Hér hefur verið rakið örlög mannvistaleifa Ríkharðs 3. En Íslendingar eiga líka til merkilegar sögur af afdrifum beinagrinda af sögufrægum Íslendingum. Þekktust er sagan af Jónasi Hallgrímssyni þjóðskáld og þrautagangan mannvistaleifa hans áður en beinin voruð vistuð í þjóðargrafreit Íslendinga á Þingvöllum. En það er önnur sagan sem hefur vakið minna athygli.
Frægasta aftaka Íslands sögunnar sem breytti gangi hennar er að sjálfsögðu aftaka Jóns Arasonar Hólabiskups og sona hans 1550.
Þeir voru handteknir í Sauðafellsför sinni. Þeir færðir að Skálholti, í fangavist og að lokum hálshöggvnir. Síra Jón Bjarnason átti að hafa ansað til um örlög fanganna: Eg em fávísastur af yður öllum, og kann eg ráð til að geyma þá. Þeir sögðust það vilja heyra. Hann sagði þá: Öxin og jörðin geymir þá best. Þeir svo teknir af lífi í aftöku.
Norðanmenn áttu að hafa tekið líkin upp í apríl 1551 og farið með þau norður og þau grafin á Hólum í Hjartardal við dómkirkjuna.
En er vitað hvað varð svo um gröf þeirra? Í Morgunblaðinu frá 1927 (aukablað, 4. janúar) segir frá að maður að nafni Guðbrandur Jónsson frá Reykjavík hafi látið grafa í kirkjugarðinn vestan núverandi kirkju á Hólum 1918. Segir sagan að Guðbrandur hafi sagt vera í sambandi við Páfastólinn, ætlunin hafi verið að fara með beinin suður og gera Jón biskup að dýrlingi. Hann hafi komist alla leið til þýskalands en þar endaði för hans er páfamenn tóku fálega í erindi hans. Er málið var borið undir Guðbrand segir hann að þetta sé vitleysa. Hann hafi farið með beinin til Reykjavíkur til rannsókna. Guðbrandur á að hafa afhent Matthías Þórðarsyni beinin og þau séu í hans vörslu.
En aftur að meintum uppgröftri:
Hittu menn þá fyrir gröf með beinaleifum úr þrem mönnum og virðast beinin eftir lýsingunni hafa verið mjög illa farin og lítið eftir af þeim. Taldi Guðbrandur að þetta væru bein Jóns Arasonar og sona hans tveggja, er höggnir voru með honum. Þetta virðist hann byggja einkum á því hvar beinin fundust, og að þessir þrír voru grafnir saman undir einu hvolfi. Þá taldi hann höfuð eins mannsins legið í handarkrika hans. Heimild: Skagfirðingabók, 1. tölublað (01.01.1991).
Engum sögum fer af hvort þær hafi verið rannsakaðar frekar ef rannsókn má kalla. Hefðu rannsóknir verið vanbúnar. Tæknin sem nú er komin í fornleifarannsóknir er orðið stjarnfræðileg góð og DNA rannsóknir farið svo fram, að auðvelt ætti að vera að kanna uppruna beinanna. Af Jón er líka kominn stór ættarbogi og því ekki erfitt að kanna upprunan.
Þessum beinum var komið fyrir í kistu í turninum við kirkjuna, en hann var vígður 1950. Ef svo kann að reynast ekki hafi verið gert neitt síðan, væri það stórkostlegt afrek, með hjálp erfðatækninnar, að staðfesta þessa sögu, og búa almennilega um beinin. Ekkert er að marka "rannsóknir" fyrri tíðar manna.
Ef grafarspjöll hafa átt sér stað, væri fróðlegt að fá það staðfest. Hver gaf Guðbrandi leyfi til að grafa í heilugum grafreit? Gróf hann í raun og veru? Hvar eru beinin raunverulega? Eru þau í Reykjavík, Þýskalandi eða kirkjuturninum á Hólum?
Ef einhver ætti heima í þjóðargrafreiti Íslendinga á Þingvöllum, væri það Jón Arason, sem barðist á móti Dönum og siðaskiptunum.
Um ósóma aldar sinnar
Hnigna tekr heimsins magn.
Hvar finnur vin sinn?
Fær margur falsbjörg,
forsómar manndóm.
Tryggðin er trylld sögð.
Trúin gerist veik nú.
Drepinn held eg drengskap.
Dyggð er rekin í óbyggð.
Jón Arason, Hólabiskup.
Hvað ætli Jóni finnist um kristni í dag og ósóma samtímans?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Saga | 27.2.2024 | 09:06 (breytt kl. 13:57) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.