- Kapitalismi virðir einstaklingsfrelsi og eignarrétt, sem margir telja grundvallarmannréttindi. Hvetur til nýsköpunar og umbóta með samkeppni.Hefur leitt til mikillar hagsældar í mörgum ríkjum. Gagnrýnt hefur verið að hann geti ýtt undir ójöfnuð og félagslega útilokun. Efnahagslegt gildi einstaklinga fær oft meira vægi en manngildi þeirra. Margir lenda utanveltu ef þeir geta ekki keppt á markaðstorginu.
- Sósíalismi mannúðlegur? Hann leggur áherslu á jöfnuð og samhjálp samkvæmt kenningunni en verður alltaf í framkvæmd ofbeldi stjórnvalda og alræði einræðisherra eða flokks. Oft meira skipulögð velferðarkerfi en raunin hefur verið að allir eru jafn fátækir en með aðgengi að menntun og heilbrigiskerfi (illa reknu). Í ríkisreknu formi getur það dregið úr frelsi einstaklinga og frumkvæði. Söguleg dæmi sýna að valdboð og kúgun hafa oft fylgt í kjölfar sósíalískra tilrauna. Efnahagslegur hvati getur minnkað og þar með hagsæld. Í þetta fer Milton í myndbandinu og kemst að þeirri niðurstöðu að kapitalismi er í raun mannúðlegri í framkvæmd. Ekkert ríki í dag er gegnumheilt hreint kapitalíst, flestöll ríki í heiminum hafa lágmark velferðarkerfi, menntunarkerfi og heilbrigðiskerfi.
Hér snýr Milton listilega á sósíalistann Ólaf Ragnar Grímsson í rökræðum og reyndar fleiri.
Bloggar | 8.5.2025 | 12:52 (breytt kl. 12:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endalok seinni heimsstyrjaldar í dag. 80 ár síðan styrjöldinni lauk. Hvers ber að minnast og varast?
Í dag, 7. maí 2025, eru liðin nákvæmlega 80 ár frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk í Evrópu með formlegri uppgjöf nasista þann 7. maí 1945, sem gekk í gildi kl. 23:01 að kvöldi 8. maí og markaði það sem margir minnast sem sigurdaginn í Evrópu (VE Day).
Hvers ber að minnast?
Ótrúlega mannfórn og hörmungar styrjaldarinnar ber að minnast. Um 6070 milljónir manna létust, þar af milljónir saklausra borgara. Stríðið leiddi til útrýmingarbúða, þjóðarmorða (sérstaklega á gyðingum), sprengjuárása á borgir og djúpstæðra sársauka í öllum heimsálfum. Baráttunnar gegn fasisma og alræði lauk með lok styrjaldarinnar en baráttan gegn kommúnistmans hélt áfram í kalda stríðinu. Kannski lauk seinni heimsstyrjöldinni með lok kalda stríðsins og frelsun Austurtjaldsins - Austur-Evrópu. Það segja Austur-Evrópubúa einu rómi.
Seinni heimsstyrjöldin var átök milli lýðræðisríkja og alræðisríkja. Hún minnir okkur á að frelsi, mannréttindi og lýðræði eru ekki sjálfgefin, heldur þarf stöðugt að verja þau. Þó bandamenn hafi haft mismunandi markmið og stjórnarhætti (t.d. Bandaríkin og Sovétríkin), þá tókst þeim að vinna saman til að sigra nasismann (baráttan við kommúnistismans tók og stóð í 56 ár). Það undirstrikar mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu þegar hún er rétt miðuð. Endurreisnar Evrópu og stofnun stofnana til friðar. Meðal annars Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar urðu til í kjölfar styrjaldarinnar en því miður hafa þessar stofnanir reynst gagnlitlar. Sérstaklega S.þ. sem hefur aldrei getað stillt til friðar. Þessar stofnanir voru þó stofnaðar til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtækju sig.
Hvers ber að varast?
Að gleyma sögunni eða endurskrifa hana. Afneitun á helförinni, fegrun nasismans eða rangfærslur um aðdraganda stríðsins eru hættulegar þróanir. Minningin um seinni heimsstyrjöldina verður að byggjast á staðreyndum og heiðarlegri greiningu.
Tregðu til að bregðast við yfirgangi er enn gegnum gangandi. Stríðið kenndi okkur að hunsun eða friðkaup (eins og gagnvart Hitler fyrir 1939) getur kallað yfir heiminn enn verri hörmungar. Aðgerðarleysi gegn árásarhneigðum ríkjum getur kostað mikið.
Tæknilegum hörmungum og kjarnorkuvopn. Stríðið endaði með kjarnorkusprengju. Sú ógn hangir enn yfir mannkyninu og minnir á nauðsyn þess að takmarka vígbúnað og beita visku í alþjóðamálum en kannski koma kjarnorkuvopn í veg fyrir alsherjarstríð (e. total war) í dag. Nýjasta nýtt eru átök Pakistana og Indverjar síðastliðna daga eða Úkraínustríð en menn vita hvað gerist ef kjarnorkuvopn eru beitt.
Niðurstaða
Að minnast loks seinni heimsstyrjaldarinnar er ekki aðeins að heiðra þá sem féllu, heldur að endurnýja fyrirheit okkar um að verja lýðræði, berjast gegn alræði og tryggja að hörmungar fortíðar verði ekki framtíð annarra. Það er skylda kynslóða framtíðar að læra af reynslunni því friður krefst minningar, en einnig ábyrgðar.
Sagt er að þegar kynslóðin sem barðist er látin og farin yfir móðuna miklu, taki nýjar kynslóðir við sem þekkja ekki hörmungar fortíðarinnar og þær eru dæmdar til að endurtaka mistök fortíðar. Líkt og barn sem er tabula rasa, endurtekur sagan sig, því að stundum þurfa menn að upplifa hörmungar til að forðast þær í framtíðinni.
Því miður dugar ekki tal um hættur. Þetta hefur bloggritari brýnt fyrir blogglesendur að við þurfum að undirbúa okkur fyrir næsta stríð, því það kemur! Íslendingar eru ekki tilbúnir fyrir stórstyrjöld þótt stjórnvöld þykjast vera að undirbúa sig. Þjóðaröryggisráð er brandari, því miður, með fólk sem litla sem enga þekkingu á nútíma hernaði. Bloggritari getur ekki séð að gert sé ráð fyrir allar mögulegar sviðsmyndir framtíðarátaka í plönum íslenskra stjórnvalda.
Bloggar | 7.5.2025 | 19:13 (breytt kl. 19:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seinni heimsstyrjöld lauk 7. maí 1945 fyrir 80 árum. Sovétmenn og arftakar þeirra, Rússar viðurkennda þessa dagsetningu ekki vegna þess að þeir fengu ekki að taka þátt í undirritun uppgjafarskjala og hafa sína sigurhátíð síðar. Í Japan endaði stríðið 2. september og seinni seinni heimsstyrjöld þar með endanlega.
Það hefur hins vegar verið meira á reiki hvenær Hitler gaf upp andann. Margar sögur fara af endalokum hans en vinsælasta útgáfan má sjá í þýsku bíómyndinni Der Undergang. Hún er einföld. Hitler vildi ekki láta ná sér lifandi né líkið af sér. Hann gaf því fyrirmæli um að hann og eiginkonan hans þá, Eva Braun (ásamt tíkinni Blondie) yrðu brennd eftir þau hafi tekið sig af lífi með skammbyssuskoti og blásýru hylki.
En það er margt sem stenst ekki nánari skoðun. Í fyrsta lagi (ef það átti ekki að láta jarðneskar leifar þeirra finnast) var það undarlegt að hulsa líkin í mjög grunnri gröf beint fyrir framan útgang byrgisins sem Hitler dvaldist í síðustu daga og vikur líf síns ásamt SS liðum sínum.
Það fundust brunnar leifar af líkum fyrir framan útganginn en stærð líkamanna (karlsins) var minni en hæð Hitler sem menn útskýrðu með að líkið hefði skroppið saman í brunanum. Annað sem átti að staðfesta að líkið væri af honum var tannbrú sem fannst á líkinu en gallinn við það er að hún var óskemmd af eldi. Það vill svo til að það var til önnur tannbrú á lausu fyrir Hitler og kenningin er sú að SS hafi komið henni fyrir á líki af óþekktum einstaklingi, tannbrúin hent í gröfina en lík Hitlers hafi verið grafið annars staðar, þar nærri. Nánar til tekið í litlum "garði" eða porti við neyðarsjúkrahús sem var þarna steinsnar við. Þar var auðvelt að velja úr líkum til að setja í stað líka þeirra Hitlers og Evu. Dr. Mark Felton sem er sérfræðingur í örlögum Hitlers og seinni heimsstyrjöld kemur með þessa kenningu, sjá myndbandið hér að neðan.
Felton byggir þessa kenningu meðal annars á meintum ósamræmum í sovéskum skýrslum, vitnisburðum um ýmsa staðsetningar líkamsleifa og þeim leyndarhjúp sem Sovétmenn héldu yfir rannsókn sinni á dauða Hitlers.
Eftir fall Berlínar árið 1945 tóku Sovétmenn við svæðinu þar sem Führerbunker var. Þeir fundu líkamsleifar sem þeir töldu vera Hitler og Evu Braun í krónískum bruna, ásamt hundinum (Blondi). Þessar leifar voru sagðar grafnar skammt frá skýlinu og síðar teknar upp, rannsakaðar og að lokum eyðilagðar (samkvæmt opinberri sovéskri skýrslu voru þær brenndar og öskunni dreyft árið 1970 í Magdeburg, og þaðan áfram). Af hverju að brenna sönnunargögn? Af því að þetta voru ekki réttu líkin. Bería og Stalín voru þráhyggju um að vita örlög Hitlers. Til dauðadags trúði Stalín að Hitler hefði ekki fundist.
Eftir hrun Sovétríkjanna birtust nýjar upplýsingar, meðal annars um höfuðkúpubrot sem þeir geymdu og sögðu vera úr hauskúpu Hitlers. Á 21. öld voru framkvæmd DNA-próf sem sýndu að þetta brot tilheyrði konu (sem gæti hafa verið Eva Braun eða einhver önnur). Þetta hefur vakið vafa um áreiðanleika sovéskra gagna.
Fjöldi vitna (þar á meðal Heinz Linge og Otto Günsche, sem voru nánir lífverðir og þjónar Hitlers) lýstu mjög nákvæmlega hvernig lík Hitlers og Evu voru brennd á yfirborðinu rétt fyrir utan neyðarútganginn að garðinum á bak við skýlið. Þeir gáfu nákvæmlega sömu lýsingu í skýrslutökum bæði hjá Sovétmönnum og síðar hjá Vesturveldunum. Þeir segja að Hitler hafi framið sjálfsmorð með byssu í munn og Eva með eitri. Lík þeirra hafi verið sett í gryfju, brennd og mulin með skóflu.
Vitnisburðir beinna sjónarvotta spyr maður sig? Það gleymist að þetta voru undirmenn Hitlers og gallharðir nasistar og þeir sóru að koma að í veg fyrir lík Hitlers félli í hendur óvina eins og gerðist með Mússólíni. Þeir hafa því búið til leiksýningu á stað A til að villa um fyrir rannsakendum óvinanna en komið líkinu fyrir á stað B sem var steinsnar hjá (gátu ekki farið langt í allri sprengjuhríðinni).
Það er rökrétt að þeir sem voru dyggir undirmenn Hitlers Linge, Günsche, Bormann og fleiri hefðu viljað tryggja að lík hans færi aldrei í hendur óvinanna, eins og gerðist með lík Mússólínis, sem var dregið um götur Milan og hengt upp fyrir almenning.
Það sem styður kenningu Feltons er að þeir sem sáu "brennsluna" voru allir harðir nasistar eða SS-menn. Þeir gátu auðveldlega samræmt frásagnir sínar áður en þeir voru handteknir. Í reynd eru þeir einu sjónarvottarnir að "atvikinu" sjálfu. Tilgangur þeirra var að tryggja að Hitler yrði hvorki hnepptur lifandi né niðurlægður í dauða (sem Hitler lagði mikla áherslu á fyrir dauða sinn). Þeir gátu því meðvitað sett upp sviðsetta brennslu á stað A fyrir óvinina að finna. Síðan komið líkinu fyrir á "stað B", nær en ógreinanlega, og jafnvel geymt það lengur.
Rannsakendur Sovétmanna fundu ekkert ákveðið á þeim stað sem sagður var grafinn. Þetta styður þá kenningu að líkið hafi ekki verið þar þegar þeir komu. Síðari frásagnir sovéskra lækna voru gerðar í pólitískum tilgangi. Stalín trúði aldrei þeirri útgáfu sem Sovétmenn buðu upp á. Hann taldi annað hvort að Hitler hefði sloppið, eða að örlög hans væru vísvitandi hulin.
Kenning Felton er að lík hans sé hjá Kempka haus í fjöldagröf. Hvað sem hafi gerst eftir stríðið er ekki vitað. Annað hvort voru líkin grafin upp síðar og komið fyrir annars staðar eða líkið hans liggur undir bílastæði sem er þarna í dag rétt við tré. Þjóðverjar hafa reynt að búa vel um öll lík sem þeir hafa fundið, líka af óþekktum líkum. Það sem styður að grafir séu þarna ennþá er að ekki er grafið djúpt þegar bílastæði eru lögu. Aðeins um hálfan meter í stað margra metra þegar byggingar eru byggðar.
Það sem styður kenningu Feltons af hverju líkið gæti verið þarna ennþá er:
Sovétmenn voru í óvissu varðandi staðsetningu: Margir þeirra sem sáu svæðið voru hermenn eða rannsóknarmenn sem þekktu ekki skipulag bygginga nákvæmlega en þarna var mikil húsaþyrping bygginga í rúst.
Þeir fundu ekki lík strax og þurftu að leita ítrekað, með mótsagnakenndum frásögnum um hvaðan þau voru grafin upp.
Líkin voru hugsanlega aldrei grafin djúpt heldur aðeins um 50 cm djúpt, eins og Kempka segir sem myndi þýða að:
Þegar bílastæðið var malbikað voru grafirnar aldrei truflaðar, þar sem slíkt malbik krefst ekki dýpra jarðrasks.
Það sem styður kenninguna mest er að engin djúp jarðvinna hefur (líklega) átt sér stað á þessum reit. Húsgrunnar krefjast 24 m dýptar, en bílastæði sjaldan meira en 0,51 m.
Ef Sovétmenn grafa á stað A og finna eitthvað, en það passar ekki alveg við frásagnir þeirra sem voru á staðnum gæti það einfaldlega verið vegna þess að lík Hitlers var aldrei þar, heldur rétt hjá. Það væri klárlega það sem SS-foringjar vildu, það er að fela lík hans þannig að það fyndist ekki strax, en í nágrenni bunkersins og með sviðsetningu á réttum stað til að villa um fyrir óvininum.
Niðurstaða
Kenning Feltons um að lík Hitlers sé enn undir bílastæði við gamla bunkersvæðið mögulega með lík Goebbels-hjónanna og annarra er byggð á: raunverulegum framburði sjónarvotta (Kempka, Günsche), sálrænum hvötum nasista, ósamræmi í sovéskum niðurstöðum og því hvernig engin rök liggja fyrir því að grafirnar hafi verið grafnar upp eftir stríðið.
Það sé ekki vitað hvað gerðist eftir stríðið og ef ekkert hefur truflað jarðveginn á þessum stað síðan, gætu leifar Hitlers enn legið þar í moldinni, 80 árum síðar.
Allt í lagi, kenning er kenning en það er hægt að afsanna eða sanna kenningu með rannsókn. Með fornleifarannsókn eða rannsókn í skjalarsöfnum Austur-Þýskalands og KGB/NKVD. Stasi-skjalasafnið (BStU nú hluti af þýsku sambandsríkisskjalasafninu) gæti innihaldið sérstakar tilkynningar, kort, skýrslur eða eftirlitsgögn sem vísa til framkvæmdar við bunkersvæðið t.d. jarðrask, afmörkun "viðkvæmra svæða" eða fyrirmæli frá sovéskum yfirmönnum.
Bloggar | 6.5.2025 | 18:03 (breytt 7.5.2025 kl. 07:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menn virðast halda að það eigi að stunda "hlutfalls" (e. porporational war) stríð í stríðsrekstri í dag. En menn gleyma að þegar barist er upp á líf eða dauða, er ekkert sem kalla má hlutfallslegt stríð.
Bandaríkin segjast stunda hlutfalls stríð með nákvæmisaðgerðum (e. drone warfare) Bandaríkin hafa í Afganistan, Pakistan, Jemen og víðar beitt ómannvæddum drónum og fullyrt að þeir hái hlutfallslegt stríð með hnitmiðuðum árásum. Í raun hefur þó komið í ljós að borgaraleg mannföll hafa verið meiri en gefið var upp, og gagnsæi skortir. Þetta er í raun taktík sem Bandaríkjamenn geta leyfts sér vegna þess að þeir eru með hernaðaryfirburði. Um leið og þeir þurfa að berjast upp á líf og dauða, breytist stragtegían og þeir fara að stunda alsherjarstríð (e. total war).
Annað dæmi er Frakkland og Bretland í Sahel eða Miðausturlöndum (sem lítið fer fyrir) Þar hafa vesturveldi stundum tekið þátt í aðgerðum gegn hryðjuverkahópum með þeirri röksemd að þær séu takmarkaðar og hlutfallslegar. Aftur á móti hefur gagnrýni komið fram um að valdbeitingin geti ýtt undir víðtækari átök.
Eins má segja um Ísrael (í sumum aðgerðum) Ísrael hefur stundum lýst aðgerðum sínum sem hlutfallslegum við ógnina, sérstaklega gagnvart Hamas eða Hezbollah. Hins vegar hefur það verið mjög umdeilt margir alþjóðlegir aðilar og mannréttindasamtök telja að aðgerðir Ísraela fari oft fram úr hlutfallslegri valdbeitingu, sérstaklega með tilliti til borgaralegra mannfalla. Þeir segja á móti að þeir séu að berjast á mörgum vígstöðvum og barist sé um tilveru Ísraelsríkis.
Í raun með tæknivæddu samfélagi samtímans, er alsherjarstríð reglan. Stríð þar sem öll úrræði samfélagsins efnahagsleg, félagsleg, hernaðarleg og pólitísk eru beitt til að ná fullum sigri, og enginn greinarmunur er lengur gerður á vígvelli og heimavelli.
Dæmi um þetta er seinni heimsstyrjöldin (og fyrri): öll samfélög beittu sér til fulls konur í verksmiðjum, matarskortur, loftárásir á borgir (Dresden, Hiroshima), skilyrðislaus uppgjöf óvinarins var markmiðið. Borgaraleg mannföll voru ekki talin forðast heldur hluti af aðgerðunum jafnvel viljandi. Einkenni þess konar stríðsrekstrar er mobilisering alls samfélagsins. Enginn friðargrunnur fyrr en annað hvort tapar algjörlega. Hlutleysi ríkja virt að vettugi. Allt er skotmark, líka borgarar. Ekkert ríki segir; ó, óvinaherinn sendir aðeins 5 þúsund hermenn, við skulum líka gera það!
Stríð á öllum tímum er enginn leikur. Menn beita þeim ráðum sem þeir telja að dugi til sigurs. Það var ekkert "sanngjarnt" við loftárásir bandamanna á borgir Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni, gas árásir Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöld - sjálfmorðsárásir óbreyttra hermanna í skotgrafahernaðinum eða útrýmingabúðir nasista til að eyða andstæðingum. Íslendingar fengu að kynnast alsherjarstríði seinni heimsstyrjöldinni, þegar skip og bátar þeirra voru sökkt af þýskum kafbátum og hlutleysi landsins troðið niður af Bretum.
Bloggar | 5.5.2025 | 11:49 (breytt kl. 11:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þegar Trump kom með þá að því virðist fjarstæðukenndu hugmynd að innlima Kanada inn í Bandaríkin sem 51 ríkið, hlóu margir eða hristu höfuðið í vantrú. En hugmyndin er ekki eins fjarstæðukennd og ætla mætti.
Byrjum á staðreyndum til að fá mynd af landinu. Kanada er sambandsríki, sem tíu fylki og þrjú sjálfstjórnarsvæði mynda. Ottawa er höfuðborg Kanada, en stærstu þéttbýli landsins eru í kringum Toronto, Montreal og Vancouver. Íbúar eru um 40 milljónir. Með öðrum orðum er Kanada svipað uppbyggt og Bandaríkin. Eins og allir vita eru ríkin 50 í Bandaríkjunum og hvert með eigin ríkisstjóra, þing og löggjöf og dómstóla upp í hæstaréttarstig. Yfir öllum ríkjunum er alríkisstjórn með æðstu lög og hæstarétt og alríkisstjórn.
Það er því næsta auðvelt að innlima enn eitt ríkið/fylkið úr Kanada eins og Trump lagði til. En íbúarnir verða að vilja innlimum, því ekki verður Kanada eða einstaka fylki þess tekið með hervaldi. Það vill svo til að Kanadamenn eru ekki á einu máli að vilja vera í ríkinu Kanada.
Flestir þekkja sjálfstæðisbaráttu Quebec en íbúar þar eru flestir frönskumælandi en færri þekkja til sjálfstæðisbaráttu Alberta fylkis. Byrjum á Alberta, byggt á Wikipedia.
Aðskilnaðarstefna Alberta samanstendur af röð hreyfinga frá 20. og 21. öld (bæði sögulegra og nútíma) sem berjast fyrir aðskilnaði Alberta-héraðs frá Kanada, annað hvort með stofnun sjálfstæðs ríkis, nýrrar sambandsríkis við önnur héruð í Vestur-Kanada eða með því að sameinast Bandaríkjunum sem yfirráðasvæði eða fylki.
Helstu vandamálin sem knýja áfram aðskilnaðarstefnu hafa verið valdamisræmið gagnvart Ottawa og öðrum vesturhéruðum, söguleg og núverandi ágreiningur við alríkisstjórnina sem nær meira en öld aftur í tímann, allt frá óuppfylltu Buffalo-héraði, sérstaða Alberta gagnvart einstakri menningarlegri og stjórnmálalegri sjálfsmynd, og fjárhagsstefna Kanada, sérstaklega hvað varðar orkuiðnaðinn. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Fjármagnið streymir úr þessu litla fylki með 5 milljónum íbúa í velferðahítið sem vinstri menn hafa skapað í Ottawa en lítið kemur inn. Sum sé, peningar skipta hér öllu máli. Auðvelt er að sameina fylkið við Bandaríkin, enda liggja landamærin saman við fylkið.
Hins vegar hafa Quebec búar gengið lengst og haldið atkvæðagreiðslu um aðskilnað. Í síðustu kosningum munaði bara prósentustigi á milli og fylkið rétt hélst innan fylkjasamband Kanada.
Skoðum sjálfstæðisbaráttu sögu Quebec. Fullveldishreyfing Quebec er stjórnmálahreyfing sem hefur það að markmiði að ná sjálfstæði Quebec frá Kanada. Fullveldissinnar leggja til að íbúar Quebec nýti sér sjálfsákvörðunarrétt sinn meginreglu sem felur í sér möguleikann á að velja á milli sameiningar við þriðja ríki, stjórnmálalegrar tengingar við annað ríki eða sjálfstæðis þannig að íbúar Quebec, sameiginlega og með lýðræðislegum hætti, gefi sér fullvalda ríki með eigin sjálfstæðri stjórnarskrá.
Fullveldissinnar Quebec telja að slíkt fullvalda ríki, Quebec-þjóðin, væri betur í stakk búið til að efla eigin efnahagslega, félagslega, vistfræðilega og menningarlega þróun. Fullveldishreyfing Quebec byggir á þjóðernishyggju Quebec. En hér er aðalpúðrið og hefur valdið því að íbúar ákveðins svæðis ákveða að sameinast í eina þjóð: Tungumál og menning.
Í Quebec er franska móðurmál um 7,3 milljóna manna. Þetta þýðir að næstum 80 prósent íbúanna eru kanadískir frönskumælandi! (Önnur 8 prósent eru enskumælandi og hin 12 prósentin eru "allofónar" sem tala önnur tungumál en frönsku eða ensku.)
Quebec búar eru því nærri að segja skilið við Kanada en Alberta búar. Þess vegna er Trump að sá sundrungu meðal Kanadamanna og fá eitthvert fylkjanna til að segja skilið við Kanada. Hingað til hefur árangurinn verið að Íhaldsflokkur Kanda beið ósigur (naumlega) fyrir Frjálslindisflokk Kanada sem Trudeau stýrði frá 2015 við sífellt minna fylgi. Hann sagði af sér og nýr formaður tók við og það dugði til sigurs. En fjögur ár er langur tími og fólk er orðið hundleitt á woke stefnu Frjálslindaflokksins þótt það hafi kosið flokkinn til að verjast ásælnis Trumps. Kanada gæti liðast í sundur á næstu 4 árum með Frjálslindaflokkinn við stjórnvöl. Eina sem sjálfstæðissinnar vantar, er öflugur leiðtogi.
Bloggar | 4.5.2025 | 10:23 (breytt kl. 10:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Förum í stutt sögulegt yfirlit. Bandaríkjaher var stofnaður 14. júní 1775 af Bandaríska meginlandsþinginu. (Continental Congress), tveimur dögum áður en George Washington var útnefndur yfirhershöfðingi nýstofnaðs Continental Army. Herinn var stofnaður til að berjast gegn Bretum í frelsisstríðinu (American Revolutionary War, 17751783).
Bloggritari fékk ChatGPT til að koma þessu saman í stutt yfirlit en þurfti að leiðrétta gervigreindina á sumum stöðum.
1. Frelsisstríðið (17751783)
Markaði upphaf sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna.
George Washington leiddi herinn til sigurs með aðstoð frá Frökkum.
2. 19. öld: Vöxtur og borgarastyrjöld
1812-stríðið gegn Bretum (18121815).
Landvinningar vestur um landið (Manifest Destiny).
Borgarastyrjöldin (18611865): Mestu mannfall í sögu hersins; norðanmenn (Union Army) gegn suðurríkjunum (Confederate Army).
3. Heimsstyrjaldirnar
Fyrri heimsstyrjöld (19171918): Bandaríkin taka þátt síðla í stríðinu.
Seinni heimsstyrjöld (19411945): Mikill hernaðarvöxtur og mikilvægt hlutverk í sigri bandamanna.
4. Kalda stríðið og Kórea/Víetnam
Kóreustríðið (19501953) og Víetnamstríðið (19551975).
Herinn umbreytist í fagher með áherslu á kjarnorkuviðbúnað, tækni og alþjóðlegt inngrip.
Víetnamstríðið (19551975)
Yfirlit:
Langvinnasta stríð í sögu Bandaríkjahers fram til 21. aldar.
Bandamenn studdu Suður-Víetnam gegn kommúnistum í Norður-Víetnam og Víetkong-uppreisnarmönnum.
Hernaðarleg þátttaka Bandaríkjanna jókst verulega eftir Gulf of Tonkin-insidentið 1964.
Hernaðarlegar staðreyndir:
Um 2,7 milljónir Bandaríkjamanna þjónuðu í Víetnam.
Um 58.000 létust og meira en 150.000 særðust.
Notkun napalm, Agent Orange og leynilegar aðgerðir í nágrannalöndum (Laos og Kambódíu) ollu miklum deilum.
Af öllum stríðum Bandaríkjamanna hefur þetta stríð haft mest langvarandi áhrif á sjálfmynd þeirra. Þetta var ósigur (kannski ekki á vígvellinum en pólitískt séð).
5. Persaflóastríð, 9/11 og stríðið gegn hryðjuverkum
Persaflóastríðið (19901991) gegn Írak.
Árásirnar 11. september 2001 marka upphaf að:
Afganistan (20012021).
Írakstríðið (20032011).
6. Nútíminn og framtíðin (20102025)
Herinn hefur einbeitt sér að tækniþróun, netöryggi og rýmishernaði.
Hefur dregið úr viðveru erlendis en viðheldur umtalsverðu alþjóðlegu öryggishlutverki.
Stærð og dreifing Bandaríkjahers leiðréttar tölur (2025)
Fjöldi hermanna:
Virkt lið (Active Duty): ~480.000500.000 hermenn í Bandaríkjaher (U.S. Army).
Varalið og þjóðvarðlið (Army Reserve og National Guard):
Army Reserve: ~190.000
Army National Guard: ~330.000
Samtals innan ramma U.S. Army: um 1 milljón hermanna
En ef þú telur með öll hernaðararm (Army, Navy, Air Force, Marines, Space Force, Coast Guard) er heildarfjöldinn nálægt 1,31,4 milljónum virkra og 800.000 í varaliðum.
Herstöðvar um allan heim:
Bandaríkin reka meira en 800 herstöðvar eða hernaðarlega viðveru í yfir 70 löndum.
Stærstu erlendu stöðvar:
Þýskaland (Ramstein, Grafenwöhr, Wiesbaden)
Japan (Okinawa og fleiri)
Suður-Kórea (Camp Humphreys stærsta bandaríska herstöðin erlendis)
Kuwait, Bahrein, Djíbútí, Bretland, Ítalía o.fl.
Þessar stöðvar eru notaðar til:
Víghreiðurs og viðbúnaðar í alþjóðlegum átökum
Varnarsamstarfs og æfinga með bandamönnum
Umráðasvæða fyrir flutninga, njósnir, dróna og nethernað
Tilvísun í ChatGPT lýkur.
Nú á þessi herafli afmæli í júní. Donald Trump forseti mun halda hergöngu í júní til að heiðra hermenn og aðra hermenn í virkri þjónustu og minnast 250 ára afmælis bandaríska hersins, að því er Fox News Digital segir.
Skrúðgangan er áætluð 14. júní, á 250 ára afmælisdegi bandaríska hersins og afmælisdegi Trumps. Þess má geta að Trump hefur dreymt um slíka skrúðgöngu síðan hann varð vitni að slíkri í París, Frakklandi. En honum hefur ekki orðið að ósk sinni fyrr en nú.
En þá að spurningunni í titli pistilsins. Hafa Bandaríkjamenn öflugasta her sögunnar? Bandaríkjamenn monta sig af því reglulega að hafa öflugusta her sögunnar. En er það rétt? Var ekki rómverski herinn sá öflugasti? Það er nefnilega erfitt að bera saman heri á mismunandi tímabilum. Árangur Bandaríkjahers á vígvellinum hefur ekki alltaf verið til að hrópa húrra fyrir.
Ef Bandaríkjaher er borinn saman við rómverska herinn, sem er ansi erfitt að bera saman, enda á ólíkum tímum, þá kemur ýmislegt í ljós og það fer eftir því hvernig maður metur hernaðarlega yfirburði. Tækni og fjármunir? Þá leiðir Bandaríkjaher í dag. Útbreiðsla og viðverustjórnun? Bandaríkjamenn hafa herstöðvar um allan heim. Hernaðarárangur? Þá verður myndin mun flóknari. Langlífi, agi, áhrif á heimssöguna? Þá á rómverski herinn fullan rétt á kröfu um titilinn.
Bloggritari bað ChatGPT enn um samantekt:
Samanburður: Ekki eins einfaldur og hann virðist vera
Tímalengd yfirburða | 5 aldir | ~1 öld (frá WWII) |
Yfirráð | Evrasía | Heimurinn |
Tækni (miðað við samtíma) | Mjög há | Langhæst |
Hernaðarárangur | Langlífur og stöðugur | Blandaður (sigur/töp) |
Arfleifð | Menningarleg, stjórnarfarsleg | Tæknileg, efnahagsleg |
Þessi samanburður er ágætur í sjálfu sér en maður mælir styrk hers eftir hernaðarárangri, hitt er aukaatriði. Til hvers að vera með stærsta her í heimi, herstöðvar um allan heim, bestu tækni o.s.frv. ef herinn gerir ekki það sem hann á að gera: Vinna stríð!
Bloggritari hefur skrifað um hernaðarsögu í áratugi og er menntaður á þessu sviði og að hans mati er markmið hers og hér er vísað í Clausewitz:
Her er tæki ríkisvaldsins til að ná pólitískum markmiðum með ofbeldi þegar annað dugar ekki.
Carl von Clausewitz (frægasta herfræðikenning sögunnar)
Ef herafli jafnvel sá fullkomnasti tæknilega nær ekki pólitískum markmiðum sínum með hernaði, þá hefur hann brugðist meginhlutverki sínu.
Bandaríkjaher er því ekki öflugusti her heimssögunnar (rómverski herinn tapaði orrustum en nánast aldrei stríðum, ekki fyrr en undir lok heimsveldsins er það er meiri pólitísk saga og hagsaga) en sá rómverski...hingað til.
Bandaríkjaher á eftir að klára sína sögu, e.t.v. erum við í miðjum söguþræði og hann á eftir að taka yfir allan hnöttinn, hver veit.
Bloggar | 3.5.2025 | 11:12 (breytt kl. 11:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á þessu bloggi hafa ríkisfyrirtækin RÚV og ÁTVR - Vínbúðin verið tekin fyrir og skömmuð fyrir lélega viðskiptahætti. ISAVIA er enn eitt ríkisapparatið sem sér um reksturinn á Keflavíkurflugvelli.
Fyrirkomulagið ohf = opinbert hlutafélag, er ekkert annað ríkisrekstur. Það væri alveg eins gott að gera þetta að ehf (einkahlutafélag) og innleiða samkeppni, í áfengissölu (Vínbúðin) og fjölmiðlarekstri (RÚV) en erfiðara er að eiga við ISAVIA (rekstur Keflavíkurflugvallar), því ekki er hægt að setja upp tvær flugstöðvar á sama blett! Það þyrfti því að setja þetta ohf undir hatt stofnunar.
Ríkisstarfmennirnir sem eru í stjórn ISAVIA eru ekki fremar en aðrir ríkisforstjórar og stjórnarmenn starfi sínu vaxnir (ekki okkar peningar eða okkar hagsmunir, komum málinu frá okkur!).
Nú er að koma í ljós að fríhöfnin sem telst vera sérstakur og lokaður markaður er komin í hendur erlends fyrirtækis með slæmt orðspor. Þýskt fyrirtæki Heinemann er að taka yfir reksturinn og byrjar ekki vel. Það byrjar á að kúga birgja (íslenska) sem eru örsmáir og vanmáttir með að taka meira af framlegð til sín áður hefur tíðkast.
Þetta er bagalegt því að ÁTVR hefur framselt smásölurekstur sinn (ríkiseinokun) til einkafyrirtækis sem er í einokunarstöðu. Það er engin samkeppni á Keflavíkurflugvelli. Það væri annað ef það væru tvær fríhafnir á flugstöðinni. Samkeppniseftirlitð hlýtur að taka málið í sínar hendur (er vantrúaður að eitthvað gerist).
Það er vandi að sjá hvort er verra, ríkisfyrirtæki í einkarekstri eða fyrirtæki með einokunarstöðu. Hvorutveggja jafn slæm fyrirbrigði og neytandinn verður alltaf undir. Fyrirtæki sem skipta við Heinemann hljóta að þurfa að hækka verð sín til að lifa af, þ.e.a.s. ef Heinemann leyfir það.
Annars er fríhöfnin ansi dýr, t.d. sælgæti og annar varningur og bloggritari er t.d. hættur að grípa varning með við komuna til landsins.
Bloggar | 2.5.2025 | 11:47 (breytt kl. 18:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Larry Kudlow á Fox Business segir fréttir af samdrátt í Bandaríkjunum vera falsfréttir. Fyrirtæki eru að fjárfesta á fullu á meðan alríkisstjórnin er að spara. Neyðsluvörur fara lækkandi og orkugjafi atvinnulífsins - jarðeldsneytið, þ.e. olíu- og gasverð hríðlækkað. Mikil fjárfesting er í atvinnutækjum og verksmiðjum á sér stað núna og á fundi Trumps með risafyrirtækjum og fulltrúum þeirra í gær þakkaði hann þeim fyrir að ætla að fjárfesta í Bandaríkjunum fyrir billónir dollara og allt að 8 billjónum sem hann segist vita af. Þess má geta að alríkis útgjöldin eru um 6,75 billjónir dollara.
Þessar fjárfestingar taka tíma að tikka inn en eru þegar farnar að hafa áhrif á væntingar. Á sama tíma er á leiðinni umfangsmikar skattalækkanir á almenning og fyrirtæki af hendi Bandaríkjaþings og afnám reglugerða fargansins. Það má jafnvel búast við að atvinnulífið fari á yfirsnúning.
Bandaríkin eru nú að endursemja tolla við tugir ríkja á þessari stundu og ekkert þeirra ætlar í tollastríð við þau nema Kína sem neyðist til að koma að samningsborðinu fyrr eða seinna. Þetta mun skila inn meiri tekjur fyrir ríkissjóð BNA og meiri útflutning bandarískra fyrirtækja. Spurningin er: Gullöld framundan fyrir bandarískt efnahagslíf?
P.S. Eru Íslendingar að reyna að semja við bandarísk stjórnvöld?
Bloggar | 1.5.2025 | 10:47 (breytt kl. 10:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er kannski ekki allt hulið almenningi hvað Borgarlínu fólkið er að gera, en flestir vita að byrjað er á Fossvogsbrú. Að sjálfsögðu er reikningurinn himinhár enda verður þetta stælbrú fyrir fáeina útvalda. Ekki venjulegt fólk á fólksbifreiðum. En hvað, þetta eru ekki okkar peningar, förum á eyðslufyllerí segja þeir sem taka ákvörðun!
Annars er hugmyndin um Fossvogsbrú góð, ef hún væri fyrir alla, ekki bara þá hópa sem eru í náðinni hjá woke elítunni sem vill bara samgöngur fyrir gangandi, hjólandi og farþega strætó en ekki okkur hin sem erum í meirihluta og á bílum.
Annað "snilldarverk" eru framkvæmdir í Hafnarfirði. Á vef Borgarlínunnar segir að: "Hönnun frumdraga á um 2 km löngum vegakafla í Hafnarfirði, sem tilheyrir fjórðu lotu Borgarlínunnar, er hafin og ...Vegkaflinn verður mikilvæg tenging sem nær frá sveitarfélagsmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Reykjavíkurveg að verslunarkjarnanum Firði í miðbæ Hafnarfjarðar." Þetta er gott og blessað en hvernig snillingarnir ætla að breikka þennan þrönga vegakafla verður athyglisvert að sjá. Vonandi ekki með að þrengja að annari umferð!
Það liggur fyrir að það þarf að tvöfalda Fjarðahraun (sem er hluti af Reykjanesbraut) og liggur frá Kaplakrika til Engidals. Mér skilst þessi breikkun sé hluti af borgarlínu verkefnisins og ef svo er, getum við þurft að bíða í það óendalega eftir að verkið fari af stað? Þetta er eins og við vitum allir algjör flöskuháls á alla umferð sem liggur um Hafnarfjörð frá úthverfum Hafnarfjarðar og umferðar til Suðurnesja. Svo skilst mér að mislæg gatnamót eigi að ligga um Engidal sem liggur í framhaldi af Fjarðarhrauni og er flöskuháls. En ekki verður byrjað á þessu brýna verkefni í bráðinni.
Borgarlínan er hluti af svonefndum Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og framkvæmda á vegum sveitarfélaga þess til ársins 2040. Á vef Stjórnarráðsins segir: "Heildarfjárfesting samgöngusáttmálans nemur 311 milljörðum kr. Ábatinn er metinn 1.140 milljarðar kr. til 50 ára, innri vextir 9,2% og ábati sem hlutfall af kostnaði er um 3,5. Það þýðir að fyrir hverja krónu sem lögð er í verkefnið fær samfélagið þrjár krónur til baka."
Þetta er mikið bjartsýnistal, þegar allir vita að fjárhagsáætlanir Íslendinga eru ekki salernispappírsins virði. Alltaf er farið fram úr áætlun. En það er ekki allt vitlaust í þessum sáttmála. Margt er þörf á og fyrir löngu tímabært í ljósi þess að verklegar framkvæmdir, sérstaklega í Reykjavík, hafa verið litlar sem engar í stjórnartíð sósíalistanna í borgarstjórn. Nú er helsta hindrunin farin úr borgarstjórn og sestur á Alþingi en þar fer ennþá lítið fyrir kappann.
Eftirfarandi er nánari lýsing á verkefnaflokkunum og hlutdeild í samgöngusáttmálanum:
- Stofnvegir 42%. Ráðist verður í sex stór verkefni við stofnvegi á höfuðborgarsvæðinu til viðbótar við þau þrjú sem lokið er á vegum sáttmálans (stofnvegaverkefni á Suðurlandsvegi, Vesturlandsvegi og Reykjanesbraut). - Ætti að vera þjóðhagslegt arðsamt.
- Borgarlína og strætóleiðir 42%. Almenningssamgöngur verða stórbættar með uppbyggingu Borgarlínu í sex lotum. Þjónusta við íbúa verður stöðugt bætt með samþættu leiðaneti strætisvagna og Borgarlínu. - Líklega ekki arðsamt. Nær væri að búa til sérakreinar fyrir strætó eins og gert hefur verið með góðum árangri hingað til. En annað vegkerfi fyrir borgarlínu vagna....
- Hjóla- og göngustígar 13%. Hjóla- og göngustígum verður fjölgað og þeir bættir verulega í uppfærðum sáttmála, en lagðir verða um 80 km af nýjum stígum til viðbótar við 20 km sem þegar hafa verið lagðir á vegum sáttmálans. - Þetta er ekki forgangsatriði og ætti að vera ákvörðunarefni sveitafélaga. En ef hér er talað um tengu sveitafélaga með hjóla- og göngustígum, er annað mál að ræða.
- Umferðarstýring, umferðarflæði og öryggisaðgerðir 3%. Fjárfest verður áfram í nýrri tækni og búnaði til að bæta umferðarflæði og -öryggi á stofnvegum. - Og þótt fyrr hefði mátt vera. Sósíalistarnir í Reykjavík hafa lengi staðið á móti tæknivæðingu umferðastýringu, því jú það á að gera bifreiðaeigendum erfitt fyrir og neyða þá með góðu eða illu í strætisvagna eða á göngustíganna. En er þrengt að bílaumferð, tvöfaldar akreinar sameinaðar í eina og flöskuhálsar búnir til ásamt hundruði hraðanhindrana (meira segja á gatnamótum).
Gott og vel, ef það á ekki að þrengja að bílaumferð í öllum þessum skarkala, þá þurfum við að taka við himinháan reikning fyrir þessar framkvæmdir. Vonandi búa menn ekki til umferðastíflur í stað þess að leysa umferðahnúta. En bloggritari er ekki bjartsýnn....til þess er woke bílahatrið of mikið.
Bloggar | 30.4.2025 | 10:14 (breytt kl. 11:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú eru ríkisstjórnarflokkarnir að hreykja sig af því að nú sé að vera breyta meingölluðum útlendingalögum (í þriðja sinn!).
Á Facebook síðu Flokk fólksins segir:


Til að útlendingur fái íslenskan ríkisborgararétt þarf hann að uppfylla ákveðin skilyrði sem sett eru í íslenskum lögum um ríkisborgararétt, nr. 100/1952. Hér eru helstu almennu skilyrðin. Hann þarf að hafa dvalarleyfi og lögheimili á Íslandi. Yfirleitt þarf viðkomandi að hafa búið hér samfellt í 7 ár sem er ekki langur tími t.d. til að ná hæfni í íslensku. Íslensk grunnskólabörn þurfa að læra íslensku í 10 ár í grunnskóla til að teljast slakkfær í móðurmálinu. Fyrir ríkisborgara Norðurlandanna (Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland) dugar 4 ár. Fólk sem er í hjónabandi eða sambúð með íslenskum ríkisborgara getur sótt eftir 3 árum (ef sambandið hefur staðið yfir í a.m.k. 2 ár). Flóttamenn þurfa oft aðeins 5 ár. Af þessu má ráða að ekki eru miklar kröfur gerðar til útlendinga varðandi búsetur eða þekkingu á tungumálinu.
Viðkomandi þarf að hafa hreinan sakavottorð sem ekki virðist vera farið eftir þegar menn þurfa að breyta lögum. Þarf að sýna fram á að hann geti séð fyrir sér (með vinnu, tekjum eða stuðningi). Hvað ef svo er ekki? Fá menn samt ríkisborgararétt? Þarf að vera fullnægjandi sjálfbjarga í íslensku samfélagi segir einnig.
Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á íslensku. Þarf að geta sýnt fram á ákveðna þekkingu á íslenskri tungu. Algengt er að fólk þurfi að hafa lokið ákveðnu íslenskuprófi fyrir ríkisborgararétt. Ekki virðast kröfurnar vera miklar, því margir sem eru með íslenskan ríkisborgararétt tala aðeins ensku eftir 10+ ára dvöl á Íslandi. Einnig er oft krafist að umsækjandi hafi grunnþekkingu á íslenskum samfélagsháttum og stjórnkerfi. Þetta getur verið metið með sérstökum prófum eða námskeiðum.
Svo er það tvöfaldi ríkisborgararétturinn. Íslendingar mega halda sínum ríkisborgararétti jafnvel þótt þeir verði ríkisborgarar í öðru landi. Útlendingar sem fá íslenskan ríkisborgararétt þurfa ekki lengur að afsala sér fyrri ríkisborgararétti sínum Þetta er kannski gott ákvæði og opnar leið fyrir að afturkalla íslenska ríkisborgararéttinn ef viðkomandi reynist vera glæpamaður. Hann getur þá haldið sínum gamla og farið til síns heimaland og framið afbrot þar.
Bloggritari finnst að menn þurfi að lágmarki að dvelja hér í 10 ár áður þeir verði gjaldgengir til að taka próf og sækja um íslenskan ríkisborgararétt. Það á að vera ákveðin forréttindi að fá hér ríkisborgararétt en er ekki sjálfkrafa réttur bara vegna þess að viðkomandi hefur dvalið hér x mörg ár. Það er að hafa sýnt fram á að þeir séu verðugir ríkisborgarar. Svo mætti kannski setja kvóta á hversu margir geta fengið ríkisborgararétt á ári, því íslenskt þjóðfélag verður að vera í stakk búið að innbirða nýju borgara landsins og aðlaga þá að íslensku samfélagi.
Bloggar | 29.4.2025 | 08:28 (breytt kl. 10:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Brotist inn í fjölda bifreiða
- Hödd Vilhjálmsdóttur stefnt fyrir meiðyrði
- Lögregla varar við hættu eftir að eldar kviknuðu
- Myndir: 75 metra hár borgarísjaki blasti við áhöfninni
- Svart af síld út af Norðurlandi
- Ójafnræði og forræðishyggja
- Viðhaldsskuld 15% af landsframleiðslu
- Brúarskóli enn starfandi á BUGL þrátt fyrir lokun
- Innkalla hvítvín: Aðskotahlutur í flösku
- Niðurlægjandi ástand og móðgun við notendur
Erlent
- Pólverjar pakka í vörn: Hækka í 4,8%
- Tveir látnir eftir umferðarslys
- Ellefta aftaka ársins í Flórída
- Cook í mál við Trump
- Pútín verður að hefja friðarviðræður
- Lagði á ráðin um árás á mosku
- Sjöföldun hatursorðræðu í garð gyðinga
- Leita enn byssumanns sem myrti tvo lögreglumenn
- Rannsakað sem hryðjuverk og hatursglæpur
- Vilja hafa stærsta landherinn í Evrópu
Fólk
- Íslendingar vekja athygli í Kaupmannahöfn
- Eins og Ferrari á 220 km hraða
- Enginn er síðri öðru sinni
- Börn Nip/Tuck-leikara í bílnum þegar hann ók drukkinn
- Hryllingsveisla undir yfirborði jarðar
- Yfirvigt kynhlutverkanna
- Billy Corgan sendir þakkir til Íslendinga
- Breskur prestur þykir aðeins of heitur
- Áhrifavaldur lést í beinni útsendingu
- Austurstræti fær nýtt líf
Íþróttir
- Frakkar byrja með látum í riðli Íslands
- Liverpool mætir Real og Inter Arsenal leikur við Inter og Bayern
- Þurfti liðsheild til að stöðva Tryggva Hlinason
- FH Þróttur R. kl. 18, bein lýsing
- Tindastóll Víkingur R. kl. 18, bein lýsing
- Elías hélt hreinu og fer í deildarkeppnina
- Úr grunngildum og í örvæntingarleik
- Gaman að kasta nokkrum boltum í körfuna
- Minn versti leikur í íslensku treyjunni
- Framlengir í Kópavogi
Viðskipti
- Ágætur rekstur á fyrri hluta ársins segir forstjóri Hampiðjunnar
- Síldarvinnslan hagnast um 1,7 milljarða á fyrri árshelmingi
- Forstjóri Brims ósáttur við afkomuna
- Rekstrarlegur ávinningur sjáist fljótt
- Fjölmennt á fundi Kompaní
- Ný stjórn tekin við hjá FVH
- Ásgeir ráðinn framkvæmdastjóri Reykjavík Fintech
- Útflutningur gæti aukist um tugi milljarða króna á næstu árum
- Stefna sjóðsins er skýr
- Eigandi segir stöðu Vélfags erfiða