Andstæð hlutverk forseta Íslands

Glöggir menn taka eftir tilvistakreppu forseta embættisins. Í raun gegnir forsetinn tvö gagnstæð hlutverk sem fara illa saman.

Í annarri blogg grein var rakið hvernig forseta embættið sjálft skilgreinir hlutverk forsetans. En fer það saman við hlutverkið eins og það er skýrt í stjórnarskránni? Lítum aftur á vefsetur forseta embættisins þar sem hlutverk forsetans er skilgreint og nokkur atriði tínt úr sem hér varða málið:

  • Forseti er oft í hlutverki talsmanns þjóðarinnar, svo sem þegar hann veitir fjölmiðlum viðtöl, ekki síst erlendum....
  • Forseti kemur fram sem talsmaður þjóðarinnar þegar hann á viðræður við erlenda þjóðhöfðingja eða aðra forsvarsmenn þjóða....
  • Forseti kemur fram sem leiðtogi þjóðarinnar þegar erlendir þjóðhöfingjar koma í opinbera heimsókn til Íslands....
  • Forseti vinnur að innri samheldni Íslendinga meðal annars með því að fara í opinberar heimsóknir innanlands, heimsækja vinnustaði og kynna sér málefni líðandi stundar á fundum með þeim sem til hans leita....
  • Forseti er yfirmaður embættis forseta Íslands með líkum hætti og ráðherra sem stjórnar ráðuneyti sínu auk þess sem forseti fer með húsbóndavald á jörðinni Bessastöðum....
  • Forseti á fundi með stjórnmálaleiðtogum í því skyni að fylgjast með þjóðmálum og stjórn landsins og getur í því hlutverki veitt góð ráð og aðhald eftir atvikum....

Hér hlutverkið skilgreint í stjórnarskránni og þær greina sem hér eiga við tíndar úr:

2. gr.
Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

II.
3. gr.
Forseti Íslands skal vera þjóðkjörinn.

11. gr.
Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis.
13. gr.
Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
14. gr.
Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.
15. gr.
Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
16. gr.
Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
17. gr.
Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.
18. gr.
Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.
19. gr.
Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.

23. gr.
Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Alþingis tiltekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. Alþingi getur þó veitt forseta samþykki til afbrigða frá þessum ákvæðum....

24. gr.
Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið], 1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum] 1) eftir, að það var rofið....
25. gr.
Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
26. gr.
Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.
28. gr.
Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum]. 1) Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný]. 1)
[Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falla þau úr gildi.] 1)
Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög fyrir fjárhagstímabilið.
 
Stjórnarskráin leggur meiri áherslu á stjórnskipunar hlutverkið en vefsíða forseta embættið sem lýsir embættinu sem e.k. "Sendiherra starfi".  

Sjá má að forsetinn er talsmaður og verndari þjóðarinnar gagnvart stjórnvöldum, enda þjóðkjörinn til þess. En þetta skapar vanda, því að hann þarf á sama tíma að starfa með viðkomandi ríkisstjórn í ríkisráði, skipa ríkisstjórnir o.s.frv. Og að geta neitað að skrifa undir ólög. Hann getur líka komið með lagafrumvörp sbr 25. grein!

Eins og túlka má stjórnarskránna er forsetinn fyrst og fremst fulltrúi þjóðarinnar gagnvart fulltrúavaldinu - Alþingi og ber að veita því aðhald. Það er ekki allir einstaklingar sem veljast í forsetaembættis sem valda þessari póla skiptingu forsetavaldsins og þora að fara í löggjafavaldið (og þar með framkvæmdarvaldið sem í raun stjórnar öllu).

Núverandi forseti lenti í tilvistarkreppu vegna þess að hann þorði ekki að taka af skarið. Var að eltast við meintar vinsældir. Það gerði hins vegar forsetinn á undan honum og virkjaði dauða lagabókstafi til lífsins. Gömul lög eru nefnilega ekki alltaf úreld, þótt gömul sé. Það verður að "aflaga" þau til þess að þau verði óvirk. 

Spurningin er, skilur almenningur þetta? Mun hann einblína á "punt" hlutverk forsetans eða stjórnskipunarlegt hlutverk hans? Tilfinning bloggritara er að almenningu velur forseta eftir tilfinningu, ekki rökhyggju og mun velja sér "punt" forseta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

SÆll Birgir.

Gætir þú ekki verið sammála mér um að það væri heppilegra

að koma á FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi (eins og er í frakklandi)

þar sem að forsetinn axlar raunverulega ábyrgð á sinni þjóð

með því  hann þurfi SJÁLFUR að leggja af stað

með stefnurnar í öllum stóru málunum? 

https://contact.blog.is/blog/vonin/category/2908/

Dominus Sanctus., 6.1.2024 kl. 14:51

2 Smámynd: Dominus Sanctus.

Mætti t.d. ekki segja að þessar tvær greinar stangist á:

 19. gr.
 Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum. 

 11. gr.
 Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum.

Dominus Sanctus., 6.1.2024 kl. 14:54

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Sanctus.  Jú, það er einmitt sem ég kom inn á í annarri blogggrein. Forsetastjórn að hætti Bandaríkjanna, Frakklands og Finnlands. Og FRAMKVÆMDARVALDIÐ loksins orðið sjálfstætt en starfar ekki í skjóli Alþingis!

Stjórnskipunarvandi forseta embættisins úr sögunni!

Sjá: https://biggilofts.blog.is/blog/biggilofts/#entry-2298124

Birgir Loftsson, 6.1.2024 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband