faglegt starf.
Skóladagurinn, skólavikan, skólaönnin og skólaárið er það sama fyrir kennarann. Kennarastéttin var það skyni skroppin að semja af sér sumarfríið 2006 um tvær vikur, skólaárið lengt sem því nemur en launahækkunin sem kennarar fengu hvarf á einu ári í verðbólgu.
Það er næsta furða að enn veljast frábært fólk, sem nú er hámenntað og með meistaragráðu í faginu, til starfa í skólum landsins. Á herðum þeirra hvílir sú ákvörðun hvort hér þróast hátækni samfélag eða þriðja flokks ríki. Þetta er í höndum stjórnvalda sem verða að girða sig í brók, ekki bara varðandi menntakerfið, heldur einnig heilbrigðiskerfið, sem er efni í aðra langa grein.
Bloggar | 11.10.2024 | 18:42 (breytt 12.10.2024 kl. 09:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ekki nóg með það, heldur brjóta tveir fremstu forvígismenn flokksins stjórnsýsluhefðir, ef ekki lög með gjörðum sínum.
Er til dæmis eðlilegt að ráðherra hringi í lögreglustjóra með sértækt mál um miðja nótt sem ríkisstofnun er búin að úrskurða um en ráðherrann vill fá betri útkomu? Eða núverandi formaður er illa við ákveðinn atvinnurekstur og kippir fótum undan fyrirtæki í rekstri á elleftu stundu?
Svona ákvaðanir kallast á mannamáli geðþótta ákvarðanir og þessir ráðherrar halda heilli ríkisstjórn í gíslingu. Það er engin furða að fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum þegar enginn ráðherra flokksins er með bein í nefinu eða getur staðið í ístað eða rekur upp stunu þegar traðgað er á þeim. Þingmenn Miðflokksins þurfa að verja Sjálfsstæðismenn, þegar hinir síðarnefndu bera ekki einu sinni hönd fyrir höfuð.
Hvernig á maður að kalla svona stjórnmál? Frekju stjórnun?
Bloggar | 10.10.2024 | 18:00 (breytt kl. 18:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er að komast skýrari mynd á átökin og hvert þau stefna. Svona stefna þau líklega. Ísraelar loka og taka yfir landamæri Gaza við Egyptaland og koma þannig í veg fyrir frekari smygl á vopnum til svæðisins.
Ef mið er tekið af Líbanon stríðinu 1982, linna þeir ekki látum fyrr en Hezbollah er svipt völdum. Þannig var það með PLO, hersveitir þeirra voru reknar úr landi og fullur sigur í höfn.
Varðandi Íran, þá sjá Ísraelar (búnir að bíða lengi eftir tækifæri) til að ráðast á kjarnorku framleiðslu stöðvar þeirra. Valið er á milli þess að taka út kjarnorkugetu Írans eða olíu framleiðslu þeirra en 50% af útflutningi þeirra er olía og gas.
Þessi leið mun leiða til olíuskorts og átök við nágrannaríki og því ekki líkleg. En þeir verða að taka út kjarnorkuvopna framleiðslu Írana, annars hangir sú hætta stöðugt yfir. Svo munu þeir halda áfram að drepa háttsetta leiðtoga innan Írans og hjálpa andspyrnuhreyfingar ásamt CIA að velta ríkisstjórninni úr sessi.
Bloggar | 9.10.2024 | 08:52 (breytt kl. 09:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrsta skref sjúklings inn í heilbrigðisþjónustuna er í gegnum heilsugæsluna eða bráðamóttökuna. Ástandið er ekki gott á heilsugæslunni, þótt það sé ekki eins slæmt og hjá bráðamóttöku Landspítalans. Það er skortur á heimilislæknum en sagt er að ástandið eigi eftir að batna vegna þess hversu margir eru í námi. Svo er annað mál hvort þeir skili sér í starfið.
Mörg mál er varðar slæma aðkomu sjúklinga að bráðamóttökunni hafa ratað í blöðin/fjölmiðla. Þau eru bara toppurinn á ísjakanum. Þegar bloggritari hefur komið þangað inn, er undantekningalaust bið upp á margar klukkustundir eftir þjónustu. Á meðan þarf fólk að hírast á hörðum stólum, sumt mjög kvalið. Sumir lognast út af.
Svo þegar komið er inn af biðstofunni sem nóta bene er á annarri hæð og á fyrstu hæð, tekur við bráðastofur, yfirfullar og fólk á ganginum. Sem betur fer tekur ferlið aðeins skemmri tíma þegar hér er komið. Það er sem sagt plássleysi en það vantar líka mannskap sem er verra.
En varðandi plássið þá er hægt að redda því á skömmum tíma, ef vilji er fyrir hendi. Það er að koma upp bráðabirgðasjúkrahúsi (færanlegu) fyrir utan bráðamóttökuna í Fossvogi. Nóg er plássið þarna fyrir utan. Við Íslendingar keyptum og gáfum Úkraínumönnum slíkt sjúkrahús, sem er hið besta mál og hefðum mátt hafa þau þrjú (í staðinn fyrir vopnasendingar þangað). Kíkjum aðeins á fréttina um þetta sjúkrahús.
Íslendingar senda færanlegt neyðarsjúkrahús til Úkraínu
"Fram kemur að húsnæðið samanstandi af tíu gámaeiningum sem myndi fullbúið sjúkrahús sem hægt sé að reka sjálfstætt og án stuðnings svo dögum skiptir.
Hægt er að haga uppröðun eininganna eftir þörfum á hverjum tíma og tengja við önnur sjúkrahús sömu gerðar. Þar er m.a. að finna fullbúnar skurðstofur, gjörgæslurými, móttöku- og greiningarrými, stoðeiningar með rafstöð, súrefnispressu, sótthreinsiaðstöðu salernis- og bað- og þvottaaðstöðu auk sérhæfðra geymslurýma, segir í tilkynningunni.
Í tilkynningunni segir að afkastageta sjúkrahússins sé veruleg, legupláss fyrir fjörutíu sjúklinga hverju sinni og hægt að sinna 240 sjúklingum á sólarhring sem og allt að 24 alvarlega slösuðum."
Sem sagt, þetta bráðabirgðarsjúkrahús er með betri þjónustu en bráðamóttakan. Og hvað kostar svona bráðabirgðasjúkrahús? 1,1 milljarð króna. Það væri hægt að hafa þetta sjúkrahús á meðan beðið er eftir nýja Landspítalanum. Eins og ástandið er í dag, er þetta til skammar fyrir velferðarþjóðfélag sem við segjumst tilheyra.
Tek það skýrt fram að starfsfólkið er skórkostlegt. Ábyrgðin er stjórnvalda.
Bloggar | 7.10.2024 | 10:21 (breytt kl. 20:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dómkirkjan í Skálholti var miðstöð kirkjulegs valds og menningar á Íslandi í margar aldir og á sér merkilega sögu. Hún var fyrsta biskupssetrið á Íslandi, stofnuð árið 1056, og Skálholt varð þar með miðstöð íslenskrar kristni allt til ársins 1796 þegar biskupsstóllinn var fluttur til Reykjavíkur.
Brennan 1308 er ein af áföllunum sem dómkirkjan og staðurinn urðu fyrir. Árið 1308 brann dómkirkjan til grunna, sem var mikið högg fyrir staðinn, bæði andlega og efnahagslega. Eldsvoðar voru almennt tíðir í þessum byggingum vegna þess að kirkjurnar voru úr viði. Dómkirkjan var endurreist í kjölfar brunans með stuðningi frá erlendum aðilum og íslenskum bændum. Þetta var ítrekað gert í gegnum næstu aldir.
Saga dómkirkjunnar er ítrekað brennimerkt stórum skakkaföllum og endurreisnum. Þessi eldsvoði árið 1308 var ekki eini bruninn sem Skálholtsdómkirkjan varð fyrir. Kirkjan brann einnig árin 1527 og 1650.
Í kjölfarið voru alltaf gerðar viðamiklar endurreisnir, og oft var kirkjan reist í stærri og glæsilegri stíl. Í gegnum aldirnar voru tíðar átök og efnahagslegar þrengingar, sem gerðu erfitt fyrir að viðhalda og endurreisa kirkjuna í Skálholti. Sérstaklega má nefna áhrif siðaskiptanna á 16. öld, þegar kaþólsk trúarbrögð voru lögð af og eignir kirkjunnar voru teknar af henni.
Á meðan kaþólska kirkjan var ríkjandi á Íslandi, voru biskupar í Skálholti mikilvægir valdamenn. Á 16. öld, í tengslum við siðaskiptin, var Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn, hálshöggvinn, og það markaði endalok kaþólskrar kirkjuvaldsins í Skálholti.
En það var ekki nóg með að kirkjan brann, heldur drappaðist hún reglulega niður, enda byggð úr timbri. Sagt er að Hóla dómkirkja og Skálholts dómkirkja hafi verið stærstu timburbyggingar í Evrópu á sínum tíma. En það fór saman í hönd þegar kaþólski siður drappaðist niður, þá drappaðist dómkirkjubyggingin einnig.
Dómkirkjan í Skálholti tók verulega að drabbast niður í valdatíð Ögmundar Pálssonar, sem var biskup í Skálholti árin 15211540. Hann var síðasti kaþólski biskupinn fyrir siðaskiptin, og hans valdatíð var mikil breytingatími fyrir kirkjuna í Skálholti.
Eitt af helstu vandamálunum sem hann stóð frammi fyrir var að dómkirkjan í Skálholti var orðin mjög illa farin og jafnvel fúin. Byggingin hafði fengið lítinn viðhald um lengri tíma og þörf var á viðamiklum endurbótum. Ögmundur Pálsson tók málið í sínar hendur og stóð fyrir því að endurreisa kirkjuna. Þetta var mikilvægur þáttur í biskupstíð hans, og hann lagði mikla áherslu á að endurnýja kirkjuna til þess að viðhalda glæsileika hennar sem miðstöð kirkjunnar valds á Íslandi.
Þrátt fyrir að dómkirkjan hafi verið endurreist á tímum Ögmundar, lifði hann siðaskiptin ekki af sem biskup. Hann var neyddur til að afsala sér embætti árið 1540 þegar Danakonungur og lúthersk áhrif tóku yfir stjórn kirkjunnar á Íslandi. Eftir þetta varð mikil breyting á valdi kirkjunnar í Skálholti.
Siðaskiptin og lúterskir biskupar (16. öld)
Siðaskiptin hófust á Íslandi árið 1541 þegar Ögmundur Pálsson var neyddur til að afsala sér embætti. Fyrsti lúterski biskupinn í Skálholti var Gissur Einarsson, sem tók við eftir að kaþólska kirkjan missti yfirráð yfir biskupsdæminu. Eftir siðaskiptin urðu verulegar breytingar á trúarlegu og kirkjulegu lífi í Skálholti, þar sem kirkjan var nú lútersk og tengd nýjum siðum.
Þrátt fyrir þessi trúarlegu umskipti varð áfram nauðsynlegt að viðhalda dómkirkjunni í Skálholti. Það voru síendurteknar viðgerðir og endurbyggingar á kirkjunni á þessum tíma, enda þurfti staðurinn áfram að þjóna sem miðstöð kirkjuvaldsins á Íslandi.
Brennur og endurreisnir (17. öld)
Árið 1650 brann dómkirkjan aftur til grunna. Brynjólfur Sveinsson, sem þá var biskup í Skálholti, hafði mikið vald og áhrif. Hann var vel menntaður og virtur á alþjóðavettvangi. Eftir brunann lét hann endurreisa kirkjuna í stærri og glæsilegri mynd. Hann var einnig ötull safnari forna handrita og stuðlaði að menningarlegu framlagi Skálholts.
Brynjólfur Sveinsson lét smíða nýja kirkju, og sú bygging stóð í um 50 ár. Kirkjan, sem hann lét byggja, var reist úr timbri og var ein af stærstu kirkjum á Íslandi á þeim tíma.
Endurbygging Jóns Vidalíns (18. öld)
Á fyrri hluta 18. aldar varð dómkirkjan aftur mjög illa farin. Jón Vidalín, sem var biskup á árunum 16981720, tók að sér að endurreisa hana á ný, en sú bygging entist þó ekki lengi. Kirkjan var endurbætt á meðan Jón biskup var í embætti og var þá gerð úr timbri eins og fyrri kirkjur.
Skálholt fékk einnig á sig miklar skemmdir í jarðskjálftum sem urðu í Bárðarbungu eldstöðinni árið 1784, sem skemmdi bygginguna verulega.
Lok dómkirkjunnar sem biskupsstóll (1796)
Árið 1784 varð einnig mikil náttúruhamför þegar Skaftáreldar brunnu og sendu efnahagslegt högg á landið. Skálholt varð fyrir miklum efnahagslegum þrengingum, og viðhald kirkjunnar fór versnandi. Þetta ásamt stöðugum náttúruhamförum og efnahagsþrengingum gerði það að verkum að staðurinn hafði ekki lengur burði til að halda áfram sem biskupssetur.
Árið 1796 var biskupsstóllinn fluttur til Reykjavíkur, og þar með lauk hlutverki Skálholts sem kirkjulegrar miðstöðvar. Skálholtsdómkirkja hætti þar með að vera formleg dómkirkja, þó að hún hafi haldið mikilvægu hlutverki í kirkjulegu lífi landsins.
Niðurbrot dómkirkjunnar (19. öld)
Eftir að biskupsstóllinn var fluttur til Reykjavíkur, tók Skálholtsstaðurinn að hrörna. Gamla dómkirkjan í Skálholti endaði á vera illa farin ogs sumar þeirra var jafnvel leyft að rotna niður án þess að þær væru endurbyggðar. Í lok 19. aldar var kirkjan í Skálholti að mestu horfin, og lítið var eftir af hinni fyrri dýrð.
Hér kemur listi yfir kirkjubyggingarnar í Skálholti (heimild: Kirkjurnar í Skálholti )
Gissurarkirkja hvíta 1000 1082
,,Gizur hvíti lét gjöra hina fyrstu kirkju í Skálholti" segir í Hungurvöku. Sú kirkja varð dómkirkja Íslendinga um leið og Ísleifur sonur Gissurar varð biskup 1056. Þessi fyrsta kirkja í Skálholti hefur sennilega risið skömmu eftir kristnitökuna árið 1000 og verið lítil, jarðgrafin timburkirkja. Kirkjan hefur líklega orðið 80 ára gömul.
Gissurarkirkja biskups 1082 - 1153
Gissur Ísleifsson var afabarn Gissurar hvíta. Hann tók við sem biskup af föður sínum Ísleifi Gissurarsyni. Í Hungurvöku segir: Gizur biskup sonur Ísleifs reisti nýja kirkju ,,þrítuga (60 m) að lengd og vígði Pétri postula. Gizur lagði dómkirkjunni Skálholts land til ævarandi biskupsseturs og kvað svo á, að þar skyldi ávallt biskupsstóll vera meðan Island er byggt og kristni má haldast. Kirkja Gissurar stóð í um hálfa öld en Magnús Einarsson biskup á að hafa endurbætt hana og stækkað töluvert. Kirkjan stóð til ársins 1153.
Klængskirkja 1153 -1309
Klængskirkja var stærst kirkna í Skálholti en
Klængur biskup Þorsteinsson (1152-76) lét reisa hana af grunni. Í Hungurvöku segir; ,,A tveim skipum komu út stórviðir þeir, er Klængur lét höggva í Noregi til kirkju þeirrar, er hann lét gjöra í Skálholti, er að öllu var vönduð fram yfir hvert hús annað, þeirra, er á Íslandi voru gjör, bæði að viðum og smíði." Kirkjan var helguð Pétri postula eins og fyrri kirkja og var hún vígð 15. júní 1153.
Þessari kirkju þjónaði Þorlákur helgi Þorláksson á árunum 1178-93, en Þorlákur færði kirkjunni glerglugga sem settur var upp í kirkjunni. Klængskirkja brann 1309 þegar eldingu laust í stöpulinn.
Árnakirkja 1310-1527
Árni Helgason biskup (1309-20) lét byggja nýja kirkju, vígð 1311. Fé hafði verið safnað um allt land til byggingar hennar. Þessi kirkja brann í tíð Ögmundar Pálssonar, síðast kaþólska biskupsins í Skálholti, var það árið 1526. Ögmundur hófst þegar handa um aðdrætti til nýrrar kirkju. Gáfu margir menn, lærðir og leikir, mikið fé til kirkjunnar. Þótti hin nýja dómkirkja vegleg og tilkomumikil, þegar hún var komin upp. Síðan hefur kirkja ekki brunnið í Skálholti. Árnakirkja brann sumarið 1526/27 að talið er eftir að klerkur hafði farið óvarlega með glóðarkerti.
Ögmundarkirkja 1527 - 1567
Árnakirkja brann á biskupstíma Ögmundar Pálssonar en fyrsta verk hans eftir brunann var að láta reisa bráðabirgðaskýli yfir messuhald. Var það nefnt Búðin eða Kapellan en var síðar nefnt Þorláksbúð.
Talið er að sumarið eftir brunann hafi skip verið send til Noregs, nánar tiltekið til Björgvinjar, þar sem staðurinn átti skóga. Þar var sótt meira efni og var það sent í birgðageymslu Skálholts á Eyrarbakka. Þaðan var viðurinn fluttur af leiguliðum í Flóa, Grímsnesi, Skeiðum og Flóa heim í Skálholt. Stórtrén var dregin af nautum líkt og var í tíð Brynjólfs Sveinssonar. Ögmundarkirkja er talin hafa verið svipuð um stærð og gerð og Gíslakirkja.
Smíði kirkjunnar var síðasta stórvirki miðalda í byggingarlist, og ber dugnaði Ögmundar biskups Pálssonar gott vitni. Flest bendir til að miðaldakirkjurnar hafi verið stærstu kirkjurnar sem nokkru sinni hafi verið byggðar. Talið er að kirkjan hafi verið stærst af tréhúsum á Norðurlöndum
Talið er að bygging kirkjunnar hafi kostað 2784 kýrverð og var Ögmundur biskup skuldum vafinn er hann féll frá.
Gíslakirkja 1567 - 1650
Af Gíslakirkju eru engar úttektir til, engar myndir eða byggingarleifar, aðeins nokkur orð á stangli um tilurð hennar og byggingartíma. Grunnur sá sem grafinn var upp í Skálholti 1954 var ekki undan Ögmundarkirkju heldur Gíslakirkju.
Brynjólfskirkja 1650 - 1802
Þegar Brynjólfur Sveinsson Biskup tók við Skálholtsstað og stóli árið 1639, var staður og kirkja í hrörlegu ástandi en hann uppbyggði hvort tveggja stórmannlega og sterklega með miklum kostnaði.
Jón Halldórsson prófastur lýsti byggingu kirkjunnar svo:
"Fékk og tilflutti ekki einasta þá bestu rekaviðu, sem hann kunni að fá, heldur og einnig bestillti hann utanlands frá mikla viðu, svo annó 1646 kom hið síðara Eyrarbakkaskip nærri fullt með grenivið frá Gullandi sem kostaði yfir 300 ríxdali og hann ætlaði til kirkjubyggingarinnar. Hann fékk til kirkjusmíðsins hina bestu og röskustu smiði til að saga, höggva og telgja viðuna. Voru þeir stundum 30 eða fleiri, suma til að smíða úr 60 vættum járns, sem hann lagði til hákirkjunnar í gadda, reksaum og hespur. Ekki hefur nú á síðari tímum rambyggilegra hús og af betri kostum verið gert af tré hér á landi en sú Skálholtskirkja"
​Þessi vandaða og veglega kirkja stóð af sér landskjálftana 1784, sem lagði öll önnur hús staðarins í rústir. Að stofni til stóð Brynjólfskirkja allt til ársins 1850, þá orðin 200 ára. þrátt fyrir slægtlegt viðhald á stundum.
Valgerðarkirkja 1802 - 1851
Árið 1775 var Skálholtsstóll og - skóli lagður niður með konungsbréfi. Skálholtskirkja varð nú útkirkja, fyrst frá Torfastöðum í Biskupstungum og síðar frá Ólafsvöllum á Skeiðum og enn síðar frá Torfastöðum aftur.
Í fyrrnefndu konungsbréfi var fyrirskipað að selja stólseignirnar hæstbjóðanda, og keypti Hannes biskup Finnsson Skálholt með öllum gögnum þess og gæðum og þar með talin dómkirkjan gamla. Eftir lát Hannesar 1796, bjó ekkja hans frú Valgerður Jónsdóttir áfram í Skálholti. Á árunum 1802 - 04 lét hún gera kirkjuna upp, "bæði af gömlum viðum úr hinni fornu dómkirkju og nýjum" eins og komist er að orði prófast vísitasíu frá 1805. Hinir nýju viðir voru 150 borð sem þakið var bætt með. Viðgerðir virðist að öðru leyfi hafa verið fólgin í því að rjúfa útbrot og turn. Við það breytti kirkjan um útlit en virðist þó hafa haldið reisn sinni, ef dæma skal af þeirri einu mynd, sem til er af henni frá þessum tíma og er er sýnd. En örlög hinnar öldu kirkju urðu ekki umflúin. Í vísitasíu biskups frá árinu 1848 er kirkjan talin svo "stórgölluð að valla er messufær í misjöfnu veðri, Eru bæði bitar og borð fúin og rifin, svo út sér, en kirkjan sjálf svo niðursokkin að stafirnir liggja undir skemmdum. Mætti þó mikið nota af stórviðum kirkjunnar, þá hún er byggð aftur."
Kirkju Brynjólfs biskups hefur vissulega ekki verið fisjað saman, og gæti vafalaust staðið enn í dag ef rækt hefið verið við hana lögð. Það er fyrst 1850 að hún verður að víkja fyrir nýrri kirkju, miklu minni, sem byggð var aðeins á hluta hins forna dómkirkjugrunns.
Sóknarkirkjan 1851 - 1963
Lítil timburkirkja var byggð á hluta hins forna kirkjugrunns Skálholts á árunum 1851-52. Árið 1862 er kirkjan komin í einkaeigu. Hún á ekkert í jörðu og engin kúgildi. Rekaítök þau öll og ítök, er hún áður hefur átt, eru nú öll frá henni seld. Árið 1910 var henni lýst sem svo: Kirkjan er fornleg orðin, krosslaus, altaristöflulaus, óvegleg að flestu og yfirleitt ekki samboðin kirkju, síst á þessum stað. Um svipað leyti lagði sóknarnefnd Skálholtskirkju til að þess að Skálholti var bjargað sem kirkjustað og að Skálholtskirkja sé endurreist og henni sýndur allur mögulegur sómi í byggingu og prestþjónustu. 40 árum síðar vék gamla sóknarkirkjan fyrir nýrri og veglegri kirkju.
Endurreisn á 20. öld (1956)
Þrátt fyrir hnignun staðarins, vaknaði áhugi á að endurreisa Skálholtsdómkirkju á ný á 20. öld. Byggð var ný kirkja á staðnum til minningar um 900 ára afmæli kristni á Íslandi árið 1956. Þessi nýja kirkja var reist í staðinn fyrir þær kirkjubyggingar sem höfðu staðið þar áður og var byggð úr steini, með mun varanlegri efnum en fyrri kirkjur.
Núverandi dómkirkja er tákn um endurvakningu Skálholts sem sögulegs miðstöðvar kristninnar á Íslandi. Hún er ekki lengur biskupssetur, en gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku menningarlífi, ekki síst sem vettvangur fyrir sögulega atburði og menningarviðburði.
Bloggar | 6.10.2024 | 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gleðitíðindi fyrir íslenska pólitík - Svandís Svavarsdóttir er nýr formaður Vinstri Grænna. Hún var ein í framboði til formanns. Landsfundur flokksins hófst í gær og lýkur á morgun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fráfarandi formaður, var kjörinn varaformaður flokksins með 145 greiddum atkvæðum.
Báðir stjórnmálamennirnir hafa reynst arfa slakir stjórnmálamenn og Svandís beinlínis andstæð íslenskum hagsmunum og íslensku atvinnulífi. Þetta er eins og vera valinn sem nýr skipstjóri á Titanic, skiptir engu máli, skipið fer samt niður.
Annar hreplekur dallur tekur við skipbrotsfólkinu, en leyfarnar af VG fólki fer þá yfir til Sósíalistaflokk Íslands, þar sem fyrrum kapitalistinn Gunnar Smári er við stjórnvölinn. Það er nefnilega þannig á Íslandi að öfga vinstri fólkið er ákveðin stærð, milli 5-10% af kjósendum og ef enginn flokkur er til fyrir það, þá býr það bara til nýjan flokk. Svona flokkur verður aldrei stór.
Svandís nýr formaður og Guðmundur varaformaður
RIP VG.
Bloggar | 5.10.2024 | 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020