Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2024

Hitt og þetta á mánudagsmorgni

Ýmislegt er að gerast hérlendis og erlendis í janúar mánuði. Pólitíkin vaknar til lífsins eftir að stjórnmálaelítan er búin að vera í jólaleyfi hátt á annan mánuð.

Á Íslandi eru vendingar. Nýr borgarastjóri er tekinn við og ekki byrjar þetta vel hjá honum. Hann er strax kominn í "hár saman" við utanríkismálaráðherra varðandi tjaldbúðirnar á Austurvelli. Hann ræður hvort framlengt verði leyfi, í trássi við lögreglusamþykkt Reykjavíkur, fyrir tjaldbúðirnar og það gerði hann. Fram yfir þingsetningu Alþingis. Hvort pólitíkin spilar hér inn í eða ekki, er ekki vitað. Borgarstjórinn tekur við þrotabúi. Erfitt er að sjá hvernig hann ætlar að rétta fjárhag borgarinnar við á tveimur árum.

Alþingi kemur saman í dag. Eftir langt jólaleyfi. Strax kemur í ljós hvort að ríkisstjórnin er fallin eður ei. Vantraust tillaga verður örugglega lögð fram, líklega af hálfu Flokks fólksins. Miðflokkurinn styður vantraust tillöguna, líklega Samfylking líka sem hugsar gott til glóðarinnar og góðs gengi í Alþingiskosningum.

---

Forseta slagurinn í Bandaríkjunum er að skýrast. Ron DeSantis helltist úr lestinni um helgina, henti inn handklæðinu og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump. Eftir er Nikki Haley, sem studd er af "mýrinni", á ensku "The swamp" og demókrötum. Mikið hefur verið gert af andstæðingum Trumps, mismæli hans um Nikki Haley en hann ruglaði henni sama við Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta Fulltrúardeildar Bandaríkjaþings. Haley er auðvitað efst í huga Trumps þessa daganna og Pelosi svarinn óvinur hans. Það er högg undir beltisstað að segja að hann sé kominn með elliglöp eftir ein mismæli. Hver mismælir sig ekki? Venjulega talar Trump blaðalaust í 90 mínútur á fullum dampi á kosningafundum. Geri aðrir betur.

Mýrin er það sem Bandaríkjamenn kalla baksviðs valdaelítuna sem í raun stjórna öllu í Bandaríkjunum. Ríkir einstaklingar og valdablokkir stjórna stjórnmálamönnum eins og strengjabrúður og eru flestir stjórnmálamenn slíkar brúður, í báðum flokkum. Aðrir sem stjórna eru lobbýastirnir og ókjörinn embættismanna hópur sem stjórnar, líkt og á Íslandi, öllum stundum. Stjórnmálamennirnir koma og fara, en embættismennirnir ekki. Stofnanir eins og FBI og CIA eru ríki innan ríkisins. Sá sem stjórnar æðstu yfirmönnum þessara stofnanna, hefur í raun völdin og geta misnotað þau eins og kom í ljós varðandi allan málatilbúnaðinn gegn Donald Trump.

---

Átökin í Miðausturlöndum halda áfram. Ekki er um stigmögnun að ræða eins og fréttaskýrendur sumir halda fram. Þátttakendur eru jafn margir og áður og allir virðast reyna að fara ekki yfir strikið í átökunum.

Því eru árásir Bandaríkjanna á Jemen ekki stigmögnun, heldur skilaboð til Húta að halda sig á mottunni en þeir hafa frá upphafi stríðsins á Gasa verið uppvöðslusamir og ráðist á skipasamgöngur við landið. 

Hezbollah-liðar virðast ekki tilbúnir, eins og komið er, til meiriháttar stríðs, skiljanlega í ljósi hörmulegs efnahagsástands Líbanons. Sýrlendingar eru heldur ekki til stórræða, enda óopinber borgarastyrjöld ennþá í gangi og landinu skipt upp í valdasvæði, ýmis undir stjórn Sýrlandsstjórnar eða í höndum Bandaríkjamanna, Kúrda eða vígahópa.

Hamas eru að þurrkast út sem hernaðarafl. Það vill gleymast í tölum fall borgara á Gasa, að í þeim tölum eru fallnir Hamasliðar. Enginn veit enn hversu margir hafa fallið hingað til. Ísraelher er hættur að segja frá eigið mannfalli en líklega er það daglegt brauð.

---

Reglulega heyrum við að Úkraínuher hafi komist yfir undra vopni (þ. Wunder Waffe) sem breyti gangi stríðsins. Líkt og Hitler batt vonir sínar við fram á síðasta dag. Sem þeir reyndar fengu í formi herþota og eldflauga en of seint fyrir gangi stríðsins, líkt og í Úkraínu.

Úkraníumenn hafa fengið yfir 200 milljarða Bandaríkjadollara í hernaðaraðstoð frá BNA og frá Evrópulöndum um 20 milljarða og ekki dugað til. Repúblikanar í Fulltrúadeildinni hafa skrúfað fyrir frekari fjárveitingar til stríðsins, nema landamærin við Mexíkó verði lokuð. Svo er að sjá hvort stjórn Bidens, hafi meiri áhyggjur af landamærum Úkraínu eða eigin landamæri.  Bandaríkjamönnum finnst sumum hverju að um sé að ræða innrás þegar 8-10 milljónir manna hafa farið yfir landamærin á rúmlega tveimur árum og enginn ræður neitt við neitt. En það er samt sama hlutfall sem hefur komið til Íslands á tveimur árum, um 8 þúsund manns. Enginn á Íslandi talar um opin landamæri eða innrás förufólks sé í gangi. Hlutfall Íslendinga á við Bandaríkjamenn, hefur haldist nokkuð stöðugt, 1000 Íslendingar á móti 1 milljón Bandaríkjamanna.

---

Margt annað er í gangi í heiminum sem engar fréttir berast af, enda fréttagluggi Íslendinga lítill. Margt frábært er að gerast í heimi læknisvísinda, sem bloggritari veit um, en ekkert er fjallað um í fréttum. Bæði lyf og meðferðir. Gervigreindin er að breyta mörgu til góðs en hætturnar eru margar.  Í orkumálum er margt gott að frétta, Kínverjar hafa komið með nýtt efni sem kemur í stað lithíum í rafhlöðum og lofar góður. Framfarir gerast á ógnarhraða og erfitt er að fylgjast með.

Nýi sjónaukinn Webber hefur breytt sýn manna á tilurð alheimsins og hinn sýnilegi heimur hefur stækkar til muna. Margt vekur furðu, eins og vetrarbrautir sem eru til við upphafi alheimsins, sem eiga ekki að vera til en eru til og við upphafið, Stóra hvell. Þar hafa menn fundið "ekkert" eða tómarými. Þessar vetrarbrautir geta bent til að Stóri hvellur hafi ekki gerst, heldur séu til margir hliðarheimar. Sumir líkja þessu við blöðru sem þennst út og dregast saman í sífellu.


Gerum Austurvöll að þjóðartorgi!

Íslendingar hafa mikið langlundargeð og eru með stórt hjarta. Þeir eru enn gestristnir og tilbúnir að veita vel förufólki, eins og gert hefur verið gegnum aldir.  Þeir eru ekki vanir því að gestirnir, sem fá gistingu og mat, sýni ókurteisi og eru með heimtufrekju. Svo hefur nú gerst.

Hagsmunahópur hefur lagt undir sig Austurvöll í boði Reykjavíkurborgar og í trássi við lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Þessi hópur hefur lagt undir sig aðaltorg Reykjavíkur og sem er í raun samkomustaður þjóðarinnar. Þarna hefur fólk komið saman síðan á 19. öld til að mótmæla fyrir framan þjóðarsamkundu þjóðarinnar, Alþingi. Nú er búið að breyta Austurvöll í tjaldstæði, meira segja ókeypis tjaldstæði.

Þetta finnst ekki öllum Íslendingum vera í lagi og nú virðast stjórnmálamenn vera að ranka úr rotinu og eru farnir að kvarta sjálfir yfir að þetta torg sé undirlagt svo vikum skiptir undir...hvað eiginlega? Mótmæli? Láttum ekki fámenna en háværa hagsmunahópa ráða ferðinni í þjóðfélagsumræðunni eins og nú er gert með aðstoð fjölmiðla sem vinna beint og óbeint gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar.

Gerum Austurvöll að Forum Roma, þjóðtorg fólksins. Islandia Quadratus!

Hér með er skorað á Alþingismenn sem nú sitja á þingi, að semja lög um að Austurvöllur verði gerður að þjóðartorgi. Líkt og lögrétta hafði á sínum tíma vébönd sem afmörkuðu þinghaldið, að Alþingi nútímans færi Austurvöll undir vébönd þingsins.

Reykjavíkurborg er ekki treystandi til að sjá til þess að Austurvelli sé haldið sómasamlega við og breytt í ólöglegt tjaldstæði.

Líkt og þegar hús eru yfirtekin af sveitarfélögum eða Vegagerðinni, vegna lagningu vega, verði Reykjavíkurborg boðið skaðabætur fyrir eignaupptökuna, ekki veitir tómum sjóði borgarinnar af auka aurum í kassann.


Dystópísk framtíðarsýn 1984 rættist í wokisma nútímans?

"Stríð er friður, frelsi er þrælahald og fáfræði er styrkur", voru slagorðin í framtíðarsýnar bókinni 1984 eftir George Orwell. Þarna er verið að snúa viðteknum sannindum og í raun lygi upp á þegnanna í ríkinu. Merking þessarar setningar er að þvinga fram ruglingi meðal meðlimi flokksins og vinna gegn frjálsri hugsun. Það er áróður eða villandi upplýsingar sem venjulega eru gefnar af stjórnmálaflokki og leið til að fá þá til að trúa hverju sem er.

Til að breyta skilningi þegnanna (í 1984 var fólk ekki borgarar, bara undirsátur eða þrælar ríkisins), var komið á nýyrðum, sem byggð voru á þvættingi og  gegn almennri skynsemi. Í dystópísku skáldsögunni 1984, er Newspeak skáldað tungumál Eyjaálfu (Oceania), alræðisríkinu.  Íbúunum var stöðugt haldið í ótta með endalausum stríðum og eldflaugaárásum ríkisins á eigin þegnum!

Kíkjum á hugtök og orð í sögunni sem ætlað var að brengla skilning og hugsun einstaklingsins.

Double think: Tvíhugsun er innrætingarferli þar sem ætlast er til að einstaklingar samþykki tvær andstæðar skoðanir samtímis sem sannleika, oft á skjön við eigin minni eða raunveruleikatilfinningu. Tvíhugsun tengist hræsni en er ólík hræsni.

Blackwhite: Svarthvítt — að samþykkja hvað sem manni er sagt, óháð staðreyndum. Í skáldsögunni er því lýst sem "að segja að svart sé hvítt þegar [flokkurinn segir það]".

Facecrime: Svipglæpur. Ekki notað í þeim skilningi að hafa jafnan rétt eða frelsi. svipbrigði sem sýnir að maður hefur framið hugsunarglæpi.

Equivocal: Tvímælalaust. Ótvíræð opnum fyrir tveimur eða fleiri túlkunum.

Crimethink: Glæphugsun er Newspeak orðið fyrir hugsunarglæpi (hugsanir sem eru óhefðbundnar eða eru utan opinbers vettvangs stjórnvalda) og eru andstæð hagsmunum ríkisins.

Í stuttu máli,  Newspeak í "1984" er tæki til tungumálakúgunar og notað til að stjórna og takmarka hugsun. En má ekki segja það sama um wokismann? Að fá fólk til að skipta um skoðun og í raun hugsun með fáranglegri túlkun á veruleikanum?  Hver t.d. trúir því að það eru til 72 kyn? Og veruleikinn sé ekki byggður á sannindum, bara persónulegum skoðunum og samkvæmt kenningum ný-marxismans? Berum þetta saman.

Tilgangur og samhengi:

Newspeak: Í "1984" er Newspeak hannað til að útrýma orðum sem hægt væri að nota um niðurrifshugsanir eða uppreisnarhugmyndir. Tilgangur þess er að þrengja hugsunarsviðið og takmarka tjáningu andófs.

Wokeism: Orðaforðinn sem tengist wokismans er fyrst og fremst lögð áhersla á að efla félagslegt réttlæti, innifalið og meðvitund um kerfislæg málefni eins og kynþáttafordóma, kynjamismunun og mismunun. Nýyrði eru tekin upp til að breyta hugsun einstaklingsins í þágu áróðurs vinstri hugmyndafræðinnar.

Stjórn á móti valdeflingu:

Newspeak: Það er stjórntæki sem alræðisstjórnin notar til að takmarka hugsana- og tjáningarfrelsi.

Wokeism: Tungumálið sem notað er í wakeism miðar að því að styrkja jaðarhópa, ögra kerfisbundnu óréttlæti og skapa meira innifalið og réttlátara samfélag en leiðir til þess að eiginleg merking orða og fyrirbrigða hverfur. Fyrsta sem hverfur er húmorinn eða fyndnin, ekki má móðga einn eða neinn. Fólk getur ekki tjáð sig frjálslega og alltaf vera tilbúið að afsaka orð sín.

Viðbót vs brotthvarf:

Newspeak: Orðum í Newspeak er kerfisbundið útrýmt til að koma í veg fyrir að hugmyndir sem ganga gegn ríkjandi hugmyndafræði séu tjáðar.

Wokeism: Tungumálið sem tengist wakeism felur í sér að bæta við nýjum hugtökum og orðasamböndum til að taka á og varpa ljósi á félagsleg vandamál. Það leggur áherslu á að auka orðaforða til að vera meira innifalið og næmari og gamalgrófnum er úthýst sem þó hafa sannað gildi sín í gegnum tímann.

Pólitísk hugmyndafræði:

Newspeak: Endurspeglar einræðis- og kúgunarstjórnina "1984", þar sem tungumálið er tæki til að viðhalda völdum.

Wokeism: Tengt "framsækinni" og samfélagslega meðvitaðri hugmyndafræði, sem miðar að því að ögra og eyða kerfisbundnu ójöfnuði samkvæmt hugmyndafræði "framsækinna" eða progresive og vei þeim sem dirfist að mótmæla.

Kraftmikið gagnstætt stöðnun:

Newspeak: Tungumálið er viljandi hannað til að vera kyrrstætt og takmarkað og koma í veg fyrir þróun hugsunar.

Wokeism: Tungumálið er þróað á kraftmikinn hátt til að endurspegla breytt félagslegt og menningarlegt landslag samkvæmt vinstri hugmyndafræði, Aðrir sem aðhyllast aðra hugmyndafræði eða hugsun, eru slaufaðir samkvæmt slaufumenningunni og kallaðir öllum illum nöfnum, vinsælasta áhrínisorðið er, rasisti!

Allt er kallað rasismi. Til dæmis rasistavegina í Bandaríkjunum. Hvað er átt við með því? Borgararéttarlögfræðingur og lagaprófessor Deborah Archer skilgreinir þetta á eftirfarandi hátt: "Hraðbrautir voru byggðar í gegnum og í kringum svört samfélög til að festa líkamlega í sessi kynþáttamisrétti og vernda hvít svæði og forréttindi."

Svo er talað um "kerfisbundinn" rasisma í bandarísku stjórnkerfi, þótt engin lög í Bandaríkjunum kveða á um misrétti á nokkurn hátt. Og hægt sé að "erfa líkamlega kynþáttafordóma hvítra" og hafa "white privileges".

Lokaorð

Ber wokisminn ekki ákveðinn merki alræðisríkisins Oceania? Er ekki verið að þvinga fólk til að breyta hugsunum og orðaforða í "góðum" tilgangi? Var það ekki svo í kommúnistaríkjunum, að vinna í þágu fjöldans? Að í stað "borgarans", var kominn "félagi"? Verkalýðurinn er annað hugtak í kommúnismanum. Þeir sem eiga ekki framleiðslutækin og verða að selja vinnuafl sitt til að lifa af. Borgarastéttin er kapítalistastéttin, sem á og stjórnar framleiðslutækjunum. Kapitalisminn er kúgunartæki skv. kommúnismanum. Wokismi er afurð marxismans, er ný-marxismi. Hóphyggjan (e. collectivism) gegn einstaklingshyggju í raun. Skelfilegast er að fjöldinn lætur alltaf fámenntan en samheltan hóp afvegaleiða sig, í hvaða vitleysu sem er.

Maðurinn er hópvera en einnig einstaklingur, en hann er fyrst og fremst hið síðarnefnda. Hann verður að lifa í eigin skinni og virkar ekki almennilega nema hann sinni sjálfum sér og sínum þörfum sem einstaklingur. Þess vegna er einstaklings frelsið og málfrelsið svona mikilvægt.

FRELSIÐ LENGI LIFI!!!


Umræðan um gyðinga og helförina

Lífleg umræða hefur alltaf verið um gyðinga og Ísraela í nútíð og þátíð. Af hverju fólk er yfirhöfuð að pæla í íbúum þessa svæðis og svæðið sjálft, er skilanlegt og margar ástæður fyrir því. Fyrir hið fyrsta, er svæðið á mótum Afríku og Asíu og þarna liggur leið herja og verslunar. Svo er svæðið upphafsstaður eingyðistrúar þriggja trúarbragða. Landið og íbúarnir skipta því enn miklu máli, þótt örsmátt sé.

Sitt sýnist hverjum um gyðinga, sumir eru með, eru stuðningsmenn, aðrir eru andstæðingar, allt eftir skoðunum hvers. Það er eðlilegt og öllum velkomið að líka við eða hatast við ákveðinn hóp, svo fremur svo ofbeldi kemur ekki við sögu. Huga fólks verður seint breytt. En munum að þjóð er safn fólks, og það er jafn misjafnt og það er margt.

En svo er það er annað að hafa persónulega skoðun eða reyna að afbaka sögulegar staðreyndir. Einkunnarorð Samfélags og sögu er að hafa skal það sem sannara kann að reynast, sama hversu sáraukafullur sá sannleikur kann að vera. Tökum hér fyrir tölfræðilegar staðreyndir og sönnunnargögn um gyðinga og helförina. Byrjum á grunn upplýsingum um gyðinga, fyrir seinni heimsstyrjöld og eftir. Það er fjöldi gyðinga í heiminum.

Gyðingar hafa aldrei verið fjölmennir í sögulegu samhengi en árið 1939 náði kjarnafjöldi Gyðinga sögulegu hámarki sínu, 17 milljónir (0,8% af jarðarbúum). Vegna helfararinnar hafði þeim verið fækkað í 11 milljónir í lok árs 1945. Staðreynd, ekki satt?

Í Pólandi bjuggu 3,3 milljónir gyðinga 1939, eftir stríð, rétt rúm 300 þúsund manns. Hvað varð um allt þetta fólk? Ekki fór það til Ísraels, við stofnun þess 1948 voru 650 þúsund gyðingar í landinu, sumir innfæddir.

Helförin er ósannindi sem hægt er að afsanna?

Helförin er ítarlega skjalfest í gegnum margvíslegar heimildir, sem gefur verulegar vísbendingar um voðaverk nasistastjórnarinnar. Hér eru nokkrar helstu tegundir sönnunargagna.

Til eru söguleg skrár en nasistar voru gagnteknir af góðu bókhaldi. Það eru því til fjölmörg skjöl nasista, þar á meðal opinberar fyrirskipanir, minnisblöð og bréfaskriftir, sem lýsa áætlunum og tilskipunum sem tengjast framkvæmd helförarinnar. Og vitnisburður þeirra sem gerðu þessi gögn. Til dæmis var Wannsee ráðstefnan árið 1942, þar sem háttsettir embættismenn nasista ræddu „lokalausnina“, mikilvægur viðburður sem hefur verið skjalfestur.

Ljósmyndir og kvikmyndaupptökur eru til sem sönnunargögn. Það eru til óteljandi ljósmyndir og kvikmyndir teknar af bæði nasistum og hersveitum bandamanna sem fanga aðstæður í fangabúðum, fjöldaaftökum og öðrum þáttum helfararinnar. Myndefni frá frelsandi sveitum gefur sjónræna skráningu á voðaverkunum. Bandarískir hermenn sem frelsuðu fanga í lok stríðsins, urðu "brjálæðir" er þeir sáu meðferðina og létu íbúa í nágrenni og sjálfa fangabúðsstarfsmenn hreinsa til eftir sig líkin.

Vitnisburður sjónarvotta eru "óteljandi". Eftirlifendur helfararinnar, sem og frelsandi hermenn, hafa lagt fram nákvæma vitnisburð um reynslu sína. Þessir vitnisburðir stuðla að alhliða skilningi á atburðum og aðstæðum á þeim tíma.

Fornleifafræðileg sönnunargögn eru til, þótt stutt sé síðan þessir atburðir urðu. Uppgröftur og réttarrannsóknir í fyrrverandi fangabúðum hafa leitt í ljós líkamlegar vísbendingar, svo sem fjöldagrafir, gasklefa og persónulega muni fórnarlambanna, sem staðfesta enn frekar umfang grimmdarverka.

Svo héldu sigurvegarnir réttarhöld eftir stríðið, deila má um réttlætis þeirra, er réttlæti sigurvegarans sanngjarnt? Og semja leikreglur eftir á? Hvað um það. Nürnberg-réttarhöldin og síðari réttarhöld yfir stríðsglæpamönnum veittu lagalegan vettvang til að leggja fram sönnunargögn gegn einstaklingum sem bera ábyrgð á stríðsglæpum og þjóðarmorði. Vitnisburður, skjöl og önnur sönnunargögn voru lögð fram í þessum réttarhöldum.

Bandamenn, þegar þeir frelsuðu fangabúðir, skjalfestu niðurstöður sínar og aðstæðurnar sem þeir mættu. Þetta innihélt skýrslur, ljósmyndir og frásagnir frá fyrstu hendi sem sameiginlega veita frekari sönnunargögn.

Afneitun helfararinnar er víða hafnað af fræðimönnum og sögutengdum félögum vegna yfirgnæfandi sönnunargagna frá þessum ýmsu heimildum. Umfangsmikil skjöl og samruni sönnunargagna frá mismunandi leiðum gerir helförina að einum vel skjalfesta atburði sögunnar. Sagnfræðingar sem rannsaka fornöldina eða miðaldir hafa mun minni sönnunargögn úr að velja en nútíma sagnfræðingar en geta samt gefið skýra mynd af fortíðinni.

Þess má geta a.m.k. einn Íslendingur lenti í Sachsenhausen fangabúðunum en það er Leifur Muller en skrifuð var minningarbók hans um dvöl hans. Eina ástæðan fyrir að hann lifði vistina af, var að Norðurlandabúar bjuggu einir við þann kost að fá matarpakka Rauða krosssins en nasistarnir vildu halda Svíum, "bandamönnum sínum" góðum.

Útrýmingarbúðir eða vinnubúðir?

Staðreyndin er sú að nasistar héldu út hvoru tveggja. Markmiðið var hámarks nýting búðanna og vinnuaflsins. Fangarnir, sem voru vinnufæri, voru þrælkaðir til dauða, þeir sem voru óvinnufærir við komuna, fóru beint í útrýmingu. Fjöldi fangabúða nasista var ótrúlega mikill og dreifðar víða um lönd.

Sum sé, í seinni heimsstyrjöldinni stofnuðu nasistar bæði fanga- og útrýmingarbúðir sem hluti af kerfisbundinni áætlun sinni um að ofsækja og að lokum útrýma markhópum, fyrst og fremst gyðingum, ásamt öðrum minnihlutahópum og einstaklingum sem nasistahugsjónin taldi óæskilega. Þó að báðar tegundir búða væru hluti af víðtæku kúgunarkerfi, var tilgangur þeirra og hlutverk verulega ólík.

Athugum að þótt gyðingar hafi verið fjölmennasti hópurinn, voru Pólverjar (ca. 1,8 milljónir) og Sovétmenn (ca. 3,3 milljónir) fjölmennir í búðunum en talið er að hátt í 11 milljón manna hafi verið drepnir í búðunum, sveltir í hel eða létust vegna sjúkdóma. Spýtt var í drápin þegar ljóst var að Þjóðverjar fóru halloka. Heimild: Holocaust Encyclopedia

Fangabúðir voru upphaflega stofnaðar af nasistum í upphafi þriðja áratugarins og voru upphaflega ætlaðar pólitískum föngum og öðrum álitnum óvinum ríkisins. Það gerðist strax árið 1933. Með tímanum stækkaði umfang þeirra og náði til breiðari hóps hópa, eins og gyðinga, Róma fólks, samkynhneigðra og fleiri.

Helstu hlutverk fangabúða, þ.e. vinnubúða, var nauðungarvinnu vegna stríðsreksturinn. Fangar voru látnir vinna þrælavinnu og unnu við erfiðar aðstæður í langan tíma.

Ofsóknir og kúgun var annað hlutverk búðanna. Búðirnar þjónuðu sem tæki til að bæla niður andóf, útrýma pólitískri andstöðu og ofsækja ýmsa markhópa. Svo mikilvægt var þetta að fangalestir nutu forgang fram yfir stríðsgagnalestir á austurvígvöllunum og það kom niður á stríðsreksturinn á austurvígstöðvum.

Hvernig voru aðstæðurnar? Þær voru ómannúðlegar. Fangar máttu þola yfirfullar vistarverur, ófullnægjandi mat, harkalega meðferð og skort á læknishjálp, sem leiddi til víðtækra þjáninga og dauða.

Nokkrar vel þekktar fangabúðir eru Dachau, Sachsenhausen sem Leifur dvaldist í og Buchenwald. Ef bloggritari mann bókina rétt (Býr Íslendingur hér?), hitti hann annan íslenskan fanga þarna og að íslenskur fangavörður var starfandi þarna.

Útrýmingarbúðir (dauðabúðir)

Útrýmingarbúðirnar voru hins vegar settar á laggirnar í þeim augljósa tilgangi að framkvæma fjöldamorð á iðnaðarmælikvarða. Þessar búðir voru hannaðar til að drepa á skilvirkan og kerfisbundinn hátt fjölda fólks, fyrst og fremst gyðinga. Aðferðir við fjöldadráp í útrýmingarbúðum voru meðal annars gasklefar, fjöldaaftökur með skotsveitum og aðrar aftökur.

Meðal helstu útrýmingarbúða voru (hér er heimildin Chat GPT):

Auschwitz-Birkenau sem voru stærstu og frægustu útrýmingarbúðirnar, þar sem umtalsverður hluti fjöldamorða helförarinnar átti sér stað. Þær voru búnar gasklefum og brennsluhúsum en þessar búðir voru líka vinnubúðir.

Treblinka, Sobibor, Belzec. Þessar búðir voru sérstaklega hannaðar til fjöldaútrýmingar með því að nota gasklefa. Þær gegndu mikilvægu hlutverki í innleiðingu „lokalausnarinnar“. Þær voru aflagðar og huldar mold fyrir stríðslok. Sobibor strax eftir fangaflótta þaðan 1943. Til er ágætis bíómynd um þennan einstaka flótta sem einmitt heitir Sobibor.

En hvernig fór nasistar að því að hylja slóð sína?

Nasistar beittu ýmsum aðferðum til að framkvæma þjóðarmorðið, en þeir reyndu einnig að hylma yfir glæpi sína.

Nasistar notuðu fáranlegan orðaforða (hylmingar orð) til að dylja þjóðarmorðsaðgerðir sínar. Til dæmis vísuðu þeir til fjöldamorða á gyðingum sem „lokalausn gyðingaspurningarinnar“.

Nasistar beittu blekkingum varðandi tilvist fangabúðanna. Upphaflega kynntu nasistar fangabúðirnar sem búsetusvæði fyrir gyðinga. Þeir héldu því fram að verið væri að flytja gyðinga til til að vinna eða öryggisástæðum. Þessar rangfærslur voru hluti af viðleitni þeirra til að fela hið sanna eðli búðanna. Fólk fór því í lestirnar og í gasklefana eins og sauðfé á leið til slátrunnar, án mótspyrnu. Það hélt að það væri að fara í aflúsun við komuna.

Líkbrennslur voru starfræktar og fjöldagrafir teknar. Til að eyða sönnunargögnum um fjöldadrápin, innleiddu nasistar skilvirka líkbrennslu í fangabúðum. Að auki grófu þeir fórnarlömb oft í fjöldagröfum, en eftir því sem umfang þjóðarmorðsins jókst leituðu nasistar eftir nærgætnari aðferðum til að farga líkum. Í stríðslok, er ljóst var að stríðið var tapa, voru margar fjöldagrafir grafnar upp og líkamsleifarnar eyddar.

Nasistar eyðulögðu skrár en eins og áður sagði, voru þeir helteknir af að skrásetja allt nákvæmlega. Þegar bandamenn sóttu fram á austurvígstöðvunum og fangaverðirnir lokuðust inn í fangabúðir, reyndu nasistar að eyða sönnunargögnum. Þetta innihélt bruna skjala, taka í sundur aðstöðu og eyða skrám tengdum útrýmingaraðgerðunum.

Rýmingar- og dauðagöngur voru í lok stríðsins, á flótta Þjóðverja undan sókn Bandamanna. Í ljósi framgöngu herafla bandamanna neyddu nasistar eftirlifandi fanga til að ganga langar vegalengdir eða fluttu þá til annarra búða. Þetta stuðlaði ekki aðeins að fjölda látinna heldur miðaði það einnig að því að dreifa og leyna vísbendingum um fjöldamorðin.

Leynd og takmarkaðar upplýsingar. Nasistar héldu mikilli leynd í kringum lokalausnina. Þeir sem hlut eiga að máli voru oft svarnir þagnarskyldu og upplýsingarnar voru bundnar við takmarkaðan hring innan nasistaforustunnar.

Þrátt fyrir þessar viðleitni varð umfang helfararinnar og voðaverkin sem framin voru æ augljósari þegar herir bandamanna frelsuðu fangabúðir og komust að umfangi glæpanna. Strax um miðbik stríðsins, vissu bandamenn um tilvist fangabúða nasista, bæði með flugi yfir búðunum og vitnisburði strokufanga. Nürnberg réttarhöldin og síðari rannsóknir skjalfestu sönnunargögnin, sem leiddu til viðurkenningar á helförinni sem einum skelfilegasta kafla mannkynssögunnar.

Lokaorð

Því miður er maðurinn þannig gerðar að hann er rándýr, uppáklæddur í fínum fötum, en samt villidýr sem bókstaflega drepur allt sem hreyfist, dýr og menn. Mannkyns saga er stútfull af stríðum og ekki virðist siðferðisþroskinn hafa aukist síðan svo kallaða siðmenning hófst fyrir 10 þúsund árum. Og löngu áður en hún komst á. Menn hafa reynt að koma reglu á morðæðið sem stríð eru en allt kemur fyrir ekki. Stríðið mikla, sem átti að binda endir á stríð fyrir fullt og allt, var bara hluti og undanfari enn verra stríðs; seinni heimsstyrjöldina.

Eina sem hefur breyst er að eyðileggja mátturinn hefur aukist og slátrun borgara og hermanna iðnvæddur. Svo var um útrýmingu óvina nasista.  Og þeir eru ekki einir. Svo kallaðar siðmenntaðar þjóðir, svo sem Bretar í Búastríðinu fundu upp fangabúðir fyrir almenna borgara og þeir stunduðu útrýmingastríð, til dæmis í Ástralíu. Sama á við Bandaríkjamenn og útrýming indíána; Spánverja og Portúgalar í Suður- og Mið-Ameríku. Morðæði Mongóla, sem virðast vera heimsmeistarar í drápum, þannig að nasistar blikna í samanburði; morðæði kommúnista í Sovétríkjunum og Kína sem slá líka nasista við o.s.frv. Nóg er til af þjóðarmorðum eða tilraunum til þeirra. Er einhver búinn að gleyma kambódíu eða Rúanda?

Nú bíðum við eftir þriðju heimsstyrjöldina og jafnvel útrýmingu mannkyns. Ætlar maðurinn aldrei að læra? Hann a.m.k. gerir það ekki ef hann afneitar sögunni, eins og til dæmis helförina.

 


Opinn skóli í Færeyjum og Íslandi

Í frétt RÚV um daginn eru færeyskir kennarar sagðir oft eiga bágt með að sinna starfinu vegna yfirgangs nemenda. Þar segir:

"Sífellt meiri harka hefur hlaupið í yfirgang nemenda gegn kennurum í færeyskum grunnskólum undanfarin ár. Þess eru mörg dæmi að kennarar séu beittir líkamlegu ofbeldi. Stjórnarmaður í Kennarasambandinu hvetur til kerfisbreytinga."

Kennarar sagðir oft eiga bágt með að sinna starfinu vegna yfirgangs nemenda

Kennarar tilkynna nærri daglega að nemendur slái þá, sparki í þá eða kasti að þeim ýmsu lauslegu. Fjölmörg dæmi eru einnig um að nemendur beiti kennara andlegu ofbeldi.  Þetta eru ótrúlegar fréttir og maður hélt að gæti ekki gerst í örsamfélagi eins og Færeyjar eru. Ímynd Færeyinga eru slík að þetta þykir með ólíkendum. Þeir eru sagðir vera vingjarnir, hjálpsamir og búnir flestum góðum kostum sem eitt sinn prýddi Íslendinga.

En það er þannig að hver kynslóð er ný og það verður að kenna henni gildi samfélagsins. Ef til vill hafa gildin í Færeyjum breyst það mikið að uppeldismálin eru komin í vaskinn? Eða er það skólakerfið sjálft sem er vandamálið?

„Nemendur nútímans bera mun minni virðingu fyrir kennurum sínum,“ skrifar Eyðbjartur og segir þá nemendur sem beiti ofbeldi iðulega eiga við andlega erfiðleika að stríða. Kerfisbreytingar sé þörf enda stríði það gegn hugmyndafræðinni að baki skóla án aðgreiningar að flytja börnin í sérstaka bekki" segir í frétt RÚV.

Sama hugmyndafræði er rekin á Íslandi og með sama árangri. Kennarar eiga í erfiðleikum með erfiðustu nemendurna, hegðunarlega séð. Ástæðan er einföld, skólinn án aðgreiningar krefst öfluga stoðþjónustu. Hún er ekki fyrir hendi eða í skötulíki.

Stoðþjónustan felst í að sérkennarar komi inn í bekki eða nemendur fari í námsver, þar sem við á, og þroskaþjálfar starfi með sérkennurum. Einnig eru stuðningsfulltrúar notaðir til aðstoðar í bekkjum eða í frímínútum og matartíma.

Stjórnvöld hafa alltaf skammtað það naumt að skólarnir hafa ekki efni á að reka góða stoðþjónustu. Við það skapast erfiðleikar í skólastarfinu. Við bætist mikil fjölgun útlenskra barna sem þurfa íslensku kennslu. Annað hvort verður að koma til kerfisbreyting, það er að sérskólum verði fjölgað, eða stoðþjónustan verði efld. Ekki er hægt að treysta stjórnvöldum til að efla hið síðarnefnda.


Hugarkenning gervigreindar (Theory of Mind AI) í gervigreind (A.I.)

Við fáum daglega fréttir af framþróun gervigreindar og virðist hún gerast á ljóshraða. En hversu "gáfuð" er gervigreindin og getur hún "hugsað" eins og mannsheilinn? Þessum spurningum er aldrei svarað þegar fréttir berast af nýjungum í gervigreind.

En eitt vitum við, en það er að Elon Musk og fleiri snillingar sem eru forvígismenn gervigreindar þróunar, vara við hættum sem stafa af gervigreindinni.  Þekking bloggritara á gervigreind er ekki víðtæk og því verður leitast við að svara þessum spurningum hreinlega með því að þýða eina ágæta grein um efnið. Sjá slóð hér að neðan. Hér er skrifað til skilnings eins og ávallt!

Hér kemur þýðingin:

Hugarkenningin - Theory of Mind

Við skulum fyrst reyna að skilja hvað „Theory of Mind“ er áður en við förum inn í hvað „Theory of Mind AI“ er í heimi gervigreindar. Samkvæmt Wikipedia, í sálfræði, er Hugakenningin sem hér segir:

„Theory of Mind vísar til getu til að skilja annað fólk með því að kenna því andlegt ástand; að gera ráð fyrir því sem er að gerast í huga þess). Þessar aðstæður geta verið frábrugðnar ástandi manns og innihalda skoðanir, langanir, fyrirætlanir, tilfinningar og hugsanir.

Hugarkenningin gerir okkur kleift að skilja að það sem aðrir hugsa getur verið frábrugðið því hvernig við hugsum. Ung börn eru t.d. eigingjarnari. Hins vegar er það ekki vegna valsins, heldur meira vegna þess að þau eru minna tilfinningalega þróaðir til að skilja andlegt ástand annarra. Eftir því sem við eldumst þroskumst við og hugarástand okkar líka.

Heimild: Theory of Mind AI in Artificial Intelligence

Hver er Theory of Mind AI (hugarkenning gervigreindar)?

Það hvernig menn geta ályktað um andlegt ástand annarra er forsenda gervigreindar. Þetta er til að láta vélarnar með hugakenningar aðferðum aðlagast mannlegu samfélagi.

Rifjum upp skilgreininguna á gervigreind:

Gervigreind (AI) er hæfileiki tölvu eða tölvustýrðs vélmenni til að framkvæma verkefni sem menn gera venjulega þar sem krafist er mannlegrar greindar.

Til dæmis munu sjálfstýrðir bílar þurfa að hafa getu til að skilja og álykta um andlegt ástand mannlegra ökumanna og gangandi vegfarenda. Þessi getu gervigreindar hjálpar til við að spá fyrir um hegðun og draga úr óheppilegum atburðum eins og bílslysum.

A.I. hefur þróast gríðarlega á síðasta áratug og nýtti sér aukinn reiknikraft og bylting djúptaugalíkana. Hugakenninguna má sundurliða eftir grundvallarþáttum hennar og félagslegum samskiptum, sem hér segir:

Grundvallarþættir gervigreindar fyrir vélfærafræði eru ferlið við að læra, nota háþróaða mynsturgreiningu og þekkingu frá líkönum til að þróa greind með skynsemi.

Félagsleg samskipti fela í sér skilning á félagslegu gangverki og siðferði manna sem hægt er að innleiða í félagslífi okkar, sýna samúð og náttúrulega félagslega hegðun.

Mismunandi stig gervigreindar:

Við þurfum að skilja mismunandi gerðir gervigreindar áður en við köfum inn í sérstöðu kenningarinnar um gervigreind. Mismunandi stig gervigreindar eru:

1. Viðbrögð: Hefur ekkert minni og spáir fyrir um úttak út frá inntakinu sem það fær. Hún bregðst á sama hátt við sömu aðstæðum. Tilmæli Netflix og ruslpóstsíur eru dæmi um Reactive AI.

2. Takmarkað minni: Næsta stig gervigreindar notar takmarkað minni til að læra og bæta viðbrögð sín. Það gleypir námsgögn og batnar með tímanum með reynslu, svipað og mannsheilinn.

3. Hugarkenning A.I.: Þetta er sem stendur þriðja stig gervigreindar og skilur þarfir annarra greindra aðila. Vélar miða að því að hafa getu til að skilja og muna tilfinningar og þarfir annarra aðila og stilla hegðun þeirra út frá þeim. Þessi hæfileiki er eins og menn hafa í félagslegum samskiptum.

4. Sjálfsvitund: Þetta er síðasta stig gervigreindar, þar sem vélar hafa mannlega greind og sjálfsvitund. Vélar munu geta verið meðvitaðir um tilfinningar annarra, andlegt ástand og þeirra eigin. Á þessum tímapunkti munu vélar hafa sömu meðvitund og mannlega greind.

Hugarkenning gervigreindar vs. gervigreind

Svo, hvað gerir kenninguna um hugargervigreind frábrugðna gervigreindinni sem við þekkjum öll? Theory of Mind AI er enn í miklum rannsóknum og þróun. Hins vegar getum við ályktað að mikilvægasti munurinn sé sá að tölvan sem er innbyggð í Theory of Mind AI mun hafa betri skilning á þeim aðilum sem hún hefur samskipti við.

Theory of Mind AI mun krefjast víðtækari þróunar í núverandi greinum gervigreindar til að skilja mannlega greind raunverulega. Til dæmis gæti það byggt upp taugakerfi. Hins vegar mun tauganet fyrir Theory of Mind AI hafa lykilmun miðað við núverandi tauganet sem notuð eru í Limited Memory AI.

Fyrir ofangreint verður tölvan að skilja að manneskjur hafa huga, sem breytist eftir nokkrum þáttum. Þetta leiðir til þess að tölvan getur greint tilfinningar, skoðanir og þarfir hvers einstaks einstaklings.

Útfærslur á Theory of Mind AI:

Eins og áður hefur komið fram eru rannsóknir og þróun á Theory of Mind AI í gangi. Dæmi um framkvæmd þess eru þó enn í burðarliðnum.

Eitt dæmi er „ToMnet“, skammstöfun fyrir „Theory of Mind Net“, eftir Neil Rabinowitz, vísindamann við DeepMind í London. Hann og teymi hans hafa búið til Theory of Mind-powered AI kerfi. Þetta kerfi fylgist með öðrum gervigreindarkerfum og lærir eiginleika þeirra og virkni.

Það samanstendur af þremur gervi tauganetum (ANN). ANN er tilraun til að líkja eftir neti taugafrumna sem mynda heila mannsins. Þessi eftirlíking af taugafrumum gerir tölvum kleift að hafa sömu getu til að taka ákvarðanir á mannlegan hátt. ANN eru tekin inn með nýjum gögnum, sem gerir þeim kleift að læra og skilja ný sambönd og endurskoða núverandi.

Þessi þrjú ANN samanstanda af litlum tölvuþáttum og tengingum sem læra af reynslunni og ætla að líkjast mannsheilanum.

1. ANN lærir tilhneigingar annarra gervigreinda út frá fyrri aðgerðum þeirra. 2. ANN byggir upp betri skilning á viðhorfum núverandi gervigreindarkerfis. Á sama tíma tekur 3. ANN úttakið frá hinum tveimur ANN og spáir fyrir um næstu þróun gervigreindarinnar.

Áskoranir sem Theory of Mind AI stendur frammi fyrir:

Allt sem enn fer í gegnum rannsóknar- og þróunarstigið mun standa frammi fyrir áskorunum. Eftirfarandi eru nokkrar slíkar áskoranir með Theory of Mind AI:


Að finna út mannshugann

Vísindamenn eru enn að reyna að átta sig á því hvernig tilfinningaleg getustig manna og trú annarra er skilin og ákveðin. Við vitum öll að það eru ekki allir eins. Fólk tekst á mismunandi hátt við aðstæður; sumir hafa rétt fyrir sér og sumir skilja aðstæður rangt. Þetta bil er brúin sem hefur áhrif á þróun Theory of Mind AI kerfa.

Þetta felur í sér að Theory of Mind AI-knúið kerfi skilur hvaða munnleg og óorðin vísbendingar ættu að hafa í huga. Erfitt er að aðgreina þetta út frá þáttum eins og tilfinningum, þar sem tilfinningaþroski er mismunandi, óháður aldri. Við þurfum að huga að mismunandi þáttum til að túlka hvers vegna manneskjur bregðast við eins og þær gera. Við verðum að skilja sérstöðu hvers og eins, þar sem ekki allir eru eins.


Að byggja hugarlíkön

Theory of Mind AI felur í sér að byggja upp andleg líkön af öðrum vitrænum aðila, sem eru manneskjur á þessum tímapunkti. Hluturinn af því hvernig Theory of Mind gervigreindarkerfi munu nota meta-learning til að byggja upp þessi andlegu líkön af mönnum og vélmenni.

Meta-learning, einnig þekkt sem að læra að læra, er vísindin til að fylgjast með því hvernig mismunandi vélanámslíkön standa sig við að læra ýmis verkefni. Þetta meta-nám gerir þeim kleift að nota námsreynslu sína eða meta-gögn til að læra ný verkefni á áhrifaríkan hátt.

Framtíð Theory of Mind AI

Þegar rannsóknir og þróun í „Machine Theory of Mind“ heldur áfram og þroskast mun það skapa vélar sem geta hugsað sjálfstætt. Þessar vélar munu upplifa tilfinningar eins og manneskjur og meðvitaðar vélar sem virka á áhrifaríkan hátt í samfélaginu.

Lokaorð

Þið sem nenntuð að lesa þessa grein til enda, eru greinilega áhugasöm um viðfangsefnið. En samkvæmt þessu er gervigreindin komin á þriðja stigið af fjórum. Með öðrum orðum er gervigreindin komin á ungbarnastigið í þroskastigi og það í sjálfu sér er ógnvænlegt. Hún er því orðin mjög þróuð. Fjórða stigið þýðir að gervigreindin er búin að ná mannsheilanum í hugsun og jafnvel farið fram úr honum. Við þessu eru Elon Musk og fleiri að vara við.


Sökudólgurinn fundinn vegna hlýnun jarðar?

Enginn veit í raun hvað veldur sveiflum á hitastigi jarðar. Málið er umdeildara en íslensk stjórnvöld láta í veðri vaka. Samt fylgja þau umhugsunarlaust umræðunni og stefnu í loftslagsmálum sem erlendir leiðtogar segja þeim að gera.

Það eru bara einstaklingar á Íslandi sem vilja setja varnagla á stefnuna.  Íslensk stjórnvöld sjá þarna enn eina skattkúnna sem hægt er að blóðmjólka í nafni loftslagsvísinda. Skattar eru lagðir á nauðsynleg farartæki til að fá borgaranna til að skipta í rándýra og óáreiðanlega rafbíla sem fæstir hafa efni á. Loftslagsskattar eru lagðir á samgöngur við landið og skattfé fer í hítina í Brussel.

Innan vísindaheimsins eru hins vegar skiptar skoðanir, eins og á að vera. Bendi hér á athyglisvert viðtal við Dr. Willie Soon. Sjá slóðina: Tucker Carlson

En hver er Willie Soon og hvað er hann að halda fram? Willie Soon er malasískur stjarneðlisfræðingur og geimferðaverkfræðingur sem var lengi starfandi í hlutastarfi sem utanaðkomandi fjármögnuð vísindamaður við sólar- og stjörnueðlisfræðideild (SSP) miðstöð stjarneðlisfræðinnar | Harvard og Smithsonian.

Soon er umdeildur. Hann afneitar loftslagsbreytingum af mannavöldum, sen vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum og heldur því fram að mestu hlýnun jarðar sé af völdum sólarbreytinga frekar en af mannavöldum. Hann samdi ritgerð þar sem aðferðafræðin var gagnrýnd mjög af vísindasamfélaginu. Loftslagsvísindamenn eins og Gavin Schmidt hjá Goddard Institute for Space Studies hafa vísað á bug rök Soons og Smithsonian styður ekki niðurstöður hans. Hann er engu að síður oft nefndur af stjórnmálamönnum sem eru andvígir loftslagsbreytingalöggjöf.

Soon er höfundur bókarinnar The Maunder Minimum and the Variable Sun-Earth Connection með Steven H. Yaskell. Bókin fjallar um sögulegar heimildir um loftslagsbreytingar sem féllu saman við Maunder-lágmarkið, tímabil frá 1645 til um 1715 þegar sólblettir urðu afar sjaldgæfir.

Svo að það sé haldið til haga, þá hefur Soon fengið yfir 1,2 milljónir Bandaríkjadala frá jarðefnaeldsneytisiðnaðinum (2005-2015), á meðan hann gat ekki upplýst um hagsmunaárekstra í flestum störfum hans. Soon er því ekki hlutlaus frekar en aðrir vísindamenn á þessu sviði. En þar með er ekki sagt að hann hafi rangt fyrir sér. Og hann er í hópi margar vísindamanna sem eru fullir efasemda.

Hér á Samfélag og sögu hefur verið farið í málið áður og komist að þeirri niðurstöðu að CO2, sem er talinn aðalsökudólgurinn í hlýnun jarðar, er bráðnauðsynleg lofttegund fyrir gróður jarðar. Samt er átak í að minnka magnið á þessari lofttegund með margvíslegum afleiðingum fyrir gróðurfar jarðar. Mesta hættan virðist stafa af athafnasemi mannkyns, mengun og eyðing vistkerfa í heiminum.

Ekki er ætlunin að endurtaka hér það sem sagt hefur verið um loftslagsmál en fyrir fróðleiksfúsa eru hér nokkrar greinar Samfélags og sögu og sjá má að Soon er meðal margra loftslagsfræðinga sem eru ekki sammála hinni opinberri stefnu:

Mengun en ekki loftslagsbreytingar sem ógnar mannkyninu?

Losun koltvísýrings eftir löndum - Hver er sök Íslands?

Ný ísöld framundan?

Það er munur á að vera loftslagsfræðingur og veðurfræðingur

Hamfarahlýnun og koltvísýringur (CO2)

Bloggritari er leikmaður á sviði loftslagsvísinda, eins og flestir eru, en hann kann að lesa niðurstöður sem settar eru fram með skýrum hætti og draga ályktanir. Og þær eru? Að málið er umdeilt, efi er á gildandi stefnu og niðurstöður um loftslagsmál jarðar.

Það sem saga hitastigs á sögulegum tíma segir okkur er að það koma tímabil, þar sem mikið kuldaskeið ríkir og svo hitaskeið. T.d. ríkti hitaskeið frá 800 - 1300. Kuldaskeið frá 1300-1900 og nú er hitaskeið. Annað sem vert er að hafa í huga er að jarðeldsneytisnotkun jarðabúa hófst ekki fyrr en á 20. öld og í raun ekki af fullum krafti fyrr eftir seinni heimsstyrjöldina þegar bílaeign var almenn. Það er því hæpið að tengja hlýnun jarðar við upphaf iðnbyltingar á 18. öld.


Lélegasti borgarstjóri sögunnar fer frá völdum

Borgarstjóraskipti eiga sér nú stað. Í stað Dags B. Eggertssonar, kemur Einar Þorsteinsson. Sá síðarnefndi tekur bókstaflega við þrotabúi. Tæknilega séð er Reykjavíkurborg gjaldþrota, skuldaþakið er komið upp í 199%. Það verður fróðlegt hvort að borgarsjóður, sem er rekinn á yfirdrætti, nái að borga skuldir sínar. Dagur B. er hins vegar hæstánægður með skilin og hrósar sjálfum sér fyrir "vel unnin" störf!

Einar gerði líklega sín fyrstu og væntanlega síðustu mistök sem stjórnmálamaður að semja við Dag um deilingu á borgastjórastólnum og taka við honum á seinni helmingi kjörtímabilsins. Dagur getur alltaf sagt að Einar hafi klúðrað málum eftir að hann lét af embætti.

Spekingar telja að Dagur renni hýrt auga á ráðherrastól þegar Samfylkingin tekur næst við völdum, en Samfylkingarmenn telja sig verða sigurvegara næstu Alþingiskosninga. Vonandi verður hann ekki heilbrigðisráðherra, þá verður fjandinn laus.

Eftir 10 ára feril, með sífellt minnkandi fylgi en pólitísk klókindi, hefur Degi tekist að halda í völdin með hækjum annarra flokka, sem gætu þess vegna verið snýtt úr nösum Samfylkingarinnar.  Kjósendur Framsóknar óraði ekki fyrir að Einar skuli hafa skipt um hest í miðri á en flokkurinn hlaut gengi einmitt vegna þess að kjósendur vildu annað en Dag B. við stjórnvölinn. Framsóknarflokkurinn mun þurrkast út í næstu borgarstjórnar kosningum.

Hæst ber af "afrekalista" Dags B. er braggamálið svokallað, sem er skólabókadæmi um spillinguna sem þrífst innan borgarinnar. Hálfur milljarður í bragga (sem kostar hjá BK hönnun um 10 milljónir króna nýr). Eina sem heldur borginni uppi eru gullgæsir borgarinnar, svo sem OR, en sjálfur borgarsjóður er rekinn á blússandi tapi.  

Stjórnarapparatið hefur þannist út í valdatíð Dags B. og blýants nögurunum fjölgað svo, að það eru 11 þúsund borgarstarfsmenn í 140 þúsund manna borg.

Verst er staðan innan borgarstjórnarinnar en þar eru líklega fleiri yfirmenn en undirmenn með óljós hlutverk.  Óþarfa innistörf sem gera ekkert annað en að hækka útsvarið hjá skattpíndum Reykvíkingum.

Mannréttindaskrifstofan sem heitir Mannréttinda og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkur er eitt dæmi um bruðlið og með mannréttindastjórann í forsvari. Skrifstofan er í kafi í wokisma. Er mannréttindastjóri að bæta kjör aldraðra sem fá ekki inn á hjúkrunarheimili? Eru það ekki mannréttindabrot að fá ekki húsaskjól?

Á meðan geta menn ekki hirt sorptunnur á réttum tíma eða sinnt öldruðum með hjúkrunarrými eða útvegað leikskólabörnum vist á leikskólum (Samfylkingarmenn komu upp með þá "snilldarhugmynd" að bjóða upp á 6 klst. vist barna en flestir vinna 8 klst á dag). Skólar borgarinnar eru flestir með myglu enda illa byggðir og viðhaldi ekki sinnt. Þeir eru flestir undirmannaðir.

Ekki hefur verið farið stórframkvæmdir í borginni í valdatíð Dags en það vantar mislæg gatnamót alls staðar og síðan en ekki síst Sundabraut sem Dagur hefur lagt steininn í götuna. Til marks um veruleikafirringuna, kom ekki alls fyrir löngu yfirlýsing um að ekki væri búið að slá út Hvassahrauns flugvöllinn af borðinu, hann væri enn á teikniborðinu!!!

Mikið átak var lagt í að þrengja að götum og setja upp hraðahindranir (hátt í tvö þúsund talsins), svona svo að umferðaumþveitið verði aðeins meira á morgnanna.

Viðvarandi skortur er á íbúðahúsnæði, þannig að fólk flýr í nágrannasveitarfélögin í leit að húsnæði eða á Suðurnesin eða Suðurland. Fjandskapurinn gagnvart atvinnurekstur er slíkur að stofnanir (t.d. Hafrannsóknarstofnun) og fyrirtæki leita sér húsnæðis í Hafnarfirði. Þau flýja reglugerðarfarganið og afskiptasemi eftirlitstofnanna Reykjavíkurborgar. Var búið að gleyma að minnast á heimilislausa í fröken Reykjavík? Eða fátæklinganna?

Er eitthvað sem gleymdist af "afrekaskrá" Dags B.? Glæstur ferill?

 

 

 

 

 


Fallið ríki

Það geta verið margar ástæður fyrir að ríki falli. Það er ekki einsdæmi og í raun er mannkynssagan vörðug fallina ríkja og heimsvelda. Fall ríkja er í raun regla. Ekkert varir að eilífu.

Hvers vegna það gerist? Margvíslegar ástæður geta verið fyrir fallið. Það getur verið vegna innrásar eða borgarastyrjaldar eða ríkið missi tökin á landinu einhvern hluta vegna. Kíkjum á skilgreiningu hvað fallið eða misheppnað ríki er útskýrt á Wikipedia.

"Misheppnað ríki er ríki sem hefur misst getu sína til að sinna grundvallaröryggis- og þróunarhlutverkum, skortir skilvirkt eftirlit yfir yfirráðasvæði sínu og landamærum. Sameiginleg einkenni fallins ríkis eru meðal annars ríkisstjórn sem er ófær um skattheimtu, löggæslu, öryggistryggingu, svæðiseftirlit, starfsmannahald á pólitískum eða borgaralegum skrifstofum og viðhald innviða. Þegar slíkt gerist er mun líklegra að víðtæk spilling og glæpastarfsemi, afskipti ríkis og annarra aðila, útlit flóttafólks og ósjálfráðar flutningar íbúa, mikil efnahagsleg hnignun og hernaðaríhlutun bæði innan og utan ríkisins eigi sér stað." Í heiminum eru mörg fallin ríki, Sómaía, Sýrland og fleiri.

Nú kann þetta að virðast fjarlægur möguleiki fyrir Íslendinga en er það svo? Eru söguleg fordæmi fyrir skiptingu Íslands? Já, tvö dæmi eru til.  Annars vegar á 13. öld þegar ígildis borgarastyrjöld geysaði á Íslandi - á Sturlungaöld. Á þjóðveldisöld var algjör valdaskipting í landinu; landinu var skipt upp í goðorð, 12 á Norðurlandi en 9 í hinum landsfjórðungunum. Svo raskaðist þetta valddreifingarkerfi og ættir eins og Sturlungar, Ásbirningar, Svínfellingar, Oddverjar og Haukdælir sameinuðu goðorð undir sína stjórn og var þetta gert með vopnavaldi. Loks stóð Þórður Kakali einn uppi en Gissur Þorvaldsson var helsti andstæðingur hans. Til að gera langa sögu stutta, komst allt landið undir Noregskonungs í tveimur skrefum, 1262 og svo með falli Oddaverjans Þórð Andréssonar, sem Gissur lét drepa 27. september 1264. 

Í öllum þessum valdsamþjöppunarferli hefði baráttan getað endað með að landinu væri skipt upp í tvö ríki eða fleiri og Noregskonungur ekki komið við sögu.

Sama gerðist í siðbreytingu, Jón Arason gerði uppreisn gegn Kristjáni Danakonungi, leitaði stuðnings hjá óvini Kristjáns, Karli V í Þýskalandi. Valdabaráttan hefði getað endað með að landinu hefði verið skipt í tvennt, Norðurland sem hefði verið kaþólskt en hinir landsfjórðungarnir verið mótmælendatrúar. En svo varð ekki eins og allir vita. Jón var gripin óvænt og aflífaður en Danakonungur sendi herskipaflota til Íslands.  Í raun hefði skapast sama ástand og er í Írlandi, en á þessari litlu eyju eru tvö ríki.

Á Bretlandseyjum skiptist landið upp í Skotland, Wales og England, þrjú ríki. Ennþá heitir Bretland - sameinaða konungsríki á ensku.

Svo var um árþúsundið 1000, að Íslendingar skiptust í tvo helminga, heiðingja og kristna. Það lá við borgarastyrjöld en með stjórnkænsku tókst að miðla málum í frægum úrskurði Þorgeirs Ljósvetningagoða og Íslendingar urðu kristnir. Fleyg eru orð hans: "Það mun vera satt, er vér slítum í sundur lögin að vér munum slíta og friðinn." Hann sagði jafnframt: "Í huga mínum var uppreisn og ólga gegn ýmsum venjum og kreddum. Ég gat ekki þagað. Þá sköpuðust sögurnar."

Það er því ekkert sjálfgefið að á Íslandi sé eitt ríki, þótt það sé fjarri hugum Íslendinga í dag að skipta landinu upp. En það getur komið upp sú staða, að eining Íslendinga verði rofin og friðurinn úti.

Límið sem heldur Íslendingum saman er menningararfurinn, sameiginleg saga, trú, tunga og siðir. Þegar hér verða til fjölmenningarkimar, þar sem íbúarnir eiga ekkert sameiginlegt með öðrum íbúum nema að deila saman landi, getur friðurinn verið úti. Meginefnið í líminu er íslensk tunga. Án hennar hverfur allt hitt. Hver er staðan hennar í dag?


Öryggi ríkisins

Margar hættur steðja að opnu samfélagi eins og er rekið á Íslandi. Hér er frjáls för manna og landamærin opin 24/7. Með öflugum samgöngum við útlönd koma hingað hátt í þriðju milljón manna árlega. Eins og almenn skynsemi segir er misjafn sauður í hverju fé. 

Hingað koma því í gegnum opnum landamærahliðum glæpamenn og hryðjuverkamenn. Glæpamennirnir sumir hverjir setjast að og mynda glæpaklíkur, aðrir koma hingað í n.k. vertíð. Þeir koma hingað á ódýrum farmiðum, ræna og rupla í ákveðinn tíma og fara svo til baka.

Erfiðara er að átta sig á fjölda hryðjuverkamanna en með fjölgun hælisleitenda frá löndum þar sem hryðjuverk eru algeng, er hætt á að þeir sláist í hópinn og komi hingað til lands eins og sagt hefur verið frá í fréttum undanfarið.

Björn Jón sagnfræðingur og pistlahöfundur skrifar ágætan pistil sem gæti þess vegna hafa komið frá bloggritara.

Björn Jón skrifar: Hlustið á lögreglustjórann  Þar vitnar hann eins og hér hefur margoft verið gert í Jón Sigurðsson forseta: "Í vikunni sem leið var ég að blaða í Nýjum félagsritum Jóns Sigurðssonar, nánar tiltekið 3. árgangi frá 1843. Þar getur Jón þess að skortur á landvörnum sé einn helsti vandi Íslendinga. Úr honum verði að bæta hið fyrsta „til þess að geta notið frelsisins því óhultar". Jón-narir tengja því fullveldi ríkis við góðar varnir.

Jón Björn kemur inn á að glæpastarfsemin sé mest á Suðurnesjum, á landamærum Íslands. Hún sé ógn við öryggi ríkisins. Undir það er hægt að taka og má benda á ríki eins og Mexíkó, Líbanon, Kólumbíu, Ekvador, Svíþjóð og fleiri ríki sem hafa orðið undir gagnvart glæpasamtökum.

Hann vitnar í Arnór Sigurjónsson og bók hans Íslenskur her og viðrar hugmyndir hans.

"Arnór bendir þar meðal annars á að Lúxemborgarar, sem eru 645 þúsund talsins, sjái sér hag í því að hafa á að skipa eigin herliði sem býr yfir sérfræðiþekkingu og búnaði til að tryggja öryggi og varnir ríkisins — á þeirra eigin forsendum. Fullvalda ríki sé nauðsynlegt að taka sjálfstæðar ákvarðanir í þessum efnum, þó svo að þær séu teknar í samvinnu við bandalagsþjóðir og fjölþjóðastofnanir. Herlið Lúxemborgara telur 939 sjálfboðaliða."

Arnór leiðir einnig rök að því að íslenskt heimavarnarlið hafi raunverulegt gildi — þvert á það sem margir halda fram. Þjóðin sé nógu fjölmenn „til að takast á við þá áskorun að tryggja innviði í upphafi átaka áður en liðsauki berst til Íslands“. Það sé einfaldlega rangt að Íslendinga skorti burði og fjárhagslega getu til að starfa með virkum hætti að eigin vörnum. Aftur á móti skorti pólitískan vilja og áræði. Hann spyr áleitinnar spurningar í þessu efni: hvort það sé ábyrg afstaða og samboðin virðingu fullvalda ríkis að láta aðra annast öryggis- og varnarmál rétt eins og þau komi því ekki við."

Undir þessi orð Arnórs og Jón Björns (og Jóns Sigurðssonar og reyndar Valtýs Guðmundssonar um aldarmótin 1900) er hægt að taka undir heilshugar. Bloggritari hefur gert það í áratugi opinberlega en fyrir daufum eyrum. Kannski var einu sinni hlustað þegar bloggritari hvatti til stofnunar Varnarmálastofnunar Íslands 2005 en fáeinum árum síðar var hún stofnun og fljótlega lögð niður aftur (sem er næsta fáheyrt í stofnunasögu Íslands).

Hvað mannaflinn á að heita gæti skipt máli.  Ef það er skýrt Heimavarnarlið, þá er hlutverkið afmarkað og ekki hægt að nota sem stoðsveitir gegn innanlands hættum. Hugtakið her, gæti bent til árása hlutverk og ber kannski að forðast það.

Hefð er komin á hugtakið Varnarlið (sbr. bandaríski herinn á sínum tíma var kallaður Varnarliðið í daglegu máli). Hlutverk þess verður að vera afmarkað rúmt, þannig að hægt er að virkja þessar sveitir gegn allar hættur, innanlands, utanlands og líka vegna náttúruvá. Varnarlið Íslands gæti þetta heitið.

Vandinn liggur hjá íslenskum stjórnvöldum, þau hafa aldrei viljað taka á sig ábyrgð fullvalda ríkis, en það er öryggi borgaranna gagnvart umheimininum. Við höldum að við séu gulltryggð en getum við treyst á nágrannaríkin til að koma okkur til aðstoðar á ögurstundu? Er það ekki okkar hlutverk að passa upp á okkur sjálf? Það er mjög auðvelt fyrir örríki eins og Ísland að missa tökin á skömmum tíma. Hvað gera bændur þá?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband