Vinstrisinnaður forseti eða "sameiningartákn"?

Einstaklingar sem bjóða sig fram til forseta munu eiga erfitt með að segja skilið við fortíðina. Oftast fólk velur eða fylgir eftir hugsjónir sínar, er það byggt á lífskoðun sem erfitt er að breyta. Stundum fyllist það ábyrgð og gengur upp í hlutverkinu og segir skilið við fortíðina.

Gott dæmi um þetta er þegar Thomas Becket, náinn vinur Hinriks II, var kosinn erkibiskup Englands á 13. öld en var jafnframt kanslari konungs. Ráðabrugg þeirra var að stýra kirkjunni og í raun leggja undir vald konungs. Becket fann sig í hlutverki erkibiskups og hætti að framfylgja fyrirætlunum konungs. Úr því urðu vinaslit og að lokum frægasta morð miðalda er hann var drepinn, hugsanlega að undirlagi Hinriks.

En líklegra en hitt, er að fólk nái ekki að segja skilið við fortíðina og vinstri leiðtogi í stjórnmálaflokki, verði áfram vinstrisinnaður forseti og þar með ekki fulltrúi allrar þjóðarinnar. Hann er fulltrúi skoðana sem mörgum hnýs hugur við og samræmist ekki þeirra lífskoðunum.

Þá komum við að hinum vinklinum. Á forsetinn að vera fulltrúi þjóðarinnar gagnvart stjórnkerfinu eða "sameiningartákn"?

Það er nefnilega misskilningur margra forsetaframbjóðenda að þeir eigi að vera "sameiningartákn", puntdúkka upp í hillu á Bessastöðum, sem dregin er fram við hátíðleg tilefni. Jú, forsetar geta verið sameiningartákn við nátttúrufara ástand og er það vel en meginhlutverk þeirra er vel afmarkað í stjórnarskrá Íslands. Það er hvergi minnst á að þeir eigi að vera "sameiningartákn" í henni. 

Nú er einn frambjóðandi sem hefur fengið á sig föst skot vegna þess að hann virðist ekki standa fyrir einu eða neinu. Hann segist vera "sameiningartákn" en talar ekkert um hlutverk sitt sem æðsti embættismaður þjóðarinnar og hvað hann ætlar að gera gagnvart stjórnkerfinu. Hann virðist halda að eina hlutverk hans gagnvart því sé að setja einstaka sinnum mál í dóm þjóðarinnar.  Ekkert er minnst á íslensk gildi, menningu eða tungu.

Með orðum frambjóðandans: "Forseti eigi ekki að vera flokkspólitíkur og á að vera yfir dægurþras hafinn. Forseti sé sameiningartákn..." Hljómar sem blablabla, eitthvað sem hljómar fallega en þýðir ekkert.

Svo eru frambjóðendur sem gleyma fortíðinni. Þótt þeir séu e.t.v. með háskólapróf og -starf tengt stjórnmálum, hafa þeir gleymt hvað þeir kusu í umdeilasta utanríkismáli þjóðarinnar síðan Ísland gékk í NATÓ. Það er ekki trúverðugt.

Svo eru aðrir sem viðhaft hafa fíflaskap, leikið hirðtrúðinn, en vilja vera konungurinn.  Hirðtrúðurinn verður aldrei konungur, hann á að vera spémynd konungs, eini sem er leyft að gera grín að kóngi og halda honum á jörðinni með gríni. Trúðinn trúir grínhlutverki sínu sem kóngur.

Eitt er víst, enn á ný fáum við forseta, sem á að vera fulltrúi þjóðarinnar, með aðeins 30%+ fylgi. Hann er örugglega ekki "sameiningartákn" með slíku fylgi né fulltrúi flestra í þjóðfélaginu. En verði Íslendingum að góðu, þetta stjórnarfyrirkomu kusu þeir yfir sig og geta sjálfum sér um kennt.

Að lokum:

". . . Val á valdhafa ríkisins með almennum kosningum gerir það í rauninni ómögulegt fyrir skaðlausa eða mannsæmandi einstaklinga að komast á toppinn. Forsetar og forsætisráðherrar koma í stöðu sína ekki vegna stöðu þeirra sem náttúrulegir aðalsmenn, eins og lénskerfis konungar gerðu einu sinni... en vegna hæfileika þeirra sem hafa siðferðilega óheft lýðskrum. Þess vegna tryggir lýðræði nánast að aðeins hættulegir menn munu rísa í efsta sæti ríkisstjórnarinnar.

Hans Hermann Hoppe, Frá aristókratíu til einveldis og til lýðræðis

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband