Maður hættir aldrei að undrast hversu miklir sósíalistar Íslendingar eru upp til hópa. Þeir reiða sig á ríkisvaldið og meiri segja treysta því fyrir heilsu sína.
Eins og ríkisvaldið geti mætt þörfum síbreytilegra eftirspurningar á frjálsum markaði. Menn hafa gleymt áætlunarbúskapnum sem stundaður var hjá kommúnistum og fimm ára áætlunum. Aldrei gat ríkið mætt þörfum einstaklinganna og hinu frægu biðraðir í Sovétríkjunum bera vitni um (og líka á Íslandi og Bretlandi þegar skömmtunarkerfi voru komin á eftir seinni heimsstyrjöldina).
Skortur og léleg gæði (vegna engrar samkeppni) einkennir sósíalísk kerfi en nú ætlar Argentína að reyna að brjótast úr þessari ánauð og fróðlegt að sjá hvort forsetinn geti beygt kerfið en mesti vandi hans er að eiga við það, ekki að hrinda efnahagsáætlun sína úr vör.
Annað sem einkennir kapitalisma er skilvirkni og nýsköpun. Kapítalismi er talinn stuðla að skilvirkni með því að leyfa auðlindum að renna til afkastamestu nota þeirra. Samkeppni meðal fyrirtækja hvetur til nýsköpunar þar sem fyrirtæki leitast við að búa til betri vörur og þjónustu til að öðlast samkeppnisforskot. Sjá mátti hver andstæðan við svona kerfi var eða er, í Sovétríkjunum eða Kína. Bæði ríkin þurfu að reiða sig á njósnir til að þróa sínar vörur og vopn, enda engin frjáls hugsun þegar einstaklingsfrelsið er heft og því engin sköpun. Iðnaðarnjósnir eru stundaðar í miklu mæli ennþá daginn í dag og Bandaríkjamenn saka Kínverja reglulega um stuldur á iðnaðarleyndarmálum. Þau eru mikið stunduð, hefur verið rannsakað tækniþekkingastuldur á Íslandi? Aldrei heyrt talað um það.
Það sem einkennir markaðshagkerfi (kapitalisma) er óskorðað einstaklingsfrelsi. Því meira frelsi, því meiri samkeppni. Kapítalismi er oft tengdur persónulegu og efnahagslegu frelsi. Það gerir einstaklingum kleift að eiga séreign, taka ákvarðanir um atvinnu sína og taka þátt í frumkvöðlastarfsemi. Litið er á þetta einstaklingsfrelsi sem grundvallarþátt kapítalismans. Menn taka áhættu, uppskera eða tapa, allt eftir hversu hæfir (stundum heppnir eða óheppnir) þeir eru.
Sósíalistar allra landa, líka á Íslandi, sjá ofsjónir yfir velgengni ríkra manna, sérstaklega auðkýfinga og vilja skattleggja þá. En þá athuga menn ekki að það þarf stundum mikil auðæfi til að koma af stað stórframkvæmd. Það þurfti auðkýfing eins og Warren Buffet til að geta fjárfest í lestakerfi Bandaríkjanna. Oftast hafa menn ekki allt fjármagnið sem til þarf, og því mynda menn hlutafélög um framkvæmdir.
En oft einkennist andúð sósíalista í garð auðkýfinga af öfund. Foryrstumenn þeirra eru margir hverjir vel menntaðar en blankir. Þeir kunna að tjá sig og því skín í gegn öfund þeirra er þeir ræða mál auðmanna.
Svo er til fyrirbrigði sem kallast markaðsdrifin úthlutun. Í kapítalísku kerfi er fjármagni úthlutað út frá markaðsöflum eins og framboði og eftirspurn. Talsmenn halda því fram að þetta hjálpi til við að tryggja að fjármagni sé beint að svæðum þar sem eftirspurn er, sem leiðir til skilvirkari úthlutunar vöru og þjónustu. Þetta getur ríkið illa gert og er seinvirkt vegna skrifræðis og hvataleysis.
Hagvöxtur er iðulega meiri í markaðshagkerfi en áætlunarbúskap. Kapítalismi er talinn hafa stuðlað að hagvexti og aukið lífskjör með tímanum. Hugmyndin er sú að þegar einstaklingar og fyrirtæki eru hvattir til að leggja hart að sér og nýsköpun leiði það til heildarþróunar í efnahagsmálum. Þetta skilja sósíalistarnir í VG og Samfylkingunni ekki. Þeir vilja skattleggja þá sem skara framúr eða sýna hagnað. Til hvers að reka fyrirtæki, þegar ríkið hirðir 50-60% af afrakrinum? Nú ætlar Samfylkingin að skattleggja vonda fólkið, í sjávarútveginum, bönkunum og ekki bara það, heldur einnig að fara í vasa skattborganna til að skattleggja loft vegna "loftslagsvanda". Skattleggja og skattleggja aftur, þar til fyrirtækin gefast upp og færa starfsemi sína til annarra landa sbr. lyfjafyrirtækin sem eru flutt úr landi. Eða auðkýfingarnir flytja til annarra landa með fjármagn sitt.
Aðlögunarhæfni einkennir kapitalíst þjóðfélag. Litið er á kapítalisma sem aðlögunarhæfni að breyttum aðstæðum. Kraftmikið eðli markaða gerir ráð fyrir aðlögun að nýrri tækni, óskum neytenda og alþjóðlegum efnahagsaðstæðum.
Og hér komum við að aðalatriðinu, hvatar til hagkvæmni eru mikilir, sem þýðir fjöldaframleiðsla og betri vörugæði og síðan en ekki síst vöruþróun (sem dæmi: Nýir og betri farsímar árlega). Hagnaðarsjónarmið kapítalismans er sagt hvetja fyrirtæki til að starfa á skilvirkan hátt og veita vörur og þjónustu sem mæta þörfum neytenda. Hugmyndin er sú að fyrirtæki sem ekki gera það muni standa frammi fyrir fjárhagslegum afleiðingum sem leiði til náttúrulegs vals á fyrirtækjum byggt á frammistöðu, þar er að segja þeir hæfustu komast af, hinir verða gjaldþrota.
Og hér í stuttum samdrætti hvers vegna einstaklingar en ekki ríkisvaldið er hæfara í rekstri almennt og það er þessi sveigjanleiki og aðlögunarhæfni sem gerir gæfumuninn. Talið er að einkafyrirtæki geti lagað sig betur að breyttum markaðsaðstæðum. Ólíkt ríkisaðilum, sem geta staðið frammi fyrir skrifræðislegum áskorunum og hægari ákvarðanatökuferli, geta einkafyrirtæki oft brugðist hratt við kröfum neytenda, tækniframförum og alþjóðlegum efnahagsbreytingum.
En horfum á kapitalisma út frá sjónarhorni andstæðingum hans. Helstu rökin gegn honum eru tvenn (eru fleiri en þessi rök skipta mestu máli).
Menn tala um ójöfnuð tekna. Eitt af því sem mest er rætt um er misskipting auðs. Kapítalismi getur leitt til verulegs tekjumisræmis, þar sem lítið hlutfall þjóðarinnar ræður yfir óhóflegu hlutfalli auðlinda. En þar komum við að kjarna fræða Adams Smiths, Laissez-Faire hagfræðina. Hann talaði aldrei um að frumskógarlögmálið ætti að ríkja í hagkerfinu. Smith studdi almennt hugmyndina um takmörkuð ríkisafskipti af hagkerfinu. Hann taldi að hlutverk stjórnvalda ætti að vera í lágmarki, aðallega að einbeita sér að því að vernda eignarrétt, framfylgja samningum og viðhalda lagaramma fyrir sanngjarna samkeppni. Setja rammann um samfélagið.
Auður dreifist alltaf á endanum, stundum í formi stríðs, efnahagskreppu, taps einstaklinga og/eða fyrirtækja eða arfs. Mestu auðættir fyrri alda töpuðu auði sínum á nokkrum kynslóðum, oftast í þriðja ættlið, enda erfist viðskiptasnilldin ekki líkt og aðalsmanna titillinn.
Hagnýting verkalýðsins. Gagnrýnendur halda því fram að kapítalismi geti leitt til arðráns á launafólki, sérstaklega í láglaunaiðnaði. Það eru áhyggjur af óöruggum vinnuskilyrðum, löngum vinnutíma og ófullnægjandi launum. En þessar áhyggjur hafa reynst vera óþarfar. Eins og kaupsýslumenn geta gert með sér félög, geta launamenn gert það líka í formi stéttafélaga. Samtaka máttur þeirra hefur leitt til betri kjara og lífs. En mesta áhyggjuefnið í dag er gervigreinin sem getur útrýmt heilu starfstéttirnar. Hvað gera menn þá? Fyrirtækin munu lifa af gervigreindar byltinguna og í raun með hjálp hennar skapa auð fyrir þjóðfélagið, ríkið og einstaklinganna.
Að lokum. Einokunarfyrirtæki eru ekkert betri en ríkisvaldið, eini munurinn er að einstaklingur eða hópur ræður markaðinum í stað skriffinna og geta deilt og drottnað að eigin vild.
En á endanum er það þannig að kaupsýslumaðurinn er hæfari en embættismaðurinn / stjórnmálamaðurinn til að stýra fyrirtækjum. Hann er gullgæs samfélagsins.
Svo má spyrja sig hvort að ríkisvaldið sé að standa sig hvað varðar heilbrigðisþjónustu eða menntamál? Eru ekki endalausir biðlistar sem einkareknar skurðstofur út í bæ eru að grynnka á? Eru grunnskólarnir, reknir af sveitarfélögum, að standa sig? Er því eitthvað til fyrirstöðu að bjóða meira upp á einkarekna grunnskóla. Það er gert, en í litlu mæli. Hefur það ekki reynst vera hagkvæmt fyrir þjóðfélagið að láta einkafyrirtæki sjá um mannvirkjaframkvæmdir og Vegagerðina að vera umsýslustofnun?
Og alveg í blálokin, er börnum eða unglingum kennt gangverk kapitalisma? Eða í háskólum landsins en svo virðist sem ný-marxismi tröllríði húsum. Þar virðist sem menn lifi í fílabeinsturnum og haldi að peningar vaxi á trjánum. Það er ekki annað að sjá að þeir menn sem skara framúr og eru auðmenn, séu "self made men", þ.e.a.s. brotist til framan á engin vegum og án háskólaprófa. Það væri fróðlegt að skoða bakgrunn 100 ríkustu einstaklinga landsins og athuga hvernig þeir urðu ríkir. Örugglega ekki með að lesa ný-marxísk fræði á hugvísindasviði Háskóla Íslands!
Flokkur: Bloggar | 14.12.2023 | 08:33 (breytt kl. 11:06) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Tökum eftir hverni Hollywood meðhöndlar kapitalisma á neikvæðan hátt sem er sjálf syndaborg auðævanna.
Sjá eftirfarandi kvikmyndir:
Wall Street.
Margin Call
Swimming with Sharks
The Wolf of Wall Street
Birgir Loftsson, 14.12.2023 kl. 09:27
Birgir Loftsson, 14.12.2023 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.