Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2023
Úrdráttur: Höfundur leggur til að hlutverk Landhelgisgæslunnar verði endurskilgreint. Hún fái hlutverk sjóhers í samblöndu við landhelgisgæslu. Fyrirmynd: Bandaríska landhelgisgæslan. Fjármögnuð af NATÓ og fjárlögum.
Íslendingar hafa stigið misgáfuleg skref í tryggingu eigin varna. Stundum hafa þeir verið neyddir til ákvörðunartöku, samanber í Napóleon stríðunum og í fyrri og seinni heimsstyrjöld en stundum hafa þeir tekið af skarið. Það gerðu þeir þegar landið gékk í Atlantshafsbandalagið 1949 og gerði tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin 1951 sem hefur verið endurnýjaður reglulega.
Íslendingar gengu svo langt að leyfa erlenda hersetu (í merkingunni boðs Íslendinga) frá 1951-2006 þegar Bandaríkjaher ákvaða að pakka saman einhliða og fara úr landi. Margir misstu spón úr aski og íslenskir ráðamenn lögðust á hné og grátbáðu Bandaríkjamenn, sem vinstri elítan hafði skammað í áratugi (og gerir enn) um að fara ekki úr landi.
Eftir á að hyggja, er það gott mál að Bandaríkjaher fór og í staðinn fáum við flugsveitir samherja í NATÓ reglulega til landsins sem hjálpast að við verja loftrými Íslands. En það vill gleymast að Íslendingar sjá sjálfir um loftrýmisgæslu og við höfum fjórar ratsjárstöðvar af bestu gerð sem halda uppi daglegu eftirliti. Kostað af NATÓ og okkur að hluta til.
Á vef Landhelgisgæslunnar segir:
Íslenska loftvarnakerfið er hluti af samþættu loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). NATO hefur kostað uppbyggingu loftvarnakerfisins. Flest mannvirkin eru á eignaskrá Atlantshafsbandalagsins.
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar annast rekstur loftvarnakerfisins og mannvirkja Atlantshafsbandalagsins, þ.m.t. ratsjár- og fjarskiptastöðvar hérlendis. Sá rekstur er eitt veigamesta framlag Íslands til sameiginlegra varna ríkja NATO.
En loftrýmisgæsla er eins og orðið gefur til kynna loftrýmisgæsla. Ísland er eyríki, umkring Atlantshafi og er staðsetning landsins hernaðarlega mikilvægt og hefur altaf verið það, sama hvað menn segja. Landið spilaði stóra rullu í orrustunni um Atlantshafið í seinni heimstyrjöldinni og í dag er það hliðið í GIUK varnarkeðjunni en það er hafsvæði milli Íslands og Grænland og Íslands og Skotlands. Sá sem stjórnar þessari varnarlínu stjórnar Norður-Atlantshafinu og í raun einnig Mið-Atlantshafinu. GIUK á að vera varnarkerfi gegn kafbátaárás, væntanlega þá Rússlands, en í tryggir í raun aðflutningsleiðir aðfanga milli Norður-Ameríku og Evrópu, rétt eins og í seinni heimsstyrjöld. Slíkt er ekki hægt að meta til fjár.
Eins og ég hef margoft komið inn á, er Landhelgisgæsla Íslands í fjársvelti og lág punkturinn var þegar við þurftum að senda byssubát okkar og flugvél til Miðjarðarhafssins við landmæraeftirlit Evrópusambandsins vegna þess að íslenska ríkið skar niður fjárframlög til stofnunnar eftir efnahagshrunið 2008. En eftir að Varnarmálastofnun Íslands var lögð niður af vinstri mönnum, hefur Landhelgisgæslan annast varnartengd verkefni, síðan 2011 ef ég man rétt.
En hver eru helstu verkefnin? Kíkjum á vef Landhelgisgæslunnar (LHG):
Helstu verkefni varnamálasviðsins eru:
- Rekstur íslenska loftvarnakerfisins, þ.m.t. fjarskiptastöðva og ratsjárstöðva Atlantshafsbandalagsins hérlendis.
- Þátttaka í samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins samkvæmt varnarmálalögum og á grundvelli þjóðréttarsamninga sem Ísland er aðili að.
- Rekstur, umsjón og hagnýting öryggissvæða og mannvirkja þar í eigu íslenska ríkisins og Atlantshafsbandalagsins í samræmi við notendaríkis- og gistiríkishlutverk Íslands.
- Undirbúningur og umsjón varnaræfinga sem haldnar eru hérlendis.
- Úrvinnsla upplýsinga úr upplýsingakerfum Atlantshafsbandalagsins og undirstofnana þess.
- Þátttaka í starfi nefnda og undirstofnana Atlantshafsbandalagsins er varðar þau verkefni sem Landhelgisgæslu Íslands eru falin samkvæmt samningi þessum.
- Verkefni sem varða framkvæmd varnarsamningsins.
- Samstarf við önnur stjórnvöld, stofnanir eða opinber hlutafélög sem hafa með höndum verkefni sem tengjast varnarmálum.
- Samstarf við alþjóðastofnanir og framkvæmd alþjóðasamþykkta á sviði varnarmála er varðar þau verkefni sem Landhelgisgæslu Íslands eru falin.
Gistiríkjastuðningur
Landhelgisgæslan annast daglega framkvæmd gistiríkjastuðnings fyrir liðsafla Atlantshafsbandalagsins og Atlantshafsbandalagsþjóðanna hér á landi. Í verkefninu felst m.a. að taka á móti erlendum liðsafla sem til Íslands kemur, til æfinga, loftrýmisgæslu og annarra tengdra verkefna, tryggja hópunum gistiaðstöðu, aðgang að fæði, hreinlæti, afþreyingu og ferðum innan öryggissvæðisins.
Öryggissvæðin
Öryggissvæðin eru lokuð, afgirt og þau vöktuð. Öryggissvæðin eru á þessum stöðum:
- Ratsjár- og fjarskiptastöðvarnar á Miðnesheiði, Stokksnesi, Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli.
- Olíubirgðastöðin í Helguvík
- Öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll.
Tilvísun endar. Heimild: https://www.lhg.is/varnarmal/loftrymisleit-og-islenska-loftvarnarkerfid
Þannig sé er LHG tæknilega hernaðarstofnun þótt stjórnmálamennirnir þverneita slíku og tala fjálglega um friðsama Ísland (sem er þó meðlimur í hernaðarbandalagi!).
Ísland myndi aldrei hafa neina burði, jafnvel þótt það kæmi sér upp standard her, til að taka þátt í hernaðaraðgerðum NATÓ á meginlandi Evrópu en landið getur þó sjálft passað upp á hliðið GIUK og sjálft sig um leið sem er veikasti hlekkurinn í vörnum bandalagsins í vestri.
Við ætlum því að bjóðast til að sjá um sjóvarnir eða réttara sagt eftirlit á hafsvæðinu í kringum Ísland. LHG, eftir að hlutverk þess hefur verið endurskilgreint í lögum enda er stofnunin í dag fyrst og fremst löggæslustofnun, gæti séð um þetta eftirlit og NATÓ borgar kostnaðinn. Helsti kosturinn yrði að tækjabúnaður LHG myndi stórbatna og hún fengi tól og tæki til þessara verka. Hér má nefna ratsjárflugvél og tundurspillir sem LHG fengi til umráða.
Ef menn lesa örlítið í sögubækur, þá sjá menn út að það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær ófriður ber næst að ströndum landsins. Allt frá tímum Napóleon styrjaldanna, hefur sjóhernaður í Atlantshafi haft bein áhrif á landið. Í næstu stórstyrjöld verður Ísland þátttakandi, viljugt eða óviljugt.
Loftvarnir Íslands
Það vill gleymast að Ísland getur státað af nokkuð góðu loftvarnarkerfi með ratsjárstöðvar í öllum landshlutum og loftrýmisgæsla er gætt af bandalagsþjóðum í NATÓ. Landhelgisgæslan tekur einnig þátt í varnartengdum verkefnum (heræfingum á landi með samstarfsþjóðunum í NATÓ).
Í raun eru landvörnum landsins vel sinnt. En hvað með sjóvarnir? Landhelgisgæslan ver ekki bara landhelgina, heldur gegnir hún varnarhlutverki samkvæmt varnarlögum eins og sjá má af upptalningunni hér að ofan.
Til að sinna varnarhlutverkinu, þá borga Íslendingar í sjóði NATÓ og fá í staðinn fullkomið loftvarnarkerfi sem þjónar einnig borgaralegu hlutverki.
Ísland gegnir lykilhlutverki í kafbátavörnum Atlantshafsbandalagsins í svokölluðu GIUK hliðinu, eins og minnst hefur verið hér á, sem er svæðið á milli Grænlands og Íslands og Íslands og Skotlands. Kafbátaleitaflugvélar eru stöðugt að vakta svæðið.
Endurskilgreing Landhelgisgæslunnar - gerð að samblöndu af sjóher og landhelgisgæslu að bandarískri fyrirmynd
Fyrirmyndina má leita til Bandarísku landhelgisgæslunnar.Ég skrifaði grein um hana hér á blogginu, grípum niður í hana.
Bandaríska landhelgisgæslan (The United States Coast Guard (USCG)) er undirstofnun sem tilheyrir bandaríska heraflanum. Hann aftur á móti samanstendur af fimm herstofnunum og telst hún vera ein af þeim. Landhelgisgæslan er siglinga- og herstofnun sem hefur fjölþætt verkefni að glíma við. Hún er einstök að því leytinu til að hún stundar siglingaverndarverkefni með lögsögu bæði á innlendum og alþjóðlegum hafsvæðum.
Á friðartímum starfar hún undir stjórn Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna (e. U.S. Department of Homeland Security) en getur verið sett undir stjórn og vald flotamálaráðuneyti Bandaríkjanna (e. U.S. Department of the Navy) með tilskipun forseta Bandaríkjanna eða bandaríska þingsins hvenær sem þurfa þykir á stríðstímum. Þetta hefur gerst tvisvar sinnum í sögunni, árið 1917 þegar Bandaríkin hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldin og árið 1941 þegar þau drógust inn í átök seinni heimsstyrjaldarinnar.
Undanfari landhelgisgæslunnar, Revenue Marine, var stofnuð af löggjafaþing Bandaríkjanna þann 4. ágúst árið 1790 að beiðni Alexanders Hamiltons, en hann var þá fjármálaráðherra. Hann varð þar með yfirmaður stofnunar sem var n.k. tollheimta og kallaðist Revenue Marine. Þetta er elsta starfandi sjávarmálastofnun Bandaríkjanna og upphaflegt hlutverk hennar að safna tollgjöldum í höfnum landsins. Þessi stofnun skipti um nafn á sjöunda áratug 19. aldar og kallaðist þá U.S. Revenue Cutter Service eða í lauslegri þýðingu "tekjuskattsinnheimtustofnun Bandaríkjanna.
Landhelgisgæsla nútímans var til með samruna Revenue Cutter Service og Sjóbjörgunarþjónustu Bandaríkjanna (e. U.S. Life Saving Service) þann 15. janúar 1915 undir valdsviði Fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þar sem hún tilheyrir hinum fimm vopnuðu herstofnunum landsins, hefur Bandaríska landhelgisgæslan tekið þátt í öllum stríðsátökum frá 1790 til stríðsins í Afganistan í dag.
Árið 2014 voru í landhelgisgæslunni 36 þúsund manns starfandi, 7 þúsund varaliðar og tuttugu og níu þúsund í aðstoðar- eða hjálparsveitir. Um sjö þúsund störfuðu sem borgaralegir starfsmenn og að stærð er hún þar með 12. stærsta flotaeining í heiminum.
Lagaheimild Landhelgisgæslunnar er ólík hinna fjögurra herstofnana ríkisins að því leitinu til að hún starfar samtímis undir margvíslegum laga- og reglugerðum ýmissa stofnana.
Vegna lagaheimildar sinnar getur gæslan stundað hernaðaraðgerðir undir stjórn Varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna eða beinum tilskipunum Bandaríkjaforseta.
Varanlegt hlutverk landhelgisgæslunnar er að annast málefni er varðar almenna siglingavernd, sjóöryggismál og sjóhernað. Til þess að sinna þessum hlutverkum þarf hún að hlýta 11 lögbundin verkefni eins og er skilgreint í lagabálknum 6 U.S.C. § 468 sem felur m.a. að framfylgja bandarískum lögum í stærstu efnahagslögsögu heimsins sem er 3,4 milljónir fersjómílur (8.800.000 km2) að stærð. Einkunnarorð Bandarísku landhelgisgæslunnar er á latínu og útleggst sem Semper Paratus (íslenska: Alltaf reiðubúin).
Er þetta eitthvað sem við Íslendingar getum lært af Bandaríkjamönnum? Nýtt Landhelgisgæsluna íslensku til löggæslustarfa á friðartímum en henni breytt í sjóher á stríðstímum? Verður hún hvort sem er ekki skotmark óvinahers? Það er næsta víst að Keflavíkurflugvöllurinn verður skotmark en varnarmannvirkin þar eru í umsjá Landhelgisgæslunnar.
Lokaorð
Hér gæti Ísland tekið að sér þetta varnarhlutverk og Landhelgisgæslunni falið það á hendi. Til þess þyrfti hún skipakost, sem væri þá freigátur og kafbátaleitaflugvélar.
Tvennt þyrfti til að þetta gæti orðið að veruleika. Fá tækjakostinn sem til þarf og þar gæti Atlantshafsbandalagið komið til sögunnar og borgað brúsann. Þessu er hvort sem sinnt, en bara ekki af okkur Íslendingum.
Hins vegar þyrfti að endurskilgreina hlutverk Landhelgisgæslunnar og hún skilgreind bæði sem landhelgisgæsla og herfloti í lögum. Einfalt í framkvæmd, á friðartímum gegnir hún meginhlutverki að vera landhelgisgæsla en á ófriðartímum breytist hún í herflota. Þetta er gert í Bandaríkjunum, þar er US Coast Guard í hlutverki landhelgisgæslu á friðartímum en er tekin og sett undir stjórn bandaríska flotans á ófriðarskeiði.
Eigum við ekki að hætta þessum feluleik og girða í bók og gera það sem þarf að gera? Ísland segist vera herlaust land en er fullvarið af bandalagsþjóðum og það er í hernaðarbandalagi og með tvíhliða varnarsamning við stórveldið Bandaríkin. Þetta er svo augljós staðreynd að Vinstri grænir nenna ekki einu sinni eða þora ekki að hrófla við stöðu landsins innan NATÓ. Ef þriðja heimstyrjöldin skellur á, þá er Ísland ekki í sömu stöðu og þegar heimsstyrjöldin síðar hófst, hlutlaust land. Það verður ráðist jafnt á Ísland sem og aðrar NATÓ-þjóðir.
Bloggar | 3.2.2023 | 09:03 (breytt 25.8.2024 kl. 14:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einn mætur stjórnmálaspekingur sagði að ríki hagi sér eins og einstaklingar. Ríki verða móðguð, stolt, lítillát, skömmustuleg, árásagjörn o.s.frv. og í raun hagað sér eins og tilfinningaríkur einstaklingur.
Og eins og hjá fjölskyldumeðlimum, vinum eða öðrum getur sletts upp á vinskapinn milli þjóða. Sum hópa sig saman, þau sem telja sig eiga eitthvað sameiginlegt, önnur einangra sig, og sum leggja önnur ríki í einelti.
Annar mætur stjórnmálaspekingur sagði að illvígustu deilurnar séu milli einstaklinga og hópa innan sama ríkis. Ljótustu stríðin eru borgarastríðin. Það kann að hljóma undarlegt, þar sem fólk eða hópar hefur búið saman í sömu götu, sama hverfi, sömu borg o.s.frv. En þetta nábýli þýðir að fólkið þekkist mjög vel innbyrgðis og hatrið raunverulegt. Dæmi um blóðug uppgjör er franska byltingin, bandaríska borgarstyrjöldin og borgarastríðið í fyrrum Júgóslóvakíu.
Sletts hefur upp á vinskapinn og bræðraböndin milli Úkraníu og Rússland. Lönd tvö deila samtvinnaða sögu, menningu og jafnvel sömu tungu. Formáli þessara átaka á sér langa sögu, sem jafnvel nær margar aldir aftur í söguna. Það á einnig við um aðrar deilur og átök í Evrópu, að aðdragandinn er langur og flókinn. En síðasti kaflinn í þessari löngu sögu og í raun formáli núverandi stríðs, er fall Sovétríkjanna. Oft er best að horfa á tímalínu til að sjá þróunina.
1991: Leonid Kravchuk, leiðtogi úkraínska sósíalíska sovétlýðveldisins, lýsir yfir sjálfstæði frá Moskvu. Í þjóðaratkvæðagreiðslu og forsetakosningum samþykkja Úkraínumenn sjálfstæði og kjósa Kravchuk sem forseta.
1994: Kravchuk tapar forsetakosningum fyrir Leonid Kuchma, einnig fyrrverandi kommúnista, í kosningum sem eftirlitsmenn telja að mestu leyti frjálsar og sanngjarnar.
1999: Kuchma er endurkjörinn árið 1999 í atkvæðagreiðslu sem er full af óreglu í framkvæmd.
2004: Frambjóðandinn sem er hliðhollur Rússa, Viktor Janúkóvitsj, er lýstur forseti en ásakanir um atkvæðasvindl koma af stað mótmælum í því sem verður þekkt sem appelsínugula byltingin, sem þvingar til endurtekinnar atkvæðagreiðslu. Fyrrverandi forsætisráðherra sem er hliðhollur Vesturlöndum, Viktor Jústsjenkó, er kjörinn forseti.
2005: Jústsjenkó tekur við völdum með loforðum um að leiða Úkraínu út af sporbraut Kreml, í átt að NATO og Evrópusambandinu. Hann skipar fyrrverandi yfirmann orkufyrirtækisins Yulia Tymoshenko sem forsætisráðherra en eftir innbyrðis bardaga í herbúðum Úkraínu sem styðja Vesturlönd er henni vikið úr starfi.
2008: NATO lofar Úkraínu að það muni einn daginn ganga í bandalagið.
2010: Janúkóvitsj sigraði Tímósjenkó í forsetakosningum. Rússland og Úkraína gera samning um verð á gasi í skiptum fyrir framlengingu á leigusamningi rússneska sjóhersins í úkraínskri höfn við Svartahaf.
2013: Ríkisstjórn Yanukovich stöðvaði viðskipta- og félagaviðræður við ESB í nóvember og velur að endurvekja efnahagsleg tengsl við Moskvu, sem hrundi af stað margra mánaða fjöldafundum í Kænugarði.
2014: Mótmælin, sem beinast að mestu í kringum Maidan-torgið í Kænugarði, verða ofbeldisfull. Tugir mótmælenda eru drepnir.
Í febrúar greiddi þingið atkvæði með því að fjarlægja Yanukovich, sem flýr. Innan nokkurra daga hertóku vopnaðir menn þing úkraínska héraðsins Krímskaga og hífðu rússneska fánanum á loft.
Í apríl lýstu aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússum í austurhluta Donbas yfir sjálfstæði. Bardagar brjótast út og hafa haldið áfram af og til, þrátt fyrir tíð vopnahlé, fram til ársins 2022.
Í maí sigrar kaupsýslumaðurinn Petro Poroshenko forsetakosningar með vestrænni stefnuskrá.
Í júlí skaut flugskeyti niður farþegaflugvél MH17 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur með þeim afleiðingum að allir 298 farþegar um borð fórust. Vopnið sem var notað er rakið af rannsakendum til Rússlands sem neitar aðild að málinu.
2017: Sambandssamningur milli Úkraínu og ESB hefur verið samþykktur, sem opnar markaði fyrir frjáls vöru- og þjónustuviðskipti og vegabréfsáritunarlausar ferðir til ESB fyrir Úkraínumenn.
2019: Ný úkraínsk rétttrúnaðarkirkja hlýtur formlega viðurkenningu sem veldur reiði í Kreml.
Fyrrum leikarinn og grínistinn Volodymyr Zelenskyy sigrar Poroshenko í forsetakosningum í apríl og lofar því að takast á við spillingu og binda enda á kraumandi átök í austurhluta Úkraínu. Flokkur hans, nefndur Þjónn fólksins vinnur þingkosningar í júlí.
Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, biður Zelenskyy í júlí að rannsaka Joe Biden, þá keppinaut sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, og Hunter Biden, son Biden, vegna mögulegra ólöglegra viðskipta í Úkraínu. Símtalið leiðir að lokum til misheppnaðrar tilraunar til að ákæra Trump.
Mars 2020: Úkraína fer í sína fyrstu lokun til að hefta útbreiðslu COVID-19.
Júní 2020: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) samþykkir 5 milljarða dala líflínu til að hjálpa Úkraínu að koma í veg fyrir greiðslufall meðan á samdrætti af völdum heimsfaraldurs stendur.
Janúar 2021: Zelenskyy biðlar til Biden, sem nú er forseti Bandaríkjanna, um að Úkraína gangi í NATO.
Febrúar 2021: Ríkisstjórn Zelenskyy beitir refsiaðgerðum gegn Viktor Medvedchuk, stjórnarandstöðuleiðtoga og áberandi bandamanni Kreml í Úkraínu.
Vorið 2021: Rússar beina fjölmennar hersveitir að landamærum Úkraínu. Þær eru að hluta til dreifðar við landamærin og eftir það sem Rússar segja að hafi verið þjálfun.
Október 2021: Úkraína notar tyrkneskan Bayraktar TB2 dróna í fyrsta skipti í austurhluta Úkraínu, sem vekur reiði Rússa.
Haust 2021: Rússar byrja aftur að safna hermönnum nálægt Úkraínu.
7. desember 2021: Biden varar Rússa við því að herða efnahagsþvinganir vestrænna ríkja ef þeir ráðast inn í Úkraínu.
17. desember 2021: Rússar leggja fram ítarlegar öryggiskröfur, þar á meðal lagalega bindandi tryggingu fyrir því að NATO hætti öllum hernaðaraðgerðum í Austur-Evrópu og Úkraínu.
10. janúar 2022: Bandarískir og rússneskir stjórnarerindrekar ná ekki að minnka ágreiningi um Úkraínu og síðari viðræður hafa heldur enga stórbyltingu í för með sér.
14. janúar 2022: Netárás sem varar Úkraínumenn við að vera hræddir og búast við hinu versta lendir á vefsíðum úkraínskra stjórnvalda.
17. janúar 2022: Poroshenko snýr aftur til Úkraínu til að verða ákærður fyrir landráð. Rússneskir hermenn byrja að koma til Hvíta-Rússlands, norður af Úkraínu, til sameiginlegra æfinga.
24. janúar 2022: NATO setur herlið í viðbragðsstöðu og styrkir Austur-Evrópu með fleiri skipum og orrustuþotum. Sum vestræn ríki byrja að rýma sendiráðsstarfsmenn sem ekki eru nauðsynlegir frá Kænugarði.
26. janúar 2022: Washington leggur fram skriflegt svar við öryggiskröfum Rússa og endurtekur skuldbindingu við stefnu NATO um opnar dyrnar á sama tíma og hún býður upp á reglubundið og raunsært mat á áhyggjum Moskvu.
28. janúar 2022: Pútín segir að helstu öryggiskröfum Rússa hafi ekki verið sinnt en að Moskvu sé reiðubúið að halda áfram að tala.
24. Febrúar 2022 - Stríð í Úkraníu hefst: Rússneska innrásin í Úkraínu hófst 24. febrúar 2022. Tilkynnt var um árásir rússneskra hermanna í helstu borgum víðs vegar um Úkraínu, þar á meðal Berdyansk, Chernihiv, Kharkiv, Odesa, Sumy og höfuðborginni Kænugarð.
Niðurlag
Af þessari rakningu atburðarrásar, er ljóst að aðdragandinn er langur og tíminn sem diplómatar höfðu til að sefja ágreining nægur. Auðljóslega fannst Rússum þeir aðþrengdir, sama má segja um Kínverja og stöðuna í Kínahafi, þeim finnst hernaðarveldið Bandaríkin ásamt bandamönnum þrengja um og of að landamærum sínum. Ef horf er á landabréfakortið, er ótti þessara stórvelda auðljós. Bandaríkin hafa um 1000 herstöðvar um allan heim og geta lokað á alla verslun þessara ríkja ef þau vilja og einangra ef til stríðs kemur. Þetta er líkt og hafa byssu beint að höfði manns á meðan maður stundar viðskipti við "árásamanninn".
Rússar sáu sig tilhneydda til að fara í stríð, sem er alltaf slæmur kostur, en vonandi læra Kínverjar af reynslu Rússa, að sigur, ef hann kemur, getur reynst dýrkeyptur. Þ.e.a.s. ef þeim dettur í hug að taka Taívan sem hefur í sjálfu sér engan hagrænan ávinning, bara stolt af stækkun ríkisins (dýrðarljómi á leiðtogann sem tókst að sameina Taívan við meginland Kína).
Hrellirinn, sem öll stórveldin í heimininn óttast, Bandaríkin, á hér nokkra sök. Óhæfur forseti tók við völdin í Bandaríkjunum, heilabilaður að sögn margra, tókst að hrista svo upp í heimsvaldakerfinu, að stórveldin misskildu aðstæður. Hörmulegt brotthvarf Bandaríkjahers frá Afganistan sendu röng skilaboð til annarra hernaðarvelda, þar á meðal Rússlands. Þetta gerðist á vakt Joe demókratann Biden. Mesta ursla hefur hann reyndar valdið innanlands í Bandaríkjunum, en það er önnur saga.
Sagan á eftir að segja alla söguna. En hún hefur að nokkru komið í ljós opinberlega. En hún er að Joe Biden og sonur hans, Hunter Biden, hafa allt frá tíma Joe sem varaforseta BNA, haft Úkraníu á sinni könnu og makað krókinn í meir en áratug með alls konar spillingu. Úkranía var og er enn gróðarstía spillingapésa og Biden fjölskyldan djúpt sokkin í spillingunni. Þessi spilling Joe Biden hefur m.a. komið í veg fyrir að hann gat stillað til friðar og ef eitthvað er, hefur hann magnað stríðið í stórátök.
Donald Trump, sagði að stríðið í Úkraníu hefði aldrei gerst á hans vakt. Ég trúi honum. Fótsporin sanna það en Abraham friðarsamkomulagið hefur reynst heilladrjúpt til friðar í Miðausturlöndum. En vanhæfni Joe Bidens er svo algjör, að sú friðargjörð er í hættu vegna friðþægingarstefnu hans gagnvart Íran. Andstæðingar Íran heyja þessa stundina leynilegt stríð gegn Íran sem sér ekki endann á.
Bloggar | 2.2.2023 | 18:43 (breytt 3.2.2023 kl. 08:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svo mætti ætla af nýjustu fréttum að dæma,en starfsemi LHG er í skötulíki eða ígildis beinagrindur. Svo er skorið af starfseminni að Færeyingjar reka betri landhelgisgæslu en Íslendingar og þó eru þeir sex sinnum færri en Íslendingar.
Í frétt visis.is segir: "Rekstri TF-SIF, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, verður hætt á árinu vegna hagræðingar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti gæslunni þetta fyrr í vikunni og hefst söluferli á næstunni."
Rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar hætt í hagræðingarskyni
Nú rekur LHG með naumundum tvö varðskip og nokkrar þyrlur. Eftirlitsvélin sem á að selja skiptir sköpum við landhelgisgæslu landsins, enda er yfirferð hennar mun meiri en þyrlna eða varðskipa.Ef eitthvað er, þá ætti LHG að kaupa dróna, sem hún fékk lánaðan um árið og gaf góða raun.
Landhelgisgæslan hefur notað flugvélar síðan loka seinni heimsstyrjaldar með ýmsu móti.
Á vef LHG segir: "Landhelgisgæslan hefur um áratuga skeið notast við flugvélar og þyrlur við löggæslu, eftirlit, leit og björgun auk annarra verkefna. Á árunum eftir síðari heimstyrjöld leigði Landhelgisgæslan stundum flugvélar til að fylgjast með skipaumferð og veiðum í landhelginni, fyrst árið 1948 þegar Grumman Goose-flugbátur var tekinn á leigu. Þetta flug var þó ekki með reglubundnum hætti....10. desember 1955 eignaðist Landhelgisgæslan sína fyrstu flugvél og er almennt miðað við þá dagsetningu sem upphaf flugrekstrar stofnunarinnar. Þetta var flugbátur af gerðinni PBY-6A Catalina með einkennisstafina TF-RAN.
Allar götur síðan hafa loftför Landhelgisgæslunnar borið nöfn ásynja, rétt eins og skipin eru nefnd eftir norrænu goðunum. Catalina-flugbáturinn hafði áður verið í eigu Flugmálastjórnar sem keypti hann skemmdan af varnarliðinu. TF-RAN fór í fyrsta gæsluflugið 29. desember 1955. Nokkrum vikum síðar var sett í hana ratsjá og mun hún vera fyrsta íslenska flugvélin sem búin var slíku tæki."
Við erum sum sé komin aftur á stig landhelgisgæslu eins og hún var fyrir 1948.....á sama tíma bruðlar íslenska ríkið með almannafé, t.d. í móttöku gerviflóttamanna (híti sem aldrei nokkurn tímann er hægt að uppfylla) og önnur gæluverkefni, t.d. menningarstarfsemi, ríkisbálknið/stjórnsýslubálknið og margt fleira.
Það er eins og bráðnauðsynlegir hlutir, eins og bráðamóttaka Landsspítalans, löggæsla (á landi og sjó) séu látnir sitja á hakanum en féið látið renna í stríðum straumum í alls konar vitleysu, t.d. ríkisapparat eins og RÚV og annan óþarfa.
Íslendingum er stundum ekki viðbjargandi. Mýtan um hagsýna Íslendinginn fauk út um gluggann í efnahagshruninu 2008 hjá mér, þar sannaðist vanhæfni íslensku stjórnmálaelítunnar til að stjórna landinu. Hún meiri segja reyndi að troða ofan í kok Íslendinga Icesave, skuldir annarra. Nú á að troða ofan í okkur flóttamannavanda heimssins, þessarar örþjóðar, 10 milljarðar á ári segja menn. Hægt að kaupa tvö varðskip fyrir þann pening árlega eða bora ein jarðgöng. Já, peningunum er hent út um gluggann á Íslandi daglega.
Ef stjórnmálaelítan heldur að hún hafi stjórnað landinu vel, þá er það misskilingur. Í raun rakst Ísland á vegg þegar landið þurfti að koma á kvótakerfi á sínum tíma og þar með takmörk á fjármagni (skattfé) til framkvæmda. Bandaríkjaher hjálpað til við að fjármagna landið en svo var það búið. En túristinn hefur bjargað öllu, allar götur síðan (og fiskeldi og stóriðja), annars væri ekki líft hérna á skerinu.
Alþingi er stimpilstofnun Evrópusambandsins, sem stimplar lög þaðan í gríð og erg, engum lagavitleysum hafnað. Hægt að hagræða þar og í stað 63 þingmanna, að ráða mann í hlutastarf við að stimpla nýju Evrópulögin á Íslandi. Forsetaembættið mætti fjúka með í leiðinni. Forsetinn getur skrifað bækur í eiginn frítíma, ekki á kostnað skattborgara.
Guði sé lof að Ísland er hernaðarlega mikilvægt og Kaninn telur landið mikilvægt hernaðarlega. Annars væri hér opið land og óvarið, fyrir heimsflækinga (sbr. Tyrkjaránið) að koma hér við og.....já maður les daglega fréttir frá Ísalandinu, stundum með kjálkann niðri, gapandi.
Bloggar | 1.2.2023 | 18:29 (breytt kl. 18:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Innlent
- Brýtur upp ásýnd miðbæjarins
- Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár
- Andlát: Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen
- Búseti kærir Reykjavíkurborg
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
- Upphaf Covid19 líklega tengt leðurblöku
- Þetta er ógnvænleg staða
Erlent
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Viðskipti
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað