Hvassahraun er enn til skoðunar!!!

Í frétt Morgunblaðsins segir: "Rann­sókn­ir á Hvassa­hrauni standa enn yfir þar sem kannað er hvort svæðið geti verið heppi­legt flug­vall­ar­stæði." Hvassahraun er enn til skoðunar

Eru menn ekki með fullu fimm? Hvað er verið að rannsaka? Jafnvel þótt svæðið henti til flugvallagerðar, er ljóst að allur Reykjanesskagi er kominn á jarðskjálfta- og eldsumbrotatímabil. Það þarf ekki að fara marga km og til Grindavíkur til að sjá hvað bara jarðskjálftar og jarðsig geta gert mannvirki. Hvassahraun er eins og önnur svæði á skaganum á hættusvæði.

Þetta er alveg galið og ótrúlegt að menn hafi ekki sópað þessum möguleika af borðinu strax og fyrsta gosið hófst. Við vitum að næstu áratugir verða róstursamir og því óskiljanlegt hvers vegna ekki er hætt við þetta. 

Hver er skýringin? a) Menn eru heimskir og þurfa að detta í brunninn til að læra af reynslunni, b) Möppudýrin fara sínu fram burtséð frá heilbrigðri skynsemi. Enginn stoppar þau. c) Heimskir pólitíkusar stinga höfuðið í sandinn eins og strúturinn og vilja fara sínu fram og ekki viðurkenna ósigur í málinu. Ætli þetta sé ekki samblanda af a-c....

Það á sem sagt að byggja á sandi....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband