Það er umhugsunarvert að einn færasti fótboltamaður Íslands, fær ekki að keppa með landsliðinu. Albert Guðmundsson situr undir ásakanir um kynferðisbrot, að ætla mætti, við vitum ekki af hverju hann er talinn óhæfur í landsliðið.
Hann er ekki fyrsti fótboltamaðurinn sem lentir í slaufun KSÍ, Aron og Gylfi, bestu knattspyrnumenn Íslands, fyrr og síðar, fengu sömu meðferð. Og fleiri. Aldrei hefur verið upplýst hvað þeir gerðu nákvæmlega af sér, en eftir að götudómstóll KSÍ, hefur dæmt þá úr leik, hafa þeir verið sýknaðir af raunverulegum dómstólum. Albert Guðmundsson ekki valinn í íslenska landsliðið
Það er mjög íþyngjandi að sitja undir ásakanir um afbrot, sérstaklega þegar menn reynast saklausir. KSÍ hefur ekkert dómsvald, og þótt ofangreindir menn séu til rannsóknar, ekki dæmdir, ættu þeir að fá að keppa eftir sem áður. Saklaus uns sekt sannast er máltæki sem lögfræðingar og dómstólar hafa farið eftir í réttarríkinu. Á meðan þurfa Íslendingar að senda lélegt landslið á móti stórþjóðum. Ef til vill hefur þetta kostað okkur sæti á EM í sumar. Hver gefur KSÍ vald til að dæma í einkamálum knattspyrnuiðkenda?
Annað mál er, ef viðkomandi reynist sekur, þá fær hann viðeigandi refsingu af dómstóli. Allar "nornaveiðar", órökstuddar og ósannaðar ásakanir, hafa leitt til mannorðs missir og útskúfun úr samfélaginu. Skemmt er að minnast frægustu nornaveiðar tuttugustu aldar, þegar Joseph MacCarty stundaði kommúnista veiðar um miðbik aldarinnar og margt saklaust fólk lenti í fangelsi eða var útskúfað úr samfélaginu og frá vinnu.
Slík stemmning er í gangi á Vesturlöndum í dag. Líka á Íslandi. Í dag er auðveldara að taka mannorðið af fólki með hjálp samfélagsmiðla. Sá sem lendir í mannorðs kvörn samfélagsmiðla á sér ekki viðreisnar von. Bara það að lenda í umfjöllun fjölmiðla, fer með mannorð viðkomandi. Það eru allir saklausir, nema sekt sannast fyrir dómstólum. Ábyrgð fjölmiðla er mikil með því að birta óstaðfestar ásakanir. Niður með slaufumenninguna!
Umdeild túlkun kemur í veg fyrir val á Alberti
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.5.2024 | 14:01 (breytt kl. 14:12) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.