Arnar Þór Jónsson vakti athygli á krossleysinu á Bessastaðakirkju og hvað væri komið í staðinn í grein sem kallast Hvorki fugl né fiskur. Ég hef sjálfur fylgst með örlögum krosssins og skrifað blogg grein um. En þetta fór fram hjá mér. Sem sagnfræðingur (og hluta til fornleifafræðingur) er ég ansi óánægður.
Ég sendi því erindi til forsetaembættisins. Það er eftirfarandi:
Vindhani á Bessastaðakirkju
Það er sorglegt þegar forsetaembættið fjarlægir endalega síðasta tákn kristni á Íslandi, sem er krossinn á kirkjuturninum. Afsökun ykkar fyrir fjarlægingu hans stenst ekki veður eða vind.
Þið segið að vindhani hafi sérstakt gildi í kristinni trú. Þar er haninn tákn árvekni og skyldurækni og minnir auk þess á það þegar Pétur postuli afneitaði Jesú þrisvar en þá gól þar hani. En við vitum að flestir skilja ekki tenginguna.
Það væri nær að hafa tákn fisksins sem er algengara tákn fyrir kristni og allir kristnir menn skilja. Fiskurinn eða fiskarnir tákna kristið fólk og netið kirkjuna sem fangar hann/þá.
Táknmál fisksins er jafnvel eldra en tákn krosssins. Fyrstu kristnu söfnuðir notuðu fisktáknið (ekki krossinn) og nota enn. Það á svo sannarlega við um fiskveiðiþjóðina Ísland að nota slíkt táknmál. En við munum að skjaldarmerki Íslands var lengi flatur fiskur með kórónu fyrir ofan.
En best væri að þið mynduð endurreisa krossinn á toppi kirkjuturnsins (eru þetta ekki friðlýstar minjar?) og sleppa öllum vind derringi. Kirkjur hafa kross en ekki vindmyllur á turnum sínum.
Að lokum, hvar er haninn sjálfur á "vindhanum"? Ekki er hægt að sjá hann á mynd ykkar: vindhani á Bessastaðakirkju
Hér kemur ýtarleg skýring fyrir ykkur heiðingjanna á Bessastöðum á táknmáli krosssins. Sjá slóðina: Táknmál krosssins
Kveðja, Birgir Loftsson, sagnfræðingur
Flokkur: Bloggar | 10.11.2023 | 17:43 (breytt kl. 19:47) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.