Ákvörðunarfælni Íslendinga í gegnum aldir - vistarbandið

Eitt besta dæmið um ákvörðunarfælni Íslendinga er vistarbandið svonefnda. Gísli Gunnarsson prófessor í sagnfræði fjallaði um það í umdeildri sjónvarpsþáttaröð, kölluð "Þjóð í hlekkjum hugarfarsins" en margt þar var réttmæt gagnrýni, þótt íslenskt samfélag þar var málað mjög dökkum litum. En hvað er vistarband fyrir þá sem ekki vita?

Vistarbandið var lögbundin skylda sem kvað á um að allir landsmenn á Íslandi frá aldrinum 12 ára (síðar 16 ára) væru skyldugir til að vera í vist hjá húsbændum, ef þeir voru ekki sjálfstæðir bændur. Markmiðið með þessu fyrirkomulagi var að tryggja vinnuafl á býlum og koma í veg fyrir flakk og óreiðu í samfélaginu, auk þess að tryggja að bændur gætu stutt fjölskyldur sínar. Ákvæðin um vistarband voru fyrst formfest í Jónsbók frá 1281 og síðan í öðrum lögum eins og Piningsdómi frá 1490 og lögum sem byggja á Grágás, eldri lögbók Íslendinga.

Það eru enn skiptar skoðanir meðal fræðimanna hver hugsunin var á bakvið vistarbandið.  Var þetta eigingjörn hugsun stórbænda til að tryggja öruggt og ódýrt vinnuafl? Eða var þetta samtrygging, að allir eigi lögheimili, að hreppurinn komi til bjargar ef illa fer?

Í Grágás var kveðið á um að allir, nema þeir sem höfðu jarðir eða önnur verðmæti sem gætu tryggt lífsviðurværi þeirra, ættu að vera í vinnu hjá bændum. Þeir sem ekki fylgdu þessum lögum gætu átt yfir höfði sér refsingu eða fengið skipaðan húsbónda með lögum. Sjá textann úr Grágás.

„Sá maður skal vera í vist hjá húsbónda, sem ekki hefur jarðnæði eða fémæti nóg til lífsviðurværis, að hann verði í sjálfs sín forræði.“

Nú verðum við að muna að á Íslandi var stundaður sjálfsþurftarbúskapur og hungurvofan sveif ávallt yfir þessa frumstæða hagkerfi. Einhver samtrygging varð að vera til staðar. Tókum dæmi um hungursneyðir fram til 13. aldar áður en við lítum á samfélagslegu trygginguna gegn hungri og fátækt, hreppinn.

Ein fyrsta skráða hungursneyðin, þekkt sem Harðindin miklu og var árið 976. (var það undirrót þjóðflutnings til Grænlands?). Óvissir tímar einkenndu landið, og meðal annars er talið að veður hafi haft mikil áhrif á lífskjör og framleiðslu.

Hungursneyðin 1180-81 var skæð. Hafís og slæmt veður skapaði mikinn matarskort, og óvenju kalt ár var um veturinn. Nokkrar heimildir benda til þess að þetta hafi leitt til dauða meðal búfénaðar og stórfelldrar fátæktar í kjölfarið.

Svo voru hungursneyðir á Sturlungaöld. Á þessari öld var Ísland ekki aðeins að glíma við pólitískt óstöðugleika, heldur einnig endurtekin harðindi. Sérstaklega eru hungursneyðir skráðar á árunum 1250, 1270 og aftur á árunum 1295-1298. Á þessum árum varð mikið mannfall vegna hungurs og sjúkdóma sem breiddust út í kjölfar matarskortsins.  Það er því ekki furða að Íslendingar vildu hafa einhverja trygging gegn því að svelta í hel án þess að samfélagið bregðist við.

Hreppir urðu til á Íslandi snemma á 11. öld, þegar þeir voru formlega skipulagðir sem stjórnsýslueiningar í kjölfar aukinnar byggðar og þörf fyrir skipulagt félagslegt kerfi. Eflaust var það á ábyrgð höfðingjans/goðans/landnámshöfðingjann að tryggja frið og útdeilingu gæða. 

Meðal hlutverk hreppanna var að annast fátækraframfærslu, sinna samskiptum innan samfélagsins og halda uppi lögum og reglu á staðnum.

Í upphafi var hlutverk hreppanna nokkuð bundið við samfélagslegt eftirlit og fátækraframfærslu en með tíð og tíma jókst mikilvægi þeirra. Á miðöldum var hverjum hreppi skylt að tryggja fátækum lífsviðurværi með stuðningi sveitarinnar, og hreppsstjórn var ábyrga fyrir dreifingu bjargargagna og skattheimtu fyrir svæðið. Með skipulagi hreppa varð samfélagið skýrara afmarkað í smærri einingar, og það stuðlaði að meiri samheldni innan samfélaga.

Vísbending um að vistarbandið hafi alveg verið hugsað sem trygging en ekki aðgangur að ódýru vinnuafli er að í Jónsbók frá 1281 var ákvæði Grágásar á ný staðfest og útvíkkað með skýrari ákvæðum um skyldu bænda til að taka á móti vistarlausum og tryggja öllum lífsviðurværi.

En svo bregður við nýjan tón á 15. öld. Svarti dauði gekk yfir landið 1402-1404.  Enginn veit hversu mikið af fólki lést í þessari farsótt en heyrst hefur talan allt að 50%, jafnvel meira. Samfélagslegar afleiðingar var stórkostlegar og mikill vinnaflsskortur varð í landinu.  Þá verður vistarbandið að helsi. Kíkjum á lögin frá 15. öld um vistarbandið.

Alþingi samþykkir árið 1404 lög um vistarbandið. Jónsbók segir:

„Allir þeir, sem ekki eiga jörð eða eignir til að framfæra sig sjálfir, skulu vera í vist hjá húsbónda, og sá sem er vistarlaus og flakkandi skal látinn sæta refsingu.“

Nú er hótað öllu illu ef menn færu ekki í vist hjá bændum. Nú átti að tryggja vinnuafl með góðu eða illu. Ekki batnaði staðan hjá bændum er Englendingar hófu siglingar til Íslands 1412 og kepptu um vinnuaflið við íslenska höfðingja. Hinn fátæki almúgamaður gat í fyrsta sinn yfirgefið landið í leit að betra lífi ef illa var farið með hann og það gerðu margir Íslendingar eins og sjá má af búsetuskráningum þeirra í Englandi. Enn verstnaði staða stórbokka á Íslandi þegar Hansakaupmenn hófu einnig siglingar til Íslands á seinni helmingi 15. aldar. Þá varð höfðingjum nóg boðið og úr urðu umdeild lög, Piningsdómurinn. 

Í Piningsdómi frá 1490 voru refsingar fyrir brot á vistarbandinu harðari. Þeir sem höfðu ekki húsbónda eða störfuðu í vist gátu átt á hættu að verða reknir úr landi eða teknir í fangelsi. Erlendum mönnum var bönnuð veturseta og stóð það ákvæði allt til loka 18. aldar. Tryggja átti lög gegn erlendri samkeppni um íslenskt vinnuafl.

Með þessu var það staðfest að vistarbandið var ekki lengur samtrygging gegn fátækt og hungur, heldur leið til að tryggja aðgang að vinnuafli. Svona var þetta næstu aldir, tvíbent sverð, til góðs eða ills fyrir almúgann. Ekki sérfyrirbrigði fyrir Ísland, danskir bændur höfðu það margir hverjir það verra. 

En svo vill gleymast að að hreppurinn var ekki einn til bjargar. Kaþólska kirkjan var drjúgri í fátækra umönnun en hreppurinn. Hér er leitað í ChatGPT og spurt um muninn á fátækrahjálp hreppsins og kaþólsku kirkjunnar:

"Kaþólska kirkjan hafði almennt meiri áhrif en hrepparnir á hjálp til fátækra og aldraðra á Íslandi á miðöldum. Kirkjan var lykilstoð samfélagsins og sinnti umfangsmikilli fátækraframfærslu með rekstri klaustra, sjúkrahúsa og öðrum velferðarstofnunum. Hún átti jarðeignir, sem notaðar voru til að framleiða mat og viðhalda fjárhagslegum styrk til að sinna fátækrahjálp og velferð þjónustu.

Munurinn á hreppnum og kirkjunni í fátækrahjálp


Hreppirnir sinntu vissulega vissri fátækraframfærslu, en hlutverk þeirra var takmarkaðra og einblíndi að mestu á að tryggja stuðning innan sveitarfélagsins og sjá til þess að enginn fátækur eða vistlaus yrði fyrir utan samfélagið. Þó hrepparnir hafi haft vissar skyldur í þessum efnum, var fjármagn þeirra takmarkað í samanburði við auð kirkjunnar og hennar víðtæku velferðarstarfsemi. Kirkjan hafði einnig þekkingu og siðfræðilegan grundvöll í trúarskyldum til að veita náungakærleika og aðstoða þá sem voru sjúkir, aldraðir eða bágstaddir, með sterkum trúarlegum rökum fyrir því.

Breytingin með siðaskiptunum 1550

Þegar siðaskiptin urðu 1550 og kaþólskur siður lagðist af, urðu miklar breytingar á þessum málum. Með því að Danakonungur eignaðist kirkjujarðir og eignir klaustra og biskupsstóla misstu þær að stærstum hluta fjárhagslegan grundvöll til að halda uppi fátækra- og sjúkraþjónustu. Lífslíkur þeirra sem voru fátækir og hjálparþurfi versnuðu verulega. Þar sem lúterska kirkjan lagði mun minni áherslu á velferðarstarfsemi en sú kaþólska, var hluti af þeirri hjálp sem áður var veitt um kaþólsku kirkjuna einfaldlega tekinn af án þess að jafngild þjónusta kæmi í staðinn.

Þó hrepparnir hafi að einhverju leyti reynt að bæta upp fyrir það sem áður hafði verið á herðum kirkjunnar, höfðu þeir takmarkaða möguleika til að mæta þörfum íbúa. Smám saman var reynt að bæta fátækralöggjöf, en raunverulegar úrbætur komu ekki fyrr en langt á 18. öld með nýrri löggjöf og aðgerðum, þegar yfirvöld í Danmörku fóru að leggja meiri áherslu á fátækrahjálp og almenningsþjónustu í samfélaginu."

Þegar hreppurinn og kaþólska kirkjan lifðu hlið við hlið, var ekki slæmt að vera fátækur á Íslandi (miðað við tímabilið) og stóð þetta tímabil hátt í 500 ár. Eins og komið hefur fram hér að ofan breyttist þetta við siðaskiptin. Ímyndin um fátæka Íslendinginn, búandi í torfkofa við ömurlegar aðstæður varð þar með til og stóð þetta tímabil í rúm 200 ár.

Vistarbandið var ekki björgunarhringur, heldur hlekkur sem batt allt samfélagið niður við moldina. Á meðan önnur lönd í Evrópu fóru í gegnum hagsældartímabil á árnýöld, borgir stækkuðu og efnahagur varð fjölbreyttari, héngu menn hér við sult og volæði. Ekki var það til heilla að valdið (og skattféð)færi úr landi og til fjarlægu Kaupmannahöfn. Á meðan svo var ekkert gert á Íslandi, engir vegir eða brýr lagðar, bókstaflega ekki neitt var gert til framfara fyrir land og þjóð.

Höfðingjarnir sem fóru út og sáu alla dýrðina í Kaupmannahöfn og allar hallirnir, hlustuðu á nýjar hugmyndir, höfðu ekki rænu á að gera eitthvað í málinu. Ákvörðunarfælnin var algjör.  Það þurfti ofurhuga til að breyta heilu samfélagi og eitt stykki móðuharðindi til að grafa bændasamfélagið niður í gröf og loks fara að nýta sjávarsíðuna og auðlindir hafsins Ísalandinu til heilla.

Hér er verið að tala um Skúla Magnússon landfótgeta.  Saga hans sýnir að einstaklingur getur breytt heilu samfélagi og mér finnst baráttan hans ekki nógu vel sómi sýndur.

Afrek Skúla: dreif Íslendinga úr eymd og volæði upp úr 1750 yfir í trú á að Íslendingar gætu séð um sín innri mál (í fyrsta sinn síðan 1550). Hann stofnaði fyrsta íslenska stórfyrirtæki (ekki bara fyrirtæki) Íslands sem keppti við danska einokunarverslunina.

Skúli stuðlaði að því að Reykjavík varð fyrsta sjávarþorp Ísland (sveitarþorp höfðu verið til áður) og höfuðstaður Íslands. Skúli varð fyrsti Íslendingurinn til að gegna embætti landfótgeta og í öllum sínum gerðum varði hann lítilsmagnann gegn embættismönnum (félögum sínum) sem var geysilegt erfitt verk. Hann þurfti þess ekki. Það var auðveldara að gera ekki neitt eins og sumir gera og hreykja sér af. Hann var ekki haldinn ákvörðunarfælni.

Skúli fór í stríð við kerfið í raun og vann! Skúli er eitt af mikilmennum Íslands og ætti að gera bíómynd um hann...hún væri bæði spennandi og sorgleg í senn. Maðurinn var þó beyskur á margan hátt.

Vistarbandið lifði samfélagsbreytingarnar af á 18. öld og fram á þeirri 19.  En brestirnir voru komnir. Með verslunarfrelsinu 1855, íslenskt löggjafarvald 1874 og framkvæmdarvald 1904, hættu Íslendingar að vera áhættufælnir og við sjáum árangurinn í dag. Velferðaríkið Ísland.

Lærdómurinn af þessu er að góð lög geta snúist í andhverfu sína og orðið að helsi. Íslendingar eiga taka það besta sem kemur erlendis frá en hafna því versta. Við eigum að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð í eigi ríki og bara bindast erlendum alþjóðsamtökum eða ríkjum lausum böndum. Valdið þarf að liggja á Íslandi og hjá fólkinu. Ekki hjá íslenskri elítu eða erlendu valdi.

Við þurfum að vita hvaðan við komum, hvar við erum og hvert við ætlum að stefna. Við þurfum að taka ákvörðun!

 


Það er til betri aðferð en niðurdæling Co2 í berg

Nú eru talmenn Carbon fix að selja okkur trölla sögur um að það að dæla niður lífsefnið CO2 niður í berg, bjargi jörðinni og komi með hundruð milljarða í íslenskt samfélag.  Efast um að almenningur muni sjá nema brot af þessum peningum í formi skatta.

En af hverju í miðri borg?  Hafnarfjörður er smáborg og samkvæmt fréttatilkynningum frá þeim, er ætlunin að nota meiriháttar magn af vatni í þessa niðurdælinu. Fyrir þá sem ekki vita, hefur orðið vatnsskortur í Hafnarfirði. Fjögur sveitarfélög keppa um sama vatnið frá Heiðmörk og Hafnarfjörður fær restina af vatninu enda neðst í Heiðmörkinni.

En það er til önnur og betri aðferð við að nota CO2 en að breyta því í berg. Hreinlega með því að gera úr því eldsneyti. Hér er hugmynd um hvernig þetta er hægt, sjá viðhengi.  

UChicago scientists have developed a nearly 100% efficient method to convert CO2 into clean fuels.


