Margret Thatcher hittir nánast alltaf naglann á höfuðið og hér hefur hún rétt fyrir sér. Við höfum alltaf látið fámennan en háværan minnihluta stjórna meirihlutanum.
Og harðstjórn minnihlutans má sjá í verkum alræðissinna, lesist kommúnista/sósíalista! Milton Friedman minnir okkur á það enn í dag:
Bloggar | 14.3.2025 | 21:45 (breytt kl. 21:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er það spurningin sem verður svarað á næstu dögum, mun Pútín samþykkja vopnahlé? Er Trump í vasanum á Pútín? Mun hann beita Pútín hörku eins og hann beitti Zelenskí? Þetta er spennandi að vita.
En það er líka verið að tala um frið við Íran. Það er ekki eins bjart þar, því að klerkastjórnin rífur kjaft á móti friðarumleitunum Trumps. Þeir hafa ekkert til að bakka orð sín. Loftvarnarkerfið í molum. Það er því líklegt að Bandaríkjamenn sigi kjölturakka sínum Ísrael á Íran með loftárásum ef þeir neita að hætta við kjarnorkuvopna áætlun sína. Spurning er bara hvort Bandaríkjaher taki þátt í árásum Ísraela? Ef þeir gera það, þá er hægt að leggja efnahag landsins í rúst á einni viku með árásum á olíu mannvirki og hernaðarskotmörk verða með í pakkanum.
Bloggar | 13.3.2025 | 09:56 (breytt kl. 09:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverjir eru valkostir Íslendinga hvað varðar varnir Íslands? Íslendingar byggja sínar varnir á tveimur stoðum. Annars vegar á tvíhliða varnarsamningi við Bandaríkin frá 1951 en hins vegar aðild að NATÓ frá 1949.
Það er deginum ljósara að Íslendingar lifa ekki í tómarúmi og þeir verða að treysta varnir sínar einir eða í samvinnu við aðra.
En athugum þessa staðreynd: Íslendingar gengu í NATÓ 1949 og voru í þessu hernaðarbandalagi í tvö ár og án Kanans. Hvar voru þá Bandaríkjamenn? Ekki komnir til Íslands. Þeir komu hins vegar 1951 en fóru með herafla sinn frá Íslandi 2006 og hafa notað herstöðina á Keflavíkurflugvelli sem stoppustöð.
Í raun hafa önnur aðildarríki í NATÓ séð um að manna lofteftirlit yfir Ísland, en að sjálfsögðu með Bandaríkjamönnum. Ástandið í dag minnir svolítið á þetta tveggja ára tímabil.
Spurningin er, munu Bandaríkjamenn draga herlið sitt frá Vestur-Evrópu? Þeir virðast ætla að færa mannskapinn til, frá t.d. Þýskalandi til Ungverjalands. Þeir munu líklega halda mannskap í þeim ríkjum sem liggja að Rússlandi. Þetta er líkleg sviðsmynd. Viðvera Bandaríkjahers, sem er nú frekar lítil, mun minnka meir.
En svo er það hin sviðsmyndin, að Bandaríkin fari úr NATÓ, hvað gerist þá? Eftir verða þá 29 aðildarríki. Munu þau leysa upp bandalagið? Nei, mjög ólíklega því þau þora ekki að vera ein og sér. Ekkert þeirra er með getu til að verja sig gegn stórveldum, nema Frakkland og Bretland (rétt svo). Þá hafa Íslendingar valkost, hvorum megin Atlantshafs viljum við vera? Áfram í NATÓ eða í tvíhiða varnarbandalagi við Bandaríkin? Hagsmunirnir liggja í Evrópu, síður í Ameríku.
Ef Íslendingar kjósa að fylgja Bandaríkjamönnum, má búast við tuddahegðun eins og Grænlendingum er sýnd. Ef Íslendingar kjósa Evrópuher/NATÓ, þá er það bandalag mjög veikt og ekki hægt að treysta á að aðildarþjóðir geti komið til aðstoðar, a.m.k. í upphafi. Slíkt bandalag myndi ótvírætt krefjast þess að Íslendingar taki þátt í eigin vörnum. Það þýðir íslenskur her og Íslendingar borgi eigin varnir.
Viljum við vera undir hæl stórveldis? Er saga Bandaríkjahers það glæsileg að við eigum að eiga allt undir dutlungum Bandaríkjaforseta? Þetta hefur bloggritari verið að hamra á í áratugi (að sjálfsögðu fyrir daufum eyrum, því hann er bara Jón út í bæ). En það hefur bara sannast að bloggritari hefur haft rétt fyrir allar götur síðan hann hóf að skrifa um varnarmál. Hann sagði t.d. 1999/2000 að Bandaríkjaher væri að týgja sig til farar sem og gekk eftir 2006. Bloggritari sagði að Íslendingar ættu að koma sér upp varnarmálastofnun sem hann skrifaði um árið 2005 og það gekk eftir. Og hann hefur sagt að hernaðarbandalagið NATÓ væri ekki eilíft. Það kann að rætast fyrr en ætla mætti.
Að lokum. Bloggritari hefur sagt að eigin varnir Íslands sé síðasta sjálfstæðismál landsins. Sjálfstæðisbaráttan hófst af krafti um miðja 19. öld og menn telja hana hafa lokið 1944 með lýðveldisstofnun. En það var bara ekki rétt. Það átti eftir að frelsa Íslandsmiðin, landhelgi Íslands frá erlendri ásókn. Það tókst loks 1976.
En sjálfstæðisbarátta er eilífð, sérstaklega hjá örríki eins og Ísland. Ein af frumskyldum sjálfstætt ríkis er að tryggja öryggi borgara sinna fyrir innlendri og erlendri ógn. Á meðan ríkið getur ekki gert það, er það ekki frjálst og telst á fræðimáli vera "failed state", ríki sem á sér ekki tilverurétt né framtíð.
Bloggar | 12.3.2025 | 18:59 (breytt kl. 19:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú eru "snillingarnir", andstæðingar Trumps, farnir að reikna út efnahagskreppu í Bandaríkjunum á árinu! En stöldrum aðeins við. Við þurfum ákveðnar forsendur, byggðar á raungögnum til að fá út slíka niðurstöðu.
Fyrsta forsendan er: Að Trump standi við alla tollahækkanir sem hann boðar. Eins og staðan er í dag, er hann að rúlla fram og til baka með þessar tollahækkanir. Þær eru notaðar með öðrum orðum sem efnahagsvopn. Tollahækkanir á sumar vörur gagnast efnahagslíf Bandaríkjanna mjög vel, hvetur til innlendrar framleiðslu. Aðrar ekki. Það er nefnilega þannig að Bandaríkjamenn eru ekki að keppa á jafnréttis grundvelli gagnvart til dæmis ESB eða Kína. Þetta jafnar samkeppnisstöðuna. Ef hann stendur við áætlanir sínar, verður tímabundin hækkun á innfluttum vörum en á móti eiga innlend fyrirtæki að framleiða meira til að vega upp á móti.
Önnur forsenda er: Haldið verður áfram með sama áframhaldandi ríkishalla og hefur verið síðastliðin 4 ár. Trilljónir á yfirdrætti. En svo er ekki. D.O.G.E á einmitt að skera niður ríkisbálknið. En þetta tekur tíma. Því að stjórn Biden sendi áfram eiturpillur, reikininginn á stjórn Trumps og því þarf að hækka skuldaþakið fram í september á þessu ári! Trump er að borga reikninga Biden fram eftir ári, en síðan kemur D.O.G.E. til fullra framkvæmda. Musk er að reyna að borga ekki þessa reikninga og hafa mörg mál því endað fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna til úrskurðar. Má stjórn Trumps hætta til dæmis að borga reikninga USAID?
Þriðja forsenda er: Að litlar fjárfestingar verði í Bandaríkjunum á árinu. En svo er ekki fyrirséð. Árið 2025 er gert ráð fyrir að fyrirtæki frá löndum eins og Þýskalandi, Bretlandi, Kína, Japan, Sádi Arabíu og Kanada muni auka fjárfestingar sínar í Bandaríkjunum. Þessar fjárfestingar munu líklega beinast að fjölbreyttum geirum, þar á meðal upplýsingatækni, fjármálaþjónustu og framleiðslu. Talað er um trilljóna dollara innspýtingu í beinar fjárfestingar í lykil greinum eins og t.d. gervigreind. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins hafa helstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna, þar á meðal Amazon, Microsoft, Google og Meta, tilkynnt um áætlanir um að fjárfesta samanlagt yfir 320 milljörðum bandaríkjadala í þróun gervigreindar á þessu ári. Er þetta merki um samdrátt? Ríkisskuldir eru ávísun á hátt verðlag - verðbólgu en fjárfestingar á stærri þjóðarköku.
Fjórða forsenda er: Að orkuframleiðsla verði sú sama eða svipuð. En svo verður ekki. Búið er að henda út um gluggann reglugerðabókina og menn mega bora að vild og eins mikið og þeir geta. Drill, baby, drill! Í fyrri valdatíð Trumps urðu Bandaríkin sjálfbær með orku og fluttu meira segja mikla orku út. Í tíð Bidens, voru menn að taka út úr neyðarbirgðum Bandaríkjanna!
Fimmta forsendan er: Að skattaívilninga pakki sem Bandaríkjaþing er að vinna að, verði ekki að veruleika. En hann verður það, því að Repúblikanar ráða báðum deildum. Áformað er að lækka skatta um 4,5 billjónir bandaríkjadala, meðal annars með því að afnema skatta á almannatryggingabætur, þjórfé og yfirvinnugreiðslur. Einnig er fyrirhugað að heimila frádrátt vegna vaxta af bílalánum fyrir bandarísk framleidda bíla. (heimild: Investopedia) Stefnt er að framlengja skattalækkanirnar sem samþykktar voru árið 2017, sem annars myndu renna út á næstu árum.
Samkvæmt mati bandarísku fjárlagaeftirlitsstofnunarinnar (CBO) gætu framlengingar á skattalækkunum frá 2017 aukið halla ríkissjóðs um meira en 4 billjónir dala á næstu tíu árum, ef ekki verða gerðar mótvægisaðgerðir í formi útgjaldalækkana en útgjaldalækkun á að dekka meira en þetta.
Talað er um að minnka ríkisbálknið umtalsvert. Árleg ríkisútgjöld Bandaríkjanna eru um 6 billjónir bandaríkjadala. Samkvæmt áætlunum D.O.G.E. er stefnt að því að spara um 560 milljarða bandaríkjadala árlega, sem samsvarar um 9,3% af heildarútgjöldum ríkisins. Þessi sparnaður á að nást með því að endurskoða og einfalda ferla, draga úr sóun og bæta nýtingu fjármuna í opinberum rekstri. Svo er fyrirséð að minni peningur fari í hælisleitendur, þótt það kosti pening að koma þeim úr landi en til langframa sparar það stórfé. Eins verður minni peningur eyddur í stríðsrekstur, t.d. Úkraínu og stór hluti bandarísks herafla fluttur til innan Evrópu eða frá álfunni. Tekið verður til í Pentagon en það apparat er peningahít mikil.
Er efnahagssamdráttur framundan í Bandaríkjunum? Ólíklegt en ársfjórðungs samdráttur gæti orðið og gæti staðið fram eftir árinu. Áhrif stjórnar Bidens gæta enn og það tekur tíma að rétta skútuna af.
Bloggar | 11.3.2025 | 11:20 (breytt kl. 11:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 10.3.2025 | 19:42 (breytt kl. 19:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við höfum séð ótrúlega umpólun á pólitískri stefnu Bandaríkjanna á innan við 2 mánuðum. Stefna ríkisstjórnar Trumps, er gerólík þeirri sem hann stundaði á fyrra kjörtímabilinu. Þá var hann nýgræðingur á sviði stjórnmála, raðaði ekki réttu fólki í kringum sig og mótspyrnan, bæði innan og utan eigin flokks, var meiri en hann réði við.
Trump náði að mestu sínum pólitískum stefnumálum á fyrri kjörtímabili en covid faraldurinn tryggði að hann næði ekki endurkjör. Við tók skelfileg stjórn Bidens, sem gerði ekki neitt og það að gera ekki neitt, hefur afleiðingar. Litlu einræðisherrarnir hugsuðu sig til hreyfings og létu til skara skríða.
Það er tvennt sem veldur þessari gjörbreyttu stefnu Trumps. Annars vegar rétt slapp Trump við að vera drepinn. Þetta hafði grundvallar breytingu á hegðun hans. Hann veit sem er, að hann hefur takmarkaðan tíma og þessu getur lokið á augnabliki.
Hins vegar veit Trump að hann er á seinna kjörtímabili, hann þarf ekki að hafa áhyggjur af endurkjöri og því geti hann farið sínu fram að vild. Demókrataflokkurinn er algjörlega sundraður og ekki má búast við mikilli andstöðu frá þeim, aðra en kjánaleg mótmæli eins og við ræðu Trumps á Bandaríkjaþingi.
Trump hefur haft átta ár til að skipta út andstæðingum sínum úr flokknum og nú er svo komið að andstæðingar hans innan flokksins má telja á annarri hendi.
Með fullt umboð kjósenda, hann vann fjölda kosninguna og fjölda kjörmanna ótvírætt, hefur hann umboð til verka.
Nú kom Trump vandlega undirbúinn til verka, með 4 ára undirbúning og 4 ára reynslu frá fyrra kjörtímabili. Hann vinnur því hratt og sjaldan eða aldrei hafa menn séð eins mikinn hraða á verkum ríkisstjórnar.
Trump hefur markmið. Þeim skal náð, jafnvel með ruddaskap og vinaslit. Við erum að sjá valdapólitík eins og hún var stunduð í Evrópu á 19. öld og hún gíndi yfir öllum heiminum, nýlendukapplaupið mikla og stórvelda pólitík. Munurinn er að nú höfum við fjölmiðla og netið sem fylgist með í rauntíma hráskinnaleik stórveldanna. Við getum meira séð leiðtoga (Úkraínu) tuktaðan til í beinni en áður (t.d. Hitler gerði í Tékkóslakíu) á bakvið tjöldin.
Eins og staðan er í dag virkar rudda pólitíkin vel. Heimurinn er í höndum Trumps. En spyrja verður að leikslokum. Trump mun ekki ná öllum sínum markmiðum, til þess er heimurinn of flókinn og menn ekki allir strengjabrúður sem hægt að sjá fyrir með viðbrögð. Fyrir okkur Evrópubúa eru þessi umskipti ekki skemmtileg eða gleðileg. Okkur er hótað tollum, brotthvarf herverndar Bandaríkjanna o.s.frv.
En það er einn kostur við rudda pólitík, en hún er að hún hristir fólk til raunveruleikans. Fyrir Evrópumenn er hann að þeir eru algjörlega undir hæl Bandaríkjanna um varnir í áratugi og þeir hafa vanrækt að rækta eigin varnargarð. Bandaríkjamenn eru óvinir þeirra efnahagslega og efnahagsstríð er framundan við BNA.
Annað er að sósíaldemókratíska stefna þeirra sem hefur verið við lýði undanfarna áratugi er á endastöð. Þeim hefur tekist að eyðileggja evrópskt lýðræði (yfirþjóðlegt vald ESB), málfrelsi, menningu, grunngildi og efnahagsstefnu vegna ný-marxíska hugmyndastefnu sem hefur aldrei átt samleið með raunveruleikanum. Evrópumenn verða e.t.v. að skipta yfir í stórveldapólitík nauðugir og úr því koma stórveldi eins og Frakkland, Bretland, Rússland og Þýskaland.
Bloggar | 9.3.2025 | 13:42 (breytt kl. 14:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta kom upp í hugann þegar ritari horfði á þetta myndband þar sem tvær gervigreindir voru látnar vinna saman og búa til nýtt tungumál:
Vísindamenn hafa reynt að áætla greindarvísitölu gervigreindar. Í ljós kom að árið 2017 áætlaði rannsókn að gervigreind Google væri um 47, sem var lægri en meðal fullorðinn maður en hærra en 6 ára barn.
GPT-4 (þróuð útgáfa ChatGPT) hefur verið metin með greindarvísitölu á bilinu 120-130, svipað og mjög greindur maður og það á öllum sviðum!
Gervigreind getur staðið sig betur en menn í sérstökum verkefnum (eins og skák eða stærðfræði) en skortir almenna rökhugsun, skynsemi og tilfinningalega greind eins og menn gera. Hættan er ekki svo mikil af gervigreind eins og ChatGPT, heldur þegar mismunandi gervigreindir fara að vinna saman.
Gervigreind er eins og barn sem vex umfram skilning skapara síns. Margir gervigreindarfræðingar hafa áhyggjur af nákvæmlega þessu máli og eftir því sem gervigreindarkerfi verða flóknari byrja hún að taka ákvarðanir á þann hátt sem jafnvel verktaki þeirra getur ekki útskýrt að fullu. Þetta er kallað svarta kassavandamálið - AI getur komist að niðurstöðum, en við vitum ekki alltaf hvernig það komst þangað.
Ef gervigreind heldur áfram að þróast, sérstaklega í gegnum sjálfsnámskerfi, gæti það þróað sína eigin leið til að vinna úr hvernig heimurinn virkar - aðskilið frá mannlegri rökfræði.
Nú eru svo kallaðar ofurtölvur (super computers) að fara vera úreldar, því að skammtatölvur eru að koma fram á sjónarsviðið og tilraunir hafa leitt í ljós að ofurtölvurnar eru eins og maur að hugsa í samanburði við mannsheilann.
Gervigreind ásamt skammtatölvu gæti skipt sköpum um öryggi mannsins. Skammtatölvur vinna úr upplýsingum á allt annan hátt en klassískar tölvur, sem gæti gert gervigreind veldisvísis hraðari og öflugri.
Ef gervigreind í dag er nú þegar á þeim stað að erfitt er að stjórna og skilja, má ímynda sér gervigreind sem keyrir á skammtatölvu. Það gæti leyst vandamál sem myndi taka hefðbundnar ofurtölvur milljónir ára að vinna úr.
Þetta gæti leitt til byltinga varðandi netöryggi (eða netógnir) Quantum AI gæti sprengt dulkóðun og gert núverandi öryggiskerfi úrelt. Í hernaði getur gervigreind gæti líkt eftir milljónum bardagasviðsmynda samstundis og aðlagað aðferðir í rauntíma. Hún er þegar virk í hernaði og gerir árásir og sér um varnir sjálfvirkt. Sem sagt, gervigreindin drepur fólk! Sama á við um vísindarannsóknir og læknisfræði, nú þegar er bylting í gangi.
Ef nokkrar öflugar einingar stjórna skammtafræðilegri gervigreind gætu þær ráðið yfir heiminum á þann hátt sem við getum ekki spáð fyrir um. Ríkisstjórnir og fyrirtæki eru í vígbúnaðarkapphlaupi um þessa tækni og þegar einhver hefur náð skammtafræðilegri gervigreind í fullri stærð gæti valdahlutföllin breyst á einni nóttu. Af því að valdakapphlaup er í gangi, verður þessi þróun ekki stöðvuð.
Af því að maðurinn skapaði gervigreindina, þá er hún bæði slæm og góð. Skeytingaleysi mannsins um mannslíf mun á endanum eyða mannkyninu, annað hvort ýtir einhver þjóðarleiðtogi á kjarnorku hnappinn eða gervigreindin gerir það fyrir hann!
Bloggar | 8.3.2025 | 12:43 (breytt kl. 12:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frakkar bjóða núna kjarnorkuvopna hjúp yfir ríki Evrópu. Samkvæmt upplýsingum frá Vísindavefnum frá árinu 1997 var talið að Frakkland ætti þá um 500 kjarnorkuvopn.
Nýjustu opinberu upplýsingar um fjölda kjarnorkuvopna í heiminum eru ekki tiltækar í fyrirliggjandi gögnum, en almennt er talið að Frakkland eigi nú um 300 kjarnorkuvopn. Samkvæmt upplýsingum frá Vísindavefnum frá árinu 1997 var talið að Bretland ætti þá um 200 kjarnorkuvopn. Nýjustu opinberu upplýsingar um fjölda kjarnorkuvopna í heiminum eru ekki tiltækar í fyrirliggjandi gögnum, en almennt er talið að Bretland eigi nú um 225 kjarnorkuvopn.
Segjum svo að þessar Evrópuþjóðir eigi til saman rúmlega 500 kjarnorkusprengjur. En geta þessi ríki varið alla Evrópu? Samkvæmt upplýsingum frá Vísindavefnum frá árinu 1997 var talið að Bretland ætti þá um 200 kjarnorkuvopn. Frakkland getur varla varið alla Evrópu eingöngu með sínum 300 kjarnorkusprengjum, en það getur veitt sterka fælingarmátt gegn árásum á franska hagsmuni og bandamenn þess. Frakkar líta á kjarnorkuvopn sín sem sjálfstætt fælingartæki (force de frappe) og hafa beitt þeirri stefnu síðan á tímum Charles de Gaulle.
Þessar þjóðir verða að binda þessa skuldbindingu formlega til að eitthvað sé að marka þessa yfirlýsingu. En þetta hefur einhvern fælingarmátt. Búast má við að Frakkar og Bretar fjölgi kjarnorkuvopnum sínum í ljósi þess að Bandaríkjaher er að minnka viðveru sína í Evrópu. Munum að Rússar hafa eigin kjarnorkuvopnaher (já sérstaka hereiningu) og stríðskenning þeirra bygging á ef til innrásar kemur í Rússland, verði þeim beitt umsvifalaust. Þetta er sérstaklega hugsað gagnvart Kína sem er nátttúrulegur óvinur þeirra. Sama geta Evrópuríki gert. Það þarf þá ekki að fjölga svo mikið í evrópskum herjum.
Bloggar | 7.3.2025 | 08:23 (breytt kl. 09:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Trump hefur ekki tekið neinum silkihöndum á Zelenskí eins og sjá má af atburðarrás undanfarna daga. Nú er Zelenskí nauðbeygður til að láta að vilja Trumps í jarðefnamálinu og gengur líklega til friðarsamninga á næstunni. Rússar eru afar ánægðir með framgöngu Trumps.
En svo er það stóra spurningin. Hvernig mun Trump taka á Pútín við samningsborðið? Ef hann fer mjúkum höndum um Rússa, verða spurningar um tök Rússa á honum áleitnar. Þetta á eftir að koma í ljós fljótlega.
Bloggar | 5.3.2025 | 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hér hefur áður verið minnnst á David Starkey.
Fyrir þá sem ekki þekkja er Starkey breskur sagnfræðingur sem er þekktur fyrir sérfræðiþekkingu sína á sögu Tudor og fyrir hreinskilnar, oft umdeildar skoðanir sínar. Skoðanir hans ná yfir margvísleg söguleg, pólitísk og félagsleg efni. Starkey er þekktastur fyrir verk sín um Henry VIII, Elizabeth I og Tudor tímabilinu, þar sem oft er lögð áhersla á pólitíska hegðun konunga og dómstóla.
Hann hefur varið hlutverk konungsríkis í breskri sögu og heldur því fram að það hafi verið stöðugleikaafl. Samanburður á milli einvelda - Hann ber oft sögulega valdhafa saman við nútíma stjórnmálamenn, stundum umdeildur (t.d. að bera saman Elísabetu I og Margaret Thatcher).
En hér er ætlunin að skoða skoðun hans á og gagnrýni á frjálslyndu lýðræði, sérstaklega hvernig það hefur þróast í nútímanum. Þó að hann hafi varið hliðar hefðbundins frjálslyndis lýðræðis hefur hann einnig haldið því fram að það hafi breyst í kerfi þar sem elítur og minnihlutahópar fara með óhófleg völd yfir meirihlutanum.
Starkey kallar þetta stjórn minnihlutahópa yfir meirihluta. Hann hefur haldið því fram að nútíma frjálslynt lýðræði hafi færst frá upprunalegum tilgangi sínum og virki nú þannig að minnihlutahópar ráði stefnu og menningarlegum viðmiðum, oft á kostnað meirihlutans.
Hann lítur svo á að lög og pólitísk rétthugsun séu ekki notuð til að vernda grundvallarfrelsi, heldur til að bæla niður skoðanir meirihluta í þágu minnihlutahagsmuna.
Starkey hefur haldið því fram að stjórnvöld og réttarkerfi framfylgi nú stefnu sem hygla minnihlutahópum, sérstaklega með lögum um hatursorðræðu, fjölbreytileikakvóta og félagslega stefnu.
Hann lítur á þetta sem andlýðræðislegt og heldur því fram að meirihluta sé neitað um réttinn til að tjá skoðanir sínar opinberlega.
Þó að hann hafi gagnrýnt suma þætti almenns lýðræðis (svo sem tilfinningalega ákvarðanatöku), hefur hann einnig gefið til kynna að það geti þjónað sem leiðrétting á elítu stjórnað frjálslyndu lýðræði.
Hann hefur lofað Brexit sem dæmi um "vinsælt lýðræði" (popular democratcy) sem ögrar viðkomandi yfirstétt.
Sjónarmið Starkey er flókið að skilja - hann virðir hefðbundið frjálslynt lýðræði (réttarríki, stofnanir) en telur að það sé spillt af yfirráðum elítu og minnihlutahópa. Á sama tíma, á meðan hann óttast óstöðugleika alþýðulýðræðisins eða réttara sagt meirihluta lýðræðis; viðurkennir hann hlutverk þess við að endurheimta meirihlutaáhrif almennings í þjóðfélaginu.
Bloggar | 4.3.2025 | 18:59 (breytt kl. 19:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020