John Locke og þrískipting valdsins á Íslandi - endurgerður pistill fyrir 1. des. 2023

Það er ekki úr vegi, á þessum degi, 1. desember, afmælisdag Íslands, að birta endurgerðan pistil um John Locke, hugmyndir hans sem höfðu áhrif á hvaða stjórnskipan varð ofan á Íslandi sem og öðrum vestrænum ríkjum. Þessi pistill er endurbirtur og birtist hér á blogginu 2021. En eins og maðurinn sagði, góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hér er pistillinn en lagaður til og bætt við.

John Locke, enski heimspekingurinn, setti fram á 18. öld fram kenninguna um þrískiptingu valdsins: Framkvæmdarvald, dómsvald og löggjafarvald. Frábær hugmynd sem hefur ekki enn komið til framkvæmda á Íslandi. Hins vegar tel ég, að bæta verði fjórða valdinu við sem myndi þjóna eins konar eftirlitshlutverki með hinum þremur valdaörmunum. Það er t.d. ótækt að dómsvaldið eða framkvæmdarvaldið séu að feta fingur í störf hvers annars.

Það er kominn vísir að þessu nýja eftirlitsvaldi, sem kallast umboðsmaður Alþingis en það er bara ekki nóg. Hann verður að geta slegið á fingur alla valdaþættina með reglustiku - með raunverulegu boðvaldi. Landsdómur er t.d. fæddur andvana og í raun stjórnað af framkvæmdarvaldinu eins og er. Varanleg og með raunveruleg völd, það er málið. En þá kemur spurningin, hver á að fylgjast með eftirlitsvaldinu? Locke leit svo á að valdaarmarnir þrír fylgdust með hver öðrum.

Það er fáránlegt að ríkisstjórnin (framkvæmdarvaldið) sitji á löggjafarþingi landsins og sitji þannig beggja megin borðs. Kannski væri betra að fyrirkomulagið væri eins og í Frakklandi, Finnlandi og Bandaríkjunum, það er að segja að kosinn væri forseti (í stað forsætisráðherra) sem svo myndaði ríkisstjórn. Það myndi spara okkur kostnaði við að reka forsetaembættið sem er kostnaðarsamt. Það ætti að vera hægt að koma öryggisventlinum fyrir í höndum annars aðila eða með breytingu á stjórnarskránni. 

Ríkisstjórnin á að leita stuðnings til þings ef hún vill breyta lögum en ekki sitja beggja megin borðs. Alþingi á svo að setja leikreglurnar (lögin) og einbeita sér að því. Ríkisstjórnin á því sem sagt að einbeita sér að því að stjórna landinu.

Ef til vill mun virðing Alþingi aukast, þegar völd þess vera raunveruleg og almennir þingmenn fá að starfa í alvörunni. Starfsdagar Alþingis eru nú bara rúmlega hundrað dagar á ári en samt hafa þingmenn aðstoðarmenn.

Hér er fróðleikur um John Lockes

John Locke (29. ágúst 1632 – 28. október 1704) hafði feikileg áhrif með ritum sínum í þekkingarfræði og stjórnspeki. Hann var einn helsti upphafsmaður bresku raunhyggjuhefðarinnar og lagði grunninn að hugmyndafræði frjálshyggju með frjálslyndum kenningum sínum. Kenningar Locke eiga rætur sínar að rekja til náttúruréttarhefðarinnar sem og nafnhyggjunnar. Hann var mikilvægur boðberi upplýsingarinnar.

Hugmyndir hans um mannlegt eðli voru ekki síður merkilegar. Hann var þeirrar skoðunar að maðurinn fæddist sem autt blað (l. tabula rasa) og það væri hlutverk menntunar að móta einstaklinginn frá grunni.

Í bókinni Ritgerð um ríkisvald (e. The Second Treatise on Civil Government, 1689) kom Locke orðum að tveimur hugmyndum, sem margir tóku undir á næstu öldum.

Hin fyrri var, að einkaeignarréttur gæti myndast af sjálfu sér og án þess að raska náttúrlegum réttindum manna, en hlutverk ríkisins væri að gæta eignarréttarins.

Hin síðari var, að ríkið væri reist á þegjandi samkomulagi milli borgaranna, sem nefnt er samfélagssáttmálinn, en þegar valdhafar ryfu þetta samkomulag og virtu lítils eða einskis réttindi borgaranna, væri það réttur þeirra að rísa upp og hrinda þeim af höndum sér. Sjá má þetta í bandarísku stjórnarskránni en þar er réttur borgaranna til að bera skotvopn stjórnarskrárvarinn. Vopnaburðurinn er einmitt réttlætur með að borgararnir geti gert uppreisn gegn óréttlátum stjórnvöldum.

Með síðari hugmyndinni varði Locke Dýrlegu byltinguna í Bretlandi 1688 og rökstuddi þrískiptingu ríkisvaldsins. Hún varð frjálslyndum stjórnmálahreyfingum 18. og 19. aldar mikil hvatning, til dæmis í bandarísku byltingunni 1776 og frönsku stjórnarbyltingunni 1789, og krafan um þingbundnar konungsstjórnir, sem hljómaði víða í Norðurálfunni á 19. öld, meðal annars í Danmörku og á Íslandi, var ekki síst runnin undan rifjum Lockes.

Gleðilegan fullveldisdag Íslendingar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband