Bloggfærslur mánaðarins, júní 2024
Hér er byrjað á íslensku kosningunum sem komu ekki á óvart hvað varðar úrslit.
Skoðanakannanna fyrirtækin, skoðanamyndanda fyrirtæki réttara sagt, höfðu óeðlilega mikil áhrif á úrslit forsetakosninganna.
Með því að stilla upp efstu frambjóðendur, var verið að senda þau skilaboð að kjósendur ættu að velja á milli, kjósa stratískt. Þessi aðferð bar greinilega árangur, því að álitlegir frambjóðendur, svo sem Baldur og Jón Gnarr misstu mikið fylgi á loka sprettinum. Margir kusu stratískt.
Það kom bloggritara á óvart að Arnar Þór hafi ekki híft sig upp í 10% fylgi en svona er þetta. Miðað við hvað fólk talaði í kringum hann, hélt bloggritari að hann ætti inni leynifylgi, kannski er hópurinn sem hann umgengst svona einsleitur. En Arnar Þór er sennilega ekki horfinn úr sviðsljósinu, hann er líklegur til að fara í stjórnmálin seinna á árinu.
En úrslitin eru góð, því að stjórnmálaelítan fekk ekki sinn frambjóðanda í forsetastólinn. Samt kusu 25% landsmanna gerspilltan stjórnmálamann sem yfirgaf sökkvandi skip og eigin frama til bjargar. Enn og aftur, það er ekki eðlilegt að sigurvegarinn sem er með 30%+ fylgi setjist á forsetastólinn. Lýðræðið byggir á meirihluta kosningum og vilja og þetta getur við vissar aðstæður verið forsetanum farartálmi, sérstaklega við erfiðar ákvarðanir.
Úr því að aðeins tveir forsetar hafa farið eftir stjórnarskránni hvað varðar völd forsetans, Sveinn Björnsson og Ólafur Ragnar Grímsson, og hefðin gert forsetavaldið valdalaust og skrautgrip á Bessastöðum, þá er tími til kominnn að breyta stjórnarskránni og um leið leyfa þjóðinni að fá beina rétt til þjóðaratkvæðisgreiðslna. Sleppa milliliðnum á Bessastöðum. Gerum þetta að svissneskri fyrirmynd.
Snúum okkur að Bandaríkjunum. Í RÚV er fjallað um bandaríska hæstaréttinn, og ekki er annað hægt að sjá að það sé hnýtt í hann og hann sakaður um annarlegar hvatir. Sjá slóð:
Hæstiréttur Bandaríkjanna ekki á góðum stað í sinni sögu
Tekið er viðtal við
Bloggar | 2.6.2024 | 12:52 (breytt kl. 13:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggritari rekst við og við á gamlar glósur úr Facebook sem koma úr "minningum". Stundum man hann ekki hvort hann hafi endurbirt þessar greinar á Samfélagi og sögu, sýnist ekki miðað leit hér á blogginu. En eins og sagt er, góð vísa er aldrei of oft kveðin og hér kemur ein góð:
Svo virðist ekki vera við fyrstu sýn. Reglulega berast fréttir af að samfélagsmiðlar eins og Facebook og Twitter eru að loka fyrir aðgangi áskrifenda þessara miðla vegna meintra brota, svo sem haturorðræðu eða annarra brota. Hvergi kemur fram í þessum fréttum hver ákveður hvað er rétt að segja og hvað er hatursorðræða.
Þjóðfélög nútímans hafa ekki enn haldið í við hraða þróun samfélagsmiðla og menn átta sig ekki á hættum þeim sem fylgja því valdi sem þessir samfélagsmiðlar hafa á gang heimsmála. Flestir þessara samfélagsmiðla eru bandarískir og þeir taka mið af bandarískri menningu og hugsunarhátt. Hver gaf þessum miðlum vald til að ákveða hvað er viðeigandi að segja um víðan heim og hvað ekki? Eru það hópur ritskoðenda á vegum þessara miðla sem sía út ,,meinta haturorðræðu eða er það algrím forrit sem leita að ,,ljótum eða óviðeigandi orðum? Ég held að það séu ritskoðunarsíur sem finna þá sem ,,brjóta af sér og það sé á endanum einstaklingur/ar á vegum þessara miðla sem ákveða að loka fyrir reikningi notandans sem þeir hafa í raun engan rétt til.
Í flestum stjórnarskrám þjóðríka eru ákvæði um tjáningarfrelsi, svo málfrelsi, prentfrelsi og fundarfrelsi en fæstar hafa fylgt hraða tæknibreytingar og breytingar á tjáningarmáta. Svo er einnig háttað um íslensku stjórnarskrána. Í henni er tjáningarfrelsið tryggt en stöðugt er verið að vega að því með setninga laga, sem ég tel vera í andstöðu við stjórnarskránna, svo sem setningu laga um hatursorðræðu og jafnvel hefur verið sett á fót embætti eða deild innan lögreglunnar sem á að ritskoða hvað fólk segir og lögreglufulltrúi vaktar. Nú ætlar ríkið að ákveða hvað er rétt að segja og hvað er rangt. Er ekki eitthvað skrýtið við þetta? Á ekki láta svona mál vera einkaréttarmál án afskipta ríkisvaldsins? Ef einhver ærumeiðir eða notar óviðeigandi orð, að einstaklingur geti þá gripið til dómstólaleiðina eins og hefur verið hægt í gegnum aldir? Þetta kallast á hreinni íslensku ritskoðun en það er ekki nógu gott orð, betra væri að tala um tjáningarheftun eða jafnvel tjáningarbann undir ægivaldi ríkisins.
Með tjáningarfrelsisréttarákvæðum stjórnaskráa hefur okkur í vestrænum samfélögum öllu verið gefið rétturinn til að láta í ljós hvaða skoðun sem er án ritskoðunar eða tálmana. Að vera fær um að láta orð rúlla af tungunni án þess að þurfa að seinna að endurskoða hugsanir þínar gætu hugsanlega verið einn af mesta réttindum í vestrænna samfélaga. Þess má geta í framhjá hlaupi að í Bandaríkjunum er málfrelsið óskorðað. Til að mynda eru ekki til sérstök lög gegn hatursorðræðu, heldur tala þeir um hatursglæpi sem haturorðræða er spyrnt saman við. Þ.e.a.s. ef þú fremur hatursglæp og hefur um leið ummæli sem teljast megi vera hatursorð, þá má auka við refsinguna fyrir glæpinn. Ekki er dæmt sérstaklega fyrir hatursorðræðu, nema hótað sé manndrápi eða líkamsmeiðingum.
Þó að við séum frjálst að segja það sem við viljum, er ekki heimilt að tjá neina skoðun sem brýtur, ógnar eða móðgar hópa, byggt á kynþáttum, litum, trúarbrögðum, þjóðernisstefnu eða fötlun (hatursorðræða). Á málfrelsi á netinu við ef við höfum fengið takmarkanir? Er hægt að málamiðla? Hefur línan til að vernda notendur með ritskoðun og leyfa ennþá einstaklingum að tjá sig frjálslega orðið óskýr?
Samfélagsmiðlar hafa orðið helsti viðkomustaður margra og oft sá eini, þeirra er fara á netið. Fylgis er með núverandi atburðum, slúðurfrétta, notað sem dagbók eða tól til að vaxa í viðskiptum.
Samfélagsmiðlar eins og og Facebook og Twitter hafa verið í meðvituðu átaki til að stjórna efni sem birtist á vettvangi þeirra. Samkvæmt grein í CBS News, gaf Facebook í sumar út lista yfir viðmiðunarreglur um hvað teljist vera stefnumótandi efni, sem olli undrum hjá mörgum vegna hugmyndarinnar um að aðferðafræði þeirra er í raun hlutdræg gagnvart umdeildum sögum og innleggum.
Ekki fyrir löngu fékk Facebook mikla gagnrýni vegna banns á birtingu Víetnamsstríðsmyndar en það gerðist vegna reglna um birtingu kláms. Facebook varð að gefa eftir í málinu. ,,vegna þess að stríðsmyndin gefur táknræna mynd af atburði með sögulegri skírskotun, gildi þess að leyfa vegur þyngra en gildi þess að vernda samfélagið með því að fjarlægja efnið, þannig að við höfum ákveðið að endurreisa myndina á Facebook þar sem við vitum að það hefur verið fjarlægt", sagði talsmaður fyrirtækisins.
Facebook hefur efnivið til að verða ein stærsta uppspretta heimsins fyrir fréttir og sterk afstaða miðilsins til ritskoðunar gæti haft áhrif á það sem notendur hafa aðgang að. Í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum vildi Facebook banna Donald Trump að nota miðil þeirra vegna meins brots en Mark Zuckerberg steig inn vegnað ótta um að þessar gætu eyðilagt kosningarnar.
Auðvitað er mikilvægt fyrir samfélagsmiðla að sía út barnaklám, áreitni, einelti á netinu og almennt ofbeldi en hvernig skapa þeir fullkomna jafnvægi?. Mikilvægt er að notendur geti nýtt sér samfélagmiðla án ótta og ekki líði eins og þeir séu dæmdir til að tjá skoðanir sínar á ákveðinn hátt. Hægara sagt en gert? Til þess að þetta verði gert á réttan hátt þurfa samfélagsmiðlarnir að finna sanngjarna málamiðlun, sem gefur notendum vettvang til að tjá sig án þess að þurfa óttast refsingu.
Twitter (X) gæti verið komið með uppskriftna að réttri lausn. Síðastliðinn október rákust notendur á eiginleika sem kallast muted words eða ,,þöggun orða. Þessi valkostur gerði notendum kleift að búa til lista yfir óæskileg orð og orðasambönd sem þeir vildu ekki sjá á tímalínunni en leyfa aðra sjái sem vilja. Heimildmenn segja að þessum eiginleika í Twitter hafi verið birtur of snemma og hann tekinn út en yrði settur inn aftur í framtíðinni með uppfærslu. Þetta gæti verið leiðin til að halda friðnum milli andstæðra fylkinga.
Staðan eins og hún er í dag, að Facebook hefur varanlega bannað Infowars stofnandann Alex Jones, sem er hægri maður, samfélagsgagnrýninn Milo Yiannopoulos og Laura Loomer auk annarra sem eru áberandi lengt til hægri. Banninu fylgdi yfirlýsing um að miðillinn myndi ekki leyfa hvíta þjóðernishyggju og aðskilnaðarsinna á vettvangi sínu lengur.
Aðrir sem voru endanlega sagðir út af sakramentinu, eru meðal annars fræðimaðurinn Paul Joseph Watson og hvíta þjóðernissinninn Paul Nehlen. Einnig útilokaði Facebook Louis Farrakhan, leiðtogi þjóð Íslams, sem hefur verið gagnrýndur fyrir orðræðu sína. Hvað verður bannað næst og hvaða rétt hefur Facebook til að dæma í pólitískum málum? Hvar eru mörkin sem þessi miðlar eiga að búa við? Þarf að koma böndum á þessa miðla með lögum?
Bloggar | 1.6.2024 | 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020