Bloggfærslur mánaðarins, desember 2021

Það skiptir máli hver er við stjórnvölinn

Biden vs Putin

Myndin sýnir myndfund Bidens og Pútíns. Hvíta húsið passaði sig á að bandarískir fjölmiðla- menn fengu ekki beinan aðgang að fundinum (ef ské kynni að Biden segði einhverja vitleysu) en Pútín kom með þann mótleik að leyfa rússneskum fjölmiðlum aðgang. Þess vegna höfum við þessa mynd. Þetta var til þess lítillækka Biden að þvi virðist. 

Gagnrýnendur Trumps forseta kvörtuðu oft um stefnu hans sem kallaðist America First,  að hún skaði bandalög Bandaríkjanna og verðlauni óvinina. Hið gagnstæða var sannleikurinn: eins og Ronald Reagan forseti á undan honum, gat Trump frið með styrk.

Biden hefur þynnt út vald Bandaríkjanna og þar af leiðandi treysta bandamenn BNA ekki lengur og óvinir BNA óttast  ekki vald stórveldisins lengur. Bandarískur veikleiki býður alltaf úlfunum heim og úlfarnir hafa snúið aftur.

Við skulum rifja upp hvar við vorum fyrir einu ári síðan og hvað ríkisstjórn Donald Trumps hafði afrekað.

  • Stjórn Trumps hafði veitt Ísrael óbilandi stuðning og náð sögulegum friðarsamningum í Miðausturlöndum, samningum sem ræktuðu efnahagslega og aðra samvinnu sem aftur skilar varanlegum friði.
  • Hún hafði tekist að ýta aftur á móti efnahagslegum yfirgangi Kína, mannréttindabrotum og landfræðilegri ævintýramennsku í Suður-Kínahafi og Kyrrahafi.
  • Hún hafði tekist að hemja útþenslustefnu Rússlands og hægja á framgangi Nord Stream 2 leiðslunnar.
  • Hún hafði afkastamikill erindrekstur í gangi til að halda kjarnorkuáformum Norður-Kóreu í skefjum.
  • Hún hafði dregið sig út úr hinni hörmulegu sameiginlegu heildaraðgerðaáætlun (JCPOA) og notaði víðtæka refsiaðgerðaheimild sína til að takmarka kjarnorkuáætlun Írans.
  • Hún hafði samið um áætlun um stýrða, skilyrta brottför frá Afganistan sem hefði tryggt áframhaldandi njósnagetu Bandaríkjanna á svæðinu og Bagram hefði verið áfram í höndum bandaríska hersins en er nú í höndum Kínverja.
  • Hún hafði breytt sambandi Bandaríkjanna við bandamenn þeirra í NATÓ og haldið þeim við loforð þeirra um aukin framlög til bandalagsins.
  • Hún hafði tekist að semja um (frá sjónarhóli Bandaríkjamanna) sanngjarnari, gagnkvæmari viðskiptasamninga við Kína, Kanada, Mexíkó, Suður-Kóreu og Japan, meðal annarra.
  • Það var byrjað að nútímavæða og endurbyggja herinn, sem var vanræktur af Obama-Biden stjórninni.
  • Hún hafði að mestu leyst innflytjendamálið með öruggari landamærum og almennum diplómatískum samningum.

Ríkisstjórn Biden er helvíti reiðubúin að snúa við mörgum af ótrúlegum afrekum Trump forseta.

Á yfirborðinu er eyðileggjandi leið Biden-stjórnarinnar ekki skynsamleg og óskiljanlegt að hún sé framfylgd. En fyrir þeim snýst þetta ekki um skynsamlega stefnu. Þess í stað snýst þetta um að umsnúa öllu sem kallast bandarískt: valdasamsetningu, auði, auðlindum, hernaðarlegum og diplómatískum forskoti, efnahagslegri samkeppnishæfni, forystu og landamærum. Allt í nafni sósíalískra hugmyndafræði, sem enginn hefði trúað að hefði getað dúkkað upp í mesta kapitalísta ríki heims.

Bara á síðustu 11 mánuðum hafa Bandaríkin afsalað sér gríðarlegu valdi, trúverðugleika og áliti. Skammarlegri brotthvarfi Bidens frá Afganistan er auðvitað að hluta til um að kenna. En öfugmæli Biden, afsökunarbeiðni og marghliða, hnattræna dagskrá stjórnar hans eru að valda raunverulegum skaða.

Efnahagslíf Bandaríkjanna er í djúpum dal. Síðasta ár Donald Trumps var gífurlegur efnahagsvöxtur og það í miðjum heimsfaraldri og viðsnúningurinn síðastliðna 11 mánuði er því ekki hægt annað að útskýra en lélegri stjórn landsins.


Bústaður varaforseta Bandaríkjanna

Sjaldan hefur varaforseti Bandaríkjanna verið eins mikið í sviðsljósinu og þessa dagana.  Kamala Harris virðist hafa misst tiltrú starfsmanna sinna, samflokksmannna og Bandaríkjamanna almennt. Svo mjög, að hún hefur mælst með lægsta fylgi varaforseta frá upphafi. Það er í sjálfu sér afrek, því að formlega séð gegnir hún engum opinberum skyldum, nema þeim sem forsetinn færir honum.  Þau verkefni sem hún hefur fengið í hendurnar hafa reynst henni ofviða og ber landamæravandinn hæst og virðist það mál vera að leysast með dómsúrskurði, ekki aðgerðum hennar.

En fæstir vita nokkuð um þetta embætti. Hvar til dæmis býr varaforseti Bandaríkjanna. Hér kemur fróðleiksmoli.

Með skrifstofur sínar staðsettar á lóð Hvíta hússins, hafa varaforsetar síðan Walter Mondale búið með fjölskyldum sínum á lóð United States Naval Observatory (stjörnustöð bandaríska sjóhersins) í hvítu húsi.

Hvíta nítjándu aldar húsið við Number One Observatory Circle í norðvesturhluta Washington, DC var byggt árið 1893. Húsið var upphaflega ætlað yfirmanni USNO og var svo yndislegt að árið 1923 rak yfirmaður sjóhersins yfirmann stöðvarinnar út svo hann gæti flutt inn sjálfur.

Sögulega séð bjuggu varaforsetar og fjölskyldur þeirra á eigin heimilum, en kostnaður við að tryggja þessar einkaíbúðir jókst verulega með árunum. Að lokum, árið 1974, samþykkti þingið að endurbæta húsið í sjóherstöðinni sem heimili varaforsetans. Þar býr Kamala Harris nú.

United_States_Naval_Observatory.aerial_view


Stríðsbumbur barðar - af hverju núna?

Russia_War_Games flagsFyrst og fremst vegna þess að valdajafnvægið hefur raskast og veikrar forystu Bandaríkjanna.

Rússar og Kínverjar hafa yfir að ráða afskaplegan öflugan herafla bæði ríkin. Rússar gætu hins vegar ekki staðið í löngu stríði efnahagaslega séð en Kínverjar eru öfluguri og geta staðið í Bandaríkjunum í Asíu í langan tíma og jafnvel unnið sigur. Nú er tækifæri þegar vanhæfur forseti situr á forsetastól Bandaríkjanna.

Haldið þið að þessar tvær þjóðir væru að berja stríðsbumbur ef Trump sæti í Hvíta húsinu?

Það sem er að gerast núna er að Pútin er að reka NATÓ frá landamærum Rússlands. Ekkert annað. Ekkert stríð framundan nema menn gera mistök. Biden heldur að hann sé að fara að semja um frið, en í raun er hann að fara að ganga að skilmálum Rússa.

Það sem Bandaríkjamenn gætu gert og lamað Rússa, er að útiloka þá frá SWIFT bankakerfinu sem myndi eyðileggja öll milliríkjaviðskipti rússneska ríkisins og fyrirtækja. Núverandi efnahagsþvinganir eru takmarkaðar og beinast fyrst og fremst að ríkismönnum. Rússar einfaldlega hófu innlenda framleiðslu og eftir sátu evrópskir framleiðendur sem misstu af góðum erlendum markaði. Hins vegar settu Rússar efnahagsþvinganir á Íslendingar þegar þeir síðarnefndu tóku þátt í efnahagsþvingunum ESB og stendur enn. Skildu Íslendingar læra af þessum mistökum? 

Hins vegar held ég að Kínverjar séu ekki að plöffa með Taívan. Ef þeir fara í stríð, þá verður það fyrir árið 2025 á meðan Biden er enn við völd.

En guð forði þeim möguleika að Rússar og Kínverjar samræmi aðgerðir og fara af stað samtímis....

Svo er það mögulegt stríð í Miðausturlöndum.  Mannkynið virðist aldrei ætla að læra af reynslunni.


Þetta er ekki raunverulegur sósíalismi?

24251983-10C6-465C-8395-923A9DB7947F

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er viðkvæðið hjá boðberum sósíalismans þegar þeim er beint á örsök falls sósíalískra ríkja.  

Hér koma fimm staðreyndir sem erfitt er að hrekja. 

1. Þú getur ekki lögleitt fátæka til ríkisdæmis með því að lögleiða hinu ríku úr ríkisdæmi. Eina sem gerist er að hinir ríku verða fátækari og hafa færri möguleika á að fjárfesta en án fjárfestinga verða engin fyrirtæki stofnuð og þar með verður ríkið af tekjum  sem og þeir einstaklingar sem vinna hjá fyrirtækinu og þeir sem lifa á skatttekjum ríkisins. Einkaframtakið - kapitalísmi heldur uppi samfélaginu, líka hinu fátæku.

2. Það sem einn einstaklingur fær án þess að vinna fyrir því, þarf annar að vinna fyrir án þess að fá nokkuð í staðinn.

3. Þú getur ekki margfaldað með því að deila. Þetta vita allir sem kunna grundvallaratriði í stærðfræði. Sama á við um raunveruleikann.

4. Stjórnvöld geta ekki gefið neitt (enda framleiðir ríkið að jafnaði ekkert, heldur er neytandi) nema að taka frá öðrum.

5. Þegar helmingur vinnaaflsins fær þær hugmyndir að það þarf ekki að vinna vegna þess að hinn helmingurinn ætlar að sjá um það eða framfæra það, og helmingurinn fær þá hugmynd að það er ekki þess virði að vinna, vegna þess að hinn helmingurinn fær afrakstur vinnuna hans ókeypis, þá er það byrjunin á endirinum fyrir hvaða þjóð sem er.

Sósíalismi

 

 

 

 

 

 

 

 5 mýtur um sólíalismann

Gallinn við sósíalisman er að hann klárar á endanum annarra manna peninga. Margret Thacher. 

Hér í þessum hlekk må sjá muninn á efnahagsstefnu Trumps og Bidens.


https://fb.watch/9K9jQooHcc/

 

 

Margret


Heimspeki - gagnlaus fræði?

Nei það tel ég ekki eftir að hafa rennt í gegnum heimspekisöguna. Heimspekin fæst við allt milli himinn og jarðar og lætur sig ekkert óvarðað. Reyndar er heitið á fræðigreininni - heimspeki - nokkuð villandi því að þetta er ekki grúsk eða vangaveltur heldur á köflum hrein vísindi. Hvað um það, hún gaf af sér í fyrsta lagi siðfræðina (Sókrates) en siðfræði tekur á alla mannlega hegðun hvort sem hún er innan ramma laga eða óskrifaðra reglum um hvernig við eigum að lifa í samfélagi manna.

Í öðru lagi hefur heimspekin gefið manninum meiri þroska en áður þekktist síðan siðmenningin hófst fyrir sirka 5000 árum.

Hópar þroskaðra manna/huga gefur af sér þroskuð samfélög (þau eru komin mismunandi á þessu sviði) samanbert hið vestræna samfélag en það leyfir eftir margra alda baráttu frjálsa hugsun - vilja, svo sem trúfrelsi, prentfrelsi,málfrelsi, fundarfrelsi, ferðafrelsi og öll þau frelsi sem frönsku byltingarmennirnir börðust fyrir, Napóleon breiddi svo um alla Evrópu og er nú bundið í öllum stjórnarskrám vestrænna ríkja og það var heimspekin sem skóp þetta. Með öðrum orðum getur hún hjálpað okkur úr öllum vanda, samfélagskreppum eða t.d. siðferði varðandi læknavísindi eða spurninguna um eðli þekkingar eða óendanleika heimsins. Það ætti að kenna heimspeki í skóla!

Hér langar mér að birta tilvitnanir í minn uppáhaldsheimspeking sem var af skóla Stóuspekinnar.

Láttu aldrei framtíðina trufla þig. Þú munt mæta henni, með sömu vitsmunum í dag og þú hafðir í gær.

 

 

Lifðu góðu líf. Ef það eru til guðir, og þeir eru réttlátir, þá munu þeir ekki hafa áhyggjur af því hversu skyldurækinn þú hefur verið, en munu bjóða þig velkominn byggða á dyggðum sem þú hefur lifað eftir. Ef það eru til guðir, en óréttláttir, þá munt þú hvort sem er ekki vilja tilbiðja þá. Ef það eru ekki til neinir guðir, þá munt þú hreinlega bara hverfa af yfirborði jarðar, en munt samt hafa lifað göfugu lífi sem mun lifa í minningum ástvina.

 

 

 

Mjög lítið þarf til að lifa hamingjusömu lífi. Þetta er allt undir sjáfum þér komið í því hvernig þú hugsar.

 

 

Hlutverk þitt í lífinu er ekki að vera í hópi meirihluta, heldur að leita inná við og finna sig meðal þeirra brjáluðu.

 

Ein af mínum uppáhalds: þú hefur vald á huga þínum, ekki utanáliggjandi atburðum. Gerðu þér grein fyrir því, og þú munt finna fyrir innri styrk.

 

 

Umheimurinn er umvorinn breytingar, okkar líf er það sem hugsanir okkar gera úr því.

 

 

 

 

 

 

 

 


Um landamæradeilu Rússa og Úkraníumanna - pólitísk refskák

PutinUmmæli Pútíns þann 4. desember 2021 um að hann vildi ræða og festa í samning stöðvun útþenslu NATÓ í austurvegi eru skýr merki um að hann var að "pluffa" með tilfærslu herliðs við landamæri Úkraníu. Hann veit sum sé vel, að þar með lokast fyrir gasflutningar í vesturveg (Þýskaland að mestu leyti) og það er of stórt högg fyrir Rússland. Það eru ekki bara Þjóðverjar sem eru háðir gasi, heldur líka Rússar. Þjóðverjar munu án vafa snúa baki við gasi Rússa (kannski ekki á augnabliki en á nokkrum árum). Bara pluff eða plat á íslensku.

Liðsflutningarnir við Úkraníu eru til þess fallnir að hræða auðhræðanlegu stjórn Joe Biden, þar sem enginn stjórnar í raun.  Joe Biden er aut terrum í raun og því hægt að skrifa hvað sem er á það blað. Hann bregst hræddur við og Pútín fær sínu fram, sem er að herir Atlantshafsbandalagsins halda sig í hundruð kílómetra fjarlægð frá rússneskum landamærum.

Svo er það spurningin um evrópsk landamæri

Ekker er eins seigfljótandi og evrópsk landamæri sem breytast nokkrum sinnum á hverri öld. Meir segja á seinni hluta 20. aldar, þegar menn náðu að breyta landamæri Júgóslavíu með stríði. Síðast með innlimun Krímskaga inn í Rússland.

Svo að það sé á hreinu, landamæri eldri en frá 19. öld gilda ekki. Ef svo væri ekki, þá væri Ítalía og Þýskaland ekki til eða Ísland. Margt annað sem ákvarðar landamæri, t.d. saga, tunga og menning og tilfinningin að tilheyra ákveðinn hóp.

T.d. gætu Vestmannaeyjingar haldið fram að þeir tilheyri ekki Íslandi. Á hvaða forsendum?......ef þið fylgdu þessum punktum, vissuð þið ekki svarið. En það er einfalt. Sjálfur Danakonungur hafði Vestmannaeyjar sem sérstakt skattlén og hann talaði um Vestmannaeyjar og Ísland í sitthvoru lagi, enda sitthvor skattlén. Saga Vestmannaeyja er um margt einstök, en það sem sameinar Vestmannaeyinga við meginlandið er eftir sem áður, tunga, mennning (norræn) og arflegð.

Ekkert er eins fljótandi og landamæri í Evrópu. Endalaust hægt að fara í stríð út af landaskika.

Pútín kann leikinn.


Leynilegt stríð: Mossad blekkti fremstu íranska vísindamenn til að sprengja eigið kjarnorkuver í loft upp

nuclear_timeline_1965_1990

Það er ýmislegt í gangi út í hinum stóra heimi sem Íslendingar fá engar fréttir af.  Fáir hugsa út í það dags daglega að það er í gangi kalt stríð í Miðausturlöndum.

Tvær andstæðar blokkir, gráar fyrir járnum, hafa myndað bandalög að því virðist eftir trúarlínum. Annars vegar er það Íran fremst í flokki en hins vegar Sádi Arabía með sína fylgihnetti. Ísrael virðist hafa skipað sér í lið með Sádum, samanber Abramham friðarsamkomulagið. Joe Biden hefur alveg hunsað það og gengið óbeint í lið með andstæðingum Sáda og Ísraela, Írönum. Það er gert með því aflétta efnahagsþvinganir sem stjórn Donald Trumps beitti landinu með góðum árangri. Nú á að fara friðþægingarleiðina, sem allir raunsæir menn sjá að gengur ekki, því að Íranir hafa haldið áfram, ef ekki ljóst, þá leynt með sína kjarnorkuvopnaáætlun.

Þetta kom berlega í ljós í þremur leyniaðgerðum leyniþjónustunnar Mossad.

Sagan er eftirfarandi: Fyrr á þessu ári, í apríl, fékk ísraelska leyniþjónustan Mossad til liðs við sig helstu íranska vísindamenn og blekkti þá til að trúa því að þeir væru að vinna fyrir alþjóðlega andófsmannahópa, til að framkvæma leynilega aðgerð sem fól í sér að sprengja þeirra eigin kjarnorkuver. Í frétt frá Jewish Chronicle kemur fram að allt að tíu vísindamenn hafi verið ráðnir til að eyðileggja Natanz kjarnorkuverið.

Þessi opinberun kemur sem eitt af þremur skemmdarverkum sem sögð hafa verið tengd Mossad þegar sprengiefni var komið fyrir í Natanz.

Aðgerðin leiddi til eyðileggingu á nærri 90% af skilvindum kjarnorkuversins. Þetta setti lykilsamstæðuna úr notkun í níu mánuði.

Þetta var gert með því að smygla sprengiefni inn í húsið með dróna. Þessum drónum var síðan safnað af vísindamönnunum. Nokkrum sprengiefnum var einnig smyglað inn í háöryggisaðstöðuna í gegnum matarkassa og vörubíla.

Ýmsar aðrar opinberanir Jewish Chronicle  segja frá að njósnarar Mossad fóla sprengiefni í byggingarefni sem notað var við byggingu Natanz skilvindunnar árið 2019.

Það eru einnig tilkynningar um leyniþjónustumenn sem notuðu vopnaða fjórþyrluvél (quadcopter).

Að sögn var einnig þriðja aðgerðin í júní. Á meðan á þessu stóð varð sprenging með fjórþyrluvél (quadcopter) dróna á íranska skilvindutæknifyrirtæki.

The Jewish Chronicle heldur því fram að þessar þrjár aðgerðir hafi verið skipulagðar á yfir 18 mánaða tímabili. Um var að ræða 1.000 tæknimenn, njósnara og nokkra leyniþjónustumenn á jörðu niðri.

Pólitískur bakgrunnur

Ísrael hefur samið frið við mörg Arabaríki. Ísrael heldur fullum diplómatískum samskiptum við tvö af arabísku nágrannalöndunum, Egyptalandi og Jórdaníu, eftir að hafa undirritað friðarsamninga 1979 og 1994 í sömu röð. Árið 2020 undirrituðu Ísraelar samninga um að koma á diplómatískum samskiptum við fjögur Arababandalagslönd, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Súdan og Marokkó. Svo er sagt að Ísrael vinni á bakvið tjöldin með Sádum.

Sádar og Íranir heyja í dag staðgöngustríð í Sýrlandi og Jemen.

Íran nýtur stuðnings Rússlands, Kína, Norður-Kóreu og Pakistan. Þeir hafa sterk ítök í Írak og Líbanon.

Sádar njóta stuðnings Bandaríkjamanna, að því virðist Ísraela, Jórdana, Egypta, Kata, Kúveita og nokkurra annarra ríkja.  Skil virðast vera nokkuð eftir landafræðinni, í vestur og austur Miðausturlönd en einnig eftir hvort sía eða súnní trúarbrögðin eru ríkjandi innan hvers ríkis.

 

iran nucleaer


Samanburður á freigátu og tundurspilli

frigate vs destroyer

Freigátur og tundurspillar eru tvær af algengustu gerðum herskipa í sjóflotans. Þriðja gerðin er korvetta sem er minnsta gerðin af herskipi og á stærð við varðskipin gömlu Týr og Óðinn. Svo er til stærsta gerðin sem kallast orrustuskip og loks flugmóðuskip.

Bæði freigátur og tundurspillar eru hönnuð fyrir skjót viðbrögð og hægt að nota báðar gerðir til að fylgja og vernda stærri skip gegn loft-, yfirborðs- og neðansjávarógnum. Líkindin á milli freigáta og tundurspilla hafa leitt til þess að sumir evrópskir sjóherir nota hugtökin til skiptis.

Á hinn bóginn eru freigátur algengari, þar sem nánast hver einasti sjóher í heiminum er með freigátu sem hluta af flota sjóflotans, á meðan aðeins 13 þjóðir eiga tundurspilla.

Lykilmunurinn á freigátum og tundurspillum er stærð og þar með virkni.

Freigátur eru venjulega notaðar sem fylgdarskip til að vernda fjarskiptaleiðir á sjó eða sem hjálparskip árásahóps á meðan tundurspillirinn er almennt samþættur inn í bardagahópa flugmóðuflota og gegnir loftvarnarhlutverki eða notaðir til að veita vörn gegn loft- og eldflaugavarnir.

Freigátur eru almennt hægari en tundurspillar þó að í nútímanum sé ekki marktækur munur á þeim.

Bæði freigátur og tundurspillar eru vopnaðir nýjustu vopnum og varnarkerfum, sem eru nauðsynleg til að sinna fylgdarskyldu sinni og vernda hlutverk.

destroyer

 


Laptop from Hell enn í sviðsljósinu en nú í bókarformi

Laptop from hellBókin Laptop from Hell eftir Miranda Devine er í sviðsljósinu í banda-rískum fjölmiðlum í dag. Eins og ég hef greint frá áður hér á bloginu geymir minni fartölvunnar ljótu leyndarmál Biden fjölskyldunnar, þar með Joe Biden Bandaríkja-forseta með talinn.

Söguþráður (gæti verið efni í kvikmynd) er á þessa leið: Þegar fíkniefnaneytandinn Hunter Biden yfirgaf vatnsmikla tölvu sína á Mac viðgerðarverkstæði í Delaware vorið 2019, aðeins sex dögum áður en faðir hans tilkynnti um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna, varð það tifandi tímasprengja í skugga forsetaframboðs Joe Biden.

Óhreinu leyndarmálin í fartölvu Hunters komu næstum af sporinu forsetakosningabaráttu föður hans og kveiktu í einni mestu umfjöllun fjölmiðla í sögu Bandaríkjanna.

En Demókratar eiga volduga vini og bókin afhjúpar samræmda ritskoðunaraðgerð samfélagsmiðlarisana, fjölmiðlastofnanirnar og fyrrverandi leyniþjónustumanna til að kæfa umfjöllun New York Post sem birti fyrst söguna, sem lýsa má sem kaldhæðinni æfingu á hráu pólitísku valdi þremur vikum fyrir kosningarnar 2020.

Fartölvan er fjársjóður fyrirtækjaskjala, tölvupósta, textaskilaboða, ljósmynda og raddupptöku, sem spannar áratug, og gaf fyrstu sönnunargögnin fyrir því að Joe Biden forseti hafi tekið þátt í verkefnum sonar síns í Kína, Úkraínu og víðar, þrátt fyrir ítrekaðar neitanir. En það sem er ekki síður verra, en það er að úrkynjuð hegðun Hunters afhjúpast í fjölda mörgum skrám tölvunnar en mikið af klámfengnu efni er í henni og sumt virðist vera ólöglegs eðlis.

Þessi nána innsýn í upplausnar lífsstíl Hunter sýnir að hann var ófær um að halda vinnu, hvað þá að fá greiddar tugi milljóna dollara í öflugum alþjóðlegum viðskiptasamningum af erlendum hagsmunum, nema hann hefði eitthvað annað verðmætt til að selja - sem auðvitað hann gerði. Hann var sonur varaforsetans sem átti eftir að verða leiðtogi hins frjálsa heims. Menn óttast að Joe Biden sé nú í vasa erlend stórveldis og það hafi áhrif á ákvörðunartöku hans.

Miranda Devine fékk afrit af innihaldi fartölvunnar og byggist bókin á því. Frumeintakið er hjá FBI, spurningin er hvort einhver stuðningsmaður Demókrata innan stofnunnar nái að kæfa rannsóknina eins og tókst á síðasta ári. Ef allir meginfjölmiðlarnir hefðu tekið upp keflið af New York Post og þrýst á forsetaframboð Joe Biden um skýr svör, væri Joe Biden líklega ekki forseti í dag.

Spillingin í bandarískum stjórnmálum er rosaleg, en eins og ég hef rakið hér, þá hefur meint samráð forsetaframboð Donalds Trumps við Rússa verið hrakið og uppruni falsins rakið alla leið til forsetaframboðs Hillary Clinton, það mál er enn í rannsókn.

Er meiri spilling innan raða Demókrata en Repúblikana? Eflaust er margir framámenn Repúblikana engir englar og hafa sitthvað í pokahorni sínu, en eini Repúblikaninn sem þeir hafa reynt að klína spillingarskít á undanfarin ár, er Donald Trump. Hér tek ég ekki með hæstaréttadómaranna sem Trump skipaði í embætti en þeir voru ataðir aur og skít í yfirheyrslum Bandaríkjaþings án árangurs.


Þessi stóuspeki orð Marcus Aurlius eru íhugunarverð

Markuc

Lifðu góðu lífi. Ef það eru til guðir og þeir eru réttlátir, þá mun þeim ekki vera sama hversu trúrækinn þú hefur verið, heldur munu þeir taka vel á móti þér miðað við þær dyggðir sem þú hefur lifað eftir. Ef það eru guðir, en óréttlátir, þá ættir þú ekki að vilja tilbiðja þá. Ef það eru engir guðir, þá ertu farinn, en hefur lifað eðallífi sem mun lifa áfram í minningum ástvina þinna.

- Þetta rímar við Hávamál en þar segir: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. En það er eitt sem Marcus og höfundur Hávamála gleyma og það er að ef maður hefur engan orðstír eða hefur eytt honum í einhverja vitleysu, þá er ekkert sem lifir mann af og til að hughreysta mann og hvað er orðstír ekkert annað en stundarfyrirbrigði? Það eru t.a.m. ekki fleiri en 100 manns sem 21. alda menn muna muna eftir frá 20. öldinni.


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband