Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2022
1) Leggja niður RÚV, sparnaður 6-7 milljarðar eða sem samsvarar ein jarðgöng á ári. Aðrir fjölmiðlar hafa betra íslenskt sjónvarpsefni en RÚV.
2) Minnka umsvif utanríkisþjónustunnar. T.a.m með fækkun sendiráða hafa eitt fyrir Evrópusambandið, eitt fyrir BNA og Ameríku í heild, eitt fyrir Norðurlönd, eitt fyrir Asíu og eitt fyrir Afríku. Íslenskar ræðismannaskrifstofur (ólaunaðar) sjái um að aðstoða íslenska ríkisborgara í nauð um allan heims eins og áður. Sparnaður: 8 - 10 milljarðar.
3) Sameining ráðuneyta, það er verið að gera það núna. Veit ekki um sparnaðinn sem af því hlýst. Núverandi ríkisstjórn gerir hið gagnstæða og fjölgar ráðuneytum, stækkar bálknið.
4) Sveitarfélögin verða jafn mörg og sýslur landsins með eina stjórnsýslueiningu í hverri - höfuðstað - sem styrkir landsbyggðina gagnvart höfuðborgarsvæðið. Umtalsverð sjálfsstjórn í boði fyrir þessar stjórnsýslueiningar. Sparnaður: Milljarðar.
5) Lögum um Landhelgisgæsluna breytt - verður hernaðarstofnun. NATÓ borgar fyrir öll tæki og tól samkvæmt reglum þess. Umsvif aukast umtalsvert og um leið sparast milljarðar og fjárhagslegur stuðningur bandamanna við varnir og landhelgisgæslu landsins tryggður.
6) Afnám sjómannaafsláttar. Útgerðir látnar borga sjómönnunum mannsæmandi laun. Milljarða sparnaður.
7) Kvótin tekinn eignarnámi og endurúthlutaður (leigður frá ári til árs). Margra milljarða hagnaður og sparnaður aukinn skattstofn fyrir ríkissjóð.
8) Styrkir til bænda lækkaðir en skattalækkanir í staðinn. Milljarða sparnaður.
9) Engir skattar á ný fyrirtæki fyrstu 2 árin sem þau starfa (erlent fjármagn streymir inn og verður að framtíðar skattstofni).
10) Fjármagnsskattur lækkaður aftur niður í 15%. Fleiri fyrirtæki stofnuð = meiri skatta.
11) Verðtryggð lán megi ekki bera meira en 3% vexti hámark (sem þýðir að fyrirtæki og heimili standa undir sjálf sig og geta borgar áfram skatta - minna atvinnuleysi = minni atvinnuleysisbætur).
12) Eignir fjársýsluglæframanna gerðar upptækar meðfram fangelsisdóma sem skila mun tugi milljarðar inn í þjóðarbúið.
13) Kerfisbundin unnið að breyttri löggjöf sem tekur á spillingu í öllu samfélaginu og þegar spillingin er gott sem horfin, munu milljarðar rata lokst í rétta vasa vasa ríkisins Íslendinga.
Þetta eru aðeins hugmyndir skjóta upp í kollinn og eru vel framkvæmalegar. Sumar krefjast mikið átak en munu spara í tíma nær og fjær. Af hverju er enginn í raun að endurskipuleggja samfélagið í heild allsherjar uppstokkun?
Bloggar | 7.2.2022 | 10:58 (breytt 9.2.2022 kl. 21:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
George W.F. Hegel (1770-1831) heimspekurinn þýski, skrifaði áhugaverðar hugrenningar um gang sögunnar. Hann sagði að breytingar séu afleiðingar sögulegra afla og því hafi einstaklingurinn engin raunveruleg völd til að stýra straumnum og sögufljótið hrífi hann með sér. Annað sem hann sagði og mér finnst vera hárrétt en það er að sköpunarafl einstaklingsins sé bundið tíðarandanum (Geist Zeit). Og hann tekur dæmi: ,,Þótt mikill snillingur reyni að skrifa eins og Shakespiere eða sinfóníur í anda Beethoven á 20. öld yrðu verk hans alltaf óekta eftirhermur, hversu hæfileikaríkur hann annars væri." M.ö.o. geti maður ekki losað sig úr viðjum hinnar díalektísku framvindu. Þetta er ég sammála, tíðarandinn er einstakur og verður ekki endurtekinn. Til dæmis áttunda áratugurinn sem spilaði miklu hlutverki í lífi manns. Maður sér unglingana stæla þetta tímabil, fara í ,,búninga" en ekkert er hið sama. Það er meiri spurning um fyrri hugleiðingar Hegel um að einstaklingur sé leiksoppur örlaganna eða sögulegrar framvindu. Er það rétt?
Áhrif hans hafa verið þó nokkur á margvíslega hugsuði, þeirra á meðal hafa verið aðdáendur hans (F.H. Bradley, Sartre) og andstæðingar hans (Kierkegaard, Schopenhauer,Heidegger, Schelling). Hann er einkum þekktur fyrir tilraun sína til að setja fram altumvefjandi verufræðilegt kerfi frá rökréttum upphafspunkti.
Það má ekki gleyma áhrif Hegels á stjórnmálastefnur frá hans tímum til loka Sovétríkjanna (kannski ennþá). Segja má að hann sé forfaðir tveggja voldugra stjórnmálastefna: kommúnismans og fasistamans á 20. öld.
Það má skipta fylgendum Hegels í tvær andstæðar fylkingar: Vinstri og hægri Hegelisma.
Sumir sagnfræðingar hafa talað um að áhrif Hegels hafi haft áhrif á tvær ólíkar fylkingar fylgismanna. Hægri Hegelistar, ef svo má kalla þá, en það eru lærisveinar Hegel í Friedrich-Wilhelms-háskólanum, en þeir boðuðu rétttrúnað að hætti mótmælenda og pólitíska varfærni á eftir tíð Napóleons. Vinstra Hergelistar, einnig þekktur sem yngri Hegelistar, túlka Hegels með byltingarkennd skilningi, og eru þeir talsmenns trúaleysis í trúmálum og frjálslynds lýðræði í stjórnmálum.
Í nýlegum rannsóknum, hefur þessi skilningur á hugmyndafræðinni verið dregið í efa. Enginn Hegelisti á ofangreindu tímabili leit á sig sem ,,Hægri Hegelista" sem var í raun móðgunarorð sem fundið var upp af David Strauss, sjálfskipaðan Vinstri Hegelista. Gagnrýni á Hegel sem vinstri Hegelistar boðuðu, leiddi heimspeki Hegels inn á nýjar brautir og varð að lokum til að mynda óeðlilega stór hluti af bókmenntum um Hegel.
Vinstra Hegelistar höfðu einnig bein áhrif á Marxismann sem stjórnmálahreyfingu, sem aftur á móti varð innblástur að alþjóðlegum hreyfingum byltingamanna; og leiddi til rússnesku byltinguna; kínverska byltingina, og mýmargra byltingarkennda stefna til okkar daga.
Tuttugustu aldar túlkun á Hegel var að mestu mótað af breskri hughyggju; rökrétta raunhyggju, Marxismi, og fasisma.
Ítalski fasistinn Giovanni Gentile, hefur þann vafasama heiður að hafa verið mest áberandi ný - Hegelisti í allri sögu vestrænnar heimspeki og hefur smán saman verið gerður að opinberum heimspekingi fasisma á Ítalíu."
Í nútímanum, og allt frá falli Sovétríkjanna, hafa nýjar stefnur í anda Hegel risið á Vesturlöndum, án forhugmynda eða áhrifa frá fyrri heimspekiskólum.
Bloggar | 6.2.2022 | 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mynd: úr frétt mbl.is
Morgunblaðið er virtur fjölmiðill sem hefur starfað í meira en heila öld. Blaðið hefur reynst vera áreiðalegt í fréttaflutningi og leyft andstæðum skoðunum að koma fram. Bókstaflega allir fá að skrifa í blaðið.
En eitthvað vantar upp á heimildavinnslu þegar kemur að erlendum fréttum. Spyrja má, hvaðan fær blaðið heimildir sínar? Það skiptir nefnilega miklu máli, því að erlendir fjölmiðlar hafa breyst mikið undanfarna áratugi, eiginleg blaðamennska er ekki lengur í fyrirrúmi, bara áróður eiganda þessara fjölmiðla.
Þessi spurning kom upp í huga minn þegar ég las stutta frétt sem ber heitið: "Pence gagnrýnir Trump."
Sjá slóðina: Pence gagnrýnir Trump
Þar segir eftirfarandi:
"Rebúblikanflokkurinn hefur ávítt tvo af helstu þingmönnum sínum fyrir að rannsaka óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu. Þar ruddist æstur múgur inn og lést lögreglumaður eftir að hafa reynt að verja bygginguna."
Þarna er ekki farið rétt með staðreynd, þegar haldið er fram að lögreglumaður hafi látist í óeirðunum. Það er bara ekki rétt. Umræddur lögreglumaður lést daginn eftir, sennilega vegna heilablóðfalls.
Hér kemur yfirlýsing lögreglunnar á Capital Hill: The USCP accepts the findings from the District of Columbias Office of the Chief Medical Examiner that Officer Brian Sicknick died of natural causes. This does not change the fact Officer Sicknick died in the line of duty, courageously defending Congress and the Capitol. Auðvitað reyna þeir að tengja dauðsfall hans við óeirðirnar og kallað andlátið "died in line of duty", þegar lögregluliðið á staðnum stóð sig ekki í stykkinu, svo vægt sé til orða tekið.
Að minnsta kosti fjórir lögreglumenn frömdu sjálfsmorð næstu mánuðina en það gæti verið vegna annarra ástæðna en vegna óeirðana.
Það er hins vegar staðreynd að ein manneskja af þeim sem fóru inn í byggingu Capitol Hill, var skotin til bana af stuttu færi af lögreglumanni, á meðan hún hvatti annað fólk í kringum sig að beita ekki ofbeldi.
"Ashli Babbitt, 35 ára frá San Diego og fyrrum hermaður í flughernum, lést daginn sem óeirðirnar urðu eftir að hafa verið skotin í öxlina af lögregluþjóni á Capitol þegar hún reyndi að þvinga sig inn í húsið þar sem meðlimir Þingið var í skjóli á sínum stað, samkvæmt yfirlýsingu frá þáverandi lögreglustjóra Capitol, Steven Sund."
Sjá t.d. slóðina:
How Many Died as a Result of Capitol Riot?
Það er næsta einfalt að komast að þessu og þar sem þessi frétt hefur verið í gangi í meira en eitt ár, mætti ætla að blaðið væri kunnugt allar staðreyndir málsins.
Ég er viss um að blaðið hafi ekki ætla sér að birta falsfrétt, umræddur blaðamaður sem skrifaði greinina, hefur greina bara "copy paste og translate" þessa frétt. Fréttin er sögð vera frá AFP eða a.m.k. ljósmyndirnar í fréttinni. Ég get ekki séð nafn þess sem vann þessa frétt.
Bloggar | 5.2.2022 | 11:04 (breytt kl. 11:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mynd: sætaskipan á Alþingi endurspeglar raunverulegt vald. Ráðherrar sitja í öndvegi!
Margt er að í íslenskri stjórnskipan. Draugar fortíðarinnar hafa enn áhrif á hvernig valdinu er skipt upp. Dæmi um þetta er staða forseta Íslands, sem virðist dags daga starfa sem yfirsendiherra og almannatengill ríkisins við borgara landsins. Hvernig starfið er unnið virðist vera persónubundið. Núverandi forseti er hlédrægur og það birtist í störfum hans; hann virðist litið vera meðal almennings. En hvað um það, umfjöllunarefnið hér er Alþingi.
Svo virðist vera að þingmenn samtímans séu hæstánægðir með að deildaskipting Alþingis í tvær málstofur hafi runnið sitt skeið á enda. Grípum niður í ræðu þingmannsins Einars K. Guðfinnssonar árið 2016 sem hélt ræðu um aflagningu deildaskiptinguna.
"Ég vil vekja athygli hv. alþingismanna á því að í dag er liðinn aldarfjórðungur, 25 ár, frá því að Alþingi var gert að einni málstofu. Stjórnarskipunarfrumvarp til breytinga á stjórnarskrá um þetta efni var til lokaafgreiðslu á Alþingi 31. maí 1991 og voru lögin staðfest af forseta Íslands og birt í Stjórnartíðindum þann sama dag.
Með þessari breytingu var sömu skipan komið á og verið hafði við endurreisn Alþingis 1845, en þá starfaði þingið í einni málstofu. Sú skipan stóð til 1874 en með setningu stjórnarskrár fyrir Ísland það ár var ákveðið að skipta þinginu í tvær deildir, efri deild þar sem helmingur fulltrúa var konungkjörinn og neðri deild þar sem fulltrúar voru þjóðkjörnir. Jafnframt var gert ráð fyrir sameiginlegum fundum, sameinuðu Alþingi, til að setja og slíta þinginu og til að skera úr ágreiningi milli deildanna þegar þær gætu ekki komið sér saman um breytingar á frumvarpi."
Og Einar endar mál sitt á eftirfarandi orðum:
"Sú ákvörðun að gera Alþingi að einni málstofu 1991 var heillarík og löngu tímabær, enda hinar sögulegu forsendur deildaskiptingarinnar þegar brostnar 1915 með afnámi konungkjörinna fulltrúa. Nú mun fáum eða engum hugnast að snúa til fyrra fyrirkomulags."
En er þetta heillarík ákvörðun? Það hefði mátt taka betur til á löggjafarsamkundu Íslendinga en þetta. Hvað með að ríkisstjórn Íslands, framkvæmdarvaldið, sitji á Alþingi og fái að greiða atkvæði? Er það þrískipting valdsins? Og þeir sem stjórna raunverulega á bakvið tjöldin, ráðuneytisstjórarnir og starfsfólk þeirra, sem semja lögin að stofni til og ráðherrar leggja fram? Er það lýðræðislegt að ráðuneytisstjórar hafi óbeinan aðgang að löggjöfinni?
Það er svo að réttur minnihlutans á Alþingi er fótum troðinn og frumvörp þingmanna hans, ná sjaldan fram að ganga. Það vill gleymast að minnihlutinn og fulltrúar minnihlutahópa/skoðanna, eiga að hafa sína rödd. Í raun er ofræði meirihlutans sem ræður ferðinni og ekki nóg með að stjórnarflokkarnir setji löggjöf, heldur geta þeir einnig sett hana í framkvæmd með sama fólki og situr á Alþingi. Það er oft talað um að ráðherrar og flokkar þeirra noti Alþingi sem afgreiðslustofnun, og þingmennina sem embættismenn sem stimpla skjöl frá ráðuneytum og Evrópusambandinu. Það er enginn stoppari á vondri löggjöf.
Ég er nokkuð hrifinn af tvískiptingu Bandaríkjaþings. Með því að hafa það tvískipt, er komið í veg fyrir að meirihlutinn traðki á minnihlutanum (sbr. philibuster - þar sem kraftist aukinn meirihluta fyrir meiriháttar löggjöf) og tryggir þar með rétt allra, líka minnihlutans.
Fulltrúardeildin endurspeglar samsetningu þjóðarinnar eftir íbúafjölda og fær hvert ríki þingmenn eftir íbúafjölda þess. Jafnfjöldi fulltrúa - Öldungadeildarþingmenn - tryggir hins vegna að eitt ríki drottni ekki yfir öðrum og fá því hvert ríki einungis tvo Öldungardeildarþingmenn. Svo er mál send á milli deilda og það tryggir að farið sé yfir málið vandlega (og komið í veg fyrir mistök meirihlutans í fulltrúardeildinni).
Þetta fyrirkomulag tryggir að meirihluti íbúanna hafi sína fulltrúa, í samræmi við íbúasamsetningu en einnig að landsvæði (ríki) hafi sitt að segja um stjórn alríkisins.
Þetta fyrirkomulag má yfirfæra yfir á Ísland. Neðri deild endurspeglar íbúafjölda en efri deild verndar hagsmuni landshluta.
Eins og staðan er í dag, er misræmi atkvæða, atkvæði þitt er minna virði í Reykjavík en ef þú flyttir til Ísafjarðar. Er það eðlilegt?
Svo er það um ákvörðunartökuna. Antonin Scalia sagði að ákvörðunartakan eigi að vera erfið en hún er það ekki á Alþingi samtímans. Afgreiðslustofnun ríkisins mætti kalla Alþingi.
Einar K. Guðfinnsson - ræða á Alþingi
Sjá einnig grein mína:
Varnagli lýðræðisins - Antonin Scalia
Bloggar | 4.2.2022 | 10:32 (breytt kl. 11:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta grein mín hér á blogginu fjallaði um tjáningarfrelsið sem má nota sem yfirhugtak yfir málfrelsi, fundarfrelsi og tjáningarfrelsi. Það er engin tilviljun að ég valdi það viðfangsefni í fyrstu grein minni. Tjáningarfrelsið er grunnurinn að öllu því sem ég segi hér á þessum vettvangi sem er ansi fjölbreytt.
Þórarinn Hjaltason, sem mér skilst að sé hlaðvarps þáttastjórnandi, kemur inn á umræðuna um málfrelsið. En hann kemur með athyglisverðan vinkill sem er ástæðan fyrir að ég tek fyrir grein hans.
Þórarinn ræðir um hvort öfgahópar og skoðanir þeirra geti verið góðir fyrir umræðuna. Það sem hann á við er að þeir ýti þjóðfélagið í rétta átt og tali um mál sem annars myndu liggja niðri.
Það kann svo sem að vera rétt en það er einn galli á gjöf Njarðar, einmitt vegna þess að þetta eru öfgahópar, hafa þeir öfgaskoðanir. Þeir sem hafa öfgaskoðanir hafa einmitt tilhneigingu til að þagga niður andstæðingum sínum með öllum tiltækum ráðum. Öfgahópar telja sig hafa fundið hinn óvéfengjanlega sannleik.
Þórarinn segir að "...ógnarstjórn öfgaaflanna þurfi ekki að halda uppi með stanslausu eftirliti með þegnum ríkisins heldur sjá þegnarnir sjálfir að stóru leyti um eftirlitið." Þetta kallast sjálfritskoðun þegar fólk sem tekur þátt í samfélagsumræðunni forðast ákveðin hugtök eða forðast að styggja ákveðna hópa, hvort sem þessir hópar biðji um það eða ei.
Grípum niður í grein Þórarins:
"Czeslaw Miloscz talar um að öfgafólk á tímum Stalíns hafi ekki nauðsynlega verið vont fólk heldur réttlætti það óafsakanlega hegðun með vísan til þess fyrirheitnalands sem myndi rísa í kjölfarið. Það fyrirheitnaland tókst aldrei að mynda. Almenn umræða og efasemdir voru kveðnar niður með vísan til þess að þeir sem setja spurningamerki við áætlanir og aðgerðir öfgafólksins séu mótfallnir markmiðinu. Tvíræðni flókinna málefna er fyrir borð borin og þess krafist að litið sé á öfgarnar sem réttu leiðina fram á við. Sá sem efast um þá sýn er umsvifalaust tekinn úr umferð. Fræðimenn innan akademískra stofnanna höfðu áhyggjur af eigin stöðu og blésu í lúður öfgafólksins til þess að halda í störf sín. Í besta falli þögðu þeir.
Öfgahópar eru ekki alltaf trúarlegs eðlis, en forystufólk slíkra hópa líkist trúarleiðtogum. Það er í senn hetjur og fórnarlömb. Til að sannfæra fólk um réttmæti afstöðu sinnar nota leiðtogarnir torskiljanleg hugtök sem svör við hverskyns spurningum. Torskiljanleg hugtök koma öfgahópum vel á marga vegu. Þeir lenda oft í vandræðum með framboð af óvinum en ráða fram úr því með því að sannfæra fólk um að þeir séu illskan upp máluð. Hverskyns mistök sem andstæðingurinn hefur gert eru notuð sem vitnisburður og staðfesting á þeirri sýn. Óvinurinn verðskuldar ekki að svara fyrir sig því samkvæmt öfgahópnum hefur hann ekkert haldbært að segja. Hann er og verður illur samkvæmt skilgreiningu."
Þórarinn kemst sem sagt að þeirri niðurstöðu að öfgahópar og skoðanir þeirra, geti komið fram með hulin "tabú" en vegna þess hvernig þeir eru innstilltir, þ.e.a.s. öfgasinnaðir, þá loki þeir fljótt á umræðuna eða eyðileggi hana.
Þá komum við inn á það sem ég hef varað lengi við, en það er fólk sem fylgir hugmyndafræði (stundum leiðtogum án þess að hugmyndafræði komi við sögu), geti verið varasamt. Það er af þeirri einfaldri ástæðu, að það heldur það hafi höndlað hinn eina sanna sannleik, sem er ígildis trúarkenningu, og því leitast það við að eyða allri annarri hugsun en þeirri einu "sönnu".
Mannkynssaga er full af slíkum dæmum. Sjá má þennan hugmyndafræðilega klofning í siðbreytingunni í Evrópu á sínum tíma, svo eitt dæmi sé tekið af mýmörgum. Kommúnismann á 19. öld og svo framvegis.
Mesta áhyggjuefnið samtímans er sjálfsritskoðun borgaranna. Ef nógu stór hópur þeirra hættir að gagnrýna og reynir að þagga niður í öðrum, sem hafa aðra sýn, þá er stutt í endalok lýðræðisins. Ekki halda að lýðræðið standi að eilífu, sé óhagganlegt. Venjulega er þróunarferillinn þessi: Einveldi (t.d. koungsstjórn), lýðveldi (lýðræði) og harðstjórn (einræðisherra eða fámennisstjórn).
Ef við lítum á nýjasta dæmið um baráttuna um málfrelsið, þá er umræðan um Joe Rogan athyglisverð. Hann er frægasti hlaðvarps þáttastjórnandi Bandaríkjanna um þessar mundir og heldur út hlaðvarpinu "The Joe Rogan Experience". Ráðist var á hann um daginn fyrir þær einu sakir að leyfa viðmælanda að koma með sína skoðun á gagnsemi bólusetninga. Ekki það að Rogan hafi sjálfur komið með sínar skoðanir, bara það eitt að leyfa aðrar raddir hljóma. En svo virðist vera að gagnrýnendur Rogan, hælbítanir, verði ekki kápan úr klæði og virðast vera gerðir afturreknir - í bili að minnsta kosti.
Svo eru það meirihlutaskoðanirnar. Hefur meirihlutinn alltaf rétt fyrir sér? Hafa "samsæriskennismiðirnir" eða vísindamenn sem hafa aðra sýn en meginþorri vísindamanna alltaf rangt fyrir sér? Eru það ekki þeir sem þora að hugsa út fyrir boxið sem koma samfélaginu áfram?
Minnast má stuðning Galileo Galilei við kenningar Kóernikusar um það að reikistjörnurnar gengju umhverfis sólina og olli árekstri við kirkjuna, að ef þaggað hefði verið niður í honum ásamt öðrum, þá hefði hefðu framfarir í stjörnufræði seinkað. Hvort hefur níutíu og níu manns rétt fyrir sér með þá skoðun að sólin snúist um jörðina eða sá eini sem heldur fram hið gagnstæða? En hún snýst nú samt og sama má segja um sannleikann, hann snýst áfram og brýst út fyrr eða síðar.
Bloggar | 3.2.2022 | 09:21 (breytt kl. 10:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 2.2.2022 | 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það má frekar segja að ástkona Hitlers, Eva Braun, hafi haft áhuga á landi og þjóð. Ef til vill hafði hans sjálfur engan áhuga, nema hernaðarlega, með Íkarus áætlun sinni. En síðar, lék staðsetning og efnahagur þessarar litlu eyþjóðar óvænt og afgerandi hlutverk í úrslitum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Eitt af elstu litmyndaupptökum Íslands nokkru sinni var tekin á skemmtiferðaskipi á siglingu um Vestmannaeyjar. Ferðin þegar skipið kemur inn í Heimaeyjarhöfn er mögnuð. Eva Braun hélt á myndavélinni. Eina konan sem gat nefnt Furhrer með fornafni sínu: Adolf.
Braun var um borð í Milwaukee á Íslandi sumarið 1939, árið sem síðari heimsstyrjöldin hófst, skemmtiferðaskip sem var rekið af nasistum,
Á eftir Vestmannaeyjum lagðist skipið við bryggju í Reykjavík og réði allan leigubílaflotann á staðnum til að skoða hverasvæðið í Hveragerði. Þaðan var stefna skipsins tekin til norðvesturs og norðausturs, á Ísafjörð og Akureyri. Þann 3. ágúst, innan við mánuði áður en Þýskaland hóf hrikalegasta stríð sögunnar með innrás í Pólland, kom Milwaukee aftur til Travemunde í Þýskalandi, samkvæmt bæklingi um ferðina.
Aðeins mánuði fyrir heimsókn Evu Braun í miðborg Reykjavíkur hafði Þýskaland keypt áberandi einbýlishús sem hannað var af Guðjóni Samuelssyni, skapara Þjóðleikhússins og Hallgrímskirkju. Þriggja hæða Túngata 18 var hannaður til að hýsa eftirlaunaráðgjafa og uppáhalds nasistaflokksins: Werner Gerlach, lækni á eftirlaunum. Fyrir Þýskaland, sem var undir skuldabyrði, átti Hitler furðu háar fjárveitingar til að verja fyrir litla eyþjóð sem enn var undir yfirráðum Danakonungs.
Enn er óvissa um allan umfang starfsemi Þýskalands fyrir stríð vegna fjölda skjala sem nasistastjórnin eyðilagði við hrun ríkisins. Eftir lok Weimarlýðveldisins árið 1933 komu þýskir vísindamenn, styrktir af ríkinu, til Íslands í sívaxandi fjölda með óljós markmið. Okkur er líka kunnugt um að þýska flugfélagið Lufthansa hefur sent umboðsmenn fyrirtækisins til að beita sér fyrir millilandaflugvöll í því skyni að fljúga yfir Atlantshafið og þessi flugvöllur gæti þjónað sem millilanda flugstöð milli Þýskalands og Bandaríkjanna.
Hér má sjá ágætis myndband um Íslandför Eva Braun til Ísland rétt fyrir stríð.
Bloggar | 1.2.2022 | 17:20 (breytt 3.2.2022 kl. 10:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Viðskipti
- Uppfærslan hafi mikla þýðingu
- Hafa lokið 4 milljarða fjármögnun
- Tilnefna í stjórn Kaldvíkur
- Sóttu 123 milljónir í fyrstu lotu
- Mikil áhætta að vera í forsvari fyrir fjármálafyrirtæki
- Þreifingar í gangi á milli Mýflugs og Norlandair
- Ölgerðin kaupir Gæðabakstur
- Skortsala mikilvæg fyrir verðmyndun
- Inga Sæland fyrir og eftir ráðherrastólinn
- Grallarar á bak við tilboðið