Tími til kominn að ræða varnarmál?

Segir tíma til kominn að ræða varnarmál Íslands segir í grein á DV. Já heldur betur. Íslendingar lifa ekki í loftbólu þó að þeir haldi það og öll meiriháttar stríð í dag hafa bein áhrif á landið. Bloggritari skrifaði fyrstu grein sína um varnarmál árið 2005 og hefur allar götur síðan brýnt fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna nauðsyn þess að koma upp trúverðar varnir fyrir Ísland.

Í greininni segir að "Bryndís Bjarnadóttir, formaður félags ungs fólks um varnarmál, segir nauðsynlegt að fram fari aukin umræða um varnar- og öryggismál hér á landi. Þetta er umfjöllunarefni hennar í aðsendri grein á Vísi. Greinin kemur í kjölfar þeirra orða þingmanns Sjálfstæðisflokkins að kanna ætti af fullri alvöru þátttöku Íslands í sameiginlegum her norðurlandanna."

Þetta er gott og blessað en röng ályktun. Í viðtalinu segir Bryndís Haraldsdóttir að vert sé að skoða möguleika á að koma upp norrænum her og að Ísland taki þátt í honum.  Hvernig þá?

Ber ekki að reisa garðinn við þar sem hann er lægstur? Hann er örugglega lægstur á Íslandi. Það er meiri raunsæi í skrifum Baldurs Þórhallssonar í grein sem heitir "Ísland má ekki vera veikasti hlekkurinn". Þar talar hann um varanlegar loftvarnir og viðveru flugsveita en ekki hverjar þjóðar mannar hana. Hver segir ekki að Íslendingar geti ekki mannað slíka sveit? Það er innan við 200 manns sem er í kringum slíka flugsveit, þær flugsveitir sem hingað hafa komið hingað til.

Þótt lofsvert er að Bryndís sé að tengja saman hugmynd um myndun varnarbandalags Norðurlanda við þátttöku Íslands, þá mætti minna hana á dóm sögunnar en svipaðar hugmyndir voru uppi eftir seinni heimsstyrjöld en féllu niður vegna þess að NATÓ var stofnað. Þetta þóttu ekki raunhæfar hugmyndir. Varnarstarf Norðurlanda getur þó samtvinnast meira en áður, nú þegar Svíþjóð og Finnland eru komin í NATÓ.

Íslendingar hjálpa á engan hátt norrænum her með því að senda "kjaftatíkur" á fundi Norðurlandaráðs til að ræða taktík eða stratigíu! Best væri að taka til heima og hætta að vera veikasti hlekkurinn í keðjunni. Það gerum við með að stofna íslenskan her, öryggissveitir eða heimavarnarlið, hvað svo sem menn vilja kalla slíkt varnarlið. Blokkritari hefur bent á hugtak sem áður hefur verið notað, en það er Varnarliðið en nú skipað Íslendingum í stað ameríska dáta sem gott heiti.

Það er stórt skref að stofna íslenskan her, en það þarf ekki að vera eins kosnaðarsamt og menn halda. Við Íslendingar höfum mesta hernaðarveldi heims að baki okkar, Bandaríkin, sem geta útvegað okkur vopn, og NATÓ rekur þegar mörg hernaðarmannvirki á Íslandi. Má þar minna á ratsjárstöðvarnar fjóru, mannvirki í Helguvík og á Keflavíkurflugvelli en þar er herstöð sem er starfrækt árið um kring (já það er satt), þótt ekki fari það hátt í íslenskum fjölmiðlum. Það er bara verið að pukrast með hlutina í stað þess að tala um málin hreinskilningslega.  

Og það er hægt að innlima Landhelgisgæsluna inn í slíkt herafla, hún er þegar með mikla þekkingu á varnarmálum (skv. lögum hefur hún umsjón með varnarmál Íslands) og sprengjusveit hennar er þekkt víða um heim fyrir fagmennsku. Bloggritari hefur áður margoft rætt um breytt hlutverk LHG, það er hún er landhelgisgæsla á friðartímum en breytist í sjóher á ófriðartímum sem hún gerir hvort sem er næst er stríð ber að garði.

Munum að við þurfum ekki stórher, aðeins smáher að stærð á við (bardaga) fylki (e. (battle) Battalion) með 600-1000 manna liði. Bandaríkjaher var ekki með nema 1200 manns að meðaltali á Íslandi á sínum tíma og 650 starfsmenn í þjónustuhlutverki. Slíkt lið getur komið að notum þegar náttúru vá ber að garði og komið í stað eða hjálpar björgunarsveitum landsins. Hvar værum við ef þær væru ekki til og sjálfboðaliðastarf þeirra?

En það verður að gera þetta faglega með fagstofnun eins og Varnarmálastofnun Íslands heitinni. Byrja á byrjunni. Hafa á að skipa íslenska herfræðinga sem meta þörfina út frá íslenskum hagsmunum, ekki út frá vörnum Bandaríkjanna eins og nú er gert. Það skiptir gríðarlega miklu máli að herforingjar, eins og stríðssagan hefur kennt okkur, þekki vel "vígvöllinn" og hvernig ber að haga vörn og sókn. Bandarískir herforingjar koma og fara, allir jafn ókunnugir íslenskum aðstæðum.

Niðurstaðan

Ályktun bloggritara af samfélagsrýni sinni síðastliðna áratugi er að það er ákveðin ákvörðunafælni, sem jaðrar við minnimáttar kennd, um mörg málefni.  Svo sem að aldrei er hægt að taka á verðtryggingunni; kvótakerfinu; fákeppninni; ákvarðanir í utanríkismálum (alltaf elt aðrar þjóðir í ákvörðunartökum); í varnarmálum; hvernig stjórnskipan landsins á að vera (hvað er nýja stjórnarskráin búin að velkjast um í kerfinu lengi? Síðan lýðveldisstofnun!) og svo framvegis. Það er bara talað en minna gert.

Í sambandi við varnarmál, þá er það tilfellið að frekar fáir hafa áhuga á þessum málaflokki sem virðist vera lúxus vandi í hugum Íslendinga. Af því að Íslendingar þurfa ekki að hugsa um vandamálið, er málaflokkurinn hunsaður af stjórnmálaelítunni. Ábyrðinni er varpað á erlent hernaðarveldi sem er reyndar vinveitt en slíkt stendst ekki til langframa. Sagan nefnilega er breytingum sí orpin.

Þriðja heimsstyrjöldin er e.t.v. handan við hornið en menn tala fullum fetum erlendis um hættuna. Allar vestræna þjóðir eru að undirbúa sig undir hugsanlegt stríð. Það þarf ekki endilega að gerast í Evrópu og gegn Rússlandi, heldur getur styrjöld hafist í Miðausturlöndum eða vegna Taívan eða ....?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

„Það er engin „stöðluð“ herdeild (e. brigade) til. En til dæmis fyrir breska herinn, getum við séð af rekstrarkostnað fyrir herdeild á fjárhagsárinu 2021-22.

Vinnuafls- og starfsemiskostnaður til að halda eftirtaldri herdeild við venjulegt viðbúnaðarstig og á fullum styrk er sem hér segir:

Fótgönguliðs herdeild (sem  hefur ekki verkfræðinga eða stórskotalið) kostar c.a. £140 milljónir árlega eða 24 milljarða íslenskra króna.

 
Hvað er herdeild (e. brigade)?

Samkvæmt skilgreiningu er herdeild myndun sem samanstendur af þremur fótgönguliðsherfylkingum eða þremur riddaraliðum eða brynvörðum hersveitum. Í heimsstyrjöldunum taldi herdeild á milli 3.500 og 4.000 manns.

Við erum hér að tala um íslenskar aðstæður og einu herfylki sem er þá um 1000 manns. Kostnaðurinn ætti þá að vera um 8 milljarðar króna árlega, mjög gróflega áætlað.

Birgir Loftsson, 6.2.2024 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband