Bloggfærslur mánaðarins, mars 2022

Kafbátaleitarflugsveit staðsett á Íslandi

Robert Burke, aðmíráll og yfirmaður bandaríska flotans í Evrópu og Afríku, viðraði í viðtali fyrir tveimur árum möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi.

„Við veltum því fyrir okkur hvort ekki séu einhver verðmæti fólgin í því að hafa lítið, varanlegt bandarískt fótspor á Íslandi,“ sagði Burke í samtali við Vísir - sjá slóðina: Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi.

Hann kom til Íslands í tilefni af yfirstandandi loftrýmisgæslu bandaríska flughersins á landinu.

Burke sagði aðspurður að „lítið fótspor“ gæti falist í því að vera í upphafi með sérhæfða greinendur í tengslum við verkefni kafbátaleitarflugvéla af gerðinni P-8 Poseidon. Þar væri um að ræða 50 manna hóp.

Þá sagði Burke að „fótsporið“ gæti falist í staðsetningu á Íslandi á flugsveit P-8 véla en henni myndu fylgja „hundruð manna, byggingaframkvæmdir og húsnæði.“ Slíkar flugvélar koma nú óreglulega til landsins frá herstöðum í Flórída eða á Ítalíu. Í flugsveit eru að jafnaði 12 flugvélar en fjöldinn getur verið mismunandi að sögn talsmanns bandaríska flotans.

„Við höfum rætt þetta sem möguleika og þetta er eitthvað til að skoða betur,“ sagði Burke. Hann sagði að einnig væri verið að skoða hafnaraðstöðu á Austurlandi með áherslu á leitar- og björgunarstarf.

Þó að Bandaríkjamenn hafi ekki varanlega aðstöðu á Íslandi þá fljúga P-8A kafbátaleitarflugvélar annað veifið til Keflavíkur og þaðan út á Norður-Atlantshafið. 

Að jafnaði dvelja 100 – 300 liðsmenn aðildarþjóða Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu en vegna þess að alltaf er verið að skipta um sveit, þá er erfitt að kalla þessar sveitir hafi fast aðsetur á Keflavíkurflugvelli. 

Það er ekkert sem segir að ekki sé hægt að þjálfa Íslendinga í kafbátaeftirlit og þeir skipi kafbátaeftirlitsflugvélarnar. Íslendingar reka með myndarbragð loftrýmiseftirlit fyrir hönd NATÓ og ættu með réttri þjálfun að geta rekið kafbátaeftirlitið á ársgrundvelli.


Ekki þörf á her með fasta setu á Íslandi segir Albert Jónsson

Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum segir að ekki sé þörf á her með fasta setu á Íslandi. Sjá slóðina hér að neðan.

Það er rétt mat en núverandi fyrirkomulag nægir í bili a.m.k.

Albert segir ennfremur: "...ekki þörf á herliði með fasta viðveru hér á landi í núverandi stöðu heimsmála. Ísland sé aðili að Atlantshafsbandalaginu og Íslendingar eigi sameiginlega hagsmuni með Bandaríkjunum, sem sæju hag í að verja Ísland , ef til þess kæmi að átökin í Úkraínu yrðu kveikjan að heimsstyrjöld.  Albert segir að hún sé ekki á leiðinni.

Engin hernaðarleg ógn fyrir Ísland, nema....

„Það er engin hernaðarleg ógn sem steðjar að Íslandi fyrr en til stórveldastyrjaldar kæmi, sem þá næði til Norðurhafa því Keflavíkurflugvöllur myndi hafa stuðningshlutverk við sóknaraðgerðir gegn Rússlandi í Norðurhöfum og auðvitað yrði Keflavíkurflugvöllur skotmark í því samhengi. En eins og ég segi, þetta er eina ógnin og eina hernaðarhlutverkið sem Ísland myndi hafa í slíkum átökum".

Með öðrum orðum yrði Ísland skotmark í þriðju heimsstyrjöldinni. En landið yrði ekki bara skotmark, heldur berskjaldað fyrir innrás og hemdarverkaárásir. Albert má ekki gleyma því.

Rússar beittu þeirri aðferð við töku Krímskaga og Donbass svæðanna tveggja að læða inn flugumönnum og sérstökum skemmdaverkasveitum fyrir innrás.  Sama gerðist þegar þeir eru nú að reyna að taka alla Úkraníu, þeir sendu inn morð- og skemmdiverkasveitir undan innrásarliðinu.

Íslendingar þurfa því nauðsynlega að ráða yfir öruggissveitir (hvað við köllum þetta, heimavarnarlið eða annað) til að ráða við fyrstu bylgju árásar sem er þá í formi skemmdaverka og árása á ráðamenn þjóðarinnar. Reynt yrði að taka yfir útvarpsstöðvar, flugvelli og aðra mikilvæga innviði. Hér kæmu íslenskar varnarsveitir til sögunnar.

Við þurfum ef til vill ekki á að halda fastaher, en örugglega vopnaðar sveitir sem geta tekist á við almennna hryðjuverkamenn eða sérsveitir erlendra herja sem kynnu að vilja að ráðast inn í landið. 

Ekki má gleyma því að ef til þriðju heimsstyrjaldar kemur, mun Ísland sitja út undan og líklegt er að Bandaríkjaher hafi hreinlega ekki tíma eða mannskap til að sinna vörnum á Íslandi. Hann hafði ekki mannskap 2006 þegar hann barðist í tveimur stríðum og dró einhliða herlið sitt frá Íslandi við kröftug mótmæli Íslendinga.

Þeir gætu því misst landið úr höndum sér og þurft að endurheimta það með vopnavaldi, sem væri geysilegur skaði fyrir Íslendinga.

Einnig er betra að við Íslendingar sem eigum allt undir, og ekki Bandaríkjaher, sjái um fyrstu viðbrögð.  Bandarískur her kemur inn á eigin forsetum, ekki á forsendum Íslendinga. Það er öruggt. Breskur og síðar bandarískur herafli á stríðsárunum var hér á eigin forsendum.

Enginn, jafnvel hernaðarsérfræðingurinn Albert Jónsson, getur séð fyrir framtíðina og hvaða leiðir átök kunna að fara. Betra væri að vera undirbúinn eins og Agnar K. Hansen lögreglustjóri á stríðsárunum, sem var byrjaður að þjálfa íslensku lögregluna í vopnaburði þegar Bretaher kom í "heimsókn". Undirbúningur hans skipti sköpun þegar lögreglan þurfti allt í einu að eiga við erlendan her og hersetu. Hún leysti hlutverk sitt af hendi af fagmennsku.

Ef til vill væri fyrsta skrefið í átt að "sjálfbærni" í varnarmálum þjóðarinnar, að endurreisa Varnarmálastofnun með sína hernaðarsérfræðinga og sæi um umsjón varnarmála landsins.

Ekki þörf á her með fasta setu á Íslandi  | RÚV (ruv.is)


Fornleifur og frjálsar umræður

Þessi blogggrein mín er dálítið óvenjuleg, því að í 99% - 100% tilfella skrifa ég um málefni, ekki menn. Hér er gerð undantekning.

Ég stóð í þeirri meiningu að þeir sem hér skrifa, séu að skrifa á opinberum vettvangi og því megi þeir búast við athugasemdum og gagnrýni. 

Ég gerði athugasemdir við grein Fornleifs (Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar) í gær sem hann lokaði á. Þær voru sakleysislegar.  Ég spurði af hverju grein hans væri á ensku (geri ekki ráð fyrir að margir blogglesendur séu eingöngu enskumælandi eða nokkur yfir höfuð) og hvert hann væri að fara með greinina.  Ég nennti ekki að lesa alla greinina en reyndi samt að leita að hans innleggi sem var ekkert. Því var spurning mín um hvert hann væri að fara með greininni fullkomlega eðlileg.

Í kynningu á sjálfum sér segir dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson og titlar sig sem fornleifafræðing að sig langi að efla umræðu um fornleifafræði, fornminjar og gamla hluti á Íslandi.

En hann sagði einnig þetta í kynningunni: "Umræða skapar áhuga og áhuginn eflir greinina. Umræða er einnig gagnrýni."

Vilhjálmur virðist ekki fara eftir sínum eigin einkunarorðum og leyfir ekki opinbera gagnrýni eða saklausar athugasemdir. Það er athyglisvert og spurningin er af hverju hann er yfir höfuð að skrifa, ef hann er bara að leita að já-bræðrum í athugasemdaskrifum? Sjálfur háskólamaðurinn? Hvað varð um "Umræða er einnig gagnrýni"?  Einnig hefði maður haldið að hálærður maður með doktorsgráðu ætti að vera vanur akademískum umræðum sem eiga einmitt að vera snarpar og beinskeyttar.

Vilhjálmur fær hér eftir sérstakar bloggfærslur eða blogggreinar þegar ég sé ástæðu til að gera athugasemdir við málflutning hans. 

 

 


Varnarmál þjóðarinnar í ólestri - Heimavarnarlið

Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, tel­ur að föst viðvera varn­ar­liðs á Íslandi myndi fæla óvina­sveit­ir frá árás gegn land­inu. Þá seg­ir hann að sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra myndi ekki geta var­ist er­lend­um óvina­her lengi, jafn­vel þó að hann væri smár.  

Sjá slóðina inn á grein hans:

Föst viðvera herliðs á Íslandi hefur fælingamátt

Þetta er hárrétt mat Baldurs Þórhallssonar. Hann minnist reyndar ekki á hvers lends slíkt varnarlið væri en ég ég geri ráð fyrir að hann sé fyrst og fremst að hugsa um erlent herlið þótt hann segi þetta: "Föst viðvera ör­ygg­is­sveita eða herafla frá aðild­ar­ríkj­um NATO er for­senda þess að fæla óvin­veitt­an aðila frá því að ráðast á landið."

Hann sem sé gerir ráð fyrir öryggissveitir (væntanlega íslenskar) eða erlent herlið frá aðildarríki NATÓ sjái um varnirnar.

Það rataði inn í sögubækur barlómur Íslendinga þegar landið gékk í NATÓ og gerði svo varnarsamning við Bandaríkin, um að landið væri fámennt og fátæk og gæti þess vegna ekki komið sér upp fastaher.

Þetta á ekki lengur við í dag. Íbúafjöldinn hefur margfaldast og landið er ríkt.

Ég hef lagt það til að Ísland sæi ekki bara um loftferðaeftirlitið við landið heldur einnig á hafsvæðinu kringum landið. Þarna yrði að ræða samruni Landhelgisgæslunnar við sjóher, að hún gengdi tvíþættu hlutverki, rétt eins og hún gerir í dag en eins og flestir vita sér hún um framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin.

Sjá mætti fyrir sér kafbátaeftirlit og LHG kæmi sér upp tundurspilla með fjárhagsaðstoð NATÓ.

En Ísland þarf líka á landvörnum að halda. Baldur talaði um öryggisveitir. Það er ekki vitlaus hugmynd en ef litið er til nágrannaríkja, má sjá að öll Norðurlöndin hafa fastaheri en einnig heimavarnarlið eða varalið (reserve forces á ensku).

Sjá mætti fyrir sér að Íslendingar kæmu sér upp atvinnumanna undirfylki en fyrir þá sem ekki þekkja, er liðsafli slíkt undirfylki samansett af ca. 165-250 (mismunandi eftir herjum) mönnum undir stjórn undirfylkisforingja (kaptein, höfuðsmaður), rétt eins og herfylking Vestmannaeyinga á 19. öld.

Þetta undirfylki, samansett af atvinnumönnum myndi vera í forsvari fyrir varaliði, sem við getum kallað heimavarnarlið.

Danir hafa heimavarnarlið.  Hér má líta lögin sem gilda um heimavarnarlið Dana í íslenskri þýðingu og staðfært fyrir Ísland. Svo vantar bara einhvern með kjark á Alþingi Íslendinga til að koma þessu á:

Heimavarnarliðið

Heimavarnarliðið er íslensk sjálfboðaliðsstofnun sem samanstendur af sjálfboðaliðum sem eru ráðnir frá öllum greinum samfélagsins. Heimavarnarliðið tekur þátt í hernaðaraðgerðum, við að leysa þau verkefni sem varnarmálayfirvöld bjóða - þar á meðal verkefni sem styðja önnur yfirvöld við framkvæmd þeirra.

Heimavarnarliðið þjónar heildarhagsmuni samfélagsins og getur leyst verkefni á landi, á sjó og í lofti. Heimavarnarliðið gegnir virku og mikilvægu hlutverki í öryggisneti samfélaginu, það er heildarvörnum landsins og öryggi borgara í víðasta samhengi.

Að auki hjálpar stofnunin við að vernda mikilvæg stoðvirki samfélagsins, mannvirki, svo sem vegi, mannvirki rafmagn- og netkerfi. Einn af ávinningum hennar er að sjálfboðaliðarnir eru til staðar á landsvísu og geta því veitt aðstoð þegar vá ber að, s.s. slys, stórslysum o.s.frv., með stuttum fyrirvara og hvar sem er.

---------------

Frumvarp til laga um heimavarnalið Íslands

  1. kafli.

Verkefni og skipulag o.fl.

  • 1. Heimavarnarliðið tekur þátt í og er hluti af varnarkerfi landsins og leysir verkefni sem falla almennt undir svið landhelgisgæslu,landhers, sjóhers og flughers, þar á meðal verkefni sem styðja yfirvöld í verkefni þeirra.
  1. Starfsemi heimavarnarstofnunarinnar er skipulögð á þann hátt að framkvæmd verkefna sjálfboðaliðanna eigi sér stað sem næst heimaslóðum þeirra.
  2. Sjálfboðaliða heimavarnarliðsins, sbr. kafla 7, er skipt í tvo hópa; annars vegar starfandi liðsafli og hins vegar varaliðssveitir.
  • 2. Heimavarnarliðið er undir yfirstjórn heimavarnarliðsins og Varnarmálastofnun Íslands og þær stofnanir sem tilheyra henni.
  1. 1. Stjórn Heimavarnarliðsins er undir stjórn æðsta yfirforingja sem fer fyrir framkvæmdastjórn þess. Framkvæmdarstjórnin er ábyrgt fyrir heildarstjórn heimavarnarliðsins gagnvart Varnarmálastofnun Íslands og Varnarmálaráðuneyti.
  2. Starfslið Heimavarnarliðsins aðstoðar framkvæmdarstjórn við stjórnun og lausnum á verkefum sem eru á ábyrgð þess.
  3. Framkvæmdarstjórnin, eftirlitsnefnd og starfsfólk yfirstjórnar teljast til stjórnar heimavarnarliðsins.

 

  • 3. Heimavarnarliðið tilheyrir stjórnsýslulega undir stjórn varnarmálaráðherra.
  1. 1. Þegar liðssveitir Heimavarnarliðsins taka þátt í heræfingum gestgjafahers, teljast þær liðseiningar sem taka þátt undir stjórn viðkomandi herafla.
  2. 2. Þegar Heimavarnarliðinu eða hluti þess er skipað á stríðstímum eða öðrum óvenjulegum aðstæðum til að taka þátt í lausn á varnarverkefnum, tekur yfirmaður varnarmála yfir stjórn þátttöku sveita Heimavarnarliðsins.
  • 4. Yfirmaður Heimavarnarliðsins fastsetur reglur fyrir æfingar liðsins og er aðalráðgjafi varðandi hernaðarmálum sem lúta að heimavarnarliðinu.
  1. 1. Yfirforingi Heimavarnarliðsins er leiðtogi þess verks sem beint er að því og þess starfsfólks sem kemur að verkefninu. Æðsti stjórnandi Heimavarnarliðsins stuðlar að góðum samskiptum milli þess og íbúa landsins og setur ákvæði um upplýsingaveitu þess. Framkvæmdarstjórnin hefur fjölda upplýsingafulltrúa til ráðstöfunar.
  2. 2. Þjóðaröryggisráðið veitir yfirstjórn Heimavarnarliðsins leiðsögn varðandi þróun og skipulagningu heimavarnarliðsins.
  • 5. Samsetning og skipulag heimavarnarliðsins er annars ákvarðað af varnarmálaráðherra.

Kafli 2

Starfsmannamál

  • 6. Til starfsmannahalds Heimavarnarliðsins telja:

1) Starfsfólk sem starfar hjá Heimavarnarliðinu

2) Sjálfboðaliðar í Heimavarnarliðinu.

  1. 1. Það sem vísað er til í mgr. 1, nr. 1, eru starfsmenn sem um ræðir falla undir lög um varnarmál.

Kafli 3

Sjálfboðaliðar í heimvarnarliðinu

  • 7. Þeir sem geta orðið sjálfboðaliðar í Heimavarnarliðinu, eru karlar og konur sem náð hafa 18 ára aldri og uppfylla eftirfarandi skilyrði

1) eru íslenskir ríkisborgarar, ( jf. dog stk. 2)

2) eru hæfir til þjónustu í Heimavarnarliðinu,

3) eru búsettur hérlendis, (jf. dog stk. 2), og sem

4) eru verðugir virðingu og trausti því sem þjónustan krefst.

  1. Varnarmálaráðherra getur leyft einstaklingi sem ekki hefur íslenskan ríkisborgararétt eða er ekki heimilisfastur hér á landi til að vera viðurkenndur sem sjálfboðaliði í Heimavarnarliðinu, þegar sérstakar aðstæður eru til staðar og fer ekki í bága við samninga við erlend ríki.
  2. Varnarmálaráðherra getur ákveðið að einstaklingar sem starfa hjá tilteknum yfirvöldum og fyrirtækjum, eða sem skylt er að taka þátt í öðrum störfum yfirvalda er tengjast varnarmálum eða björgunarþjónustu, mega eða mega ekki vera teknir inn sem sjálfboðaliðar í Heimavarnarliðinu nema eða aðeins við tilteknar aðstæður.
  • 8. Sjálfboðaliðar í Heimavarnarliðinu teljast vera starfsfólk hers og nær hugtakið til foringja og óbreytta liðsmanna, sem skipaðir eru í tignarstöður hers samkvæmt reglugerð varnarmálaráðherra.
  1. 1. Foringjar teljast þeir vera sem tilheyra herforingjahópinn og liðþjálfahópinn.
  • 9. Landinu er skipt í ákveðinn fjölda umdæmi, hvers umdæmisnefndir eru settar upp. Nefnd hvers umdæmis ákveður inngöngu sjálfboðaliða í Heimavarnarliðið. Niðurstöður nefnda má ekki bera undir annað stjórnsýsluvald.
  1. Umdæmisnefndin saman stendur af formanni og 4 til 10 meðlimum skipaðir til 4 ára í senn. Formaðurinn er skipaður af varnarmálaráðherra sem einnig skipar hina meðlimina með tillögu hverjar sveitarstjórnar landsins.
  2. 2. Einn meðlimur er tilnefndur fyrir hvert sveitarfélag til umdæmisnefndarinnar, þó þannig að a.m.k. 4 meðlimir séu tilnefndar af umdæmisnefnd. Fleiri meðlimir frá sama sveitarfélagi geta verið tilnefndir ef sveitarfélagið hefur íbúafjölda yfir 100.000 íbúa.
  3. Umdæmissvæði með sveitarstjórnar samsetningu, sem felur í sér að setja fram fleiri en 10 meðlimi, skal skipt í nokkrar svæðisnefndir.
  4. Varnarmálaráðherra fastsetur nánari reglur um umdæmisnefndir og málsmeðferð.
  5. Útgjöld í tengslum við læknisskoðun og vottorð sem gefin eru út að beiðni umdæmisnefndar má endurgreiða í samræmi við reglugerð sem varnarmálaráðherra ákveður.
  • 10. Varnarmálaráðherra ákveður reglur varðandi

1) greiðsla bóta o.fl. til sjálfboðaliða í heimavarnarliðinu og

2) bætur til handa fyrirtækja, stofnana o.fl. fyrir að standa straum af kostnaði við þátttöku starfsmanna sem sjálfboðaliðar í heimavarnarliðinu.

  1. 1. Sjálfboðaliðar í heimavarnarliðinu, sem gegna þjónustu í stríði eða við aðrar óvenjulegar aðstæður, eru greiddir laun o.fl. með reglugerð sett af varnarmálaráðherra.

 

Kafli 4

Þjálfun sjálfboðaliða í heimavarnarliðinu

  • 11. Sjálfboðaliðar í heimavarnarliðinu verða að ljúka 250-300 klukkustunda þjálfun í heimavörnum á fyrstu þremur árunum, þar á meðal grunnþjálfun á 100 klukkustundum sem er forsenda þess að fá vopn. Einstaklingar sem hafa farið í gegnum herskyldufræðslu/-menntun hjá hernum þurfa ekki að fara í gegnum fræðslu
  1. Til þess að vera virkur meðlimur í starfandi liði, þurfa sjálfboðaliðar í Heimavarnarliðinu sem hafa lokið þjálfun sem minnst er á í undirliði (1), þarf að leggja að baki að minnsta kosti 24 klukkustunda starfsþjónustu á ári.
  2. 2. Sjálfboðaliðar í virkri þjónustu innan heimvarnarliðsins, þeirra sem fengið hafa vopn í hendurnar, verða að standa árlega hæfnispróf í vopnaburði og skotfimi.
  3. 3. Menntun og þjónusta, eins og getið er um í undirlið (1). 1-3 skal skoða árlega.
  4. 4. Heimavarnarliðið getur gert samning við sjálfboðaliða í heimavarnarliðinu um að leysa sérstök verkefni.
  5. 5. Ákvörðun um hvort sjálfboðaliðinn uppfylli kröfu um menntun eða þjónustu, eins og um getur í 1. lið. 1-3, má taka af viðkomandi yfirmanni, en ákvörðun má áfrýja til yfirmanns hans. Ákvarðanir sem teknar eru samkvæmt undirgreinar 2 og 3 má ekki koma fyrir annað stjórnvald.

Kafli 5

Skyldur, laga- og refsimál er varða sjálfboðaliða í heimavarnarliðinu

  • 12. Maður er samþykktur sem sjálfboðaliði í heimavarnarliðinu með því að undirrita samning; skal viðkomandi eftir það

1) gangast undir þjálfun, sbr. § 11,

2) undirgangast þjónusta í stríðiástandi eða við aðrar sérstakar aðstæður,

3) mæta til starfa á friðartímum þegar hamfaraviðvörun hefur verið gefin út,

4) fylgja eftir reglum um hernaðaröryggi, einnig eftir brottför úr heimavarnarliðinu,  

5) halda og viðhalda persónulegum búnaði, þ.m.t. vopn og annan búnað, í samræmi við kröfurnar sem mælt er hér fyrir um;

6) Bætur vegna tjóns á búnaði sem skilað er eða vegna skemmda á honum samkvæmt almennum reglum um bætur og

7) hlíta opinberum reglum sem annars er mælt fyrir sjálfboðaliða í heimavarnarliðinu.

  1. 1. Sjálfboðaliðar í heimavarnarliðinu sem ekki eru búsettir hér á landi mega ekki geyma vopn heima við.
  2. Í stríðsástandi eða við aðrar óvenjulegar kringumstæður geta sjálfboðaliðar í heimavarnarliðinu ekki rift þjónustusamningi.
  3. Fyrir utan þær aðstæður sem nefnt er hér að ofan í undirgrein 2 geta sjálfboðaliðar í heimavarnarliðinu sagt upp samningi sínum með 3 mánaða fyrirvara.
  4. Sjálfboðaliði ber að segja upp störfum sem yfirmaður eigi síðar en í lok mánaðarins er hann nær 60 ára aldri nema annað sé tekið fram í hverju tilviki.
  5. Samningnum er heimilt að segja upp af hálfu heimavarnarliðinu án fyrirvara ef sjálfboðaliðinn uppfyllir ekki lengur skilyrðin sem mælt er fyrir um til að komast inn í heimavarnarliðið eða önnur skilyrði sett í tengslum við þjónustuna.
  • 13. Sjálfboðaliðar í Heimavarnarliðinu eru aðeins háðir reglum er varða hegningarlög hers, herlög og herlögsögu í stríði eða öðrum undantekningartilvikum.
  • 14. Þjónustubrot sem framið er af sjálfboðaliða, er hægt að afkljá með aga refsingum.
  1. 1. Sem agarefsingu er hægt að nota munnlegar og eða skriflegar áminningar eða brottvísun frá námsáætlun í skóla og námskeiðum.
  2. 2. Varnarmálaráðherra setur nákvæmar reglur um beitingu agaviðurlaga og um hver hefur heimild til að nota þau.
  • 15. Ákvarðanir skv. 14. gr. skulu (af eða vegna kröfu þess sem hún er lögð á vegna agabrots færð eða meðhöndluð af saksóknara hersins).
  1. 1. Úrskurður dómstólsins skal hafa uppsagnaráhrif.
  • 16. Varnarmálaráðherra setur reglur um veitingu bóta, þ.m.t. missir fyrirvinnu, svo og bætur fyrir varanlegan skaða en fyrir sjálfboðaliða í heimavarnarliðinu, sem í þjónustunni hreinsar, fjarlægir, fjarlægir eða eyðileggur skotfæri, sprengiefni og þess háttar á friðartímum, og sá sem býr til og túlkun íslensk varnarmál er ekki ábyrgur og hver sá sem ferst eða er hlýtur varanleg meiðsl en undir eða er afleiðing þessarar þjónustu.
  1. Bætur vegna missir fyrirvinnu eru greiddar til eftirlifandi maka, sambúðarfólks eða barna yngri en 21 ára. Ef enginn hefur rétt á bótum vegna missir framfæranda eru bætur greiddur til búsins. Varnarmálaráðherra setur nánari reglur um þetta.
  2. Fjárhæð bóta og hlunninda vegna varanlegan skaða skal fastsetja skv. árlegum fjárveitingarlögum.

Kafli 6

Gildistaka reglna o.s.frv.

  • 17. Lögin taka gildi 1. mars 2020.
  1. 1. Á sama tíma fellur lög nr. 231 frá 26. maí 1982 um varnamál, sbr. Lög nr. 198 frá 29. mars 1999.
  2. 2. Reglur settar samkvæmt lögum nr. XXX frá 1. mars 2020 um heimavarnir gilda þar til þeim er breytt á grundvelli laga þessara.
  • 18. (Útgefið)

Varnarmálaráðuneytið, hinn 9. maí 2023

 

Munum að Ísland er eyríki og allur innrásarher þarf að fara yfir stórt hafsvæði.  Ekki væri auðvelt að vinna landið ef eyjaskeggja taka hraustlega á móti.

 

 


Ísland úr NATÓ enn á stefnuskrá Vinstri grænna?

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hélt til Brussel í morgun en hún fundar í kvöld með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO. Maður spyr sig hvernig hún, sem friðarsinni og andstæðingur NATÓ fái sig til að hitta framkvæmdarstjóra NATÓ?

Hvað eru VG eiginlega að hugsa þessa daganna?

Kíkjum á stefnuskrá VG:

Höfnum hernaði

  • Mikilvægt er að aðgerðir á alþjóðavettvangi, þar á meðal viðskiptaþvinganir, valdi ekki þjáningu og dauða saklausra borgara. Íslensk stjórnvöld eiga að hafna hernaðaríhlutun, beita sér fyrir alþjóðlegum samningum um frið og afvopnun sem og að vinna gegn vopnaframleiðslu og vígbúnaði.
  • Ísland og íslenska lögsögu á að friðlýsa fyrir kjarnorku-, sýkla- og efnavopnum og banna umferð þeirra. Ísland á að undirrita og lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.
  • Heræfingar, sem og herskipa- og herflugvélakomur, eiga að vera óheimilar á Íslandi.

Stefnumörkun til framtíðar

Þjóðaröryggisstefna Íslands á að snúast um raunverulegar ógnir landsins. Þær eru fyrst og fremst vegna loftslagsvár og annarra náttúruhamfara, heilbrigðisógna, auk tölvuglæpa og annarrar glæpastarfsemi. Þjóðaröryggisstefnan á að tryggja að innviðir Íslands standist þær ógnir sem að landinu kunna að steðja. Í því skyni þarf að tryggja að innviðir á borð við alþjóðlegar hafnir og flugvelli, fjarskipta- og orkukerfi lúti samfélagslegri stjórn.

Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur áherslu á að:

  • Ísland segi sig úr NATO
  • Ísland verði friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum og undirriti sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við þeim
  • Heræfingar á Íslandi, sem og herskipa- og herflugvélakomur, verði óheimilar.

Er hægt að taka mark á svona flokki sem vill syngja skátasöngva og halda að öll dýrin í skóginum séu vinir og segir við einræðisherra að þeir eigi bara að hættu þessu, annars verða VG reiðir.

Halda VG að herleysi Íslendinga sé að tryggja öryggi Íslands á þessari stundu eða vera okkar í NATÓ með öðrum lýðræðisríkjum?

Stendur VG enn við bann á komu erlendra herflugvéla og herskipa til Íslands og æfingar NATÓ á Íslandi?

Snýst þjóðaröryggisstefna Íslands raunverulega um loftslagsvá og náttúruhamfarir? Eða hernaðarvarnir?

Hafa VG í raun nokkurn tímann svarað spurningunni hvað verndi Ísland í raun og veru fyrir erlendum herjum og hvað eigi að koma í staðinn fyrir NATÓ? Skátarnir? Íslenska lögreglan? Skrifa undir pappír sem á að tryggja öryggi Íslands? 

Eru VG ekki bara gamlir kommúnistar sem ríghalda í áróður gömlu Sovétríkjanna sem vildi að liðsmenn sínir á Vesturlöndum boði frið til að veikja varnarmátt vestrænna ríkja? Eða hefur nýja kynslóð vinstrisinna bara erft gömlu stefnuna og tekið hana upp hugsunarlaust?

Að segja eitt en gera annað er óheiðarlegt.

Má vænta stefnubreytingu VG í varnarmálum í framtíðinni?

Að lokum: Er Ísland stikkfrítt í heiminum? Mun aldrei neitt gerast fyrir land og þjóð?

Ég er ekki einn um að finna stefnu VG vera óraunsæja, öðrum finnst það líka.  NATÓ og tímaskekkja VG

 


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband