Þegar stjórnkerfið með embættismönnum situr aðgerðalaust þegar það/þeir eiga að framfylgja lögin, þá eru þeir að brjóta lög sem þeir eiga að framfylgja. Þegar eftirlitsstofnun, sem á að framfylgja og sjá til að aðilar undir þeirra eftirliti brjóti ekki lög, gerir það ekki, þá er það vanræksla eða skeytingaleysi um lögin. Nýjasta dæmið er Samgöngustofa sem er eftirlitsaðili en sinnir ekki eftirlitinu...lætur hlutina bara gerast.
Tökum dæmi sem allir kunna. Í umferðlögum er það skýrt að vegfarendum er skylt að nema staðar og aðstoða á slysstað. Ef vegfarandi kýs hins vegar að halda áfram og gera ekki neitt, er hann að brjóta lög. Sama gildir um stofnanir sem framfylgja ekki lögum eða fara út fyrir verksvið sitt ef þær eru úti að aka án þess að skeyta um.
Dæmi um (banka)stofnun sem fer út fyrir valdsvið sitt er Landsbankinn sem ákveður upp á eigið að fara í tryggingastarfsemi án þess að spyrja kóng eða prest. Bankastjóri er CEO, ekki eigandi, en eigandinn er íslenska þjóðin sem á um 99% hlut í bankanum. Engin heimild né í lögum að banki megi fara í fjárfestinga kaup sí svona. Ef þetta væri forstjóri í mínu fyrirtæki, væri bloggritari búinn að reka hann á staðnum og út í fylgd öryggisvarða. En nei, bankastjórinn yppar gogg við ráðherra og finnst þetta í lagi. En raunverulegir eigendur eru Íslendingar og hvað finnst þeim?
Þetta er mesti gallinn og akkelishæll íslensk stjórnkerfis. Enginn þorir að framfylgja gild lög af ótta við ósýnilegt almenningsálit eða þrýstihóps. Linkindin er með ólíkindum, alls staðar. Þegar allt er komið óefni, er rankað úr rotinu, stundum of seint, líkt og í bankahruninu 2008.
Svo er það annað. Alltaf er skriðið fyrir útlendingunum - lesist ESB, og aldrei þorað að mótmæla fáránlegum reglugerðum sem koma á hraðskreiðu færibandi frá sambandinu. Vita Íslendingar af því að það er heil þýðingardeild á vegum Utanríkismálaráðuneytisins í fullri vinnu við að þýða reglugerðirnar? Reglugerðir, ekki íslensk lög. Þýðendur afgreiða fleiri "lög" en íslenskir þingmenn árlega, enda vinna þeir allt árið um kring, en ekki 106 daga ársins eins og háttvirtir Alþingismenn.
Búum við í bananalýðveldi?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.3.2024 | 18:24 (breytt 22.3.2024 kl. 19:46) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Tilgangurinn með eftirlitsstofnunum er að vera kósí innivinna fyrir vini og vandamenn, ekki eitthvað annað.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.3.2024 kl. 15:57
Fínn innivinna eins og menn sóttust eftir í gamla daga.
Birgir Loftsson, 21.3.2024 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.