Bloggfærslur mánaðarins, júní 2024

80 ára saga íslenska lýðveldisins

Síðan íslenska lýðveldið var stofnað 17. júní 1944, hefur Ísland áorkað margvíslega á ýmsum sviðum en miður á öðrum sviðum.

Íslendingar fengu fullt sjálfstæði frá Danmörku: Ísland varð fullvalda lýðveldi og slitnaði endanlega frá Danmörku. Forseti Íslands varð æðsti þjóðhöfðingi landsins. Stjórnmálalegur stöðugleiki hefur einkennt þetta tímabil en pólitísk spilling verið áberandi með frændhygli.

Ísland hefur átt í friðsömum stjórnmálasamböndum að mestu og haldið lýðræðislegar kosningar reglulega.  Tvisvar hefur soðið upp úr gagnvart öðrum ríkjum, stjórnmálasamband við Bretland rofið vegna þorska stríðanna og nú de facto gagnvart Rússland vegna Úkraínu stríðsins.

Efnahagurinn hefur að mestu leyti verið góður en það sem einkennir efnahagsástandið er viðvarandi verðbólga, hátt matvælaverð, háir vextir og fákeppni. Ríkisvaldið hefur verið yfirhnæfandi aðili á öllum sviðum atvinnulífs, gerir enn að nokkru leyti en áhrifin hafa minnkað. Uppbygging fiskveiða einkenndi fyrri hluta lýðveldistímabilsins en svo stóriðja á sjöunda áratug og fram á þennan dag. Fiskveiðar hafa verið undirstaða íslensks efnahags og Ísland hefur þróað árangursríka fiskveiðistjórnun.

Ísland hefur þróað umtalsverða nýtingu á endurnýjanlegri orku, einkum jarðhita og vatnsafli. Þetta hefur gert landið sjálfbært með tilliti til orkunotkunar en um þessar mundir er manngerður orkuskortur vegna pólitíkur.

Ferðaþjónusta hefur orðið stór atvinnugrein á Íslandi og dregið til sín milljónir ferðamanna árlega og fiskeldi er farið að slaga upp í fiskveiðar hvað varðar tekjur og afla.

Ísland hefur byggt upp öflugt menntakerfi með áherslu á jafnrétti og aðgengi fyrir alla.

Heilbrigðisþjónusta hefur tekið stórstígum framförum. Landið hefur góða heilbrigðisþjónustu sem er opin öllum þegnum. En samt eru margir misbrestir á framkvæmd og heilbrigðisþjónusta mætti vera betri. Ekki hefur tekist að þjóna þeim sem minna mega sín, aldraða og öryrkja og hafa þessir hópar, sérstaklega hinn síðarnefndi, verið undirmálshópar. Hælisleitendur, sístækkandi hópur, njóta umframþjónustu umfram íslenska borgara hvað varðar húsnæði, framfærslu, læknisþjónustu og svo framvegis.

Hvað varðar menningu og vísindi er óhægt að segja hvoru tveggja hefur blómstrað. Bókmenntum og listum hefur íslensk menning hefur blómstrað og margir íslenskir höfundar, tónlistarmenn og listamenn hafa náð alþjóðlegum frama. T.d. Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1955.

Rannsóknir og nýsköpun er mikil. Íslensk vísindasamfélag hefur náð langt, einkum á sviði erfðafræði og jarðvísinda. Einnig á sviði tækni í sjávarútvegi og tölvugeirinn er á við það besta sem gerist erlendis. Fram til ársins 2000 voru Íslendingar yfirleitt 10-15 ár eftir á í tækniþróun en á sumum sviðum leiða Íslendingar.

Frá fæðingu lýðveldisins hefur þjóðin opnað sig út á við og verið virk í alþjóðlegu samstarfi. Ísland gekk í NATÓ vegna viðsjárverða tíma í alþjóðamálum og vegna herleysis.   Ísland varð aðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO) árið 1949.

Ísland varð aðili að Sameinuðu þjóðunum árið 1946 og hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi.

Þessar framfarir hafa stuðlað að því að Ísland er í dag lítið en vel þróað ríki með há lífsgæði fyrir íbúa sína.

Ýmis ágallar eru á lýðveldinu og sérstaklega á stjórnarskrá þess. Menn hafa ekki tekst að skilja ýmis ákvæði hennar, svo sem hlutverk forsetans, sem enn er óvissa um, né tekist að þrískipta ríkisvaldinu.

Erfitt hefur reynst að halda í fullt fullveldi ríkisins og margir "kvislingar" tilbúnir að fela alþjóðasamtökum hluta af fullveldinu. Má þar nefna EES samningurinn sem hefur ekki staðist tímans tönn, ekki verið endurskoðaður þrátt fyrir að eðli ESB hefur breyst á þeim rúmum þrjátíu árum sem hann hefur gilt.  Schengen samningurinn hefur valdið af landamæravörslu að hluta til úr höndum íslenskra stjórnvalda með tilheyrandi opnum landamærum og flóttamannavanda.

Blikur eru á lofti.  Íslensk tunga, menning og Íslendingar sem meirihlutahópur er ekki sjálfgefið og hvernig samfélagsþróunin verður á næstu áratugi er í óvissu.

Næsta hætta sem steðjar að Íslandi er bókun 35 sem aðeins fáir stjórnmálamenn skynja að hætta starfar af. Kannski missum við fullveldið í svona stuttum og ósýnilegum skrefum, þar til ekkert verður eftir nema holur trjábolur.

Varnirnar eru í höndum NATÓ (af því að íslensk stjórnvöld vilja ekki stofna íslenskan her), landamæravarslan í höndum ESB í formi Schengen. Viðskipti við erlendar þjóðir múlbundin í gegnum EES- og ESB. Alþjóðasamningar S.þ. binda íslensk stjórnvöld og þótt þeir séu að mestu góðir, er margt sem bindur Ísland. Er eitthvað eftir fyrir Alþingi að stjórna?


Valdníðsla ríkisins gagnvart borgurum landsins

Enn ein furðufréttin barst frá vitrungunum í ríkisstjórn Íslands en þeim datt það snjallræði í hug að banna sölu farartækja sem ganga fyrir jarðeldsneyti 2028!  Ekkert hugsað út í það hér hefur ekki verið virkjað í áratug og orkuskortur er í landinu. Verksmiðjur ganga fyrir olíu o.s.frv.

En aðalatriðið er þetta að ríkið þykist vilja hafa vitið fyrir borgurum landsins og banna þeim val á hvers konar eldsneyti farartæki þeirra ganga fyrir.  Hvað kemur ríkinu við hvað ég - frjáls borgari, kaupi mér, hvenær og hvar?  Þetta kom líka upp í hugann þegar bloggritari var í Austurríki í vikunni og þar mátti kaupa sér áfengi í vegasjoppu.  Halda þessir vitringar að fólk fari í allsherjar fyllerí og það renni ekki af því bara vegna þess farartálmar eru teknir af aðgengi að áfengi?

Ef menn vilja virkilega kaupa sér áfengi kl. 3 um nótt, er það auðvelt. Alls staðar er selt áfengi, á veitingarstöðum, hótelum o.s.frv.  Bara við það að menn versli við ríkið - ÁTVR, drekki menn minna. Þvílík rökleysa.

„Umhyggja fyrir mannslífi og hamingju, en ekki eyðileggingu þeirra, er fyrsta og eina markmið góðrar stjórnar. „Þeir sem gefa upp nauðsynlegt frelsi til að kaupa smá tímabundið öryggi, eiga hvorki skilið frelsi né öryggi. Sú ríkisstjórn er best sem stjórnar minnst." Henry David Thoreau.

Ronald Reagan sagði í frægri ræðu að hræðilegasta setning á ensku er: "I´m from the Government. I´m here to help."

 


Íslendingar byggja á sandi

Þetta kom bloggritara í hug er hann velti fyrir sér hvar Íslendingar byggja mannvirki. 

Í fyrsta lagi byggja þeir sjávarþorp þar sem aurskriðu- og snjóflóðahætta er mikil og mörg mannskæð flóð hafa sannað að eigi ekki að byggja.

Í öðru lagi finnst þeim í lagi að setja byggð og orkumannvirki ofan í eldfjalla- og sprungusvæði eins og þeir uppgötvuðu í Kröflu eldunum og eldgosinu í Heimaey Vestmannaeyja á áttunda áratugnum.

Og nú í þriðja lagi byggja þeir hér á suðvestursvæðinu sjávarþorpið Grindavík og Hafnarfjarðarbæ sem allir sérfræðingar vita að hafa verið eldvirk á sögulegum tíma.  Nú hefur það komið í ljós að eldsumbrot hafa hafist og munu verða á Reykjanesskaga um ófyrirséða tíð. Eldgos við Bláfjöll getur sent hraunstrauma í byggðina við Rauðavatn og menn voru svo gáfaðir að byggja heilt hverfi þarna á sprungusvæði.

En hvað um Hafnarfjörð? Nánast allur bærinn er byggður á tiltölulegu ungu hrauni. Þar hefur eldborgin Búrfell verið áhrifavaldur.

Búrfellsgígurinn í Heiðmörk bjó til hraunið sem bærinn stendur á. Hann sendi hraun fyrir sjö þúsund árum sem ýmist er kallað Hafnarfjarðarhraun, Vífilsstaðahraun, Garðahraun eða Gálgahraun. Hraunið næst Búrfelli nefnist Smyrlabúðahraun, Gráhelluhraun og Urriðakotshraun.

En Kapelluhraun og Hvaleyrahraun liggja í gegnum íbúa-og iðnaðarhverfi á Völlunum og niður hjá álverinu og er aðeins 800 ára gamalt (að mér skilst) eða frá Sturlungaöld. Krýsuvíkureldar voru 1151-1188 og bjuggu til Kapelluhraun en hraun rann um Vallarhverfið á 10. öld. Ef horft er á yfirlitsmynd er ekkert sem kemur í veg fyrir að þetta svæði fari aftur undir hraun.

Margir velta fyrir sér hvort Hafnarfjörður sé í hættu. Já Vellirnir eru í hættu að sögn eldfjallafræðings sem varar við frekari byggð suður á bóginn en núverandi bæjarstjóri gaf lítið fyrir þær aðvaranir. En bloggritara skilst svo að Búrfell hafi sigið svo að engin hætta er á að megin byggðin í Hafnarfirði fái yfir sig ný hraun.

Sjá slóð: Hvaðan kemur hraunið sem liggur yfir Hafnarfirði og að hluta til Garðabæ, og kom það allt úr sama gosi?

Ein­faldar stað­reyndir að Vellirnir standi á nýjasta hrauninu

Að lokum segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur að Vogar á Vatnsleysuströnd sitja á nútímahrauni. Þorvaldur segir að það þurfi stórt gos til að hraun flæði þangað en það sé ekki útilokað.

Reykjanesbær, Garðurinn og Sandgerði eru svo til stikkfrí frá hraunflæði en Hafnir eru á tiltölulega ungu hrauni.


Kennarinn og málfrelsið...og atvinnufrelsið

Það komst í fréttirnar um daginn að vinsælasti bloggarinn hér á Moggablogginu hafi látið af störfum, Páll Vilhjálmsson, að því virðist í sátt við skólann sem hann starfar hjá. Vísir skrifaði grein um þetta í grein sem heitir: Einn um­deildasti kennari landsins lætur af störfum 

Bara titillinn á greininni vekur mann til umhugsunar. Er hann umdeildur sem kennari eða sem frjáls borgari með skoðanir í frjálsu samfélagi? Bloggritari veit ekki betur en Páll hafi sinnt starfi sínu af kostgæfni og haldið sínum skoðunum utan kennslu. Hann hlýtur því að vera "umdeildur" bloggari.

Páll er e.t.v. þekktasti kennarinn sem hefur lent í kvörn dómstól götunnar. Það eru aðrir sem hafa misst lífsviðurværi sitt eða verið hótað starfsmissir vegna opinberra skoðana sinna. Annar þekktur bloggari hér á Moggablogginu hefur orðið fyrir hörðum árásum vegna skoðana sinna, en það er Helga Dögg Sverrisdóttir. Hún fékk óblíðar móttökur hjá kennarasambandi Norðurlands ef bloggritari man rétt.

Enn einn kennarinn, Helgi Helgason, framhaldsskólakennari á Laugarvatni lét einnig af störfum í "sátt" við skólastjórnendur vegna mála sem hann fjallaði um.  Allir muna eftir Snorra í Betel sem hraktur var úr starfi á Akureyri á sínum tíma vegna meintra trúarkennslu.

Ef til vill eru málin fleiri en rata á forsíður fjölmiðla en það ansi umhugsunarvert að menn missi starf sitt eða þurfa að óttast um það bara vegna þess að viðkomandi er þátttakandi í samfélagsumræðunni og bara vegna þess að viðkomandi er í stétt kennara þarf hann að steinhalda kjafti!

Bloggritari man eftir háskólanámi sínum í sagnfræði og þar voru kennararnir "alræmdir" sósíalistar upp til hópa og fóru ekki leynt með pólitískar skoðanir sínar en aldrei reyndur þeir að vera með áróður í kennslu.

Önnur stétt sem virðist ekki hafa málfrelsi en það er stétt dómara. Það var frægt þegar fyrsti hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, hóf þátttöku í samfélagsumræðunni og ræddi óhræddur um störf hæstaréttar og þjóðmál almennt. Hann ásamt ofangreindu fólki hafa bent á mörg mein í íslensku samfélagi og ætti þjóðfélagið að vera því þakklátt að benda á misbresti sem eru í öllum þjóðfélögum.

Það eiga allir borgara, líka forseti Íslands, sendiherrar, dómarar, lögreglumenn, kennarar og aðrar stéttir sem starfa fyrir opnum tjöldum, rétt á að tjá sig opinberlega og yfirmenn þessa fólks kemur ekkert við hvað þau segja í frítíma sínum sem lengi sem þau eru ekki með áróður innan viðkomandi stofnunnar. Man reyndar ekki eftir neinu slíku dæmi. Það er miður ef það lætur hrekja sig úr starfi bara vegna skoðana sinna en slíkt stenst ekki tjáningarákvæði stjórnarskránna.


Hvað ef saga

Bloggritari fékk ágætis athugasemdir við síðustu grein sem fjallar um Normandí innrásina. Hér kemur svar mitt við þær athugasemdir og samvegis viðbót.

Hvað ef spyrja menn þegar þeir velta fyrir sér hvernig sagan hefði getað þróast.... Við sjáum það þegar Forn-Grikkir sigruðu Persi tvisvar gegn allar líkur. Þegar Napóleon, sem er sá sem er ef til vill líkastur Hitler í stórveldisdraumum sínum, sigraði andstæðinga sína ítrekað. Það er auðvelt að segja, eftir á, hvernig útkoman úr stríðsátökum verða. Eða þegar Pétur mikli gerði vanþróaðsta ríki Evrópu, Rússland að stórveldi? Eða þegar konungur Prússa, Friðrik hinn mikli gerði Prússland að hernaðarveldi og var fyrirrennari Þýskalands? Og myndin af honum hékk á vegg í byrgi Hitlers? Hvað ef Hitler hefði ekki skipt hernum í tvo hluta er Barbarossa innrásin átti sér stað? Það er auðvelt fyrir okkur að dæma er við lítum í baksýnisspegilinn.  Auðvitað fór þetta svona segjum við þegar við vitum alla málsþætti.

Þá er spurt: Vitið þið til dæmis hvernig Úkraínustríðið endar? Hver sigrar og hver tapar?  Og sjáum við það þegar ákveðin samfélagsþróun á sér stað að hún sé að gerast? Oft sést hún ekki fyrir nokkrum árum síðar.

Svona að gamni og í lokin. Munið þið eftir bíómyndinni Vaterland/Fatherland með Rutger Hauer? Þar kemur fram annars konar endir á seinni heimsstyrjöld. Plottið er eftirfarandi:

Misbrestur innrásarinnar í Normandí veldur því að Bandaríkin hætta þátttöku í Evrópustríði síðari heimsstyrjaldarinnar og Dwight D. Eisenhower hershöfðingi hættir með skömm. Bandaríkin halda áfram Kyrrahafsstríðinu gegn Japan og undir forystu Douglas MacArthur hershöfðingja notar þau kjarnorkusprengjur til sigurs. Í Evrópu nær nasista-Þýskalandi að framfylgja innrás sinni í Bretland með góðum árangri, sem leiðir til þess að Georg VI konungur flýr með fjölskyldu sinni til Kanada og heldur áfram að stjórna breska heimsveldinu. Undir eftirliti nasista endurheimtir Edward VIII hásætið í Bretlandi árið 1947 og Wallis Simpson verður drottning hans.

Winston Churchill forsætisráðherra fer einnig í útlegð í Kanada og dvelur þar til dauðadags 1953. Þýskaland sameinar restina af Evrópu, nema hlutlausa Sviss og Vatíkanið, inn í Stór-Þýska ríkið, sem er skýrt "Germania". Að minnsta kosti á yfirborðinu er þýskt samfélag að mestu hreint og skipulagt og SS er endurskipulagt í úrvalslögreglu á friðartímum.

Ríkið er enn í eilífu stríði sínu gegn Sovétríkjunum, sem er enn undir forystu hins 85 ára gamla Jósefs Stalíns langt fram á sjöunda áratuginn. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1960 eru ljúka með sigri Joseph Kennedy, en gyðingahatur hans er vel þekkt. Hann gefur nasistaleiðtogum tækifæri til að binda enda á kalda stríðið milli beggja ríkjanna og tryggja aðhald við Bandaríkin og bandamenn þeirra í Rómönsku Ameríku. Árið 1964, þegar 75 ára afmæli Adolfs Hitlers nálgast, heldur Kennedy á leiðtogafund í Þýskalandi, en landamæri þess eru opnuð fyrir fjölmiðlum frá Bandaríkjunum og Suður-Ameríku.

Viku fyrir leiðtogafundinn uppgötvast lík fljótandi í stöðuvatni nálægt Berlín af Hermann Jost, sem er SS-kadett í þjálfun. SS maðurinn Xavier March, rannsóknarlögreglumaður í Berlín, fær málið úthlutað og spyr Jost, sem viðurkennir að hafa séð líkið vera hent af Odilo „Globus“ Globočnik, Obergruppenführer í Gestapo og hægri hönd SS-leiðtogans, Reinhard Heydrich. Í ljós kemur að látni maðurinn er Josef Bühler, embættismaður nasistaflokksins á eftirlaunum sem stjórnaði búsetu gyðinga á þýsk svæði í Austur-Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Gestapo tekur við málinu af ástæðum "ríkisöryggis" og Jost deyr í þjálfunarslysi. Til að gera langa sögu stutta, þá uppgötvar March að gyðingarnir sem áttu að fá ný heimkynni í Austur-Evrópu er útrýmt í massavísu.

Þetta er hvað ef... en núna vitum við, eftir á....að Hitler var líklega kominn með Parkinson veikina og hefði líklega ekki lifað til sjötugs aldurs. Stalín dó  1953 af heilablóðfalli og hann því ekki verið langlífur. Churchill hins vegar lifði til 1965. Þannig að plottið í Vaterland gengur að hluta til ekki upp. Útrýmingarbúðir nasista voru "opinbert" leyndarmál allt stríðið en fáir vissu af því eða vildu vita af því. Aldrei hefur verið gert upp við Gúlag kommúnista (sama morðæðið þar en menn drepnir í massavís með hungri, vosbúð og þrælkun í stað þess að vera drepnir í sláturhúsi). Gerðist þessi saga eða ekki? Gerðist hún ekki, bara vegna þess að Bandamenn ákváðu að láta stríðsglæpi Sovétmanna liggja milli hluta eftir stríð?

"Allt sem ég veit er að ég veit ekkert" sagði Sókrates....


D - dagur - innrásin í Normandí - Var þetta tímamóta atburður í seinni heimsstyrjöldinni?

Fræðimenn deila um þetta á 80 ára afmæli D-dags og sitt sýnist hverjum.  Sjálfur er ég á að opnun vestur vígstöðva hafi truflað stríðsrekstur Þjóðverja svo, að það flýtti fyrir lok stríðsins. Sumir halda því fram að Sovétmenn hefðu bara haldið áfram til vesturstrandar Frakkland eftir að Þýskaland hafi verið sigrað, enda enginn til að stöðva för Rauða hersins. Vestur-Evrópa hefði legið marflöt fyrir Rauða hernum.

Tæknibyltingin sem var að hefjast hjá Þjóðverjum kom of seint. Þeir fundu upp þyrlur, V-2 eldflaugar, herþotur, kafbáta sem gátu haldið sig óséðir neðansjávar, betri ratar kerfi o.m.fl. Hún breytti ekki gangi stríðsins en hefði gert það ef Þjóðverjar hefðu beðið í tvö ár í viðbót.

En D-dagur markaði upphaf innrásar bandamanna í Vestur-Evrópu, sem opnaði mikilvæga aðra vígstöð gegn öxulveldunum. Fram að því höfðu Sovétríkin borið hitann og þungann af baráttunni gegn Þýskalandi á austurvígstöðvunum. Opnun vesturvígstöðvanna neyddi Þýskaland til að flytja hermenn og fjármagn til að verjast framsveitum bandamanna og létta þannig þrýstingi á sovéska herinn.

Árangursrík framkvæmd aðgerðarinnar Overlord (kóðanafn orrustunnar við Normandí) veitti bandalagsherjum og hernumdu íbúum í Evrópu verulegan siðferðisstyrk. Það sýndi fram á að bandamenn voru færir um að hefja og halda uppi stórfelldri innrás og gætu beinlínis véfengt yfirráð nasista í Vestur-Evrópu.

Innrásin kom þýska hernum á óvart. Þrátt fyrir umfangsmikla varnargarða meðfram Atlantshafsmúrnum voru Þjóðverjar óviðbúnir umfang og staðsetningu innrásarinnar.

Til marks um hversu innviðir og mannskapur Þjóðverja var aðþrengt er að skipting þýskra hersveita eftir D-daginn endurspeglar þá mikilvægu stefnumörkun sem Þýskaland stóð frammi fyrir síðla árs 1944. Þó meirihluti þýskra herdeilda var áfram á austurvígstöðvunum til að vinna gegn Sovétríkjunum, neyddi aukinn þrýstingur frá herafla bandamanna á vesturvígstöðvunum Þýskalandi til að dreifa umtalsverðum auðlindum sínum og mannskap á tvær megin vígstöðvar og flýta fyrir ósigri þeirra.

Árangur innrásarinnar í Normandí flýtti fyrir falli Þýskalands nasista. Innan árs frá lendingunum höfðu herir bandamanna frelsað stóran hluta Vestur-Evrópu og sóttu til Þýskalands. Þessar hröðu framfarir flýttu fyrir endalokum stríðsins í Evrópu, sem náði hámarki með skilyrðislausri uppgjöf Þýskalands.

Þó að það hafi verið aðrir mikilvægir atburðir og bardagar í seinni heimsstyrjöldinni, var D-dagur lykilatriði sem stuðlaði verulega að lokum ósigurs á Þýskalandi nasista. Það markaði afgerandi breytingu á valdahlutföllum, þar sem bandamenn náðu yfirhöndinni í Evrópu. 

En ekki láta blekkjast af bandarískum bíómyndum eins og Band of Brothers eða Fury, þar sem Kaninn "stútar" nasistanna eins og flugur. Bandaríkjamenn og bandamenn á vesturvígstöðvum voru að berjast við leyfarnar af þýska hernum (unga drengi og gamla menn) sem var í dauðateygjum árið 1944.

Skoðum hversu margar herdeildir voru á vestur- og austurvígstöðvum. Í september 1944 á vesturvígstöðvum var fjöldi herdeilda komin í um 75 deildir þegar bandamenn þrýstu heraflan sinn í gegnum Frakkland og inn í Belgíu. Til samanburðar um mitt ár 1944 á austurvígstöðvum höfðu Þjóðverjar um 150-200 herdeildir bundnar til átaka. Þetta var meirihluti herstyrks þeirra, sem endurspeglaði mikla og stórfellda bardaga við Sovétríkin. Og þau höfðu barist við Þýskaland síðan sumarið 1941 og goldið fyrir með tug milljóna mannfalli. Rússland og hin 14 sovétveldin hafa aldrei borist þess bætur allar götur síðan, jafnvel ekki í ennþá daginn í dag.

Hver tapaði og hver vann er kannski ekki rétta spurningin. Kannski má segja að Evrópa hafi tapað. Líkt og í fyrri heimsstyrjöld féllu heimsveldi og ný stórveldi komu til sögunnar. 65+ milljónir (engin veit raunverulega tölu mannfalls í styrjöldinni) þeirra sem dóu skelfilega og hryllilegan dauðdaga er nákvæmlega um hvort að þeirra "lið" hafi unnið eða ekki. Harmleikurinn var svo ævintýralegur að líka má seinni heimsstyjöld við ragnarök. Til að reyna að skilja svona mikla tölu, ákvað bloggritari að deila töldu mannfalls niður á dag. Um 20 þúsund manns voru drepnir á hverjum degi stríðsins. Þetta er svakalegt blóðbað og ólýsanlegt. Hreinn hryllingur og eginlega ekki hægt að nota orð til lýsa þessu...á ekki til orð....

Og nú tala bjánanir í dag (réttnefni yfir stríðsæsingafólk sem hefur aldrei upplifað stríð) um nú verið að herða á stríðið við mesta kjarnorkuvopnaveldi heims Rússland! Sjá ræðu Bidens á D-degi minningarathafnarinnar. "Eruð þið gengin af göflunum" segir Pútín sem reyndar hóf stríðið við Úkraínu sem er svæðisstríð en getur endað í heimsstyrjöld. Sama gildir um stríðið í Gaza eða hugsanlega Taívan. Nú þarf mannkynið á að halda leiðtogum sem kunna að halda friðinn og herfræðinga þeim til ráðgjafar hvernig báðar heimstyrjaldarinnar á 20. öld stigmögnuðust upp í alls herjar stríð.

Lokaorð: Austurvígstöðvarnar og stríðið gegn Sovétríkjunum gerði útslagið um fall nasistaríkisins Þýskaland.

-----

P.S.  Hér kemur ef spurningin sem enginn sagnfræðingur á að spyrja en af því að þetta er blogg en ekki alvöru sagnfræði, ákvað bloggritari að spyrja ChatGPT að gamni að hvað hefði gerst ef D - dagur hefði ekki átt sér stað og hér kemur svarið:

Mögulegar niðurstöður án D-dags

Langvarandi stríð: Án D-dags hefði stríðið í Evrópu líklega staðið lengur. Skortur á annarri vígstöð hefði gert Þýskalandi kleift að einbeita sér meira herliði að austurvígstöðvunum, sem gæti hugsanlega hægt á framrás Sovétríkjanna.

Hærra mannfall Sovétríkjanna: Sovétríkin gætu hafa orðið fyrir enn meira mannfalli þar sem þeir hefðu staðið frammi fyrir stærri og einbeittari þýskri mótspyrnu. Fjarvera vesturvígstöðvanna hefði þýtt að beina mætti ​​fullum mætti ​​þýska hersins gegn Sovétríkjunum.

Aukinn ávinningur á sovéskum yfirráðasvæðum: Ef Sovétríkin hefðu að lokum sigrað Þýskaland án vesturvígstöðva gætu þeir hafa þrýst lengra inn í Mið- og Vestur-Evrópu. Þetta hefði getað breytt pólitísku landslagi eftir stríð verulega, hugsanlega aukið áhrif Sovétríkjanna og yfirráð yfir stærri hluta Evrópu.

Niðurstaða

Þó að það sé líklegt að Sovétríkin hefðu á endanum getað sigrað Þýskaland nasista án innrásar bandamanna í Normandí, hefði ferlið verið mun erfiðara og langvarandi. Opnun vesturvígstöðvanna af bandamönnum skipti sköpum til að flýta stríðslokum og draga úr álagi á sovéska herinn. D-dagur gegndi mikilvægu hlutverki í samræmdri stefnu bandamanna til að sigra nasista Þýskaland og fjarvera hans hefði haft djúpstæð áhrif á gang og niðurstöðu síðari heimsstyrjaldarinnar.

 


Heilabilaður forseti hættir á þriðju heimsstyrjöld og borgarastyrjöld

Það eru alveg ótrúlegar fréttir sem berast úr Hvíta húsinu. Maður sem enginn efast um að er orðinn elliær (um 70% Bandaríkjamanna segja það í skoðanakönnunum) er að gera mikinn ursla. Samt ætla 40%+ að kjósa þennan mann í næstu forsetakosningu! Maðurinn er með aðra hendina á kjarnorku boltanum sem fylgir honum hvert skref. Getur slíkur maður tekið upplýsta/rökræna ákvörðun á ögurstundu?

Í fyrsta lagi er hætta á stórfelldum innanlands átökum ef svo fer að Trump verði á endanum dæmdur í fangelsi og honum meinaður þátttöku í forsetakosningunum. Hægri menn - repúblikanar - hafa sýnt mikla þolinmæði gagnvart vígvægðingu dómskerfisins gagnvart forsetaframbjóðanda þeirra sem skorar hærra í öllum skoðanakönnunum en frambjóðandi demókrata. Ef maður sem er auðljóslega ekki hæfur í embætti og ætti heima á elliheimili í umsjá hjúkrunarfólks, verður áfram forseti, verður allt vitlaust. Svona auðljós kosningaafskipti með lögsóknum gegn forseta frambjóðanda hefur aldrei áður verið leyft í sögu Bandaríkjanna.

Hinn hættan er hættan gegn heimsfriðinum og upphaf að þriðju heimsstyrjöld. Kolvitlaus klíka í kringum Joe Biden (hann veit ekki hvort það er dagur eða nótt og ræður engu), er að magna upp Úkraínu stríðið. Engar áætlanir um hvað gerist ef Úkraína vinnur eða tapar. Nú er Biden stjórnin búin að leyfa eldflauga árásir með NATÓ vopn á Rússland! Já, þetta er rétt lesið. "Eruð þið alfarið gengin af göflunun?" spyr Pútín. Pútín segir að nú hafi Vesturlöndin misreiknað sig illilega og ýjar að hefndum – „Eruð þið alfarið gengin af göflunum?“

Sagan kennir okkur að Rússar hafa aldrei skeytt um mannfall og þeir eru tilbúnir í alls herjar styrjöld ef með þarf. 500 ára saga hefur kennt okkur það. Ef góður leiðtogi kemst til valda í Bandaríkjunum má með samningaviðræðum endurheimta land í Úkraínu og jafnvel að búa til stuðpúða með tveimur sjálfstjórnarsvæðum í Donbass. Vesturlönd hafa allt að vinna og fáu að tapa enda með tapstöðu á vígvellinum.

Ekki er stefna Íslands gagnvart Rússland eitthvað gáfulegri. Íslenskur diplómat segir um mikil mistök að ræða hjá óhæfum utanríkisráðherra að skipta sér af stríðinu í Úkraínu og hann er greinilega sammála bloggritara um að smáþjóð á að láta lítið fyrir sig fara í stórvelda pólitíkinni. Ekki beina reiði eða athygli annars stórveldisins að henni. 

„Hroka­full af­staða“ að skil­yrða stuðning við Úkraínu segir hrokafullur varnarmálaráðherra, afsakið, utanríkismálaráðherra Íslands. Rífur kjaft opinberlega við nýkjörinn forseta með ekkert á bakvið sig.

Hún ætti að einbeita sér að vörnum Íslands, ekki annarra þjóða. Það væri best gert með að koma upp varnarsveitir til varnar landi og þjóð.  Það eru til fjórir milljarðar á ári í fjögur ár til að fjármagna stríð Úkraínumanna. Fyrir fjóra milljarða á ári væri hægt að fjármagna auðveldlega heimavarnarlið eða öryggissveitir á stærð við undirfylki (200-240 manns). Eða veita meira fé í Landhelgisgæsluna sem getur ekki einu sinni rekið sómasamlega eina eftirlitsflugvél, hefur eitt varðskip og eitt dráttarskip til umráða.

Íslandi stefnt í óþarfa hættu


Leiðtogi sem breytti gangi sögunnar - Nigel Farage

Leiðtogar breyta gangi sögunnar, til góðs eða ills. Aðrir eru bara embættismenn sem eru kostnir í starf furstans. Nigel Farage er einn af þeim sem er leiðtogi og nú þegar hann hefur tilkynnt að hann ætli að vera formaður Reform UK sem er stjórnmálaflokkur sem er byggður á eldri flokki hans, hefur það valdið miklum skjálfta í breskri pólitík, en stutt er til næstu kosninga í landinu.

Íhaldsflokknum er spáð miklu fylgistapi en Verkamannaflokknum stórsigri. Talið er að Farage muni taka töluvert fylgi af Íhaldsmönnum en hann sjálfur segist muni taka einnig fylgi af Verkamannaflokknum.

Farage minnir svolítið á Sigmund Davíð og flokk hans, Miðflokkinn. Hann er með svipaða stefnu sem er byggð á "real politik! að hætti Helmut Smith.  Báðir segast ekki vera nein staðar á litrófinu, þótt Miðflokkurinn er kenndur við miðjuna. Raunsæispólitík er reyndar yfirleitt einhvers staðar á miðjunni.

Stjórnmálin á Vesturlöndum hafa sýnt að gamlar hugsjónir, til vinstri eða hægri, eru úreldar, því flokkarnir fara ekki eftir stefnuskrám sínum. Það þarf ekki nema að líta á VG og raunstefnu þeirra gagnvart NATÓ og Sjálftæðisflokkinn sem hefur viðhaldið hæstu skattastigi á byggðu bóli og opin landamæri. Og Framsóknarflokkurinn sem á að verja bændur og vera á miðjunni, gerir ekki neitt, í bókstaflegri merkingu.

En hér er ætlunin að fjalla um Farage. Í næstum þrjá áratugi hefur Nigel Farage verið andlit evrópska efahyggjunnar í Bretlandi. Hann barðist fyrir Brexit sem leiðtogi UKIP og hélt síðan áfram að leiða Brexit flokkinn og nú Reform UK. Hann hefur farið á milli stjórnmála- og fjölmiðlahlutverka og á milli stjórnmálaflokka á ferlinum.  Alls staðar hefur hann valdið miklum "ursla" og breytt gangi mála.

Farage var heiðursforseti Reform UK frá 2021 til 2024 þar til hann tilkynnti í vikunni að hann ætlar að vera formaður flokksins. Hann er kynnir á GB News og frambjóðandi fyrir þingkjördæmið Clacton en hann hélt fyrsta framboðsfund sinnar þar í gær. Hann starfaði sem þingmaður Evrópuþingsins (MEP) fyrir Suðaustur-England frá 1999 þar til Bretland gekk úr Evrópusambandinu árið 2020. Hann var andlit Brexit í Bretlandi og umheimsins og e.t.v. átti hann mestan þátt í brotthvarfinu.

Það sem er einstak við Farage, eru tengsl hans við Donald Trump en hann var á leið til Bandaríkjanna til að hjálpa Trump í hans kosningabaráttu þegar þessi skyndileg sinnaskipti áttu sér stað hjá honum.  Hann hefur sennilega séð sóknartækifæri í lélegri stöðu Íhaldsflokksins til að komast til valda.

Eitt af því sem einkennir góðan leiðtoga, er persónuljómi og frábær ræðumennska. Hann hefur hvoru tveggja. Líkt og Trump kemur hann úr viðskiptalífinu, þar sem raunveruleikinn - staðreyndir skipta meira máli við rekstur fyrirtækja en einhverjar hugmyndir og báðir hafa yfirfært þetta yfir á pólitíkina með góðum árangri.

Nigel sagði eitt sinn: "Við höfum barist fyrir lýðræði. Lýðræði skipti máli áður fyrr. Við lítum nú á það með fyrirlitningu. Við höfum snúið baki við gildum sem við höfum byggt upp í mörg hundruð ár, í þágu stjórnmálamanna í Evrópu. Fyrir mér er það hörmulegt."

Farage var eins og Cato forðum í Róm, sem vildi eyða Karþagó, en Farage ESB: Ceterum (autem) censeo Carthaginem esse delendam ("Ennfremur tel ég að Karþagó þurfi að eyða."). En Farage sagðist vilja Brexit og endaði oft mál sitt á þá vegu.

Hér er kveðjuræða Farage á Evrópuþinginu þar sem hann átti marga slagi við frjálslynda Evrópusinna.

 

 

 

Hér segir Farage þingheimi til syndana í frægri ræðu. "Þið eruð ónytjungar sem hafa ekki gert handtak á ævinni":

 

 


Forseti Íslands og bókun 35

Það mun líklega reyna strax á nýja forsetann í haust hvað varðar bókun 35. Ekkert reyndi á fyrrverandi forseta, sem sigldi lygnan sjó, jafnvel í miðjum covid faraldri og allan forseta feril sinn. Forsetinn þá var nánast ósýnilegur og ekkert "sameiningartákn" á erfiðleika tímum.

Nýi forsetinn verður hins vegar að taka ákvörðun í haust, þ.e.a.s ef einhver þrýstir á hann. Verður hann öryggisventill, eða verður bókun 35 að lögum, gegn stjórnarskránni, með fullri meðvitund Alþingis?

Svona lítur frumvarpið út - sjá slóð: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993 (bókun 35).

"1. gr.    

4. gr. laganna orðast svo:
    Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum."

Rennum niður frumvarpið og niður á 4. gr. Þar segir í skýringum:

"Mikilvægt er að hafa í huga að skuldbindingin samkvæmt bókun 35 nær ekki til ákvæða stjórnarskrárinnar og raskar ekki rétthæð hennar að neinu leyti. Í aðfaraorðum bókunarinnar kemur skýrt fram að með EES-samningnum sé aðildarríkjunum ekki gert að framselja löggjafarvald. Með tilliti til rétthæðar réttarheimilda vísar bókun 35 þannig til skyldu EFTA-ríkjanna til að setja lagaákvæði til að leysa úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða (e. statutory provisions) en tekur ekki til ákvæða stjórnarskrár. Þannig ganga ákvæði stjórnarskrárinnar ávallt framar ákvæðum settra laga, þ.m.t. þeirra sem innleiða EES-rétt.


 Ákvæðið gerir einungis kröfu um að EES-reglur sem komnar eru til framkvæmdar/eða réttilega innleiddar EES-reglur sem eru nægjanlega skýrar og óskilyrtar gangi framar öðrum reglum. Þessi skylda tekur því einungis til reglna sem Alþingi hefur þegar ákveðið að innleiða beri í landsrétt, eða reglna sem innleiddar hafa verið með stjórnvaldsfyrirmælum. Ljóst er að regla EES-samningsins um forgangsáhrif er þannig annars eðlis en í ESB-rétti þar sem reglur sem settar eru af stofnunum ESB hafa að ákveðnum skilyrðum uppfylltum bein réttaráhrif og forgangsáhrif í landsrétti aðildarríkja ESB, þ.e. reglurnar geta haft forgangsáhrif án þess að aðildarríki ESB innleiði þær í landsrétt sinn og geta jafnframt gengið framar ákvæðum stjórnarskrár."

Nú, erum við þá örugg og stikkfrí?  NEI. Það er ástæða fyrir að bókun 35 hefur aldrei verið innleidd. Menn efuðust um að EES samningurinn stæðist stjórnarskránna er við gengum inn í EES en málið var leyst með að taka bókun 35 ekki inn.

Málið er að stjórnarskráin er ekki "undirbúin" undir svona valdaafsal né leyfir það.  Þannig að rökin að EES reglur sem innleidar eru, munu vera þannig gerðar að þær ekki stangast á við stjórnarskránna er rökleysa. Það er er verið að fara bakdyramegin inn og bakvið stjórnarskránna. Aðeins er vísað í að EES reglurnar brjóti ekki stjórnarskrá ákvæði.

Eftir sem áður, takið eftir fortölumenn!, EES reglur eru innleiddar og njóta forgang umfram íslenskum lögum ef ekkert stendur í vegi fyrir þeim. Er þetta ekki auðskilið!? Skýringarnar sem fylgja frumvarpinu stangast á og eru ruglingslegar.

Þetta er "óbeint" valdaafsal  til yfirþjóðlegt valds og íslenskir stjórnmálamenn mega ekki brjóta stjórnarskránna með slíku valdaafsali. Eins og fyrirkomulagið er í dag, er Alþingi stimpil stofnun fyrir ESB, EES reglur eru innleiddar í gegnum Alþingi sem ALDREI stöðvar nýja reglur, sama hversu fáranlegar þær eru miðað við íslenskar aðstæður. Alþingi verður að mæla fyrir um annað... sem það getur að sjálfsögðu ekki gert, því að það getur ekki séð fyrir hvað ESB ætlar að gera, nema það séu 63 spákonur á Alþingi. Þetta lítur út á yfirborðinu sem löglegt en er á gráu svæði.

Nú reynir á lesskilning fólks er það les skýringar frumvarpsins.

Ætla að orða þetta skýrar: erlend lög (reglur) eru innleidd ef engin íslensk lög eru fyrir hendi. Þar með er ESB komið með löggjafavald á Íslandi. Og ekki einu sinni þarf til Alþingi til að stimpla lögleysuna frá ESB eins og gert er í dag til að láta þetta líta út sem löglegt.

Hvað ætli nýi forsetinn að gera?


Er þörf á nýjum stjórnmálaflokki?

Arnar Þór Jónsson ýjaði að því að hann myndi stofna stjórnmálaflokk í kjölfar forsetaframboðs sitt.  En er þörf á því? Held að Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn myndu passa ágætlega við stefnu hans. 

En það er ef til vill nauðsynlegt að stofna nýjan hægri flokk, því að gagnrýnendur innan frá eins og Arnar Þór Jónsson, Jón Magnússon og fleiri hafa verið kaffærðir á landsþingum Sjálfstæðisflokksins og ýtt út úr flokknum.

Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann er í dag, er ekki einu sinni til hægri á litrófi stjórnmálanna, hann hangir í lausu lofti, hugsjónarlaus og fylgislaus.  Hvaða flokkur væri ekki búinn að reka formann sem fer með fylgið úr 30%+ niður í 17% +-?  Þetta sýnir bara hversu valdaklíkan innan sjálfstæðisflokksins er öflug og ekki hægt að gera byltingu neðan frá. Þá er eins gott að stofna nýjan flokk eða fara í flokk sem er með svipaða stefnu.

Til er flott heiti á nýja flokknum, til dæmis Hægri flokkurinn, þannig að stefnan fari ekki á milli mála!  Lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, minnka reglugerðar fargan, reka ríkissjóðin á núlli, ekki endalausan hallarekstur sem veldur viðvarandi verðbólgu. Bandaríkjamenn kvarta yfir 3% verðbólgu, á meðan við erum með 6%, og þetta mun kosta Biden forsetastólinn. En Íslendingar, hvað gera þeir? Þeigja. Kjósum sömu spilltu stjórnmálamennina aftur yfir okkur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband