Nokkrar hugrenningar með morgunkaffinu um forseta kosningar

Það gerist ýmislegt á hverjum degi. Líka á Íslandi. Eftir að Guðni Th. ákvað að hætta eftir átta ár í embætti forseta, sem kom ekki á óvart, því hann sagðist ekki ætla að vera lengi, er hafin spennandi samkeppni um forseta stólinn.

Lengi vel fannst bloggritara þetta embætti vera tildur og forsetinn gerði lítið. Það er að einhverju leyti rétt en samt gengir forsetinn veigamiklu hlutverki á ákveðnum tímapunktum. 

Forsetinn á að vera sameiningartákn og vera sá sem hvetur þjóðina áfram á ögurstundum.  Núverandi forseti fékk eitt slíkt tækifæri, þegar Covíd faraldur gekk hér yfir. Hann olli bloggritara vonbrigðum, því forsetinn hvarf af sjónarsviðinu, kom fram í einum sjónvarpsþætti (hvatningaþáttur) en annars var hann að gera hvað? Ekki í opinberum erindagjörðum, það er nokkuð ljóst. Bloggritari studdi Guðmund Franklín gegn honum á sínum tíma, en fannst á sama tíma Guðmundur fara fram úr sér, ætlaði að gjörbreyta embættinu og það voru hans mistök.

En ástæðan fyrir stuðninginn við mótframboð á móti núverandi forseta, er sú trú bloggritara að forsetinn verður að vera leiðtogi, ekki bara oddviti eða stjórnandi/embættismaður.

Forsetinn þarf að hafa leiðtogahæfileika og leiðtogasjarma. Það er mikill misskilningur hjá fólki að segja að forsetinn eigi að vera skrautgripur á Bessastöðum sem dreginn er fram á hátíðardögum.  Hann gegnir veigamiklu hlutverki í stjórnkerfinu eins og við vitum núna og Ólafur Ragnar Grímsson sannaði með ICESAVE málinu.  Ólafur reyndist vera leiðtogi og með leiðtogasjarma. Vígdís Finnbogadóttir var með leiðtogasjarma og gat leitt en gerði sín mistök (EES). 

Við þekkjum leiðtoga þegar við sjáum þá.  John F. Kennedy, Abraham Lincoln, Winston Churchill, Adolf Hitler, Theodor Roosvelt, Donald Trump, Richard Nixon o.s.frv. Góðir eða slæmir leiðtogar en leiðtogar samt.

Nú er verið að draga fram bæði jákvætt og neikvætt um forseta frambjóðendurna. Þrír einstaklingar eru efstir á blaði, Arnar Þór Jónsson, Baldur Þorhallsson (þaulskipulagt framboð frá fyrsta degi og jafnvel fyrr) og Halla Tómasdóttir.  Allir hinir frambjóðendur, komnir fram, eru aukaleikarar og spurning hvort þeir eigi erindi upp á svið? Sýnist að allir þrír frambjóðendur séu frambærilegir, veit enn ekki um leiðtogahæfileikanna.  En allir eiga þeir sér fortíð sem getur skipt máli í kosningunum. Tveir frambjóðendur hafa verið sakaðir um að vera ESB sinnar og styðja glópalismann og sá þriðji n.k. utangarðsmaður í eigin flokki.

En það sem skiptir mestu máli, er hvað þeir gera í embætti.  Munu þessir einstaklingar standa vörð um fullveldi Íslands? Íslenska menningu og tungu? Fyrsta þolraunin kemur strax í ár ef bókun 35 verður sett í lög. Hvað gera bændur/forseti þá?

Það verður því miður að spyrja forsetaframbjóðendurna út í pólitík þeirra.  Forseta pólitík nóta bene, því að forsetinn stendur fyrir ákveðna stefnu og gildum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Vá, lætin eru byrjuð.... https://www.dv.is/eyjan/2024/3/24/krefur-baldur-um-svar-en-hvorki-utursnuningar-ne-skitkast-fra-sjalfskipudum-talsmonnum-hans-eda-almannatenglum/

Birgir Loftsson, 24.3.2024 kl. 11:53

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Baldur er ljóslega RÚV frambjóðandinn.  Hann hefur ekkert, en allan stuðning áróðursvélar RÚV.

Ég mæli með að menn hafi mikið eftirlit með talningu atkvæða.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.3.2024 kl. 15:33

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Svo má leggja niður forsetaembættið...

Birgir Loftsson, 24.3.2024 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband