Hvað ætlar Trump að gera ef hann vinnur forseta kosningarnar 2024?

Nú eru réttarhöldin yfir Trump á enda. Málið er hið dularfyllsta og lagarefir sem blokkritari hefur séð viðtöl við, skilja ekki hvað ákært hefur verið fyrir. Einn frægasti þeirra, demókratinn og lagaprófessorinn Alan Dershowitz, segist hafa mætt einn dag og upplifað sirkus.  Nokkuð öruggt ef dómarinn fær sektar niðurstöðu frá kviðdómnum, að Trump verði dæmdur sekur, málið áfrýjað og niðurstaða kemur löngu eftir kosningar. En hér er spurningin hvað er það sem Trump ætlar að gera ef hann vinnur kosningarnar?

Það nokkuð ljóst hvað hann ætlar að gera en kannski ekki í smáatriðum. Við vitum að hann ætlar að loka landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó, að mestu, og taka upp fyrri stefnu að reisa landamæra múra og reka ólöglega innflytjendur í milljóna vís úr landi. Time segir 11 milljónir, aðrir 20 milljónir.

Við vitum að hann ætlar að minnka reglugerða hítið, lækka skatta og gera Bandaríkin aftur að orkuútflytjanda. Græn stefna Bidens verður aflögð.  Tollar verða lagðir á innfluttar vörur, mest á kínverskar.

Trump verður harður við NATÓ-ríkin og mun krefjast 2% af vergri landsframleiðslu ríkjanna renni í varnarmál, væntanlega verður Ísland ekki undanskilið. Hvað gerir utanríkisráðherra þá?

Hann er núna með reynsluna og mun væntanlega ekki gera sömu mistök í vali aðstoðarmanna sinna eða hvernig hann rekur pólitík sína.

Aðgerðaáæltun Trumps samkvæmt Time

Hér kemur nokkuð fræg grein um hvað Trump ætlar að gera í Time, en nóta bene, greinin er mjög fjandsamleg Trump, en eitthvað gott er samt að finna í henni eftir sem áður.

How far would Trump go?  Grípum niður í greinina:

"Það sem kom fram í tveimur viðtölum við Trump, og samtölum við meira en tug af nánustu ráðgjöfum hans og trúnaðarvinum, voru útlínur heimsveldisforseta sem myndi endurmóta Bandaríkin og hlutverk þeirra í heiminum.

Til að framkvæma brottvísunaraðgerð sem ætlað er að fjarlægja meira en 11 milljónir manna úr landinu, sagði Trump mér, að hann væri tilbúinn að byggja fangabúðir fyrir farandfólk og senda bandaríska herinn, bæði við landamærin og innanlands.

Hann myndi leyfa rauðum ríkjum að fylgjast með þungunum kvenna og lögsækja þær sem brjóta fóstureyðingarbann. Hann myndi, að eigin geðþótta, halda eftir fjármunum sem þingið hefur ráðstafað, að sögn helstu ráðgjafa. Hann væri tilbúinn að reka bandarískan lögfræðing sem framkvæmir ekki skipun sína um að lögsækja einhvern, og brýtur hefð um sjálfstæða löggæslu sem er frá stofnun Bandaríkjanna.

Hann mun finna afsökun fyrir að náða alla stuðningsmenn sína sem sakaðir eru um að ráðast á höfuðborg Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, meira en 800 þeirra hafa játað sök eða verið dæmdir af kviðdómi. Hann myndi ekki komið til hjálpar bandamanni sem ráðist var á í Evrópu eða Asíu ef hann teldi að landið væri ekki að borga nóg fyrir eigin varnir. Hann myndi svelta bandaríska embættismenn [hvað svo sem það þýðir], senda þjóðvarðliðið til bandarískra borga eins og honum sýnist [til að koma skikki á glæpafaraldurinn sem þar er í gangi], loka skrifstofu Hvíta hússins fyrir heimsfaraldursviðbúnaði og manna stjórn sína með liðsmönnum sem styðja ranga fullyrðingu hans um að kosningunum 2020 hafi verið stolið."

Ekki hljómar þetta vel. En greinahöfundur túlkar allt á sem neikvæðasta hátt. En nokkuð ljóst er að hann mun reka milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi, hvort hann nái meti Obama er óljóst. Kosningamálið sem demókratar gera út á er fóstureyðingamálin og greinarhöfundur segir að Trump muni berjast hart gegn. Hann hefur þó lýst yfir að hann ætli ekki að skipta sér af þessum málaflokki, heldur láta ríkin ráða sjálf, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Trump hefur engan áhuga á "mjúkum" málum.

Það að hann muni ekki koma NATÓ ríki til aðstoðar ef á það er ráðist ef það nær ekki 2% markinu, er beinlínis rugl. Allir vita að þarna er hann að kúga ríkin til að eyða meira í varnarmál en Bandaríkin eru bundin í báða skóa að koma til varnar ef á NATÓ verður ráðist. Þeir beinlínis komast ekki hjá því, enda með herstöðvar í flestum ríkjum NATÓ, þar á meðal Ísland.

Það er rétt að hann mun líklega náða fylgismenn sína fyrir óeirðirnar 6. janúar. Það eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi kosningarnar 2020, en fæstir vita að teymi Trumps er að senda málið til Hæstaréttar Bandaríkjanna með nokkuð sannfærandi gögn um víðtæk kosningasvindl.

Uppgjör við djúpríkið

Annað sem Time kemur ekki inn á, en það er að uppgjör verður við FBI og CIA.  Það er ljóst, eftir rannsóknir sérskipaða saksóknara á málum þessara stofnanna og framkomu þeirra gagnvart Trump, að æðsta yfirstjórn þeirra reyndist vera undir hæl demókrata. Víðtækar hreinsanir munu eiga sér stað.

Saksóknir þær gegn honum, sem væntanlega eru þrjár sem eftir verða, munu falla um sjálfa sig ef hann kemst til valda. Hann hreinlega náðar sjálfan sig.

Grípum aftur niður í Time:

"Forsetar hafa venjulega þröngan glugga til að setja meiriháttar löggjöf. Teymi Trumps er að horfa á tvö frumvörp til að hefja annað kjörtímabil: landamæraöryggis- og innflytjendapakka og framlengingu á skattalækkunum hans árið 2017. Mörg af ákvæðum þess síðarnefnda renna út snemma árs 2025: skattalækkanir á einstökum tekjuþrepum, 100% útgjöld fyrirtækja, tvöföldun fasteignaskattsfrádráttar. Trump ætlar að herða verndarstefnu sína og sagt er að að hann sé að íhuga meira en 10% tolla á allan innflutning, og kannski jafnvel 100% tolla á sumar kínverskar vörur. Trump segir að tollarnir muni frelsa bandarískt hagkerfi frá því að vera upp á náð og miskunn erlendrar framleiðslu og hvetja til endurreisnar iðnaðar í Bandaríkjunum. Þegar ég bendi á að óháðir sérfræðingar áætla fyrsta kjörtímabil Trumps tolla á þúsundir vara, þar á meðal stál og ál, sólarrafhlöður, og þvottavélar, gæti hafa kostað Bandaríkjamenn 316 milljarða dollara og meira en 300.000 störf, samkvæmt einum reikningi, segir hann mat þessum sérfræðingum vera upp úr öllu valdi. Ráðgjafar hans halda því fram að árleg meðalverðbólga á fyrsta kjörtímabili hans - undir 2% - sé sönnun þess að gjaldskrár hans muni ekki hækka verð."

Agenda 47 - aðgerðaáætlun teymis Trumps

Agenda 47 er það sem forsetaherferð Donald Trump 2024 kallar formlegar stefnuáætlanir þeirra. Samkvæmt teymis Trumps er það "...eina opinbera yfirgripsmikla og nákvæma skoðunin á því hvað Trump forseti mun gera þegar hann snýr aftur til Hvíta hússins".Það er kynnt á vefsíðu herferðarinnar í röð myndbanda þar sem Trump útlistar hverja tillögu.

Áætlanirnar fela í sér að reisa "frelsisborgir" á auðu alríkislandi, fjárfesta í flugbílaframleiðslu, innleiða barnabónus til að hvetja til barnsfæðinga uppsveiflu, innleiða verndarstefnu í viðskiptum og yfir fjörutíu aðrar tillögur. Sautján af þeim stefnum sem Trump segist ætla að hrinda í framkvæmd verði hann kjörinn þyrfti samþykki þingsins. Sumar áætlanir hans eru lagalega umdeildar, eins og að binda enda á ríkisborgararétt með frumburðarrétti sem getur brotið gegn stjórnarskránni.

Margar tillagnanna eru mjög umdeildar. Ein tillaga Agenda 47 myndi beita dauðarefsingu á eiturlyfjasala og fólkssmyglara, auk þess að setja mexíkóska eiturlyfjahringi á lista Bandaríkjanna yfir erlend hryðjuverkasamtök. Trump stingur einnig upp á því að senda þjóðvarðliðið í borgir þar sem glæpastarfsemi er mikil.

Agenda 47

Lokaorð

Að lokum, Trump segist ætla að sækjast eftir velgengni, ekki hefnda. Það er líklega ekki rétt. Hann mun hefna sín og beita sömu meðulum og demókratar hafa beitt, vígvæða dómskerfið gegn andstæðingum sínum. Sem er slæmt fyrir lýðræðið í Bandaríkjunum.

Líklegt er að efnahagur Bandaríkjanna muni batna undir hans stjórn, ríkisútgjöld lækki, verðbólga fari undir 2% og friður komist á erlendis. Stríðið í Úkraínu mun enda þegar Úkraínumenn fá ekki lengur fjármagn frá BNA en stríðið í Gaza verður löngu búið áður en hann kemst til valda. Hvað gerist varðandi Íran er óljóst, en efnahags refsiaðgerðir verða lagðar á ríkið. Líklegt er að Abraham samkomulagið verði hrint í framkvæmd af fullum krafti. Spurning hvernig hann tekur á Kínverja, annað en að leggja tolla á þá, hvort hann sé tilbúinn í stríð vegna Taíwan, ef þeir skyldu vilja taka eyjuna með valdi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband