Forseta kosningarnar - forseta frambjóðandinn Arnar Þór Jónsson

Arnar Þór Jónsson hefur boðið sig fram í forsetaembættið. Ef hann verður kosinn þýðir það eitt, bókun 35, verður skotið til þjóðaratkvæðisgreiðslu.  Allt frekari valdaafsal til ESB verður líka skotið til þjóðarinnar. Beint lýðræði, vald fólksins, verður virkjað. Við erum skoðanabræður á þessu sviði sem og baráttan gegn ásælni erlends valds sem margir íslenskir stjórnmálamenn finnst vera bara í lagi. Ekki mér né Arnari greinilega.

Eru þetta ekki góðar fréttir? Eða vill þjóðin enn einn litlausan forseta sem gerir ekki neitt og vill ekki reiða neinn til reiðis?  Það er ekki hægt að vera í valdastöðu og vekja ekki einhvern til reiðis. Kannski að Guðni hafi ekki verið eins vinsæll og fjölmiðlar láta í veðri vaka? Arnar verður varkárari í yfirlýsingum en Guðmundur Franklín, honum til framdráttar.

Þótt forsetaembættis sé punt embætti dags daglega, hefur forsetinn ákveðið og mikilvægu hlutverki að gegna í stjórnskipan landsins. Það þarf rögg saman mann með þekkingu til að gegna embættinu.

Íslendingar rugla oft saman persónu og starfsmanninn. Æi, hann er ekki viðkunnuglegur eða alþýðulegur. Spurningin er hins vegar, er maðurinn rétti maðurinn í jobbið? Mun Arnar valda starfinu? Já, ég tel það og með glæsibragð. Kann ég við hann sem persónu? Hef ekki hugmynd, þekki hann ekki. En það skiptir engu máli, ef hann er rétti maðurinn í starfið.

Nú er að sjá hverjir birtast á sjónarsviðið og er alvara með framboð sitt. Ekki bara að kynna sjálfan sig og sína hagsmuni. Vinstrið kemur eflaust með sinn frambjóðanda en hvað með hægrið? Arnar telst varla vera frambjóðandi þess, í ljósi gagnrýni hans á framgöngu Sjálfstæðisflokksins.

Erfitt er að reikna út fylgi hans, en hann virðist vinsæll bloggari og meðal hópa sem eru upplýstir um þjóðfélagsmál. Bloggarar hér hafa almennt lýst yfir stuðning við framboðið.

Forsetinn ætti að vera kosinn með meirihluta atkvæða. Það er alveg ótækt að manneskja með 35% fylgi komist í forsetaembættið og sitji sem forseti næstu 20 árin. Tvennar kosningar þyrftu líklega, milli tveggja efstu frambjóðenda.

Píratinn Helgi H. Gunnarsson talar á móti framboði Arnars. Í frétt frá DV segir hann að Arnar viti ekkert um lög, þótt hann sé fyrrverandi dómari og löglærður maður. Þetta segir maður sem hefur einungis grunnskólapróf frá Hlíðaskóla 1996.  Arnar er fyrr­ver­andi héraðsdóm­ari og með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Eru þetta ekki bara bestu meðmæli með framboði Arnars? En sjáum til hvað kemur úr spilastokknum. Val kjósenda á forseta er ekki alltaf rökrænt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband