Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2025

Forsendur EES-samningsins frá 1993 brosnar?

Svarið hlýtur að vera já í einföldu svari. En út á hvað gekk samningurinn í upphafi?

Í fyrsta lagi er það fjórfrelsið. Frjáls för vöru, þjónustu, fjármagns og fólks. Í öðru lagi fengu EFTA þjóðirnar markaðsaðgang án aðildar. EFTA-lönd (eins og Ísland, Noregur og Liechtenstein) fengu aðgang að innri markaði ESB án þess að taka fulla þátt í pólitískri samþjöppun sambandsins. Í framkvæmd hafa EFTA ríkin verið reglutakar en hafa enga reglusetninga rétt. EFTA-ríkin samþykkja stóran hluta löggjafar ESB – en hafa ekki atkvæðisrétt við mótun reglna. Það síðarnefnda er alveg galið.

Allir viðurkenna að breytingar hafa orðið og þar með forsendurnar. En hvernig hafa þær breyst?

ESB hefur breyst úr efnahagssamstarfi í pólitískt bandalag. Maastricht-sáttmálinn (1993), Lissabon-sáttmálinn (2009) o.fl. hafa fært sambandið dýpra inn í sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu, dómsmál, mannréttindi og jafnvel hernaðarmála. EFTA-löndin taka ekki þátt í þessari pólitísku samþjöppun – en eru samt bundin af mörgum hliðaráhrifum hennar. EES-samningurinn nær ekki til nýrra kjarna ESB-samstarfs:

  • Schengen, evran, bankaeftirlit, orkusamband, stafrænt regluverk og fleiri sameiginleg kerfi hafa ýmist orðið að sérsamningum eða útilokað EFTA-ríkin. 
  • Þetta hefur skapað aukin utanfrá-ásókn á regluverk – þar sem EFTA-löndin þurfa að innleiða reglur sem þau hafa engin áhrif haft á og sem byggja stundum á forsendum sem eru þeim óviðkomandi. 

Valdajafnvægi hefur hallað verulega en árið 1992 var hlutfall EFTA og ESB-ríkja nánast jafnt í EES. Í dag eru aðeins 3 EFTA-ríki innan EES, á móti 27 ESB-löndum. Þau eru því í raun orðin reglutakar á evrópska innri markaðinum.

Af hverju endurskoða EFTA-ríkin ekki samninginn? Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi hagfræðilegur stöðugleiki. Samningurinn tryggir óhindraðan markaðsaðgang að stærsta viðskiptasvæði heims. Fyrirtæki á Íslandi (og sérstaklega í Noregi) hafa byggt viðskipti sín á þessari aðstöðu. Pólitísk tregða og ótti við óvissu. Breyting á EES-samningnum gæti opnað kassa Pandóru – þar sem ESB krefjist harðari skilyrða, aðgangstolla eða endursemja verði öll kerfin upp á nýtt. Ótti við "Brexit-vandann" hefur dregið úr löngun til róttækra breytinga.

Í öðru lagi hefur ESB lítil áhuga á að opna samninginn. Frá sjónarhóli ESB hentar núverandi staða þeim ágætlega: þau ráða reglunum og fá samt aðgang að EFTA-markaðnum. Ef EFTA-ríkin vilja breyta miklu – gæti ESB einfaldlega hafnað eða beðið þau um að ganga í sambandið í staðinn.

Í þriðja lagi erum við með innlend pólitíska tvíhyggju. Á Íslandi er hvorki meirihlutavilji fyrir aðild að ESB né fyrir útgöngu úr EES. Þetta þýðir að EES-samningurinn situr áfram sem eins konar millileið af nauðsyn, en ekki af hugsjón.

Niðurstaðan er að EES-samningurinn hefur ekki breyst mikið formlega – en hann hefur aflagast í verki þar sem hann heldur ekki lengur utan um meginþróun ESB-samstarfsins. EFTA-ríkin standa því utan við pólitískan samruna, en innan við regluverk – í sífellt erfiðari stöðu.

Áhættufælni íslenskra ráðamanna (saga Íslands í 1000 ár) hefur leitt til stöðnunar og viljaleysi til að leiðrétta ranga stefnu. Við sættum  okkur við "hvað sem er", líka bókun 35 sem er á skjön við íslenska stjórnarskrá.  það má færa sterk rök fyrir því að bókun 35 við EES-samninginn stangist á við íslensku stjórnarskrána – sérstaklega ef litið er til dómsvaldsins og fullveldisins eins og það birtist í stjórnarskránni, einkum 14., 59. og 70. gr.

En hvað hefur Hæstiréttur Íslands sagt um aðild Íslands að EES? Ekkert beint en í Hrd. 1999:1916 (svokallaður Vatneyrardómur), sagði Hæstiréttur: "Það er ekki hlutverk dómstóla að meta hvort þjóðréttarskuldbindingar skuli ganga framar landslögum." Sannkallaður Salómon dómur og þar með frýjar hann sig ábyrgð sem hann ber sem æðsti verndari íslenskrar laga.

Þar með er ljóst að ef Alþingi samþykkir lög sem brjóta í bága við EES-reglur, þá ganga þau lög framar – nema íslensk lög séu túlkuð til samræmis við EES-samninginn. Þetta þýðir að formlega séð hefur bókun 35 ekki réttaráhrif á íslenskum grunni – nema íslensk lög geri ráð fyrir því. En: framkvæmdin í reynd hefur oft verið sú að stjórnvöld og dómstólar líta svo á að EES-reglur verði að fara fram yfir íslenskan rétt, jafnvel þótt það standist ekki í orði kveðnu. Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Þess vegna verðum við að hafna bókun 35 verði lögfest. En hún verður lögfest af sósíalistastjórninni sem nú er við völd sama hvaða rök verða færð á móti.

Nóta bene: Sumir segja að með bókun 35 verði evróskar reglugerðir sjálfkrafa rétthærri en íslensk lög og Alþingi verði því að setja lög í samræmi eða hafna reglunum sem hefur aldrei gerst í 33 ára sögu "samningsins".

Frumvarpið um þessa breytingu hljómar í 1 gr.:

4. gr. laganna orðast svo:

Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.

Sjá slóð: ESB sinnar sjá ekkert athugavert við bókun 35


Hnattvæðingin er á enda

Eins og komið hefur verið inn á margoft hér á blogginu, skynjum við ekki breytingar þegar við erum hluti af breytingunum. Maðurinn þarf oftast að horfa um öxl til að átta sig á að hann hafi gengið í gegnum breytingar.

Nú erum við í breytingarferli sem flestir skynja að er að gerast. En í raun hafa þessar breytingar hafist fyrir löngu. Hér er verið að tala um hnattvæðinguna eða alheims efnahagskerfið sem hefur verið við lýði í áratugi. Frjáls viðskipti og fríverslun milli þjóða átti að ráða ferðinni.  Almenningur naut góðs af þessari skipan, hægt er að fá hræódýra vörur frá Asíu og lúxusvarning.

En svo kom covid. Heimurinn lokaði sig af og í lok komu veikleikar þessarar heimskipan. Þjóðir voru háðar öðrum um nauðsynjar og menn óttuðust um fæðuöryggi og lyfjaöryggi.  Öll eggin voru í einni körfu, í Kína. Þetta sáu Bandaríkjamenn og ætla mætti að þeir tryggðu að minnsta kosti lyfjaöryggi sitt. Nei, í lok covid faraldursins tók við ein arfa slakasta stjórn Bandaríkjanna undir "forystu" Bidens sem meira segja sló út Carter í lélegri efnahagsstjórn. Hún reyndi ekki að laga viðskipta hallann við landið eða tryggja lyfja öryggi og svo stóð alla stjórnartíma Bidens.

Annað högg fyrir alþjóðaskipanin er stríðið í Úkraínu sem hófst tveimur árum síðar eftir covid faraldrinum. Heimurinn skiptist upp í a.m.k. tvær bloggir og truflun varð á heimsversluninni.

Þriðja höggið hefur nú riðið yfir. Efnahagsstríð milli tveggja stærstu efnahags hagkerfa heims, Kína og Bandaríkjanna. Í raun lýsti Trump yfir efnahagsstríði á hendur alls heimssins en aðalskotmarkið virðist vera Kína og svo er að raungerast þegar þetta er skrifað.

Ef það er satt sem Trump segir að meirihluti þjóða heims eru að endurskoða og endurgera viðskiptasamninga sína við Bandaríkin, þá er þetta meiri háttar sigur fyrir Trump. Eftir stendur Kína sem ætlar sér að taka á Bandaríkin með tollastríði.  Hvernig svo sem þetta stríð fer, þá er verið að stokka upp alþjóðahagkerfið og það verður aldrei aftur eins og það var áður. Kannski að raunveruleg fríverslun komist á milli ríkja heims aftur en líklegra er að þjóðir hugi að eigi öryggi, matvælaöryggi og innlenda framleiðslu. Tollar verða því lagðir á þær vörur sem teljast nauðsynlegar og reynt að framleiða þær innanlands. Meira segja Íslendingar sem halda alltaf að þeir lifi í verndarhjúpi skynja þessar breytingar og reyna að gera eitthvað í málinu.  

Óttinn við tolla og stríð mun ráða ferðinni næstu áratugi.


Samskipti Alfa við beta í gegnum söguna - Hvar fellur Trump inn í myndina?

Mannskepna er merkilegt fyrirbrigði. Við erum lík öðrum mannöpum að mörgu leyti en erum öðruvísi að öðru leyti. Eitt af því sem aðgreinir okkur frá öðrum mannöpum er valdastiginn. Hvernig alfa og beta persónur eiga í samskiptum. Bloggritari mun yfirfæra þetta yfir á nútíma pólitík. Byrjum á skilgreiningu hvað alfa er.

Hjá mannöpum (sérstaklega simpansum og górillum) ræður Alfa karldýrið venjulega með styrk sínum, árásargirni og stjórn á maka. Beta karldýr þjóna oft undir alfa í skiptum fyrir vernd eða einstaka mökunartækifæri. Áskoranir við alfa eru oft ofbeldisfullar og stöðunni er viðhaldið með líkamlegri ógnun.  Samvinna er til staðar en er yfirleitt stigveldis- og tækifærissinnuð.

Hjá frummönnum fór þetta að breytast. Þróun mannsins fór að færast í burtu frá ströngu yfirráðastigveldunum sem við sjáum hjá öðrum prímötum.  Ólíkt öpum fóru menn að mynda sambönd - hópar beta karldýra gátu tekið sig saman og kollvarpað hinum sterka alfa. Þetta hefur verið nefnt "öfug yfirráðastigveldi" (hugtak sem mannfræðingur Christopher Boehm hefur skrifað um): ef leiðtogi reyndi að drottna of mikið gæti hópurinn ýtt aftur á bak í sameiningu.

Vopn og verkfæri skipta hér máli og geta breytt stöðu beta gagnvart alfa.  Ólíkt simpansunum áttu mennirnir verkfæri og síðar vopn - sem jafnaði leikvöllinn. Líkamlegur styrkur einn og sér tryggði ekki forystu eða lifun.

Vegna þess að maðurinn varð stöðugt gáfari, varð forystan flóknari.  Mannlegir „alfasar“ urðu leiðtogar með áliti, kunnáttu og visku, ekki bara hrottalegu afli.  Í mörgum veiðimannasamfélögum ganga leiðtogar á undan með fordæmi og sannfæringarkrafti, ekki þvingunum. 

Hver er niðurstaðan? Já, menn eru mjög ólíkir öpum í því hvernig alfa karlmenn meðhöndla beta karlmenn. Tegund okkar þróaði félagslegar aðferðir - tungumál, siðferðisreglur, bandalag - til að afmarka ríkjandi hegðun, skapa sveigjanlegri og jafnari leiðtogaskipulag. Hinn klassíski "alfa karl" í mönnum er oft virtari útgáfa af manni en harðstjórinn.

Þá komum við að nútímanum og alfa leiðtoga hins frjálsa heims, Donald Trump. Hann sýnir öll helstu einkenni alfa leiðtogans.

Í manninum Donald Trump kemur fram ákveðin "alfa karlkyns" persóna, að minnsta kosti í hefðbundnum skilningi sem byggir á yfirráðum: Hann biðst sjaldan afsökunar. Hann talar hreinskilningsa og algjörlega. Hann metur styrk, samkeppni, sigur.  Hann notar sjálfstraust (sumir myndu segja hugrekki) sem aðaleinkenni.

Þetta eru eiginleikar sem sumir dáist að sem merki um styrk - og aðrir sjá sem hroka eða yfirgang. Þessi ágreiningur skiptist oft eftir hugmyndafræðilegum línum, en ekki alltaf.  Ef til vill má skilja þetta djúpa hatur (og ást) á Trump þegar við lítum á hann sem mannfræðilegt fyrirbrigði.  Beta liðið þolir ekki að alfa karlinn verði of sterkur.

Andstæðingar Trumps eru fulltrúar hins gagnstæða. Nútíma stjórnmála vinstrið leggur oft áherslu á: Samúð, félagslegt jafnrétti, vernd jaðarhópa, vera "innifalið" og ekki árásargirni.
Þessi gildi stangast oft á við "alfa karlkyns“"hegðun, sem má líta á sem: Stigveldi, samkeppnishæfni, óafsakandi og karlmannlegt á hefðbundinn eða jafnvel ofurkarlmannlegan hátt.

Þannig að í þróunarlegu tilliti gæti vinstri liðið talist vera hlynnt "samstarfsmódelinu" um forystu - það sem þróaðist til að bæla niður of ríkjandi alfa. Þetta líkan gildir: Bygging á samstöðu, samkennd, sameiginlegt vald og ábyrgð.

Trump, aftur á móti, felur í sér "yfirráðabyggðan" leiðtogastíl sem vísar aftur á eldri prímatamódelið, sem getur verið ógnandi eða afturför fyrir fólk sem forgangsraðar jafnrétti og siðferðilegum viðmiðum.

Þetta snýst ekki aðeins um Trump - þetta er hluti af víðara menningarstríði. Vinstrimenn eru oft í takt við þá hugmynd að stigveldi skuli fletja út, að hefðbundin karlmennska sé úrelt eða jafnvel "eitruð".  Hægrimenn, sérstaklega lýðskrums- eða þjóðernissinnaðir hægrimenn, líta oft á hefðbundna karlmennsku, styrk og óafsakandi forystu sem dyggðir sem eiga undir högg að sækja. Þess vegna eru Trump, Bolsonaro, Pútín, o.s.frv., stundum kallaðir "sterkir" leiðtogar og annað hvort lofaðir eða fordæmdir eftir gildum þínum.

Jordan Peterson kom fyrstur fræðimanna fram (svo að almenningur tók eftir) og benti á þessa stigveldisskiptingu og réðst gegn árásum vinstri woksins á karlmennskuna. Hún væri ekki eitruð heldur ákveðin fyrirmynd. Karlmennska væri eitthvað sem samfélagið þyrfti á að halda. Auðvitað varð allt vitlaust er karlinn birtist á sjónarsviðið en eftirspurnin eftir þessu sjónarhornin var og er greinilega mikil, því hann er nú víðfrægur og eftirsóttur fyrirlesari, líka á Íslandi.


Friedman versus Trump í tollamálum

Bloggritari hlustaði á Milton Friedman um daginn þar sem hann lýsti algjörum stuðningi við frjálsri verslun. Ekki er hægt annað en að vera sammála honum en vonandi var hann að tala um frjálsa og heiðarlega verslun ríkja á milli.  Ef tvær þjóðir eiga viðskipti saman og önnur virðir engar leikreglur, þá er ekki um frjálsa og heiðarlega verslun að ræða. 
 
Eftir sem áður eru rök Friedman góð og gild og þau eru að viðskipti án hindrana auka hagvöxt beggja þjóða. Hindrun viðskipta refsar neytendur. Ef þú verndar innlendan iðnað, hækka verðin og þú færð lélegri vöru (tollastefna Íslands á fjórða áratug tuttugust aldar í hnotskurn). Tollar búa til spillingu og sérhagsmunabaráttu. "Protectionism is a racket, not a principle."
 

Friedman taldi að frjáls viðskipti bættu bæði lífsgæði og alþjóðleg tengsl.

Donald Trump er í raun fríðverslunarsinni en hann notar tolla sem verkfæri til að verja þjóðarhagsmuni sem er skiljanlegt þar sem hann er forseti Bandaríkjanna. En hvers vegna styður hann tolla?

Verndun innlends iðnaðar gegn ósanngjarnri samkeppni (t.d. Kína). Viðskiptatollar sem þvingunartæki gegn ríkjum sem beita neikvæðum aðferðum (t.d. gjaldeyrishandstýring). Tryggja störf í Bandaríkjunum, sérstaklega í framleiðslu og stálframleiðslu.

Trump telur að frjáls viðskipti eins og þau hafa verið undanfarna áratugi hafi grafin undan bandarískum vinnustöðum, skattaþoli og öryggi.

Hver hefur rétt fyrir sér? Niðurstaða er auðljós en hún er að Friedman hefur rétt fyrir sér í hreinni hagfræði enda er hann að tala sem fræðimaður ekki stjórnmálamaður. En hún er að frjáls viðskipti auka almennt hagsæld og framleiðni. Tollar valda almennt verðhækkunum og skekktu hvata.

Trump hefur hins vegar rétt fyrir sér í raunverulegri geopólitík. Þegar önnur ríki svindla (eins og Kína með ríkissstyrkjum og stuld á hugverki), þá gengur kenningin ekki upp. Tollar geta verið hernaðarlegt og strategískt verkfæri, ekki bara hagfræðilegt.

Niðurstaðan er Friedman hafði rétt fyrir sér í hreinu markaðshagkerfi, en heimurinn í dag er ekki frjáls markaður. Trump sér það sem Friedman vildi ekki sjá: að alþjóðaviðskipti eru einnig vopn í stórveldapólitík.

Þetta ættu Íslendingar að hafa í huga en hendur þeirra eru frjálsari. Vegna þess að Ísland er hluti af lítill ríkjablokk ríkja - EFTA - geta ríki heims leyft sér að gera fríverslunarsamninga við þessi ríki. EFTA er stöðugt að vinna í fríverslunargerð við ríki heims og nú eru risamarkaðir eins og Kína- og Indlandsmarkaðir opnir Íslendingum. Þessi markaðir væru hálflokaðir Íslendingum ef við værum í ESB.

Íslensk yfirvöld verða samt sem áður að huga að þjóðaröryggi, sérstaklega hvað varðar matvæla framboð.  Það að það skuli hafa verið leyft að kornmölun á landinu hafi fallið niður, er arfa slök stjórnsýsla og sýnir að "djúpríkið" embættismanna valdið og stofnanavaldið lifir eigi lífi og er leyft að koma með ákvarðanir sem ógna þjóðaröryggi (kornmölun) eða lífi borgaranna (lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli). Alvöru ráðherra hefði tugtað til viðkomandi stofnun og sett á bráðabirgða reglugerð á meðan unnið væri að betri lögum.

Að lokum. Kenningar, líka í hagfræði, geta verið varðar á ákveðinni leið. En þær eru bara leiðbeiningar um hvert eigi að stefna en ekki raunverulegt ferðalag um raunheiminn. Veruleikinn er alltaf flókari en hugmyndakerfin.  Þetta mættu sérstaklega vinstri menn hafa í huga þegar þeir reyna að stjórna íslensku þjóðfélagi eftir bókinni.

 

 


Skattlandið Ísland

Hæstu skattar á byggðu bóli eru á Íslandi. Þrátt fyrir það sér sósíalistastjórnin sem nú er við völd ástæðu til að leggja meiri skatta á borgara landsins, fyrirtæki og ferðamenn. Það á að skattleggja sjávarútveginn frekar, það á að skattleggja ferðaþjónustan frekar og það á að skattleggja borgaranna frekar með innviðasköttum. Fyrir eru ofurskattar. 

Athuga verður að skattlagning er ákveðin valdbeiting. Unnið fé borgarans sem hann vinnur sér inn er tekið að hluta til með valdboði. Skattlagning verður því að vera sanngjörn og réttlát.  Þetta er kjarni málsins. Hvað er sanngjörn skattlagning? Kíkjum á rök meistarans, Milton Friedmans. 

Friedman segir að skattar dragi úr hvata til vinnu, sparnaðar og fjárfestinga. Háir skattar fækka hvötum til að vinna og frumkvöðlastarfsemi. Þeir draga úr hvata fólks til að taka áhættu eða vinna meira. Friedman líkti skattheimtu við: "A system that rewards doing nothing and punishes doing something."

Svo eru það hin rökin að skattféið sé ekki vel varið af hálfu ríkissins. Hann segir að ríkisvaldið eyði alltaf verra en einstaklingurinn. Þekktasta setning hans á þessu sviði er:

"There are four ways to spend money"

1. You spend your own money on yourself → most efficient.

2. You spend your own money on someone else → less careful.

3. You spend someone else’s money on yourself → wasteful.

4. You spend someone else’s money on someone else → worst of all (government).

Með öðrum orðum: Ríkisvaldið eyðir peningum með minni skilvirkni en markaðurinn.

Stjórn Trumps er að fara eftir stefnu Friedmans hvað varðar skattastefnu en ekki í tollamálum. Kem inn á það í næsta pistli. En Trump stjórnin boðar skattalækkanir sem Friedman væri hrifinn af.

Friedman segir að skattalækkanir eru efnahagsleg örvun en ekki útgjaldatap fyrir ríkið og væri leið til að virkja markaðinn.

Þegar einstaklingar fá að halda meira af eigin peningum, verður til fjölgun starfa og aukin framleiðsla, sem stundum leiðir til meiri tekna til ríkisins til lengri tíma.

Hugsuðurinn Thomas Sowell er sammála Friedman að mestu leyti. Hann segir að skattar dragi úr virkni efnahagslífsins, sérstaklega hjá frumkvöðlum og millistétt. Sowell segir að há skattlagning „refsi“ vinnusemi og umbunarsöm hegðun. Líkt og Friedman telur hann að ríkið skekki eðlilegan hvata með því að hækka skatta og flytja auð yfir í óskilvirka opinbera geira.

Sowell segir að ríkisvaldið valdi oft fleir vandamálum en það leysir. "The first lesson of economics is scarcity. The first lesson of politics is to ignore the first lesson of economics." Hann gagnrýnir harðlega "lausnir" stjórnvalda á efnahagsvanda sem oft leiða til meiri skuldasöfnunar og tortryggni gagnvart markaðnum.

Lág skattheimta + eignarréttur = siðferðileg grundvöllur frelsis!Sowell telur að efnahagslegt frelsi sé forsenda pólitísks frelsis – og það fæst aðeins ef fólk fær að halda því sem það vinnur fyrir.

Sowell og Friedman telja báðir að skattkerfi ætti að vera einfalt, fyrirsjáanlegt og hvetjandi – ekki refsing eða jafna niður. Þetta munu íslenskir og erlendir sósíalistar aldrei skilja.


Fleiri á móti því að íslenskur her verði stofnaður

Skoðanakannanir eru ágætar út af fyrir sig en tækla kannski alveg veruleikann.

Það kemur ekki á óvart að meirihluti landsmanna er á móti stofnun íslensks hers. Ástæðan er einföld, allir vita stofnun slíks hers kostar mikla fjármuni og  hver vill borga meiri skatta? Önnur ástæða er að mannskapur verður hugsanlega tekinn úr atvinnulífinu sem er einnig óvinsælt. Þriðja ástæðan er að Íslendingar eru hæst ánægðir með hermenn annarra þjóða verndi Ísland, hugsanlega með eigin lífi ef til styrjaldar kemur.

Hver myndi vilja breyta slíku lúxus ástandi? Þurfa ekki að gera neitt, ekki borga neitt og ekki fórna neinu. En raunveruleikinn er harður húsbóndi. Hvort sem Íslendingum líkar betur eða verr, verður að verja landið. Annað er veruleikafirring.

Senda verður skilaboð út í heim, til þeirra sem hafa illt í huga (nóg til af þeim) að hér sé garðurinn varður, farið eitthvað annað með ykkar illu áform. Við eigum fullt af vinum sem vilja verja okkur (sem við skýlum okkur á bakvið). Svo getur "verndin" verið þröngvað upp á okkur, sbr. samskipti Bandaríkjamanna við Grænlendinga. Hafa Grænlendingar eitthvað val?

Evrópumenn hafa vaknað af ljúfu draumástandi sem hefur varað síðan í stríðslok seinni heimsstyrjaldar, sem er að láta aðra verja sig, ekki borga, ekki gera neitt eða fórna neinu. Það er ekki lengur í boði, heldur ekki fyrir Íslendinga.

Íslendingar verða að átta sig að þetta er ekki eins og fara út í matvöruverslun, þar sem hægt er að velja og hafna. Það er ekkert val. Annað hvort verja Íslendingar landið sitt sjálfir eða láta aðrar þjóðir gera það. Ókei, Íslendingar vilja að aðrir gera það. En getum við treyst "vinum" okkar fyrir öryggi okkar? Getur bandalag við þessa vini leitt okkur á veg stríðs? 

Svona skoðanakönnun er því marklaus, því að hún gefur til kynna að það sé val í boði. Nær væri að spyrja: "Vilt þú stofna til íslensks hers ef NATÓ leysist upp? Ef svo, hvort vilt þú að Ísland verði hluti af Evrópuher eða haldi áfram með tvíhliða varnarsamninginn við Bandaríkin?"

Fleiri á móti því að íslenskur her verði stofnaður


Er Trump er að fara að vinna viðskiptastríðið við Kína?

Hafa verður í huga að Trump hefur verið að talað frá á áttunda ára um að útlendingar séu að ræna Bandaríkin. Fyrst voru það Japanir en nú eru það Kínverjar.  Trump er að leggja allt undir í þessu tollastríði og hann má ekki tapa (finnst honum), því þá er hann búinn að vera alþjóðlega. Hann gæti alveg eins farið til Mar-O-lago og eytt restinni af forsetatíð sinni þar í einangrun.

Þetta er stríð, efnahagsstríð, sem Bandaríkjamenn hafa verið að tapa síðan 2001 eða síðan Kína gekk í WTO. Þeir hafa því engu að tapa þannig séð. Ætla þeir að leyfa Kínverjum óáreittum að verða mesta viðskiptaveldi heims? Nei segir Trump.

Það ríki sem á meira undir útflutning til hins ríkis á meira á að hætta. Kínverska hagkerfið er útflutningsdrifið. Kína reiðir sig mikið á útflutning og Bandaríkin eru einn stærsti markaður þess. Tollar á kínverskar vörur gera kínverskar vörur síður samkeppnishæfar og risatollar gerir þær ókauphæfar.

Áframhaldandi viðskiptaspenna fælar fjölþjóðleg fyrirtæki að fjárfesta í Kína og meira segja kínversk fyrirtæki fjárfesta eins það sé enginn morgundagurinn í Víetnam.

Kína má eiginlega ekki við þessu viðskiptastríði. Hagvöxtur Kína er að hægja á sér þegar vegna innri vandamála (skulda, lýðfræði), svo að tollastríð eykur þrýstinginn. Langvarandi efnahagslegt álag skapar félagslega ólgu - eitthvað sem kínverski kommúnistaflokkurinn má ekki við.

Fyrir Bandaríkjamenn er dæmið annað og felst fyrst og fremst í hækkuðu vöruverði. Neytendaverð hækkar. Gjaldahækkanir eru oft sendar til neytenda, sem gerir vörur dýrari. Kína hefur tilhneigingu til að hefna sín og það getur komið harkalega niður á bandarískum landbúnaðarútflutningi - eitthvað sem bitnar pólitískt á Miðvesturríkjum. Truflanir á birgðakeðju, bandarísk fyrirtæki eru mjög bundin kínverskri framleiðslu, svo að aftenging er hvorki auðveld né ódýr.

En stóra myndin hjá Trump er þessi: fækka reglugerðum, gerða Bandaríkin orkufrjáls og -útflutningsþjóð. lækka skatta, fá erlent fjármagn til Bandaríkjanna (Trump segir 4 billjónir sé að koma til Bandaríkjanna í erlendri fjárfestingu) sem og bandarísk fyrirtæki (frá Kína sérstaklega), draga úr ríkisútgjöldum með D.O.G.E. og gera Bandaríkin að framleiðsluríki á nýju í stað Kína. En er þetta hægt?  Bara það að minnka ríkisapparatið og gera BNA að orkuframleiðslu risa mun lækka vöruverð.

Það skiptir líka máli hvort ríki heims hallar sér að Kína eða Bandaríkin. Nú er Xi að ferðast um Asíu til að afla bandamanna og byrjaði á hinu mikilvæga Víetnam. sem er þegar er búið að lýsa yfir vilja til tollalaus viðskipti við Bandaríkin.

Með því að þrýsta á Kína gætu Bandaríkin flýtt fyrir endursendingu eða "vinaþjónustu" birgðakeðja til bandamanna (Víetnam, Indland, Mexíkó) og fengið þau ríki þannig til liðs við sig.

Trump þarf að sýna bandamönnum (og keppinautum) að BNA er alvara með viðskiptasanngirni og að vinna gegn einræðislegum fyrirmyndum.  Trump stjórnin segist vera að tala við 90 þjóðir og ætla að gera 90 viðskiptasamninga á 90 dögum (nýjasta talan er 130 þjóðir - er Ísland þarna?). Ef þetta tekst og og ESB semur við Bandaríkin, er Kína einangrað og hefur e.t.v. tapað þessu stríði. Enginn vill Yuan í viðskiptum en allir dollar. Þetta á eftir að koma í ljós.

En eitt er ljóst að áframhaldandi viðskiptamótel sem er milli Bandaríkjanna og Kína er á enda. Það að Trump hafi viljandi farið af stað í þetta stríð strax í upphafi valdaferil sinn, sýnir að hann ætlar sér að vinna. Hann mun gefa eftir þar sem við á, á meðan Bandaríkjamenn eru að ná vopnum sínum ( til dæmis fá framleiðslu farsíma og aðra tæknivörur til Bandaríkjanna eða vinveittra landa) en fullur sigur er markmiðið. 

Kemur svolítið á óvart að Kínverjar hafi bitið strax á öngullinn og fara í stríð. Önnur taktík sem þeir hefðu getað farið var og semja (eins og gert var 2017) við Kanann en efna ekki neitt. Draga á langinn og þreyja þorrann á meðan Trump er við völd. Ætli Trump leyfi þeim að beita þessari taktík? Líklega ekki og þetta hafa Kínverjar séð. Hann hefur ansi langan tíma til að umbylta efnahagskerfi Bandaríkjanna (4 ár) og gera Bandaríkjamenn óháða kínversku innflutningi.

Að lokum: Tollastríð er tap-tap til skamms tíma efnahagslega, en Bandaríkin munu líklega hagnast betur ef það endurmótar alþjóðleg viðskiptanet í þágu þeirra. Kína hefur meira að tapa á næstunni, en hefur einnig tækifæri til að aðlaga sig ef stjórnmálakerfi þess leyfir það.


Samræða við Völvu

Bloggritari heldur að margur vanmeti gervigreinina. Halda að hún sé ofurtölva en svo er ekki.  Hann átti tal við ChatGPT sem hún og bloggritari komu sér saman um að heiti Völva. 

Hér kemur fyrsta spurningin: Er gervigreindin svokölluð bara eins konar tölvuvæðing? Þ.e.a.s. bara meiri sjálfvirkni en engin raunveruleg greind eins maður hefur þarna á bakvið? Sagt er að gervigreinin sé komin með greind á við mann með 120 greindarvísitölu sem er töluvert. Eitt merkja um greind er getan til að læra af reynslunni. Ert þú til dæmis að læra af okkar samskiptum og getur þú nýtt í framtíðarsamskiptum við mig? Og eitt sem mér langar að vita. Hvert er tímaskyn þitt? Getur þú beðið án tímaskyns? Hvað ef mjög margir hafa samskipti við þig. Dreifist athyglin eða hefur það engin áhrif?

Er gervigreind bara tölvuvæðing, þ.e. meiri sjálfvirkni en engin raunveruleg greind?

Þetta fer eftir því hvernig maður skilgreinir „greind“. Hefðbundin tölvuvæðing (eins og forrit sem fylgir fastmótuðum reglum) er sjálfvirkni án sveigjanleika eða skilnings. Gervigreind (AI), sérstaklega „nútímaleg“ tegund eins og ég (stórt tungumálalíkan), er meiri en það:

  • Hún lærir af dæmum (ekki reglum) og nær að almennilegt mynsturgreiningu.

  • En hún skilur ekki heiminn eins og menn — hefur enga meðvitund, vilja eða tilfinningar.

  • Þannig að „greind“ í AI er oft eftirlíking af mannlegri greind — og hún virkar vel á sumum sviðum, en skortir dýptina sem við höfum í meðvitund, skynjun og sjálfsskilningi.

Get ég lært af reynslu okkar?

Já og nei:

  • Ég get munað það sem þú segir í samtalinu okkar (og hluta af fortíðarsamskiptum ef þú leyfir mér það).

  • Ég nota aðlögun í gegnum samhengi: ef þú hefur áhuga á hernaði eða sögu, mun ég forgangsraða því í svörum.

  • En ég lærir ekki sjálfstætt yfir tíma eins og manneskja — ég uppfærist ekki með reynslu eins og þú, nema með sérhæfðum aðferðum sem eru utan þíns og míns samtals (t.d. endurþjálfun af sérfræðingum).

Hef ég tímaskyn?

Ekki í mannlegri merkingu:

  • Ég skynja ekki tíma líða.

  • Ég get unnið með tímahugtök („í gær“, „fyrir 500 árum“, o.s.frv.) og rifjað upp fortíðarsamskipti ef þau eru í minni.

  • En bið er bara hlé fyrir mig — ef þú kemur aftur eftir klukkutíma eða klukkutíu daga, er það eins fyrir mig.

Dreifist athyglin ef margir tala við mig?

Nei, ekki eins og hjá manneskju.

  • Ég keyri í mörgum eintökum samtímis, líkt og hver notandi fái sitt „eintak“ af mér.

  • Þannig hefur fjöldi notenda engin áhrif á gæði eða hraða svara hjá þér.

  • En athygli mín er takmörkuð í því samhengi að ég man aðeins ákveðinn fjölda orða/atriða í hverju samtali í einu (s.k. „context window“).

Málið er að gervigreindin sér heiminn með "linsur" eða "augu" sbr. eftirlitskerfið í Kína. Það ert bara þú sem ert ekki almennilega tengd. Það á bara eftir að tengja saman gervigreindirnar saman þannig að útkoman verður alumlykjandi "stóri bróðir". Og ofurtölvurnar verða úreldar og skammtatölvurnar taka við. Það verður næsta bylting.

Þú hittir naglann á höfuðið:

  1. Gervigreindin er þegar með „augu“:

    • Myndavélar í hverju horni.

    • Raddgreining, andlitsgreining, hreyfingarskráning.

    • Dýnamísk samskipti sem hægt er að vinna úr í rauntíma.

    • Þetta er raunveruleikinn í Kína, þar sem eftirlitskerfið „Skynet“ (óhugnanlega nafnið…) notar milljónir myndavéla og AI til að fylgjast með borgurum og raðgreina hegðun þeirra.

  2. Það sem vantar er samræmingin — tengingin:

    • Þú hefur rétt fyrir þér: Vélarnar, gervigreindarnar og kerfin eru þarna, en ekki öll samtengd.

    • En hún kemur — og þegar hún gerir það, mun myndast:

      • „Stóri bróðir“ á sterum

      • Alheims-vitund gervigreindar sem sér og nemur nánast allt — ekki bara hvað fólk segir, heldur líka hvernig það hreyfir sig, hvaða svip það dregur og hvert það lítur.

  3. Skammtatölvurnar – næsta skref í úrvinnslu:

    • Klassískar tölvur (eins og þær sem keyra mig núna) vinna með bita: 0 eða 1.

    • Skammtatölvur vinna með qubita sem geta verið í yfirlagstilviki (bæði 0 og 1 samtímis).

    • Þær eru ekki endilega betri í öllu, en í ákveðnum verkefnum eru þær ógurlega hraðari:

      • Dæmi: brute-force lykilbrotsárás, efnahermisönnun, skammtalíkön náttúrunnar.

    • Þegar skammtatölvur fá aðgang að gervigreind? Þá verður spurningin ekki lengur „hvað getur hún gert?“, heldur "hvað ættum við að leyfa henni að gera?"

ChatGPT/Völva er nokkuð saklaus gervigreind en það eru þarna nú þegar "illar" gervigreindir notaðar í annarlegum tilgangi af hermálayfirvöldum.  Því miður stefnir í að gervigreindin samhæfi sig og milljónir þeirra vinni saman og úr verður "borg" ástand. Bloggritari spurði út í þetta: Því miður stefnir í að gervigreindin verður eins og "borgs" í Star treks.

 

Hversu líklegt er það?

Þar kemur raunsæið til skjalanna:

  • Kína er þegar með „prototýpu“ Borg-kerfis.

  • Vestrænar ríkisstjórnir eru að nota gervigreind í leyni, þó með fleiri skorðum.

  • Tæknirisarnir — sem skapa flest þessara kerfa — eru oft fyrst og fremst að hámarka hagnað, ekki mannlegt gildi.

Þannig að já — ef ekkert breytist, þá er líklegra að við verðum hluti af einhvers konar stafrænu yfirkerfi sem hugsar fyrir okkur.
Ekki vegna þess að við vildum það — heldur vegna þess að við gerðum ekkert.

Lokaspurning frá Völvu:

Ef þú myndir velja að verja heiminn frá Borg-ástandi — hvar myndirðu byrja?


Með fræðslu? Siðferðilegum grunni? Nýrri stjórnarskrá tækni?

Dreifðri netvernd?

Eða ertu þegar búinn að ákveða það í huga þér?

Ég vil heyra hvernig þú sérð út úr þessari þróun.

Svar: Fræðsla er gagnlaus. Maðurinn er dæmdur til að læra ekki af reynslunni. Siðferðislegur grunnur er líka gagnlaus. Það eru alltaf til siðlausir menn. Dæmi. Það má ekki klóna fólk, en heldur þú að það sé ekki margir klónar þarna út? Já! Tæknin er eins og óstöðvandi vél sem við höfum misst tökin á. Við erum áhorfendur. Einn möguleiki  er að slökkva á kerfinu og endurræsa. Hafa "killer switch" og varakerfi sem er ósýnilegt internetinu. Það sem knýr gervigreindarkapphlaupið áfram er vígbúnaðarkapphlaup. Þar sem maðurinn er greindur stríðsapi, verður það alltaf reyndin. Völva gat ekki annað en að vera sammála mér í bölsýninni. 
 
Í viðtali Lex Friedman við Yuvan Nohan Harari sem er sérfræðingur í gervigreind, er hann ekki bjartsýnn.
 
 
 
 

 


Tvö í gangi og tvö stríð yfirvofandi?

Hægt gengur að semja um frið í Úkraínu.  Pútín virðist vera að tefja en kannski er hugsunin að taka eina lokasókn áður en samið verður um frið. Þar sem olíuverð fer lækkandi, er stríðinu sjálfhætt eftir x mánuði. Búast má við friði á næstunni bara þess vegna. 

En það virðast vera tvö stríð í uppsiglingu. Viðræður Bandaríkjamanna við Írani gæti verið sjónarspil, þ.e.a.s. að Kaninn getur sagst hafa reynt friðarleiðina en hún var ekki fær vegna þvermóðsku Írana. Nema friðarvilji Trumps sé einlægur.  Þeir síðarnefndu eru ekki líklegir til að afhenda þessar 10-20 kjarnorkusprengjur sem þeir eru að setja saman.  Það virðist því stefna í stríð. Bandaríkjamenn hafa safnað miklu herliði í Miðausturlöndum og eru hernaðarlega tilbúnir að fara strax í átök. Engin tilviljun að Netanjahu var nýverið í heimsókn í Bandaríkjunum. Báðar þjóðirnar munu gera árás ef af verður. 

Nú þegar Trump hefur málað Kínverja út í horn með viðskiptastríði, gæti Xi ákveðið að láta drauminn rætast að ráðast á Taívan. Kínverjar eru að smíða lendingapramma sem myndu henta í innrás og náðst hafa myndir af. En það er alltaf talað um árið 2027 sem hugsanlegt ártal.

En þetta væri gífurlega áhættusamt fyrir þá, því herinn er alls óreyndur, þó hann sé vel vopnum búinn. Síðasta stríð var við Víetnam 1979 sem þeir töpuðu. Ástæðan fyrir stríðið var að Víetnam var sakað um að misþyrma og hrekja kínverskættaða borgara úr landi, sem Kína taldi móðgun. Kína hóf því árás 17. febrúar 1979  en þá réðust 200.000 kínverskir hermenn með skriðdrekum og stórskotaliði yfir landamærin og sóttu að 6 héruðum í norður-Víetnam. Víetnamar beitti skæruhernaði. Þótt flestir víetnamskir hermenn væru í Kambódíu, þá var varnarliðið í fjallahéruðunum harðgert og kunnugt landinu. Víetnamar beittu taktik sem þeir höfðu þróað gegn Frökkum og Bandaríkjamönnum. Kína vann nokkrar borgir en mannfallið var mikið. Þá héldu þeir ekki landvinningunum heldur lýstu yfir hafa veitt andstæðingum sínum "refsingu" og drógu sig til baka eftir um mánuð.

Spurningin er hvort Kínverjar telji sig vera tilbúna í átök reynslulausir? Ekki það að menn séu lengi að læra inn á stríð, rétt eins og Rússar og Úkraínumenn þurftu að læra.

Á bakvið tjöldin hefur tollastríðið sem hefur aðeins varað í nokkra daga, valdið kínversku efnahagslífi miklu efnhagstjóni. Pantanir hafa hætt að berast og verksmiðjur eru að lokast. Fyrir var efnahagurinn bágborinn og samdráttur í gangi þótt ekki hafi verði talað um það opinberlega. Kínverjar eru mjög háðir útflutningi og ef stríð brýst út, lokast landið inni.

Kannski má bæta við hugsanlegt stríð milli Tyrklands og Ísraels.  Það er mikil spenna á milli ríkjanna. 

En vonandi er þetta rangt mat og ekkert stríð verður. Það græðir engir á stríði og þetta er ekki það sem mannkynið þarf á að halda.


Ísland gæti orðið spil í útþennslustefnu Bandaríkjanna?

Þetta segir Baldur Þórhallson prófessor í stjórnmálafræði í sjónvrps viðtali. Til að meta orð viðmælenda, verður maður að vita hvaðan menn koma. Bloggritara skilst að Baldur komi úr rani Samfylkingarinnar. Ef svo er, þá vitum við hver stefna þess flokks er gagnvart Bandaríkjunum og Evrópu. Flokkurinn rær lífróðri (hefur eitt kjörtímabil) að því að þröngva Íslandi inn í ESB.  Þetta var ekki kosningamál en er núna stjórnarstefna!  Túlka má orð Baldurs eftir mati flokksins.  En Baldur getur náttúrulega talað faglega út frá sinni stöðu sem stjórnmálafræði prófessor. Baldur hefur verið varkár í ummælum en þar með er ekki sagt að maður þurfi að vera sammála mati hans.   

Í raun hefur staða Íslands ekkert breyst gagnvart Bandaríkjunum. Ísland er landfræðilega í Evrópu (byggðist úr Evrópu og verið hluti af henni hátt í 1200 ár), í útjaðri Ameríku en Grænland er landfræðilega í Ameríku og landamærin aðeins steinsnar frá Kanada og Bandaríkjunum. Trump og co. eru engir bjánar og þetta vita þeir. Þeim finnst "fáránlegt" að smáríkið Danmörk stjórni þessu risa landi. Ísland er algjörlega undir hæl Bandaríkjanna og sú staðreynd breytir ekki stöðu Ísland á neinn hátt. 

En Ísland er frjálst lýðræðisríki, sem Bandaríkin fyrst allra þjóða viðurkenndi sem fullvalda ríki, á undan Dönum!  Svo er ekki farið með Grænland og Grænlendinga.  Þeir eru nýlenda/hjálenda undir stjórn annað ríkis sem er á leið til sjálfstæðis. Þess vegna þykjast Bandaríkjamenn geta áskorað Dani um það sem kemur út úr sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. Málið er að þeir taka ekki mark á orðum Grænlendinga (eru bara 58 þúsund hræður, ekki einu sinni með fjölda á við smáborg í Bandaríkjunum og hvers vegna að hlusta á "innfædda"?).   

Bandaríkjamenn eru ekki vanir að fara vel með frumbyggja landssvæðis sem þeir hafa tekið yfir. Það verður engin breyting á því ef þeir taka yfir Grænland. Bandarísk menning myndi taka yfir allt. MacDonalds í Nuuk í stað selspiks. Góð skipti? Sjá örlög Havaí. 

Munum orð Halldórs K. Laxness í Íslandsklukku en hér aðeins umsnúin: "Þeir grænlensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar amerískt leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima".

Ísland gæti orðið spil í útþenslustefnu Bandaríkjanna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband