Bloggfærslur mánaðarins, júní 2022
Goðsögnin um friðsama Íslendinginn sem vill ekki íslenskan her fæddist líklega upp úr miðja 20. öld þegar Íslendingar þurftu að ákveða hvort þeir koma sér upp eigin her eftir að íslenska lýðveldið var stofnað 1944. Margir samvaxnir þættir ollu því að Íslendingar ákváðu að stofna ekki eigin her í nýfrjálsu landi. Hér skal nefna nokkra áhrifaþætti.
Í fyrsta lagi komast Ísland undir hæl tveggja stórvelda, fyrst Breta og svo Bandaríkjamanna. Við þá síðarnefndu var gerður varnarsamningur 1951 sem tryggði varanlegar varnir landsins og Íslendingar þurftu þar með ekki að koma sér upp eigin herstöðvar eða stofna til hers. Kaninn var látinn um þetta og í raun var þetta ljóst í millibilsástandinu 1945-51 hver staðan var og fyrr.
Þróun Íslands í átt að herlaust lýðveldis og viðhald þess:
1) Hernám Breta og herseta Bandaríkjanna á stríðsárunum.
2) Keflavíkursamningurinn.
3) Varnarsamningurinn.
4) Kalda stríðið.
Í öðru lagi, báru íslensk stjórnvöld við fámenni þjóðarinnar sem voru ansi léleg rök, því að ef við hefðu aðeins látið að 1% þjóðarinnar gengdi herskyldi, þá væri það samt rúmlega og yfir 1200 manns (mannfjöldi á Íslandi 1945 var um 126 þúsund manns).
Í þriða lagi báru íslensk stjórnvöld við fátækt. Fátæktin var ekki meiri en svo að landið sem græddi á tá og fingri og hafði vænlegan varasjóð eftir stríðið, fékk meira segja Marchall aðstoðina, þrátt fyrir að hér hafi ekkert stríð geysað.Íslendingar hefðu fengið vopn og tæki frá NATÓ.
Draga má þá einföldu ályktun að stjórnmálasmenn sem voru þá og eru fyrirferðamiklir hvað varða ákvarðanir í varnarmálum veltu ábyrgðina yfir á erlenda þjóð, Bandaríkin. Látum þá um að borga brúsann og leggja til mannskap getur maður ímyndað sér að þeir hafi sagt sín á milli.
Undanskot Íslendinga undan eigin ábyrgð á landvörnum má sjá þegar Ísland gekk í NATÓ 1949.
Grípum niður í grein á Vísindavefnum (sjá slóðina: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65203# ) og hún er svona:
"Afstaða íslensku fulltrúanna einkenndist af varkárni. Bjarni Benediktsson benti á að lega Íslands væri svo mikilvæg fyrir bandaríska og breska hagsmuni að ef ráðist yrði á landið mundu ríkin koma til hjálpar hvort sem Ísland gerðist aðili að bandalagi eða ekki. Emil Jónsson velti upp þeim möguleika að Ísland stæði fyrir utan bandalagið en mundi lýsa því yfir að Bandaríkin og Bretland hefðu aðgang að aðstöðu á Íslandi á stríðstímum. Fyrir vikið tækju Bandaríkin og Bretland að sér að tryggja öryggi Íslands. Viðbrögð bandarískra ráðamanna við þessum hugmyndum voru fremur dræm. Af þeirra hálfu væri enginn vilji til að stofna til sérstaks varnarbandalags við Ísland og Bretland. Auk þess töldu þeir að íslensk stjórnvöld væru að senda ákveðin skilaboð til Sovétríkjanna með því að standa utan fyrirhugaðs bandalags og Sovétmenn gætu nýtt sér það. Öll hjálp frá Vesturveldunum mundi því berast eftir að Ísland hefði orðið fyrir árás eða verið hernumið. Bandarískir ráðamenn áréttuðu að þeir hefðu skilning á því að Ísland væri herlaust land og að íslensk stjórnvöld hefðu engan áhuga á erlendum herafla á Íslandi. Aftur á móti mundi þátttaka Íslands fela í sér að íslensk stjórnvöld þyrftu að leggja bandalaginu til aðstöðu sem yrði í formi afnotaréttar bandalagsríkja af Keflavíkurflugvelli á hættutímum, enda gæti bandalagið varið sjó- og flugleiðir til og frá landinu.
Hinn 30. mars 1949 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðild Íslands að NATO með 37 atkvæðum gegn 13. Allir þingmenn Sósíalistaflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni auk Gylfa Þ. Gíslasonar og Hannibals Valdimarssonar, þingmanna Alþýðuflokksins, og Páls Zóphoníassonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson, báðir úr Framsóknarflokki, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna."
Sum sé, mikil trega við að ganga í NATÓ og þurfti Kaninn að benda á að varnarbandlag Bretlands, Bandaríkjanna og Íslands væri út í hött. Hvers konar varnarbanda væri það þegar þriðji aðilinn ætlaði að láta tvo risa bera sig á bakinu?
Sama viðhorf má sjá ennþá dag í dag, þegar allar Norðurlandaþjóðirnar stefna í sömu sæng og samstarf á sviði varnarmála, að íslensk stjórnvöld "fagna" því en bregðast ekkert við. Hver eru t.d. viðbrögð ríkisstjórnarinnar við stríðátökin í Úkraníu? Eru þau að bregðast við síaukna hættu á að bandalagið sem landið er í, NATÓ, dragist í átökin í Úkraníu? Eða á að bíða eftir bandarískum hersveitum sem taka yfir NATÓ-stöðina á Keflavíkurflugvelli á ný og á það að bjarga Íslandi?
Brotthvarf Bandaríkjahers var skaðlaust 2006 enda engin aðsteðjandi hætta á ferðinni. Rússland var í samstarfi við NATÓ og allt stefni áfram með friðsaman heim, að vísu hryðjuverkahætta fyrir hendi en enginn hernaðarátök milli ríkja.
Margir Íslendingar fögnuðu brotthvarfinu og það af vinstri væng stjórnmálanna. Vinstri menn undir forystu Samfylkingar grófu undir varnargetu Íslands með afnámi Varnarmálastofnuninnar. Hvernig? Jú, vitneskja og upplýsingaöflun og þekking sérfræðinga er undirstaða upplýstrar ákvörðunnar í varnarmálum. Til hvaða sérfræðinga leita íslensk stjórnvöld til að meta hernaðarlegar hættur sem steðja að Íslandi í dag? Það væri fróðlegt að vita nöfnin á íslensku herfræðingunum sem upplýsa íslensk stjórnvöld um daglega stöðu. Ég held að þeir séu teljandi á annarri hendi en vitneskunnar sé leitað til Bandaríkjanna.
Það var gerð skýrsla sem ber heitið Skýrsla um áhættumat fyrir Íslands árið 2009. Hnattrænir, samfélagslegir og hernaðarlegir þættir. Útgefandi: Utanríkisráðuneytið Útgáfumánuður: Mars 2009.
Þar segir um breyttan heim:
"Skilningur á öryggi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum tveimur áratugum. Í stað þess að miðast eingöngu við ríkisvaldið, hervarnir eða ógnir frá ríkjum eða ríkjabandalögum, eins og í kalda stríðinu, hefur öryggishugtakið verið víkkað út með það fyrir augum að ná yfir nýjar ógnir (new threats), þ.e. hnattræna (global) eða þverþjóðlega (transnational), samfélagslega og mannlega áhættuþætti (risks), eins og skipulagða glæpastarfsemi, hryðjuverk, efnahagskreppu, ólöglega fólksflutninga, mansal, matvælaöryggi, náttúruhamfarir, farsóttir, umhverfisslys og fjarskipta-, net- og orkuöryggi. Hefðbundin mörk milli innra og ytra öryggis ríkja hafa þannig orðið æ óljósari, enda ókleift að meta þverþjóðlegar hættur og bregðast við þeim með slíkri aðgreiningu. Loks hefur hugtakið mannöryggi (human security) rutt sér til rúms. Það vísar til öryggis einstaklinga fremur en ríkja, en deilt er um hvort það eigi einungis að ná yfir ofbeldi af pólitískum toga eða einnig að taka til efnahagslegra og félagslegra þátta. Viðbúnaður tekur nú oft mið af áhættu og veikleikum (vulnerabilities) ríkis, samfélags eða grunnvirkja fremur en beinni ógn."
Nú hefur komið í ljós að allar ofangreindar hættur steðja að Íslandi og það á sama tíma. Meiri segja hefðbundin hernaðarátök eru í túnfæti Evrópu, í Úkraníu. Með því að útvíkka þjóðaröryggishugtakið þannig að það nái utan um allan ansk...var hægt að útvatna varnartengd mál og hugtakið hernaðaröryggi og leggja niður Varnarmálastofnun.
Það var gerð skýrsla árið 2013, sem ber heitið Verkefni fyrrum varnarmálastofnunar, maí 2013, Ríkisendurskoðun. Skýrslan er nokkuð konar réttlæting fyrir ófaglega ástæðu aflögn Varnarmálastofnunar.
Þar segir á upphafssíðu skýrslunnar:
"Varnarmálastofnun tók til starfa í byrjun júní 2008 í samræmi við varnarmálalög nr. 34/2008. Hún var síðan lögð niður 1. janúar 2011 með lögum nr. 98/2010 um breytingu á varnarmálalögum. Sú ákvörðun byggði á tillögum starfshóps um öryggismál og endurskipulagningu Stjórnarráðs Íslands sem í sátu fulltrúar fimm ráðuneyta, þ. á m. utanríkisráðuneytis en varnarmál heyra undir það. Hópurinn lagði til að Landhelgisgæslu Íslands og Ríkislögreglustjóra yrði falið að taka við flestum verkefnum Varnarmálastofnunar. Verkefnin fólust einkum í loftrýmiseftirliti og rekstri íslenska loftvarnarkerfisins, varnarmálasamskiptum við NATO og Bandaríkin, rekstri upplýsingakerfa og öryggisvottunum. Með lögunum var utanríkisráðherra veitt heimild til að gera verksamninga og samninga um rekstrarverkefni Varnarmálastofnunar við aðrar stofnanir með samþykki hlutaðeigandi ráðherra. Eitt af meginmarkmiðum þess að leggja Varnarmálastofnun niður og fela öðrum stofnunum verkefni hennar var að hagræða í ríkisrekstri. Það gekk eftir að hluta til því kostnaður við verkefnin lækkaði um 8% milli áranna 2010 og 2012 á verðlagi hvors árs. Að mati Ríkisendurskoðunar er þó enn svigrúm til hagræðingar á þessu sviði."
Sparnaður og hagræðing voru kjörorð skýrslu Ríkisendurstofnun sem væntanlega er sérhæfð stofnun sem metur varnarmál?
Það er í sjálfu sér ekkert slæmt að Landhelgisgæslan (og Ríkislögreglustjóri) reki og sjái um varnartengd mál. Vandinn er að varnarmál eru bæði innanríkismál og utanríkismál. Því er Utanríkisráðuneytið enn með puttanna í þessum málum, sérstaklega í samskiptum við NATÓ. Landhelgisgæslumál og varnarmál innanlands kemur ráðuneytinu því ekkert við.
Það er því ekki goðsögn að endurvekja Varnarmálastofnun í fyrri mynd, þar sem faglegar ákvarðanir eru teknar byggðar á greiningargögnum sem greiningardeild innan stofnuninnar aflar. Það eru lágmarks viðbrögð við sífellt hættulegri heimi.
Stofnunin sæi um varnarmannvirki, varnaræfingar, samskipti við erlenda heri og NATÓ og Landhelgisgæslan sett undir hatt hennar enda eina stofnun landsins sem gæti tekið að sér varnir landsins.
Ég segi: Hinc admoneo Islandiam convocasse et exercitum movere.
Bloggar | 6.6.2022 | 11:31 (breytt kl. 14:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ein af margvíslegum afleiðingum stríðsins í Úkraníu er að Þjóðverjar eru loksins að vakna úr roti. Bandamenn þeirra, þar á meðal Bandaríkjamenn, hafa kvatt þá til að leggja meira til varnamála en hingað til. þeir hafa hunsað það algjörlega. En nú er stríð í túnfætinum og hvað gera menn þá?
Nú hafa Þjóðverjar tilkynnt meiri háttar framlag til varnarmál, eða 100 milljarða evra. Tilkynningin barst þremur dögum eftir að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu í síðasta mánuði og aðeins fáum þýskum þingmönnum hafði verið tilkynnt um það sem Olaf Scholz kanslari ætlaði að segja: að Þýskaland myndi innleiða 100 milljörðum evra í herinn sem myndi gera hann einn af sterkastu herjum Evrópu.
Nú gríp ég niður í grein hjá npr um þetta sem eru nákvæmari en ég sem heimild (sjá slóðina: https://www.npr.org/2022/03/22/1087859567/germany-military-buildup-russia-invasion-ukraine ).
"Scholz sagði að héðan í frá muni Þýskaland leggja meira en 2% af vergri landsframleiðslu sinni í herinn. Samkvæmt gögnum sem NATO hefur safnað er gert ráð fyrir að Þýskaland hafi eytt 1,53% af landsframleiðslu til varnarmála á síðasta ári.
Þing Þýskalands braust út í sjaldgæft standandi lófaklapp, öskur sem fyllti aðalsal Reichstag, byggingu þar sem eyðilegging og endurfæðing voru miðpunktur hryllingsins í síðustu heimsstyrjöld. Það var nú aftur vitni að því sem Þjóðverjar kölluðu Zeitenwende: söguleg tímamót.
Varnarmálasérfræðingurinn Jana Puglierin fylgdist vantrúaður með. Það var heillandi fyrir mig að sjá þetta vegna þess að fyrir margt af því sem hann hafði í rauninni ákveðið á einni nóttu hafði ég barist [fyrir] í mörg ár og ég var viss um að ég myndi aldrei sjá þá verða að veruleika, segir hún. Þýskaland stóð lengi gegn því að byggja upp sterkari her.
Puglierin, sem fer fyrir skrifstofu Evrópuráðsins um utanríkistengsl í Berlín, segist í mörg ár hafa hlustað á bandamenn Þýskalands hvetja það til að stíga upp og verja meira til varnarmála og veita meiri forystu, en þýsk stjórnvöld hafa ítrekað hafnað hugmyndinni.
Hún segir að útgjöld til varnarmála hafi ekki einu sinni verið tiltökumál í kosningum í landinu síðastliðið haust. Og ég held að aðalástæðan fyrir því hafi verið sú að þýskum ríkisborgurum fannst sér ekki ógnað í mjög langan tíma, segir hún. "Þeir sáu aldrei að öryggi þeirra væri í raun viðkvæmur hlutur. Þeir tóku því mjög sem sjálfsögðum hlut. Og sú hreina hugmynd að, ég veit ekki, rússnesk flugskeyti myndi lenda á Þýskalandi var algjörlega fáránleg."
Þetta þýska hugarfar á rætur í fortíð sem er erfitt fyrir marga borgara að reikna með; tími þegar landið, undir stjórn Adolfs Hitlers, byggði einn stærsta her heims. "Þeir hófu stríðið og augljóslega var allur iðnaður breytt í her. Og svo á eftir var allt flatt út," segir hersérfræðingurinn Constantin Wissman.
Wissman, höfundur bókarinnar Not Quite Ready for Combat: How the German Army becomes a rubbish army, segir að seinni heimsstyrjöldin hafi ekki aðeins eyðilagt þýska herinn, heldur skilið eftir leifar af skömm um framtíð hans. Og í rauninni er hægt að sjá mörg vandamál sem þýski herinn hefur nú stafað af þeim tíma vegna þess að við vorum aldrei sátt við að hafa her.
Peningar geta ekki keypt allt
Eftir lok kalda stríðsins dró Þýskaland niður varnarfjármagn sitt og notaði minnkaðan her sinn ekki svo mikið til að vernda heimaland sitt heldur til að aðstoða við verkefni NATO erlendis, svo sem Kosovo og Afganistan. Staða þýska hersins varð fyrir svo miklum þjáningum að árið 2015 í sameiginlegri þjálfun NATO neyddust þýskir hermenn til að nota kústskafta málaða svarta í stað byssna vegna skorts á búnaði.
Þegar þingið hefur samþykkt útgjaldaáætlun Scholz til varnarmála mun nýja fjármagnið hjálpa til, en peningar munu ekki leysa allt, segir Wissman. "Ég held að skipulagshalli þýska hersins sé dýpri og hann hafi skipulagsvandamál sem ætti að leysa áður en þú eyðir peningunum í það."
Jafnvel með nýju peningana, segir hernaðarsérfræðingurinn Thomas Wiegold að herir Þýskalands muni enn neyðast til að leika leikinn að ná upp forskot. Fyndið, þetta þýðir ekki að aukin stærð, segir Wiegold. "Þetta þýðir ekki einu sinni að bæta við allt annarri getu. Fyrst og fremst þýðir það að fjármagna það sem í raun ætti að vera til staðar nú þegar."
Hlutir eins og nútíma orrustuþotur - fyrr í þessum mánuði lofaði Þýskaland að kaupa næstum þrjá tugi F-35 véla af Lockheed Martin í stað 40 ára gamla Tornado - þotuflotans. Wiegold segir að þetta sé bara byrjunin. Þýskaland þarf meðal annars að kaupa nýja skriðdreka, vopn og herskip.
Evrópa gæti verið öruggari og treyst minna á Bandaríkin
Og þegar Þýskaland endurreisir her sinn, segir Wiegold að restin af Evrópu muni líða öruggari. Hann vitnar í fyrrverandi utanríkisráðherra Póllands sem sagði: "Ég er ekki hræddur við sterkan þýskan her. Ég er hræddur við veikan þýskan her."
Það er ekki það að Frakkland eða Bretland eða Ítalía eða jafnvel Pólverjar myndu líta á hernaðarlega sterkt Þýskaland sem ógn, segir hann. "Ég held að það sé meira og minna öfugt; að þeir ætlast til þess að Þýskaland, með sitt efnahagslega vald, leggi sitt af mörkum á öryggishliðinni."
Puglierin varnarmálasérfræðingur segist vona að Þýskaland komist áfram með þá ábyrgð sem stærsti her Evrópu ber með sér. Vegna þess að allt of lengi, segir hún, hafi Þýskaland treyst á Bandaríkin til að verja það. Ég hef heyrt svo marga Evrópubúa og Þjóðverja segja Guði sé lof að við höfum Bandaríkin. En á sama tíma þurfum við að átta okkur á því að við eigum ekki að taka því sem sjálfsögðum hlut að Bandaríkin séu þarna til að passa Evrópubúa að eilífu, segir Puglierin. Þannig að ég held að við þurfum að verða miklu hæfari samstarfsaðili í Atlantshafsbandalaginu til að skapa samband yfir Atlantshafið á jafnréttisgrundvelli.
Og hún segir að þetta þýði ekki aðeins að deila byrðum bandaríska hersins, heldur einnig að hafa sanngjarnt að segja um hvernig alþjóðlegt öryggi þróast. Hún segir að Þýskaland sé ekki aðeins á varðbergi gagnvart Rússlandi heldur einnig Kína og eftir því hver tekur við Hvíta húsið árið 2024 sé erfitt að spá fyrir um hvernig samband Þýskalands við Bandaríkin verði. Sterkari þýskur her, telur hún, ætti að hjálpa Þýskalandi að sigla þessa óvissu; her sem er nú á leiðinni til að vera þriðji stærsti í heimi, aðeins á eftir bandaríska og kínverska hernum.
Það sem ég myndi vonast til að sjá er að við þróum heilbrigt samband gagnvart þessari hugmynd um fullveldi Evrópu vegna þess að ég held að það sé örugglega nauðsynlegt, segir hún.
Puglierin segir að í áratugi hafi forysta Þýskalands trúað því að það gæti komið á friði með viðskiptum og þyrfti ekki stóran her. En heimurinn er orðinn óstöðugri og ófyrirsjáanlegri. Og hæfur her, segir hún, er nú nauðsyn.
Bloggar | 5.6.2022 | 17:25 (breytt kl. 17:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Talað er um að Bandaríkin hafi verið í stríðum síðan ríkið var stofna 1776. Það er kannski ekki alls kostar rétt, því að það sem kallað er stríð, voru oftast hernaðarskærur við frumbyggja landsins - Indiána. Það má skipta stríð Bandaríkjanna í tvö tímabil. Fyrra tímabilið einkenndist af útþennslu og lönd unnin af frumbryggjum og ein borgarastyrjöld en einnig stríð við nágrannaríki, Kanada (Breta), Mexíkó og Kúbu. Þetta tímabil stóð frá 1776 til 1898.
Helstu stríðin:
Bandaríska byltingin, 1776-1781. Barist við nýlenduherranna, Breta. Fullur sigur.
Stríðið 1812 (til 1815). Enn barist við Breta, nú frá Kanada. Breskir sagnfræðingar líta jafnan aðeins á stríðið sem eina af mörgum vígstöðvum Napóleonstyrjaldanna en í Bandaríkjunum og Kanada er yfirleitt litið á átökin sem annað stríð. Engar breytingar á landamærum.
Mexíkó-Bandaríska styrjöldin 1846. Bandaríkin höfðu fullan sigur og bættu við sig Texas.
Bandaríska borgarastyrjöldin 1861-65. Suðurríkin vildu kljúfa sig frá Bandaríkjum en Norðurríkin komu í veg fyrir það og höfðu sigur. Ríkið hélst í heilu lagi. Mesta styrjöld BNA fyrr og síðar.
Spænsk-bandaríska stríðið 1898. Nú barist á Kúbu og Spánverjar hraktir frá eyjunni. Hún undir hæl Bandaríkjanna nokkurra áratugi síðan.
Nú fara Bandaríkjamenn að berjast utan Ameríku.
Fyrri heimsstyrjöldin 1914-18. Bandaríkjamenn komu inn á lokametrunum og þátttaka þeirra olli því að Þjóðverjar sáu sæng sína uppbretta og báðu um frið.
Seinni heimsstyrjöldin 1939-45. Bandaríkjamenn komu ekki inn fyrr en 1941 eftir árásina á Pearl Harbour - Perluhöfn. Megin andstæðingur var japanska heimsveldið en Þýskaland að hluta til. Fullur sigur þeirra á Japönum en eins og í fyrri heimsstyrjöld báru bandamenn þeirra meginþunga og mannfall átakanna gegn nasistum Þýskalands.
Kóreustyrjöldin 1950-53. Jafntefli gegn N-Kóreu sem nutu stuðnings Kínverja í vopnum og mannskap.
Víetnamstríðið. Upphafið er 1959 en meginátökin stóðu frá 1964-73. Saminn friður milli S- og N-Víetnam. Suður-Víetnamar töpuðu síðan 1975 vegna svika Bandaríkjamanna.
Persaflóastríðið 1990. Andstæðingurinn var Írak sem hafði gert innrás inn í Kúveit. Þeir hraktir þaðan en látið var af að gera innrás í Írak.
Afganistanstríðið 2001 til 2021. Ekki hægt að kalla brotthvarf þeirra annað en ósigur, því Talibanar tóku strax völd.
Írakstríðið 2003-11. Landið yfirgefið en hryðjuverkasamtök stofnuðu ríki í Sýrlandi og Írak. Þeir hraktir á braut.
Inn á milli þessara stórátaka, voru erlendar ríkisstjórnir hraktar frá völdum með valdaránum og endalausar smá skærur víðsvegar um heim við margvíslega andstæðinga.
Er þetta glæsilegur ferill? Veit það ekki. Þeim gékk best á heimavelli, í Ameríku. Í stórstyrjöldunum tveimur, heimsstyrjöldunum báru þeir ekki meginþunga átakanna. Bandamenn þeirra báru þær í Evrópu. Þeir áttu sigurinn gegn Japönum þó einir í Asíu. Vegna stjórnarfars, lýðræðið, hefur það leitt til þess að þeir hafa ekki verið brútal, a.m.k. að mestu leyti. Víetnamsstríðið var þó mannskætt. Bandaríkin mega eiga það að þeir reyna ekki að halda landi, utan Ameríku en alls staðar eru þeir með fingurnar.
Bandaríkin eru ótrúlegt ríki, land andstæðna, heill heimur út af fyrir sig. Við Íslendingar leyfum okkur að skammast út í Bandaríkjamenn en þeir hafa reynst góðir grannar og verndarar. Ómögulegt er að segja hvar heimurinn væri án þeirra. Myndi giska á að hann væri grimmari og fleiri stríð að baki. Bandaríkin eru hernaðarveldi og því ekki undarlegt að þeir standi í stríðum og valdapólitík. Það gera Rússar, Bretar, Frakkar, Japanir, Kínverjar o.s.frv. Bandaríkjaher hefur yfir að ráða 900 herstöðvar víðsvegar um heim. Hann er eini herinn sem getur barist hinum megin á hnöttinum án teljandi erfiðleika.
P.S. Þess má geta að Bandaríkin samanstanda ekki aðeins af fimmtíu ríkjum, heldur ráða þeir yfir svæðum langt út fyrir landsteinanna. Þetta eru helst smáeyjar og þær eru:
- Púrtó Ríkó (Purto Rico).
- Guam.
- Bandarísku Jómfrúareyjarnar (US Virgin Islands).
- Norður Maríana eyjarnar (Northern Mariana Islands).
- Bandarísku Samóa eyjar (American Samoa).
- Midway eyja (Midway Atoll).
- Palmír (Palmyra Atoll).
- Bakerseyja (Baker Island).
- Wake eyja (Wake Island).
- Johnsoneyja (Johnson Atoll).
- Kingmanrif(Kingman reef).
- Javiseyja (Javis Island).
- Howlandeyja (Howland Island).
- Navassaeyja(Navassa Island).
Sum af þessum svæðum eru óbyggð. Svo eru ótal sjálfstjórnarsvæði innan Bandaríkjanna, svokölluð verndarsvæði Indíána sem er of langt að telja upp hér.
Bloggar | 4.6.2022 | 12:47 (breytt 5.6.2022 kl. 12:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er ákveðin list að stjórna heimsveldi - risaveldi og samt takast að tapa stríði gegn vanmáttugum andstæðingi. Oft er talað um að Bandaríkjamenn séu arftakar Rómverja og þeir sjálfir stæra sig af því að vera mesta hernaðarveldi veraldarsögunnar.
En samanburðinn er ósanngjarn, Rómverjar ríktu sem stórveldi í þúsund ár (tvö þúsund ef við tökum Býsantríkið með), en Bandaríkjamenn hafa tórað sem stórveldi í um eina öld. Rómverjar töpuðu orrustum (sjá grein mína um orrustuna við Cannae) en aldrei stríðum. Það tók aldir fyrir þá að falla og þeir féllu innan frá.
Bandaríkjamönnum hefur tekist að tapa stríðum gegn veikum andstæðingum, sem er næsta óskiljanlegt. Lítum á ferilinn. Jafntefli í Kóreustyrjöldinni. En svo kemur stóra höggið og tapið í Víetnam. Svo aftur í Írak og loks Afgangistan. Töpuðu þeir á vígvellinum? Nei, í öllum þremur ofangreindum styrjöldum höfðu þeir sigur. Með friðarsamningunum í París 1973 fóru þeir með álitlegan friðarsamning í farteskinu, þeir voru farnir frá Írak þegar Kalífa ríkið hið illa tók yfir hluta Íraks og Sýrlands og þeir héldu Talibana í höfn þegar Trump var við völd.
En hvað eiga öll þessi stríð sameiginlegt? Jú, Demókratar taka við völdum af Repúblikönum, sem höfðu náð ásættanlegri niðurstöðu í stríðunum, og þeir eyðulögðu árangurinn með pólitík.
Besta dæmið um þetta er fall Richard Nixons sema hafði þvingað N-Víetnami til samninga enda voru þeir í vonlausri hernaðlegri stöðu. Sama hafði Trump gert gagnvart Talibönum, þeir drápu ekki einn einasta bandarískan hermann í 18 mánuði meðan hann var við völd og það ríkti friður. Hann ætlaði að halda einni herstöð og 2500 manns sem hefði haldið valdajafnvæginu í Afgangistan.
Kíkjum fyrst á Víetnam. Bandaríkjamenn hétu S-Víetnömum fullum herstuðningi eftir friðarsamninganna en þegar Nixon hröklaðist frá völdum vegna Watergate, snéri Bandaríkjaþing undir stjórn Demókrata gegn frekari hernaðaraðstoð til handa S-Víetnam. Ríkið féll tveimur árum síðar.
Obama dró nánast allt herlið frá Írak, gegn ráðleggingum hernaðarsérfræðinga og það ruddi brautina fyrir Kalífaríkið hið illa. Með herkindum tókst að reka það úr landinu.
Afganistan. Joe Biden hreinlega lagði á flótta með "öflugasta" herafla heims gegn vígamönnum vopnðuðum hríðskotabyssum og var brotthvarfið svo snauðuglegt, að allar heimildamyndir framtíðarinnar munu sýna örvæntingafullt fólk hlaupandi eftir bandarískum herflugvélum og detta úr lofti (sjá t.d. allar heimildamyndir um Víetnamstríðið en þar er fastur liður að sýna rýmingu bandaríska sendiráðið í Saigon sem var vægast sagt kaótísk).
Nú er fjórða stríðið sem geysar á vakt Demókrata og það í sjálfri Úkraníu. X þátturinn í því stríði er sjálfur Joe Biden sem veit ekki hvort það er dagur eða nótt og segir alls konar steypu, þannig að það er heilt starfslið sem í vinnu við að leiðrétta ruglið. Hann gæti komið á heimsstyrjöld með heimskulegum ummælum sínum, ekki bara gagnvart Rússum, heldur einnig Kínverjum. En sem betur fer sjá þeir það sama og við, elliæran Bandaríkjaforseta sem ratar ekki inn í Hvíta húsið. Þeir taka mátulega rétt á honum en æsa sig upp við orð hans ef það hentar þeim.
Ég segi: Hinc admoneo Islandiam convocasse et exercitum movere.
Hér er ágæt myndband um klúður Demókrata í lok Víetnamsstríðsins.
https://www.facebook.com/watch/?v=539075784488542
Bloggar | 3.6.2022 | 14:09 (breytt kl. 17:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við erum stofnaðilar að langöflugasta öryggis- og varnarsamstarfi í heimi og þar gengur okkur vel, sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þegar hún var spurð um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Segir NATO-aðild tryggja öryggi, ekki ESB
Þetta er rétt hjá Þórdísi. Það kemur einnig fram að 80% af fjármagni NATÓ komi utan Evrópu, sem þýðir í raun Bandaríkin (og Kanada að litlu leyti) borgi brúsann. Við sitjum á baki risa. Bandaríkin eru risaveldi en jafnvel risaveldi geta lent í vanda.
Joe Biden glopraði út úr sér að BNA væru tilbúin í hernaðarátök vegna Taívan. Nú er svo komið að slagurinn, ef hann yrði tekinn, er orðinn ansi jafn milli Kína og Bandaríkin. Síðarnefnda stórveldið myndi þurfa að taka á öllum sínum mætti til að standa í stríði við Kína. Hvar er þá Ísland statt? BNA gætu de facto ekki varið landið, hefðu ekki mannskap né tæki til þess. Myndu BNA koma Íslandi til varnar ef það kynni að leiða til kjarnorkustyrjaldar?
Þetta eru ekki vangaveltur, við höfum fordæmi úr fortíðinni, þegar Írak og Afganistan stríðin voru í fullu gangi, tók Bandaríkjaher sitt hafurtask og kvatti hvorki kóng né prest, í bókstaflega merkingu og fór einhliða. Hvað gera Danir þá? Dustar rykið af baunabyssum varðskipanna tveggja? Endurpanta afgamlar hríðskotabyssur frá Noregi? Krossa fingur og vona það besta?
Ef við sleppum allri dramatík eins og kom hér að ofan, þá er líklegasta sviðsmyndin hryðjuverkaárás, ekki innrás. Önnur sviðsmynd er að NATÓ-ríkin dragast í hernaðarátök og Ísland þar með. Þá eru líkurnar á árás á Ísland komnar upp í 100%, enda veikasti hlekkurinn í keðjunni og landið er hernaðalega mikilvægt staðsett.
Varnarmat er símat. Tímarnir breytast og mennirnir með. Ekkert stórveldi hefur lifað af endalaust. Ekki einu sinni Rómaveldi. Svo verður heldur ekki með Bandaríkin.
Öld Bandaríkjanna var á 20. öldinni - pax Americana. 21. öldin virðist sýna minnkandi áhrif BNA. Alltaf er fyrir hendi að Bandaríkjamenn skelli í lás og segi að þeir eigi nóg með sjálfa sig. Það eru ákveðin öfl í Bandaríkjunum sem bíða eftir slíku tækifæri. Það gerðu þeir tvisvar sinnum á 20. öld. Í seinni heimsstyrjöld voru þeir dregnir nauðugir í heimsátökin með beinni árás Japana en í þeirri fyrri tóku þeir þátt í lokaslagnum, ekki beint viljugir, lögu lóð á vogaskálarnar.
Einhvern tímann þurfum við að skríða undan pilsnafald Bandaríkjanna, hvenær það er, veit ég ekki.
Ceterum (autem) censeo Carthaginem esse delendam sagði Cató hinn eldri (Marcus Porcius Cato) þegar hann endaði ræðu sína, sama hvað hún fjallaði um. Ég segi: Hinc admoneo Islandiam convocasse et exercitum movere.
Bloggar | 2.6.2022 | 15:03 (breytt 3.6.2022 kl. 17:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í nútímastríði, skiptir framleiðslugeta og aðföng á hergögnum öllu máli, ekki endilega "mannauðurinn".
Tökum dæmi: Ísrael var að tapa stríðinu gegn Aröbum 1948 en mánuði eftir að stríðið hófst fengu þeir vopnasendingu frá Tékkóslóvakíu sem breytti gang stríðsins. Þeir unnuð stríðið einmitt vegna þessara vopnasendinga. Sama átti við seinni stríð Ísraela. En það er merkileg staðreynd að birgðir nútíma herafla eyðast frekar fljótt. Er það líklega vegna þess hversu vopnin eru dýr og vopnabúrin því lítil.
Sama er með Úkraníu, þeir vinna stríðið á því að fá hergögn frá Evrópuríkjum og Bandaríkjunum. Þau streyma nú inn og munu gerbreyta stríðinu eftir nokkra mánuði. Á sama tíma eru Rússar að hreinsa úr vopnabúrum sínum og þurfa að notast við handónýta hertæki, s.s. úrelda skriðdreka. Mannskapurinn er meira eða minna dauður, særður eða niðurbrotinn andlega af áæltuðum 200 þúsund manna innrásarher (gerðu sömu mistök og BNA í Írak, alltof lítill her til að taka stórt land og hernaðarmarkmiðin ekki skýr).
Allar hernaðaraðgerðir Rússa hafa misheppnast hingað til og þótt þeir sæki á í austurhéruðunum tímabundið, hafa þeir ekki getu til að halda þessum landsvæðum þegar Úkraníumenn hefja gagnsókn nú í sumar með nýjum vopnabirgðum.
Hjá Úkraníumönnum er um að ræða allsherjar stríð og allur heraflinn kallaður til vopna (og þjóðin öll) en Rússar vilja ekki enn viðurkenna að þetta sé stríð og hafa takmarkaðan aðgang að varaliði.
Volodymyr Zelenskyy sagði reyndar nýlega að þeir gætu ekki tekið Krímskaga aftur hernaðarlega (enda hafa þeir engan rétt á honum, íbúar hans árið 2014 voru aðeins 15,6% Úkraníumenn (Rússar 68%) og íbúarnir kusu gegn áframhaldandi veru í Úkraníu. Sögulega séð (síðastliðin 300 ár) hefur skaginn verið undir stjórn Rússlands).
Það sem er dálítið skrítið með Rússa er að þeir geta eytt heilli heimsálfu með kjarnorkuvopnum en þeir hafa enga getu til að taka nágrannaríki með hervaldi. Besti hluti rússneska hersins er stórskotaliðið sem beitir sömu aðferðir og stórskotalið Napóleons; samanþjöppuð skothríð og að skjóta allt í tætlur án tillit hverjir verða fyrir skothríðinni. Napóleon var reyndar skárri, hann skaut óvinaherina í tætlur og markmiðið var gjöreyðing þeirra, en í nútímastríði Rússa er allt skotið í tætlur og almenningur þarf að súpa seyðið.
Til samanburðar þá eru stríð Rússa og Bandaríkjamanna gjör ólík. Bandaríkjamenn reynda a.m.k. að velja úr skotmörk (hræddir við almenningsálitið) á meðan sviðin jörð er markmið rússneska hersins.
Bloggar | 1.6.2022 | 10:56 (breytt kl. 12:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020