Nú eru hugmyndir um að láta almenning borga fyrir varnargarða í Grindavík. Menn eru meira segja byrjaðir á verkinu, þótt ekki sé vitað hvar eldgosið verður né hvort það verði! Vísindin á bakvið eldgosafræðin eru ekki betri en það að einn jarðfræðingurinn sagði að kvikan og óróinn gæti lognast út af fyrirvaralaus! En menn eru samt sem áður á því að það verði gos. Gott og vel. Líkurnar eru með, frekar en móti.
En hver á að borga? Af hverju að leggja aukaskatta á almenning? Þau mannvirki sem eru talin mest í hættu er orkuverið í Svartshengi og Bláa lónið. Bæði fyrirtækin eru rekin með milljarða hagnaði á hverju ári. Kostnaðurinn við varnargarðanna er talinn vera 2 milljarðar. Ofangreind fyrirtæki færu létt með að verja sig og eyða til þess fé, sem minnkar aðeins hagnaðinn þetta árið. Og þau vissu af áhættunni, settu sig beint yfir sprungubelti sem liggur frá Reykjanesskaga yfir hálendið og til Norður-Íslands.
Varðandi Grindvíkinga, þá er til Náttúruhamfaratrygging Íslands. Þar segir á vefsíðu þeirra: "Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja húseignir og mannvirki gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, eins og jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða."
Vonandi setja menn ekki upp varnargarða fyrirfram. Ekki nokkur maður veit hvar eldgosið kemur upp. Af hverju ekki varnargarður um byggðina í Grindavík?
Að lokum, svo vildu spekingarnir í Reykjavík, með Dag B. Eggert, setja upp flugvöll í Hvassahraun en jarðfræðingar segja að búast megi við jarðhræringar á Reykjanesskaga næstu 400 ár.
Flokkur: Bloggar | 14.11.2023 | 12:36 (breytt kl. 21:17) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Lögin sem samin voru á laugardaginn og samþykkt á mánudaginn með 57 atvkæðum, eru svo siðlaus að ég hika við að blogga um þau.
Já, j́afnvel ég get verið orðlaus.
Bestu kveðjur
Guðjón E. Hreinberg, 14.11.2023 kl. 13:57
Ríkið verður að hafa efni á að kaupa upp húsnæði í Grindavæik, OG styðja hryðjuverkamenn í útlömdum.
Ríkið getur ekki bara styrkt terrorista. Íslendingar verða líka að fá smá... ef eitthvað er eftir.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.11.2023 kl. 16:26
Skattar, skattar, svo auðvelt að leggja á, láta aðra borga.
Birgir Loftsson, 14.11.2023 kl. 19:41
Úr 33 milljarða varasjóði náttúruhamfara, eru 3 milljarðar eftir, sjóðurinn fór í hælisleitendamál og eitthvað alllt annað. En af hverju auka skattar? Nota 3 m. í þetta verkefni. Þvílík peningasóun í gangi í þessu landi, er furða að maður sé tregur til að borga skatta?
https://utvarpsaga.is/milljardar-ur-varasjodi-natturuhamfara-greiddur-til-haelisleitenda-og-evropuradsfundarins/
Birgir Loftsson, 15.11.2023 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.