Af hverju iðnvæddist Róm ekki?

Byrjum á hefðbundinni skoðun um hvers vegna Róm til forna iðnvæddist ekki. Forn-Róm hóf ekki iðnbylting af ýmsum samtengdum ástæðum - tæknilegum, félagslegum, efnahagslegum og menningarlegum. Hið fyrsta var að orkulindir voru takmarkaðar og ekkert gufuafl til staðar. Lykillinn að iðnbyltingunni var notkun jarðefnaeldsneytis (sérstaklega kola) til að knýja gufuvélar (og er enn grunnorka nútíma iðnríkja). Róm treysti að mestu leyti á orku manna, dýra og vatns, en ekkert af þessu virkaði vel.

Enginn hvati til nýsköpunar var umfram vöðva. Með aðgang að miklum fjölda þræla var minni þrýstingur til að þróa vinnuaflssparandi vélar. Rómverjar gerðu tilraunir og komu með snilldarútfærslur á tæknilegum hlutum en það vantaði samtengingu milli hávísinda og hagnýtra vísinda. Kem inn á það síðar í pistilinum.

Önnur skýring er að vísindaleg aðferð og tæknileg beiting voru vanþróuð. Rómversk verkfræði var hagnýt, ekki fræðileg. Þeir voru framúrskarandi í að byggja vegi, vatnsveitur og byggingarlist, en þeir þróuðu ekki kerfisbundna, tilraunakennda vísindi sem gætu leitt til byltingar í orku, vélfræði eða efnafræði. Grísk náttúruheimspeki (sem hafði áhrif á rómverska hugsun) var hugleiðandi, ekki tilraunakennd (að mestu leyti).

Svo er það skortur á fjármagnssöfnun og fjármálastofnunum sem voru komnar fram á árnýöld. Bankar voru orðnir þróaðir á síðmiðöldum og þeir komu með fjármagnið sem þurfti til að knýja fram einkaframtakið til að hefja nýja iðngrein eða fyrirtæki. Þó að Róm hefði haft peningahagkerfi og einhverja bankastarfsemi, skorti það nútímaleg fjármálatæki, svo hlutafélög (sem Evrópumenn stofnuðu þegar þeir voru að leggja undir sig heiminn - hver kannast ekki við Austur Indía félagið?), kauphallir, einkaleyfi og stórfellda endurfjárfestingu fjármagns.

Auðurinn í Róm, sem nóg til var af vegna arðrán hertekina svæða,  var yfirleitt notaður til landkaupa, munaðarneyslu eða stjórnmálalegs valds, ekki iðnaðarþróunar. Hagkerfi heimsveldisins var gríðarstórt en ekki fullkomlega samþætt á þann hátt að það myndi styðja miðstýrða fjöldaframleiðslu. Verslun var mikil en einbeitt var að munaðarvörum og nauðsynjavörum, ekki iðnaðarvörum eða vélrænni framleiðslu.

Svo var það viðhorfið til vinnu.  Hjá rómversku yfirstéttinni var viðhorfið líkt og hjá evrópsku aðalmannastéttinni, hún leit á handavinnu og viðskipti sem lágstöðuiðnað. Gildi þeirra lágu í landeign, hernaði og stjórnarháttum, ekki nýsköpun eða framleiðslu. Hins vegar var komin fram borgarastétt í Evrópu á árnýöld sem var efnuð, menntuð og viljug til að fjárfesta.

Tæknibreytingar voru ekki endilega taldar framfarir; stöðugleiki og hefð voru oft metin meira en umbreytingar. Þó að hlutar heimsveldisins hefðu kol (t.d. Bretland), þá var ekkert efnahagslegt eða skipulagslegt kerfi til að nýta það í stórum stíl til iðnaðar. Járnframleiðsla var til staðar en var lítil og dreifð, án byltingar í málmvinnslu eins og í Englandi á 18. öld.

Fræðimaðurinn Kyle Harper kom með dýpri skýringu en hann lagði áherslu á skortinu á samleitni milli vísinda og tækni. Hvað er átt við með því?

Í Rómaveldi til forna voru vísindamenn (náttúruheimspekingar) og tæknifræðingar (handverksmenn, verkfræðingar) félagslega og vitsmunalega aðskildir. Harper sagði því að "Heimar abstraktrar fræðilegrar þekkingar og verklegrar tæknilegrar iðkunar voru áfram aðskildir." Sjá meðfylgjandi myndband.

Rómverska yfirstéttin var oft dregin að frumspeki, siðfræði eða náttúruheimspeki - ekki verklegum tilraunum enda var hún "aðalsmanna stétt" eins og sú sem var í Evrópu áður en borgarstéttin gekk í bandalag við konunginn/konungsvaldið og aflagði vald aðalsmanna og kom öllu af stað.

Verkfræðingar og handverksmenn voru hins vegar hagnýtir, oft af lágum félagslegum stöðu og skrifuðu ekki ritgerðir eða höfðu áhrif á vitsmunalíf yfirstéttarinnar og oft ekki mikið hærra skrifaðir en þrælarnir sem þeir kepptu við.

Iðnbyltingin átti sér hins vegar stað þegar vísindabyltingin átti sér stað á 17. öld og lagði abstrakt grunn (Newtons-vélfræði, varmafræði) að iðnvæddu samfélagi. Þessar abstrakt meginreglur fóðruðust síðan beint inn í tæknilegar uppfinningar (gufuvélar, málmvinnsla, efnafræði).

Harper notar hugtakið "þekkingarhindrun" til að lýsa hugmyndafræðilegri aðskilnaði í fornöld milli þess að skilja heiminn og umbreyta honum. Grísk-rómverska þekkingarlíkanið lagði oft áherslu á íhugun fremur en stjórn.

Þvert á móti leit Evrópa eftir vísindabyltinguna á þekkingu sem vald - hugmynd Bacons um að vísindi ættu að bæta mannlíf með því að ná tökum á náttúrunni. Upplýsingin var vendipunkturinn. Iðnbyltingin átti sér ekki stað á endurreisnartímanum, þrátt fyrir miklar framfarir í list og námi. Hún gerðist á upplýsinginni, þegar hugsuðir fóru að sameina skynsemi og nytsemi.

Harper bendir á að þetta var þegar náttúrulögmál fóru að upplýsa verkfræði:

Lögmál varmafræðinnar leiddu til gufuvélarinnar.

Uppgötvanir í efnafræði leiddu til nýrra iðnaðarferla.

Stærðfræði varð tungumál vélrænnar hönnunar.

Þessi samruni abstraktrar og hagnýtrar þekkingar var einfaldlega fjarverandi í Róm, jafnvel þótt þar væri mannafli, vegir og heimsveldi.

Kenning Harpers er því eftirfarandi:

Lykilmunurinn er ekki bara þrælahald, kol eða markaðir.

Það er heimspekileg og menningarleg aðskilnaður kenningar og framkvæmdar í fornöld.

Róm skapaði aldrei afturvirka lykkju milli vísinda og tækni.

Þetta gerir iðnbyltinguna ekki óumflýjanlega, heldur var afurð mjög sérstakrar vitsmunalegrar og menningarlegrar umbreytingar – atriði sem Harper leggur áherslu á til að sýna fram á hversu einstök og nútímaleg sú samleitni í raun var.

Í stuttu máli heldur Harper því fram að iðnbyltingin hafi ekki eingöngu átt sér stað vegna efnahagslegra eða landfræðilegra þátta, heldur vegna einstakrar samleitni milli abstraktrar vísindalegrar þekkingar og hagnýtrar vélatækni - eitthvað sem Forn-Róm náði aldrei að höndla.

Að lokum, iðnbyltingin hefði ekki átt sér stað ef upplýsingin hefði átt sér stað. Bloggritari spurði ChatGPT út í þetta og hún segir:

Upplýsingin skapaði menntaðan verkfræðigrundvöll

  • Upplýsingin ýtti undir rökhyggju, vísindalega hugsun og almennari menntun.

  • Hún færði skynsemi og reynslu í öndvegi, og losaði hugann úr viðjum hefðar og trúar.

  • Menn lærðu að mæla, prófa, framkvæma tilraunir og betrumbæta hagnýtingu náttúrulögmála — sem leiddi til tæknibyltinga.

  • Hugmyndir Newtons, Galileos og Descartes voru grunnur að þeim skilningi sem gerði vélar, orku og eðlisfræði skiljanlega.

 

2. Tæknin og vísindin voru afurð upplýsingarinnar

  • Iðnbyltingin byggðist á uppfinningum eins og gufuvélinni, spunavélum og vefnaðarvélum — sem voru nátengdar nýrri vísindalegri þekkingu.

  • Þessi þróun gerðist ekki í tómarúmi. Hún byggði á aðgengi að bókum, ritum og skráningu — afleiðing prentvélar Gutenbergs og upplýsingatímans.

3. Upplýsingin breytti samfélagsgerðinni

  • Hún leiddi til:

    • Aukin frjálslyndi

    • Tvískipting valds

    • Skilningur á eignarrétti og frjálsum markaði (t.d. hugmyndir John Locke og Adam Smith)

  • Þetta var pólitískt og efnahagslegt umhverfi sem studdi við nýsköpun og fyrirtæki.

  • Iðnbyltingin þurfti fagkerfi, réttarkerfi, eignarrétt og fjármálakerfi sem voru mótuð á grunni upplýsingarinnar.

En ChatGPT gleymir að minnast á prentbyltingu Gutenbergs (um 1450) var upphafspunkturinn sem gerði upplýsingaröldina, siðaskiptin, vísindabyltinguna og iðnbyltinguna mögulega. Hún var eins og kveikjan sem tendraði alla næstu bylgjur framfara. Þekkingin hætti að vera forréttindi fárra og upplýsingar bárust til allra.


Lausn Úkraínu stríðsins og kjarnorkumál Íran erfiðustu mál Trumps

Það virðist ganga illa fyrir Trump að koma á friði milli Rússlands og Úkraínu.  Hann sagðist geta komið á frið á einum degi sem fjölmiðla bjánanir tóku viljandi bókstaflega (til að nota gegn honum) þegar hann átti við hann gæti leyst málið á skömmum tíma. Það hefur ekki raungerst og var líklega óraunhæft að reyna. Það þarf nefnilega tvo til að dansa tangó. 

Pútín hefur verið erfiður viðureignar. Hvers vegna? Vegna þess að rússneska hernum gengur vel á vígvellinum? Hvers vegna hefur hann ekki tekið alla Úkraínu? Eða getur hann ekki samið um frið með svona lítinn árangur til að sína þjóð sinni? Allar þessar fórnir fyrir lítil landsvæði?  Þetta gæti verið ein skýringin. 

Samsæriskenningarnar segja að Rússa hafi hönk upp í bak Trumps, þ.e. eitthvað óhreint og hann þori ekki að taka hart á Rússum. Þetta virðist vera langsótt en það er samt skrýtið hvað hann er þolinmóður gagnvart Rússum, hótar ekki neinu eins og hann er vanur. Fréttahaukurinn Bill O´Reilly segir að þetta sé eina í stöðunni gagnvart Pútín, að skjalla hann, því hann hafi öll trompin á hendi. Hver svo sem skýringin er, þá hafa Bandaríkjamenn hótað að þeir gangi frá samningaborði ef það fer ekki að rætast fljótlega úr málinu. Taka verður líka með inn í dæmið árstíð, t.d. er hægt að berjast um sumar og hvernig eru vopnabirgðirnar, olíusala, mannskapur o.s.frv.

Aðrir erfiðir andstæðingar eru Íranir. Trump hefur með sigurför sína um Miðausturlönd einangrað Íran rækilega. Með lækkandi olíuverði verður erfitt fyrir Rússa og Íranir að reka stríðsmaskínur sínar, svo háðar eru báðar þjóðirnar um sölu olíu.

Ef Trump gefst upp á Íran, verður ekki landhernaður, heldur umfangsmiklar loftárásir á olíumannvirki og hernaðarmannvirki í Íran með hjálp Ísraela. Efnahagur Írans myndi hrynja og ekki er hann burðugur fyrir. Vonast er eftir að íbúar geri þá uppreisn. Gagnvart Rússlandi, myndi Trump þrýsta á Evrópulönd að hætta öllum olíuviðskiptum við landið.  Lágt olíuverð, einangrun og lokun markaða yrði reiðarslag fyrir landið.


Bjóðum Trump til Íslands!

Trump er sögulegur forseti, þetta sér bloggritari sem er sagnfræðingur að mennt. Bloggritari hefur enga skoðun á persónunni Trump per se, hann er með sína galla og kosti. En það skiptir máli fyrir heiminn hvað hann gerir sem forseti.

Trump er kaupsýslumaður og það skín í gegn í öllum hans forseta gjörðum. Hann kýs frið í stað stríðs, viðskipti í stað ágreinings. En þetta sjá haturmenn hans ekki (skil ekki af hverju fólk þarf að hafa einhverjar tilfinningar fyrir einhvern mann út í heimi) og sjá rautt með allt sem hann gerir, líka góðu hlutina. Ein af góðu gjörðum hans var Abraham friðargjörðin - friður í Miðausturlöndum - á fyrri forsetatíð hans. Þessi sögulegi friður milli Ísraela og Araba er einstæður í sögunni. Áður höfðu Ísraelar aðeins samið frið við einstaka Arabaþjóðir, eina í einu.

En nei, ekki fékk Trump friðarverðlaun Nóbels fyrir verk sitt. Það fékk hins vegar Obama forseti fyrir það eitt að mæta í vinnuna og vera svartur maður! Ekki ríkti friður er hann var á forsetastóli. Þegar Trump lét af embætti 2021 tóku við óróatímar og ringulreið er Biden var við "stjórnvölinn". Bandaríkjamenn hrökkluðust frá Afganistan með skömm, stríð braust út í Gaza og Úkraínu og nú er Trump að vinna í að slökkva elda.

Nú á að halda áfram með Abraham friðarsamninganna og Trump sagði í ræðu í Sádi Arabíu að hann vonast eftir að Sádar semji um frið við Ísraela. Hálfgert vopnahlé er milli ríkjanna, ísraelskar flugvélar fá að fljúga yfir Sádi Arabíu og öfugt. Hann meiri segja réttir Sýrlendinga sáttarhönd við mikinn fögnuð þeirra síðarnefndu.

Íran er "vonda" ríkið en Trump er að gefa þeim möguleika á að sleppa við stríð. En ef þeir þverskallast, verður stríð og það vita þeir. Það að Íranir hafi kjarnorkuvopn, breytir öllu um valdajafnvægið í Miðausturlöndum. Öll Arabaríkin munu þá keppast við að fá sín eigin kjarnavopn og ekki væri langt í næstu kjarnorkustyrjöld ef miðað er við kútúrinn og söguna á svæðinu.  Þetta snýst því ekki bara um að Ísraelar og Bandaríkjamenn séu á móti, heldur líka aðrar Arabaþjóðir.

Íslenskir ráðherrar hafa verið duglegir að sletta skít á Bandaríkjaforseta, halda að verndarinn sé kúgari, og taka ekki í útrétta hönd.  Við ættum að bjóða Trump í heimssókn og yrði það söguleg stund í sögu Íslands. Við þurfum bara að finna tilefni...einhverjar hugmyndir? Ekki er friðarsamningur í Höfða í dæminu vegna fjandskapar við Rússland og de facto stjórnmálaslits við landið.  Bjánalegri utanríkisstefnu hefur maður ekki séð hjá Íslendingum frá upphafi lýðveldisins 1944 (sem tók upp stjórnmálasamband við sjálfan Stalín).


Evrópa á fleygiferð?

Vísir og DV reka áróður fyrir inngöngu í ESB. Nokkrir potindátar fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið skrifa reglulega um hversu mikil paradís sambandið er. Einn þeirra er Thomas Möller.

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Í grein Thomasar dregur hann upp dökka mynd af Bandaríkjunum í samaburði við Evrópu. Bandaríkjamenn/-forseti eru vondir í varnar- og tollamálum við Evrópumenn. Vísindamenn flýja hátækni þjóðfélag Bandaríkjanna í evrópska paradís (hlátur). 

En í raun gengur ESB frekar illa. Þeim gengur illa að ráða við ólöglegan innflutning fólks sem hefur verið svo mikill að evrópsk menning er á undanhaldi.  Mikil hætta er á borgarastyrjöldum í frekar náinni framtíð.

Í varnarmálum er ESB með allt  niður um sig, 500 milljóna bandalag ræður ekki við Rússland sem er með 140+ milljónir íbúa og er þurfalingur á aðstoð Bandaríkjanna.Flest ESB-ríki eru einnig í NATO, og raunveruleg öryggisvernd kemur aðallega þaðan — sérstaklega frá Bandaríkjunum.  ESB hefur ekki eigin her heldur treystir á samvinnu milli aðildarríkja. Ósamstaða er í öryggismálum. Ríki hafa mismunandi áherslur og pólitíska vilja til að veita fé eða mannafla. Evrópa hefur lifað snýkjulífi á BNA í NATÓ en hingað og ekki lengra segir Trump. Menn verða auðvitað fúlir þegar þeir þurfa að taka upp veskið.

Hvernig gengur með hagvöxtinn? Hægur hagvöxtur er í  sambandinu. Mörg ESB-ríki (sérstaklega í suðurhluta Evrópu) glíma við hægan vöxt, háa skuldastöðu og atvinnuleysi. Ójöfn þróun milli landa er mikil. Norðurlönd og Mið-Evrópa (t.d. Þýskaland, Holland) standa sig betur en suðurríki eins og Ítalía, Grikkland og Spánn. Lítil nýsköpun miðað við Bandaríkin og Kína og er Evrópa komin langt á eftir hvað varðar gervigreind. Evrópa á í erfiðleikum með að keppa við bandarísk og kínversk stórfyrirtæki í gervigreind, örflögum, netöryggi og stafrænni þróun. Þeim vantar alþjóðleg stórfyrirtæki. Engin evrópsk tæknifyrirtæki eru sambærileg við Google, Apple, Microsoft eða Tencent. Vegna miðstýringar er hæg ákvarðanataka og regluverkið hamlar hraða nýsköpun (Ísland er eins og það sé snýtt úr nös ESB í þessum málum og fremst meðal sósíalistaríkja). Orkan er dýr í Evrópu. Orkuverð í Evrópu er hærra en í Bandaríkjunum og Asíu, sem dregur úr samkeppnishæfni. Allt vegna "grænna orkukosta" sem eru rándýrir. Evrópa er of háð Rússlandi um orku og þarf að skríða fyrir Rússum á sama tíma og þau eru að herja á þá í Úkraínu! Þvílík mótsögn.

Vegna þess að ESB er marghöfða þurs er stjórnsýsluákvarðanir flóknar og hæg ákvarðanahraði. Vaxandi efasemd meðal almennings í sumum ríkjum (t.d. Ungverjalandi, Póllandi, jafnvel Frakklandi) um ágæti sambandsins nema hjá Valkyrjustjórn (Skessustjórn) Íslands. Erfiðleikar eru við stækkun ESB og samþættingu nýrra ríkja (t.d. Vestur-Balkans). Í þetta stjórnarhíti vilja íslenskir ráðamenn fara í sem fyrst og afsala sér fullveldi íslenska ríkisins.

Ef Evrópa er á fleygiferð, þá er hún á fleygiferð til helvítis. Vilja Íslendingar fara í þá vegferð með evrópsku bræðrum sínum?

 

 

 

 


Himinn og haf milli móttöku Trumps og Bidens í Sádi Arabíu 2022 og 2025

Hvernig tekið er á móti gesti segir allt um virðingastig gestsins. Biden fékk móttöku embættismanns er hann kom til Saudi Arabíu en sjálfur krónprinsins beið Trump við landgang Air Force one.

Trump í Arabíu

Biden í Arabíu 

Svona sáu Sádar Biden

Rodney Dangerfield myndi segja "I get no respect".


Bandaríkin eru að vinna tollastríðið við Kína

Áætlað er að heildarvöruviðskipti Bandaríkjanna við Kína hafi numið 582,4 milljörðum dala árið 2024. Vöruútflutningur Bandaríkjanna til Kína árið 2024 nam 143,5 milljörðum dala, sem er 2,9 prósent lækkun (4,2 milljörðum dala) frá árinu 2023. Þetta er gríðarlegur viðskiptahalli milli ríkjanna Kína í hag. 

Office of the United States Trade Representive

Það er því ljóst að það hallar á Bandaríkin í viðskiptum við Kína og Kínverjar eru meira háðir viðskiptum við Bandaríkin en öfugt. Kína þjáist því meira vegna tollastríðsins.

Bandaríkin og Kína tilkynntu 90 daga hlé á flestum nýlegum tollum sínum á hvort annað, sem ýtir undir vonir á Wall Street um að viðskiptastríð tveggja stærstu hagkerfa heims muni kólna.

Sameinaðir tollar Bandaríkjanna á kínverskum innflutningi verða lækkaðir í 30% úr 145%, en gjöld Kína á bandarískan innflutning munu lækka í 10% úr 125%, að sögn ríkjanna snemma á mánudagsmorgni. Þetta eru umtalsverðir tollar eftir sem áður.

Embættismenn hittust í Genf um helgina í fyrstu viðræðum sínum augliti til auglitis síðan Donald Trump forseti setti á óvænta tolla 2. apríl, þegar hann lagði 84% tolla á kínverska innflutninga, leiðrétti þá í 125% skömmu síðar og hækkaði þá enn frekar í 145% daginn eftir.

Nýi 30% tollurinn er samanlagður af 20% tollinum sem Trump lagði á snemma á öðru kjörtímabili sínu vegna meintra vanrækslu Kínverja við að draga úr flæði fentanýls og 10% alhliða tollinum sem hann hefur lagt á nánast allan erlendan innflutning.

Kínverjar voru háværir og sögðust ekki ætla að láta kúga sig en verkin tala. Þeir urðu að koma að samningsborðinu.

Það sem er verra í stöðunni fyrir Kína er að bandarísku stórfyrirtækin, Apple þar fremst, eru að flytja frá Kína og til annarra ríkja, svo sem Indlands eða Bandaríkjanna. Sama hver útkoman er úr þessu tollastríði, fyrirtækjaflóttinn er raunverulegur, ekki bara bandarískra heldur annarra ríkja einnig. Þau eru ekkert að koma til baka. Þessi þróun var hafin áður en Trump komst til valda. Kínverski neytenda markaðurinn er nefnilega ekki svo dýrmætur og ætla mætti, því að ráðstöfunartekjur almennings eru litlar og einkaneyðsla sú minnsta í þróuðu hagkerfi vegna sparnaðar almennings.

Efnahagsstefna Xi, sem er ríkisstýrður "kapitalismi" er að bíða skipbrot. Aðlögunarhæfnin er minni en í almennu kapitalísku hagkerfi vegna miðstýringar. Efnahagssamdrátturinn í Kína var löngu hafinn áður en Trump komst til valda. Of fjárfesting í byggingaiðnaðinum (almenningur má ekki fjárfesta í hverju sem er) og atvinnuleysi meðal ungs fólks er að valda vandræðum. Skuldasöfnun ríkisins er mikil. Yfirgangur á Kínahafi pirrar nágranna Kínverja og einangrar þá efnahags- og stjórnmálalega. Með lækkun fyrirtækjaskatta og A.I. byltingunnar er dyrnar opnar í Bandaríkjunum fyrir þau fyrirtæki sem vilja fara "heim". 

Skilnaðurinn tveggja stærstu efnahagskerfa er í fullum gangi en uppgjör skiptabúsins tekur sinn tíma.


Trump er að landa allan heiminn í tolla- og friðarsamningum

Trump er að slá öll met í aðgerðum forsetaembættisins fyrst 100 daganna í embætti. Hann er annar forsetinn til að taka tvö kjörtímabil með fjögur ár á milli sem gaf honum gríðarlegan tíma og tækifæri til að endurskipuleggja sig og hvernig síðara tímabilið á að vera.

Fyrsta sem hann gerði, var að velja rétta fólkið í kringum sig. Margir utangarðsmenn voru valdir í ríkisstjórnina en tryggt fólk. Sama var ekki að segja um fyrra tímabilið þar sem margir stungu hann í bakið. Nú þekkir hann Washington, hvernig kaupin gerast á eyrinni o.s.frv.

Með samstillta ríkisstjórn og meirihlutann í báðum deildum Bandaríkjaþings eru honum allir vegir færir í eitt ár sem er stuttur gluggi. Það er því gengið hratt til verka, forsetatilskipanir fljúga út um gluggann í skæruhrífu og viðskiptaskrúfann skrúfuð á alla putta efnahagskerfis alþjóðasamfélagsins. 

Þetta er nú að bera árangur. Kínverjar hafa gengið til samningsborðs og sömdu um 90 daga vopnahlé í viðskiptastríðinu á meðan samningum er náð.

Önnur tímamót er að Pútín og Zelenskí eru að fara að hittast í vikunni í fyrsta sinn sem stríðið byrjar. Það ætti því að styttast í stríðslok. Hvort Trump eigi allan heiðurinn er spurning en ef það væri ekki fyrir stjórn hans, væri stríðið að stigmagnast og enginn friður í sjónmáli næstu misseri.

Houtínar í Jemen hafa lúffað fyrir loftárásum bandaríska flotans og er aðeins friðvænlegra á siglingaleiðum meðfram landið.

Svo er það spurning hvort að Íranir þrjóskist við og neita að láta af kjarnorkuvopna áætlun sinni? Ef ekki, þá vita þeir hvað bíður þeirra. Sameiginleg árás Ísraela og Bandaríkjamanna.

Nú þegar karlinn getur litið upp úr vinnunni, þá getur hann kvartað. "Donald Trump foj yfir gagnrýni á lúxusþotunni - "heimsklassa aumingjar" segir í frétt/slúður DV vegna gagnrýnenda.

Forsagan er sú að Trump rifti samningi við Boing vegna kaupa á nýjum forsetaflugvélum og sagði að þær væru of dýrar.

"Það að varnarmálaráðuneytið sé að fá 747 flugvél AÐ ÓKEYPIS GJÖF til að koma í stað 40 ára forsetaþotunnar, og það tímabundið og fyrir opnum tjöldum, fer svo í taugarnar á spilltu demókrötunum að þeir krefjast þess að við borgum TOPPVERÐ fyrir vélina," skrifaði forsetinn á Truth Social og bætti við að demókratar væru heimsklassa aumingjar.

Það er álitamál með hvort þiggja megi þessa gjöf (forseti Íslands fær reglulega gjafir) en hægt er að taka undir að demókratar séu a.m.k. heimsklassa taparar. 

En eitt er víst, Trump er að keyra efnahagskerfi Bandaríkjanna í fluggír og friðvænlegra er umhorfs þegar þetta er skrifað. Ætli karlinn fái núna Nóbelinn? Ekki fékk hann verðlaunin fyrir Abraham friðargjörðina (sem á að halda áfram með á árinu).

Donald Trump foj yfir gagnrýni á lúxusþotuna – „Heimsklassa aumingjar“


Sarah Paine um forhertan viljann til að fara í stríð

Sarah C. M. Paine, prófessor við bandaríska sjóhersháskólann (e. U.S. Naval War College), hefur skrifað mikið um stórhernað og hernaðarsögu. Meginritgerð hennar – sérstaklega í bókunum The Wars for Asia, 1911–1949 og The Japanese Empire – leggur oft áherslu á hættur hugmyndafræðilega knúnar hernaðaraðgerðir, stefnumótandi mikilvægi sjóvelda á móti meginlandsveldum og hvernig hernaður er ekki bara vopnaátök heldur milli stjórnkerfa.

Ein af lykil innsýnum hennar er að stórveldi falla oft ekki vegna utanaðkomandi óvina heldur vegna innri misskilnings, sérstaklega hugmyndafræðilegrar stífni og vanhæfni til að skilja eðli óvinarins. Paine heldur því fram að stórveldi hrynja þegar þau forgangsraða hugmyndafræði framar stefnu og neita að aðlagast veruleikanum.

Að þröngva eigin friðsamlegum ásetningi eða gildum upp á andstæðing – að því gefnu að hann hugsi eins og maður – getur verið banvænt. Friður er ekki viðhaldið eingöngu með góðvild heldur með valdajafnvægi, fælingu og skilningi á hvötum andstæðingsins. Hún tók sem dæmi friðarstefnu Richard Chamberlain sem trúði því ekki að andstæðingurinn gæfi skítt í mannslíf og væri tilbúinn í átök sama hvað. Hann hélt að menn hefðu dregið lærdóm af afleiðingum fyrri heimsstyrjaldar en í raun urðu til tvær banvænar hugmyndastefnur, kommúnismi og nasisismi/fasistmi sem hafa ekki sömu afstöðu gagnvart mannslífi og lýðræðisríki.

Þetta má sjá hvers vegna svo margir óbreyttir borgarar í Þýskalandi og Japan létust í lok síðari heimsstyrjaldarinnar.

Bandamenn kröfuðust skilislaus uppgjöf, sérstaklega Bandaríkin, leituðust við algjöran sigur, sem tafði samningaviðræður og langvarandi bardaga. Þegar óvinurinn er kominn út í horn og hann telur sig vera að deyja, þá verður til viðhorfið; ef ég er að fara yfir móðuna miklu, því ekki að taka óvinina með?

Árin 1944–45 gripu bandamenn til fjöldaloftárása (t.d. Dresden, Tókýó), sem voru hannaðar til að brjóta niður baráttuanda og innviði, vitandi að dauðsföll óbreyttra borgara yrðu mikil, ekki var hugsað um "hlutfallslegt stríð " eða vernd borgara.

Nasistar í Þýskalandi og keisaradæmið Japan notuðu óbreytta borgara sem skjöldu eða virkjuðu þá til mótspyrnu, sem gerði svæði óbreyttra borgara að bardagasvæðum. Sjá má þetta viðhorf hjá Hamas í dag á Gaza.

Að vernda óvinaborgara var ekki stefnumótandi forgangsverkefni - sigur var það. Óbreyttir borgarar voru því miður litið á sem lögmæt skotmörk í rökfræði allsherjarstríðs, sérstaklega eftir ára grimmilega hernám og grimmdarverk Öxulveldanna. Við erum búin að missa svo marga sjálf, af hverju ættum við að hafa áhyggjur af fjölda dráp í Dresden eða Tókýó? Svo var það hugsunarhátturinn að vilja að sigra í orrustum en ekki vera með "master plan" um að ljúka stríðið.

Frá janúar til maí 1945 létust á bilinu 1,2 til 2 milljónir Þjóðverja, bæði hermenn og óbreyttir borgarar, samkvæmt flestum sögulegum heimildum. Þetta tímabil – lokaáfangar seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu – er eitt það blóðugasta í þýskri sögu og mesta eyðing mannvirkja og bygginga átti sér stað þá.

Um 800.000 til 1.000.000 hermenn féllu á vígvöllum, mest á austurvígstöðvunum gegn Rauða hernum (t.d. í Slaget um Berlín, Seelower Hæðir og Vistula-Oder árásinni). Mörg þúsund létust í varnaraðgerðum á vesturvígstöðvunum (t.d. í Ruhr-vasanum). Um 300.000 til 600.000 borgarar létust af völdum loftárása (t.d. Dresden, Hamborg, Pforzheim), vegna flótt undan Rauða hernum, oft í hörmulegum aðstæðum (frost, skipskaðar, hungur) og nauðungaflutninga og hefndaraðgerða eftir að Sovétmenn náðu yfirráðum í borgum (t.d. nauðganir, fjöldaaftökur).

Á sama rökfræði við í stríðinu milli Rússlands og Úkraínu í dag? Já - að vissu leyti. Rússland virðist vanmeta eða vanvirða líf almennra borgara í Úkraínu, sérstaklega þegar það beinist að innviðum (raforkukerfum, vatnsveitum) og hermir eftir kenningum Sovétríkjanna um algert stríð.

Úkraína og vestrænir stuðningsmenn þess reyna að viðhalda vernd almennra borgara, en stríð á úkraínskri grundu gerir þetta afar erfitt.

Eins og í síðari heimsstyrjöldinni vega hugmyndafræðileg markmið (sjónarmið Pútíns á Úkraínu) þyngra en skynsamleg stefnumótandi markmið. Paine myndi líklega vara við því að það sé hættulegt að semja við Rússland eins og það deili vestrænum forsendum um frið og lög.

Rússland gæti einnig verið að prófa hvort Vesturlönd muni framfylgja einhverjum rauðum línum - rétt eins og ríki í síðari heimsstyrjöldinni prófuðu friðarstefnu.

Sama gildir um Kínverja. Bandaríkjamenn halda að þeirra hugmyndafræði (það er brjálæði að fara í stríð vegna Taívan og Kínverjar munu aldrei gera það) megi varpa á kommúnistaflokk Kína; sömu mistök og vestrænu ríkin gerðu gagnvart kommúnistum eftir lok fyrri heimsstyrjaldar og "við" höfum svo mikið af kjarnorkuvopnum að Kínverjar voga sér ekki í stríð. Hvað er t.d. að gerast á milli Pakistan og Indland? Bæði kjarnorkuveldi og það þarf ekki nema einn neista eða mistök og við erum komin með kjarnorkustyrjöld.

Hver er lærdómurinn? Við getum ekki varpað okkar eigin hugmyndafræði um vernd mannslífa á andstæðinginn og jafnvel kjarnorkuvopna fæling stefna dugar ekki til. Sarah kemst að þeirri niðurstöðu, sama hvað maður segir eða gerir, ef andstæðingurinn er búinn að taka ákvörðun (heimskulega að okkar mati), er ekkert sem stoppar hann í áformum hans.


 


Skyldur embættismanna

Það er bagalegt þegar embættismenn er ekki að sinna starfi sínu samkvæmt starfslýsingu eða fari ekki í þau verk sem þeir eiga að sinna. Enn verra er þegar þeir eru að vinna eftir ákveðinni hugmyndafræði sem þeir aðhyllast og fer eftir vill í bága við almenn gildi og siðferði.

Það er ekki æskilegt að stjórnmálamenn eða embættismenn séu þaulsætnir í starfi. Í Bandaríkjunum er kosið til ýmsa embættisstarfa. Það er því hægt að reka viðkomandi embættismann úr starfi með kosningum ef hann er ekki að sinna sínu starfi.

Önnur leið er að skipa embættismanninn til ákveðina árafjölda líkt og með skólameistara landsins. Ráðherra getur þá skipt út án átaka við embættismanninn.

Munum að embættismenn eru ekki kosnir til starfa í almennum kosningum, þeir hafa því ekkert umboð frá borgurum landsins. Það er alveg ljóst að embættismenn (líkt og ríkissaksóknari eða lögreglustjóri) eða opinberir starfsmenn almennt (lögreglumenn) þurfa aðhald við störf sín.

Allir eiga að vera ábyrgir starfa sinna. Það eru nefnilega margir embættismenn sem sjá ekki sóma sinn í að segja upp störf þegar þeir brjóta af sér í starfi.

Spurningin er: Á ríkissaksóknari að rannsaka eigin sök? Er það einkenni á réttarríki? Ein af skyldum embættismanna vegna afglapa í starfi er að segja af sér.

Ríkissaksóknari hugi að stöðu sinni


Pax Americana 80 ára gamalt

Bandaríkin hafa leitt hinn vestræna heim í 80 ár, eftir seinni heimsstyrjöld. Þau hafa sagst varið vestræna menningu og heim með vopnavaldi. Talað hefur verið um Pax Americana. En er það satt og hver er árangur þeirra? Er forræði Bandaríkjamanna á enda? 

Í ákveðnum skilningi hafa Bandaríkin verið forysturíki. Bandaríkin stigu fram sem leiðandi herveldi eftir 1945, sérstaklega eftir fall Sovétríkjanna 1991 á ýmsan hátt. Þau hafa leitt NATO og tryggt hervernd yfir Evrópu gegn Sovétríkjunum (t.d. Berlínarkreppan, Kóreustríðið, og staðsetning herafla í Vestur-Evrópu). Ef þau hefðu ekki verið til staðar, hefðu Sovétríkin tekið Vestur-Evrópu og stöðvast á Frakklands strendur Atlantshafsins. Þau hafa haft yfirráð yfir hafsvæðum og tryggt alþjóðleg viðskiptakerfi sem studdist við bandarískt flotaveldi og þar voru Bandaríkjamenn arftakar breska heimsveldisins.

Þar sem hernaðarátök hafa sprottið upp hafa þau gripið til hernaðar til að fella einræðisherra eða verja bandamenn (t.d. í Kóreu, Kúveit, Júgóslavíu, Afganistan). Það hafa notað "mjúkt vald" (soft power) til að breiða út vestræn gildi – lýðræði, frelsi einstaklingsins, mannréttindi – þó oft í tengslum við eigin hagsmuni, hvort sem viðkomandi ríki hafa viljað vestræn gild og menningu, sjá til dæmis Afganistan.

Þetta hefur verið kallað Pax Americana – svipað og Pax Romana eða Pax Britannica, þar sem stórveldi heldur heimsfrið með yfirburðum sínum. Friður hefur ríkt milli stórra ríkja (sérstaklega í Evrópu) frá 1945, en þó með blóðugum stríðum á "jaðarsvæðum" (proxy wars).

En hver er árangurinn? Árangurinn er bæði jákvæður og umdeilanlegur. Það sem er jákvætt er að það er friður og uppgangur í Evrópu og Japan. Aukin hnattvæðing og milliríkjaviðskipti sem hafa dregið úr fátækt víða. Tækniframfarir, upplýsingafrelsi og miðlun vestrænnar menningar um heiminn. En það sem er neikvætt eða umdeilt er Misheppnuð stríð (t.d. Víetnam, Írak, Afganistan) sem hafa kostað ógrynni lífa og spillt trúverðugleika Bandaríkjanna. Stuðingur við einræðisherra ef það hentaði hagsmunum þeirra. Tvískinnungur gagnvart mannréttindum þegar hagsmunir eru undir.

En þá er það spurningin hvort forræði Bandaríkjamanna sé á enda? Um það vitum við ekkert. En ef horf er á söguna má sennilega sjá hnignun eða umbreytingu á forystuhlutverki þeirra. Kína eflist bæði efnahagslega og hernaðarlega og hefur eigið kerfi bandamanna og stofnana (BRI, SCO) en kannski er Kína bara pappírtígur.

Bandaríkin eru klofin innanlands pólitískt og missa trúverðugleika utanlands (t.d. brotthvarf frá Afganistan, óstöðug stefna milli forseta). Helmingur Bandaríkjamanna deila ekki sömu gildi og hinn helmingurinn.  Helmingur er Repúblikanar sem styðja hefðbundin gildi og menningu en stór hluti hins hlutans styður í raun ný-marxískar hugmyndir sem í raun leiðir til tortímingar hefðbundinnar bandarískrar menningar án þess að nokkuð ákveðið komi í staðinn. Um þessar mundir fer mikil valdabarátta fram og ef hinn íhaldssami helmingur verður undir, er hætt á borgarastyrjöld eða klofningu Bandaríkjanna. Íhaldshlutinn er ofan á um þessar mundir. Annar vandi er að Bandaríkin eru skuldug og standa frammi fyrir demógrafískum og efnahagslegum áskorunum. Bandaríkin hafa misst áhrif á mörgum sviðum, t.d. í Mið-Austurlöndum og Afríku þar sem Kína og Rússland eru að skora þá á hólm.

Hins vegar ráða þau enn mestu hernaðarlegu og tæknilegu getu heims, hafa sterk bandalög og áhrif á alþjóðakerfið – sérstaklega með dollarann og alþjóðleg viðskipti. Þannig að við erum líklega að sjá fjölskautað valdakerfi (multipolar world), ekki endilega hrun Bandaríkjanna, heldur nýjan veruleika þar sem þau verða ekki lengur óumdeilanlegt yfirvald. Ef það er eitthvað sem fellir Bandaríkin, er það innanlandsófriður.

En hvað veit bloggritari?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband