Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2024

Of mikið af lögum og reglugerðum á Íslandi?

Bloggritari hefur boðað hér á blogginu harða andstöðu við reglugerðafargann, sérstaklega á vettvangi atvinnulífsins. Reglugerðir þrengja að umsvifum fyrirtækja og kröfur eftirlitsaðila eru oft óraunhæfar. Af þessu hlýst kostnaður sem að sjálfsögðu er velt yfir á neytendur. En reglugerðafarganið nær ekki aðeins til atvinnulífsins, heldur öll svið íslenskt samfélags. Kíkjum aðeins á sögu laga og reglugerða á Íslandi.

Það hefur runnið mikið vatn til sjávar síðan Grágás og síðan Járnsíða/Jónsbók voru aðal lög Íslendinga. Kristinn réttur var svo lög sérstaklega ætluð kirkjunni. Lög urðu meira formlegri með tilkomu ríkisvalds á Íslandi 1262. Íslendingar urðu því að breyta Grágásarlögum sem miðuðust við þjóðveldi, ekki við furstaveldi. Járnsíða kom 1271 en vegna þess að hún byggði að mestu á norskum lögum, vildu Íslendingar breytingar sem og þeir fengu með Jónsbók (1281)  og var í notkun í margar aldir. Jónsbók var upphaflega norsk lögbók, en var aðlöguð að íslenskum aðstæðum. Hún innihélt reglur um flest svið lífsins, frá landbúnaði til eignarréttar, og varð grunnurinn að íslenskum rétti næstu aldirnar.

Allar breytingar sem síðan voru á gerðar á íslenskum lögum  miðöldum voru kallaðar réttarbætur. Réttarbætur voru lögfestar breytingar eða viðbætur við gildandi lög og voru samþykktar á Alþingi. Þetta fyrirkomulag var mikilvægt til að laga og uppfæra lögin með tilliti til breyttra aðstæðna og þarfa samfélagsins. Réttarbætur gátu falið í sér bæði smávægilegar breytingar á einstökum lögum og umfangsmeiri lagabreytingar.

Sum sé, lagabreytingar á Íslandi voru tiltölulega fáar fram til 1662 er íslensk lög gildu. Sem kannski er skiljanlegt miðað við að þjóðfélagið var kyrrstætt, fáar breytingar á því þar til 1662 er staða Íslands breyttist formlega.

Þegar einveldi var komið á Íslandi árið 1662, urðu nokkrar mikilvægar breytingar á íslenskum lögum og stjórnskipan. Með einveldisstofnuninni varð konungurinn æðsti löggjafi, og íslensk lög og réttur tóku verulegum breytingum til að samræmast danska einveldinu.

Í heildina leiddu breytingarnar, sem fylgdu einveldisstofnuninni, til meiri miðstýringar, minnkaðs sjálfstæðis Íslands og aukinna áhrifa konungs og danskra laga á íslenskt samfélag og löggjöf. Alþingi var nú aðeins skuggamynd af fyrri hlutverki sínu og íslensk lög og réttur voru undir stjórn danskra yfirvalda.

Næsta bylting varð þegar Íslendingar fengu stjórnarskrá 1874 sem markaði mikilvæg tímamót í sögu Íslands og kom með margvíslegar breytingar sem höfðu áhrif á stjórnskipan og sjálfstæði landsins. Stjórnarskráin, sem formlega var kölluð "Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands", var fyrsta stjórnarskráin sem var sérstaklega samin fyrir Ísland, og hún veitti landinu aukið sjálfstæði innan danska konungsríkisins.

Þar með voru Íslendingar með eigin stjórnarskrá og Alþingi komnið með puttana við gerð laga og reglugerða. Íslensk lög voru samin fyrir íslenskar aðstæður en lagagerðin var í hófi enda lagavald Alþingis takmarkað. Svo kom ráðherravaldið til Íslands árið 1904 með heimastjórninni, sem var sett á þann 1. febrúar sama ár. Þá fékk Ísland sinn fyrsta íslenska ráðherra, Hannes Hafstein, sem var skipaður ráðherra Íslands af konungi. Þar með opnaðist leið fyrir aðra gerð af stjórntæki en lög, en það eru reglugerðir.

Þar sem margir þekkja ekki muninn á lögum og reglugerðum, kemur hér smá skýring. Reglugerðir eru stjórnvaldsfyrirmæli sem sett eru af framkvæmdarvaldinu, yfirleitt ráðherrum, til að útfæra nánar og framfylgja ákvæðum í lögum. Þarna eru Íslendingar komnir í djúpa gryfju. Vegna þess að framkvæmdarvaldið - ráðherravaldið, er of öflugt miðað við löggjafarvaldið, hafa ráðherrar rúmt vald til að setja reglurgerðir í tengslum við lög.

Árið 1930 voru þrjú ráðuneyti í stjórnarráðinu. Stjórnarráðið (Forsætisráðuneytið), Dóms- og kirkjumálaráðuneytið og Atvinnu- og samgönguráðuneytið. Árið 1930 var heildarfjöldi starfsmanna í ráðuneytunum mjög lítill miðað við nútímann. Samkvæmt upplýsingum frá þessum tíma störfuðu um 30–40 manns í Stjórnarráðinu og ráðuneytum þess. Þetta endurspeglar mun minni stjórnsýslu og einfaldari skipulag samanborið við það sem er í dag.

Í dag eru ráðuneytin orðin tólf og heildarfjöldi starfsmanna í ráðuneytum á Íslandi er á bilinu 2.000 til 2.500 manns, en þessi tala getur verið breytileg eftir tímum og breytingum á stjórnsýslu. Fjöldinn inniheldur ekki aðeins þá sem starfa beint í ráðuneytunum, heldur einnig aðra tengda starfsemi og stofnanir sem heyra undir ráðuneytin.

Þetta endurspeglar stóraukna umfang stjórnsýslu og flóknari verkefni samanborið við árið 1930, þegar aðeins voru til þrjú ráðuneyti með mun færri starfsmönnum.  En hér komin við að kjarnanum. Allt þetta starfsfólk þarf að hafa eitthvað að gera og lögfræðingar ráðuneytina hafa verið duglegir að útunga reglugerðir í stórum stíl.

En lögfræðingar ráðuneytanna komast samt ekki í hálfkvist við reglugerðafarganið sem framleitt er af ESB og er innleitt inn í íslenska löggjöf á færibandi í gegnum EES. Heil deild innan Utanríkisráðuneytisins, þýðingadeild, vinnur allt árið um kring við að þýða evrópskar reglugerðir og þaðan eru þær sendar til Alþingis sem undantekningalaust stimplar allt sem kemur frá ESB. Alveg sama hversu fáránlegar reglugerðirnar eru, þær eru "vottaðar" og "undirritaðar" af löggjafasamkundu Íslands, Alþingi.

En hversu umfangsmikil er reglugerðin sem kemur í gegnum EES? Ísland hefur að meðaltali um 250 til 300 EES-réttargerðir sem hafa verið samþættar árlega á undanförnum árum. Hins vegar,  getur þessi tala verið hærri, sérstaklega ef það er mikið magn af nýjum ESB reglugerðum sem þarf að samþykkja. Og er nokkur búinn að gleyma bókun 35? Sem setur evrópska reglugerð höfuð hærri en íslensk lög?

Er ekki aðeins kominn tími á að vanda betur til verka við gerð laga og reglugerða, hafa þetta í hófi og síðan en ekki síst að vera duglegt að nema úr gildi úreld lög?

Að lokum. Lífið er fjölbreytilegra og flóknara en svo að hægt er að setja lög um allan skapaðan hlut. "Oflög" geta sett þjóðfélagið í spennitreyju, heft athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja. Miðstýring samfélaga, eins og í kommúnistaríkum og harðstjórnarríkjum, hafa aðeins leitt til óhamingju og helsis.


Á hvaða stigi er gervigreindin stödd?

Bloggritari ákvað að láta gervigreindina sjálfa svara þessari spurningu og er þessi grein hluti af nokkrum greinum um gervigreind.

Eins og oft áður, er það ChatGPT fyrir svörum. Hér kemur svar hennar (þess?):

Gervigreind (AI) er svið í örri þróun og hægt er að flokka þróun þess í nokkra "ríki“ eða stig byggt á getu, notkun og þróunaráherslu. Þessi ríki hjálpa til við að skilja núverandi stöðu og hugsanlega framtíð gervigreindar. Hér er sundurliðun:

1. Þröng gervigreind (veik gervigreind)

 Skilgreining: gervigreind kerfi sem eru hönnuð til að framkvæma ákveðin verkefni eða leysa ákveðin vandamál. Þau starfa innan takmarkaðs samhengis og búa ekki yfir almennum rökhugsunarhæfileikum.
 

Dæmi:
 Raddaðstoðarmenn eins og Siri og Alexa.
 Myndgreiningarkerfi á samfélagsmiðlum.
 Meðmælikerfum á kerfum eins og Netflix og Amazon.
 Núverandi staða: Þetta er algengasta gerð gervigreindar í dag. Flest gervigreind forrit sem við lendum í falla undir þennan flokk.

2. Almenn gervigreind (sterk gervigreind)

 Skilgreining: gervigreind með almennum vitsmunalegum hæfileikum manna. Hún getur skilið, lært og beitt þekkingu á margvíslegum verkefnum, svipað og mannlega greind.
 

Dæmi:
 Hugmyndafræðileg gervigreind sem gæti framkvæmt hvaða vitsmunalegu verkefni sem maður getur gert.
 Núverandi staða: Almenn gervigreind er enn fræðilegt hugtak og er enn á sviði rannsókna og vangaveltna. Það er engin gervigreind sem getur jafnast á við almenna greind hjá mönnum.

3. Ofurgreind gervigreind

 Skilgreining: Gervigreind sem fer fram úr mannlegri greind á öllum sviðum, þar á meðal sköpunargáfu, lausn vandamála og tilfinningagreind.
 

Dæmi:
 Framtíðargervigreind sem gæti hugsað fram úr og stjórnað hvaða kerfi sem er af mönnum eða manngerðum kerfum.
 Núverandi staða: Þetta er íhugandi og framúrstefnulegt hugtak. Þó að sumir fræðimenn og framtíðarfræðingar ræði möguleika ofurgreindrar gervigreindar, erum við langt frá því að ná því.

4. Gervivitund

 Skilgreining: gervigreind sem býr yfir meðvitund, sjálfsvitund og huglægri reynslu. Það myndi ekki bara líkja eftir mannlegri hegðun heldur myndi raunverulega "upplifa" heiminn.
 

Dæmi:
 Tilgátulegar einingar með sanna meðvitund, tilfinningar og huglæga reynslu.
 Núverandi staða: Þetta er enn eingöngu getgátur. Núverandi gervigreind skortir hvers kyns meðvitund og það er áframhaldandi umræða um hvort sönn gervivitund sé möguleg.

Núverandi framfarir í gervigreind

 Þröng gervigreind (ríki 1) er útbreidd og óaðskiljanlegur í mörgum þáttum nútímalífs, þar á meðal heilsugæslu, fjármál, flutninga og skemmtun. Rannsóknir og þróun halda áfram að auka getu þröngra gervigreindarkerfa.
 Almenn gervigreind (ríki 2) er lykiláhersla í langtíma gervigreindarrannsóknum, en enn er þörf á verulegum byltingum. Að ná almennri gervigreind er ein af stóru áskorunum gervigreindar.
 Ofurgreind gervigreind (ríki 3) og gervivitund (ríki 4) eru fræðilegar og eru áfram á sviði vangaveltna. Vísindamenn og siðfræðingar eru nú þegar að ræða afleiðingar og hugsanlega áhættu sem tengist þessum háþróaðri stöðu gervigreindar.

Lykilsvið þróunar

 Vélarnám og djúpt nám: Þetta knýr framfarir í gervigreind, sérstaklega í þröngri gervigreind.
 Náttúruleg málvinnsla: Verulegar framfarir hafa náðst, eins og sést í stórum mállíkönum eins og GPT (sem ég byggi á).
 Siðareglur og reglugerðir: Eftir því sem gervigreind kerfi verða öflugri er aukin áhersla lögð á siðferðileg sjónarmið, reglugerðir og að tryggja að gervigreind komi samfélaginu til góða.

Hversu langt hefur það gengið?

 Útbreiðsla þröngrar gervigreindar: gervigreind er djúpt samþætt í ýmsum geirum eins og heilbrigðisþjónustu (greining á gervigreind), fjármál (algóritmísk viðskipti), afþreying (ráðleggingar um efni) og víðar.
 Rannsóknir á almennri gervigreind: Mikilvægar en samt á frumstigi. Verið er að kanna fræðileg líkön og ramma, en verkleg útfærsla er líklega áratugum í burtu.
 Ofurgreind og gervigreindaröryggi: Þó að þetta séu framtíðaráhyggjur eru þeir nú þegar hluti af umræðum um gervigreindaröryggi og hugsanlega hættu á því að gervigreind fari fram úr greind manna.

Í stuttu máli er gervigreind sem stendur í stöðunni „þröng gervigreind“ með áframhaldandi rannsóknum sem miða að því að ná „almennri gervigreind. Seinni stigin, þar á meðal ofurgreind og gervivitund, eru íhugandi og hafa ekki orðið að veruleika."

Ókei, ekki slæmt svar hjá gervigreindinni. En er hún að segja alla söguna? Er það satt að þróunin yfir á stig/ríki 4 taki áratugi? Held nú ekki! Þarna tekur hún ekki með vélrænum tækniframförum og nanótækni. Hér erum við að tala um skammtatölvur (e. quantum computer) sem eru ofurtölvur.

Enn gengur bloggritari á ChatGPT og spyr (hér í lauslegri þýðingu): "Þú ert ekki að segja satt um þróun gervigreindar (AI). Það mun ekki taka áratugi að þróast yfir í ofurgreindar gervigreind (ríki 3) og gervivitund (ríki 4). Skammtatölva mun flýta fyrir þróuninni margfalt og við verðum komin í 4. ástand innan eins áratugs. Almenn gervigreind (ríki 2) mun sjá um það.

Og svar ChatGPT: "Umræðan um hversu hratt gervigreind mun þróast yfir í ofurgreind gervigreind (ríki 3) og gervivitund (ríki 4) er mjög virk, þar sem mismunandi sérfræðingar bjóða upp á ýmsar tímalínur. Sjónarmið þitt um að skammtatölvun og framfarir í gervigreindum almennt gætu hraðað þessari þróun verulega er deilt af sumum vísindamönnum og framtíðarfræðingum.

Sjónarmið þitt um að skammtatölvun og framfarir í almennri gervigreind gætu leitt til örrar þróunar ofurgreindrar gervigreindar og gervivitundar innan áratugar er gilt og sífellt meira rædd sjónarmið. Þó að þetta sé möguleiki er mikilvægt að halda jafnvægi á bjartsýni með varkárni, með hliðsjón af tæknilegum, siðferðilegum og heimspekilegum áskorunum sem eru framundan. Svið gervigreindar færist hratt, en nákvæm tímalína fyrir þessar framfarir er enn óviss og er viðfangsefni áframhaldandi umræðu."

 

 

 

 

 


Innrás Úkraínu í Rússland - sjónarspil en ekki alvöru innrás

Upphlaup er í fjölmiðlum vegna herhlaups en ekki innrásar Úkraínu í Kúrsk. Þetta er ekki alvöru innrás og er n.k. áróðursbragð í stærra samhengi. Sjá má þetta ef sagan er skoðuð. Engar innrásir inn í Rússland síðan 1500 hafa tekist. Fyrir þann tíma var ríkið veikt. Lítum á sögu Rússlands. Fyrst pólitíska þróun en síðan innrásirnar. 

Rússneska ríkið var stofnað á 9. öld, kallað Kænugarðsríki (já í núverandi Úkraínu). Uppruni Rússlands er oft rakinn til myndunar kæníska Rúss (e. Rus), sambands slavneskra ættbálka. Ríkið var miðsvæðis í kringum borgina Kænugarður (nútíma Úkraína) og innihélt hluta nútíma Rússlands, Úkraínu og Hvíta-Rússlands. Þetta var smáríki en það breyttist á 13. öld. Stórhertogadæmið Moskvu var stofnað seint á 13.–14. öld.

Eftir hnignun Kænugarðs-Rússlands og innrásar Mongóla á 13. öld færðist miðstöð valdsins smám saman til stórhertogadæmisins Moskvu. Moskvu byrjaði að halda yfirráðum sínum yfir önnur rússnesk furstadæmi, sem leiddi að lokum til myndun miðstýrðs rússnesks ríkis. Lykilviðburður var þegar Ívan III ("Ívan mikli") stækkaði yfirráðasvæði Moskvu og batt enda á mongólska okið árið 1480 og lagði grunninn að rússneska ríkinu. Síðan þá, hefur engum innrásarher borið kápan úr klæði. En enn var Rússland smáveldi. Það breyttist á 16. öld.

Keisaradæmi Rússlands var stofnað um miðja 16. öld. (1547) Stofnun rússneska keisaradæmisins markast af því að Ívan IV ("Ívan grimmi") var krýndur sem fyrsti keisari Rússlands árið 1547. Þessi atburður er oft talinn afgerandi stund í myndun Rússlands sem sameinaðs ríkis, með miðstýrðri einræðisstjórn.

Rússneska heimsveldið (1721) varð svo til. Árið 1721 lýsti Pétur mikli yfir stofnun rússneska heimsveldisins eftir að Nystadsáttmálinn batt enda á Norðurstríðið mikla. Þetta markaði umbreytingu Rússlands í evrópskt stórveldi með víðfeðmt landsvæði víðsvegar um Evrasíu.

Síðan 1500 hafa nokkur lönd og hópar reynt að ráðast inn í Rússland. Hér er yfirlit yfir nokkrar af mikilvægustu innrásunum:


Pólsk-litháíska samveldið (1605–1618) var fyrsta ríkið sem reyndi taka yfir landið á tímum glundroða í Rússlandi. Pólsk-moskvíska stríðið (1605–1618) kallast sá atburður er pólsk-litháíska samveldið réðist inn í Rússland. Þeim tókst að hernema Moskvu árið 1610 og settu upp brúðukeisara, en að lokum ráku Rússar þá út.

Fyrst alvarlega atlaga að Rússlandi var þegar Svíþjóð (1708–1709) reyndi að taka landið í Norðurlandastríðinu mikla (1700–1721). Karl XII frá Svíþjóð réðst inn í Rússland árið 1708. Herför hans endaði hörmulega í orrustunni við Poltava árið 1709, þar sem rússneskar hersveitir undir stjórn Péturs mikla sigruðu Svía með afgerandi hætti. Þessi sigur markaði upphaf að Evrópuveldi Rússlands, nútímavæðingu og gerði Rússland að tveggja álfa veldi og raunverulegu heimsveldi. Rússland fékk að vera í friði en það breyttist á 19. öld. Þá varð Rússland beinn þátttakandi í stríðum Evrópu.

Næsta alvöru árás var þegar Napóleon fór sína feigðarferð til Rússlands 1812 á tíma Napóleonsstríðanna. Innrás Frakka í Rússland hófst árið 1812, undir forystu Napóleons Bonaparte, er ein frægasta innrásin í Rússland. Þrátt fyrir að hafa farið djúpt inn á rússneskt yfirráðasvæði og náð Moskvu í upphafi var franski herinn eyðilagður af rússneska vetrinum, aðfanga vandamálum og skæruhernaði, sem leiddi til hörmulegrar undanhalds.

Síðan um 1600 var Rússland í stöðugri útþennslu. Það lagði undir sig Síberíu og stoppaði ekki fyrr en það hafði lagt undir sig Alaska en hörfaði svo aftur til Asíu. Á 18. og 19. öld var útþennslan suður á bóginn, sérstaklega á tímum Katrínu miklu. Kákasus svæði var lagt undir með vopnavaldi á tímum Ívan grimma en Katrín mikla lagði til atlögu að Ottómanaveldið á 18. en sérstaklega á 19. öld. Ýmis átök áttu sér stað á 18. og 19. öld, einkum í rússnesku-tyrknesku stríðunum. Þótt Tyrkir hafi aldrei náð langt inn í Rússland né inn í meginland Rússlands, átti Ottómanaveldi þátt í mörgum stríðum við Rússland, sérstaklega í Kákasus og Balkanskaga, þar sem báðir aðilar réðust inn á svæði hvors annars á mismunandi tímum. Yfirleitt misstu Tyrkir land og er Krímskagi þar mikilvægastur.

Nú erum við komin á 20. öld. Stríðið við Þýskaland og Austurríki-Ungverjaland í fyrri heimsstyrjöld (1914–1918). Í fyrri heimsstyrjöldinni hófu miðveldin, þar á meðal Þýskaland og Austurríki-Ungverjaland, margar sóknir gegn rússneska heimsveldinu. Þeim tókst að hernema mikilvæg svæði í vesturhluta rússneska heimsveldisins, þar á meðal Pólland og Eystrasaltsríkin. Rússland beið ósigur 1917 en missti ekkert land.

Seinni heimsstyrjöld (1941–1945) var afdrifríkasti atburður í sögu Rússlands, en þá var það foryrsturíki Sovétríkjanna. Föðurlandsstríðið mikla kalla Rússar það stríð. Aðgerð Barbarossa var innrás Þýskalands nasista í Sovétríkin, sem hófst í júní 1941. Þetta var ein stærsta hernaðaraðgerð sögunnar. Þjóðverjar náðu í upphafi verulegar framfarir en voru að lokum stöðvaðir af sovéska rauða hernum, sem leiddi til gagnárásar sem ýtti Þjóðverjum aftur til Berlínar árið 1945.

Svo er það gleymda stríðið við Japan (1945) í Mansúríu. Í ágúst 1945, eftir uppgjöf Þýskalands, lýstu Sovétríkin yfir stríði á hendur Japan og réðust inn á svæði sem Japanir hafa undir höndum í Mansjúríu, Kóreu og Kúríleyjum. Þó að þetta hafi ekki verið innrás í Rússland af hálfu Japans, þá var þetta mikilvæg átök milli þjóðanna tveggja.

Eftir upplausn Sovétríkjanna 1991, varð Rússland aftur sjálfstætt ríki (sambandsríki). Innan ríkissins voru mörg sjálfstjórnarríki og þar reyndust Kákasus sjálfstjórnarsvæðin skeinuhættust.

Eitt af þessum svæðum kallaðist Tétetnía en Tétsjeneskir uppreisnarmenn óðu um eftir fall Sovétríkjanna (1990–2000). Þó að það hafi ekki verið hefðbundin erlend innrás, sáu Tétsjeníustríðin tvö um að aðskilnaðarsinnar í Tétsjeníu, svæði innan Rússlands, tóku þátt í verulegum átökum við rússnesk stjórnvöld og reyndu að brjótast undan yfirráðum Rússa. Stríðin innihéldu hryðjuverkaárásir og innrásir í nágranna sjálfstjórnarsvæði Rússlands. Rússar höfðu fullan sigur.

Næsta stríð voru átökin í Georgíu (2008). Rússnesk-georgíska stríðið 2008, þó fyrst og fremst fól í sér rússneskar hersveitir sem fóru inn í Georgíu, er georgískar hersveitir fóru inn í Suður-Ossetíu, brotasvæði með stuðningi Rússa. Átökin fólu í sér umtalsverðar hernaðaraðgerðir Rússa til að bregðast við ólguástandi.

Og nú eiga Rússar í óopinberu stríði við Úkraínu sem byrjaði fyrir rúmum tveimur árum og sér ekki endi á.

Allar þessar  innrásir endurspegla hernaðarlegt mikilvægi Rússlands með víðáttumikils landsvæðis, sem leiðir til ítrekaðra tilrauna ýmissa valdhafa til að véfengja yfirráð þeirra í Evrópu og Asíu. Allar þessar tilraunir hafa mistekist.

Hér hefur ekki verið meðtalið skærur Sovétríkjanna við Kína en þar hafa þeir síðarnefndu ávallt borið minnihlut. Einn hættulegasti óvinur Rússa er einmitt Kína, þótt pólitíkin í dag hafa gert þessi ríki að bandamönnum...tímabundið. Eins og Trump hitti á naglann nýverið, þá eiga Rússar nóg af landi en lítið af fólki, en Kínverjar lítið land en mikið af fólki. Þessi ríki eru því náttúrulegir óvinir.

Framtíðin er óráðin eins og ávallt. En ef miðað er við að Rússland hefur yfir kjarnorkuvopnum að ráða og ein grein rússneska hersins er kjarnorku herafli, og þeir segjast munu nota kjarnorkuvopn ef til innrásar kemur, er ansi ólíklegt að herhlaup Úkraínumanna beri mikinn árangur, ekki frekar en herhlaup Wagner liða um daginn....

 


NATÓ búið að vera? - Hver er staða Íslands?

"Ef svo fer að Donald Trump forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, sem ekki hefur mikið álit á NATO, verði forseti má gera ráð fyrir að NATO sé mögulega búið að vera og Evrópa er ekki undirbúin á neinn hátt undir þá stöðu. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra, formaður Alþýðuflokksins og sendiherra en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í Síðdegisútvarpinu."

Sjá slóð: Evrópa ekki tilbúin með varnir líði NATO undir lok

Þetta er dæmigert hjal stjórnmálamanns sem þekkir ekkert til hermála. Það er eins og samskipti Bandaríkjanna við NATÓ sé einhliða, Bandaríkjamenn borgi reikninganna og útvegi hermenn til varnar í Evrópu. Það er rétt, en bara vegna þess að Evrópuríki hafa komist upp með að vanrækja varnarskyldur sínar, þar á meðal Ísland. Evrópumenn eru með eigin heri og varnarkerfi sem eru samrænd undir eina stjórn.

Peningamaðurinn Trump var nóg boðið hvernig Evrópuríki höguðu sér (höfðu samþykkt 2014 hækka framlögin í 2% fyrir 2024 en ekki staðið við það) og beitti þvingunum til að láta þau borga meira. Það virkaði og ekki hefði ekki mátt gerast síðar, í ljósi stríðsins í Úkraínu.

NATÓ er ekki meira lífvana í dag en að það bættust nýverið tvö öflug herveldi, Svíþjóð og Finnland, í bandalagið. Og flest ríkin eru komin upp í 2% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Ekki Ísland, sem ver prósentubroti (ekki eitt prósent, heldur brot úr prósenti) í varnarmál.

Ekki má gleyma að Bandaríkin þurfa jafnmikið á NATÓ að halda og NATÓ þarf á Bandaríkin. Aðildarríkin eru 32 talsins og þau eru bandamenn Bandaríkjanna. Í dag eiga Bandaríkin ekki marga vini í heiminum en NATÓ er haukur í horni fyrir þau. Fyrsta varnarlína landsins liggur í Evrópu og er Ísland þar á meðal. Evrópa er nauðsynleg fyrir heimavarnir Bandaríkjanna.

Jón ræddi Evrópuher og taldi stofnun slíks fæddan andvana. Það er rétt, enda óþarfi í ljósi þess að NATÓ er Evrópuher! Bandaríkin og Kanada eru í bandalaginu en rest eru Evrópuríki. Nánast öll Evrópa er komin undir regnhlíf bandalagsins, aðeins Úkraína, Hvíta Rússland, Moldóvía, Kýpur, Austurríki, Írland og Malta ásamt örríkjum eru ekki í bandalaginu en þau eru samt í "samstarfi NATÓ fyrir frið" nema Kýpur og Úkraína, Hvíta Rússland, Moldóvía og Rússland. Sviss er náttúrulega utan allt!  Það eru aðrar smáþjóðir sem eru ekki í bandalaginu en njóta óbeint verndar þess. 

Hér er listi Evrópuþjóða sem eru ekki í NATÓ: Andorra, Armenía, Austurríki, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússland, Bosnía og Hersegóvína, Kýpur, Georgía, Írland, Kosovo, Liechtenstein, Malta, Moldóva, Mónakó, Rússland, San Marínó, Serbía, Sviss, Úkraína og Vatíkanið. Allt eru þetta jaðarríki, óvinaríki, örríki eða eiga sér sögu um átök sem koma í veg fyrir þau geti gengið í NATÓ.

En Jón Baldvin hefur rétt fyrir sér um andvaraleysi Evrópuþjóða í gegnum tíðina. En það er liðin saga. Allar Evrópuþjóðir eru að vígbúast, NATÓ stenur föstum fótum og Trump er ekki að leggja niður bandalagið. Jafnvel þótt Bandaríkin myndu ganga úr bandalaginu (og fremja þar með mestu mistök sín í utanríkismálum frá upphafi), myndi það lifa það af. Hjörðin veit að hún á besta möguleika á að lifa af, ef hún heldur sig saman, þótt forystukindin er horfin á braut.

Annað sem er meira áhyggjuefni. Fyrir Íslendinga er áhyggjuefni ef Bandaríkin geti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart varnarsamningum frá 1951. Er það mögulegt að Bandaríkin komi Ísland ekki til varnar á ófriðartímum? Hljómar ósennilegt, en þó ekki. Hvað segir sagan? Árið 2006 stóðu Bandaríkin í tveimur stríðum, bæði gegn veikum andstæðingum. Skæruliðahernaður í Afganistan og í raun einnig í Írak eftir stutt stríð. Engin stórveldi að eiga við. En samt áttu Bandaríkin í vök að verjast.

Það reyndi á allan herafla Bandaríkjanna í þessum átökum. Kallaðar voru út varasveitir (sjá liðhlaup varaforsetaefni Kamala Harris, Tim Walz sem forðaðist sér úr hernum 2005 er kalla átti út herdeild hans sem er varalið). Svo aðþrengdir voru þeir, að þeir byrjuðu að afturkalla þyrlusveitina á Keflavíkurflugvelli en síðan kvöddu þeir einhliða Íslands með því að draga allt herlið frá Íslandi 2006. Það þótt íslenskir ráðamenn væru á hnjánum grátbiðjandi um að Bandaríkjaher færi ekki. Bandarískir hershöfðingjar hafa nagað sig í handarböndin allar götur síðar og viljað aftur fasta viðveru.

Það var nefnileg engin herfræðileg rök fyrir lokun herstöðvarinnar. Hún var eftir sem mjög mikilvæg í varnarkeðju NATÓ, staðsett í miðju GIUK hliðsins. Hagsmunir Bandaríkjanna voru teknir fram yfir hagsmuni Íslands og NATÓ alls.

Síðan 2006 hefur Bandaríkjaher hnignað umtalsvert. Það skortir bæði fjármagn og hermenn (síðast vantaði 48 þúsund upp í kvótann). Herfræðingar segja og stríðslíkön taka undir, líklega myndi bandaríski flotinn tapa orrustunni um Taívan ef Kína skyldi ákveða að taka eyjuna yfir. Bandaríkin geta ekki lengur háð tvö stríð í einu. Nóg er til af öflugum óvinum, Rússland, Kína, Íran, Norður-Kórea og allt líklega kjarnorkuveldi!

Eftir stendur Ísland berskjaldað, líkt og Bretland 410 e. Kr., er rómverski herinn yfirgaf landið einhliða og kom aldrei aftur. Engir heimamenn voru hermenn og landið berskjaldað fyrir innrásir Engilsaxa.

Hvað gera íslenskir bændur þá? Hefur Þjóðaröryggisráð Íslands tekið þá sviðsmynd inn í dæmið? Er Ísland tilbúið undir alheimsátök? Eru til næg matvæli, lyf, varahlutir o.s.frv.?  Kannski er lágmarks viðbúnaður að koma sér upp heimavarnarlið? Hafa einhvern grunn að byggja á, ef í harðbakkann slær.


Umsækjendur A, B og C sækja um starf hjá fyrirtæki X - Hver fær starfið?

Þetta er ekki fræðileg spurning, heldur kaldur veruleiki í íslensku atvinnulífi. Segjum svo að fyrirtækið X vantar stjórnarmann í stjórn fyrirtækisins, sem nóta bene er einkafyrirtæki. Fyrir eru þrír stjórnarmenn, allir karlar en einn er að hætta.

Umsækjendur A og C eru karlar en umsækjandi B er kona. Öll eru þau viðskiptafræðimennuð, með svipuðan bakgrunn og svipuðum aldri. Ef eitthvað er, þá er umsækjandi C með lengsta starfsaldur. Valið er auðvelt, en er í raun ekkert val, einkafyrirtækið þarf að velja konuna.  Fyrirtækið þarf að uppfylla kynjakvóta og þar sem fyrir eru tveir karlar í stjórninni, verður konan fyrir valinu og eigandinn hefur ekkert um það að segja. Þetta er þó hans eign og áhætta og hann hefði frekar viljað fá umsækjanda C.

Á vefsetri Jafnréttastofu (hvað skyldu starfsmenn þessarar stofnunnar gera allan daginn?), segir: "Í mars árið 2010 samþykkti Alþingi frumvarp þess efnis að bæði konur og karlar skuli eiga fulltrúa í stjórn einkahlutafélaga og hlutafélaga (Lög um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög nr.2/1995) þar sem fleiri en 50 starfsmenn starfa að jafnaði þegar stjórn er skipuð þremur mönnum, og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal tryggt að hlutfall hvors kyns fyrir sig sé ekki lægra en 40%.

Í maí 2011 samþykkti Alþingi sambærileg lög um kynjakvóta í stjórnum lífeyrissjóða (Lög um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum nr. 122/2011)."

Ef þetta er ekki wokisminn í tærustu mynd, hvað er? Ekki er ráðið eftir hæfileikum heldur hvaða líkamsparta viðkomandi hefur. Hvað kemur ríkinu við hvað einstaklingar með eigin rekstur gerir? Hann hefur bara eitt markmið og það er að hámarka arðinn af rekstri fyrirtækisins. Hann ræður þann hæfasta, sem getur verið kona eða karl, skiptir engu máli, bara að viðkomandi skili inn afköstum.

Það er enginn furða að stórfyrirtæki, sem hafa stórar stjórnir  eða stofnanir eru oft illa rekin. Er búið að skipta út stóra bróðir fyrir stóru systur?

Nú er slegist um stöðu forstöðumanns Jafnréttisstofu sem nýverið var auglýst laust.  Enn eitt ríkisapparatið sem sýgur til sín fjármagn úr tómum ríkiskassa.

P.S. Það er alveg ótrúlegt jafnaðargeð Íslendinga að láta ríkið stjórna lífinu sínu án þess að segja nokkuð. Þeir sætta sig við hvaða vitleysu boð sem koma frá stjórnvöldum og völd þeirra eru mikil eins og sjá mátti í covid faraldrinum.

Löggjöf um kynjakvóta í stjórnum

 


Gervigreindin og algóritminn ljúga stöðugt

Þróunin í gervigreind - A.I. er á ljóshraða. Undanfari gervigreindarinnar er algóritminn (reiknirit). Hver er munurinn á honum og gervigreind?

Algóritminnn er skref fyrir skref sett af leiðbeiningum eða skilgreint verklag til að leysa vandamál eða framkvæma verkefni. Það er takmörkuð röð vel skilgreindra reglna sem veita lausn á tilteknu vandamáli. Dæmi um þetta er flokkunarreiknirit (eins og QuickSort eða MergeSort), leitarreiknirit (eins og tvíundarleit) og stærðfræðileg reiknirit (eins og Euclidean algrím til að finna stærsta sameiginlega deilann).

Gervigreindin (AI) er þróaðri útgáfa. Gervigreind vísar til breiðari sviðs að búa til vélar eða kerfi sem geta framkvæmt verkefni sem venjulega krefjast mannlegrar upplýsingaöflunar. Gervigreind felur í sér þróun kerfa sem geta lært af gögnum, þekkt mynstur, tekið ákvarðanir og bætt sig með tímanum. Dæmi um þetta er vélræn líkön, náttúruleg málvinnslukerfi, tölvusjónkerfi og sjálfstæðir aðilar.

Bæði "kerfin" eiga það sameiginlegt að mannleg hugsun er upphafið.  Bloggritari hefur komist að því að gervigreind eins og ChatGPT er ekki alveg traust heimild og niðurstöður hennar ber að taka með fyrirvara. Hann hefur lagt nokkrar gildrur fyrir hana sem hún féll auðveldlega niður í. Þegar gengið er á hana, biðst hún afsökunar og leiðréttir sig. Eftir á!

Algóritminn er jafn varasamur.  Hann fylgist með einstaklinginum 24/7 tímans. Alls staðar þar sem farsíminn er eða tölvu, er einstaklingurinn undir eftirliti....já hverja?  Jú, stjórnvalda og tæknifyrirtækja sem selja aðgang að notandum eins og að vænd....

Google er stóri bróðir 2024.  Ef þú leitar til dæmis að sólgleraugum þar, veit þú ekki fyrr en sólgleraugna auglýsing poppar upp á skjá þínum.  Hvernig vissi gleraugnaframleiðandinn að þú ert að leita að sólgleraugum? Jú, Goggle selur aðgang að þér.

Eins og í úttópunni "1984" á einstaklingurinn ekkert einkalíf um leið og hann stígur fæti út fyrir hús. Jafnvel þótt hann skilji farsímann eftir heima, til að geta farið um eftirlitslaus, þá taka götumyndavélar við og gervihnettir. Og bing....um leið og þú ferð inn í búð, ertu komin(n) á radarinn aftur. Nú eru það kreditkorta fyrirtækin sem fylgjast með þér og bankinn.

Í "1984" var stóri bróðir kominn inn fyrir dyrnar og risastór monitor fylgdist með aðalpersónunni Winston Smith öllum stundum og skammar hann ef hann t.d. gerir ekki morgunæfingarnar eða hlustar á áróðursfréttir dagsins. Er það orðið svo slæmt hjá okkur í dag? Já, það er það. Fólk verður að passa sig á að líma fyrir linsur fartölva og smart sjónvarpa, annars er hætta á að það sem gerist í svefnherberginu falli í rangar hendur. Bóndinn í afdalasveit, getur ekki vænst þess að vera í friði fyrir tækninni, þótt hann ákveði að hafa ekkert rafmagn eða samskiptatækni. Hægt er að fylgjast með honum með gervihnött sem getur séð krónu mynt skýrt.

Google er woke og hlutdræg leitarvél. Nýjasta dæmið er morðtilræðið við Donald Trump. Prófið að setja inn leitarorðin á Google: "assassination attempt on" og leitarniðurstöðurnar skila öll möguleg morðtilræði en við Trump. Teymi Trumps kvartaði yfir þessu, gerði harða hríð að Google og nú birtist leitarniðurstöðu um morðtilræðið á eftir leitarniðurstöður um morðtilræðið við Ronald Reagan. En Google birtir eftir sem áður fjölmiðla andsnúna Trump, svo sem CNN, á fyrst leitarsíðu ef leitað er frétta af karlinum.

Prófum nú leitarorðin á Google: "How many viewers has CNN"? Fyrsta leitarniðurstaða er CNN Press Room (þeir sjálfir). Þar segir: "Samkvæmt Comscore náði CNN til 116 milljóna einstaka gesta í Bandaríkjunum í mars, sem hélt #1 stafrænum fréttavettvangi í meira en átta ár í röð. Forysta CNN í einstökum gestum á undan #2 CBS News er 12,4 milljónir einstakra notenda fyrir mars." og "CNN Ranks in top Most-Watched Networks in All of Cable in March and Q1 2024."

Spyrjum ChatGPT sömu spurningu og svarið er: "Frá og með miðju ári 2024 er áhorf á CNN á bilinu 523.000 til 1,39 milljónir eftir tímarbili og lýðfræði. Á besta tíma nær netið til um 856.000 áhorfenda að meðaltali. Vinsælustu þættirnir á CNN eru meðal annars Anderson Cooper 360° með um það bil 1,25 milljón áhorfendur og The Source með Kaitlan Collins sem laðar að sér yfir 1 milljón áhorfenda."

Auðljóslega er svar ChatGPT betra og endurspeglar hversu mikil hnignun er í gangi á CNN.


Repúblikanar ánægðir með varaforsetaefni Kamala Harris

Demókratar völdu sér varaforsetaefni fyrir Kamala Harris. Sagt er að innsta klíkan innan flokksins stjórnar í raun ferðinni um val á forseta og varaforseta.

Eins og þeir sem fylgjast grannt með, var framin "yfirtaka" fyrir nokkru er Joe Biden var rutt úr vegi er Demókrötum varð ljóst að hann ætti litla möguleika gegn Trump. Hann fékk í raun ekkert val. Búið var að skrúfa fyrir fjármagn til teymis Bidens og talið er að honum hafi verið settir úrslitakostir, annað hvort hættir þú við framboðið eða 25 ákvæði viðaukans við stjórnarskránna virkjaður. 

Biden varð að gefa eftir en hann átti mótspil. Hann gaf Kamala Harris meðmæli sín. Nú var klíkan í vanda. Ætlunin var að hafa prófkjör, eins og Obama lagði til, en nú var það komið út í móann. Klíkan ætlaði sér losa sig við bæði við Harris og Biden, enda þau óvinsælasta forsetapar sögunnar. Hún óvinsælasti varaforseti sögunnar og Biden meðal þeirra óvinsælustu.

Demókratar urðu að fylkja sér á bakvið Harris og hún er nú orðin forsetaefni flokksins með núll prósent umboð almennra flokksmanna. Biden var búinn að tryggja sér 14 milljón atkvæða í prófkjöri Demókrata. Hún hefur ekkert atkvæði á bakvið sig.

Tíminn var of naumur til að fara í aðra hallabyltingu eða standa í innbyrgðis átök í flokknum. Nú hefur óvinsælasti varaforseti sögunnar valið sér varaforsetaefni. Hann heitir Tim Walz og er fulltrúi róttæka arms Demókrataflokksins. Trump skrifaði á samfélagsmiðli sínum: "Thank you" en óhætt er að segja að Repúblikanar séu kampakátir með þetta val.

Valið stóð á milli ríkistjóranna Tim Walz, ríkisstjóri Minnisóta og Josh Sharpiro, ríkisstjóra  Pennsylvaníu. Sharpiro er öflugri stjórnmálamaður en Walz, fulltrúi miðjuafla flokksins og ríkisstjóri ríkis sem getur farið á hvorn veginn í næstu kosningum. Minnisóta er öruggt ríki Demókrata í forsetakosningunum. 

Þetta val kann að þykja óskynsamlegt en er skynsamlegt í augum Demókrata samkvæmt formúlu auðkenndapólitíkur þeirra. Það er nefnilega einn galli á gjöf Njarðar með Sharpiro, hann er gyðingur.  Demókratar reyna allt sem þeir geta til að tryggja atkvæði bandarískra múslima en fjöldi þeirra skagar hátt upp í fjölda gyðinga í landinu. Samkvæmt Wikipedíu er íslam þriðja stærsta trúarbrögð Bandaríkjanna (1,34%), á eftir kristni (67%) og gyðingdómi (2,07%). Manntalið í Bandaríkjunum 2020 áætlaði að 1,34% (eða 4,4 milljónir) af mannfjölda Bandaríkjanna séu múslimar.

Þetta er tvíeggjað sverð, því að gyðingar hafa í gegnum tíðina frekar kosið Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn. Og gyðingar eru valdamiklir innan Demókrataflokksins. Þingmenn af gyðingauppruna á Bandaríkjaþingi eru margir. Frá og með 2023 eru níu öldungadeildarþingmenn gyðinga og 26 gyðingar í fulltrúadeildinni sem starfa á Bandaríkjaþingi. Og talið er að 7,5 milljónir gyðinga séu búsettir í Bandaríkjunum. Ætlar Demókrataflokkurinn að snúa baki við gyðinga og snúa sér að múslimum? Hvað munu kjósendur af gyðingauppruna gera?

En hvað um það, ætlunin hér er að fjalla um róttæklinginn Tim Walz. Ástæðan fyrir að Repúblikanar eru harðánægðir með Walz er að hann á sér dökka sögu. Í Minnisóta 2020 urðu einar mestu óeirðir í sögu Bandaríkjanna í kjölfar dráps blökkumannsins Floyd sem var í höndum lögreglunnar. Þetta gerðist á vakt Walz. Óeirðir vegna dauða Floyd í Minnesota leiddu fljótlega til eldheitra mótmæla um allt land, sem og siðferðis- og starfsmannavanda lögreglunnar sem heldur áfram enn þann dag í dag, og Walz hefur verið gagnrýndur fyrir að leyfa ringulreiðinni að vaxa með því að tefja fyrir sendingu þjóðvarðliðsins.

Fyrir komandi kosningar skiptir máli hvar Walz stendur í pólitískum skilningi. Þar er hann lengst til vinstri á litrófinu. Kíkjum á sex stefnumál hans. Byrjum á mál málanna fyrir Demókrata: Fóstureyðingar.

Sem ríkisstjóri staðfesti Walz sig sem bandamann réttindahreyfingarinnar fyrir fóstureyðingar, einkum með því að setja lög sem festu "frjósemisfrelsi" í stjórnarskrá ríkisins. Fóstureyðing er lögleg hvenær sem er á meðgöngu í ríkinu. Undir hans eftirliti afnam ríkið aðrar takmarkanir, þar á meðal sólarhrings biðtíma fyrir fólk sem leitar að fóstureyðingu, og samþykkti lög sem ætlað er að verja heilbrigðisstarfsmenn og sjúklinga í Minnesota frá saksókn í tengslum við fóstureyðingar í öðrum ríkjum.

Watz er fylgjandi LGBTQ+ réttindi. LGBTQ+ samtökin hafa klappað fyrir Harris fyrir að hafa valið Walz. Á þingi stóð hann með afnám laga um varnir hjónabands og kaus stöðugt með LGBTQ+ réttindum, eins og niðurfellingu á "Do not Ask, Do not Tell," sem bannaði LGBTQ+ þjónustu í hernum.

Velferð barna. Walz hefur verið ötull talsmaður umönnunarstarfsmanna og umönnunaraðila og sagt að það hafi verið markmið sitt að gera Minnesota að besta ríkinu til að ala upp fjölskyldu. Á síðasta ári skrifaði hann undir lög um launað fjölskyldu- og sjúkraleyfi sem veita starfsmönnum 12 vikur á 90 prósent af launum til að sjá um nýfætt eða veikan fjölskyldumeðlim. Starfsmenn fá 12 vikna frí til viðbótar til að jafna sig eftir alvarleg veikindi. Lögin innihalda sjaldgæft ákvæði sem kallast "öruggur tími" fyrir eftirlifendur heimilisofbeldis, sem fólk getur notað til að finna öruggt húsnæði, fá verndarúrskurð eða fara fyrir dómstóla.

Fötlun og öldrun. Sem ríkisstjóri hafði Walz umsjón með 31 prósenta launahækkun fyrir starfsmenn heimahjúkrunar og 1.000 dollara varðveislubónus, sem náðist með samningaviðræðum milli embættismanna ríkisins og Alþjóðasambands þjónustustarfsmanna. Þessi aukning innihélt einnig fjölskyldu umönnunaraðila fatlaðra og eldri fullorðinna, sem hægt er að greiða í gegnum neytendastýrða umönnun ríkisins.

Menntunarmál. Walz, fyrrverandi sögukennari, var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2006 og var trúr rótum kennara síns. Eitt af stærstu afrekum hans sem ríkisstjóri var lög sem hann undirritaði árið 2023 sem gerði Minnesota að einu af aðeins sex ríkjum þá til að bjóða upp á ókeypis hádegismat fyrir nemendur í opinberum skólum.

Lög um byssur. Á innan við 10 árum hefur Tim Walz farið frá því að fá meðmæli og framlög frá National Rifle Association (NRA) yfir í að fá "F" stöðu frá skotvopnasamtökunum.

Sem ríkisstjóri undirritaði Walz ýmsar öryggisráðstafanir fyrir byssur í lög, þar á meðal alhliða bakgrunnsathuganir, lög um "rauða fána" sem leyfa löggæslu eða fjölskyldumeðlimum að biðja dómara ef áhyggjur eru af notkun einhvers á skotvopnum og harðari refsiaðgerðir fyrir fólk. lent í því að kaupa skotvopn fyrir einhvern sem er óhæfur til að eiga byssu.

Í augum Íslendinga er pólitík Walz bara fín og hann meira segja gæti boðið sig fram fyrir Sjálfstæðisflokksins, ef hann kysi. En í augum margra Bandaríkjamanna eru skoðanir hans róttækar. Demókrataflokkurinn er reyndar orðinn róttækur vinstriflokkur og Walz í raun passar vel inn í hugmyndafræði hans. Ef til vill munu óeirðirnar í Minnisóta 2020 reynast honum meiri fjötur um fót en pólitík hans.

Fylgjendur Demókrata voru byrjaðir að opna kampavínsflöskurnar er Harris komst í fyrsta sinn í skoðanakönnunum lítillega yfir Trump. En þeir ættu aðeins að bíða lengur áður en þeir drekka úr flöskunum. Hinn almenni Bandaríkjamaður á eftir að heyra i Harris, hún hefur ekki haldið blaðamannafund síðan hún var forsetaefni, bara fámenn rallý og því meira sem hún talar og hlær, verður hinn almenni og óráðni kjósandi afhuga henni.

Í raun er allt í kalda koli hjá ríkisstjórn Bidens. Hann er þegar afskrifaður, heyrist ekkert í honum og Repúblikanar hættir að tala um hann. Hann verður á ís til 20. janúar 2025 er hann yfirgefur embættið rúinn trausti.

Og ekki lítur staðan vel út fyrir Demókrata. Efnahagslægð er að hefjast í landinu, verðbréfamarkaðir að falla, verðbólga helst há, atvinnuleysi fer hækkandi, matvælaverð himinhátt sem og orkuverð. Kosningamál forsetakosninganna er opin landamæri stefna Demókrata og efnahagsmál. Á báðum sviðum eru Demókratar með allt niður um sig.

Erlendis hafa Bandaríkjamenn misst tökin, bæði í Úkraínu og Miðausturlöndum. Antony Blinken æðir á milli ríkja í Miðausturlöndum og grátbiður um frið en enginn hlustar á hann. Ef meiriháttar stríð brýst út á næstunni og efnahagssamdrátturinn verður viðvarandi, er útlitið svart fyrir Kamala Harris og Demókrata almennt.

Ríkisstjórn Bidens hefur ekki komið saman síðan í október 2023 og enginn veit hver raunveruleg stefna stjórnar Bidens er, ekki einu sinni hann sjálfur. Á meðan stjórnar skuggaráðuneyti innanlands- og utanríkispólitík Bandaríkjanna.


Vegakerfið út í skurði - hvers vegna?

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra birtist allt í einu úr myrkrinu og tjáir sig um vegakerfið. Hann viðurkennir að vegakerfið hafi setið á hakanum.  Ekki er vitað hversu mikla innspýtingu þarf í það en heyrst hafa tölur frá 120 - 200 milljarða. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra, tekur undir með Sigurði Inga og segir þurfa miklu meira fjármagn, bæði í framkvæmdir og viðhald á vegum. Það fjármagn gæti komið frá stórnotendum.

Hverjum er um að kenna ef ekki 7 ára ríkisstjórn Bakkabræðra? Jú, þungflutningar sem ekki hefði mátt sjá fyrir! Og ekki það að fjármagnið sem innheimt hefur verið fyrir vegakerfið í formi skatta, hafi farið í allt annað.  Hér kemur snilldarútskýring sósíalistans (taka meiri pening af almenning og vondu kapitalistanna):

"Þetta þungaflutningarálag er að leiða af sér slit á vegum sem enginn sá fyrir fyrir áratug eða tveimur, og við þurfum að fjármagna þetta betur. Kannski þurfum við líka að vera hugrakkari í að sækja fjármuni til þeirra sem valda þessu sliti, sem eru auðvitað þessir stóru atvinnurekendur sem eiga auðvitað að borga sinn skerf."

Hvað er rangt við rökfærslu þeirra? Jú þau kenna þungaflutningum um vandann en ekki það að ríkisvaldið hefur vanrækt viðhald vega. Vegakerfið á Íslandi er um 26.000 kílómetrar að lengd. Þar af eru þjóðvegir um 12.900 km og sveitavegir um 12.800 km. Það þarf því gífurlegt fjármagn bara við að viðhalda vegi landsins. Hefur ríkisvaldið ekki fengið nóg fjármagn til að standa að viðhaldi. Jú, meira en nóg.

Á fimm ára tímabili voru innheimtir skattar tengdir samgöngum upp á 330 milljarða króna. Þar af fóru um 240 milljarðar í allt annað en samgöngukerfið! Bílaskattar eru sum sé bara mjólkurkú ríkisins. Það væri enginn vandi ef allt féð hefði farið beint í vegakerfið. Svona hefur ástandið verið lengi, og löngu áður en Covid kom til sögunnar og er mesta afsökun stjórnvalda fyrir lélega efnahagsstjórn. Sjá t.d. þessa grein í Bændablaðinu frá 2017: Vegabætur strax

Tökum annað dæmi úr Bændablaðinu sem ávallt er með fingurinn á púlsinum ( Betur má ef duga skal ):

"Varðandi samgöngukerfið þá er vandinn gríðarlegur þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að ekki skortir tekjuinnstreymið t.d. af notkun þjóðvegakerfisins. Um árabil hafa skattar á innflutning og notkun bíla skilað ríkissjóði um og yfir 80 milljörðum króna. Aðeins hluti af heildartekjum ríkisins af bílum og umferð fer í nýbyggingu og viðhald vegakerfisins. Sem dæmi var áætlað að verja 29 milljörðum í endurbætur og viðhald á vegakerfinu á árinu 2019 og 30 milljörðum á árinu 2020. Á árinu 2021 er talað um að veita 27 milljörðum í þennan málaflokk. Þetta eru 86 milljarðar á þrem árum. Það þýðir að af skatttekjum vegna umferðarinnar á þremur árum er verið að nota tekjur sem svara nokkurn veginn innkomu eins árs og eftir standa 154 milljarðar króna af umferðartekjunum sem renna þá til annarra verkefna ríkisins."

Hver er þá vandinn í hnotskurn?  Hann er að ríkið í heild sinni er illa rekið, of mikið fé fer í gæluverkefni (nýjasta nýtt er stofnun Mannréttindastofnun Íslands) og of lítið í grunnverkefni. Ríkið sem kann ekki að leggja saman tvo plús tvo, tekur fjármagn ætlað samgöngum til að bjarga ríkissjóði sem samt er rekinn með halla. Og þegar þessi tilfærsla fjármagns dugar ekki til, er ætlunin að leggja á enn meiri álögur á notendur vegakerfisins með meiri skatta.

Sigurður Ingi virðist vera hrifinn af skattlagningu, er hann ekki í röngum flokki? Hann og Svandís eru 100% sammála að taka meiri fé af Jón og Gunnu og vondu atvinnurekendur sem þó skapa vinnu, velferð og skatta fyrir ríkisvaldið.  Ríkisvaldið á Íslandi hefur aldrei kunnað sér hófs í skattfrekju.

P.S. Hér kemur 1 + 1 dæmi í stað 2 + 2 dæmi sem ríkið ræður ekki við. Skapa meiri tekjur fyrir þjóðfélagið og ekki hækka skatta = kakan stækkar og allir hafa meira ráðstöfunarfé, almenningur, atvinnurekendur og ríkisvaldið.


Siðmenning fremur sjálfsmorð en er ekki myrt segir Arnold Toynbee

Fáir Íslendingar þekkja sagnfræðinginn Arnold Toynbee (4. apríl 1889 - 22. október 1975). Hann var jafnfrmat heimspekisagnfræðingur. Hann er þekktastur fyrir 12 binda bókaröðina "A Study of History" (1934–1961). Með gríðarlegri magni og útgáfu  sinni á blöðum, greinum, ræðum og kynningum og fjölmörgum bókum þýddum á mörg tungumál, var Toynbee mikið lesinn og ræddur á fjórða og fimmta áratugnum.

Bloggritari hefur margoft vitnað í Victor Davis Hanson varðandi fall og ris siðmenninga. Sjá nýjustu bók hans: "The End of Everything: How Wars Descend into Annihilation." En þar tekur hann fyrir fimm siðmenningar sem hreinlega voru þurrkaðar af yfirborði jarðar vegna stríða. Sjálfur hefur bloggritari margoft vitnað í örlög eyjaskeggja Havaí sem nú eru hluti Bandaríkjunum. Eyjarnar voru ekki lagðar undir Bandaríkin með vopnavaldi, heldur tók "ofurmenning" yfir "nátúrurmenningu". 

En snúum okkur að Arnold Toynbee sem tekur fyrir fleiri dæmi en bloggritari eða Hanson. Hann lýsir í "A Study of History" uppgangi og falli þeirra 23 siðmenningar sem hann hafði skilgreint í mannkynssögunni. Öfugt við Oswald Spengler, sem taldi að uppgangur og fall siðmenningar væri óumflýjanleg, hélt Toynbee því fram að örlög siðmenningar ráðist af viðbrögðum þeirra við þeim áskorunum sem þær standa frammi fyrir. Reyndar er sameinandi þemað í bókunum áskorun og viðbrögð.

Ein af byltingarkenndum uppgötvunum Toynbee er sú staðreynd að það hafa verið svo margar háþróaðar siðmenningar. Skiljanlega á Vesturlöndum beinist sögukennsla okkar að okkar eigin siðmenningu með rætur í grískri og rómverskri menningu, en auk þess hafa verið kínverskar, indverskar, majaískar, íslamskar, súmerskar og rétttrúnaðarmenn, svo fátt eitt sé nefnt.

Samkvæmt Toynbee byrja siðmenningar að grotna niður þegar þær missa siðferðilegan þráð og menningarelítan verður sníkjudýr, arðrænir fjöldann og skapar innri og ytri verkalýð. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að ýkja hlutverk trúarlegra og menningarlegra verðmætakerfa en vanmeta mikilvægi efnahagslegra þátta í mótun siðmenningar. Svo virðist sem með hækkandi aldri hafi Toynbee orðið enn sannfærðari um mikilvægi andlegu víddarinnar.

Í gegnum 12 binda stórsögu sína útlistar Toynbee hvernig siðmenningar þróast til að bregðast við umhverfisáskorunum sem eru sérstaklega erfiðar. Áskoranirnar ættu hvorki að vera of alvarlegar til að hefta framfarir né of hagstæðar til að hindra sköpunargáfu. Slíkar áskoranir fá svörun hjá skapandi minnihlutanum sem veitir óvirkum meirihluta forystu.

Toynbee komst að því í gegnum rannsókn sína að skapandi minnihlutinn hafði tilhneigingu til að vera almennt dularfullt innblásinn. Ennfremur lýsti hann því yfir að siðmenningar sundruðust vegna óhjákvæmilegrar drýgðar synda, hroka, stolts og sjálfstrausts, sem koma fram í hlutum eins og þjóðernishyggju, hernaðarhyggju og ofríki ríkjandi minnihlutahóps. Þetta siðferðisbrot hefur í för með sér eigin refsirétt (nemesis). Skapandi fólkið, sem er orðið afturhaldssamt, myndar ekki lengur "skapandi úrvalsminnihluta" heldur einfaldlega "elítu ríkjandi minnihlutahópur."

Í meginatriðum heldur Toynbee því fram að þegar siðmenning bregst vel við áskorunum vaxi hún. Þegar það tekst ekki að bregðast við áskorun fer það inn í hnignunartímabil sitt. Toynbee hélt því fram að "Menningarheimar deyji úr sjálfsvígum, ekki af morðum." Morð = innrás óvinaþjóða. Fyrir Toynbee voru siðmenningar ekki óáþreifanlegar eða óbreytanlegar vélar heldur net félagslegra samskipta innan landamæra þess og því háð bæði skynsamlegum og óviturlegum ákvörðunum sem teknar voru.

Ég tel að vestrænir leiðtogar okkar ættu að enduruppgötva spekina sem er útlistuð á síðum A Study of History vegna þess að mér virðist sem Vesturlönd séu ekki lengur að bregðast skapandi við ytri áskorunum og að "skapandi minnihluti" þeirra sé orðinn "tilberar". Þannig samkvæmt Toynbee munu Vesturlönd hnigna endanlega nema nýr andlega hvatinn minnihluti komi fram sem býður upp á nýja skapandi forystu, sem færir samfélagið á nýtt stig meðvitundar og þroska.

Í raun á vestræn siðmenning við tvíþættan vanda.  Annars vegar ytri áskoranir, gjöreyðing siðmenningar/ríkja, sem sérstaklega á við um í dag með tilkomu kjarnorkuvopna. Sífellt fleiri ríki eignast kjarnorkuvopn og það er bara tímaspurtsmál hvenær "rough state" eða harðstjórnarríki ákveður að nú sé tími til að beita kjarnorkuvopnum. Í heiminum í dag eru til 15 þúsund kjarnorkusprengur, nægilega margar til að sprengja heiminn upp mörgum sinnum. Vestræn ríki eiga sér marga óvini, hætturnar steðja hugsanlega frá austri eða Miðausturlöndum.

Hinn vandinn er siðferðisleg upplausn vestrænna samfélaga. Límið, trúin, er farin vegs alls veraldar og ekkert hefur komið í staðinn. Ofgnótt gæða skapar ekki harðgerða einstaklinga, heldur "vesalinga". Flest öll gildi, sem kynslóðirnar hafa hafa metið að séu klassísk og þess virði að halda í og sagan kennt að séu verðmæti, eru undir smásjá endurskoðanasinna sem allir koma af vinstri væng stjórnmálanna. Þeir vilja rífa niður samfélagið og endurbyggja með úttópískum hugmyndum nýmarxismans.

Frjálslindið og stundum harðstjórnin drepur lýðræðið. Frjálslindið drepur lýðræðið með svo öfgakenndri hugmyndafræði að það breytist í stjórnleysi (anarkismi). Réttindin eru endalaus en skyldur fáar. Ekkert samfélag lifir af slíku samansafni sjálfhverfra einstaklinga. Búið er að taka úr sambandi frumhvötina, að stofna til fjölskyldu og eignast afkomendur. Þetta gildir ekki bara um vestræn ríki, heldur þróuð samfélög eins og Japan eða Suður-Kóreu. Fjölmenningin átti að vera lausnin þar sem allir lifa saman í sátt og samlyndi, en leiddi til að til urðu aðskildir menningarheimar, sem búa hlið við hlið en ekki saman. Ekkert sem sameinar fólkið í landinu nema sameiginleg búseta. Ísland er á sömu leið og aðrar vestrænar þjóðir. Vegna fámennis gæti þetta gerst hraðar en annars staðar.

Svo spurningin er, hvort endar vestræn menning í vítislogum kjarnorkustríðs eða hún fremur harakíri? Eða er von samkvæmt Toynbee? Rómversk menning lifði í þúsund ár (eða tvö þúsund ár) og kínversk menning í 2-3 þúsund ár. En þar sem sagan endurtekur sig ekki, er erfitt að spá í spilin. Hraðinn á ris og falli menningar er margfaldur en áður var og því má búast við að fallið, er/ef það kemur, verður hratt. Eins og sviðsmyndin er í dag, er Vestur- og Norður-Evrópa komin á hnignunarskeið en ekki Austur-Evrópa. Hvers vegna skyldi það vera?

Slóð: Arnold J. Toynbee

Tilvitnun í Toynbee: "Of the twenty-two civilizations that have appeared in history, nineteen of them collapsed when they reached the moral state the United States is in now."


Keynes eða Friedman?

Aftur á sjöunda og áttunda áratugnum skoraði Milton Friedman á Keynesmenn um hvernig peningastefnan virkar. (John Maynard Keynes var dáinn). Keynesmenn töldu örvandi peningastefnu hjálpa hagkerfinu með lægri vöxtum, sem jók útgjöld neytenda og fyrirtækja.

Meistararannsókn Friedmans, A Monetary History of the United States, 1867-1960 sannfærði hann um að þeir drifkraftur væri vöxtur peningamagns fremur en vextir. Þetta tvennt er venjulega tengt, sem gerir það erfitt að sundra áhrifunum tveimur.

Hér er einföld skýring á Friedman rökfræðinni: þegar seðlabankinn eykur fjárhæðina í hagkerfinu verður eignasöfn fólks í ójafnvægi. Hugsaðu um þrenns konar eignir: líkamlegar eignir eins og viðskiptatæki eða heimiliseignir; fjáreignir eins og hlutabréf og skuldabréf; og loks peningar.

Aukning á peningamagni fær fólk til að segja: "Ég á of mikið af peningum miðað við líkamlegar og fjárhagslegar eignir mínar." Þeir eyða peningunum. En þeir útrýma ekki peningunum þegar þeir eyða þeim; þeir senda það bara til einhvers annars. Ójafnvægi eignasafns heldur áfram þar til verðmæti þessara annarra eigna hækkar. Hækkandi verðmæti efnislegra eigna kemur frá fleiri eignum, eða hærri verðmiðum á eignunum, sem þýðir að hagkerfið heldur áfram. Hækkandi verðmæti fjáreigna þýðir lægri vexti og/eða meiri lántökur í gangi.

Friedman vann baráttuna og peningastefnan var samþykkt af flestum hagfræðingum sem peningamagnsmál.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband