Rótleysið er hjá Sjálfstæðisflokknum

Sjálfstæðisflokkurinn má muna sinn fífil fegurri. Rótleysið, sem lesa má út frá aðgerðum flokksins síðastliðin ár er fyrst og fremst forystu Sjálfstæðisflokksins að kenna. Kjósendurnir hafa ekki yfirgefið hugsjónir flokksins, heldur forystan.  Hún hefur fallið frá grunnstefnu sinni algjörlega. Hvernig má það vera og er hægt að rökstyðja þessa fullyrðingu?

Tökum tvö stórmál til efniskoðunnar. Bókun 35, sem er sjálfstæðismál númer eitt, er keyrt í gegn með harðri atfylgi flokksforustunnar. Hitt stóra málið, hælisleitendamálið, er í klessu og forystan segist ekki geta neitt í málaflokknum vegna þess hversu Alþingi er vont. Stefna örflokksins VG er því boðuð með "hertri útlendingastefnu". Er keisarinn ekki annars nakinn?  Báðar ástæður eru tilefni í að flokkurinn fari úr ríkisstjórnarsamstarfi og heimti nýjar kosningar. Nei, það á að halda í völdin sama hvað. Á meðan fer fylgið niður í 18%- og mun halda áfram að lækka.

Engar líkur eru á að flokkurinn rétti af kúrsi næstu misseri, þótt Bjarni Benediktsson fari frá völdum ef fylgjarar hans taki við. Það eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eða Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Bjarni er búinn að smyrja Þórdísi í hásætið sem arftaka sinni. Þær báðar eru fulltrúar frjálslindisarms flokksins og þær bera sömu samábyrgð með Bjarna á stöðu flokksins.  Báðar myndu sóma sig vel í VG eða Samfylkingunni miðað við málflutningi þeirra. 

Þórdís gerði ein mestu mistök í utanríkismálum síðan lýðveldið var stofnað 1944 með því að slíta stjórnmálasamskiptum við Rússland, nokkuð sem aldrei var gert á tímum kalda stríðsins og þótt margt hafi gengið á (uppreisnin í Ungverjaland 1956 og vorið í Prag 1968, innrásin í Afganistan 1979 o.fl. dæmi).

Ef einhver er að íhuga að stofna hægri flokk í stað Sjálfstæðisflokksins, þá er það óþarfi.  Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn hafa tekið við keflinu í málsvörn hins íslenska borgara.

Heimdellingar héldu útför Reykjavíkur um daginn og voru brattir. En þeir hefðu átt að halda útför Sjálfstæðisflokksins um leið.

Á legsteininn má skrifa:

Hér hvílir Sjálfstæðisflokkurinn

Fæddur 29. maí 1929.

Látinn 20. mars 2024.

Hvíl í friði.

Í tilkynningu um útförina má skrifa: Blóma og kransar afþakkaðir í jarðaförinni en aðstandendum er bent á að leita í skjól til annarra borgaraflokka, Flokk fólksins eða Miðflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: vaskibjorn

Þú kannt að koma orðum að þessu Birgir,frábær greining og skotheld,þetta eru vandræði sjallana í hnotskurn.

Kv.Björninn

vaskibjorn, 22.2.2024 kl. 23:48

3 Smámynd: Birgir Loftsson

 Takk fyrir Björn.

Birgir Loftsson, 23.2.2024 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband