Sigurður Jórsalfari konungur var kallaður Jórsalafari ("Sá sem ferðaðist til Jerúsalem", eða "Krossfarinn"). Var annar sonur Magnúsar berfætts konungs af Noregi. Hann fór í víking 10 ára gamall, var jarl af Orkneyjum og "konungur Eyjanna" 12 ára.
Eftir að faðir hans var drepinn í launsátri á Írlandi 1104 fór Siguð aftur til Noregs og varð konungur með hálfbróðir sínum Eysteini. Þegar hann var 18 ára dró hann saman einn stærsta flota miðalda í því sem þá var stærsta borg Noregs, Björvin (Bergen). 60+ skip, 5 000 - 8000 menn. Háfæddir aðalssmenn, atvinnustríðsmenn, bændur og þræla. Um það bil 10 - 12% af heildarfullorðnum karlmönnum í Noregi á þeim tíma.
Hvert fór Sigurður? Hann fór í krossferð. Eftir að hafa haft vetursetu á Englandi, eða hugsanlega í Frakklandi, frelsuðu hann og menn hans Lissabon, Baleareyjar og aðrar eyjar í Miðjarðarhagi frá múslimskum höfðingjum áður en þeir fóru inn í hið helga land. Þar sem þeir unnu nokkurn veginn alla bardaga sem þeir tóku þátt í. Hann var fyrsti evrópski konungurinn sem fór í raun í krossferð og var hugsanlega sá eini sem persónulega stóð í bardagalínunum.
Eftir að hafa hjálpað til við að tryggja Jerúsalem fyrir kristna fór Sigurður Jórsalfari til Konstantínópel (Miklagarð) og dvaldist þar um hríð. Hann lét býsanska keisarann eftir talsvert ránsfengs síns í skiptum fyrir nokkra hesta og fylgdarlið, skildi marga menn sína eftir í borginni og sneri aftur til Skandinavíu yfir land. Margir af Jórrsala stríðsmönnunum voru teknir inn í Væringja lífvörðinn. Á leið sinni heim heimsótti Sigurður marga evs staði og dóma og tókst að koma krossfaraáróðri til þeirra. Og þetta er mögulega mikilvægasta arfleifð Sigurð Jórsalfara. Að heimsókn hans hafi sannfært fjöldann allan af evrópskum konungum um að þeir ættu að fara í krossferð.
Sigurður Jórsalfari kom heim til Noregs árið 1111 og það sem eftir lifði hann tiltölulega friðsælt. Sigurður leiddi herferð inn í það sem nú er Svíþjóð, og hugsanlega krossferð í Eystrasaltslöndunum, en það er óvíst. Hann ríkti með Eysteini bróður sínum til 1123 og var einvaldur í Noregi til dauðadags 1130, 40 ára að aldri. Nokkuð undarlegt fyrir mann sinnar tegundar, féll Sigurður Jórsalfari ekki í orrustu. Hann einfaldlega dó. Og við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna. Eftir dauða hans féll Noregur inn í borgarastyrjöld sem stóð yfir í meira en 100 ár og hún fór á fullt í n.k. Game of Thrones söguþráð um tíma.
Hvernig leit Sigurur Jórsalfari eiginlega út? Það er ómögulegt að segja. En samkvæmt sögunum var Sigurður stærri en flestir venjulegir menn. Hann var greinilega alvarlegur einstaklingur og hann var ekki myndarlegur. Sigurður var brúnhærður og var víst ekki með heilskegg sem tíðkaðist á þeim tíma. Af hverju veit í raun enginn. Samkvæmt heimildum var hann mjög þögull og talaði aðeins þegar hann hafði eitthvað mikilvægt að segja.
Hvers vegna að minnast hans? Jú, það voru Íslendingar með honum í för og sumir gerðust Væringjar. Það er verið að skrifa doktorsritgerð um sögu Væringja og væri það fróðleg saga að lesa. Svo er þetta athyglisvert í ljósi átaka samtímans, í Ísrael.
það voru sum sé Íslendingar sem gengu til liðs við Sigurð I Noregskonung, Nokkrar Íslendingasögur, einkum Heimskringla eftir Snorra Sturluson, nefna Íslendinga sem tóku þátt í þessum leiðangri. Í sögunum er sagt frá því hvernig floti Sigurðar ferðaðist um ýmsa hluta Evrópu, náði að lokum til Jerúsalem og tók þátt í orrustum á leiðinni.
Þó nákvæmur fjöldi íslenskra þátttakenda sé óviss, benda sögurnar til þess að Íslendingar, sem hluti af breiðari norska konungsríkinu, hafi sannarlega átt hlut að máli. Margir Íslendingar á þeim tíma tengdust Noregi, ýmist í viðskiptum, ættartengslum eða pólitískum trúnaði, sem gerði það sennilegt að þeir hefðu farið í svo merkan leiðangur.
Sigurður Jórsalfari, var hinn síðasti alvöru víkingurinn!
Bloggar | 19.9.2024 | 11:32 (breytt kl. 17:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alls kyns "villu"hugmyndir vaða nú uppi í þjóðkirkjunni og hefur gert lengi. Síðan Karl Sigurbjörnsson biskup var og hét, hefur vegur íslensku þjóðkirkjunnar legið niður á veg, á allan hátt.
Þróunin hefur verið áþreifanleg í fjölda þeirra sem eru meðlimir í kirkjunni en þeim hefur fækkað árlega í marga áratugi. Af hverju? Jú, kenningin er ekki rétt, villu hugmyndir myndu margir segja einkenna kirkjukenninguna í dag. Mótmælenda kirkjan íslenska telst vera lúterstrú og hefur verið síðan 1550. Boðskapurinn hefur haldist stöðugur um margar aldir, allt þar til á seinni helmingi 20. aldar. Þá fór að halla undan fæti.
En síðan tók að trosna úr siðferði Íslendinga, trú, menningu og tungu. Sama þróun hefur einkennt þjóðkirkjuna, en í stað þess að vera bjargið, líkt og kaþólska kirkjan hefur verið, þrátt fyrir allar samfélagsbreytingar, hefur íslenska þjóðkirkjan verið eins og vindhaninn á turni Bessastaðakirkju og breytt um átt eftir vindi hverju sinni.
Það hefur líka verið óskráð regla, síðan kirkjan og ríkið aðskildust, að hvor aðili skipti sér ekki af störfum annars. Biskuparnir síðan Karl var og hét, hafa ekki getað haldið uppi agavaldi innan klerkastéttarinnar né að halda í fagnaðarerindið sem er einfaldur boðskapur. Nei, kirkjan hefur ákveðið að taka upp stefnu nýmarxista í samfélagsmálum og wokisma. Hugmyndir minnihlutahópa, sama hversu fáránlegar þær eru, eru teknar upp og viðurkenndar. Meira segja lífið sjálft, í formi ófæddra barna, er fórnað á altari woke hugmyndafræðarinnar.
Hér er nýi biskupinn, sem byrjar ekki vel, að skipta sér af stjórnvalds ákvörðun. Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar
Er nokkur von fyrir þjóðkirkjuna, þegar sjálfur biskup veit ekki hver rétta kenning er? Getur ekki aðlagað kirkjuna að nútímanum með nýju messuformi eða komið með dýpri útskýringar á kristnidómi? Er þetta fólk nokkuð kristið?
Íslenska þjóðkirkjan er eins og íslenskt þjóðfélag, á krossgötum, veit ekki hvert á að halda og hleypur í allar áttir. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
Bloggar | 18.9.2024 | 14:24 (breytt kl. 18:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggritari rakst á þetta podcast/hlaðvarp fyrir tilviljun sem heitir Ein pæling. Það er í anda erlenda podcasta (hlaðvarpa) þar sem spyrillinn tekur langa umræðu við viðmælanda sinn. Joe Rogan og Tucker Carlson er hvað þekktastir fyrir þessa nálgun og ótrúlegt en satt, fólk þráir og líkar við slíka dýpt í umræðu.
Hér er rætt við þekkta sem og óþekkta einstaklinga sem hafa eitthvað til málanna að leggja. Hér koma tvö viðtöl, annars vegar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og hins vegar við Sigurð Orra Kjristjánsson fyrrverandi Samfylkingarmann.
Bloggar | 17.9.2024 | 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óútfylltur tékki hefur verið gefinn út fyrir mestu framkvæmdum íslenskrar sögu. Menn hafa spýtt í lófana og sagt að skuli hefjast handa við innviða uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem felast m.a. í sér framkvæmdir við stofnvegi og borgarlínu. Menn giska, vita það ekki, að kostnaður verði um 311 milljarðar.
Taka má undir það sjónarmið að nauðsynlegt er að fara í stofnvega framkvæmdir til að greiða fyrir umferð. Hins vegar virðist borgarlínu framkvæmdir vera settar til höfuðs stofnveganna og ætlunin að trufla almenna umferð fólksbifreiða. 2 + 2 = viljandi skemmdarverk og gera einkabílnum erfitt fyrir á allan hátt. Svo er lögð auka refsing á með auka álögur í formi umferðaskatta.
Í raun er verið að koma á tvöfalt strætisvagnakerfi! Borgarlínuvagnar eru bara strætisvagnar.
Bloggritari ók um þjóðveg eitt um daginn. Ástandið á honum var þokkalegt, þar sem ekið var um. En það eru engir vegöxlar eða kantar á veginum. Rútur og flutningabílar rétt pössuðu á sínum vegar helmingi og ekkert má út af bregða, svo ekki verði slys. Það er mesta furða að slysin eru ekki fleiri en þetta og má eflaust þakka það öryggisbúnaði bifreiðanna frekar en góðum vegum.
En Vegagerðin segir að uppsöfnuð þörf fyrir viðhald þjóðvega sé upp á 200 milljarða króna. Samtals, ef höfuðborgarsvæðið er meðtalið, er reikningurinn kominn yfir 500 milljarða króna fyrir Ísland. Hvernig ætlar ríkið, sem er lykilaðili að þessum báðum stórframkvæmdum að fara að því að búnka út pening fyrir hvorutveggja? Svo á ríkið að reka borgarlínuna í þokkabót að hluta til! Hvað segir skattgreiðandinn á Kópaskeri um það?
Helmingurinn af kostnaðinum á höfuðborgarsvæði fer í borgarlínu framkvæmdir. Er ekki hægt að spara þarna? Ódýrast er að bæta þriðju akreininni við þar sem vegurinn er tvöfaldur og hægt við að koma. Þegar búið að gera á helstu stofnvegum svæðisins. Sjá t.d. leið 1. Tiltölulega ódýr framkvæmd miðað við núverandi áætlun að setja borgralínuna á milli gagnstæða umferð. Menn fá þarna sína borgarlínu, umferðin greiðkast með því að stofnvegirnir verða auðfara, allir græða.
Nei, skynsemin verður ekki látinn ráða ferð. Loftkastalar verða áfram byggðir í Exel eða Power Point skjölum. Svo verður reikningurinn sendur á okkur skattpínda borgaranna. Ekkert væl. Þetta reddast segir stjórnmálamaðurinn á ofurlaunum og fríðindum á leið í enn eitt fríið.
Bloggar | 16.9.2024 | 09:21 (breytt kl. 17:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að horfa á viðtal við Jack Keane hershöfðingja sem er kominn á eftirlaun. Hann er álitsgjafi Foxnews. Greiningar hans hingað til hafa verið góðar en álit blokkritara á honum fór í vaskinn eftir þetta viðtal.
Rætt var við hann um eldflauga sendingu Írans til Rússlands sem er smá í sniði. Nú hafa Bretar ákveðið að aflétta hömlur á slíkar sendingar frá Bretlandi en Þjóðverjar ætla ekki að gera hið sama. Þegar Keane var spurður hvort þetta muni ekki leiða til stærra stríðs, vísaði hann því á bug og sagði að Pútín hafi bara verið stóryrtur og ekki gert neitt - hingað til.
Það er nefnilega málið, skynsamir menn reyna að hóta andstæðingnum þannig að hann geri ekki mistök. Svo kemur að því að allt fer úr böndunum og þróunin verður stjórnlaus. Stríðið í Donbass var einmitt staðgengilsstríð þar til vitley... Joe Biden tók við völdin. Hann magnaði upp stríðið með vopnasendingum og Pútín ákvað í kjölfarið að gera innrás. Nokkuð sem hefði aldrei gerst á vakt Trumps.
Í stað þess að tala saman og koma friðarviðræðum af stað, þá ætlar Biden að bæta í það sem eftir er af valdtíð hans og ekki verður ástandið betra ef Harris tekur við. Guð hjálpi okkur.
Keane benti á eitt atriði sem heimskir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum ættu að hafa í huga en það er að ef Kína ákveður að taka Taívan með vopnavaldi, munu Rússar fara af stað með annað stríð en svo munu Íranir líka gera. Allsherjar stríð verður þá í Asíu, Evrópu og Miðausturlöndum. Það vita allir að Bandaríkin geta ekki háð tvö stórstríð samtímis. Þetta er ekki Afganistan og Írak - vanmáttugir andstæðingar. Þriðja heimsstyrjöldin þar með hafin og Íslendingar þátttakendur með NATÓ herstöð í túnfæti höfuðborgarsvæðisins. Utanríkisráðherra vor hefur séð til þess að Rússar hafi ekki gleymt Íslendingum og hugsa þeim þeigandi þörfina er stríð brýst út. Við höfum þegar rofið diplómatísk tengsl við Rússlands og gerst beinir þátttakendur í Úkraínu stríðinu með vopnasendingar og þjálfum úkraínskra hermanna (Landhelgisgæslan sá um það).
Það er enginn að fara að vinna stríð gegn mesta kjarnorkuveldi heims, Rússland. Kínverjar hafa líka kjarnorkuvopn og líklega Íranir. Það er í varnarstrategíu Rússlands, að ef innrásarher eða stórfelld árás verður gerð á ríkið, grípi það til kjarnorkuvopna sem fyrstu viðbrögð. Þetta vita Kínverjar og hafa því aldrei þorað að taka part af Rússlandi í stríði, en landið er afar strjábýlt en Kína þéttbýlt og þeir hafa alltaf litið hýru auga á Síberíu og Austur-Rússland. Herafli Rússlands skiptist í sex hluta. Einn er geimher, annar er eldflaugaher, flugher, floti, landher og herafli með sérsveitir. Eldflauga herinn verður ræstur út strax.
Bloggar | 15.9.2024 | 11:54 (breytt kl. 12:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Maðurinn hugsar í árhundruð en ætti að hugsa í árþúsundum ára. Það sem er vitað er að veðrið er breyttilegt eftir hverjum tíma. Það gengur í bylgjum, ýmis hlýnar eða kólnar. Slíkar bylgjur eru innan hvers árshundrað, hvers árþúsunds og hvers hundrað þúsunds.
Menn hafa reynt að skilja þessar breytingar og hafa komist langt áleiðis með skilning. Meðal annarra orsaka er sólin sem sendir geisla sína í mismiklu mæli, svo sem sólarvindar og sólblettir og hafa áhrif á hitastig jarðar.
En sjálf jörðin er ekki saklaus af breytingum á hitastigi jarðar. Það sem kemur upp úr iðrun jarðar skiptir máli sem og möndulhalli hennar en hann er athyglisvert fyrirbrigði. Talið er að breyting á möndulhalla jarðar leiði til ýmis hlýindaskeiða eða kuldaskeiða. Það eru því nátttúrlegar ástæður fyrir breytingum á hitastigi jarðar.
Nú ætla menn að bæta manninum við sem þriðja sökudólg fyrir hnattræna hlýnun! Fyrrgreindar nátttúru ástæður getur maðurinn aldrei haft áhrif á en hann getur aukið koltvísýring í loftinu (tímabundið) og hitað upp jörðina þannig. Án koltvísýring þrífst ekki líf á jörðu.
Það er því hættuspil að taka koltvísýring úr lofti, því það kann að valda nýja ísöld og hnattræna kólnun. Ísaldir eru algengari en fólk veit af og á ísöld á líf erfitt uppdráttar. Það er engin tilviljun að eftir að síðasta ísaldarskeið byrjaði að enda fyrir 15 þúsund árum, þá átti siðmenningin fyrst tækifæri til að þróast. Án hnattrænar hlýnunar hefði jarðyrkja ekki hafist í hálfmánanum sem er undirstaða siðmenningar og borgarmenningar eins og við þekkjum hana.
Afleiðingar nýrrar ísaldar eru miklu alvarlegri en hnattræn hlýnun. Við getum aðlagast hlýnununni ekki nýja ísöld. Og það má hlýna ansi mikið áður það hefur skaðlegar afleiðingar. Vita menn yfirhöfuð hvað þeir eru að gera? Til dæmis á Íslandi að dæla niður lífsefnið koltvísýring? Eru Íslendingar þar með að hjálpa til við að búa til snemmkomna ísöld? Já, ísöldin kemur aftur, það er hundrað prósent. Kannski erum við að seinka komu hennar með því að dæla gróðurhúsa loftegundum upp í loftið.
Bloggar | 14.9.2024 | 11:20 (breytt kl. 15:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dr. Philip sem allir þekkja fékk til sín tvo færustu líkamstjáningu sérfræðinga Bandaríkjanna til að meta frammistöðu allra sem komu fram í beinni útsendinguna kappræðna Harris og Trumps. Þeir mátu svo að Trump hafi staðið sig betur. En hann var greinilega á köflum reiður og hafði ímögu fyrir Harris. Það sást langar leiðir.
Annað athyglisvert er að umræðustjórarnir tveir voru greinilega á móti Trump ef marka má líkamstjáningu þeirra og hvernig þeir spurðu spurningarnar. Trump hafði því rétt fyrir sér að hann var í kappræðum við þrjá einstaklinga en ekki einn.
Umræðustjórarnir á CNN stóðu sig mun betur er Trump atti kappi við Biden. En úrslit kosninganna veltur ekki á þessum kappræðum. Fólk er þegar búið að ákveða sig hvern það ætlar að kjósa.
Bloggar | 13.9.2024 | 15:42 (breytt kl. 15:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggritara var hugsað til Íslands er hann var staddur í Austurríki í sumar, er hann stoppaði á bensínstöð, gekk inn og sá allt úrvalið af áfengi og gat valið úr. Þar er ekki komið fram við fullorðið fólk eins og börn og án siðapostula sem fara á límingunum bara við að sjá áfengi fyrir framan sig.
Alveg sama hvað siðapostularnir segja, verður þróunin ekki stöðvuð úr þessu. A.m.k. ekki á meðan við erum tengd ESB í gegnum EES samninginn. Í Evrópu er komið fram við fullorðið fólk eins og fullorðið fólk sem kann fótum fjör að launa og getur tekið upplýstar ákvarðanir, meðal annar um eigin lýðheilsu. Fólk tekur ákvörðun um eigin heilsu daglega, meðal annars hversu mikið áfengið það getur drukkið daglega. Mikill meirihluti fólks getur tekið þessa ákvörðun án afskipta ríkisvaldsins.
En svo eru það örlaga fyllibytturnar, sem drekka sama hvað lítið, takmarkað og dýrt aðgengið er að áfenginu. Það bara skipuleggur sig bara fram í tímann, svo það geti drukkið í friði. Það er akkurat ekkert samhengi við að ríkið selji áfengi eða einkaaðilar og lýðheilsa.
Þannig að stjórnmálamennirnir sem vilja hafa vit fyrir þér, frjálsum borgara og fullorðin manneskja, eru að lítillækka þig með forræðishyggju. Ekki væri bloggritari hissa ef viðkomandi siðapostulli sé hallur til vinstri og elskar ríkisafskipti af einkalífi borgarans! Látið okkur í friði, við getum sjálf ákveðið hvað er hollt fyrir okkur og líf okkar.
P.S. Áfengisbannið á Íslandi 1915 og í Bandaríkjunum gekk ekki upp.
Bloggar | 12.9.2024 | 20:32 (breytt kl. 21:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Varðandi umræðuna um Churchill og hvort hann hafi haft áhrif á gang sögunnar. Þá er svarið já. Íhlutun Churchills í stríðið, sérstaklega í því að halda Bretlandi sem stöð andspyrnu og síðar sameinast Bandaríkjunum í stríðátökunum, var nauðsynleg til að skapa marghliða stríð sem teygði auðlindir nasista og gerði Hitler ómögulegt að einbeita sér eingöngu að því að sigra Stalín.
Jafnvel þótt Hitler hefði einbeitt sér eingöngu að Stalín, þýða hinar gríðarlegu áskoranir við að sigra og halda Sovétríkjunum að það er langt frá því að Þýskaland hefði unnið sigur.
Án forystu Churchills gæti allt önnur og hugsanlega dekkri niðurstaða fyrir Evrópu hafa þróast, en það er engin trygging fyrir því að Þýskalandi Hitlers hefði á endanum tekist að sigra Sovétríki Stalíns, jafnvel með öllum auðlindum beint í austur.
Í skáldsögunni Vaterland er einmitt fjallað um hvað hefði gerst ef Hitler hefði ekki tapað stríðinu. Samkvæmt þeirri bók hefði þróunin verið svipuð og hjá kommúnistaríkjunum eftir seinni heimsstyrjöld. Söguþráðurinn er eftirfarandi:
"Misbrestur innrásarinnar í Normandí veldur því að Bandaríkin draga sig út úr evrópska stríðinu í síðari heimsstyrjöldinni og Dwight D. Eisenhower hershöfðingi hættir með skömm. Bandaríkin halda áfram með Kyrrahafsstríðið gegn Japansveldi og undir forystu Douglas MacArthur hershöfðingja notar þau kjarnorkusprengjur til sigurs. Í Evrópu nær nasista-Þýskalandi að gera innrás í Bretland með góðum árangri, sem leiðir til þess að Georg VI konungur flýr með fjölskyldu sinni til Kanada og heldur áfram að stjórna breska heimsveldinu. Undir eftirliti nasista endurheimtir Edward VIII hásætið í Bretlandi árið 1947 og Wallis Simpson verður drottning hans.
Winston Churchill forsætisráðherra fer einnig í útlegð í Kanada og dvelur þar til dauðadags 1965. Þýskaland sameinar restina af Evrópu, að undanskildu hlutlausu Sviss og Vatíkaninu. Inn í Stór-Þýska ríkið, sem er skammstafað Germania. Að minnsta kosti á yfirborðinu er þýskt samfélag að mestu hreint og skipulagt og SS er endurskipulagt í úrvalslögreglu á friðartímum.
Ríkið er enn í eilífu stríði sínu gegn Sovétríkjunum, sem er enn undir forystu hins 85 ára gamla Jósefs Stalíns langt fram á sjöunda áratuginn. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1960 eru sigurvegarinn Joseph Kennedy, en gyðingahatur hans hefur verið vel þekkt. Hann gefur nasistaleiðtogum tækifæri til að binda enda á kalda stríðið milli beggja ríkjanna og tryggja aðhald við Bandaríkin og bandamenn þeirra í Rómönsku Ameríku. Árið 1964, þegar 75 ára afmæli Adolfs Hitlers nálgast, heldur Kennedy á leiðtogafund í Þýskalandi, en landamæri þess eru opnuð fyrir fjölmiðlum frá Bandaríkjunum og Suður-Ameríku."
Þessi ef-saga er ekki ósennilegri en aðrar ágiskanir. En það er nokkuð ljóst samt sem áður að án skörungsins Churchill hefði verið fátt um fína drætti í leiðtoga efni hjá Vesturveldum. Ekki var Roosvelt neinn skörungur og hálf dauður úr veikindum mest allt stríðið.
Og stóra niðurstaðan er að komnúnisminn hefði átt að fara á ruslahaugana með nasismanum. Íbúar Austur-Evrópu fengu ekki sitt frelsi fyrr en 1989 og þá lauk seinni heimsstyrjöldinni loks fyrir þeim. Lýðræðið lifði af en sósíaldemókratisminn tröll reið vestræn ríki næstu áratugi.
Bloggar | 11.9.2024 | 22:52 (breytt 12.9.2024 kl. 08:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sagan yfirleitt er hægfara þróun en stundum verða skýr skil. Svo var tímamóta árið 406 e.Kr. og markar tímamót fornaldar og miðalda. Fall Vestrómverska veldisins varð þar með að veruleika.
Undir þrýstingi frá Húnum fyrir austan þeirra og þar sem rómversku herstöðvarnar í suðri og vestri þeirra voru að veikjast, 31. desember 406 e.Kr., fóru Vandalar og aðrir germanskir villimannaættbálkar að fara yfir Rínarfljót inn á yfirráðasvæði Rómaveldis. Þetta er einn merkasti atburður heimssögunnar.
Þó það hafi aldrei verið komist að endanlega, er líklegt að Vandalarnir hafi flutt inn í það sem nú er Þýskaland frá Skandinavíu öldum fyrr, eftir að hafa farið fyrst í gegnum Pólland nútímans. Á fyrstu fjórum öldum e.Kr. höfðu þeir horft öfundsjúkir yfir Rín á auð rómversku siðmenningarinnar í Gallíu (nútíma Frakklandi) en máttur rómversku hersveitanna hélt þeim í skefjum.
En í byrjun 5. aldar var Róm í vandræðum. Gotar höfðu komist inn í heimsveldið handan við Dóná og valdið Rómverjum stórkostlegan ósigur í orrustunni við Adrianopel árið 378 eftir Krist. Þegar rómverskar hersveitir drógu sig til baka til að verja Ítalíuskagann, voru varnir meðfram Rín veiktar og í mörgum tilfellum yfirgefnar.
Veturinn 406 e.Kr. söfnuðust saman germönskar ættkvíslarnar "Vandalar, Alemannar, Frankar, Búrgúndar og aðrir" meðfram norður/austurbökkum Rínar. Þegar áin fraus, þutu þeir yfir fljótið og inn í Gallíu og breyttu gangi heimssögunnar.
Hinn heimsfrægi sagnfræðingur Edward Gibbon í The History of the Decline and Fall of the Roman Empire, skrifað á 18. öld: "Á síðasta degi ársins, á tímabili þegar vötn Rínar voru líklega frosin, gengu (barbararnir) inn án mótstöðu hinir varnarlausu í héruðum Gallíu.
Þessi eftirminnilegi ferð Sueva, Vandala, Alana og Búrgunda, sem aldrei hörfuðu síðar, má teljast til fall Rómaveldis í löndunum handan Alpafjalla; og hindranirnar, sem höfðu svo lengi aðskilið villimenn og siðmenntaðar þjóðir jarðarinnar, voru frá þeirri örlagaríku stundu jafnaðar við jörðu.
"Vandalarnir rændu og rupluðu á leið sína yfir Gallíu og inn í það sem nú er Spánn, áður en þeir fóru að lokum inn í og lögðu undir sig stóran hluta Norður-Afríku. Að lokum myndu þeir ræna sjálfri Róm.
Víðsvegar um Evrópu leiddu landvinningar villimanna til þess sem varð þekkt (umdeilt þessa dagana) sem "myrku miðaldirnar."
Með hruni landamæranna neyddust Rómverjar til að yfirgefa Britannia (Bretland), sem féll í bráða menningar- og efnahagslega hnignun afkomendur þeirra Vandalarnir og villimenn þeirra fóru yfir Rín fyrir 1.617 árum.
Næstu stórkostlegu tímamótin voru um 1500 og er önnur saga og marka mót miðalda og nýaldar.
Bloggar | 11.9.2024 | 11:55 (breytt 29.9.2024 kl. 15:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020