Fjölmiðlar eru að velja forseta fyrir kjósendur

Skoðanakannanir eru ágætar eins langt og þær ná. Þær mæla fylgi frambjóðenda en geta verið skakkar á sama tíma. Það er einn þáttur sem menn taka ekki með í myndina, nema þeir sem nýta sér þær, en það er að þær eru notaðar til að móta afstöðu kjósenda.

Stöðugur fréttaflutningur af gengi einstakra frambjóðenda, fréttir og skoðanakannanir, hífur upp fylgi þeirra og býr til sigurvegara í hugum lesenda og áhorfenda. Þar með er búið að afgreiða alla hina sem eiga kannski brýnt erindi til kjósenda og eru e.t.v. "rétta" fólkið í embættið. 

Nú eru fjölmiðlar búnir að velja þrjá frambjóðendur sem líklega sigurvegara. Þetta hlýtur að draga kjarkinn úr þeim sem verða undir í kastljósi fjölmiðlanna. Og kosningabaráttan er ekki einu sinni byrjuð. Engar kappræður eða alvöru viðtöl hafa farið fram við frambjóðendur.

Bloggritari ætlar ekki að láta skoðanakannanir stjórna vali sínu, frekar en hinn daginn. Hann kýs sinn frambjóðanda sem hann telur vera réttan í embættið.  Skiptir engu máli hversu fá prósent hann fær. Þjóðin velur ekki alltaf "rétt" og það er fegurðin við lýðræðið. Til valda velst fólk, sem reynslan sýnir okkur að reyndist vera rétta fólkið eða rangt. Ef rangt, þá er einfaldlega hægt að kjósa það úr starfi.

Að öðru

Að lokum. Það er til mikils að verða forseti. Hann er nánast eins og aðalsmaður. Þetta er eitt mesta forréttindastarf landsins. Hlunindin eru með ólíkindum. Forsetinn fær húsnæði, bifreið, fæði og klæði, staðahaldari/umsjónarmaður, einkaritara, kokk, bílstjóra, hreingerningamanneskju og lífvörð (lögreglumaður á vakt). Svo var ráðinn aðstoðarmaður forsetans sem er kallaður "sérfræðingur". Hann á að hjálpa til við ræðuskrif, hélt að forsetaritari og starfsfólk á forsetaskrifstofunni hjálpaði til við það. Forsetinn hefur mannaforráð yfir níu manns samtals, tíu ef lögreglumaðurinn er talinn með  - sjá slóð: Skrifstofa forseta Íslands

Besta af öllu er að hann ræður vinnutíma sínum að miklu leyti. Hann getur verið virkur eða óvirkur, allt eftir eigin vilja.

Og nú eru sauðsvartur almúgi illa séður við Bessastaði. Aðgengi er heft og ef einhver vogar sér út á Bessastaðanes, má alveg eins búast við afskipti lögreglumanns staðarins, fer eftir í hvaða skapi hann er í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

„Ég læt ekki skoðanakannanir ráða för“

„Ég læt ekki skoðanakann­an­ir ráða för held­ur ætla bara að hitta fólkið og held kannski að þetta byrji ekki í reynd fyrr en við meðfram­bjóðend­ur fáum tæki­færi til að taka sam­tal,“ seg­ir Halla Tóm­as­dótt­ir for­setafram­bjóðandi innt eft­ir viðbrögðum við nýj­ustu könn­un Pró­sent fyri Morg­un­blaðið.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/15/eg_laet_ekki_skodanakannanir_rada_for/

Birgir Loftsson, 15.4.2024 kl. 12:35

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Skoðanamyndandi skoðanakannanir:

https://www.visir.is/g/20242556983d/baldur-og-katrin-halda-for-ystunni

Birgir Loftsson, 15.4.2024 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband