Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2025
Fólk heldur að útskúfun (e. cancelling) á samfélagsmiðlum sé nýtt fyrirbrigði en það er ævagömul aðferð til að losa sig við þá sem tilheyra ekki hjörðinni eða þagga niður í þeim. Förum aðeins 500 ár aftur í tímann. Tökum fyrir nornaveiðar í fortíð og nútíð.
Þegar kaþólska kirkjan klofnaði á árnýöld (15001700) og "við" urðum að "við" og "þeir", var byrjað að leita að þeim sem svíkja undan merkjum og voru og eru ekki hluti af "við". Trúarofsóknir og kvennaofsóknir hófust þar með. Menn óttuðust sterkar konur (eins og sumir óttast sterka karlmenn í dag og þeir kallaðir menn með eitraða karlmennsku) og því verður að berja þær/þá niður.
Sjálfstæði kvennanna á sínum tíma ógnaði samfélagsskipan. Til varð fyrirbrigðið nornaveiðar og djöflafræði. Á 16. og 17. öld ýttu siðbót mótmælenda og kaþólsku gagnsiðbótunum undir endurnýjuð áherslu á andlegan hernað og nornaréttarhöld urðu algeng sem og trúarréttarhöld (rannsóknarrétturinn er gott dæmi). Ásakanir um galdra fólu oft í sér staðhæfingar um djöflahald, sem leiddi til þúsunda aftökum víðsvegar um Evrópu og Norður-Ameríku.
Sjá mátti þetta einnig í nornaréttarhöldunum. Margar ákærðar konur voru sagðar vera í sambandi við djöfulinn og voru opinberlega niðurlægðar, pyntaðar eða teknar af lífi. Þessar tilraunir virkuðu sem leið til að styrkja samfélagsleg viðmið og refsa fyrir ósamræmi og halda konum niðri.
Svo var það hinn hópurinn sem fylgdi ekki normum samfélagsins. Vísindamenn og þeir sem tilheyrðu trúarminnihluta hópum (sem flúðu flestir yfir haf til Bandaríkjanna). Jafnvel menn sem efuðust um trúarkenningar (eins og Giordano Bruno) voru teknir af lífi fyrir að ögra óbreyttu ástandi.
Maðurinn er samur við sig þótt þjóðfélagið breytist. Þegar trúin hætti að skipta máli og pólitísk hugmyndafræði tókust á 20. öld, varð breytingin í átt að veraldlegum nornaveiðum (19.20. öld).
Pólitískar hreinsanir urðu algengar. Á 20. öld voru hugmyndafræðilegar hreinsanir í kommúnista- og fasistastjórnum, þar sem pólitískir andófsmenn voru stimplaðir sem ógnir við ríkið og þeim hreinlega útrýmt eins og gert var við "nornirnar". Nú með verksmiðju framleiðslugetu. Þeir sem hugsuðu ekki rétt eða litu ekki rétt út, var eytt í sláturhúsum fyrir mannfólk.
Í Bandaríkjunum máttis sjá þetta í McCarthyismanum (um 1950) en nú var þetta andlegar árásir, menn ekki teknir líkamlega af lífi. Í Bandaríkjunum voru grunaðir kommúnistar settir á svartan lista og ofsóknarmenn eyðilögðu starfsferil og orðstír grunaða manna á hræðilega svipaðan hátt og villutrúarofsóknirnar á miðöldum. Þetta gerðist í lýðræðisríki. Útskúfun er því ekki bundin við harðstjórnarríki, heldur einnig við svo kölluð lýðræðisríki.
Nútíma wokismi og útskúfunarmenning samtímans er nýr "exorcismi" og það er að gerast á 21. öld, á öld upplýsingar!
Í dag fela hugmyndafræðilegar bardagar enn í sér félagslega ígildi andasæringar - að reka fólk út sem er talið óhreint eða hættulegt. Opinber skömm og réttarhöld á samfélagsmiðlum er viðhöfð. Alsaklaust fólk sem er sakað um kynþáttafordóma eða aðrar hugmyndafræðilegar syndir getur verið fljótt "útskúfað" úr opinberu lífi með brottrekstri eða faglegri útskúfun (sagnfræðingurinn David Starkley árið 2020 er gott dæmi).
En þetta er ekki nóg fyrir trúarofstækisfólkið (sem núna brennir Teslur í stað kvenna). Það þarf að endurskrifa sögu og breyta hugtökum og skilningi. Rétt eins og fyrri villutrúarmenn voru eytt úr trúarlegum gögnum, er sumum sögulegum persónum "afhýstar" eftir dauða fyrir að hafa ekki uppfyllt nútíma siðferðisstaðla.
Allt frá nornarannsóknum til McCarthyisma til nútíma hugmyndafræðilegra hreinsana; samfélög hafa alltaf þurft að "hreinsa" sig af þeim sem eru ekki í samræmi við ríkjandi hugmyndir. Þó að tungumálið hafi breyst (úr "norn" í "ofurhuga" eða "villutrú" í "vandamál"), þá er kjarninn í eðlishvötinni áfram sá sami. Beita verður útskúfun sem leið til að viðhalda hugmyndafræðilegum hreinleika.
Segjam má að þetta sé siðferðisleg alræðishyggja. Líkt og trúarleg kenning starfa ákveðnar pólitískar og félagslegar hreyfingar í dag með stífri siðferðisvissu og stimplun andófsmanna sem óbætanlega vonda einstaklinga sem mega ekki koma fram opinberlega. Twitter var helsta leiðin til að útskúfa þá sem ekki voru í náðinni en varð úr sögunni er Musk tók við og endurskýrði sem X.
En nú virðist mesta "trúaræði" wokismans vera liðið (ofstækið þreytir fólk á endanum og hræðir, því allir geta orðið undir jarðýtu útskúfunnar). Fólk í Bandaríkjunum kaus andstæðuna sem og í Evrópu (þótt sósíaldemókratar eru enn að reyna að eyða jaðar hægri flokkanna með dómstólum og útiloka þá frá völdum með dómskerfið að vopni).
Í dag erum við í n.k. limbói - hvað tekur við? Bandaríkin leiðir leiðina en hvert er forystusauðurinn - Trump - að fara með nýju stefnuna?
Hvað um það, við þurfum ekki að velkjast í vafa að nýr "trúarhiti" keyrir lýðinn áfram og nýtt form af wokisma/MacChartisma eða annan -ismi kemur fram. alveg sama hversu "upplýst" við eru og "menntuð".
Eina sem hægt er að segja við fólk til að það falli ekki í gryfjuna að kasta fyrsta steininn úr glerhýsinu; að það passi sig á að fylgja ekki hópnum í blindri fylgni, því stutt er í múgsefjun, múgæsing og múgofbeldi. Ekki vilt þú vera múgæsingarmaður?
Bloggar | 2.4.2025 | 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bill O´Reilly, fréttahaukurinn sem hefur greint bandarískt þjóðfélag í 50 ár og þekkir Trump persónulega, segir að Trump sé adrenalínsfíkill. Hann vill að allt gerist á stundinni og það megi sjá af seinni forsetatíð hans. Trump veit alveg hvað hann vill núna, ekkert er í veginum eins og í síðustu forsetatíð. Leysa átti Úkraínu stríðið á einum degi, taka yfir Grænland með hervaldi ef þeir hlýddu ekki strax o.s.frv.
Þetta er bæði kostur og ókostur. Kostur að vandamálin leysast strax eða farið í þau á stundinni. En ókostur þegar menn eiga við refi eins og Pútín, sem virðist spila undanhalds spilið. Það er að segja hann gefur eftir þar sem það skiptir engu máli (vopnahlé á Svarta hafi), tefur málið því að Rússar eru í sókn og heldur Trump góðum með "vilja" til samningaviðræðna. Spurning hvort Trump hafi þolinmæði í þetta lengi.
Sama gildir um tollastefnu hans. Hún er áhættusöm, því þótt Bandaríkjamenn hafa verið teknir í bakaríið um áratuga skeið í tollamálum, þá er allsherjar tollastríð við alla hættulegt útspil. En hann er eins og áhættu spilafíkillinn, reiðubúinn að taka áhættu.
Stefna hans gagnvart NATÓ mun hafa langvarandi afleiðingar. Trump heldur að Bandaríkjamenn þurfi ekki bandamenn, en það er rangt. Bestu bandamenn hans eru Evrópumenn sem eru núna reiðir og svekktir. Þeir munu hugsa Bandaríkjamenn þeigandi þörf. Fyrsta sem þeir gera er að hætta að kaupa orrustuþotur frá Bandaríkjunum. Síðan önnur hergögn. Þeir eru þegar byrjaði að huga að öðrum kaupum.
Evrópumenn verða sjálfbærir um eigin varnir, þótt það taki nokkur ár. Bandaríkjamenn munu þurfa á bandamönnum að halda ef þeir fara í stríð við Kína. Munu Evrópumenn koma til aðstoðar, þegar Evrópuherinn er kominn á koppinn og tollastríð geysað í áraraðið? Þetta kallast að skáka sjálfan sig út í horn. Stórveldi eins og Bandaríkin og Róm á sínum tíma, þurfa á bandamönnum að halda. Næsti Bandaríkjaforseti mun ekki getað brúað trúnaðarbrestinn sem nú er orðinn og Bandaríkin og Evrópa eru að fara í sitthvora áttina. Kjarnorkuvopnum í Evrópu verður fjölgað í kyrrþei.
Það er ekki það að Evrópusambandið sé dansandi á rósum, arfa vitlaus orkustefna, innflytendastefna, tæknistefna, miðstýring og wokismi er að drepa sambandið. Ráðist er á lýðræðið og málfrelsið með því að taka (eða reyna) hættulega andstæðinga úr umferð eins og sjá má í Frakklandi, Þýskaland og Rúmeníu. Þetta er tilraun sósíaldemókrata sem hafa stjórnað Evrópu um áratuga skeið, til að koma í veg fyrir að hægri jaðarflokkar komist til valda. En á hvaða kostnað? Lýðræðisreglna og málfrelsis?
Evrópusambandið er marghöfða þurs sem hættulegur öllum sem koma nálægt honum. Valkyrjustjórnin er ESB stjórn og þangað á að reka lýðinn - okkur, inn á næstu árum. Margoft í sögunni hefur verið reynt að gera Evrópu að einu ríki - heimsveldi. Alltaf hefur þetta endað með að þegar slíkt veldi fellur og þá fellur það með látum og í frumeindir.
Bloggar | 1.4.2025 | 09:01 (breytt kl. 14:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Enn rýkur upp við varnargarðana
- 10% tollur á Ísland en 20% tollur á ESB
- Meirihlutinn fylgir fordæmi ríkisstjórnarinnar
- Fyrstur Íslendinga til að gegna svo háu embætti
- Lokað því starfsfólk treysti sér ekki til vinnu
- Einn með fyrsta vinning í Jóker kvöldsins
- Stöðvuðu smygl á 20 þúsund Oxycontin-töflum
- Hókus pókus hjá ráðherrunum