Stađa Bandaríkjanna í heiminum

Heimurinn er breyttur. BNA hefur veriđ eina risaveldiđ síđan 1991 og hefur hagađ sér eins og alheimslögregla í samskiptum sínum viđ önnur ríki. Ríkiđ gerđi ţađ reyndar fyrir 1991 en ţá var annađ risaveldi á móti. 

Eitt sem hefur einkennt heimsvaldastefnu BNA. Ţegar Bandaríkin stilla til friđar, hefur alltaf fylgt međ siđvendni, sá sem er tekinn fyrir, fćr "góđ ráđ" um lýđrćđi og mannréttindi. Veriđ eins og viđ í Bandaríkjunum er sagt. En Kaninn lćtur eiga sig ađ hernema lönd, setur upp herstöđvar og nýtir sér ađgang ađ auđlindum.

Vandinn viđ ţessa umvöntunarstefnu er ađ ekki er allt til fyrirmyndar í Bandaríkjunum. Mikiđ misrétti, spilling og önnur óára herjar á Bandaríkjamenn eins og ađrar ţjóđir.  Ţetta sjá ţjóđirnar og eru margar ekki of hrifnar af afskiptum Kanans. T.d. hefur fariđ í taugarnar á Íslendingum afskiptasemi hans af hvalveiđum okkar sem viđ lítum á sem innanríkismál.

Í Bandaríkjunum ríkir nú menningarstríđ. Ţjóđin er klofin í  tvćr fylkingar. Íhaldssöm öfl berjast gegn framsćkin og erfitt er ađ átta sig á hvor verđa ofan á. Geta lýđrćđisţjóđirnar sótt fyrirmyndir til Bandaríkjanna undir ţessum formerkjum?

En hvernig vćri heimurinn án Bandaríkjanna? Eflaust vćru átakalínurnar ţćr sömu, lýđrćđiđ gegn einrćđiđ. Líklega vćru valdablokkir, bandalag ríkja gegn öđru bandalagi eđa bandalögum. Heimurinn vćri svćđisskiptur. Hann vćri ekki friđsamari ef eđli mannskepnunnar er samt viđ sig.

Kannski er Kaninn ađ misskilja stöđuna í heiminum í dag. Kannski ćtla Rússar ekki ađ taka yfir Austur-Evrópu eftir sigur í Úkraníu og kannski ćtla Kínverjar ekki ađ leggja undir sig Taívan og svo Asíu. Kannski ćtla Íranir ekki ađ leggja undir sig Miđausturlönd eftir ađ hafa sigrađ Ísrael í stríđi. Kannski ćtla ţau sér ţađ, hver veit. En ef svo er, ţá munu ţau öll mćta andstöđu veikari ríkja sem hópa sig saman í ríkjabandalag. 

Sögulega hafa Han Kínverjar (áttu upphaf sitt í Norđur-Kína) stćkkađ ríkiđ sitt í gegnum síđastliđin árţúsund. Ţađ er ekki rétt ađ Kínverjar hafi alltaf veriđ friđsamir. Ţeir hafa reynst erfiđir nágrannar.

Sama gildir um Rússland sem hefur stćkkađ stanslaust síđan á 16. öld. Bandaríkin hafa síđan ţau voru getin fyrir 247 árum veriđ í stöđugri útţennslu.  Evrópuríkin međ nýlendustefnu sinni voru í útţennslu en töpuđu međ ţví ađ fara í innbyrgđisstríđ sem kallast í dag heimsstyrjaldirnar tvćr á 20. öld.

En svona er heimurinn í dag. Bandarískir ráđamenn ćttu e.t.v. lesa meira í sögu, ţeir gćtu lćrt ađ reynslu fyrri heimsvelda.  Vítin eru mörg.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband