Argentína með allar sínar auðlindir hefur verið á hvínandi kúpunni í marga áratugi. Ástæðan er sósíalísk stefna sem hefur verið viðvarandi allan þennan tíma og spilling.
Javier Milei er nýr forseti Argentínu og frjálslindur samkvæmt gömlu skilgreiningunni. Hann er enginn kjáni í efnahagsmálum enda er hann menntaður hagfræðingur. Hann er enginn íhaldsmaður, þótt hann sé hægri sinnaður í efnahagsmálum, þ.e.a.s. styður kapitalisma og frjálst markaðshagkerfi og lítil afskipti ríkisins.
Hann er skilgreindur sem frjálslindur vegna stuðningur hans við valfrelsi um efni eins og eiturlyf, byssur, vændi, hjónabönd samkynhneigðra, kynhneigð og kynvitund hefur verið í andstöðu við almenna andstöðu hans við fóstureyðingar, líknardráp og innflutning glæpamanna, þar er hann íhaldssamari. Í utanríkismálum talar hann fyrir nánari samskiptum við Bandaríkin og er harður gagnrýnandi kínverska kommúnistaflokksins.
Honum hefur verið lýst pólitískt sem hægrisinnuðum frjálshyggjumanni, popúlista (nýtur stuðnings almennings) og stuðningsmanni laissez-faire kapítalisma, sem er sérstaklega í takt við minarkista (þar sem talsmenn þess eru þekktir sem mínarkistar, en hér er verið að tala um gerð af ríki sem er takmarkað og lágmarkað, þar sem hlutverk þess er háð frjálshyggjukenningum.) og anarkó-kapítalískar meginreglur. Skoðanir hans einkenna hann í argentínsku pólitísku landslagi og hafa vakið mikla athygli almennings og skautuð viðbrögð. Hann hefur lagt til víðtæka endurskoðun á ríkisfjármálum og skipulagsstefnu landsins.
En hvað ætlar hann að gera nú þegar hann er orðinn forseti?
Það er ansi róttækt. Sama reiði er gagnvart Seðlabanka landsins og er gagnvart Seðlabanka Íslands. Milei vill ganga lengra en bara að reka Seðlabankastjóra eins og lagt er til hér á Íslandi.
Hann vill afnema seðlabanka landsins. Fyrirhuguð afnám Seðlabanka Argentínu og dollaravæðing hafa mætt gagnrýni; argentínski pesóinn féll og vextir voru hækkaðir í kjölfar sigurs í prófkjöri hans. Argentínskir almennir hagfræðingar gagnrýndu einnig efnahagsvinnu Mileis og framsetningu hans, lýstu hugtökum hans sem ruglingslegum og héldu því fram að formúlurnar sem hann notar séu ekki réttar; sérstaklega gagnrýndu þeir tillögur hans um afnám Seðlabanka Argentínu og dollaravæðingu. Milei vísaði gagnrýnendum dollaravæðingarinnar á bug og sagði að þeir skildu ekki skilyrðið um þverskiptingu.
Verðbólga mælist 140% og þriggja ára þurrkar hafa leitt til mikillar samdráttar í landbúnaðarframleiðslu. Tveir af hverjum fimm búa við fátækt og hefur gjaldmiðillinn tapað 90% af verðgildi sínu á fjórum árum. Þetta er leiðin sem hann sér út úr þessu. Þetta myndi þýða að peningastefna Argentínu yrði sett í Washington frekar en Buenos Aires. Sömu hugmyndir hafa menn líka haft hér á Íslandi, að tengja okkur við Bandaríkjadollara eða evruna. Tveir gallar á þessari stefnu:
Helsti gallinn á þessari leið, er að Argentína og Bandaríkin eru mjög ólík hagkerfi og því gæti það sem gæti verið rétt peningastefna fyrir hið síðarnefnda verið röng fyrir hið fyrrnefnda. Lönd verða að gæta þess að gefa eftir frelsi til að ákveða eigin vexti og fella gjaldmiðla sína. En er þetta eitthvað verra en 140% verðbólga? Er ekki betra að fólk geti notað gjaldmiðil sem allir treysta og vilja nota. Það er engin tilviljun að neðanjarðar hagkerfi heims, nota menn dollara í stað t.d. rúblu eða aðra gjaldmiðla sem enginn vill nota í alþjóðaviðskiptum. Íslenska krónan er í þeim flokki.
Annað vandamálið er hagnýtara: hvaðan fengi Argentína dollara sína? Sem stendur hefur seðlabankinn nánast engan gjaldeyrisforða til að tala um og skortir aðgang að alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum til að ná þeim hlutabréfum sem þyrfti til að halda hagkerfinu gangandi. Fræðilega séð gæti Milei leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán, en líkurnar á því að það takist yrðu ekki miklar. Argentína er nú þegar stærsti lántakandinn frá AGS og skuldar honum 44 milljarða dala (35 milljarða punda).
Það er því spurning hvort hann geti farið þessa leið. En hann getur hins vegar dregið úr umsvifum ríkisins, afnumið óteljandi ráðuneyti sem gera ekki neitt, haldið sköttum lágum, íviljað fyrirtæki, þannig að þau stækki og stækki þannig skattkökuna. Hann verður líka að hreinsa til innan stjórnkerfisins og uppræta spillingu.
Hér á Íslandi vilja menn auka skatta til að mæta auknum útgjöldum. Skattar, skattar og skattar eru svör íslenskra stjórnmálamanna og ef efnhagskerfið hitnar um, stýrisvaxtahækkanir ofan á stýrisvaxta hækkanir. Stýrisvextir (háir), verðbólga (há) og skattar (háir) eru óvinir heilbrigðs efnahagskerfi.
Svarið við öll vandamál ríkis í vexti, er að stækka þjóðarkökuna í sífellu, búa til meiri pening og þar með eykst skattheimtan sjálfkrafa með sömu skattprósentu og áður. Einfalt en samt skilja stjórnmálamenn ekki svona einfalda leið. Skattaálögur er leið letingjans. Mig vantar pening, best að fara ofan í vasa skattgreiðenda (borgara og fyrirtæki). Ó, við erum búin að eyða sjóði nátttúruhamfarasjóðs í alls kyns vitleysu, setjum skatta á húseigendur, skattlegggjum banka (sem fara svo í vasa viðskiptavini sína enda engin samkeppni á bankamarkaðinum) eða skattleggjum útgerðina.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | 22.11.2023 | 11:13 (breytt kl. 19:16) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Vinstri fjölmiðlar að fara á límingunum er góðs merki:
https://fb.watch/ou39aGRwGv/
Birgir Loftsson, 22.11.2023 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.