Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2025
Það er kannski ekki allt hulið almenningi hvað Borgarlínu fólkið er að gera, en flestir vita að byrjað er á Fossvogsbrú. Að sjálfsögðu er reikningurinn himinhár enda verður þetta stælbrú fyrir fáeina útvalda. Ekki venjulegt fólk á fólksbifreiðum. En hvað, þetta eru ekki okkar peningar, förum á eyðslufyllerí segja þeir sem taka ákvörðun!
Annars er hugmyndin um Fossvogsbrú góð, ef hún væri fyrir alla, ekki bara þá hópa sem eru í náðinni hjá woke elítunni sem vill bara samgöngur fyrir gangandi, hjólandi og farþega strætó en ekki okkur hin sem erum í meirihluta og á bílum.
Annað "snilldarverk" eru framkvæmdir í Hafnarfirði. Á vef Borgarlínunnar segir að: "Hönnun frumdraga á um 2 km löngum vegakafla í Hafnarfirði, sem tilheyrir fjórðu lotu Borgarlínunnar, er hafin og ...Vegkaflinn verður mikilvæg tenging sem nær frá sveitarfélagsmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Reykjavíkurveg að verslunarkjarnanum Firði í miðbæ Hafnarfjarðar." Þetta er gott og blessað en hvernig snillingarnir ætla að breikka þennan þrönga vegakafla verður athyglisvert að sjá. Vonandi ekki með að þrengja að annari umferð!
Það liggur fyrir að það þarf að tvöfalda Fjarðahraun (sem er hluti af Reykjanesbraut) og liggur frá Kaplakrika til Engidals. Mér skilst þessi breikkun sé hluti af borgarlínu verkefnisins og ef svo er, getum við þurft að bíða í það óendalega eftir að verkið fari af stað? Þetta er eins og við vitum allir algjör flöskuháls á alla umferð sem liggur um Hafnarfjörð frá úthverfum Hafnarfjarðar og umferðar til Suðurnesja. Svo skilst mér að mislæg gatnamót eigi að ligga um Engidal sem liggur í framhaldi af Fjarðarhrauni og er flöskuháls. En ekki verður byrjað á þessu brýna verkefni í bráðinni.
Borgarlínan er hluti af svonefndum Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og framkvæmda á vegum sveitarfélaga þess til ársins 2040. Á vef Stjórnarráðsins segir: "Heildarfjárfesting samgöngusáttmálans nemur 311 milljörðum kr. Ábatinn er metinn 1.140 milljarðar kr. til 50 ára, innri vextir 9,2% og ábati sem hlutfall af kostnaði er um 3,5. Það þýðir að fyrir hverja krónu sem lögð er í verkefnið fær samfélagið þrjár krónur til baka."
Þetta er mikið bjartsýnistal, þegar allir vita að fjárhagsáætlanir Íslendinga eru ekki salernispappírsins virði. Alltaf er farið fram úr áætlun. En það er ekki allt vitlaust í þessum sáttmála. Margt er þörf á og fyrir löngu tímabært í ljósi þess að verklegar framkvæmdir, sérstaklega í Reykjavík, hafa verið litlar sem engar í stjórnartíð sósíalistanna í borgarstjórn. Nú er helsta hindrunin farin úr borgarstjórn og sestur á Alþingi en þar fer ennþá lítið fyrir kappann.
Eftirfarandi er nánari lýsing á verkefnaflokkunum og hlutdeild í samgöngusáttmálanum:
- Stofnvegir 42%. Ráðist verður í sex stór verkefni við stofnvegi á höfuðborgarsvæðinu til viðbótar við þau þrjú sem lokið er á vegum sáttmálans (stofnvegaverkefni á Suðurlandsvegi, Vesturlandsvegi og Reykjanesbraut). - Ætti að vera þjóðhagslegt arðsamt.
- Borgarlína og strætóleiðir 42%. Almenningssamgöngur verða stórbættar með uppbyggingu Borgarlínu í sex lotum. Þjónusta við íbúa verður stöðugt bætt með samþættu leiðaneti strætisvagna og Borgarlínu. - Líklega ekki arðsamt. Nær væri að búa til sérakreinar fyrir strætó eins og gert hefur verið með góðum árangri hingað til. En annað vegkerfi fyrir borgarlínu vagna....
- Hjóla- og göngustígar 13%. Hjóla- og göngustígum verður fjölgað og þeir bættir verulega í uppfærðum sáttmála, en lagðir verða um 80 km af nýjum stígum til viðbótar við 20 km sem þegar hafa verið lagðir á vegum sáttmálans. - Þetta er ekki forgangsatriði og ætti að vera ákvörðunarefni sveitafélaga. En ef hér er talað um tengu sveitafélaga með hjóla- og göngustígum, er annað mál að ræða.
- Umferðarstýring, umferðarflæði og öryggisaðgerðir 3%. Fjárfest verður áfram í nýrri tækni og búnaði til að bæta umferðarflæði og -öryggi á stofnvegum. - Og þótt fyrr hefði mátt vera. Sósíalistarnir í Reykjavík hafa lengi staðið á móti tæknivæðingu umferðastýringu, því jú það á að gera bifreiðaeigendum erfitt fyrir og neyða þá með góðu eða illu í strætisvagna eða á göngustíganna. En er þrengt að bílaumferð, tvöfaldar akreinar sameinaðar í eina og flöskuhálsar búnir til ásamt hundruði hraðanhindrana (meira segja á gatnamótum).
Gott og vel, ef það á ekki að þrengja að bílaumferð í öllum þessum skarkala, þá þurfum við að taka við himinháan reikning fyrir þessar framkvæmdir. Vonandi búa menn ekki til umferðastíflur í stað þess að leysa umferðahnúta. En bloggritari er ekki bjartsýnn....til þess er woke bílahatrið of mikið.
Bloggar | 30.4.2025 | 10:14 (breytt kl. 11:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú eru ríkisstjórnarflokkarnir að hreykja sig af því að nú sé að vera breyta meingölluðum útlendingalögum (í þriðja sinn!).
Á Facebook síðu Flokk fólksins segir:


Til að útlendingur fái íslenskan ríkisborgararétt þarf hann að uppfylla ákveðin skilyrði sem sett eru í íslenskum lögum um ríkisborgararétt, nr. 100/1952. Hér eru helstu almennu skilyrðin. Hann þarf að hafa dvalarleyfi og lögheimili á Íslandi. Yfirleitt þarf viðkomandi að hafa búið hér samfellt í 7 ár sem er ekki langur tími t.d. til að ná hæfni í íslensku. Íslensk grunnskólabörn þurfa að læra íslensku í 10 ár í grunnskóla til að teljast slakkfær í móðurmálinu. Fyrir ríkisborgara Norðurlandanna (Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland) dugar 4 ár. Fólk sem er í hjónabandi eða sambúð með íslenskum ríkisborgara getur sótt eftir 3 árum (ef sambandið hefur staðið yfir í a.m.k. 2 ár). Flóttamenn þurfa oft aðeins 5 ár. Af þessu má ráða að ekki eru miklar kröfur gerðar til útlendinga varðandi búsetur eða þekkingu á tungumálinu.
Viðkomandi þarf að hafa hreinan sakavottorð sem ekki virðist vera farið eftir þegar menn þurfa að breyta lögum. Þarf að sýna fram á að hann geti séð fyrir sér (með vinnu, tekjum eða stuðningi). Hvað ef svo er ekki? Fá menn samt ríkisborgararétt? Þarf að vera fullnægjandi sjálfbjarga í íslensku samfélagi segir einnig.
Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á íslensku. Þarf að geta sýnt fram á ákveðna þekkingu á íslenskri tungu. Algengt er að fólk þurfi að hafa lokið ákveðnu íslenskuprófi fyrir ríkisborgararétt. Ekki virðast kröfurnar vera miklar, því margir sem eru með íslenskan ríkisborgararétt tala aðeins ensku eftir 10+ ára dvöl á Íslandi. Einnig er oft krafist að umsækjandi hafi grunnþekkingu á íslenskum samfélagsháttum og stjórnkerfi. Þetta getur verið metið með sérstökum prófum eða námskeiðum.
Svo er það tvöfaldi ríkisborgararétturinn. Íslendingar mega halda sínum ríkisborgararétti jafnvel þótt þeir verði ríkisborgarar í öðru landi. Útlendingar sem fá íslenskan ríkisborgararétt þurfa ekki lengur að afsala sér fyrri ríkisborgararétti sínum Þetta er kannski gott ákvæði og opnar leið fyrir að afturkalla íslenska ríkisborgararéttinn ef viðkomandi reynist vera glæpamaður. Hann getur þá haldið sínum gamla og farið til síns heimaland og framið afbrot þar.
Bloggritari finnst að menn þurfi að lágmarki að dvelja hér í 10 ár áður þeir verði gjaldgengir til að taka próf og sækja um íslenskan ríkisborgararétt. Það á að vera ákveðin forréttindi að fá hér ríkisborgararétt en er ekki sjálfkrafa réttur bara vegna þess að viðkomandi hefur dvalið hér x mörg ár. Það er að hafa sýnt fram á að þeir séu verðugir ríkisborgarar. Svo mætti kannski setja kvóta á hversu margir geta fengið ríkisborgararétt á ári, því íslenskt þjóðfélag verður að vera í stakk búið að innbirða nýju borgara landsins og aðlaga þá að íslensku samfélagi.
Bloggar | 29.4.2025 | 08:28 (breytt kl. 10:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menn fara á taugum yfir þær fréttir sem berast frá Bandaríkjunum. Það er kannski ekki að marka DV eða Eyjuna sem er undir formerkjum þess en þar birtist slúðrið og kannski óttinn frekar en raunveruleikinn.
Þar segir í "blaðagrein" sem ber titilinn "Bandaríkin eru svo nærri því að verða einræðisríki" að "Trump langar mjög að verða einræðisherra." undir mynd af Trump! Alveg galin fullyrðing. Við vitum ekkert hvað er að gerast í kollinum á Trump né hefur stjórn hans aflagt neinar stofnanir (sem hann má reyndar) eða bannað eitthvað sem er gegn stjórnarskránni.
Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Bandaríkin eru ennþá lýðræðisríki og ef stjórn Trumps myndi reyna að hrifsa völdin til sín undir lok kjörtímabilsins, þá er að mæta helmingi þjóðarinnar og borgarastyrjöld. Trump og fylgismenn hans hafa verið að gantast með að hann bjóði sig fram þriðja tímabilið en ef hann dreymir það, þarf að breyta lögum. Fjögur ár er langur tími og Trump gamall maður. Eigum við ekki að sjá hvað gerist áður en eitthvað er fullyrt?
Trump er að taka mikla áhættu með efnahagssstefnu sína og það á eftir að koma í ljós hvort hún gangi eftir. Menn sem missa allt niður um sig við minnstu golu, fullyrða að heimskreppa sé framundan vegna tollastríð Trumps við umheiminn. Hvernig vita þeir það? Ef rýnt er grannt í stefnu Trumps notar hann tolla sem efnahagsvopn. Aðrir forsetar hafa notað efnahagsþvinganir til að þvinga þjóðir til að láta að vilja sínum. Tollar sem vopn er skárra en þvinganir.
En þetta er ákveðin áhætta sem Trump er að taka. Hann veðjar á að þjóðir heims komi að samningsborðið. Eins og staðan er í dag, virðist þetta ganga eftir en það er hafið viðskiptastríð við Kína. Það var alveg ljóst fyrir öllum, líka Trump liðum að markaðirnir myndu bregðast illa við í byrjun á meðan óvissa er. Óttinn og óvissan um hvort tollar séu að skella á hverfur þegar stjórn Trumps hefur samið upp á ný við allar þjóðir heimssins um viðskipti ríkjanna.
Það sem veldur meiri áhyggjum er hvort Bandaríkin séu að fara í stríð við Íran. Sérfræðingar sem bloggritari hefur séð viðtöl við, eru beggja blands hvort Ísrael og Bandaríkin vinni það stríð. Landhernaður virðist útilokaður og ólíklegt að þeir náði að eyðileggja alla kjarnorkuvopna framleiðslu Íranana. En þeir yrðu að láta kné fylgja kviði og eyðileggja olíuframleiðslugetu þeirra því það er ekki nóg að leggja efnahagsþvinganir á ríkið, þegar það selur 90% af olíu sinni til Kína. En það er smá von um frið ef Íranir fara sömu leið og Líbía undir Gaddafi um að afnema kjarnorkuvopnaframleiðslu sína. Held samt Íranir séu komnir svo langt að ekki verði aftur snúið.
Annað mögulegt stríð er við Kína vegna Taívan. Menn hafa talað um árið 2027 sem upphafsár. Held að það sé mjög ólíkleg að Kínverjar fari af stað með stríð á þessu ári þegar órói er í kínverska hernum en slúður er um að "valdaránstilraun" hersins hafi átt sér stað og hreinanir í kjölfarið. Sel það ekki dýrara en keypti. En það verða erfiðir tímar framundan fyrir kínverska kommúnstaflokkinn ef efnahagsstríðið heldur lengi áfram.´ Kínverskur almenningur má ekki við efnahagskreppu og þetta getur skapað óróa. Vonandi verður ekki farið í stríð eins og menn gera oft þegar illa gengur í efnahagsmálum, til að fylkja fólkið á bakvið sig. Sagan er með mýmörg dæmi um slíkt, s.s. þegar Argentína ætla að taka Falklandseyjar þegar illa áraði í landinu og farið var í "vinsælt" stríð sem endaði með hörmungum fyrir argentínsku þjóðina.
Bloggar | 28.4.2025 | 08:53 (breytt kl. 13:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er oft talað um að hér ríki flokksræði og það séu flokkarnir sem ráði för en ekki samviska þingmanna viðkomandi þingflokka. Þarna er í raun tekið heldur stórt til orða tekið, því að það er ekki flokkurinn sem ræður för heldur æðsta stjórn flokksins sem er væntanlega flokksráðið. En jafnvel það er hálf valdalaust því að oft eru það nokkir einstaklingar sem raða sig í kringum formanninn sem ráða för.
Stundum er það bara formaðurinn einn sem ræður för og ákveður hver fær að vera með og hver ekki. Sjá mátti þetta hjá Flokki fólksins, þar sem flokknum var stjórnað frá eldhúsborði formannsins án kennitölu stjórnmálaflokks. Þegar Samfylkingin fékk nýjan formann, voru hausarnir látnir fjúka á báða bóga og þeir sem töldust of róttækir til vinstri, voru látnir taka pokann sinn.
Hjá Sjálfstæðisflokknum er þetta auðljóst. Arnar Þór Jónsson varaþingmaður var útlokaður frá setu sem varaþingmaður eftir að hann samþykkti ekki hinu heimskulegu leigubílalög. Annar sem þótti erfiður fyrir þá woke flokk Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, fékk ekki sæti á framboðslista fyrir síðustu kosningar, þrátt fyrir mikið fylgi kjósenda. Enda missti flokkurinn þingsæti í kjördæmi hans. Hann þótti of róttækur í útlendingamálum en reyndist vera barnið sem benti á að keisarinn væri nakinn.
Svo má segja um aðra flokka, svo sem Sósíalistaflokk Íslands þar sem formaðurinn er einráður en allt logar á stafna á milli, einnig hjá Viðreisn þar sem drotting flokksins ræður öllu. Eflaust má segja þetta líka um Miðflokkinn, það er gott að þekkja formanninn en flokkurinn var upphaflega stofnaður í kringum brotthvarf hans úr Framsókn.
Að sjálfsögðu á formaðurinn að stýra skútunni en vei þeim sem fara út af línu flokksforustunnar. Þetta leiðir til þess að lagasetning verður fyrir vikið léleg.
Þegar fáeinir einstaklingar á þingi ráða í raun öllu, verður erfitt að hrófla við hrákasmíði í heildarlöggjöf. Sjá má þetta í stórum málaflokki eins og útlendingalögin frá 2017 sem mætir menn bentu á auðljósa vankanta en ekki var hlustað. Það var lappað upp á þau fyrir tveimur árum en aftur bentu mætir menn á vankanta og ekki var hlustað. Nú á í þriðja sinn að laga hrákasmíðina í útlendingalöggjöfinni til að taka út mestu hneisuna, sem er að ekki er hægt að losna við stórhættulega erlenda glæpamenn úr landi.
Leigubílalögin voru þvinguð í geng án þess að bráðnauðsyn bæri til, heldarendurskoðun var gerð og leigubílamarkaðurinn gerður að villtu vestri í nafni "frjálsræðis". Nú á að plástra og sparsla í mestu vitleysuna. Best væri að gömlu lögin væru innleidd á ný en það er ekki hægt því að ESB stjórnar hér ferðinni í löggjöf um atvinnumál. EES-reglurnar eru rétthærri en íslensk lög.
Eins með arfavitlaus orkulög, þar sem neytendur áttu að geta valið sér orkufyrirtæki til að lækka orkureikninga sína en í raun leitti þetta til fákeppni = einokunar og orkureikningar hækkuðu í stað þess að lækka.
Það er augljós lýðræðishalli í flokksstarfi flokkanna og hvernig flokkarnir stjórna Alþingi. Ástandið er kannski ekki eins slæmt og í Bretlandi, þar sem kjósendur Reform eða Endurbótaflokksins, voru rúmlega 4 milljónir en fengu aðeins einn þingmann á hverja milljón kjósenda.
Það er hægt að stjórna lýðveldinu Ísland á annan hátt en er gert í dag. Þar er Sviss efst á blaði með mjög öflugt beint lýðræði og fólk greiðir reglulega atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslum um mikilvæg mál. Í Noregi er stöðug stjórnskipan, mikið traust til stofnana og mannréttindi virt.
Förum kerfisbundið í gallanna: Í stað þess að þingmenn séu sjálfstæðir fulltrúar kjósenda sinna, þá er íslenska kerfið þannig:
Flokkarnir ráða mjög miklu um hvernig þingmenn kjósa í málum.
Þingmenn eru sjaldan frjálsir að fylgja eigin sannfæringu eða vilja kjósenda sinna, ef það stangast á við línu flokksins.
Framboðslistar eru oft stjórnaðir af fáum í flokksforystu.
Grasrót kjósenda hefur lítil áhrif á ákvörðunartöku þegar líður á kjörtímabil.
Þetta getur valdið því að lýðræðisleg virkni í raun verður minni en hún lítur út á yfirborðinu.
Sumir telja jafnvel að íslenska lýðræðið sé "formlegt lýðræði" frekar en "raunverulegt fulltrúalýðræði".
Á Íslandi er ekki einu sinni þrískipting valdsins, en Alþingi og ríkisstjórnin sitja saman í einni sæng á þingi. Fórum kerfisbundið yfir hvernig mál eru í ólestri á þingi:
Á Íslandi er þrískipting ríkisvaldsins (löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvald) mjög ófullkomin í raunveruleikanum:
Alþingi á að fara með löggjafarvaldið.
Ríkisstjórnin á að fara með framkvæmdarvaldið.
En í stað þess að vera aðskilin, þá eru ráðherrar (framkvæmdarvald) oft bara þingmenn sem sitja áfram á Alþingi.
Ríkisstjórnin ræður yfir meirihluta á Alþingi og getur oft nánast stjórnað því hvað verður að lögum.
Þingið á að hafa eftirlit með ríkisstjórninni, en getur það sjaldnast raunverulega þegar ríkisstjórnin sjálf á meirihlutann.
Þingræðisreglan gerir það að verkum að ríkisstjórn fellur bara ef þingmeirihluti samþykkir vantraust sem þýðir að ríkisstjórnin stjórnar bæði framkvæmdar- og löggjafarvaldi í reynd.
Þetta verður að einhvers konar samruna löggjafar- og framkvæmdarvalds, þar sem þingið verður oft eins konar framlenging af ríkisstjórninni í stað þess að vera sjálfstæð vörn gegn henni.
Það væri eiginlega réttara að segja að Ísland sé með "sameinað þingræði" frekar en hreina þrískiptingu.
Svo eru menn bara sáttir við þetta stjórnarfar! Ekki bloggritari.
Enda þennan pistil á orð Machiavelli sem útskýrir hvers vegna mestu "fíflin" enda alltaf með völdin í sínum höndum!
Bloggar | 27.4.2025 | 10:47 (breytt kl. 12:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta er í raun efni í tvo pistla en hér sameinaðir í einn enda nátengt, fylgi stjórnmálaflokka og efnahagsstefna. Byrjum á stjórnmálunum.
Kannanir sýna að breski Umbótaflokkurinn (Reform UK) er jafn Verkamannaflokknum og Íhaldsflokkurinn er því eftirbátur viku fyrir sveitarstjórnarkosningar.
Bretar ganga að kjörborðinu á fimmtudaginn (1. maí) þegar 1.641 sæti í sveitarstjórn og sex sæti í borgarstjórastöðum eru í boði.
Þetta verða fyrstu kosningarnar síðan Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í sveitarstjórnar- og þingkosningunum árið 2024, þegar Íhaldsflokkurinn tapaði 251 sæti í neðri deild þingsins.
Meirihluti 996 sæta í sveitarstjórn sem keppt er um að þessu sinni er í höndum Íhaldsflokksins, sem gæti tapað mestu í kosningunum í næstu viku.
En það er ekki allt sem sýnist. Í grein minni um landskostningarnar 2024 koma athyglisverðar upplýsingar fram en þær eru að atkvæðafjöldi endurspeglar ekki raunverulegt fylgi eða réttara sagt þingmannasæti á breska þinginu.
Þar segir: "Verkamannaflokkurinn fær 9,6 milljónir atkvæða en 412 sæti, Íhaldsflokkurinn fær 6,8 milljónir atkvæða en 121 sæti og UK Reform í Bretlandi fær 4 milljónir atkvæða en aðeins 4 sæti og Frjálslyndi demókrata flokkurinn fær 3,6 milljónir atkvæða og 71 sæti. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn fær 5 sæti með aðeins 172 þúsund atkvæði. Er eitthvað að þessari mynd?"
Úrslit bresku þingkosinganna endurspeglar lýðræðishalla Bretlands
Fylgi við Verkamannaflokkinn er því ekki stórkostlegt og flokkurinn komst til valda vegna þess að líkt og Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi, hafði Íhaldsflokkurinn svikið grunnstefnu sína og kjósendur hreinlega gáfust upp á flokknum. Eins og Verkamannaflokkurinn hefur stjórnað landinu síðan hann komst til valda, vekur ekki bjartsýni. Það stendur ekki steinn yfir steini og því hefur Umbótaflokkurinn náð upp að hlið flokksins og skilið Íhaldsflokkinn eftir í rykinu enn eina ferðina. Það eru því spennandi kostningar framundan.
En þá er eftir sú spurning, af hverju eru þessar sviptingar í breskum stjórnmálum? Jú, fólk hefur áhyggjur af efnahagsstefnu landsins og þar eru milljarðamæringar ekki undanskildir. Auðvitað skiptir stefna í útlendingamálum hér máli hjá almenningi en ekki hjá milljarðamæringunum. Þar er sósíalíska stefna Verkamannaflokksins í efnahagsmálum sem fyllir mælirinn hjá þeim.
Efnahagsástand Bretlands það sem er af árið 2025 einkennist af mikilli óvissu, auknum sköttum og minnkandi aðdráttarafli fyrir auðuga einstaklinga. Þetta hefur leitt til þess að fjöldi milljónamæringa og milljarðamæringa hefur yfirgefið landið.
Í mars 2024 afnam ríkisstjórnin svokallað "non-dom" kerfi, sem áður leyfði erlendum ríkisborgurum að greiða ekki skatta af erlendum tekjum sínum. Ný lög, sem tóku gildi í apríl 2025, kveða á um að allir íbúar Bretlands greiði skatta af öllum tekjum sínum, óháð uppruna þeirra. Þetta hefur leitt til þess að margir auðugir einstaklingar hafa flutt frá Bretlandi til landa með hagstæðara skattkerfi, eins og Ítalíu, Portúgal og Spánar.
Hækkun fjármagnstekjuskatts er umtalsverð. Frá apríl 2025 hefur fjármagnstekjuskattur hækkað úr 10% í 18% fyrir lægri tekjur og úr 20% í 24% fyrir hærri tekjur. Þetta hefur dregið úr hvata til fjárfestinga og leitt til minni tekna ríkisins af þessum skatti.
Ríkisstjórn Verkamannaflokksins undir forystu Keir Starmer hefur kynnt nýjar skattahækkanir, þar á meðal hækkun á erfðafjárskatti og þjóðarsjóðsgjöldum. Þetta hefur valdið óánægju meðal auðugra einstaklinga, sem óttast frekari skattahækkanir og óstöðugleika.
Samkvæmt gögnum frá Henley & Partners og New World Wealth yfirgáfu 10.800 milljónamæringar Bretland árið 2024, sem er 157% aukning frá fyrra ári. Þetta er næst mesti fjöldi sem hefur yfirgefið land í heiminum, á eftir Kína.
Áhrifin á breskan efnahags eru ótvíræði. Þessi þróun hefur haft neikvæð áhrif á breska efnahag. Tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti lækkuðu um meira en 1 milljarð punda á einu ári, sem er 10% samdráttur. Að auki hefur útflutningur auðugs fólks leitt til minni fjárfestinga og minnkandi viðskiptavinafjölda í fjármálaþjónustu.â
Hvert fara þeir sem yfirgefa Bretland?
Flestir sem yfirgefa Bretland flytja til landa með hagstæðara skattkerfi og betri lífsgæði. Vinsælustu áfangastaðirnir eru Ítalía, Portúgal, Sviss, Frakkland, Spánn, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Bandaríkin.
Niðurstaða
Auknir skattar og pólitísk óvissa hafa leitt til þess að margir auðugir einstaklingar hafa yfirgefið Bretland. Þetta hefur haft neikvæð áhrif á efnahag landsins og dregið úr tekjum ríkisins. Ríkisstjórnin stendur frammi fyrir áskorun að endurheimta traust og aðdráttarafl Bretlands fyrir fjárfesta og auðuga einstaklinga.
Þetta mættu sósíalistarnir í ríkisstjórn Íslands hafa í huga að blóðmjólka ekki kúnna, slátra ekki gullgæsinni eða hvað við köllum þetta. Sósíalistarnir skilja ekki kapitalisma. Til að fjárfesta í atvinnulífinu, þarf gríðarlegt fjármagn til að koma af stað stórframkvæmdum. Ef ríkið gengur hart fram í skattlagningu, verður lítið eftir af hagnaði eða arði og því minna fjármagn til fjárfestinga. Atvinnulífið stækkar ekki og því minni skattar. Þjóðarkakan stækkar ekki og jafnvel minnkar ef hart er gengið fram. Þetta er gömul sannindi og ný. Aldrei læra menn af reynslunni.
Bloggar | 26.4.2025 | 12:39 (breytt kl. 14:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver hefði trúað því að Sókrates hinn mikli heimspekingur þekktur fyrir visku sína, rósemi og djúp orð byggi með konu sem reyndi stöðugt á þolinmæði hans? Kona hans var alræmd fyrir hvassa tungu, yfirburðakennda nærveru og óbilandi skap. Á hverjum morgni ýtti hún honum út úr húsinu við sólarupprás og hann sneri ekki aftur fyrr en sólin var að fara að setjast.
Þrátt fyrir erfiða persónuleika hennar talaði Sókrates alltaf um hana af virðingu og jafnvel þakklæti. Hann viðurkenndi einu sinni að hann skuldaði henni hluta af visku sinni, því án slíkra daglegra rauna hefði hann aldrei lært að sönn viska býr í þögn og friður finnst í kyrrð.
Dag einn, þegar hann sat með nemendum sínum, byrjaði hún að öskra á hann eins og venjulega en að þessu sinni hellti hún vatni yfir höfuð hans. Óhræddur þurrkaði Sókrates einfaldlega andlit hans og sagði rólega: "Jæja, eftir þrumur var aðeins von á rigningu."
Saga hennar endaði skyndilega. Í öðru æðiskasti hennar, þegar Sókrates, eins og alltaf, var rólegur og hljóður, yfirbugaði reiði hennar hana. Hún fékk hjartaáfall og lést þessa sömu nótt. Þótt hún hafi brotist út eins og stormur, var Sókrates eins og kyrrlátt haf.
Nafn hennar hvarf inn í sögubækurnar. Æðruleysi hans varð goðsögn. Þetta er ekki bara saga um átök - hún er áminning um að styrkur birtist oft í þögn og að mestu kennararnir koma stundum dulbúnir sem erfiðustu einstaklingar lífsins.
Þökk sé upprunalega sögumanninum.
Bloggar | 26.4.2025 | 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggritari hlustaði á morgunútvarpið á Bylgjunni þar sem Heimir var að ræða við fyrrverandi dómsmálaráðherra (hljómaði eins og Guðrún) um útlendingamál. Komið var inn í miðjum klíðum en Heimi var greinilega heitt í hamsi.
Hann spurði hvers vegna í ósköpunum væri búið að taka öryggið af okkur í þjóðfélaginu? Erlendir glæpamenn væðu uppi og stunduðu glæpi óáreittir (ekki settir í gæsluvarðhald). Hvers vegna í ósköpunum væri ekki hægt að vísa erlenda brotamenn (líka með alþjóðlega vernd = lesist: hælisleitendur) úr landi?
Nú er Guðrún fyrrverandi dómsmálaráðherra og hún getur lítið gert í málinu í dag. En hún stóð vaktina þegar nýju útlendingalögin voru sett fyrir tveimur árum. Þá var gagnrýnt harðlega að ekki væri hægt að svipta hælisleitendum "alþjóðlega vernd" ef þeir gerðust sekir um lögbrot. Þetta vantaði í útlendingalögin. Þetta er svo auðljós brotalöm á lögunum. Fátt var um svör, Heimir fékk "búrótakískt" svar um að svona er réttarkerfið. Það er eins og "alþjóðleg vernd" sé jafngilt ríkisborgararétti, það er tiplað á tánnum í kring og ekki má segja neitt. Útlendingar sem koma hingað inn og sækja um hælisvist eru erlendir ríkisborgarar en íslensk stjórnvöld bera alfarið ábyrgð á öryggi íslenskra borgara og ber að vernda þá fyrir afbrotum útlendinga, líka þá sem koma hingað á hæpnum forsendum.
Heimir gagnrýndi líka lögregluna sem leynir uppruna útlensku glæpamanna og segir sem minnst um glæpi þeirra. Almenningur á rétt að vita hið sanna, svo að hann geti varið sig eða gert ráðstafanir til þess að lenda ekki í að vera nauðgað bara fyrir það að taka leigubíl eða vera rændur af leigubílstjóranum svo dæmi sé tekið. Hópnauðganir, morð, dópsala, ræningjagengi, mansal og allir mögulegir glæpir eru nú fyrir hendi á "hinu saklausa Íslandi."
Hér í þessu örríki er erlend glæpastarfsemi á háu stigi sem er ótrúlegt og ætti ekki að vera fyrir hendi. Glæpagengi eru á annan tug. Það sem er verst við þetta er að það er búið að taka öryggistilfinningu borgaranna í landinu í burtu. Friðsama og saklausa Ísland er ekki lengur til. Hverjum er um að kenna?
Bloggar | 25.4.2025 | 13:22 (breytt kl. 13:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjónvarp hóf reglulegar útsendingar í desember 1966 undir formerkjum Sjónvarp Ríkisins, sem síðar varð hluti af RÚV. Þetta markaði stærsta breytingu á starfsemi RÚV frá stofnun árið 1930 er útvarpsrekstur hófst.
Útsendingarnar voru í byrjun í svart/hvítu, en litaútsendingar hófust smám saman á áttunda áratugnum. RÚV varð helsta menningar- og upplýsingaveita landsins, með víðtæka dreifingu og mikið áhorf/áheyrn. Megin ástæðan fyrir að sjónvarpsrekstur hófst var menningastríðið við Kanasjónvarpið. Bandaríska herstöðin á Keflavíkurflugvelli hafði þegar hafið sjónvarpsútsendingar fyrir hermenn. Þetta hafði áhrif á umræðu innanlands margir Íslendingar nálægt stöðinni tóku við útsendingunum. Þetta var talið ógna menningarlegu sjálfstæði Íslendinga. Gott og vel en þetta var einokunar rekstur eins og margt annað hjá ríkinu. RÚV hafði einokun á útvarps- og sjónvarpsmarkaði fram á lok níunda áratugarins.
En vegna tækniframfara þegar vídeó leigurnar komu fram og heilu blokkir settu upp innanhús "sjónvarpskerfi" varð krafan um frjálsa fjölmiðlun sterkari. En auðvitað börðust afturhaldsseggirnir á móti öllu breytingum í frjálsræðisátt. En þróunin var ekki stöðvuð. Stöð 2 og aðrir einkaaðilar höfðu komið fram og breytt samkeppnisumhverfinu. RÚV þurfti að laga sig að nýju fjölmiðlalandslagi en samt ekki mikið. Ríkisapparatið fékk sínar tryggu tekjur. Helsti munurinn fyrir almenning var að nú opnuðust tveir gluggar út í heim, ekki bara einn.
Til að fela fílinn í postulínsbúðinni og óeðlileg afskipti ríkisins af fréttaflutningi, hvað er eðlilegt að flytja ríkisfréttir eins og um væri að ræða kommúnistaríki, varð RÚV 1997 að opinberu hlutafélagi í eigu ríkisins, sem þó tryggði áfram að það væri rekið án hagnaðarsjónarmiða. Það er göfugt markmið en eins og allt sem ríkið kemur nálægt, hefur RÚV verið rekið með tapi allar götur síðan. Svo illa hefur þessi ríkisfjölmiðill verið rekinn að hann hefur selt frá sér bílastæði sín í Efstaleiti sem nú eru þyrping íbúðablokka. En samt er ríkisapparatið rekið með tapi og lítilli framleið í formi sjónvarpsefnis. Innlend sjónvarpsgerð hefur hnignað ef miðað er við tímabilið 1970-80 þegar stórkostlegt sjónvarpsefni var gert af litlum efnum.
Vegna þess að RÚV "óð í féi", var fjölmiðillinn fljótur að taka upp nýjungar og brjóta niður samkeppni á öllum nýjum sviðum. Hann er fyrirferða mikill á netinu, podcasti (hlaðvarpi) og bara að nefna það. Fjölmiðillinn getur leyft sér alls konar lúxus, svo sem að reka Rás 2 og Krakkarúv.
Vegna þess hversu óvinsælt það var að innheimta útvarpsgjöld með innheimtudeild RÚV, fólk fann fyrir því beint að borga í óþarfa rekstur, var ákveðið að fela þetta með fjárframlög í gegnum nefskatt sem er hluti af sköttum einstaklinga og fyrirtækja.
Á bænum á Efstaleiti stukku menn hæð sína af gleði, því nú var ekki bara hægt að rukka hvert heimili, heldur hvern einasta fjölskyldumeðlim yfir 18. ára aldur! Og auðvitað alla lögaðila á landinu með kennitölu! En þetta er og var ekki nóg fyrir ríkishítið. Samhliða ríkisframlagi hefur stofnunin aukið auglýsingatekjur, sem hefur valdið gagnrýni frá einkarekinni fjölmiðlun.
Þarna raskast "samkeppnin" svo um munar (munum það er engin raunveruleg samkeppni þegar fé er tekið úr vösum skattborgara hvort sem þeim líkar betur eða verr). Árið 2023 námu auglýsingatekjur RÚV námu um 2,6 milljörðum króna. Áætlað var að auglýsingatekjur haf hækkað um 17,4% frá fyrra ári, sem myndi nema um 3 milljörðum króna og þetta ár eða 2025 er gert ráð fyrir að auglýsingatekjur verði um 2,7 milljarðar króna. Þetta er mikið fé á litlum auglýsingamarkaði sem þarf að keppa við erlenda auglýsendur eins og Facebook.
Hvað var útvarpsgjaldið mikið á sama tíma? Ríkisframlag til RÚV var 5,7 milljarðar króna árið 2023. Samkvæmt fjárlögum var ríkisframlagið 6,2 milljarðar króna árið 2024 og 2025 er gert ráð fyrir í fjárlögum 2025 að ríkisframlagið (nauðungarskattar á borgara landsins) verði 6,5 milljarðar króna.
Þetta kallast í hagfræðinni markaðsbrestur! Einkarekin fjölmiðlafyrirtæki þjóna markaði og hagsmunum eigenda þau þurfa tekjur. RÚV á að gegna hlutverki jafnvægisafls á markaði og fylla í þau göt sem markaðurinn sinnir ekki svo sem barnamenningu, menningarefni, dýpri umfjöllun, viðburðir sem eru ekki arðbærir o.fl en einkareknu fjölmiðlarnir hafa fyrir löngu sannað (ef þeir fá að keppa) að þeir geta fyllt í öll skörð sem RÚV á að fylla og hafa gert miklu betur. T.d. Stöð 2 en margar aðrar stöðvar sem hafa farið á hausinn í ójafnri samkeppni við ríkið.
Hér er listi einkareknu sjónvarpsstöðvarnar sem hafa ekki þolað samkeppnina við RÚV en voru með frábæra dagskrá. Íslandssjónvarpið (ÍsTV) (19972001). ÍNN Íslenska nýjasta nýtt (20072017). Sirkus TV (ca. 20072008,)Nova TV / NTV (20072008), (tengd fjarskiptafyrirtækinu Nova), SkjárEinn (sem sjálfstæð sjónvarpsstöð) (1999 til ca. 2015).
Aðrar smærri eða sérhæfðar stöðvar sem hurfu, Omega TV, Bíórásin, Íþróttarásir Stöðvar 2 (Sport 1, 2, 3
).
Af þessari upptalningu og sögurakningu er ljóst að RÚV er tímaskekkja og í raun risaeðla sem treður allt undir sig. Talandi ekki um fáranleikann að vera með ríkisfréttir!
Bloggritari telur eftir sem áður að RÚV lummi á stórkostlegu menningarefni þegar það var eitt um hituna að bera uppi fréttir og birtingu íslenskrar menningar, að það ætti að varðveita þetta efni og helst að stofna til sjónvarpssafns! Rétt eins og Kvikmyndasafn Íslands er til sem safnar allar kvikmyndir, myndi þetta safna allt íslenskt sjónvarpsefni sem til hefur orðið í gegnum tíðina. Þetta sjónvarpssafn gæti verið deild í kvikmyndasafninu eða hreinlega að búa til Kvikmynda- og sjónvarpssafn Íslands. En hverjir standa í veginum? Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki sýnt hugrekki að fara í bálknið. Af hverju? Eru þeir hræddir við gagnárásir RÚVs? Ákvörðunarfælni? Veit ekki ástæðuna.
Bloggar | 24.4.2025 | 11:43 (breytt kl. 12:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bæði núverandi og fráfarandi ríkisstjórnir stunda aðgangsharða utanríkisstefnu. Ráðamenn - ráðherrar Íslands haga sér eins og þeir séu fulltrúar stórveldis en ekki örríkis sem á allt sitt undir góðum samskiptum við allar þjóðir heims.
Vandlætinga orð ráðstýra minna á gelt kjölturakkans sem situr í fangi eiganda síns og gáir á alla sem koma nálægt. Öruggur í fangi eiganda síns. En þessi kjölturakki er það vitlaus að hann geltir ekki bara á alla sem koma nálægt, hann geltir líka á eiganda síns sem er verndari hans. Það er undarleg póli-tík.
Tíkurnar hafa fundið sína hjörð, ekki hundahjörð, heldur úlfahjörð sem á sín heimkynni í Evrópu. Þessir úlfar eru allir litlir og væskilslegir en mynda stóra hjörð. Til samans halda þeir að þeir séu sterkir en í raun er enginn forystu úlfur og hópurinn urrar og gólar og lætur ófriðlega en alvöru úlfarnir, sem eiga heima í Vesturheimi, við Úralfjöll og í Suðaustur-Asíu taka ekki mark á vælinu. En það gera tíkurnar, því miður fyrir restina af hópnum sem þær eiga að verja.
Ef til vill væri bara betra að fitja upp á trýnið en urra ekki og hundskast í burt með skottið milla fóta þegar stórúlfarnir slást. Þá er kannski meiri líkur á að komast úr slagnum sem kann að drepa báðar hjarðirnar sem eiga í átökum.
Margaret Thatcher var úlfynja: "All history shows that it is weakness which causes wars because it tempts the aggressor." ― Interview for Canadian TV (1983)
Bloggar | 23.4.2025 | 19:17 (breytt kl. 20:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta grunnatriði kristinnar trúar vefst fyrir jafnvel kristið fólk. Hér er þetta útskýrt. Þríeindin (eða þrenningin) er eitt af meginhugmyndum kristinnar trúar, og hún lýsir eðli Guðs eins og kristnir menn skilja hann. Hún felur í sér að Guð sé einn en birtist í þremur persónum:
Faðirinn skapari alheimsins, Guð almáttugur.
Sonurinn Jesús Kristur, sem varð maður og lifði á jörðinni, dó og reis upp frá dauðum.
Heilagur andi kraftur Guðs sem virkar í heiminum og í hjörtum fólks.
Hvað þýðir þetta?
Kristnir menn trúa því að það sé aðeins einn Guð, en þessi Guð birtist í þremur persónum sem eru ekki sami einstaklingurinn, en samt jafn guðlegar og samverka alltaf. Þetta er ekki þrenning guða heldur þríeind eins Guðs.
Tökum dæmi um vatnið. Það getur verið í þremur formum: ís, vökvi og gufa en það er samt allt sama efnið: H2O. Eða maður getur verið faðir, sonur, og vinur þrjár mismunandi aðgerðir eða tengsl, en samt sami einstaklingurinn. (Þó þessi samlíking nær ekki alveg guðfræðilegri dýpt þríeindarinnar.)
Held að fólk skilji þetta þannig almennt að Jesús sé sonur guðs (önnur "persóna") og hinn heilagi andi sé einhvers staðar þarna svífandi yfir öllu sem er rangt.
Í hefðbundnum kristnum skilningi (frá fyrstu kirkjuþingunum og áfram), þá er Jesús sonur Guðs en ekki í skilningi sem við myndum nota um mannlegt foreldri og barn. Það er dýpri og guðfræðileg merking að baki. Við getum því kallað Jesús son guðs ef við viljum, auðveldara að muna!
Bloggar | 22.4.2025 | 15:57 (breytt 27.4.2025 kl. 22:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020