Ákvörðunarfælni hefur afleiðingar - líka fyrir ríki

Ein stutt dæmisaga eftir þrælinn og heimspekinginn Esóp

Það var einu sinni gamall köttur sem bjó í hlöðu bónda nokkurs ásamt fjölda músa eins og verða vill. Hafði kötturinn verið settur þangað af eiganda hlöðunnar einmitt til að útrýma músunum. Og kötturinn iðkaði þann leik samviskusamlega að drepa eins margar mýs og hann gat. Brátt leit út fyrir að hann mundi á endanum ná að útrýma öllum músunum í hlöðunni.
 
Þá ákváðu mýsnar sem eftir voru í hlöðunni að halda fund til að ræða þetta alvarlega mál og reyna finna lausn á vandanum, þ.e. kettinum. Og þar skorti ekki hugmyndirnar. Allar mýsnar töldu sig hafa einhver ráð til að forðast köttinn.
 
"Þið skuluð gera eins og ég segi," sagði gömul grá mús sem álitin var greindust allra. "Þið skuluð hengja bjöllu um hálsinn á kettinum. Þannig munum við alltaf heyra í honum þegar hann nálgast."
 
"Frábært! Frábært!" sögðu allar mýsnar í kór. "Þetta er þjóðráð." Og ein þeirra hljóp undireins af stað að sækja bjöllu.
 
"Jæja," sagði gamla gráa músin þá, „hver ykkar ætlar að hengja bjölluna um háls kattarins?"
 
"Ekki ég! Ekki ég!" sögðu þær allar í kór. Og með það tvístruðust þær hver í sína músarholu. Segir sagan að fljótlega eftir þetta hafi kettinum tekist að útrýma öllum músunum úr hlöðunni.
 
Hvað segir dæmisagan okkur?
 
Fólk talar og gerir ekkert í málunum, tekur ekki ábyrgð. Það þarf að taka afleiðingunum....sem í þessu tilfelli var að stað í þess að ein fórnaði sér, drápust allar. Að taka af skarið í máli, þótt það sé hættulegt. Aðgerðarleysi og ákvörðunarfælni leiðir til falls. Þetta á við um allt mannlíf, í lífi einstaklinga, hópa eða þjóða.
 

Samfylkingin - að kaupa köttinn í sekkinn

Þeir flokkar sem skipta um föt eftir hver nýi eigandi eða stjórnandi er, eru ekki sannfærandi.  Svo á við um Samfylkinguna.

Tökum þekkt dæmi: Samfylkingin var fylgjandi opnum landamærum, allir máttu sækja um hælisvist og voru forvígismenn Samfylkingarinnar þar fremst í flokki. Má þar nefna Helgu Völu Helgadóttur, sem rak harðan áróður fyrir þessari stefnu og gott ef hún vann ekki sem lögfræðingur fyrir hælisleitendur. Logi Einarsson var þá formaður.

En nú er kominn annar formaður, Kristrún Frostadóttir og boðar raunsæisstefnu í útlendingamálum. Útlendingastefnan á nú að vera nokkuð hörð. En er hægt að treysta því að flokkurinn fylgi formanninum eða flokkurinn standi við orð sín? Þegar menn eða flokkar eru ekki staðfastir í hugsjónum sínum og gildum, finnur fólk fljótt á sér að ekki sé hægt að treysta viðkomandi.

Annað dæmi eru skattar: Við getum treyst því að Samfylkingin elskar skatta og mun leggja meiri skatta á ef hún kemst til valda. Skattpíndir borgarar sjá þá fram á að fleiri krónur fari í götótta vasa skattayfirvalda. Þarna er Samfylkingin samkvæmd sjálfri sér.

Við getum einnig treyst því að bálknið þennst út, ríkissjóður rekinn með halla árlega og ríkisvaldið með krumlur sínar í hvers manns koppi.

Undir forystu Loga hallaðist flokkurinn til vinstri. Sú stefna naut ekki vinsælda hjá almenningi. Þá var skipt um formann og allt í einu hallast flokkurinn til hægri og nýtur vinsælda fyrir vikið. Er hægri krataflokkur. Er þar kominn upp að hlið Sjálfstæðisflokksins sem er einnig krataflokkur í núverandi mynd.

Hvort er það? Til hægri eða vinstri? Lokuð landamæri eða opin? Meiri skattar eða minni? Bálknið minnkað eða stækkað? Það þýðir ekki að vera eins og vindhaninn á Bessastaðakirkju, snúast eftir pólitískum vindi hverju sinni.

 


Sjálfstæðisflokkurinn að segja sig endanlega frá hægri stefnu?

Allur hægri armur Sjálfstæðisflokksins er á leið út af þingi. Það eru þeir Jón Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson og Birgir Þórarinsson. Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, snýr að öllum líkindum aftur í stjórnmálin og tekur sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar en honum er hent í baráttusæti.

Jón og Ásmundur eru gamlir kappar og njóta mikilla vinsælda í sínu kjördæmi.  Kapallinn er hafður svona til þess að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir falli ekki af þingi en fyrirséð er að flokkurinn bíði afhroð í næstu kosningum. Eina mál hennar ósjálfstæðis málið bókun 35.

Áhöfninni er hent í sjóinn en stýrismenn og skipstjórinn fá að vera áfram um borði í öryggi skútunnar. En ég er hræddur um að yfirteymið þurfi að fara í minni skútu, smáfleyg, ef fram heldur sem horfir. Það á að sigla á sker aftur með handónýta stefnu, klíkustjórnmál og spillingu í farteskinu. Hef áhyggjur fyrir hönd hægri manna að eiga engan opinberan málsvara.

DV segir: "Trúlega hafa aldrei orðið önnur eins umskipti á þingflokki Sjálfstæðisflokksins eins og núna. Þingflokkurinn hefur talið sautján fulltrúa en níu þeirra eru annað hvort fallnir út eða í bráðri fallhættu. Einungis átta af núverandi þingmönnum hafa vissu fyrir því að eiga afturkvæmt til setu á Alþingi eftir kosningarnar í lok næsta mánaðar." Blóðbað í Sjálfstæðisflokknum – níu af sautján þingmönnum fallnir eða í fallhætt óbreyttir þingmenn hent út þegar sökin liggur hjá forystunni. Svona er að vera peð.

Skipstjórinn sem var farinn að leita að stjórnarformanns sæti hjá fyrirtækjum landsins, getur nú slakað á. Hann fær að vera áfram memm á Alþingi.  Flokkurinn verður því áfram hægri krataflokkur, ekki hægri flokkur. Það fellur því í skaut Miðflokks að leiða hægri stefnu og hægri menn í næstu kosningum. 

 

 

 


Viðskiptaráðið í stríði við kennara í stað kerfisins

Íslenska grunn­skóla­kerfið er dýrt í alþjóðleg­um sam­an­b­urði, kennslu­skylda er lít­il og fjöldi nem­enda á hvern kenn­ara er með því minnsta sem þekk­ist. Veik­inda­hlut­fall kenn­ara er auk þess mun hærra en hjá einka­geir­an­um og hinu op­in­bera al­mennt.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í nýrri út­tekt Viðskiptaráðs

Gögn styðja orð Einars: Stöndumst ekki samanburð

Fyrsta spurningin sem vaknar er, hefur einhver í Viðskiptaráði nokkurn tímann kennt í grunnskóla? Hafa þeir sérfræðiþekkingu á þessu sviði? Og af hverju er það að hengja bakarann fyrir smiðinn? Ekkert af ofangreindum fullyrðingum stenst. Tökum þetta lið fyrir lið:

Kennsluskylda: Kennsluskylda umsjónarkennara eru 26 kennslustundir og heildarvinnutími er 43 klst. Enginn kennari mætir í kennslustund án undirbúnings. Því má segja 26 x 2 = 52 tímar (40 mínútna kennslustundir).  Þetta er því ekki lítil kennsluskylda.  Umsjón bekkjarinnar tekur gífurlegan tíma, allt utanumhald og samskipti við foreldra.

Fjöldi nemenda á kennara: "Í út­tekt­inni kem­ur einnig fram að á Íslandi er fjöldi nem­enda á hvern grunn­skóla­kenn­ara langt und­ir meðaltali OECD. Aðeins í Grikklandi og Lúx­em­borg er fjöldi nem­enda á kenn­ara minni." Hvernig menn reikna þetta út væri fróðlegt að vita.  Þeir finna þetta út með því að setja alla sérgreinakennara, þroskaþjálfa og sérkennara inn í dæmið?

Staðreyndin er sú að hinn almennni kennari er með 20+ nemendur í umsjón. Og fjöldi nemenda segir ekki alla söguna. Þúsundir erlendra nemenda er hent inn í skólakerfið mállaust og kennarar sem sinna erlendum nemendum eru örfáir (ÍSAT kennarar) og taka bara nemendur til sín í einstökum tímum. Þau mæta svo í aðra tíma mállaus.  Og svo eru öll börnin með þroskafrávið og greiningar sem eiga að fá sérþjónustu en fá hana oftast í skötulíki.  Nemendur sem eru á öllu litrófinu og í sama bekk, veldur miklu álagi á kennarann.

Veikingahlutfall kennara: Samkvæmt rannsóknum er kulnun í starfi mest meðal kennara og hjúkrunarfræðinga (ef bloggritari man rétt). Hver er ástæðan? Mikið álag í starfi. Margir kennarar hrökklast úr starfi eftir 1-2 ár og kennaranemar skila sér ekki í starfið. Af hverju?

Eftir að kennsluskyldu lýkur og börnin fara heim, taka við endalaus námskeið, fundir, nefndarstörf, skýrslugerð, undirbúningur og teymisvinna. Heimilislæknar kvörtuðu nýverið yfir óþarfa skriffinnsku sem tæki of mikinn tíma frá læknisstörfum. Þeir fengu þessu breytt. Sama á við um starf kennarans, hann er bundinn of mikið við "önnur störf". Stytting vinnutíma kennarans sem nú er komin til framkvæmda, felst aðeins í að skera niður undirbúningstímann. Engin raunveruleg stytting er í gangi. Ekki styttist vinnuvikan, önnin eða skólaárið. 

Niðurlag: Það væri eftir vill nær að líta á skólakerfið í heild. Er hinn opni skóli að ganga upp? Hvað eru t.d. margir sérskólar fyrir sértækar þarfir nemenda? Bara tveir á landinu!  Stoðþjónustan á samkvæmt pappírunum að vera mikil en er í raun í skötulíki. Meðalmennskan er látin ráða ferðinni í skólakerfinu, þeir sem standa slakar í námi, fá ekki viðeigandi þjónustu og þeir sem teljast vera afburðagóðir í námi fá enga þjónustu. Ábyrgðin liggjur hjá öllu samfélaginu, hjá kennurum, foreldrum og skólakerfinu.  Ekki hengja bakarann fyrir smiðinn!


Milton Friedman og björgun bankakerfis í efnahagshruni

Milton Friedman, hinn þekkti hagfræðingur og talsmaður frjáls markaðskapítalisma, hafði sérstakar skoðanir á afskiptum ríkisstjórna af efnahagsmálum, þar á meðal bankabjörgun.

Friedman hafði áhyggjur af þeirri siðferðilegu hættu sem skapaðist af björgunaraðgerðum. Þegar bankar og fjármálastofnanir vita að þeim verður bjargað á erfiðleikatímum geta þeir tekið á sig of mikla áhættu sem leiðir til óstöðugleika í fjármálakerfinu. Þetta er vegna þess að tryggingin fyrir björgun dregur úr hvata þeirra til að stjórna áhættu af varfærni.

Friedman trúði á mikilvægi markaðsaga, þar sem illa stýrðum bönkum ætti að fá að falla. Þessi bilun eða fall skiptir sköpum fyrir eðlilega virkni frjáls markaðskerfis, þar sem það tryggir að aðeins sterkustu og skilvirkustu stofnanirnar lifa af, sem kemur hagkerfinu að lokum til góða.

Sem eindreginn talsmaður takmarkaðra ríkisafskipta hélt Friedman því fram að stjórnvöld ættu ekki að hafa afskipti af starfsemi markaðarins, þar á meðal með björgunaraðgerðum. Hann taldi að slík inngrip skekktu náttúrulega kerfi framboðs og eftirspurnar, sem leiðir til óhagkvæmni og langtíma efnahagsvanda.

Í kreppunni miklu gagnrýndi Friedman Seðlabankann fyrir að veita bankakerfinu ekki nægjanlegt lausafé, sem hann taldi hafa aukið efnahagshrunið. Hins vegar þýðir þetta ekki að samþykki fyrir björgunaraðgerðir. Hann studdi fremur peningastefnu sem tryggir lausafé í kerfinu án þess að koma stofnunum sem falla til bjargar.

Friedman viðurkenndi hlutverk seðlabanka sem lánveitanda til þrautavara, en þessu hlutverki ætti að vera vandlega stjórnað til að koma í veg fyrir að skapa ósjálfstæði og ætti að miða að því að viðhalda heildar fjármálastöðugleika frekar en að bjarga einstökum bönkum.

Í stuttu máli, Milton Friedman var almennt á móti bankabjörgun, lagði áherslu á nauðsyn markaðsaga og varaði við siðferðilegum hættum og óhagkvæmni sem skapast af inngripum stjórnvalda í fjármálageiranum.


Afnám einokunarversluninnar 1787 í samanburði við verslunarfrelsið 1855

Afnám einokunarverslunarinnar árið 1787 og verslunarfrelsið árið 1855 eru bæði mikilvægir atburðir í íslenskri verslunarsögu, en með mismunandi áhrifum og inntaki. Einokunarverslunin var stofnuð árið 1602 af dönskum stjórnvöldum, sem veittu danska kaupmenninum einkarétt til að versla við Íslendinga. Það takmarkaði mjög efnahagsleg frelsi landsins, þar sem einungis danskir kaupmenn gátu verslað hér á föstum verðum sem stjórnvöld settu. Ástæðan fyrir tilkomu einokunarversluninnar var að útrýma Hansakaupmenn af Íslandi og útiloka launverslun Englendinga hér sem og annarra þjóða eins og t.d. Hollendinga.

En tíminn stendur ekki í stað, jafnvel kyrrstöðusamfélagið Ísland varð að játa sig sigrað fyrir náttúrunni í formi Móðuharðindanna 1783-85 og það að Merkantílismi (kaupaukistefna) var að líða undir lok. Hann var ríkjandi efnahags- og stjórnmálastefna í Evrópu frá lokum miðalda til loka 18. aldar. Kammeralismi (búaukisstefna). Þetta er stefna í efnahags- og stjórnmálum sem kom fram í Frakklandi og var telft gegn kaupauðgisstefnunni. Í þessar stefnu var lögð áhersla á frelsi atvinnulífsins og mikilvægis landbúnaðar sem undirstöðu efnahagslífsins. Þessi stefna birtist með skýrum hætti á Íslandi í formi aðgerða danskra stjórnvalda til að efla landbúnað á Íslandi, fiskveiðar og opna fyrir verslun.

Árið 1787 var formlega afnumið einkaleyfið á verslun með lagasetningu. Danskir kaupmenn fengu þá almennt leyfi til að versla frjálst, en aðeins innan Danmerkur, Noregs og hertogadæmanna Slesvík og Holstein (sem þá voru hluti af Danaveldi).

Afnám einokunarverslunarinnar árið 1787 breytti því að verslunin var ekki lengur bundin við ákveðna kaupmenn, en það var samt sem áður ekki algert verslunarfrelsi. Verslunin var enn bundin við danska ríkisborgara, og þar með takmarkaðist aðgangur Íslendinga að markaði utan danska konungsríkisins.  Þetta opnaði dyrnar fyrir íslenska kaupmenn að stunda verslun. Nú leitar bloggritari á náðir ChatGPT og spyr eftir farandi spurningu, hverjir voru fyrstu íslensku kaupmennirnir eftir afnám einokunarversluninnar. Hér er svarið og er haft í smáu letri til aðgreinar frá öðrum texta:

"Fyrstu íslensku kaupmennirnir:

  1. Skúli Magnússon (1711–1794) – þótt hann væri ekki kaupmaður í hefðbundnum skilningi, þá var hann mikilvægur frumkvöðull og stuðningsmaður íslenskrar verslunar og iðnaðar. Sem landfógeti beitti hann sér fyrir aukinni efnahagsþróun á Íslandi, m.a. með stofnun Innréttinganna í Reykjavík, sem áttu að efla iðnað og verslun. Skúli var áhrifamikill í að undirbúa jarðveginn fyrir íslenska kaupmenn og iðnað.

  2. Þórður Jónsson á Hofi (1749–1827) – Þórður var talinn einn af fyrstu íslensku kaupmönnunum sem hóf eigin verslun eftir afnám einokunarverslunar. Hann starfaði sem kaupmaður á Suðurlandi, þar sem hann tók þátt í verslun með landbúnaðarafurðir og innflutning á neysluvörum.

  3. Ólafur Jónsson á Eyrarbakka (d. 1798) – Ólafur var meðal þeirra fyrstu Íslendinga sem nýttu sér nýfengið frelsi til að stunda verslun. Hann stóð fyrir verslun á Eyrarbakka, sem var ein helsta verslunarhöfnin á Suðurlandi á þessum tíma.

  4. Bjarni Sívertsen (1763–1833) – Bjarni, oft nefndur "Bjarni í Hafnarfirði," var einn af fyrstu íslensku kaupmönnunum sem náði verulegum árangri. Hann byrjaði sem skipstjóri og kaupmaður í Hafnarfirði og náði að efla verslun þar. Hann er talinn vera fyrsti íslenski kaupmaðurinn til að reka eigin verslun með skipaflota, þar sem hann sinnti bæði útflutningi og innflutningi, sérstaklega á fiski og neysluvörum. Bjarni var mikill frumkvöðull í sjávarútvegi og verslun og er oft nefndur sem einn af fyrstu Íslendingunum sem tóku virkan þátt í viðskiptum eftir afnám einokunarinnar.

Þessir kaupmenn voru frumkvöðlar á sínu sviði og ruddu veginn fyrir íslenskan kaupskap, sem hélt áfram að vaxa eftir því sem verslunarfrelsi varð meira áberandi, sérstaklega með verslunarfrelsinu 1855."

Þetta er athyglisvert svar og vissi bloggritari ekki af Þórð Jónssyni á Hofi eða var búinn að gleyma honum. En eftir sem áður, voru þetta allt menn sem voru kaupmenn sem ekki ráku skipaflota nema Bjarni Sívertsson. Þar með stóð hann jafnfætis dönskum kaupmönnum að geta sótt vörur og flutt án afskipta Dani.  Það var ekki fyrr en Eimskip var stofnað 1914 að flutningur vara til og frá landinu var kominn í hendur Íslendinga. 

Kíkjum á annan merkan áfanga í verslunarsögu Ísland er verslunarfrelsi var gefið 1855. Verslunarfrelsið sem var veitt 1855 var mun víðtækara og opnaði Ísland fyrir alþjóðlegri verslun. Þá var erlendum kaupmönnum, ekki aðeins Dönum, heimilað að versla á Íslandi. Þetta opnaði leið fyrir kaupmenn frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og öðrum þjóðum til að hefja viðskipti við Íslendinga.

Verslunarfrelsið leiddi til meiri samkeppni milli kaupmanna, sem gerði Íslendingum kleift að semja um betri kjör. Þetta skapaði aukin efnahagsleg tækifæri fyrir Íslendinga og stuðlaði að aukinni útflutningsverslun, sérstaklega á fiskafurðum, sem var grunnurinn að efnahagsþróuninni sem fylgdi næstu áratugi. Þetta opnaði fyrir hvalveiðar Normanna á síðari hluta 19. aldar, sauðasölu til Bretlands (og hesta) og Íslendingar sáu í fyrsta skipti peninga eða gjaldeyrir í viðskiptum. Segja má að kapitalismi hafi þar með loks hafið innreið á Íslandi.

Eitt af því sem verslunarfrelsi leiddi til en það var stofnun Gránufélagsins. Það var eitt merkasta íslenska verslunarfélagið á 19. öld og hafði mikil áhrif á þróun verslunar og atvinnulífs á Íslandi. Það var stofnað árið 1869 af Þórarni Guðmundssyni og Tryggva Gunnarssyni og var starfrækt allt til ársins 1910. Félagið var staðsett á Akureyri, þar sem það hafði sitt helsta höfuðstöð, en það starfaði einnig víða um land. Gránufélagið eignaðist sitt eigið skip árið 1870, sem bar nafnið Phoenix

Afnám einokunarverslunarinnar var upphafið að því ferli að losa íslenskt hagkerfi úr höftum, en verslunarfrelsið 1855 opnaði fyrir efnahagslega þróun og samkeppni sem hafði meiri langtímaáhrif á þróun samfélagsins, sérstaklega í sjávarútvegi og borgarmyndun. Það er engin tilviljun að hvalveiðar Norðmanna á seinni hluta 19. aldar eru oft taldar marka upphaf að iðnrekstri á Íslandi en verslunarfrelsið leiddi óbeint til þess en sérstaklega var það sauðasalan til Bretlands mikilvæg, því bændur gátu selt afurðir sínar beint til kaupenda.

Í heildina séð var verslunarfrelsið 1855 stærra skref í átt að alþjóðlegri og sjálfbærari efnahagsþróun, en afnám einokunarverslunarinnar var forveri þess sem veitti fyrstu losun frá hinum hörðu höftum verslunareinkaleyfisins.


30% kjósenda í Bandaríkjunum kjósa bara eitthvað

Bill O´Reilly, hinn þekkti sjónvarpsmaður í Bandaríkjunum, heldur því fram að 30% kjósenda þar í landinu kjósi bara eitthvað. Bara af því að það byrjaði að kjósa einn flokkur, og alveg sama hversu vitlaus flokkurinn er orðinn, þá er hann kosinn. Aðrir kjósa vegna vanþekkingar en margir kjósa ekki neitt, því að þeir hafa engan áhuga á eigið samfélag, bara eigið líf.

Það væri fróðlegt að vita hvað hlutfallið er hér á Íslandi.  Það er líklega lægra, það er oftast þannig að í minni ríkjum, skiptir einstaklingurinn meira máli, hann hefur meiri áhuga á samfélaginu og því kýs hann að kjósa.


Formaður VG veit ekkert um starfsstjórn eða þingrof - hér er það útskýrt

Hugtökin "þingrof" og "starfsstjórn" eru bæði  í íslenskri stjórnskipan og tengjast því hvernig þing og ríkisstjórn starfa þegar atburðir hafa leitt til slitanna á reglubundnu starfi Alþingis og ríkisstjórnarinnar rétt eins og nú gerðist nýverðis.

Þingrof er sú aðgerð þegar forseti Íslands rýfur Alþingi fyrir tímann, oft í tengslum við vantrauststillögu á ríkisstjórnina eða formaður eins stjórnraflokksins hendir inn handklæðinu eins og Bjarni Benediktsson gerði óvænt, en getur einnig komið til vegna sérstakra aðstæðna. Hér vegna taktískra mistaka Svandísar er hún las pólitíkina vitlaus og ætlaði að pönkast í Sjálfstæðisflokknum í vetur og slíta sambandinu á sínum eigin forsendum og fyrir kosningar. Þegar þing er rofið, er boðað til nýrra kosninga. Aftur að þingrofi. Þetta er eitt af völdum forseta samkvæmt stjórnarskránni, þó það sé í reynd oftast gert í samráði við forsætisráðherra og er gert núna.

Starfsstjórn er sú ríkisstjórn sem situr á meðan beðið er eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar eða þegar núverandi ríkisstjórn hefur sagt af sér eða fengið vantraust. Starfsstjórnin fer með vald og heldur daglegum rekstri ríkisstjórnarinnar áfram, en hún tekur ekki stórar ákvarðanir eða setur nýja stefnu. Hún sinnir eingöngu bráðnauðsynlegum málum þangað til ný stjórn hefur verið mynduð. Það er eins dæmi að einn stjórnarflokkanna neitar að taka þátt eins og VG gera nú. Og það að formaður VG viti ekki hvað starfsstjórn gerir. Guði sé lof að flokkurinn þurrkast væntanlega út í næstu kosningum.

Í framkvæmd hefur starfsstjórn takmarkaða pólitíska getu til að hrinda í framkvæmd nýrri stefnumótun, enda situr hún aðeins til bráðabirgða. Þingrof leiðir hins vegar oft til átakakenndra kosninga þar sem óánægja eða pólitísk átök liggja að baki. Menn munu þó reyna að setja saman fjárlög fyrir kosningar.

Að lokum. Það hlýtur að vera Íslandsmet hversu fljótt nýr formaður stjórnmálaflokks getur klúðrað stjórnarsamstarfi sem flokkurinn er í og leitt til þingrofs og að lokum til útrýmingu flokksins.

Forveri hennar, Katrín Jakobsdóttir hélt að hún væri öskubuska endurborin en hún einnig las vitlaust á pólitísku spilin og spilaði sig úr íslenskum stjórnmálum. Þessi flokkur skilur ekkert eftir sig nema rjúkandi rústir íslenskt efnahagslífs og kveikti um leið í hugsjónablaði sínu, t.d. gagnvart NATÓ. Stefnan var ekki beisin, vera á móti öllu og gera ekki neitt nema að útdeila peningum sem ekki eru til né leyft fyrirtækjum að búa til skattfé fyrir íslenskt samfélag. Þarf að minnast á Hval ehf í því sambandi eða byggðakvóta?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband