Öryggismál Íslands og lögreglan

Við getum ekki alveg hunsað öryggismál Íslands og verðum gera eitthvað í þeim málum. Það þarf ekki að vera her, getur verið heimavarnarlið, á stærð við undirfylki, sem er 200-250 manna lið. Hægt að kalla út ef til dæmis hryðjuverk,  náttúru vá eða önnur hætta steðjar að.

Lögreglan hefur t.d. aldrei verið eins fámenn á höfuðborgarsvæðinu en í dag. 270 manns sem skiptast á vaktir. Á annan tug manna þarf til að manna einn lögreglubíl.  Fyrir áratug voru þeir yfir 300. Á stríðsárunum voru aðeins færri menn á vakt en er í dag.

Ríkið er ekki að tryggja öryggi okkar, ekki einu sinni á sviði löggæslu. Fjöldi lögreglumanna hefur í áratugi verið um 700 manns, mest 800. Þetta getur ekki verið færri mannskapur fyrir 100 þúsund ferkílómetra stórt land og 400 þúsund íbúa,  sérstaklega þegar enginn her til að bakka upp. Hvar værum við ef Kaninn sæi ekki um varnir landsins og tilbúinn að fórna bandarískum mannslífum?

Íslensk stjórnvöld eru því og þar með ekki að tryggja öryggi Íslendinga.  Þarf annað "Tyrkjarán" til að þau vakni upp af þyrnirósa svefninum?

Bloggari bý hérna og íslenska ríkið ber því að tryggja öryggi hans og annarra búsetta á Íslandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það kæmi mér ekki óvart að það verður ekkert gert fyrr en einhver alvarlegt gerist.

Sigurður I B Guðmundsson, 29.3.2024 kl. 19:18

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir innlitið Sigurður. Við lifum á óþekktum tímum og EKKI er hægt að líta til fortíðar sem fordæmi. Í raun aldrei hægt. T.d. voru fyrri og seinni heimstyrjaldirnar gjörólíkar í eðli sínu. Þriðja heimsstyrjöldin, sem mun koma, því maðurinn hefur verið jafn heimskur og hann hefur verið í 10 þúsund ár og lengur, verður endastöð mannkyns. Þrjú atvik í kalda stíðinum sem hefðu getað leitt til heimsstyrjaldar en gerðu ekki fyrir lukku örlaga. Sem sagt, þarf ekki heimsku mannkyns til að hefja nýja heimsstyrjöld. Happa glappa tilvera sem við lifum á!

Birgir Loftsson, 29.3.2024 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband