Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2024

Forseta kosningarnar - forseta frambjóðandinn Arnar Þór Jónsson

Arnar Þór Jónsson hefur boðið sig fram í forsetaembættið. Ef hann verður kosinn þýðir það eitt, bókun 35, verður skotið til þjóðaratkvæðisgreiðslu.  Allt frekari valdaafsal til ESB verður líka skotið til þjóðarinnar. Beint lýðræði, vald fólksins, verður virkjað. Við erum skoðanabræður á þessu sviði sem og baráttan gegn ásælni erlends valds sem margir íslenskir stjórnmálamenn finnst vera bara í lagi. Ekki mér né Arnari greinilega.

Eru þetta ekki góðar fréttir? Eða vill þjóðin enn einn litlausan forseta sem gerir ekki neitt og vill ekki reiða neinn til reiðis?  Það er ekki hægt að vera í valdastöðu og vekja ekki einhvern til reiðis. Kannski að Guðni hafi ekki verið eins vinsæll og fjölmiðlar láta í veðri vaka? Arnar verður varkárari í yfirlýsingum en Guðmundur Franklín, honum til framdráttar.

Þótt forsetaembættis sé punt embætti dags daglega, hefur forsetinn ákveðið og mikilvægu hlutverki að gegna í stjórnskipan landsins. Það þarf rögg saman mann með þekkingu til að gegna embættinu.

Íslendingar rugla oft saman persónu og starfsmanninn. Æi, hann er ekki viðkunnuglegur eða alþýðulegur. Spurningin er hins vegar, er maðurinn rétti maðurinn í jobbið? Mun Arnar valda starfinu? Já, ég tel það og með glæsibragð. Kann ég við hann sem persónu? Hef ekki hugmynd, þekki hann ekki. En það skiptir engu máli, ef hann er rétti maðurinn í starfið.

Nú er að sjá hverjir birtast á sjónarsviðið og er alvara með framboð sitt. Ekki bara að kynna sjálfan sig og sína hagsmuni. Vinstrið kemur eflaust með sinn frambjóðanda en hvað með hægrið? Arnar telst varla vera frambjóðandi þess, í ljósi gagnrýni hans á framgöngu Sjálfstæðisflokksins.

Erfitt er að reikna út fylgi hans, en hann virðist vinsæll bloggari og meðal hópa sem eru upplýstir um þjóðfélagsmál. Bloggarar hér hafa almennt lýst yfir stuðning við framboðið.

Forsetinn ætti að vera kosinn með meirihluta atkvæða. Það er alveg ótækt að manneskja með 35% fylgi komist í forsetaembættið og sitji sem forseti næstu 20 árin. Tvennar kosningar þyrftu líklega, milli tveggja efstu frambjóðenda.

Píratinn Helgi H. Gunnarsson talar á móti framboði Arnars. Í frétt frá DV segir hann að Arnar viti ekkert um lög, þótt hann sé fyrrverandi dómari og löglærður maður. Þetta segir maður sem hefur einungis grunnskólapróf frá Hlíðaskóla 1996.  Arnar er fyrr­ver­andi héraðsdóm­ari og með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Eru þetta ekki bara bestu meðmæli með framboði Arnars? En sjáum til hvað kemur úr spilastokknum. Val kjósenda á forseta er ekki alltaf rökrænt.


Eru atvinnurekendur afætur eða velunnarar samfélagsins?

Ætlað mætti af orðum formanns Eflingar að atvinnurekendur séu arðræningjar "öreiga lýðsins", orðalag sósíalista, og ættu ekkert gott skilið nema að vera skattlagðir upp í rjáfur. Ekki fólk, sem strögglar sjálft í sínum atvinnurekstri og tekur áhættur, sé bara eins og annað fólk að reyna að komast af.

Margaret Thatcher kom inn á þetta atriði en hún átti mestan þátt í að afvæða sósíalismann sem komið var á í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Það þurfti ofurafl til að berja niður verkalýðshreyfinguna sem vildi engar breytingar og haldið í atvinnustarfsemi sem rekin var með gífurlegan halla. 

Þetta segir hún um hlutverk atvinnurekandans:

"Í hvaða skynsamlegu samfélagi sem er væri litið á fólk sem skapar störf sem opinbera velunnara. Að byggja upp fyrirtæki, veita öðrum atvinnu, það er verðugt markmið og samfélagið ætti að fagna. Með því að skapa sjálfum sér auð skapar frumkvöðullinn óviðjafnanlega meiri auð fyrir annað fólk.

Það er ekki skoðun sósíalista. Þeir hafa yndi af því að ráðast á skapara auðs og þar með sköpun starfa."

Margaret Thatcher. Ræða í Alnwick kastala árið 1975.

Þetta sagði hún áður en hún lagði í atlöguna að sósíalistum.

Hér í þessari ræðu ræðir hún skatta stefnu eftirrennara sins og  sagði að: Eftir að ég hætti í embætti gerði arftaki minn ýmislegt sem var algjörlega á móti íhaldsstefnunni.

Hann skar til dæmis niður hluta af skattaívilnunum á fólk sem keypti sér húsnæði.

Það sló inn í hjarta heimspeki minnar - "hver maður er kapítalisti."

Þetta var önnur meginástæða þess að við vorum kosin út (árið 1997), vegna þess að við vorum að ganga gegn sannri íhaldsstefnu."

We were going against true conservative policy

Man einhver eftir sjálfseignarstefnu Sjálfstæðisflokksins, þar sem fólk var hvatt til að eignast eigið húsnæði? Og hvert einbýlishúsið á fætur öðru var byggt af eiganda sínum, eftir vinnutíma....Í dag, vegna lóðaskorts (í strjábýlasta landi Evrópu í dag), byggir enginn sjálfur. Allir bíða eftir að verktakinn byggi næstu blokk en jafnvel hann getur lítið gert í verðbólgu, háu vaxtarstigi og ástandi á lóðamarkaði.

Skattar á velgegni kallaði Thatcher skatta á hagnað sem n.k. "sósíalísk eðlishvöt" fann sig knúna til að nota. Samfylkingin verður við stjórnvölinn næsta kjörtímabil samkvæmt núverandi skoðanakannanir. Skattar munu hækka í mesta skattalandi Evrópu.

Að lokum.  Formaður Eflingar ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hún lítur á atvinnurekendur sem óvini sína, en ekki samstarfsmenn. Jú, atvinnurekandi gerir samning við starfsmanninn í gegnum stéttarfélagið. Báðir aðilar eiga að hagnast enda báðir að vinna í hag fyrirtækisins. Tíminn vinnur hins vegar á móti starfsmanninum. Gervigreindin og vélmennin munu útrýma mörgum störfum. Það verður kannski forréttindi að fá að vinna í framtíðinni?


Starf aðalsmanns á Bessastöðum er á lausu

Það kom ekki á óvart að núverandi forseti skuli ekki bjóða sig frama aftur. Sjá "völvuspá" blogg ritara. Ef menn hlustuðu vel á hvað hann sagði er hann bauð sig fram, sagðist hann ekki ætla að vera lengi í embætti. Eina sem kom á óvart var að hann sat bara í tvö tímabil, ekki þrjú sem hann sagðist ætla að sitja.

Guðni hafði skýra sýn á hvað hann ætlaði að gera sem forseti. Hann ætlaði sér að halda sig til hlés í störfum sínum, í anda Kristjáns Eldjárns, vera nokkuð konar tákngervingur en ekki gerandi. Hann sagðist vona eftir að geta sinnt fræðistörfum meðan hann væri í embætti. Eflaust hefur hann haft nóg að gera, þótt ekki bæri á opinberlega (sjá lista hér að neðan). En það geislaði aldrei af honum sannfæringakrafturinn eða leiðtoga hæfileikarnir sem sjá mátti í fari Ólafs Ragnars. Og áræðið að standa með íslensku þjóðinni í Icesave málinu. Guðni fékk gott tækifæri til að vera sameiningatákn í covid faraldrinum. Lítið bar á honum í faraldrinum, þótt hann hafi komið fram í nafni embættisins.

Hann fékk mótframboð 2020 frá Guðmund Franklín Jónsson í forsetaembættið. Sá vildi gjörbreyta embættinu, virkja dauða lagabókstafi um embættið í anda Ólafs Ragnars Grímssonar. Guðmundur reyndist vera of róttækur í skoðunum, fólk sá fyrir sér ófrið um hlutverk forsetans og kaus hann ekki. Hann fékk þó 8% fylgi. Íslendingar eru með þá sýn að sitjandi forseti eigi að klára tíma sinn, sem hann velur sjálfur, og ekki fá mótframboð. Þetta er skynsamlegt, því fyrir eru tveir fyrrverandi forsetar á nánast fullum launum.

Það er rándýrt að reka forsetaembættið, jafnvel hjá atkvæðalitlum forsetum. En hvaða hlutverki gegnir forsetinn í raun? Fyrir utan að hlutast til við stjórnarskipti?

Forsetinn er n.k. yfir sendiherra, bæði gagnvart eigin þjóð og erlendum. Við vitum að sendiherrar sitja í virðulegum embættum og því fylgir virðingar hlutverk. Þeir, ásamt forsetanum, fá herrasetur með þjónustuliði og glæsibifreiðar. Þeir ásamt forsetanum haga sér eins og aðalsmenn, virðulegir og með stæl.

Á vefsetri forsetans segir frá hlutverki forsetans og það er:

 

  • Forseti er oft í hlutverki talsmanns þjóðarinnar, svo sem þegar hann veitir fjölmiðlum viðtöl, ekki síst erlendum.
  • Forseti kemur fram sem fulltrúi Íslands á fundum með stjórnendum og öðrum starfsmönnum stofnana og sem ræðumaður á ráðstefnum.
  • Forseti kemur fram sem talsmaður þjóðarinnar þegar hann á viðræður við erlenda þjóðhöfðingja eða aðra forsvarsmenn þjóða og flytur ávörp t.d. í opinberum heimsóknum.
  • Forseti leggur margvíslegum félagasamtökum og hreyfingum lið með því að opna ráðstefnur eða koma að öðrum atburðum á þeirra vegum.
  • Forseti styður ýmiss konar félagasamtök með því að vera verndari þeirra eða vera verndari einstakra atburða og vekur þannig athygli á góðu málefni.
  • Forseti vinnur að landkynningu, oft í samráði við utanríkisþjónustu Íslands, Íslandsstofu eða aðra aðila, í ferðum sínum erlendis.
  • Forseti liðsinnir stundum einstökum félögum eða fyrirtækjum sem leita til hans um aðstoð sem talin verður gagnleg þjóðinni.
  • Forseti kemur fram sem leiðtogi þjóðarinnar þegar erlendir þjóðhöfingjar koma í opinbera heimsókn til Íslands og efla þannig kynni og tengsl milli Íslendinga og vina- og viðskiptaþjóða þeirra.
  • Forseti vinnur að innri samheldni Íslendinga meðal annars með því að fara í opinberar heimsóknir innanlands, heimsækja vinnustaði og kynna sér málefni líðandi stundar á fundum með þeim sem til hans leita.
  • Forseti er yfirmaður embættis forseta Íslands með líkum hætti og ráðherra sem stjórnar ráðuneyti sínu auk þess sem forseti fer með húsbóndavald á jörðinni Bessastöðum.
  • Forseti flytur ræður sem ná eyrum margra, svo sem við þingsetningu og á nýársdag, þar sem hann vekur athygli á brýnum málefnum sem varða samfélag okkar.
  • Forseti er gestgjafi á Bessastöðum og eflir virðingu fyrir sögu Íslands og þjóðhöfðingjasetrinu og skipta þeir gestir sem heimsækja staðinn og hitta forseta þúsundum ár hvert.
  • Forseti á fundi með stjórnmálaleiðtogum í því skyni að fylgjast með þjóðmálum og stjórn landsins og getur í því hlutverki veitt góð ráð og aðhald eftir atvikum.
  • Forseti svarar margs konar fyrirspurnum og erindum einstaklinga, hópa, félaga, fyrirtækja og stofnana um allt milli himins og jarðar.
  • Forseti tekur á móti erlendum sendiherrum þegar þeir afhenda trúnaðarbréf sitt sem fulltrúar síns þjóðhöfðingja og á sama hátt undirritar forseti trúnaðarbréf íslenskra sendiherra því til vitnis að þeir séu trúnaðarmenn hans og fulltrúar gagnvart erlendum þjóðhöfðingjum.

Hljómar þetta ekki eins og konungsliðið í Evrópu gerir dags daglega? Eini munurinn á forsetanum og konungi, er að hann situr tímabundið og embætti hans er ekki arfbundið. Í stjórnarskránni var bara skipt um hugtak, í stað konungs, kom forseti.

Fyrirséð að ekki verði breyting á hlutverki forsetans í náinni framtíð. Það er tvennt sem gæti breytt því. Í fyrsta lagi: Róttæk og ný stjórnarskrá.  En í þeim drögum sem hafa verið lögð fram, er ekki hróflað við embættinu. Í öðru lagi, eitthvað stórkostlegt gerist á Íslandi eða erlendis, sem veldur því að íslenska lýðveldið fellur. Og allt stjórnkerfið verði tekið til róttækar breytinga í kjölfarið.

Á meðan má velta fyrir sér hvort ekki megi hugsa íslenska stjórnkerfið upp á nýtt. Allt er breytingum umorpið, þótt við trúum því ekki, og margt hefur breyst frá lýðveldisstofnun 1944. Íslenskt þjóðfélag er óþekkjanleg miðað við hvernig það var í stríðslok. Tæknin bíður upp á ný tækifæri, t.d. hvað varðar þátttöku borgaranna í stjórn ríkisins. Fulltrúarnir, hafa hins vegar verið tregir, ef ekki beinlínis mótfallnir, að afsala sér nokkur völd.

Hér er viðrað hvort ekki megi sameina hlutverk forseta og forsætisráðherra?  Sjá má slíka forsetastjórn í Finnlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Forsetinn er kosinn beint af þjóðinni og hann myndar ríkisstjórn. Þrískipting valdsins þar með komið á í fyrsta sinn á Íslandi og ráðherrar valdir af forsetanum, eftir hæfileikum, ekki pólitískt.  Ráðherrar sinntu bara stjórn landsins, fyrir hönd framkvæmdarvaldsins og koma ekki nálægt lagasetningu.  Kannski að flokksræðið myndi minnka á Alþingi við það. En slík ríkisstjórn, undir forystu forseta, yrði mjög öflug. Ekki samsett af nokkrum flokkum, þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Stjórnarstefnan væri skýr.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband