NATÓ í 75 ár - hefði mátt fara aðra leið?

Erfitt er fyrir okkur nútímafólk að dæma um það. Maður þarf að sökkva sig niður í tímabilið og sjá hvað var að gerast á þessum tíma. Saga NATÓ byrjar nefnilega ekki 1949 heldur löngu fyrr.

Aðdragandinn

Stóra myndin er þessi: Þrjú hugmyndakerfi börðust um völdin í heiminum. Lýðræðið, fasisminn og kommúnisminn. Þegar Hitler fór í sína feigðarför bundust lýðræðisríkin böndum við sjálfan djöfulinn, Stalín, sem var náttúrulegur óvinur þeirra og varð það eftir seinni heimsstyrjöld. Mikið púður hefur verið eytt í útrýminga leiðangur Hitlers en minna í það sem Stalín stóð fyrir. Vart er hægt að sjá hvor var meira skrímsli. En það er annað mál. En endalok seinni heimsstyrjaldarinnar voru að fasisminn sem hugmyndakerfi tapaði, þó leifar af honum lifa ennþá hér og þar.

Brestir voru komnir í bandalag bandamanna fyrir stríðslok en óheppni Bandaríkjamanna var að þeir voru með dauðvona forseta sem svo lést. Franklin D. Roosvelt var ekki góður forseti og sérstaklega ekki á stríðstímum en það er efni í aðra grein.

Raunveruleikinn réði eftirmála styrjaldarinnar. Skipting var ákveðin með samkomulagi leiðtoga Bandamanna en líka með hersetu en Sovétmenn sátu og réðu yfir alla Austur-Evrópu og þeir vildu meira, t.d. Grikkland.

Sum sé í maí 1945, við lok síðari heimsstyrjaldarinnar, var stærð sovéska hersins Jósefs Stalíns sannarlega umtalsverður. Sovétríkin höfðu virkjað gríðarlegt herlið í stríðinu, þar sem milljónir hermanna tóku þátt í bardaga á austurvígstöðvunum gegn Þýskalandi nasista. Í maí 1945 var Rauði herinn stærsti her í heimi og taldi um 11 milljónir hermanna.  George Patton hershöfðingi (og Churchill) lét sig dreyma um að fara í Rauða herinn en það var sussað á þá. Fólk var búið að fá nóg af stríði í Evrópu og lítill hljómgrunnur eða hvatning fyrir hermenn að halda áfram átökum.

Ef vestrænir bandamenn hefðu ákveðið að berjast við Rauða herinn í bardaga sumarið 1945, hefði það líklega verið hrikaleg átök með mikið mannfall á báða bóga. Niðurstaðan hefði verið háð ýmsum þáttum, svo sem skilvirkni hernaðaráætlana, seiglu hermanna, skipulagslegum stuðningi og pólitískum sjónarmiðum.

Þess má geta að sumarið 1945 hafði Þýskaland þegar gefist upp og stríðinu í Evrópu var í raun lokið. Áherslan hafði færst að stríðinu gegn Japan á Kyrrahafs stríðsvettvanginum. Að auki voru diplómatískir samningar og fyrirkomulag milli bandamanna, svo sem ráðstefnurnar í Jalta og Potsdam, sem miðuðu að því að samræma viðleitni og koma á ákveðnu stjórnarfari eftir stríðið.

Stalín var eins og hann var, sveik þá samninga sem hann gat með leppum sínum og tóku kommúnistar völdum í Austur-Evrópu. Járntjaldið var fallið 1946. 

Óttast var að kommúnistar myndu ræna völdum í Vestur-Evrópu, í Frakklandi, Ítalíu og víða og líka á Ísland en íslensk leyniþjónusta starfaði til höfuðs útsendara kommúnista.  Kommúnismi var líka í mikilli sókn í Asíu.  Kommúnistar tóku völd í Kína 1949. Mikil ógn var talin stafa af kommúnistaríkjunum og menn vildu því nýtt hernaðarbandalag lýðræðisþjóða.

Í þessu ástandi var Atlandshafsbandalagið stofnað. Ísland var meðal 12 stofnþjóða NATÓ. Ætli þau séu ekki núna um 32. Miklar deilur og átök voru um inngönguna enda verið að henda formlega hlutleysisstefnu Íslands síðan 1918 fyrir borð. 

Inngangan í NATÓ

Bjarni Benediktsson, sem gegndi embætti forsætisráðherra Íslands frá 14. nóvember 1959 til 10. júlí 1963, en var utanríkisráðherra 1949, átti stóran þátt í ákvörðun Íslands um aðild að NATO (Norður-Atlantshafsbandalagið) árið 1949. Málflutningur hans, líkt og margir talsmenn aðildar að NATÓ á Íslandi á sínum tíma snerist um þjóðaröryggi og álitna þörf fyrir sameiginlegar varnir. Ísland átti að vera herlaust á friðartímum, loforð tók ekki nema 3 ár að svíkja með komu Bandaríkjahers til Íslands 1951.

Í upphafi kalda stríðsins hafði Ísland, eins og margar aðrar þjóðir, áhyggjur af þeirri ógn sem stafaði af Sovétríkjunum og útþenslustefnu þeirra. Í ljósi stefnumótandi staðsetningar Íslands á Norður-Atlantshafi var það sérstaklega viðkvæmt fyrir hugsanlegum árásum eða afskiptum frá Sovétríkjunum.

Bjarni Benediktsson og fleiri (Framsóknarmenn og Kratar) héldu því fram að með því að ganga í NATO gæti Ísland notið góðs af sameiginlegu varnarábyrgðinni sem kveðið er á um í NATO-sáttmálanum. Þetta þýddi að ef Ísland yrði fyrir árás myndu önnur NATO-ríki, einkum Bandaríkin, koma því til varnar. Þetta veitti Íslandi öryggistilfinningu og fullvissu gagnvart hugsanlegum ytri ógnum.

Ennfremur gerði aðild að NATO kleift að taka þátt í hernaðarsamvinnu, sameiginlegum æfingum og miðlun upplýsinga með öðrum aðildarríkjum. Þetta efldi varnarviðbúnað Íslands og styrkti tengsl þess við helstu bandamenn.

Á heildina litið snerust rök Bjarna
fyrir aðild Íslands að NATO um þá þörf sem talin var vera á öryggis- og varnarsamstarfi í ljósi geopólitískrar óvissu og ógn sem stafaði af Sovétríkjunum á tímum kalda stríðsins.

Herlaust Ísland í öflugasta hernaðarbandalagi sögunnar

Það vekur furðu nútímamanna (míns a.m.k.) að Ísland skuli ekki vilja stíga skrefið til fulls og leggja sitt fram til bandalagsins með því að stofna íslenskan her. Eina sem Íslendingar vildu leggja fram var land undir herstöðvar. Furðu rök eins og Ísland væri bláfátæk (með ofsa stríðsgróða á bakinu), gæti ekki haft nokkur hundruð manns undir vopnum (tugir milljónir vopna voru enn til eftir lok stríðsins). NATÓ hefði lagt til fjármagn og vopn og gerir í dag með mannvirkja sjóði sínum. Hægt hefði verið að stofna heimavarnarlið eins og gert var á hinum Norðurlöndum eftir lok heimsstyrjaldarinnar. En lítum á rök Björns Bjarnasonar fyrir herleysi.

Bjarni Benediktsson stofnaði ekki íslenskan her í ráðherratíð sinni af ýmsum ástæðum, fyrst og fremst tengdum sögulegu samhengi Íslands, landfræðilegum sjónarmiðum og varnarstefnu.

Sögulega sjónarmiðið var sú mýtan að Ísland væri friðsöm þjóð sem hefði ekki hefð fyrir staðal her. Það er skiljanleg rök en hafa verður í huga að landið var undir vernd danska hersins í aldir. En þessi rök eiga ekki við þegar landið ákveður að taka þátt í hernaðarbandalagi. Fyrir 1550 voru menn almennt vel vopnaðir, höfðingjar höfðu sveinalið og varnir ágætar, t.d. voru byggð hér yfir 30 varnarmannvirki á miðöldum svo vitað sé. Eftir 1550 sá danski flotinn um landvarnir Íslands. Eftir 1940 voru það Bretar og Bandaríkjamenn. Landið var því aldrei varnarlaust.

Landfræðileg sjónarmið. Staðsetning Íslands á Norður-Atlantshafi gerði það að mikilvægt landfræðilega  á tímum kalda stríðsins, sérstaklega hvað varðar eftirlit og viðbrögð við hugsanlegri sjóhernað Sovétríkjanna á Norður-Atlantshafi. Í ljósi tiltölulega fámenns lands og takmarkaðra auðlinda gæti það hafa verið talið óþarft eða efnahagslega óframkvæmanlegt að koma á fót staðalher í fullri stærð. Þau áttu við þá, ekki í dag.

Aðild að NATO. Ákvörðun Íslands um að ganga í NATO árið 1949 var rammi fyrir sameiginlega varnar- og öryggissamvinnu við önnur aðildarríki, einkum Bandaríkin. Sem NATO-aðildarríki naut Ísland góðs af sameiginlegum varnarábyrgðum bandalagsins og hernaðarsamstarfi, sem gerði það að verkum að það kom í veg fyrir bráða þörf fyrir stóran eigin her.

Varnarstefnan. Varnarstefna Íslands hefur í gegnum tíðina beinst að því að viðhalda litlu en færu varnarliði (LHG) sem er sérsniðið að sérþörfum þess, þar á meðal eftirliti á sjó, leitar- og björgunaraðgerðum og samvinnu við herafla bandamanna. Þessi nálgun gerði Íslandi kleift að forgangsraða varnarauðlindum sínum á skilvirkan hátt á sama tíma og það nýtti stefnumótandi samstarf sitt innan NATO.

Þegar á heildina er litið var ákvörðun  Bjarna Benedikssonar um að stofna ekki íslenskan staðalher í forsætisráðherratíð hans undir áhrifum af ýmsum þáttum, þar á meðal sögulegri stöðu Íslands í varnarmálum, stefnumörkun, aðild að NATO og varnaráætlun sem sniðin var að sérstökum aðstæðum. 

NATÓ þurfti nauðsynlega á Íslandi að halda, því það er hluti af GIUK hliðinu og þá voru gervihnettir ekki komnir til sögunnar. Þannig að hann og flokkur hans komust upp með að fá það besta úr NATÓ með lágmarks framlagi og hernaðarvernd bandalagsins.

En nú eru breyttir tímar með breyttri tækni. Við sáum það 2006 þegar Bandaríkjaher yfirgaf landið án þess að tala við kóng eða prest. Ljóst var að hagsmunir Bandaríkjanna fóru ekki saman við hagsmuni Íslands. Ef til vill hafa þeir sjaldan farið saman. En íslenskir ráðamenn lærðu ekkert af þessu og ákveðu að hafa höfuðið áfram í sandinum.  Þetta hefði átt að vera hvatning til að stofna einhvers konar varnarlið, mannskap tilbúinn þegar næsta stríð kemur, sem kemur örugglega, en ekkert var gert. Ef eitthvað, var skorið niður hjá Landhelgisgæslunni sem sér um framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin af hálfu Íslands.

Það er afneitun veruleikans að gera Ísland "hlutlaust" þegar það er í hernaðarbandalagi. VG vöknuðu við vondan draum og þurftu að henda fantasíu sína út um NATÓ þegar flokkurinn þurfti að starfa í veruleikanum. Við munu falla eða standa með þessu bandalagi á meðan við eru í því.

Það eru bæði kostur og ókostur að vera í hernaðarbandalagi. Kosturinn eru að við höfum 31 vinaþjóðir sem koma okkur til hjálpar en ókosturinn er að ef ráðist er á eina þeirra, eru við komin í stríð.

Lokaorð

Íslendingar hefðu getað valið að vera áfram hlutlaus þjóð 1949 og tekið mikla áhættu með Stalín sem var til alls líklegur. Líklega hefði "flugmóðuskipið" Ísland aldrei sloppið frá þriðju heimsstyrjöldinni, ráðist hefði verið á það og það hernumið. En Ísland hefði getað ákveðið að vera hlutlaust, komið sér upp her, og treyst á að Bandaríkjamenn/Bretar komi sjálfkrafa ef til stríðs kemur. Það hefði e.t.v. ekki verið slæm leið.

Hvað framtíðina varðar, þurfa Íslendingar að girða sig í brók, og a.m.k. koma sér upp sérfræðiþekkingu og formlega stofnun sem sér um varnarmál Íslands. Það skref var stigið með stofnun Varnarmálastofnunar Íslands en illa heillin, stigið til baka, þökk sé nútíma íslenskum vinstri mönnum. Hins vegar má allta leiðrétta mistök og endurreisa stofnunina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Varnar fjárlög 2024: https://www.dv.is/eyjan/2024/4/4/stefnt-ad-auknum-framlogum-islenska-rikisins-til-varnarmala-oljost-hversu-mikil-aukningin-verdur/

Birgir Loftsson, 4.4.2024 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband