Þátttaka allra Norðurlanda í NATÓ breytir öllu fyrir löndin

Margir gera sér ekki grein fyrir breytingunum sem hafa fylgt þátttöku allra Norðurlanda í NATÓ.  Öflugustu herveldin, Svíþjóð og Finnland stóðu utan NATÓ þar til á þessu ári.  Það að Noregur og Danmörk hafi verið í hernaðarbandalaginu en hin yfirlýst hlutlaus ríki, hefur komið í veg fyrir nauðsynlega samvinnu ríkjanna í vörnum Norður-Evrópu.

Þessi samvinna er nauðsynleg en það að ríkin tilheyri nú öll NATÓ, hefur hagræði í för með sér.  Nú geta danska herþotur æft í Svíþjóð og öfugt og þvert og kruss öll Norðurlönd. Þar á meðal Ísland. Nú skapast hagræði af að kaupa sameiginlega inn vopn, samstilla vopnabúnað og þjálfa herliðin saman.

Allar þjóðir á Norðurlöndum, nema Ísland, eru að tryggja varnir sínar. Aukin fjárlög til hermála, herskylda og stækkun herja er efst á dagskrá hjá þeim öllum...nema Íslandi. Það verður fróðlegt að sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með málaflokk varnarmála, geri nokkuð fremar en fyrri daginn í að efla varnir landsins. Skilningur ráðherra Sjálfstæðisflokksins á varnar- og öryggismálum er ekki meira en það, að ætlunin var að selja einu eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar. Ekki einu sinni er lögreglunni sinnt, en minna en lágmarks mannskapur er notaður til gæta öryggi borgaranna.

Á meðan er til peningar í alls kyns gæluverkefni, þannig að ekki er hægt að segja ekki sé til fjármagn, heldur skortir forgang. Sömu sögu er að segja af heilbrigðiskerfinu, samgöngukerfinu, velferðarkerfinu, alls staðar vantar pening en samt eru til peningar, þeir fara bara annað. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir.

Það einhvern veginn loðir við þig ótímabær NATO aðdáun, sem ég skil nú ekki alveg.

Þú veist hvernig þetta samband okkar hófst á hernámi Íslands 10. maí 1940 og hefur varað allar götur síðan. Þú veist líka að margar aðrar þjóðir voru næstu árin á eftir yfirbugaðar af Ameríkönum og eru í raun enn hersetnar, þó íbúar þeirra landa reyni líkt og við að telja sér trú um að um gagnkvæmt samstarf og virðingu sé að ræða og nægir þar t.d. að nefna Japan og Þýskaland.

Maður af þínum kalíber ætti nú að geta greint að NATO er alls ekker varnarbandalag N-Atlants ála, heldur aðeins ákveðin hluti í heimsyfirráðastefnu Bandaríkjanna, sem eru þó loks tekin að hrörna og það aðalega innan frá - eins og t.a.m. Kínverjar bíða rólegir eftir að verði.

Ég sting upp á að þið bræður setjist niður og skoðið þessi heimsmál öll í bróðerni og loks vil ég ekki stinga upp á að Karþagó verði lögð í rúst, heldur að Ísland sæki sem fyrst um aðild að BRIKS - þ.e.a.s. ef hagsmunir Íslands hér í N-Atlantshafi eru hafðir í fyrirrúmi, í stað undarlegrar þrælslundar í garð deyjandi heimsveldis.

Jónatan Karlsson, 8.5.2024 kl. 09:53

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Jónatan. Nú ert þú alveg að misskilja mig :) Ef þú lest allt sem ég hef skrifað um varnarmál, þá er það gegnum gangi skoðun mín að við eigum:

1) Tryggja okkur eigin varnir með eigið varnarlið, a.m.k. á friðartímum. Ekki láta Bandaríkjamenn vera með setulið á landinu á friðartímum.

2) Það er bæði hættulegt en samt öryggi í að vera undir hervernd mesta herveldis heims.  Keflavíkurflugvöllur er skotmark í næstu heimsstyrjöld, sem er áhyggjuefni. Stöðin er þar með framlínu herstöð, viljum við það?

3) Íslendingar ákváðu að vera í NATÓ og segja skilið við hlutleysið. Meirihluti Íslendinga vill vera í NATÓ og við því er ekkert að gera og því best að gera sem mest úr því.

4)Norðurlandaþjóðirnar vildu stofna varnarbandalag Norðurlanda rétt áður en NATÓ var stofnað. Eftir stofnun þess, hafa löndin verið sundruð í varnarmálum. Nú, þegar þau eru öll komin undir sama hatt, skapast tækifæri fyrir frekari samvinnu.

Hverjir eru valkostirnir ef Íslendingar vilja breytingar? Þeir eru fáir, því að landið er herlaust. Við getum ekki sagt bless við BNA eða NATÓ og farið í hlutleysisástandið, sem reyndist tálsýn.   Möguleikarnir eru:

1) Ísland verði hlutlaust aftur, herlaust. Reynslan sýndi að landið varð hernumið. Reynt og reyndist gagnlaus pappír. Hitler ætlaði inn í hlutlausa Sviss en herforingjar hans réðu hann frá að reyna, því að varnirnar voru of öflugar.

2) Ísland verði hlutlaust en hafi her. Hugsanlega sleppur Ísland við átök í byrjun stríðs en síðan kemur kapphlaupið við að ná landinu - GIUK hliðinu, rétt eins og í seinni heimsstyrjöld.

3) Ísland hafi bara tvíhliða varnarsamning við BNA en verði ekki í NATÓ. Þetta er hættulegasta leiðin, því það gerir landið að öryggu skotmarki og að framlínu.

4) Ísland verði bara í NATÓ en sleppi tvíhliða samningnum við BNA. Þetta er möguleiki en þá verðum við að hafa herafla til að berjast í nokkra daga eða vikur á meðan hjálpin berst.

BRIKS kemur hermálum ekkert við og ég stjórna ekki utanríkismálum landsins! Því miður. Vinsamlegast ekki blanda bróður mínum hér inn á bloggið.

Ég er hvorki með né á móti Bandaríkjunum, né Rússland, né Indlandi, né Kína, næe Bretlandi eða öðrum herveldum. Þau eru eins og þau eru og við getum ekkert gert í því. En við getum tekið sjálfstæðar ákvarðanir um eigin varnir. Það eina skiptir máli.

En aðeins að þínum skoðunum, mér sýnist, af skrifum þínum að dæma, að þú ert mikið á móti Bandaríkjunum, er það rétt? Er það af pólitískum ástæðum?

Birgir Loftsson, 8.5.2024 kl. 11:17

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll aftur Biggi.

Ég nýt þess að heimsækja Bandaríkin og verð að segja að mér líkar afbragðs vel við hinn almenna borgara, en hvað utanríkisstefnu snertir, þá eru verstir allra hér á jörðu, eins og skiljanlegt er með stórveldi sem er á öruggri leið með að missa forystu hlutverkið, því þá er gripið til örþrifaráða.

Rúmlega 85% af vopnaframleiðslu heimsins kemur frá þeim og ástæða þess að þeir hengdu t.d. gamla vin þeirra, Saddam Hussein, var sú að notuð eiturgas hylki fundust, sem hann hafði réttileg notað gegn Írönum og Kúrdum, en minna var fjallað um að áletrunin á hylkjunu bar með sér að þau hefðu verið framleidd í Arizona USA og ég gæti haldi áfram og áfram.

Auðvitað veist þú líka t.d. hvaðan vopn og sprengjur Ísraelsmanna koma, sem er e.t.v. skiljanlegt, því gyðingar virðast fara með öll völdin hjá þeim - eins og þú veist líklega.

P.S.

Að bera Kína og Bandaríkin saman, er eins og að bera saman hina stórglæsilegu Rihönnu við níræða Joan Collins - þú skilur.

Jónatan Karlsson, 8.5.2024 kl. 18:33

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Já Jónatan, það er ekki til neitt sem heitir "nice" heimsveldi, mikið rétt. Öll eru þau að vinna í þágu "friðar"!!! Kaninn veit sjálfur hvað hann hefur gert. En svona er heimurinn sem við lifum í. Kveðja til þín.

Birgir Loftsson, 8.5.2024 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband