Heimurinn er breyttur. BNA hefur verið eina risaveldið síðan 1991 og hefur hagað sér eins og alheimslögregla í samskiptum sínum við önnur ríki. Ríkið gerði það reyndar fyrir 1991 en þá var annað risaveldi á móti.
Eitt sem hefur einkennt heimsvaldastefnu BNA. Þegar Bandaríkin stilla til friðar, hefur alltaf fylgt með siðvendni, sá sem er tekinn fyrir, fær "góð ráð" um lýðræði og mannréttindi. Verið eins og við í Bandaríkjunum er sagt. En Kaninn lætur eiga sig að hernema lönd, setur upp herstöðvar og nýtir sér aðgang að auðlindum.
Vandinn við þessa umvöntunarstefnu er að ekki er allt til fyrirmyndar í Bandaríkjunum. Mikið misrétti, spilling og önnur óára herjar á Bandaríkjamenn eins og aðrar þjóðir. Þetta sjá þjóðirnar og eru margar ekki of hrifnar af afskiptum Kanans. T.d. hefur farið í taugarnar á Íslendingum afskiptasemi hans af hvalveiðum okkar sem við lítum á sem innanríkismál.
Í Bandaríkjunum ríkir nú menningarstríð. Þjóðin er klofin í tvær fylkingar. Íhaldssöm öfl berjast gegn framsækin og erfitt er að átta sig á hvor verða ofan á. Geta lýðræðisþjóðirnar sótt fyrirmyndir til Bandaríkjanna undir þessum formerkjum?
En hvernig væri heimurinn án Bandaríkjanna? Eflaust væru átakalínurnar þær sömu, lýðræðið gegn einræðið. Líklega væru valdablokkir, bandalag ríkja gegn öðru bandalagi eða bandalögum. Heimurinn væri svæðisskiptur. Hann væri ekki friðsamari ef eðli mannskepnunnar er samt við sig.
Kannski er Kaninn að misskilja stöðuna í heiminum í dag. Kannski ætla Rússar ekki að taka yfir Austur-Evrópu eftir sigur í Úkraníu og kannski ætla Kínverjar ekki að leggja undir sig Taívan og svo Asíu. Kannski ætla Íranir ekki að leggja undir sig Miðausturlönd eftir að hafa sigrað Ísrael í stríði. Kannski ætla þau sér það, hver veit. En ef svo er, þá munu þau öll mæta andstöðu veikari ríkja sem hópa sig saman í ríkjabandalag.
Sögulega hafa Han Kínverjar (áttu upphaf sitt í Norður-Kína) stækkað ríkið sitt í gegnum síðastliðin árþúsund. Það er ekki rétt að Kínverjar hafi alltaf verið friðsamir. Þeir hafa reynst erfiðir nágrannar.
Sama gildir um Rússland sem hefur stækkað stanslaust síðan á 16. öld. Bandaríkin hafa síðan þau voru getin fyrir 247 árum verið í stöðugri útþennslu. Evrópuríkin með nýlendustefnu sinni voru í útþennslu en töpuðu með því að fara í innbyrgðisstríð sem kallast í dag heimsstyrjaldirnar tvær á 20. öld.
En svona er heimurinn í dag. Bandarískir ráðamenn ættu e.t.v. lesa meira í sögu, þeir gætu lært að reynslu fyrri heimsvelda. Vítin eru mörg.
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.