Síðan siðmenningin hefur verið til, hafa ríki og valdhafar beitt markvissum áróðri til að móta álit þegna eða borgara. Frá tímum Súmer og Egypta hafa veggmyndir eða ritað mál verið notað til að hafa áhrif á almenning. Síðan þá hefur ýmislegt bæst við í vopnasafn áróðursmeistaranna. Nútímafjölmiðlar og skoðanakannanna fyrirtæki eru markviss notaðir til að dreifa áróðri.
Meistarar meistaranna í nútíma áróðri voru nasistar og kommúnistar sem gerðu þetta að vísindagrein. En það eru ekki bara stjórnvöld sem reyna að hafa áhrif. Einstaklingar og fyrirtæki hafa bæst við og þeir nýta sér tæki eins og skoðanakannanir til að efla málstað sinn. Kíkjum á þetta og athugum hvort eitthvað sé til í þessu.
Fjölmiðlar eru almennt í eigu einkaaðila. Löngum vitað að auðmenn kaupi sér fjölmiðla til að fá jákvæða umfjöllun, líka á Íslandi. Þeir eru þar með ekki hlutlausir né starfsfólk þeirra. Enginn fjölmiðill er algjörlega hlutlaus. Oft eru þeir í liði með hinum eða þessum og skrifa fréttir eða birta skoðanakannanir sem styðja málstaðinn sem þeir styðja.
Fullyrðing mín að skoðanakannanir og fréttir eru notaðar til að móta almenningsálit er þar með rétt. Svo eru þær sem eru leynilegar (til að kanna á bakvið tjöldin, hvort viðkomandi njóti fylgi og ef niðurstaðan er neikvæð, er hún aldrei birt). Það er einhver sem pantar og greiðir fyrir skoðanakönnun. Hann vill væntanlega fá jákvæð svör.
Hlutdrægar spurningar eru oft markvisst notaðar til að fá "rétt svar". Hópurinn sem er spurður e.t.v. einsleitur, þýðið of lítið o.s.frv.
Fyrirtækin sem gera skoðanakannanir um sama viðfangsefni fá mismunandi niðurstöður úr könnunum sínum. Hvers vegna er það svo?
Fullyrðing um þeir sem eru efstir eiga það skilið, því að þeir eiga mest erindi til fólks stenst ekki. Bloggritari get bent á þrjá frambjóðendur til viðbótar en þá sem baða sig í sviðsljósi fjölmiðla sem myndu sóma sér vel á Bessastöðum en þeir fá EKKI tækifæri vegna hlutdrægni fjölmiðla.
Ótímabærar skoðanakannanir eru birtar; framboðsfrestur ekki einu sinni búinn, búa til sigurvegara og tapara. Engar kappræður farið fram. Þeir sem eru þegar baðaðir í sviðsljósinu fá forskot.
Fólk er hjarðdýr, það velur að vera í vinningsliðinu. Í sumum löndum er bannað að birta skoðanakannanir dögum fyrir kosningar. Af hverju?
Eftir að bloggari skrifaði grein sína er gerð skoðanakönnun á Útvarpi sögu. Þar kemur fram að mikil meirihluti hlustenda treystir ekki skoðanakannanna fyrirtækin, en ég tek þá niðurstöðu með miklum fyrirvara eins og allar aðrar skoðanakannanir. Talandi um skoðanakannanir á Útvarpi sögu, þá eru þær ágæt dæmi um óvísindalega skoðanakannanir og oft þar dæmi um mótandi spurningar.
Traustið er farið á fjölmiðlum og á þeim sem hjálpa til við að móta almenningsálitið og stjórnvöldum almennt. Fólk leitar annars staðar að upplýsingum, það sér í gegnum áróðurinn sem leynt eða ljóst er rekinn af ýmsum aðilum. Það leitar á netið í aðrar upplýsingaveitur en fjölmiðla.
Að lokum. Hér er ágæt grein um hvernig kannanir hafa áhrif á hegðun - sjá slóð: How Polls Influence Behavior
Þar segir í lauslegri þýðingu: "Ný rannsókn eftir Neil Malhotra frá Stanfords Graduate School of Business og David Rothschild hjá Microsoft Research, sýnir að sumir kjósendur skipta í raun um lið (eftir niðurstöður skoðanakannanna) í viðleitni til að finnast þeir vera samþykktir og vera hluti af sigurliði. En rannsóknin kemst líka að þeirri niðurstöðu að meiri fjöldi kjósenda sé að leita að "visku mannfjöldans" þegar þeir meta niðurstöður skoðanakannana og að álit sérfræðinga skipti þá meira máli en jafningja þeirra."
Sum sé, ef sérfræðingurinn segir þetta, þá er það frekar rétt en það sem jafningi minn segir. Hvað er þá eftir af "eigin vali" kjósandans þegar hann lætur aðra stjórna vali sínu?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | 17.4.2024 | 09:37 (breytt kl. 09:38) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Áhugavert blogg. Ég hef ekki áhuga að kjósa þau þrjú sem eru efst í skoðanakönnum en ef "slagurinn" veruðu milli Katrínar og Baldurs svo óhyggandi sé samkvæmt könnunum þá mun ég breyta um skoðun og kjósa Baldur því Katrín á ekkert inni hjá mér sem fyrverandi stjórnmálamaður.
Sigurður I B Guðmundsson, 17.4.2024 kl. 11:07
Takk fyrir innlitið Sigurður. Já, það er auðvelt að hífa menn upp eða draga niður. Segjum að fjölmiðlar séu með stöðugar fréttir af Arnari Þór eða Höllu. Fylgið í skoðanakönnunum myndi rjúka upp. Halla t.d. fékk mikinn meðbyr undir lok kosningabaráttunnar er hún var á móti Guðna, þegar fólk loksins heyrði í henni.
Birgir Loftsson, 17.4.2024 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.